„Ég held að með þessu sé landsbyggðin orðin hálfgert gettó innan Íslands. Fiskvinnslufólk og sjómenn koma til með að borga með sér til að fá vinnu. Það eru skilaboðin,“ segir Bergur Kristinsson, formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda í Vestmannaeyjum, um fyrirhugaða hækkun veiðigjalds.