Blaðamannafélagið og Félag fréttamanna með harðorða ályktun

Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Vestmannaeyjum og þeim sjónarmiðum sem liggja honum til grundvallar varðandi fréttaflutning af kynferðisbrotamálum sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð.   Þetta kemur fram á dv.is þar sem segir frá  sameiginlegri ályktun félaganna sem þau sendu á fjölmiðla.  Í ályktuninni segir:   „Sú tilraun til þöggunar sem þar er lögð til er algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu sem lýðræðissamfélög hljóta að styðjast við vilji þau standa undir nafni. Það er skylda fjölmiðla að segja frá ofbeldisglæpum og það þjónar hagsmunum engra nema ofbeldismannanna að þegja um þá. Um það þekkjum við því miður alltof mörg dæmi frá liðnum áratugum.      Það er engin betri aðferð til að fyrirbyggja og lágmarka ofbeldi heldur en að tala um það af hreinskilni. Hvernig eigum við með öðrum hætti að takast á við fordóma og ranghugmyndir og fyrirbyggja gróusögur af öllu tagi? Stjórnir BÍ og FF hvetja lögreglu og aðra viðbragðsaðila til þess að ræða þau ofbeldisbrot, kynferðisbrot jafnt sem önnur, sem upp kunna að koma á þjóðhátíð með opinskáum hætti með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Það er beinlínis samfélagsleg og lýðræðisleg skylda þeirra að greina skilmerkilega frá því sem gerist og fréttnæmt þykir á þjóðhátíð í þágu þeirra sem sækja hátíðina heim og heimamanna í Vestmannaeyjum.“  

Ekki allir sáttir við tilmæli lögreglustjórans í Vestmannaeyjum

Ekki er allir sáttir við þá ákvörðun Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum vegna bréfs sem hún sendi viðbragðsaðilum sem koma að þjóðhátíðinni í gær. Þar bendir Páley á mikilvægi þess að allir sem koma að hátíðinni haldi trúnað og virði þagnarskyldu sína. Þetta sé sérstaklega mikilvægt þegar kynferðisbrot koma upp enda virðist þau vera það sem fjölmiðlar vilja helst fjalla um. Það sé afar þungbært fyrir aðila kynferðisbrots að málið sé á forsíðum blaðanna á sama tíma og viðkomandi er að takast á við brot, byrja kæruferli og slíkt. Því sé þetta mikilvægt.           Talskona Stígamóta var mjög ósátt við þessa ákvörðun í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. Á dv.is segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands: -Ég er algerlega gáttaður á þessu, og þetta er á skjön og úr takti við allt það sem hefur verið að gerast í samfélaginu og segir að félagið geti ekki látið svona tilmæli sem beinast sérstaklega gegn fjölmiðlum óátalin, og búast má fastlega við því að félagið álykti gegn tilmælum lögreglustjórans.       Kynferðisbrot séu alvarleg ofbeldisbrot og brotaþolar þeirra eiga það ekki skilið að yfir þeim sé þagað. „Þeir eiga það skilið að frá þeim sé sagt. Að frá þeim sé sagt með virðingu fyrir brotaþolum og með áherslu á að ofbeldi er ávallt á ábyrgð þess sem því beitir. Við sem samfélag skulum ekki taka þátt í því að þagga niður ofbeldisbrot, hvort sem um ræðir kynferðisofbeldi eða annars konar ofbeldi. Við skulum ekki velja að taka þátt í því að ýta undir skömm og sektarkennd brotaþola eða ábyrgðarfirringu gerenda með því að þegja um kynferðisbrotamál. Sýnum brotaþolum kynferðisbrota þá virðingu að tala um þessi brot, rétt eins og við segjum frá tölfræði annarra brota,“ segir Hjálmar við dv.is.               Ingibjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi, ráðgjafi og stjórnarkona hjá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, skrifar athyglisverða grein á stundin.is þar sem hún segir m.a.: „Kynferðisbrot eru alltaf flókin og erfið í sjálfu sér og hafa alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem þeim eru beittir, á því leikur enginn vafi. Þess vegna er mikilvægt að vel sé að því staðið hvernig þeim er sinnt þegar upp um þau kemst. Mikilvægt er að vel sé staðið að þjónustu við brotaþola. Vel sé staðið að rannsókn málsins og að bæði lögregla og aðrir fái þann vinnufrið sem nauðsynlegur er til að sem best verði úr málum unnið. Þetta eru einmitt rök lögreglustjóra Vestmannaeyja í bréfi þar sem hún brýnir fyrir öllum þeim viðbragðsaðilum sem að Þjóðhátið koma, að gefa fjölmiðlum ekki upplýsingar um það HVORT kynferðisbrot hafi átt sér stað á hátíðinni. Þessi rök og að það sé „þungbært fyrir aðila kynferðisbrots að málið sé á forsíðum blaðanna“.   Ég get tekið undir þau orð að æsifréttamennska um einstök mál getur verið erfið fyrir brotaþola og haft erfiðar tilfinningar í för með sér. Það er hins vegar enn alvarlegra ef viðbragðsaðilar hátíða, hvort sem um ræðir lögreglu eða aðra, ætla að taka þátt í því að þagga niður kynferðisbrot. Að því sögðu er að sjálfsögðu einnig mikilvægt að við sem vinnum að þessum málum og komum að kynferðisbrotum, með hvaða hætti sem það kann að vera, biðlum til fréttamiðla að vanda alla umræðu um slík mál. Að við komum því á framfæri að þessi mál þarf að ræða með virðingu fyrir brotaþolum í huga.   Þá skiptir engu máli hvort málin koma upp í samhengi við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, aðrar útihátíðir eða einhverjar allt aðrar aðstæður.   Kynferðisbrot eru alvarleg ofbeldisbrot og brotaþolar þeirra eiga það ekki skilið að yfir þeim sé þagað. Þeir eiga það skilið að frá þeim sé sagt. Að frá þeim sé sagt með virðingu fyrir brotaþolum og með áherslu á að ofbeldi er ávallt á ábyrgð þess sem því beitir. Við sem samfélag skulum ekki taka þátt í því að þagga niður ofbeldisbrot, hvort sem um ræðir kynferðisofbeldi eða annars konar ofbeldi. Við skulum ekki velja að taka þátt í því að ýta undir skömm og sektarkennd brotaþola eða ábyrgðarfirringu gerenda með því að þegja um kynferðisbrotamál. Sýnum brotaþolum kynferðisbrota þá virðingu að tala um þessi brot, rétt eins og við segjum frá tölfræði annarra brota,“ segir Ingibjörg sem fullyrðir að ekki eigi að gefa upplýsingar hvort kynferðisbrot hafi átt sér stað á hátíðinni. Það er þó ekki ætlunin eins og Páley segir við eyjafréttir.is í dag.    

