Herjólfur kveður

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum morgun að fara í útboð á nýrri Vestmannaeyjaferju þetta kemur fram á ruv.is í dag. Ekki liggur fyrir hver kostnaður við smíði ferjunnar er, samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir þetta óvænt en gleðileg tíðindi. Eyjamenn hafa beðið eftir nýrri ferju í nokkurn tíma. Fyrir sjö árum var blekið varla þornað á samningi um smíði nýrrar ferju þegar bankahrunið varð og hætt var við þá framkvæmd. Sú ferja átti að vera tilbúin 2010.   Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði við fréttastofu í morgun að samþykkt ríkisstjórnarinnar væri mikil gleðitíðindi. Eyjamenn voni að tíminn sem það tekur að smíða ferjuna verði nýttur til að gera nauðsynlegar breytingar á Landeyjahöfn svo að ferjan nýtist sem best.   Elliði segir að ný ferja sé nauðsynleg forsenda þess að bæta samgöngur til Eyja en kannski ekki nægjanleg. Áfram þurfi að bæta höfnina í Landeyjum - hafnirnar í Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum hafi tekið miklum breytingum síðan siglingar milli lands og eyja hófust. „Sama gildir um höfnina í Landeyjum - við þurfum að halda áfram að þróa hana.“   Norska fyrirtækið Polarkonsult hannaði nýja Vestmannaferju en skrifað var undir samning þess efnis í júlí á síðasta ári. Samningsupphæðin var um 124 milljónir króna. Fram kom á vef Vegagerðarinnar að þá var reiknað með því að ný ferja yrði tilbúin síðla árs 2016.   Ruv.is greindi frá 

Fyrrverandi starfsmaður olli tjóni

Lögreglan hafði í töluverðu að snúast í liðinni viku vegna hinna ýmsu mála sem upp komu án þess þó að um alvarleg mál hafi verið að ræða. Skemmtanahald helgarinanr fór þokkalega fram en eitthvað var þó um pústra án þess þó að kærur liggja fyrir. Þá var eitthvað um kvartanir vegna hávaða frá heimahúsum þar sem gleðskapur var í gangi.   Í byrjun liðinnar viku var lögreglu tilkynnt um skemmdir sem unnar voru í húsnæði sem verið var að endurnýja. Þarna hafði fyrrverandi starfsmaður valdið tjóni á pípulögnum, skemmt veggi og ýmislegt fleira. Ljóst er að tjónið er umtalsvert..   Eitt fíkniefnamál kom upp um helgina en þrjár ungar stúlkur játuðu að hafa ætlað að selja amfetamín hér í Eyjum. Stúlkurnar voru handteknar þegar þær voru að ná í pakka sem sendur var til Vestmanneyja með Herjólfi. Málið telst að mestu upplýst.   Einn ökumaður var stöðvaður í liðinni viku vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.   Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í liðinni viku. Fyrra óhappið átti sér stað á Hamarsvegi vestan við Dverghamar en þarna hafði maður á bifhjóli misst stjórn á akstrinum með þeim afleiðingum að hjólið lenti á hliðinni og rann það og ökumaðurinn um 60 metra eftir veginum. Ökumaðurinn kvartaði yfir eymslum í öxl og ökkla og var fluttur á Sjúkrahúsið og í framhaldi af því með sjúkraflugi til Reykjavíkur til frekari rannsóknar. Seinna óhappið átti sér stað á Sólhlíð þar sem bifreið var ekið afturábak á kyrrstæða bifreið. Ekki var um mikið tjón að ræða í því óhappi.

