Ný Vestmannaeyjaferja og hækka há­marks­greiðslur í fæðing­ar­or­lofi

Í fjár­mála­áætl­un til næstu fimm ára er gert ráð fyr­ir að fram­lög til heil­brigðismála verði auk­in veru­lega, að há­marks­greiðslur úr fæðing­ar­or­lofs­sjóði verði hækkaðar í 500 þús. kr. og fram­kvæmd­ir við nýj­an Land­spít­ala verði boðnar út árið 2018. Gert er ráð fyr­ir þrem­ur nýj­um hjúkr­un­ar­heim­ili og að lokið verði við Hús ís­lenskra fræða á tíma­bil­inu og renna alls 3,7 millj­arðar króna til verk­efn­is­ins. En þetta birtist á mbl.is í dag.   Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá fjár­málaráðuneyt­inu um fjár­mála­stefnu og fjár­mála­áætl­un fyr­ir hið op­in­bera til fimm ára, sem lagðar voru fram á Alþingi í dag. Fjár­málaráðherra og for­sæt­is­ráðherra kynntu blaðamönn­um stefn­una síðdeg­is.   Stefn­an og áætl­un­in fela í sér að hægt verði á næstu árum að búa „enn frek­ar í hag­inn fyr­ir kom­andi kyn­slóðir með því að greiða niður op­in­ber­ar skuld­ir, draga úr álög­um á fólk með lægri og sann­gjarn­ari skött­um, byggja upp sam­fé­lags­lega innviði og treysta til muna grunnþjón­ustu rík­is­ins með hækk­un bóta, efl­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins og aukn­um gæðum mennt­un­ar,“ seg­ir í frétt ráðuneyt­is­ins.   Fjár­mála­stefna er lögð fram á grund­velli nýrra laga um op­in­ber fjár­mál. Hún fel­ur í sér al­menn mark­mið um þróun op­in­berra fjár­mála, þ.e. rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga, en ýt­ar­legri út­færsla á mark­miðum stefn­unn­ar birt­ist í fjár­mála­áætl­un­inni. Með þessu er mik­il­vægt skref stigið til að treysta um­gjörð op­in­berra fjár­mála og inn­leiða meiri sam­hæf­ingu og aga í áætl­un­ar­gerð op­in­berra aðila með áherslu á lang­tíma­stöðug­leika í efna­hags­líf­inu.   Lög um op­in­ber fjár­mál inn­leiða strang­ar regl­ur um af­komu og skuldaþróun, en sam­kvæmt áætl­un­inni verður mark­miðum þeirra náð þegar á fyrstu tveim­ur árum henn­ar, með já­kvæðum heild­ar­jöfnuði yfir allt fimm ára tíma­bilið og lækk­un heild­ar­skulda hins op­in­bera; rík­is og sveit­ar­fé­laga, í 30% af vergri lands­fram­leiðslu. Heild­araf­koma A-hluta rík­is og sveit­ar­fé­laga verður já­kvæð um að minnsta kosti 1% af vergri lands­fram­leiðslu á tíma­bili áætl­un­ar­inn­ar í því skyni að viðhalda efna­hags­leg­um stöðug­leika í þjóðarbú­skapn­um. Á ár­inu 2017 er gert ráð fyr­ir 26,5 millj­arða króna já­kvæðum heild­ar­jöfnuði rík­is­sjóðs.   Staða og viðfangs­efni rík­is­fjár­mála hafa þannig gjör­breyst frá ár­inu 2013 og mun­ar mest um eft­ir­far­andi Sjálf­virk skulda­söfn­un rík­is­sjóðs var stöðvuð með halla­laus­um fjár­lög­um 2014-2016. Skuld­ir rík­is­sjóðs lækka jafnt og þétt. Vaxta­gjöld verða um 20 millj­örðum króna lægri lægri (30 mia.kr. skv. nýj­um reikn­ings­skil­astaðli) í lok tíma­bils­ins en þau voru í árs­lok 2015. Vel hef­ur tek­ist til við upp­gjör slita­búa fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja „Vegna þess­ara um­skipta verður á grunni ábyrgr­ar fjár­mála­stefnu unnt að auka svig­rúm fyr­ir áherslu­mál á mála­sviðum ráðuneyt­anna um 42 millj­arða króna á tíma­bil­inu, en 14 millj­arðar renna til verk­efna strax á ár­inu 2017. Þá verður mögu­legt að byggja inn í áætl­un­ina ýmis fjár­fest­ing­ar­verk­efni sem hafa verið til skoðunar eða í und­ir­bún­ingi und­an­far­in ár en ekki hef­ur verið talið mögu­legt að fjár­magna sök­um halla­rekst­urs í kjöl­far banka­hruns­ins haustið 2008. Gera má ráð fyr­ir að svig­rúm til fram­kvæmda á ár­un­um 2017–2021 nemi sam­tals upp­safnað um 75 millj­arða króna. Ekki er gert ráð fyr­ir að fjár­magna þurfi þessi verk­efni með óreglu­leg­um tíma­bundn­um tekj­um rík­is­sjóðs á borð við arðgreiðslur eða sölu­hagnað,“ seg­ir í frétt ráðuneyt­is­ins.   Nokk­ur helstu verk­efni sem gert er ráð fyr­ir rúm­ist inn­an tíma­bils­ins:   Heil­brigðismál. Í áætl­un­inni er gert ráð fyr­ir að fram­lög til heil­brigðismála verði auk­in veru­lega á næstu árum þannig að þau verði orðin ríf­lega 30 millj­örðum króna hærri árið 2021 og verði þar með orðin ríf­lega 200 millj­arðar króna á ári. Það svar­ar til þess að fram­lög­in verði auk­in um 18% að raun­v­irði yfir tíma­bilið. Sú aukn­ing er fyr­ir utan all­ar launa­hækk­an­ir sem munu bæt­ast við á tíma­bil­inu auk annarra verðlags­breyt­inga. Þá nema fram­lög til kaupa á tækja­búnaði fyr­ir LSH og FSA 5 millj­örðum á ár­un­um 2016-2021 og 2,5 millj­örðum verður varið til stytt­ing­ar á biðlist­um á sama tíma­bili. Nýr Land­spít­ali. Bygg­inga­fram­kvæmd­ir við fyrsta ver­káfanga, einkum meðferðar­kjarna og rann­sókn­ar­hús, verði boðnar út 2018 og komn­ar á full­an skrið árin 2019–2021. Þær koma til viðbót­ar bygg­ingu sjúkra­hót­els, sem áformað er að ljúki 2017, og fullnaðar­hönn­un nýs meðferðar­kjarna sem þegar hafði verið gert ráð fyr­ir í fjár­lög­um 2016 og síðustu rík­is­fjár­mála­áætl­un. Fæðing­ar­or­lof. Gert er ráð fyr­ir að há­marks­greiðslur úr Fæðing­ar­or­lofs­sjóði verði hækkaðar um 130 þúsund krón­ur í byrj­un næsta árs í 500 þúsund krón­ur á mánuði, en mark­miðið er að færa greiðslurn­ar í átt að því sem þær voru fyr­ir 2009. Sam­tals eykst fram­lag til sjóðsins um 1 millj­arð króna á ár­un­um 2017–2018. Fram­halds­skól­ar. Fjár­mála­áætl­un ger­ir ráð fyr­ir að fram­lög til fram­halds­skóla­stigs­ins vaxi um 3,2 millj­arða króna að raun­v­irði frá og með ár­inu 2016 og til árs­ins 2021, eða sem svar­ar til ná­lægt 12% raun­vaxt­ar yfir tíma­bilið á sama tíma og rekstr­ar­kostnaður skól­anna mun lækka vegna stytt­ing­ar náms­ins úr fjór­um árum í þrjú. Hús­næðismál. Áfram verður gert ráð fyr­ir 1,5 millj­örðum króna í áætl­un­inni vegna stofn­fram­laga til upp­bygg­ing­ar á fé­lags­leg­um leigu­íbúðum. Þrjú ný hjúkr­un­ar­heim­ili. Heild­ar­kostnaður rík­is­ins vegna bygg­ing­ar þriggja nýrra hjúkr­un­ar­heim­ila á höfuðborg­ar­svæðinu er um 4,7millj­arðar króna. Hús ís­lenskra fræða. Lokið verður við fram­kvæmd­ina á tíma­bil­inu og renna alls 3,7 millj­arðar króna til verk­efn­is­ins. Ný Vest­manna­eyja­ferja. Á tíma­bil­inu verður ný ferja að fullu fjár­mögnuð og smíðuð en áætlaður kostnaður við ferj­una og botn­dælu­búnað nem­ur ná­lægt 6 millj­örðum króna. Ferðamannastaðir. Stór­auk­in fram­lög renna til upp­bygg­ing­ar innviða á ferðamanna­stöðum en gert er ráð fyr­ir að þau verði alls um 6 millj­arðar króna, eða um 1,2 millj­arðar á ári. Dýra­fjarðargöng. Áætluð út­gjöld vegna gerðar gang­anna nema ríf­lega 12 millj­örðum króna á tíma­bil­inu.        