Umræða um viðkvæm mál erfið þolendum skömmu eftir að þau henda

„Á fundi með viðbragðsaðilum þjóðhátíðar benti ég á mikilvægi þess að allir sem koma að hátíðinni haldi trúnað og virði þagnarskyldu sína. Flestir aðilar eru bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum en aðrir samkvæmt starfslýsingu sinni og eðli máls. Ég hef vakið athygli á því að þetta er sérstaklega mikilvægt þegar kynferðisbrot koma upp enda virðast þau vera það sem fjölmiðlar vilja helst fjalla um. Það er afar þungbært fyrir aðila kynferðisbrots að málið sé á forsíðum blaðanna á sama tíma og viðkomandi er að takast á við brot, byrja kæruferli og slíkt. Eins og ítrekað hefur komið fram í umræðunni eykur það á vanlíðan aðila og fjölskyldna þeirra að mál þeirra, jafn viðkvæm og þau eru, komi til opinberrar umræðu,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í bréfi sem hún sendi nokkrum sem koma að öryggismálum og viðbragðsmálum vegna þjóðhátíðarinnar sem nú gengur í garð.     Mikil og hörð viðbrögð hafa orðið við bréfi Páleyjar sem lekið var til fjölmiðla. Hún segir þar gæta misskilnings, það hafi aldrei verið ætlunin að þagga niður mál sem upp koma á þjóðhátíð og það eigi líka við kynferðisbrotamál. „En í ljósi sérstöðu þeirra verða þau ekki gefin upp um leið og þau koma inna á borð lögreglu. Ég bið fjölmiðla að virða þá ákvörðun og taka með því tillit til þolenda og fjölskyldna þeirra,“ sagði Páley í samtali við Eyjafréttir en í bréfinu segir hún:     „Ég legg því til að allir viðbragðsaðilar, allir gæslumenn, starfsmenn neyðarmóttöku, heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraflutningamenn og allir þeir sem koma að þessum brotum og fá upplýsingar starfa sinna vegna gefi engar upplýsingar um þessi mál. Með engum upplýsingum á ég við að hvorki verði gefið upp hvort að það hafi komið upp brot eða ekki. Besta svarið hvað ykkur varðar er „Við höfum enga heimild til að veita slíkar upplýsingar“. Ég hef ákveðið í samráði við áfallateymi þjóðhátíðar og félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar að lögreglan mun ekki veita upplýsingar um kynferðisbrot til fjölmiðla þessa helgi frekar en gert er á öðrum tímum. Það er engin lagaskylda á lögreglu að upplýsa um kærur sem berast og almenningur á ekki heldur heimtingu á slíkum upplýsingum.   Ástæða þessa er að ítrekað hefur komið fram hversu þungbært það er fyrir aðila og þá einkum þolendur að þurfa að þola umræðu um viðkvæm mál sín skömmu eftir að þau henda og eðlilegt að þeim sé veitt svigrúm til að standa upp eftir brot og að þau fái frið til þess. Lögreglu finnst sjálfsagt að reyna að létta aðilum erfið spor í þessum málum og hefur ákveðið að gera það með þessum hætti. Von mín er einnig að þetta skapi meiri vinnufrið hjá lögreglu í þessum málaflokki. Kynferðisbrot fá fullt viðbragð lögreglu og fulla rannsókn eins og ætíð og meðferð þeirra vönduð, málin eru skráð eins og skylt er líkt og önnur sakamál og verða þannig hluti af tölfræði lögreglunnar. Þegar ákæra hefur verið birt eru mál orðin opinber með tilheyrandi vernd fyrir þolendur. Ég skora því hér með á ykkur öll sem mögulega koma að þessum málum eða fáið um þau upplýsingar að brýna ykkar fólk á þagnarskyldunni og hvetja fólk til að segja hvorki af eða á og veita engar upplýsingar hvort sem að það koma upp kynferðisbrot á hátíðinni eða ekki. Þið getið alltaf vísað á lögreglu en auðvitað kann sú staða að koma upp að eitthvað verði að ræða við fjölmiðla en það er þá undantekning og aðeins lögreglu að koma slíkum upplýsingum á framfæri,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri.     „Á fundi með viðbragðsaðilum þjóðhátíðar benti ég á mikilvægi þess að allir sem koma að hátíðinni haldi trúnað og virði þagnarskyldu sína. Flestir aðilar eru bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum en aðrir samkvæmt starfslýsingu sinni og eðli máls. Ég hef vakið athygli á því að þetta er sérstaklega mikilvægt þegar kynferðisbrot koma upp enda virðast þau vera það sem fjölmiðlar vilja helst fjalla um. Það er afar þungbært fyrir aðila kynferðisbrots að málið sé á forsíðum blaðanna á sama tíma og viðkomandi er að takast á við brot, byrja kæruferli og slíkt. Eins og ítrekað hefur komið fram í umræðunni eykur það á vanlíðan aðila og fjölskyldna þeirra að mál þeirra, jafn viðkvæm og þau eru, komi til opinberrar umræðu,“ segir Páley Borgþórsdóttir, sýslumaður í Vestmannaeyjum í bréfi sem hún sendi nokkrum sem koma að öryggismálum og viðbragðsmálum vegna þjóðhátíðarinnar sem nú gengur í garð. Mikil og hörð viðbrögð hafa orðið við bréfi Páleyjar sem lekið var til fjölmiðla. Hún segir þar gæta misskilnings, það hafi aldrei verið ætlunin að þagga niður mál sem upp koma á þjóðhátíð og það eigi líka við kynferðismál. „En í ljósi sérstöðu þeirra verða þau ekki gefin upp um leið og þau koma inna á borð lögreglu. Ég bið fjölmiðla að virða þá ákvörðun og taka með því tillit til þolenda og fjölskyldna þeirra,“ sagði Páley í samtali við Eyjafréttir en í bréfinu segir hún:     „Ég legg því til að allir viðbragðsaðilar, allir gæslumenn, starfsmenn neyðarmóttöku, heilbrigðisstarfsmenn, sjúkraflutningamenn og allir þeir sem koma að þessum brotum og fá upplýsingar starfa sinna vegna gefi engar upplýsingar um þessi mál. Með engum upplýsingum á ég við að hvorki verði gefið upp hvort að það hafi komið upp brot eða ekki. Besta svarið hvað ykkur varðar er „Við höfum enga heimild til að veita slíkar upplýsingar“. Ég hef ákveðið í samráði við áfallateymi þjóðhátíðar og félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar að lögreglan mun ekki veita upplýsingar um kynferðisbrot til fjölmiðla þessa helgi frekar en gert er á öðrum tímum. Það er engin lagaskylda á lögreglu að upplýsa um kærur sem berast og almenningur á ekki heldur heimtingu á slíkum upplýsingum.   Ástæða þessa er að ítrekað hefur komið fram hversu þungbært það er fyrir aðila og þá einkum þolendur að þurfa að þola umræðu um viðkvæm mál sín skömmu eftir að þau henda og eðlilegt að þeim sé veitt svigrúm til að standa upp eftir brot og að þau fái frið til þess. Lögreglu finnst sjálfsagt að reyna að létta aðilum erfið spor í þessum málum og hefur ákveðið að gera það með þessum hætti. Von mín er einnig að þetta skapi meiri vinnufrið hjá lögreglu í þessum málaflokki. Kynferðisbrot fá fullt viðbragð lögreglu og fulla rannsókn eins og ætíð og meðferð þeirra vönduð, málin eru skráð eins og skylt er líkt og önnur sakamál og verða þannig hluti af tölfræði lögreglunnar. Þegar ákæra hefur verið birt eru mál orðin opinber með tilheyrandi vernd fyrir þolendur. Ég skora því hér með á ykkur öll sem mögulega koma að þessum málum eða fáið um þau upplýsingar að brýna ykkar fólk á þagnarskyldunni og hvetja fólk til að segja hvorki af eða á og veita engar upplýsingar hvort sem að það koma upp kynferðisbrot á hátíðinni eða ekki. Þið getið alltaf vísað á lögreglu en auðvitað kann sú staða að koma upp að eitthvað verði að ræða við fjölmiðla en það er þá undantekning og aðeins lögreglu að koma slíkum upplýsingum á framfæri,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri.    

