Eimskip rekstraraðili Herjólfs hefur fengið leyfi til að fjölga tímabundið farþegum um borð í Herjólfi á fimmtudegi fyrir Þjóðhátíð, föstudegi og á mánudegi og þriðjudegi eftir Þjóðhátíð. Fjölgun þessi þýðir um 136 farþega í ferð. Skilyrði fyrir þessari fjölgun farþega er að skipið verði mannað 5 aukastarfsmönnum sem allir þurfa að uppfylla skilyrði Siglingastofnun um farþegaflutninga en þau eru eftirfarandi. Lokið námi við skipstjórnarskóla eða lokið námskeiði hjá Slysavarnarskólanum Sæbjörgu.