Í gær ákvað Umhverfis- og skipulagsráð á fundi sýnum að heimila ekki lundaveiði í Vestmannaeyjum fyrir árið 2011. Þetta var erfið ákvörðun og þó ekki. Ákvörðunin var erfið fyrir þær sakir að lundinn og lundaveiðin er samgróin sögu og menningu Eyjanna. Ákvörðununi var auðveld þar sem engum dylst að ástand stofnsins hér hefur verið mjög slæmt og varp misfarist nokkur sl. ár. Því miður er ekki útlit fyrir annað en að svo verði einnig í ár. Ákvörðun var tekin að mjög vel ígrunduðu máli og eftir samtöl við fjölmarga sérsfræðina bæði úr hópi lundaveiðimanna sem og fræðimanna.