Öryggi gesta er það sem við leggjum mesta áherslu á og það á öllum sviðum

Páley Borgþórsdóttir er að takast á við sína fyrstu þjóðhátíð sem lögreglustjóri í Vestmannaeyjum en hún er hvergi bangin, segir allt í föstum skorðum. Þegar rætt var við Páleyju í morgun sagði hún að síðdegis verði fundur þar sem koma saman fulltrúar allra sem á einhvern hátt koma að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar. Eins og alltaf er lögð áhersla á öfluga gæslu og segir Páley gott samstarf allra viðbragðsaðila, ekki síst milli lögreglu og gæslufólks í Dalnum. Í fyrra var trúlega slegið met í fjölda þjóðhátíðargesta en Páley segir það sína tilfinningu að gestir verði eitthvað færri í ár. Það sé þó ekki byggt á öðru en því sem henni finnst.   „Já, ég held að þjóðhátíðin verði ekki eins stór og í fyrra en það liggur fyrir að hér verður besta veðrið,“ sagði Páley. „Hver fjöldinn verður kemur í ljós en hvort sem við erum að tala um 10.000 eða 12.000 gesti ofan af landi er það margt fólk og útfrá því vinnum við. Þjóðhátíð hefur stimplað sig inn hjá fólki og margir koma hingað ár eftir ár. Gestir vita af þeirri áherslu sem við leggjum á öll öryggismál og finnur sig öruggt þegar í Dalinn er komið.“   Alls verða 26 lögreglumenn að störfum á þjóðhátíð og um 100 manns í gæslu í Dalnum. Er það svipað og undanfarin ár. „Allir í okkar liði nema hluti þeirra sem eru í sumarfríi ganga vaktir alla helgina auk fólks ofan af landi. Tólf verða á vakt á nóttunni og sex á daginn. Sex verða við fíkniefnaleit og við fáum tvo fíkniefnaleitarhunda okkur til aðstoðar til viðbótar við þann sem við erum með hér að staðaldri.“ sagði Páley og bætir því við að lögreglustjórinn á Suðurlandi verði einnig með fíkniefnaleitarhund í Landeyjahöfn.   Stóri fundurinn Klukkan þrjú í dag hittust fulltrúar lögreglu, þjóðhátíðarnefndar, slökkviliðs, gæsluaðila, björgunarsveitar, heilbrigðisstofnunar, sjúkraflutninga, framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar, sýslumanns, heilbrigðiseftirlits, áfallateymis, Landakirkju, Herjólfs, Isavia og fleiri hjá lögreglustjóra. „Þetta er stóri fundurinn sem við köllum og hann er upplýsingafundur þar sem hver aðili upplýsir um viðbragð sitt vegna hátíðarinnar og skipulag. Svo eru haldnir minni fundir á meðan á hátíðinni stendur þar sem farið er yfir stöðuna á hverjum tíma og skoðað hvað má betur fara. Öryggi gesta er það sem við leggjum mesta áherslu á og það á öllum sviðum. Áfallateymið sem þjóðhátíðarnefnd kom upp fyrir nokkrum árum undir stjórn dr. Hjalta Jónssonar er einn liðurinn í þeirri viðleitni.“   Á ábyrgð eigenda Í fyrra gekk ekki nógu vel að koma fólki úr og í Dalinn á mestu álagstímum en bregðast á við því með hringtorgi inni í Dal og aðskilja á bíla og gangandi fólk. „Nú erum við ekki með þessa hefðbundnu bekkjabíla en í staðinn koma strætóbekkjabílar sem henta betur til flutninga á fólki og bjóða upp á fleiri sæti. Þeir fara bæði hefðbundna leið og í vesturbæinn sem hentar fólki vel sem gistir á tjaldstæðunum.,“ sagði Páley sem vill koma því á framfæri að það er bannað að að leggja bílum við hringtorgið framan við hliðin inn í Dalinn þar sem það er ætlað þeim sem sinna fólksflutningum. Bíla sem verður lagt á þessum stað verður þjóðhátíðarnefnd að láta fjarlægja á ábyrgð eigenda. Páley beinir því einnig til þjóðhátíðargesta að nota upplýsta gangbraut frá göngustíg yfir Dalveg að bílastæðum á golfvelli til að takmarka umferð gangandi yfir veginn og tryggja þannig öryggi.    

