Nýtt og glæsilegt varðskip Íslendinga, Þór var að leggjast að bryggju nú rétt í þessu. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar festi landfestar og gekk svo fyrstur um borð. Þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ og TF-LÍF sveimuðu yfir á meðan skipið sigldi inn. Eyjamenn tóku vel á móti nýja skipinu, bæjarbúar fjölmenntu á bryggjuna og skotið var úr fallbyssu á Skansinum, gamla varnarvirkinu í Eyjum þegar Þór sigldi inn innsiglinguna.