Allir vilja vinna Hauka og það ætlum við okkur að gera

„Stemmningin var frábær og er eftir henni tekið víða. Það voru margir sem fylgdust með leiknum á netinu og sáu okkar frábæru stuðningsmenn í miklum ham með Hvítu riddarana í aðalhlutverki. Um leikinn er það að segja að við fengum þrjú tækifæri til að klára þetta í venjulegum leiktíma og jafngott lið og Haukarnir eru refsar miskunarlaust þegar svoleiðis færi eru ekki nýtt,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV eftir leikinn gegn Haukum á mánudaginn þar sem eitt marki skildi að eftir tvær framlengingar.     „Haukar eru lið sem allir vilja vinna og það ætluðum við okkur svo sannarlega að gera en þetta var leikur sem bauð upp á flottan handbolta í bland við mistök, rauð spjöld og mikla dramatík,“ bætti Arnar við en það var enginn uppgjafatónn í honum þó á brattan sé að sækja á útivelli. „Við misstum af tækifæri á heimavelli og erum komnir með bakið upp að vegg. En við förum í leikinn á föstudaginn til að vinna.“     Arnar segir að hefðin sé vissulega Haukamegin sem níu sinnum hafa orðið meistarar frá aldamótum. ÍBV tókst að höggva skarð í þann vegg árið 2014 í einu eftirminnilegasta einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta frá upphafi. „Við erum að fara að spila við alvöru lið og stráka sem þekkja það að vinna titla. En ég hef fulla trú á mínum mönnum og við ætlum að snúa dæminu við í dag. Fá fjórða leikinn og spila hér fyrir fullu húsi og ég veit að margir Eyjamenn mæta á Ásvelli til að hvetja okkur til sigurs.“   Kári Kristján Kristjánsson verður í banni í leiknum og ekki er komið í ljós hvað meiðsli Magnúsar Stefánssonar eru alvarleg en hann meiddist á mánudaginn.    

Mál vegna vinnuslyss barns fyrnist hjá lögreglu

Brot á vinnuverndarlöggjöfinni viðast hafa lítið vægi hjá lögregluembættum landsins, jafnvel þó um vítaverð brot gegn barni sé að ræða. Það sýnir mál sem Vinnueftirlit ríkisins kærði til lögreglunnar í Vestmannaeyjum í febrúar árið 2012 vegna fiskvinnslufyrirtækis í bænum. Ástæða kærunnar var þríþætt brot fiskvinnslufyrirtækisins á 14 ára barni sem endaði með alvarlegu vinnuslysi þar sem barnið missti m.a. framan af fingri og hlaut varanlega örorku. Brotin voru eftirfarandi: 1. Barnið var látið vinna við hættulega vél sem er með öllu óheimilt að láta börn vinna við. 2. Barnið vann á 12 tíma vöktum. 3. Barnið var látið vinna á næturvöktum. Með þessari háttsemi braut fiskvinnslufyrirtækið gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og reglugerð um vinnu barna og unglinga. Slysið átti sér stað í júlí 2011 og var það rannsakað áfram árið 2012. Starfsmaðurinn sem sá um málið hjá lögregluembættinu í Vestamannaeyjum hætti hins vegar störfum árið 2012 og þar með stöðvaðist framgangur málsins hjá embættinu. Þar sem refsingar vegna brota á vinnuverndarlöggjöfinni varða eingöngu sektum þá fyrnast slík mál á aðeins tveimur árum. Af þessum sökum felldi lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum málið niður með bréfi dagsettu 9. mars 2016. Eftir situr einstaklingur sem varð fyrir vinnuslysi þar sem hann starfaði við aðstæður sem voru vítaverðar þegar barn á í hlut. Þetta mál er því miður ekkert einsdæmi. Kærur Vinnueftirlitsins lenda gjarnan neðarlega á forgangslist lögreglu m.a. vegna þess hversu vægar refsingarnar eru. Til að koma í veg fyrir að þetta gerist þarf því að herða refsirammann og kveða á um að brot á vinnuverndarlöggjöfinni varði a.m.k. sektum eða 2 ára fangelsisvist, en við það lengist fyrningarfrestur slíkra mála í 5 ár.   Asi.is greindi frá.    

Viðskiptavinir í Vildarþjónustu Íslandsbanka fá 3000kr afslátt af miðaverði á Þjóðhátíð

Viðskiptavinir í Vildarþjónustu Íslandsbanka fá afslátt af miðaverði á Þjóðhátíð í Eyjum til 26.apríl. Þannig dagurinn í dag er sá seinasti til að nýta sér það tilboð.   Brekkan, brennan og hin margrómaða Eyjastemning sem svíkur engan. Tónlistarmaðurinn, Fjallabróðirinn og kórstjórinn, Halldór Gunnar Pálsson mun sjá um að semja Þjóðhátíðarlagið í ár og þá munu þeir Sverrir Bergmann Magnússon og Friðrik Dór Jónsson sjá um að syngja það. Nánari dagskrá tilkynnt síðar. Tilboð á Þjóðhátíð   Fullt verð: 22.900 kr. / Forsala 18.900 kr. Vildarþjónustuverð: 15.900 kr.   Tilboðið stendur til 26. apríl og takmarkast við fimm miða á hvern viðskiptavin. Afhending miða mun fara fram í útibúum Íslandsbanka dagana 11.júli til 19. júlí.   Hvernig nýti ég tilboðið? Til að nýta sér tilboðið þarf að greiða með greiðslukorti frá Íslandsbanka: Veldu þér miða til kaups á www.dalurinn.is Þegar á bókunarvefinn er komið byrjar þú á að velja fjölda miða og fyrir hvaða aldur, einnig velur þú hvort þú viljir kaupa ferðir með Herjólfi eða ekki og smellir svo á „Áfram“ Ef ferð með Herjólfi hefur verið valin þá kemur upp síða þar sem þú velur tímasetningar á ferðum og smellir svo á „Bóka" Næst færðu upp síðu þar sem þú gengur frá pöntun og er mikilvægt að fylla alla reiti Afsláttarkóði Íslandsbanka er isbdalurinn2016, þegar hann er slegin inn reiknast afslátturinn sjálfkrafa Þegar búið er að ganga frá pöntun flyst þú sjálfkrafa á greiðslusíðu Valitor og hefur 10 mínútur til að klára greiðsluna  