Ein líkamsárás tilkynnt til lögreglu

Lögreglan hafði í ýmis horn að líta í liðinni viku án þess þó að alvarleg mál hafi komið upp. Nokkur erill var í kringum öldurhúsin og eitthvað um stympingar án þess þó að kærur liggi fyrir. Skemmtanahaldið fór þó að mestu leiti friðsamlega fram.   Ein líkamsárás var tilkynnt til lögreglu um liðna helgi en þarna höfðu tveir einstaklingar orðið ósáttir þar sem þeir voru í gleðskap í heimahúsi og tókust eitthvað á. Þurfti lögreglan að skakka leikinn og voru þrír einstaklingar handtekinir og fengu að gista fangageymslu þar til ró færðist yfir mannskapinn. Málið er í rannsókn.   Að morgni 22. júlí sl. var lögreglu tilkynnt um að árekstur hafi orði milli skipa í Friðarhöfn. Þarna hafði orðið bilun í stjórnbúnaði Jóns Vídalín VE með þeim afleiðingum að skipið lenti á Kap VE sem skemmdist þó nokkuð við áreksturinn. Engin slys urðu á fólki í óhappinu.   Eitt umferðaróhapp var tilkynnt í vikunni en um var að ræða minniháttar óhapp og engin slys á fólki.   Alls liggja fyrir 9 kærur vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna þar sem m.a. er um að ræða meinta ölvun við akstur, ólöglega lagningu ökutækis, vanræksla á að hafa öryggisbelti spennt í akstri og notkun farsíma í akstri án handfrjáls búnaðar.   Þar sem Þjóðhátíð er um næstu helgi vill lögreglan minna foreldra og forráðamenn á að útivistareglurnar gilda jafnt á Þjóðhátíð sem og aðra daga.    

Það þarf að bæta verðmerkingar í Vestmannaeyjum

 Neytendastofu hafa í gegnum tíðina borist fjöldi ábendinga varðandi verðmerkinga í Vestmannaeyjum. Fulltrúar stofnunarinnar fóru í kjölfar þess til Vestmannaeyja í byrjun júlí og gerðu könnun á því hvort verðmerkingar hjá verslunum uppfylltu skilyrði laga og reglna. Þær athugsemdir sem gerðar voru við verslanir í Vestmannaeyjum voru m.a. að verðmerkingar skorti í sýningarglugga verslana en verslunum er skylt að verðmerkja vöru þar sem hún er boðin til sölu þ.m.t. í sýnargluggum eða á sölusíðum á netinu. Þá voru einnig gerðar athugsemdir við óverðmerktar vörur í matvöruverslunum og í einhverjum tilvikum vantaði skanna til að fá endanlegt verð á forpakkaðar vörur.   Veitingastöðum ber skylda til að hafa matseðil við inngang til að mögulegir viðskiptavinir geti kynnt sér úrval og verð áður en gengið er til borðs. Þá eiga magnupplýsingar drykkja að koma fram á matseðli og sé selt áfengi skulu vínmál vera löggilt. Eftir könnunina er ljóst að veitingastaðir í Vestmannaeyjum þurfa að bæta úr þessum atriðum til að geta veitt viðskiptavinum sínum þjónustu í samræmi við lög og reglur.   Að öðru leyti voru verðmerkingar í Vestmannaeyjum í ágætu horfi en Neytendastofa mun fylgja könnuninni eftir og ganga úr skugga um að úrbætur verði gerðar.   Neytendastofa mun halda áfram verðmerkinga- og verðkannanaeftirliti sínu og gera athugun hjá fleiri verslunum. Neytendur geta komið ábendingum á framfæri í gegnum rafræna Neytendastofu á vefslóðinni neytendastofa.is.

