Um helgina var árshátíð Eimskips haldin í Laugardalshöll og var margt um manninn enda fjölmargir sem starfa hjá fyrirtækinu. Boðið var upp á ýmis skemmtiatriði en eitt atriðið vakti verðskuldaða athygli. Áhöfnin á Herjólfi fór þá upp á svið og flutti frumsaminn texta við lagið Lífið er lotterí en textann sömdu þeir Gunnar Heiðar Gunnarsson, kokkur um borð og Arnar Sigurðsson, vélstjóri. Myndband af flutningnum má sjá hér að neðan.