Gleðilegt sumar og af forsetaframboði

Lundinn settist upp þann 19. og þar með byrjaði sumarið hjá mér, tveimur dögum fyrir sumardaginn fyrsta. Ég er óvenju spenntur fyrir þessu lunda sumri, enda var bæjarpysjan í Vestmannaeyjum á síðasta ári hátt í 4000 pysjur og því gríðarlega spennandi að sjá, hvort að sá frábæri viðsnúningur komi með framhald í ár. Ekki minnkaði bjartsýnin við að heimsækja nokkrar eyjar fyrir norðan land s.l. sumar og sjá, hversu gríðarlega sterkur lundastofninn á Íslandi er. Ekki nýtti ég mér veiðidagana í eyjum s.l. sumar frekar en síðustu ár, en hef eftir þeim sem fóru til veiða að töluvert hafi verið af ungfugli í veiðinni, sem klárlega réttlætir það, að einhverjir dagar verði leyfðir í sumar, en ég er hins vegar sammála þeirri breytingu að þeir verði þá ekki fyrr en í ágúst. Toppurinn á árinu hjá mér var klárlega ferð til Grímseyjar s.l. sumar, þar sem ma. menn fengu að ná sér í soðið. Merkilegt nokkuð, þá veiddust einir 4 merktir lundar í ferðinni og hefur komið í ljós, að 2 þeirra voru merktir á sínum tíma í Vestmannaeyjum. Þannig að þar með er það sannað endanlega að mínu viti að lundinn flakkar um eða færir sig til eftir ætinu. Forsetaframboð eru mikið í umræðunni að undanförnu. Sjálfur hef ég ma. fengið nokkrar áskoranir, sem sumar hverjar hafa komið mér nokkuð á óvart. Reyndar sagði ágætur vinur við mig um daginn, að af ég færi í framboð, þá myndi hann kjósa mig en bætti svo við eftir smá umhugsun: Nei heyrðu, þá verður þú að fara frá eyjum, en það vill ég ekki, þannig að ég er hættur við að kjósa þig. Því verður hins vegar ekki neitað að laun upp á rúmar 2 milljónir á mánuði, einka bílstjóra, ferðalög út um allan heim, veisluhöld er kannski aðeins meira freistandi heldur en að standa niðri í beituskúr allt árið, eða veltast í öldunni við eyjar. Ég hef því ákveðið eftir að hafa ráðfært mig við stórfjölskylduna, að taka áskorun frá fjölmörgum aðilum hér í bæ og af fastalandinu, um að bjóða mig hér með EKKI fram til forseta Íslands.   Gleðilegt sumar allir.  

Stjörnukonur, Eykyndill og Guðrún Birna Leifsdóttir með raunsarlegar gjafir til Hraunbúða

Síðasta vika var viðburðarík á Hraunbúðum. En þrír aðilar gáfu rausnalegar og þarfar gjafir til Hraunbúða.   Í vor héldu stjörnukonur sitt árlega stjörnukvöld þar sem konur bæjarins koma saman, skemmta sér og safna peningum til góðgerða. Í ár söfnuðu þær fyrir blöðruskanna og æðadopplex. Verðmæti þessara tækja er uppá u.þ.b. 1.700.000 þúsund krónur. Fulltrúar stjörnukvenna afhendu tækin á laugardaginn í kaffitímanum á Hraunbúðum og buðu í leiðinni uppá kökur og kaffi. Lea Oddsdóttir hjúkrunarforstjóri sagði þetta mikla búbót fyrir Hraunbúðir því með þessum tækjum minnka ferðir heimilismanna uppá spítala.   Í síðustu viku komu Guðrún Birna Leifsdóttir og fjölskylda færandi hendi á Hraunbúðir og gáfuheimilinu 65 tommu Phillips sjónvarpstæki sem þakklætisvott fyrir góða umönnun foreldra hennar og í kveðjugjöf sem starfsmaður en Gunna Birna er fyrrverandi starfsmaður á Hraunbúðum. Sólrún Gunnarsdóttir forstöðumaður Hraunbúða sagði að „Flatskjárinn mun án efa nýtast vel í setustofunni því þegar sjónin fer að daprast er ekki verra að hafa sjónvarpið stórt. Sjáum við fram á að tónleikadiskar muni gefa sömu upplifun og að vera á tónleikunum sjálfum í svona gæðatæki.“   Slysavarnarfélagið Eykyndill er heldur betur búið að standa við bakið á Hraunbúðum síðastliðin ár. Nú í byrjun apríl gáfu þær Hraunbúðum fjögur rafdrifin rúm fyrir heimilisfólkið og eru þær þá búnar að endurnýja öll gömlu rúm á Hraunbúðum. „Það er okkur mikils virði að eiga bakhjarla eins og þetta frábæra félag að og sýnir hvað við erum einstaklega heppin að búa í samfélagi þar sem hlýhugur og vinsemd ríkir í huga og verki. “ sagði Sólrún að lokum.    