Þórður Rafn á toppnum með 672 milljónir - Guðbjörg í áttunda

 Þórður Rafn Sigurðsson, fyrrum útgerðarmaður Dala Rafns VE er skattakóngur Íslands þetta árið. Hann greiðir alls 672 milljónir í skatt sem er meira en tvöfalt en sá sem greiðir næstmest. Það var Þorsteinn Sigurðsson en hann greiðir 305 milljónir króna. Guðbjörg Matthíasdóttir, einn aðaleigandi Ísfélagsins er í áttunda sæti með 127 milljónir í opinber gjöld.       Álagningarseðlar voru gerðir opinberir nú í dag og verða það næstu tvær vikur eða til 7. ágúst. Á skattgrunnskrá 2015 voru 271.806 framteljendur. Er það fjölgun um 3355 einstaklinga frá fyrra ári, eða 1,1%.     Tuttugu hæstu   1. Þórður Rafn Sigurðsson - Vestmannaeyjar - 671.565.763 kr. 2. Þorsteinn Sigurðsson - Hafnarfjörður - 304.633.336 kr. 3. Kári Stefánsson - Reykjavík - 277.499.661 kr. 4. Gunnar Torfason - Reykjavík - 180.939.049 kr. 5. Davíð Freyr Albertsson - Kópavogur - 173.206.913 kr. 6. Bert Martin Hanson - Reykjavík - 140.284.145 kr. 7. Jón Guðmann Pétursson - Kópavogur - 136.371.742 kr. 8. Guðbjörg M. Matthíasdóttir - Vestmannaeyjar - 127.296.164 kr. 9. Árni Harðarsson - Reykjavík - 121.618.964 kr. 10. Kristján V. Vilhelmsson - Akureyri - 110.473.857 kr. 11. Stefán Hrafnkelsson - Reykjavík - 103.185.589 kr. 12. Adolf Guðmundsson - Seyðisfjörður - 102.093.894 kr. 13. Grímur Karl Sæmundsen - Reykjavík - 96.753.634 kr. 14. Guðjón Harðarsson - Seyðisfjörður - 96.516.183 kr. 15. María Vigdís Ólafsdóttir - Seyðisfjörður - 94.486.876 kr. 16. Patrick Maurice Franzois Sulem - Reykjavík - 92.690.395 kr. 17. Þorsteinn Már Baldvinsson - Akureyri - 92.393.574 kr. 18. María Rúnarsdóttir - Kópavogur - 91.786.379 kr. 19. Gunnar Guðmundsson - Reykjavík - 82.125.263 kr. 20. Jákup Napeleon Purkhús - Reykjavík - 76.501.686 kr.

Uppgræðsla í hlíðum Eldfells er brýn

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á mánudaginn lá fyrir samantekt um stöðu uppgræðslu á foksvæðum og stöðu umhverfismála. Var samantektin gerð að beiðni Stefáns Ó. Jónassonar bæjarfulltrúa Vestmannaeyja listans. Var hún unnin af Ólafi Snorrasyni, framkvæmdastjóra. Þar kemur fram áætlanir umhverfis-og framkvæmdasviðs um aðgerðir og áætlanir í umhverfismálum Ráðið þakkaði Ólafi kynninguna lá fyrir   Þar kemur fram að beðið hefur verið eftir svari frá Landgræðslunni varðandi ástand gróðursvæða á Heimaey. Það svar barst 15. júlí sl. Og er stuðst við það svar í þessu svari. Af því leiðir að ekki hefur verið unnt að vinna sérstaka aðgerðaráætlun eftir þeim tillögum sem þar koma fram þar sem erindi landgræðslunnar er nýkomið til Vestmannaeyjabæjar.   Beitarhólf: Ástand beitarhólfa er viðunandi að mestu í Heimaey. Það beitarhólf sem hefur undanfarin ár verið í hvað verstu ásigkomulagi, hefur greinilega verið hlíft nú á vormánuðum og á það borið áburð til að styrkja gróður. Hefur þessi aðgerð leitt það af sér að þetta beitarhólf lítur vel út og gróður mikið að styrkjast. Á móti kemur þó að sá fénaður sem hefur verið á þessu beitarhólfi undanfarin ár hefur verið sett í beitarhólf sem engan vegin rúmar þann fjölda fjár sem er. Afleiðingar þess að allt of mikil beit er í beitarhólfinu eru orðnar vel sýnilegar þar sem gras er nauðbeitt og rof byrjað að myndast. Annað hólf sem hefur litið illa út á undanförnum árum er beitarhólf syðst á Stórhöfða, þar hefur ekki verið beitt síðustu ár og er það tillaga Landgræslunnar að farið verði í áburðargjöf á því svæði og það verndað.   Uppgræðsla: Aðallega við Eldfell og Haugasvæðið. Almennt lítur Haugasvæðið bærilega út, þó er þar á köflum svæði þar sem jarðvegsrof hefur verið talsvert og eyður byrjaðar að myndast á milli jarðvegs og nets sem lagt var yfir svæðið. Uppgræðsla í hlíðum Eldfells er brýn þar sem að gróðurþekja er talsvert byrjuð að láta á sjá. Ráðlagt er að dreift sé áburði í hlíðar Eldfellsins en sú vinna er að mestu handvinna. Farið hefur verið í tvígang í sumar með vinnuhóp til að bera í hlíðar Eldfells. Nýtt svæði sem ráðlagt er að byrjað verði að vinna í eru rofabörð í Stórhöfða. Lagt er til að nýtt verði hey eða annað lífrænt efni sem þekur rofabarðið. Einnig er vel hugsanlegt að uppsetning á nót væri góður kostur til að verja rofabarðið. Síðan er heppilegt að setja áburð og fræ í rofabarðið til að styrkja það og flýta uppgræðslu. Dalfjall, Heimaklettur og fleiri svæði hafa fengið áburðargjöf frá áhugsömum Eyjamönnum sem hafa aðstoðað við að bera í þessi svæði á gönguferðum sínuim.   Lúpína: Talsvert er um nýliðun á lúpínu í Vestmannaeyjum, þá sérstaklega á svæðum sem óheppilegt er að hún sé að dreifa úr sér. Þetta eru svæði svo sem gamla hraunið og skriður í Herjólfsdal. Byrjað er að slá þessar breiður af lúpínu og er heppilegur tími til þess um mánaðarmótin júní/júlí, eða á meðan lúpínan er í blóma. Unnið verður næstu ár í þessum svæðum.   Opin svæði: Farið hefur verið samkvæmt skipulagi á opin svæði, þau hreinsuð og snyrt en vegna mannfæðar hefur verkið ekki unnist sem skyldi. Við það bætist að Sólbakkablóm sögðu upp þjónustusamningi við Vestmannaeyjabæ sl. haust og hafa þau verk sem það fyrirtæki sinnti áður bæst ofan á verkefni sumarvinnuflokks Þjónustumiðstöðvar. Um er ræða mikið magn trjábeða og um 4200 sumarblóm auk annarra svæða. Einnig þarf að sinna málningarvinnu, bekkjum, göngustígum, skiltum ofl. Allt er þetta unnið samkvæmt verkefnalista. Sumarvinnuhópur Þjónustumiðstöðvar hefur sinnt þessum verkefnum auk starfsmanna Þjónustumiðstöðvar.   Byggingar og mannvirki: Mikið átak hefur verið í fegrun bygginga og mannvirkja undanfarin ár og hefur víða verið gerð bragabót þar á. Þó er það alltaf svo að nokkrar byggingar hafa verið lýti á bæjarmyndinni og hafa eigendum nokkurra fasteigna verið send bréf með ósk um úrbætur.  

