Í dag, 11. mars eru 28 ár liðin frá Helliseyjarslysinu svokallaða. Um klukkan 23:00 sunnudaginn 11. mars 1984 fórst vélbáturinn Hellisey VE 503. Með Hellisey VE fórust þeir Hjörtur R. Jónsson skipstjóri, 25 ára, Pétur Sigurðsson, 1. vélstjóri, 21 árs, Engilbert Eiðsson, 2. vélstjóri, 19 ára, og Valur Smári Geirsson matsveinn, 26 ára. Guðlaugur Friðþórsson stýrimaður, sem var 22 ára gamall, komst einn lífs af en hann synti um 6 km. leið til lands um nóttina og braust um úfið hraun til byggða.