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Stjórnmál >>

Árni Páll - Langaði til að takast á við stóru spurningarnar

Það hefur gustað um fleiri en Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, síðustu daga. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar stendur í formannsslag og blæs ekki byrlega  hjá honum eða flokknum sem ekki nær vopnum sínum í könnunum þrátt fyrir vandræðagang stjórnarflokkanna. Meðal annars sendir Sighvatur Björgvinsson, fyrrum þingmaður og ráðherra Alþýðuflokksins honum tóninn í Morgunblaðinu í gær. Árni Páll var á ferð í Eyjum í vetur og notaði Ómar Garðarsson, ritstjóri Eyjafrétta tækifærði og tók stórt viðtal við hann sem birtist í Eyjafréttum þann 24. febrúar sl. Hér birtist það í heild sinni.     Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar markaði spor í íslenska pólitík þegar hann steig fram og sagði að flokkurinn hefði gert mistök með því að ganga inn í gamalgróið valdakerfi þegar hann sat í ríkisstjórn allt frá 2007 og þess vegna ekki náð að koma í gegn veigamiklum málum á síðasta kjörtímabili þegar hann sat í ríkisstjórn með Vinstri grænum. Málin sem hann tiltók voru aðildarumsóknin að Evrópusambandinu, Icesave, stjórnarskrármálið og hugmyndir um breytingar á stjórn fiskveiða. Íslenskir stjórnmálamenn gera ekki mistök, það er staðreynd og því er þessi játning enn athyglisverðari. Þetta gerðist daginn eftir að hann heimsótti Vestmannaeyjar og blaðamaður Eyjafrétta settist niður með honum.   Ekki skal því haldið fram að Eyjaheimsóknin og spjallið hafi haft þessi áhrif á Árna Pál sem hefur átt á brattann að sækja sem formaður Samfylkingarinnar. Hélt sætinu á einu atkvæði og fylgið hefur hrapað en það var ekki bugaður maður sem hingað var mættur. Reyndar úfinn og tættur, fúlskeggjaður og hefði ekki sakað að hann liti við hjá rakara. En það geislaði af honum krafturinn og ekki annað að sjá en að hann væri til í hvaða slag sem er. Hver orrustan svo verður kemur í ljós en það er enginn í sjónmáli, hvorki karl né kona innan Samfylkingarinnar sem á roð í hann í þeim ham sem Árni Páll Árnason er í. Mótlætið hefur beygt hann en ekki brotið og með þessari framgöngu er hann kominn í hóp öflugra stjórnmálamanna. Ólíkt því þegar hann fyrst steig fram á svið stjórnmálanna, snyrtilegur á allan hátt og vel klæddur.   Það var seinni part dags sem blaðamaður ræddi við Árna Pál en hann kom um morguninn til Eyja ásamt Evu Bjarnadóttur, aðstoðarkonu sinni. „Við byrjuðum daginn á því að mæta í morgunkaffi hjá bæjarstjóranum og hittum starfsfólk Ráðhússins. Líka var litið við í Skipalyftunni og á Hraunbúðum. „Svo komum við í Kviku þar sem starf eldri borgara blómstrar. Já, við erum búin að fara vítt yfir og ræða við fólk og heyra hvað á því brennur,“ segir Árni Páll sem var sérstaklega hrifinn af því sem hann sá í Framhaldsskólanum.   Sköpunarkraftur í Framhaldsskólanum   Þar hittu þau Helgu Kristínu skólameistara og skoðuðu Fab lab smiðjuna sem Frosti Gíslason stýrir. „Var fróðlegt að tala við hann og krakkana og sjá hvað sköpunarkraftur skipar stóran sess í námi í dag miðað við það þegar maður var sjálfur í menntaskóla. Þá fannst manni námið ganga út á að berja úr manni alla skapandi hugsun. Nú er verið að hvetja krakkana til dáða á þessu sviði. Í lagadeildinni í Háskóla Íslands þurfti maður fyrst og fremst að muna það sem aðrir höfðu skrifað, en það var ekkert of vel séð ef maður var að draga eigin ályktanir. Það er því gaman að sjá hvað sköpunarkrafturinn fær mikið pláss í skólanum.“ Árni Páll sagði líka gaman að sjá hvernig verið er að flytja þekkinguna til venjulegs fólks. Í staðinn fyrir að forritun sé á færi fárra geti hún verið á færi almennings.     „Það verða sífellt fleiri sem geta breytt aðstæðum sínum með tækninni og frábært ef hugbúnaðurinn sem drífur áfram græjurnar sé okkur ekki alveg lokuð bók. Þetta er mjög mikilvægt og ég tek eftir því með nýja kynslóð að hún hugsar allt öðru vísi. Sjálfur verð ég fimmtugur í ár og maður sér þetta vera að gerast. Yngra fólk hugsar meira í myndum og almennri sýn en ekki eins línulega og fólk á mínum aldri gerir. Það skiptir því mjög miklu máli að það fái kennslu sem talar við þann veruleika. Atvinnulífið á líka mikið undir því að fólkið sem kemur út úr skól unum ráði við að taka þátt í tækniþróun og uppbyggingu í fyrirtækjunum. Hér í Vestmannaeyjum eru fyrirtæki sem nýta tæknina og vélvæðing og tækniframfarir hafa gert sjávarútveginn óþekkjanlegan miðað við það sem var fyrir nokkrum áratugum. Atvinnugreinarnar þurfa að geta tekið nýjungum opnum örmum og skólakerfið verður að skila frá sér fólki sem skilur þessa ferla og getur tekið þátt í þeim.“   Faðir 17 ára   Hver er Árni Páll Árnason og hverra manna er hann? Á Alþingis vefnum segir að hann sé fæddur í Reykjavík 23. maí 1966. Foreldrar eru Árni Pálsson, fv. sóknarprestur og Rósa Björk Þorbjarnardóttir fv. kennari og endurmenntunarstjóri KHÍ. Kona hans er Sigrún Eyjólfsdóttir, flugfreyja og saman eiga þau þrjú börn og barnabörnin eru orðin tvö. „Afadrengirnir Birkir og Freyr Tumi eru í sérstöku uppáhaldi. Ég varð ungur pabbi, eignaðist móður þeirra 17 ára gamall. Sjálfsmynd mín sem fullorðins manns er því tengd hlutverki pabbans. Þess vegna varð það sérstök upplifun að verða afi og frábært að upplifa muninn á tengslum við manns eigin börn og barnabörn. Ég var alltaf upptekinn af því að mín eigin börn þyrftu að standa sig og væru til sóma. Afadrengirnir njóta allt annars konar athygli og stöðugrar aðdáunar. Annars eru áhugamálin helst tengd útiveru. Ég hef gaman af því að hlaupa langt og hreyfa mig svona almennt séð. Við Sigrún höfum svo saman haldið hesta árum saman og það er frábær skemmtun og endurnæring sem felst í útreiðum.“     Hefur víða komið við   Árni Páll er stúdent frá MH 1985, lauk lögfræðiprófi frá HÍ árið 1991. Nam Evrópurétt í Belgíu 1991 til 1992. Hann kom víða við að loknum námi, var stundakennari við framhaldsskóla, ráðgjafi utanríkisráðherra í Evrópumálum og var svo embættismaður í utanríkisþjónustunni hér og í Brussel. Hann var lögmaður með eigin rekstur frá 1998 og fram til þess að hann var kosinn á þing og stundakennari í Evrópurétti við Háskólann í Reykjavík. Hann varð alþingismaður frá 2007, félags- og tryggingamálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra 2009 til 2011. Í pólitíkinni á hann rætur í Alþýðubandalaginu þaðan sem leiðin lá í Samfylkinguna. „Ég er búinn að vera átta ár á þingi og stundum finnst mér það heil eilífð en stundum óskaplega stutt. Í gær voru þrjú ár síðan ég tók við sem formaður Samfylkingarinnar þannig að tíminn líður ansi hratt.“   Séu metnir að verðleikum   Af hverju pólitík en ekki í einhverju þægilegu starfi þar sem áreitið er minna? „Ég var í þægilegum djobbum. Þegar ég hætti í utanríkisráðuneytinu var sagt að ég væri sá eini sem hefði hætt þar sjálfviljugur. Það var hlegið að mér þegar ég fór þarna á móti straumnum,“ segir Árni Páll brosandi.“ „Mig langaði að til að takast á við stóru spurningarnar. Hvernig tryggjum við jöfn tækifæri? Hvernig þarf þá menntakerfið að vera og hvernig á það að virka með öðru? Hvernig tryggjum við félagslegt öryggi og frelsi frá „kvíðanum fyrir komandi degi“ eins og Haraldur Guðmundsson lýsti einu sinni afkomuóttanum í ræðu. Hvernig tryggjum við að allir njóti tækifæra og séu metnir að verðleikum? Mér hefur alltaf fundist skrýtið að samfélagið sé tilbúið að borga fólki bætur fyrir að vinna ekki en er ekki til í að búa til pláss fyrir fólk þannig að það fái að taka þátt í því sem er að gerast. Sífellt færri störf eru í boði fyrir fólk með skerta starfsgetu eða er komið á aldur. Getum við ekki öll grætt á því að búa til betra og fjölbreyttara samfélag? Við gætum búið til fleiri störf og tækifæri fyrir þá sem hafa minni starfsgetu. Þetta eru grundvallarspurningar sem mig langar að takast á við,“ segir Árni Páll sem fékk tækifæri til að takast á við stóru vandamálin sem félagsmálaráðherra í hruninu.     