Ein líkamsárás kærð

Tiltölulega rólegt var yfir Eyjunni þessa vikuna, eins og við var að búast svona skömmu fyrir Þjóðhátíð. Af umferðinni er það að frétta að einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.   Einn ökumaður var sektaður fyrir að tala í símann við aksturinn án þess að nota til þess handfrjálsan búnað og annar var sektaður fyrir að leggja bifreið sinni ólöglega. Tilkynnt var um eitt umferðaróhapp í vikunni en það var minniháttar og engin meiðsli á fólki.   Ein líkamsárás var kærð til lögreglu og er það mál í rannsókn. Þá þurfti lögreglan að skakka leikinn í eitt skipti er ágreiningur var milli tveggja aðila.   Slys varð í Spröngunni er kona féll þar og var hún flutt með sjúkrabifreið á heilsugæsluna til aðhlynningar. Þá varð slys við Lundann er maður féll í götuna. Hann var einnig fluttur með sjúkrabifreið á heilsugæsluna til aðhlynningar.   Nú þegar líða fer að Þjóðhátíð vill lögreglan minna á fíkniefnasímann. Hvetur lögreglan fólk sem hefur yfir að búa vitneskju um fíkniefnalagabrot að hafa samband og tilkynna um það. Nánar um fíkniefnasímann hér að neðan.   Upplýsinga-/fíkniefnasíminn 800 5005: Þegar hringt er í upplýsingaasímann svarar talhólf. Þar getur þú lesið inn þær upplýsingar sem þú vilt koma á framfæri við lögreglu. Hægt er að gefa upplýsingarnar upp nafnlaust. Ef lögreglu er heimilt að hafa samband eða þú óskar þess þarf að taka það fram og gefa upplýsingar um nafn, símanúmer eða netfang. Einnig má hafa samband í gegnum netföngin info@rls.is eða vestmannaeyjar@logreglan.is.  

Nauðsynlegt að byrja að æfa sig fyrir Vestmannaeyjahlaupið

Vestmannaeyjahlaupið verður haldið laugardaginn fimmta september nk. og er ekki seinna vænna að hefja undirbúning. Sigmar Þröstur Óskarsson, fyrrum markmaður ÍBV, landsliðsins í handbolta og ofurskokkari bendir fólki á æfingaplan sem Rannveig Oddsdóttir hefur sett saman. Annars vegar fyrir þá sem eru að byrja og hins vegar fyrir lengra komna og miðast það við tíu kílómetra hlaup.   Gert er ráð fyrir þremur æfingum í viku, á þriðjudögum klukkan 12.00 til 12.45, fimmtudögum kl. 17:30 og á laugardögum kl. 10.00 en hver og einn getur að sjálfsögðu raðað þeim á vikuna eftir eigin hentug- leika. Þrjú skipti í viku er hæfilegt fyrir flesta sem eru að byrja en sumir þola þó að bæta við fjórða skiptinu. Til að auka fjölbreytni og minnka hættu á meiðslum er frekar mælt með að ganga, synda, hjóla eða stunda aðra hreyfingu ef fólk vill æfa oftar en þrisvar í viku. Fyrir byrjendur er mælt með þriggja til fimm kílómetra göngu eða skokki þrisvar í viku. Gott er að hlusta á líkamann. Það er eðlilegt að vera þreyttur eftir æfingar og strengir eftir fyrstu æfingarnar eru eðlileg viðbrögð líkamans við nýrri og aukinni hreyfingu. Það er öllu stífara prógrammið fyrir lengra komna og er ætlað þeim sem hafa verið að hlaupa, ráða vel við að hlaupa sjö til átta km og hafa hlaupið 10 km. áður. Gert er ráð fyrir fjórum æfingum í viku, frá fimm upp í sjö km og þar af einni svolítið erfiðri æfingu þar sem tekið er vel á. Hér er reiknað með að mánudagar, þriðjudagar, fimmtudagar og laugardagar séu hlaupadagar. Gott er að taka aðra hreyfingu með tvisvar í viku en hvíla a.m.k. í einn dag. „Svo er bara að mæta á æfingar og vera klár í Vestmannaeyjahlaupið eftir sex vikur,“ segir Sigmar Þröstur.