Erfiður en gefandi tími   „Það var erfiður en um leið gefandi tími. Manni leið illa og var með kökk í hálsinum á hverju kvöldi þegar atvinnuleysið var að vaxa og maður sá að það varð að skera niður. Það gat enginn mannlegur máttur komið í veg fyrir það. Það voru líka tækifæri í því en hvernig átti að grípa þau þegar beinast lá við að skerða alla? Við fórum þá leið að hlífa þeim sem voru á lægstu bótum, búa til tækifæri fyrir ungt atvinnulaust fólk og tókst m.a.s. að draga úr atvinnuleysi hjá ungu fólki í miðju hruninu. Skapa ný tækifæri fyrir fólk sem hafði ekki verið að finna sig á vinnumarkaði árið á undan. Jafnvel verið lengi atvinnulaust. Það tókst að koma því til virkni og vinnu. Það er gefandi og gerir mann glaðan og kátan jafnvel þó að verkefnin séu erfið. Sem er kannski svarið við því af hverju maður er í pólitík en ekki einhverri notalegri innivinnu.“     Lít sáttur til baka   Það gustar um þig sem formann og það verður að segjast eins og er að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, þar sem þú varst úti og inni, fór í gegnum svínslega erfiðan tíma. Þegar þú lítur til baka yfir þessi átta ár í stjórnmálum, ertu sáttur? „Já,“ segir Árni Páll hugsandi og heldur áfram. „Ég hef nálgast öll mín verk í stjórnmálum þannig að ég geti litið sáttur til baka. Ég hafi gert mitt besta. Ég hef aldrei hugsað um endurkjör. Aldrei. Alltaf verið tilbúinn að tapa. Ef fólk sættir sig ekki við það sem ég er að gera er það mér að meinalausu að snúa mér að öðru. Ég held að ef menn hugsa bara um það sem er vinsælt sé það ekki vænlegt til árangurs. Þá hljóti þeir alltaf að gera vitlausa hluti. Þetta er sérstaklega mikilvægt á örlagatímum eins og þessi síðustu ára hafa verið. Vegna þess að vindurinn breytist svo ört og enginn veit hvaðan hann blæs á morgun. Enginn veit hvað verður vinsælt eða úthrópað á morgun. Við höfum séð svo endalaus dæmi um það að almenningsálitið kemur úr einni átt en svo bara snýst það. Hvar stendurðu þá, ef þú kaust að elta það? Þess vegna skiptir máli að þú takir réttar ákvarðanir og þú sért sáttur við þær. Þegar ég tók við sem félagsmálaráðherra gerði ég ráð fyrir því að ég næði aldrei endurkjöri, það væri óhugsandi. Þú verður bara að sætta þig að nálgast verkefnin þannig. Verkefnið snýst ekki um þig og hefur aldrei gert það, heldur um verkin sem þarf að vinna. Markmið mitt er að geta horft til baka og verið stoltur yfir því að allar ákvarðanir hafi verið teknar eftir bestu samvisku.“     Eiginlega eins vont og orðið gat   Eftir landsfund Samfylkingarinnar á síðasta ári hefur staða Árna Páls verið veik, að halda formannsstólnum með aðeins einu atkvæði og fylgi í lágmarki samkvæmt skoðanakönnunum. Þetta var alveg hörmuleg útkoma, hvarflaði að þér að hætta á þessum tímapunkti? „Já. Auðvitað,“ segir Árni Páll án þess að hika. „Mín fyrstu viðbrögð voru að þetta væri eiginlega eins vont og hægt var að hafa það. Það hefði verið miklu betra fyrir mig persónulega að tapa og aðrir þá þurft að axla ábyrgðina af því að líma flokkinn saman. Ég kannaði hvort hægt væri að fara í allsherjar atkvæðagreiðslu strax, til að fá skýrt umboð. Það fundust ekki leiðir til þess samkvæmt lögum flokksins. Þá hugleiddi ég mjög lengi að hætta en mér fannst tvennt mestu skipta. Annars vegar var að fólk sem ekki hafði kosið mig hvatti mig til að halda áfram og ekki líta á úrslitin sem persónulegt vantraust heldur viðvörun. Hitt sem skipti máli var, að ég taldi að ég hefði skyldur sem ég hafði tekist á hendur og gæti ekki hlaupist frá þeim. Þrátt fyrir að efnt hefði verið til formannskjörs mér að óvörum hafði ég unnið og gat ekki vikist undan því. Mér fannst líka skipta máli að Samfylkingin sé þannig flokkur að ekki sé hægt að hrekja formanninn í burt með undarlegum aðferðum. Formann á að kjósa í allsherjar kosningu sem allir flokksmenn geta tekið þátt í. Nú hefur verið tryggt að tækifæri til þess mun gefast í vor.“     Erum í veseni   Það er ekki hægt að segja að það blási byrlega hjá ykkur í skoðanakönnunum. „Það er rétt en fyrir rétt rúmu ári vorum við í 20% í könnunum og nú erum við komin niður fyrir helming af því fylgi.“ Árni Páll segir að fylgi Samfylkingarinnar hafi minnkað jafnt og þétt síðasta kjörtímabil, en hrunið síðan eftir Icesave dóminn í janúar 2013. Nokkrum dögum seinna var hann kjörinn formaður og fyrsta spurningin sem hann fékk í viðtali var, hvernig hann ætlaði sér að hífa upp fylgið sem þá var í rúmum 12%. Samfylkingin fékk 12,9% í kosningunum 2013. „Okkur tókst að vinna það upp upp í 20% í könnunum og héldum því mánuð eftir mánuð. Við gáfum aðeins eftir þegar Píratar fóru að bæta við sig og súnkuðum svo eftir landsfundinn. Við höfum ekkert reist okkur við síðan. Nú erum við eins og allir aðrir flokkar en Píratar, við náum ekki að reisa okkur við.“ Þið eruð í veseni? „Já, við erum í veseni og það er lítil huggun þó hinir flokkarnir séu það líka. Ég tek undir með Helga Hrafni Gunnarssyni, Pírata þegar hann segir að þetta sé annað og meira en bara stuðningur við þá. Þetta er ákall um breytingar í stjórnmálum og vantraust á grónu kerfi. Við þurfum að taka það til okkar og eina leiðin sem er í boði fyrir Samfylkinguna er að sýna að hún sé bjartsýn og frjálslynd og opin hreyfing. Tilbúin að taka við ólíku fólki og róa á mið sósíaldemókratískrar stefnu. Það eiga að vera okkar skilaboð til þjóðarinnar.“     Tisa, ástæða til að fara varlega   Tisasamningurinn sem nú er í vinnslu var mikið í fréttunum þegar Árni Páll var hér á ferðinni og því lá beinast við að spyrja um afstöðu hans til samningsins sem margir hafa áhyggjur af. „Miðað við upplýsingar sem við höfum fengið frá utanríkisráðuneytinu eru þessar áhyggjur orðum auknar. Ég hef samt áhyggjur af því sem oft flýgur fyrir að alþjóðleg stórfyrirtæki muni geta dregið ríkið fyrir bindandi gerðardóm. Það er varhugavert fyrir lítið ríki eins og Ísland sem byggir alla sína tilveru á alþjóðalögum. Við höfum nýlegt dæmi með Icesave þar sem við komumst undan greiðsluskyldu í því máli vegna þess að við gátum komið því fyrir alþjóðlegan dóm á grundvelli þjóðarréttar. Í hruninu tókum við ákvarðanir sem erlendum stórbönkum voru ekki að skapi en aðrar þjóðir hafa síðar samþykkt og talið réttar og skynsamlegar. Þess vegna er rétt fyrir okkur að spyrja, ef þeir hefðu getað dregið okkur fyrir bindandi gerðardóm. Hvað þá?“ spyr Árni Páll. „Þess vegna er ástæða til að fara varlega.“     Eindreginn stuðningsmaður kvótakerfisins   Ef við snúum okkur að þeim málum sem brenna helst á fólki á landsbyggðinni og okkur Eyjamönnum. Til dæmis sjávarútvegsmálin. Ykkar stefna náði ekki hljómgrunni fyrir síðustu kosningar, t.d. hér í Vestmannaeyjum. Ekkert er fullkomið, ekki einu sinni kvótakerfið en eruð þið ekkert hugsi yfir því að fólk sem lifir og hrærist í þeim veruleika sem sjávarútvegur býr við finnur lítinn hljómgrunn í því sem þið eruð að segja? „Það er mikilvægt að við getum útskýrt sjávarútvegsstefnu okkar fyrir því fólki sem lifir á sjávarútvegi. Það er líka þannig að þegar talað er um sjávarútvegsstefnu Samfylkingarinnar er menn oft ekki með á hreinu hvað þeir eru að tala um. Við tókum þátt í málamiðlunartillögum í síðustu ríkisstjórn sem var ekki okkar stefna, heldur málamiðlun með vinum okkar í Vinstri grænum,“ segir Árni Páll og fullyrðir að stefna Samfylingarinnar sé sú besta fyrir íslenskan sjávarútveg.   „Ég er eindreginn stuðningsmaður kvótakerfisins og það er nauðsynlegt að nýta kosti þess. Það sjáum við í því hvernig íslenskur sjávarútvegur hefur náð að þroskast og dafna. Það sem klikkaði var að koma afgjaldi til þjóðarinnar fyrir aðgang að auðlindinni. Að hluta til náðum við að breyta því í síðustu ríkisstjórn með veiðigjöldunum. Mér finnst að þau eigi að ráðast meira af viðskiptum á markaði en ekki með stjórnvaldsákvörðunum. Þar lentum við í ágreiningi við vini okkar í VG á síðasta kjörtímabili. Við vildum koma á kerfi þar sem markaðurinn réði afgjaldinu. Þegar vel gengur hækki gjaldið þannig að þjóðin raunverulega deildi kjörum með sjávarútveginum. Með því að rukka gjaldið eftir á er verið að virkja vatn sem löngu er runnið til sjávar. Núna er verið taka hlægilega lítið þegar greinin er að fara í gegnum sögulega velgengistíma. Árið 2012 til 2013 var aftur á móti verið að greiða óeðlilega há gjöld þegar greinin var í niðursveiflu.“     Fyrningarleiðin skynsamlegust   Fyrningarleið Samfylkingarinnar fékk ekki háa einkunn hjá útgerðarmönnum fyrir kosningarnar 2013 en Árni Páll er sannfærður um að hún sé hin eina rétta. „Hún er skynsamlegasta leiðin til að eyða ágreiningi um eignarhald á kvótanum. Með því að fyrna hóflegan hluta veiðiheimilda og að samningar eða nýtingarleyfi renni út er ávallt á markaði eitthvert lágmark veiðiheimilda. Þannig skapast verð á aflaheimildum sem ræðst af eftirspurn og framboði.“ Árni Páll tekur undir að það sé nauðsynlegt að skapa stöðugleika og fyrirsjáanleika í sjávarútvegi. Útgerðin viti til langs tíma úr hverju hún hefur að spila og hann telur að enginn ágreiningur sé um það lengur. „Það þarf engu að síður að tryggja að í stjórnarskrá sé ákvæði um þjóðareign. Það er mjög mikilvægt svo við búum ekki til nýtt lénskerfi. Vestmannaeyjar geta staðið frammi fyrir því eins og sveitarfélög vítt og breitt um landið að útgerðarmaðurinn fari með kvótann. Hvar er bæjarfélagið statt þá? Þess vegna viljum við að hluti veiðigjaldsins renni til sjávarbyggðanna þannig að þó að kvótinn fari, njóti fólks áfram afgjalds af auðlindinni og geti tekist á við nýja atvinnuþróun.“     Hluti veiðgjalda til sjávarbyggða   Í umræðunni um veiðgjöld finnst manni að það séu ákveðin öfl í Reykjavík, hvort sem það er rétt eða rangt mat hjá mér, sem vilja fá sem mest úr út sjávarútvegi til að setja í hítina í Reykjavík. „Það er sannarlega ekki stefna Samfylkingarinnar. Við settum fram þessa stefnu að hluti veiðigjaldsins ætti að renna til sjávarbyggða fyrir síðustu kosningar. Hugsunin er sú að sjávarbyggðirnar verði þá betur í stakk búnar til að takast á við áföll ef kvótinn fer í burtu. Sitji ekki uppi með allt eða ekkert. Við lögðum upp með það strax 2012 að mjög stór hluti veiðgjaldanna ættu að fara í uppbyggingu á innviðum samfélagsins og fyrst og fremst á landsbyggðinni. Gangagerð, hringtengingu ljósleiðarans, bætt raforkuöryggi og svo framvegis. Ég er líka þeirrar skoðunar að veiðigjöld eiga ekki að vera almennur tekjustofn í hefðbundinn rekstur hins opinbera heldur verði þau notuð til að styðja við samkeppnishæfni landsins vegna þess að veiðigjöld eru afrakstur af samkeppnishæfri atvinnugrein.“     Atvinnuöryggi í höndum fárra   Hann sagði Vestmannaeyinga búa vel með mörg öflug útgerðarfyrirtæki en samt hafi kvóti verið seldur héðan. „Það hefur verið sárt fyrir bæjarfélagið,“ segir Árni Páll og bendir á sjávarpláss á Austfjörðum sem hafa mátt sjá á eftir kvótanum en líka séu dæmi um hið gagnstæða. „Ísfélagið er til fyrirmyndar í rekstri sínum á Þórshöfn, það sá ég þegar ég fór þangað í heimsókn. Ég hef séð HB Granda á Vopnafirði sem er með glæsilega starfsemi og svo er Síldarvinnslan á Norðfirði auðvitað kjölfestufyrirtæki.“ Árni Páll bendir svo á hina hliðina, þar sem kvóti hefur farið úr bæjarfélaginu.   „Ég heimsótti Djúpavog fyrir nokkrum árum. Þá voru menn mjög ánægðir með Vísi frá Grindavík sem rak þar myndarlega útgerð og fiskvinnslu. Svo fer Vísir og hvar er Djúpavogur staddur þá? Það samrýmist ekki réttlætissjónarmiðum okkar á 21. öldinni að lífsafkoma og atvinnuöryggi heilu byggðarlaganna liggi í höndum eins eða fárra einstaklinga,“ segir Árni Páll og kemur aftur að fyrningarleið Samfylkingarinnar sem átti ekki upp á pallborðið hjá útgerðarmönnum fyrir síðustu kosningar. „Fyrningarleiðin er skynsamleg leið til þess að þetta verði ekki lénskerfi þannig að menn sitji ekki óáreittir að öllum kvótanum endalaust heldur skapist markaður. Nýliðun verði möguleg og byggðir sem missa frá sér kvóta fái hlutdeild í veiðigjöldunum og geti byggt upp aðra atvinnustarfsemi. Jafnvel geti komið að því að aðilar innanbæjar eða annars staðar frá geti keypt kvóta og byrjað að leggja upp á nýjan leik ef menn vilja.“     Óvægin umræða   Umræðan um stjórn fiskveiða og kvóta er hörð og stundum mjög óvægin. Við getum verið sammála um að kvótakerfið sé ekki fullkomið frekar en önnur mannanna verk. Pólitísk átök um sjávarútveg hafa skapað óvissu í greininni og ég þekki útgerðarmenn sem töldu skynsamlegast að hætta. Þar hefur umræðan haft sitt að segja líka. Að mínu mati hefur þetta orðið til þess að þeir stóru hafa stækkað á meðan einstaklingsútgerðum fækkar. Má því ekki segja að þið hafið með brölti ykkar ýtt undir þá stóru á meðan minni útgerðir hverfa af sjónarsviðinu? „Ég held að það sé innbyggt í kvótakerfið að aflaheimildir færast á færri hendur. Þegar ég ræði við evrópska jafnaðarmenn um fiskveiðistjórnarkerfi kemur þessu spurning alltaf upp: Hvernig getur þú mælt með kerfi sem þýðir að íbúar á einum stað geti misst vinnu vegna tilfærslu á kvóta. „Kvótakerfið leiðir óhjákvæmilega til tilfærslu. Hún eykur arðsemi, en leiðir líka til röskunar. Kúnstin er að finna jafnvægið þar á milli.“     Stærri einingar hafa kosti   „Gallinn við kvótakerfið er að það getur leitt til byggðaröskunar og því er hægt að bregðast við með að nota veiðigjöldin til að gera sjávarbyggðir betur í stakk búnar til að takast á við það þegar kvótinn fer eða minnkar,“ segir Árni Páll. „Samþjöppun hefur hins vegar þær jákvæðu afleiðingar að stærri einingar verða til sem hafa þá afl til þess að ráðast í frekari tækniþróun og fjárfestingar. Það skiptir líka máli að í dag viljum við ekki binda fólk í atvinnugrein þar sem unnið er með handafli. Þegar maður kemur inn í fullkomnustu vinnsluhúsin sér maður þrívíðar skurðarvélar sem taka mynd af fiskflaki, reikna út hámarksnýtingu og skera á sekúndubroti. Þetta viljum við,“ segir Árni Páll og tekur dæmi um hið gagnstæða úr landbúnaði. „Maður kemur inn í sláturhús og sér hausaverkun og tækin sem notuð eru við það eru uppþvottabursti og gulir hanskar. Munurinn á þekkingunni, vél- og tæknivæðingunni er hrikalegur. Önnur greinin hefur búið við markaðsaðhald, en hin ekki. Er hægt að hugsa sér grafískari mynd af þessum mikla mun en þessa? Ég vil ekki breyta sjávarútvegi í það umhverfi einangrunar og miðstýringar sem landbúnaðurinn býr við. Ég vil sjá landbúnað þróast meira í átt að þeim sjávarútvegi sem við þekkjum í dag með frjálsum viðskiptum, athafnafrelsi bænda og aðhaldi frá markaði.“     Ekki einu um að kenna   Árni Páll segir neikvæða umræðu um sjávarútveg ekki einhverju einu um að kenna. „Orðræðan í sjávarútveginum hefur verið drifin áfram af Landsambandi íslenskra útgerðarmanna sem rak mjög heiftúðuga óhróðursherferð um Samfylkinguna árum saman. Það er athyglisvert að orðhákarnir þar á bæ fóru þannig með orðspor sitt, að gera þurfti allsherjar hundahreinsun á samtökunum, með nýju nafni og kennitölu. Það urðu útgerðarmenn að gera til þess að einhver tæki mark á þeim. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru nú baki brotnu að reyna að vinda ofan af því hvað menn voru búnir að fara mikið offari í þessum málum.