Lyfjamálið vegna lifrarbólgu C er fordæmalaust og jaðrar við hneyksli

Fanney Björk Ásbjörnsdóttir hefur barist fyrir því að fá viðeigandi lyf við lifrarbólgu C sem hún fékk við blóðgjöf eftir barnsburð. Henni var neitað um lyfin á þeim forsendum að þau væru of dýr. Kærði hún þessa ákvörðun og hefur Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkt að veita henni flýtimeðferð í málinu. Ríkið hefur tíma fram í næstu viku til að skila greinargerð um málið sem verður líklegast tekið fyrir í ágúst.   Mál Fanneyjar hefur vakið mikla athygli fjölmiðla og á Vísir.is segir Sigurður Ólafsson yfirlæknir og sérfræðingur í meltingarsjúkdómum algerlega óásættanlegt að fólk með lifrarbólgu C fái ekki tilskilin lyf og það eigi sér enga hliðstæðu í nágrannalöndunum. Þarna séu í sumum tilfellum sjúklingar með alvarlegan lifrarsjúkdóm sem fái ekki viðeigandi meðferð. Áður hafði Stöð 2 sagt að 200 sjúklingar hafi greinst með lifrarbólgu og standi þeim einungis til boða lyf sem þykja úrelt í Evrópu og Bandaríkjunum. Þau eru ódýrari í innkaupum en hafa miklar aukaverkanir og miklu minni svörun. Hluti þessa hóps er mjög veikur og getur vart beðið miklu lengur. Þá er haft eftir Ólafi Baldurssyni lækningaforstjóra Landsspítalans að sérfræðingar spítalans vildu kaupa lyfin en Sjúkratryggingar segðu nei. „Það sem skiptir mestu máli núna er að það fáist lausn og hún fáist strax. Fyrir mig sem lækni og sjúklingana mína skiptir ekki mestu máli úr hvaða vasa innan heilbrigðiskerfisins, peningarnir koma, þeir þurfa bara að koma og það fljótlega,“ segir Sigurður Ólafsson í viðtali á Vísir.is. Það er sama hvar borið er niður í fræðin og viðtöl við lækna og sérfræðinga, niðurstaðan er að lyfjamálið vegna lifrarbólgu C sé fordæmalaust og jaðri við að vera hneyksli.   Börn Fanneyjar hrintu af stað söfnun um miðjan maí og er markmiðið að safna tíu milljónum til að Fanney geti fengið lyfin. Tinna Tómasdóttir, elsta dóttir Fanneyjar, sagði að söfnunin hefði gengið vel. „Það er alveg ótrúlegt hvað fólk er tilbúið að leggja okkur lið í baráttunni hennar mömmu,“ sagði Tinna.

Hentistefna ISAVIA um flug á Þjóðhátíð

Enn og aftur ætlar Isavia að takmarka flugumferð til Vestmannaeyja á Þjóðhátíðinni um Verslunarmannahelgina og var það eftir að hafa rætt við einn hagaðila en aðrir látnir sitja á hakanum. Okkur var hins vegar boðið á fund þar sem við héldum að það ætti að ræða þessi mál en þá var það bara kynning á því hvernig þetta Á AÐ VERA.     Fyrirhugað er að setja upp svo kallað „slotta“ kerfi en þá verða flugmenn að panta slott og hefur atvinnuflugið að sjálfsögðu forgang sem við skiljum en eitt skiljum við ekki að aðeins verða 8 slott á hálftíma en ein hreyfing tekur 2 slott og þar af leiðandi fá 8 vélar að hreyfa sig á hverri klukkustund.  Isavia hefur gert Vestmannaeyjaflugvöll að haftasvæði um þessa helgi sem við teljum að stangist jafn vel á við reglugerðir þar sem flugvöllurinn í Vestmannaeyjum er skilgreindur sem AFIS þjónusta. Það er alveg klárt að verið er að gera þetta til að neita hinum almenna flugmanni að skreppa út í Eyjar um þessa vinsælu helgi, þetta er ekki ósvipað eins og að leyfa bara rútum aðgang að Þórsmörkinni en ekki jeppafólki, kannski er það bara næst. Þegar eldgosið var á Fimmvörðuhálsi þá var mikil flugumferð á svæðinu í óstjórnuðu rými og var það ekkert vandamál, eins má nefna hina frægu Oshkosh flugsýninguna í Bandaríkjunum þar sem flugmenn stjórna sjálfir  traffíkinni og gengur það mjög vel. Það virðist vera alveg sama hvað forsvarsmenn þessa opinbera hlutafélags geri, þá verða þeir að vinna gegn almannaflugi. Höfundur er formaður Félags flugmanna og flugvélaeigenda og Vestmannaeyjingur.

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Stjórnmál >>

Breyttur opnunartími leikskólanna

  Á fundi sem fræðsluráð hélt í gær var tekið fyrir bréf frá foreldrum barna vegna ákvörðunar Vestmannaeyjabæjar að stytta vistunartíma barna frá klukkan 17:00 í 16:15. Á fundinum var ákveðið að breyta þessum tíma aftur og er tímin nú til 16:30 til að koma til móts við þá foreldra sem þurfa lengri tíma en fræðsluráð leggur miklar áherslu á gott samtal milli foreldra og ráðsins og telur að með erindinu séu rök bæði skólastjórnenda og foreldra komin fram segir í bókun ráðsins.   Hér má sjá bókun ráðsins í heild.   Bréf frá foreldrum vegna ákvörðunar um breytingar á lokunartímum leikskóla í Vestmannaeyjabæ lagt fram.   Fræðsluráð hefur móttekið erindi frá foreldrum leikskólabarna þar sem gerð er athugasemd við ákvörðun ráðsins frá 275. fundi 11. maí sl. um breytingu á lokunartíma leikskóla sveitarfélagsins. Ráðið tekur fram að erindi um breytingu á lokunartíma leikskóla kom frá leikskólastjórnendum. Tillaga leikskólastjórnenda fyrir breytingu á opnun leikskóla var byggð á eftirfarandi rökum; a) lítil nýting dvalartímans eftir kl. 16:15 b) hagræðing í rekstri c) stuðlar að fjölskylduvænna samfélagi. Í erindinu er gerð athugasemd við að ákvörðun hafi verið tekin án aðkomu fulltrúa foreldra leikskólabarna. Ráðið bendir á að foreldrar leikskólabarna hafa áheyrnarfulltrúa á fundum ráðsins og eru boðaðir sem slíkir með fundarboði í gegnum tölvupóst og er það ekki á ábyrgð ráðsins að þeir mæti á fundi. Í erindinu er fjallað um opnunartíma leikskóla í ákveðnum sveitarfélögum. Fræðslufulltrúi Vestmannaeyjabæjar tók saman lista yfir opnunartíma 18 sveitarfélaga og kom í ljós að af þeim 18 sveitarfélögum sem skoðuð voru var algengasti opnunartími leikskóla frá 7:45-16:15.   Fræðsluráð leggur mikla áherslu á gott samtal milli foreldra og ráðsins og telur að með erindinu séu rök bæði skólastjórnenda og foreldra komin fram. Ráðið þakkar því erindið og samþykkir að breyta ákvörðun ráðsins frá 11. maí 2015 á þann veg að opnunartíminn verði frá 07:30-16:30 í stað 07.30-16:15 frá og með 17. ágúst 2015 líkt og samþykkt var á fundi nr. 275. Fræðsluráð beinir því til skólaskrifstofu og skólastjórnenda leikskólanna að kynna fyrirhugaða breytingu vel.