“   Árni Páll segir að auðvitað hafi orð fallið í hita leiksins á báða bóga, en það hafi þjónað hagsmunum Sjálfstæðisflokksins sérstaklega að útmála Samfylkinguna sem haturfólk sjávarútvegsins. „Það erum við svo sannarlega ekki. Við viljum sjávarútvegi vel og ég held að þjóðin sé meira að hallast að þessu grundvallarviðhorfi okkar, að þjóðin þurfi að fá eðlilegt afgjald fyrir aðgang að auðlindinni og að nýliðun sé möguleg í greininni. Við viljum ekki skaða sjávarútveginn eða draga úr samkeppnishæfni hans. Langt í frá.“     Eru að klúðra málum   Ef við stöldrum aðeins við þetta því auðlindirnar eru fleiri sem betur fer og ferðamannaiðnaður er að koma mjög sterkur inn. Þeir byggja á annarri auðlind sem er okkar allra. Finnst þér að þar ætti að huga að einhverri gjaldtöku? „Ég held að ríkisstjórnin sem núna situr sé algjörlega að klúðra gjaldtöku fyrir auðlindir. Raforkuskatturinn að renna út á stóriðjuna og nú erum við að upplifa stærstu ferðamannaár Íslandssögunnar og erum að klúðra því að taka gjöld af öllum þessum ferðamönnum. Og þegar menn eru að tala um gjöld af ferðamönnum er alltaf verið að tala um einhverja göngustíga eða aðstöðu við fjölfarna ferðamannastaði. Það dugar ekkert. Gjaldtakan þarf að standa undir vegum, löggæslu og heilbrigðisþjónustu. Við erum 330 þúsund manna þjóð í stóru landi og það er brýnt að taka gjöld af ferðamönnum til að byggja upp vegi og aðra innviði. Fólk er í lífshættu á þjóðvegum landsins. Banaslys hafa orðið í Silfru og á Sólheimajökli og fólk er í lífshættu í Reynisfjöru, eins og nýleg dæmi sanna. Við getum ekki tekið af almennu skattfé peninga til halda úti heilsugæslu, löggæslu og byggja upp vegi fyrir allan þennan fjölda.“   Aðkallandi verkefni   Þörfin er brýn að mati Árna Páls. „Það verður að tvöfalda vegi frá Markarfljóti í Borgarnes á næstu árum. Það þarf að aðskilja akstursstefnu allt í kringum landið með tveir plús einn vegum. Kostnaður heilbrigðisstofnana af þjónustu við ferðafólk sem ekki fæst bætt margfaldast. Og svona mætti lengi telja. Aðferð ríkisstjórnarinnar er að taka af almennu skattfé í að byggja upp fyrir ferðamenn. Þetta fé gæti verið að fara í spítalana okkar, heilbrigðisþjónustuna hér sem allir Eyjamenn hafa áhyggjur af. Gæti verið að fara í að tryggja hérna sólarhringsvakt á sjúkrahúsinu og halda úti skurðþjónustu. Þessa peninga er verið að taka í uppbyggingu á innviðum fyrir ferðamenn sem þeir ættu að greiða fyrir sjálfir.“     Óttast kvótamistök í ferðaiðnaði   Árni Páll segist óttast að með þessu sé verið að búa til ný kvótamistök þar sem ferðamannaiðnaður komist upp með að velta kostnaði sem greinin ætti að standa undir yfir á þjóðina. „Alveg eins og menn klúðruðu gjaldtöku í kvótakerfinu í upphafi er verið að klúðra gjaldtökunni núna. Þetta er sama prinsippið, mér finnst ekki að almenningur eigi að hafa kostnað af því að hér er öflug starfsemi í ferðaþjónustu. Þá hrynur almennur stuðningur við greinina. Við byggjum upp öflugar hafnir fyrir sjávarútveginn, en hann greiðir fyrir not þeirra. Sama á að vera uppi á teningnum í ferðaþjónustunni. Svo þarf að tryggja sveitarfélögum þátttöku í tekjum af ferðamönnum. Öll sveitarfélög, sama hvort það eru Vestmannaeyjar eða Reykjavík hafa mikinn kostnað af uppbyggingu fyrir ferðamenn en eru að fá óverulegar tekjur á móti. Einhver tekjustofn þarf að mæta þeirri aðstöðu og afþreyingarþjónustu sem sveitarfélögin standa undir.“     Heilbrigðismálin   Hafið þið skoðað stöðu heilbrigðismála á landsbyggðinni og hér í Vestmannaeyjum sem hafa landfræðilega sérstöðu? Okkar tilfinning er að allt sogist til Reykjavíkur og á Landspítalann og ekkert megi gera úti á landi. „Ég er mjög stoltur af því að hafa komið sem félagsmálaráðherra að byggingu hjúkrunarheimila vítt og breitt um landið. Þau skipta miklu máli. Mér sýnist að hér vanti viðbyggingu við Hraunbúðir til að mæta þörfinni, m.a. fyrir heilabilaða. Þótt öll herbergin á Hraunbúðum séu einbýli eru mörg þeirra mjög lítil. Hér má gera betur. Mér finnst athugunarefni þegar maður skoðar aðstæður hér af hverju ekki er búið að flytja heilsugæsluna og þjónustu við aldraða yfir til sveitarfélagsins. Hér eru kjöraðstæður vegna landfræðilegrar stöðu til að samþætta alla þessa þjónustu. Og alveg örugglega hægt að bæta og auka hana með því. Því miður hafa málefni aldraðra ekki verið flutt til sveitarfélaga. Það er engin ástæða til þess að gera eins og núverandi heilbrigðisráðherra hefur gert, að neita öllum samningum um að flytja þessa þjónustu til sveitarfélaganna.“     Breyttar aðstæður   Um heilbrigðisþjónustu almennt segir Árni Páll það ekki eingöngu á valdi stjórnmálamanna að sjá til þess að hún sé í lagi vítt og breitt um landið. „Víðast er erfiðara að manna stöður vegna þess að ný kynslóð lækna byggir á aukinni sérhæfingu og við krefjumst öll hæsta öryggisstigs. Þess vegna eru þeir gömlu tímar liðnir þar sem við höfðum héraðslækni sem var þúsundþjalasmiður og gat allt. Skorið menn upp án nokkurrar deyfingar og bjargað mannslífum. Svona menn eru ekki til í dag. Við sættum okkur heldur ekki við aðgerðir upp á von og óvon eins fólk gerði fyrir 70 árum síðan. Þá var engin lífsvon nema að aðgerð væri gerð, en það gat farið illa. Þess vegna er tæknin að þrýsta stærri og stærri hluta aðgerða á stóru sjúkrahúsin. Það getur enginn snúið þeirri þróun við.“ Árni Páll segir að sínu mati yrði að skoða fæðingaþjónustu í Vestmannaeyjum sérstaklega vegna landfræðilegrar sérstöðu. „Á meðan við sitjum hér inni er hundslappadrífa úti og hvasst að austan og óljóst hvort ég komist til Reykjavíkur með flugi í fyrramálið. Blessunarlega er ég ekki vanfær kona en þetta sýnir að þetta er hluti af þeim veruleika sem þið búið við. Óvissan um hvort þið komist á milli.“     Margar spurningar í samgöngumálum   Þá var komið að stóra málinu, samgöngumálum Vestmannaeyja. „Ég hef rætt þetta við alla sem ég hef hitt í dag og skil vel áhyggjur fólks. Fólk sætti sig við lengri siglingu til Þorlákshafnar á meðan annað var ekki í boði. Með tilkomu Landeyjahafnar hafa Eyjar ekki bara færst nær fastalandinu heldur hefur fastalandið færst nær Vestmannaeyjum. Þess vegna gerir fólk hér aðrar kröfur nú og ég skil það vel. Þegar fært er í Landeyjahöfn getur fólk skotist til læknis í Reykjavík og komið til baka samdægurs. Það eru lífsgæði fólgin í því og það er mikilvægt að hægt verði að sigla í Landeyjahöfn allt árið. Í því verður að vinna áfram. Dugar nýtt skip? Þarf að gera breytingar á höfninni? Þarf að byggja frekar við hana? Þarf að flytja Markarfljótið? Ég veit það ekki en mér finnst að við getum ekki hætt fyrr en lausn er fundin.“   Þegar Árni Páll var spurður um yfirreið sína um bæinn sagðist hann, þrátt fyrir gott atvinnuástand, skynja ugg hjá fólki sem m.a. horfi til þess að aðeins hefur fækkað hér síðasta árið. Og ekki sjái fyrir endann á þeirri þróun. „Það eru að koma upp minni árgangar í Framhaldsskólann svo dæmi sé tekið. Þess vegna skiptir miklu máli að þróa atvinnulífið þannig að fólk menntist ekki burt. Finna þekkingunni farveg í þessu kröftuga atvinnulífi og sjá til þess að aðstæður venjulegs vinnandi barnafólks séu með þeim hætti að það sjái sér hag í að eiga framtíð í Vestmannaeyjum. Líka á Íslandi sem er held ég stóra verkefnið sem við stöndum frammi fyrir. Að venjulegt vinnandi fólk beri nóg úr bítum, hafi nægilegan stuðning frá hinu opinbera og njóti sambærilegra kjara og geti eytt tímanum með börnunum sínum eins og fólk á að geta gert og getur gert í öðrum löndum. Svo eru Vestmannaeyjar líka fallegar að vetri til en ég hef hingað til bara komið hingað á sumrin,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.    