Greinar >>

Út af með aðkomumenn!

Ég hætti seint að undrast stórkarlalegar yfirlýsingar bæjarstjórans í Vestmannaeyjum í tilefni af því að nauð rak mig til að selja eignarhlut minn í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf. Ég hef starfað við þessa útgerð í yfir 40 ár. Það var því ekki með glöðu geði að ég seldi hlut minn í félaginu þegar gamli Landsbankinn knúði mig til greiða fyrir ónýt hlutabréf í þessum sama banka. Það var búið að reyna allt til að fá bankann til að hægja á sér.   Kvóti til Eyja Bergur-Huginn ehf. er öflugt félag hér í Vestmannaeyjum meðal annars vegna þess að á árunum 1996-2009 keypti félagið 4.740 tonna aflaheimildir í botnfiski. Keyptur kvóti var þannig í reynd um eða yfir 80% af aflaheimildum félagsins. Þessar aflaheimildir voru keyptar í 21 viðskiptum og að langmestu leyti af útgerðaraðilum í öðrum byggðarlögum.   Ég man ekki til þess að bæjarstjórinn hafi gert athugasemdir við þau viðskipti. Bæjarstjórinn hefur nú í á þriðja ár haldið því fram að ég hafi selt kvótann frá Vestmannaeyjum. Þetta er auðvitað rangt því ég seldi félagið árið 2012 og það gerir enn út frá Vestmannaeyjum eins og ekkert hafi í skorist. Ekki er það fyrir orð bæjarstjórans heldur af því að Vestmannaeyjar eru frábær útgerðarstöð með afbragðs sjómenn, fiskverkendur og þjónustufyrirtæki. Það er því undrunarefni að bæjarstjórinn og aðrir bæjarfulltrúar skuli ekki bjóða nýja og öfluga eigendur velkomna til starfa í Vestmannaeyjum og leggja frekar grunninn að góðu samstarfi í stað þess að ala á tortryggni og óvild.   Tvískinnungur bæjarstjóransÞað er ótrúleg einangrunarhyggja og ámælisverð varðstaða um þrönga sérhagsmuni að bæjarstjórinn fari hamförum gegn því að utanbæjarmenn fái fjárfest og starfað hér í bænum. Krafa hans er sú að eingöngu útgerðarfélög í Vestmannaeyjum megi kaupa ráðandi hluti í öðrum útgerðarfélögum í bænum. Á endanum kynnu þóknanlegir kaupendur því aðeins að vera einn eða tveir! Engar athugasemdir heyrast frá bæjarstjóranum þegar þessir aðilar kaupa félög í öðrum bæjarfélögum. Viðskiptabannið er víst aðeins á aðra hliðina. Tvískinnungurinn sem birtist í þessum málflutningi er bæjarstjóranum ekki til framdráttar.   Afstaða hans þjónar í ofanálag alls ekki hagsmunum Eyjamanna til langs tíma. Skipulag í kringum veiðar og vinnslu sjávarfangs hefur verið forsenda þess að viðhalda hér samkeppnishæfu atvinnulífi. Að ýta undir óánægju og tortryggni í garð sjávarútvegsins eykur óvissu í rekstri og setur framtíðaruppbyggingu í uppnám. Það er ekki í þágu sjávarbyggða í kringum landið að ýta enn frekar undir pólitíska óvissu um fyrirkomulag fiskveiða. Bæjarstjórinn er frekar að hugsa um sína pólitísku stundarhagsmuni en hagsmuni bæjarfélaga eins og Vestmannaeyja til langs tíma. Bjóðum fólk velkomiðEr ekki kominn tími til að velviljaðir menn sýni bæjarstjóranum fram á að hann gæti hagsmuna bæjarins best með því að bjóða fólk með mikla reynslu af rekstri sjávarútvegsfyrirtækja ofan af landi velkomið til starfa í Vestmannaeyjum? Auðvitað er samkeppni milli bæjarfélaga um fjárfestingar og staðsetningu atvinnurekstrar. Sjálfur hefði ég getað flutt starfsemi Bergur-Huginn ehf. hvert á land sem var meðan félagið var í minni eigu og minnar fjölskyldu. Það kom hins vegar aldrei til greina því hér er ákjósanlegur staður til að gera út. Það er mikilvægt að tryggja að svo verði áfram og við treystum áframhaldandi festu í starfsemi fyrirtækja í sjávarútvegi. Það hlýtur að vera mikilvægur mælikvarði á frammistöðu eins bæjarstjóra hvort honum tekst að láta aðkomumönnum líða eins og heimamenn væru. Ég trúi að það skipti máli.