Greinar >>

Samvinna í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

Á Hornafirði hefur náðst mikil og góð samþætting í heimahjúkrun, félagslegri heimaþjónustu og málefnum fatlaðra. Málaflokkarnir hafa verið á könnu sveitarfélagsins frá árinu 1996 og því komin löng og góð reynsla á samvinnuna. Árið 2012 var gæðastyrkur sem stofn- unin fékk nýttur til aukinnar samþættingar á heimaþjónustu í samfélaginu. Í kjölfarið var stofnuð Heimaþjónustudeild þar sem öll heimaþjónusta er skipulögð hvort sem hún er félagslegs eða hjúkrun- arlegs eðlis. Samþættingin hafði það að markmiði að auka samfellu í þjónustu, hækka þjónustustig og hagræða í rekstri. Heimaþjónustu- deildin hefur sameiginlega starfsaðstöðu en þangað mæta þeir starfsmenn er sinna heimþjónustu hvort sem um ræðir hjúkrun, heimilishjálp eða félagslega heimaþjónustu. Allar beiðnir um þjónustu eru afgreiddar í þjónustu- teymi sem í sitja hjúkrunarstjóri heilsugæslu, félagsmálastjóri og forstöðumaður heimaþjónustudeild- ar. Þjónustuteymið metur og skilgreinir þjónustuþörf umsækj- enda. Í samráði við þjónustuþega og starfsmenn er þjónustan skipulög þannig að starfsfólk nýtist sem best og að þjónustuþegi fái þá þjónustu sem hann þarf á að halda og sé öruggur. Einn af meginkostum sameiginlegrar starfstöðvar er að auðveldara er fyrir starfsfólk að samræma þjónustuna. Þannig minnka líkur á að margir starfs- menn séu að koma á sama tíma til þjónustuþega og svo jafnvel enginn þess á milli. Samvinnan gengur mjög vel á þennan hátt. Á síðasta ári eða vorið 2015 var tekin ákvörðun um að vinna að því að taka inn hugmyndafræðina „þjónandi leiðsögn“ (gentle teaching) í samvinnu við Akureyr- arbæ. Fóru 6 starfsmenn frá Hornafirði til náms síðastliðið vor. Námið hefur síðan haldið áfram í formi fjarnáms og er áætlað að seinni lotan fari fram nú í vor og útskrifast þá þessir starfsmenn með nafnbótina mentorar. Það er því markmiðið að starfsfólk heimaþjón- ustudeildar starfi samkvæmt hugmyndafræðinni í framtíðinni og umræddir mentorar leiði þá vinnu. Í Þjónandi leiðsögn byggja öll samskipti á virðingu og umhyggju og að skapa traust á milli einstak- linga. Hugmyndafræðina er einnig verið að taka upp á hjúkrunar- og dvalardeildum HSU Hornafirði.