Pálmi Gunn mætir með úrvalslið til að minnast höfðingjans frá Háeyri

Í kvöld verður blásið til tónlistarveislu á Háaloftinu í Vestmannaeyjum til minningar um Óskar Þórarinsson, skipstjóra og jassgeggjara sem lést 2. nóvember 2012. Óskar Þórarinsson eða Óskar á Háeyri eins og hann var kallaður, fæddist í Vestmannaeyjum 24. maí 1940 og hefði því orðið 75 ára núna um hvítasunnuna. Óskar var mikill áhugamaður um tónlist og þeir sem muna eftir Skansinum í gamla daga muna eftir þeim félögum, Óskari, Torfa Haralds, Pálma Lór sjálfum og öðrum jassgeggjurum og þeim uppákomum sem þeir stóðu fyrir á Skansinum.       Ein allra stærsta stundin var þegar Pálmi Lór, með aðstoð félaga sinna, fékk hljómsveitina Mezzoforte til að koma og spila á Jazz- og blueskvöldi á Skansinum, ásamt Pálma Gunnarssyni, sem þá var með húsband á Skansinum og geymdi ekki ómerkari liðsmenn en Ragga Gösla á trommur, Steina Magg á gítar, Gumma Ben á hljómborð og Pálma Gunn á bassa. „Í þennan föngulega hóp bættist svo Guðmundur heitinn Ingólfsson píanóleikari. Þetta kvöld er eitt flottasta jazz, blues og jammsessionkvöld sem haldið hefur verið á Íslandi og þeir sem upplifðu lokin á þessu kvöldi, þegar menn fóru á svið og spiluðu hver í kapp við annan geta væntanlega enn lýst tilfinningunum sem leystust úr læðingi neðst á Heiðarveginum þetta kvöld,“ segir í frétt um tónleikana.       Óskar var félagi í Jassvakningu frá stofnun félagsins og einn öflugasti stuðningsmaður jassins á Íslandi, sannur jassgeggjari, unnandi lista, maður sem kunni að gleðjast og gleðja aðra. Á Óskarshátíðinni þann 22 maí, koma fram Ragnheiður Gröndal söngkona, Ari Bragi Kárason trompetleikari og hljómsveitin TUSK sem skipuð er Pálma Gunnarssyni bassaleikara, Kjartani Valdemarssyni píanóleikara, Birgi Baldurssyni trommara og Edvard Lárussyni. Miðasala á þennan einstaka viðburð hefst miðvikudaginn 15. maí í Tvistinum. Borðapantanir (aðeins fyrir matargesti) hjá Einsa kalda í s. 698-2572 Húsið opnað kl. 18:00 fyrir matargesti. Kl. 20:00 fyrir tónleikagesti. Tónleikar hefjast kl. 21:00  

Herjólfur til Þorlákshafnar seinni partinn

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar í dag þar sem ófært er í Landeyjar eins og sést hér neðar í fréttinni.Bröttför er sem hér segirBrottför frá Vestmannaeyjum klukkan 15:30Brottför frá Þorlákshöfn klukkan 19:15  Ferð Herjólfs til Landeyjahafnar kl 11:00 og frá Landeyjahöfn kl 12:30 fellur niður vegna slæms sjólags við Landeyjahöfn. Athugun kl 13 með brottför frá Vestmannaeyjum kl 13:30 til Landeyjahafnar. Ef enn verður ófært til Landeyjahafnar mun Herjólfur sigla til Þorlákshafnar. Brottför úr Vestmannaeyjum kl 15:30 Brottför úr Þorlákshöfn kl 19:15 Farþegar eru vinsamlegast beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, á facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í textavarpi RUV. Nánari upplýsingar í síma 481-2800. *Uppfært* Ferð Herjólfs til Landeyjahafnar kl 13:30 og frá Landeyjahöfn kl 14:45 fellur niður vegna slæms sjólags við Landeyjahöfn.Næsta brottför úr Vestmannaeyjum er klukkan 15:30. Tilkynning verður send út klukkan 15:00 í hvora höfnina verður siglt.Ef siglt er til Landeyjahöfn þá er brottför frá Landeyjahöfn klukkan 19:45Ef siglt er í Þorlákshöfn þá er brottför frá Þorlákshöfn klukkan 19:15Þeir farþegar sem eiga bókað í ferð 18:30 úr Eyjum eiga nú bókað 15:30 úr Eyjum.Þeir farþegar sem eiga bókað 19:45 úr Landeyjum halda sínu plássi hvort sem siglt verður í Landeyjar eða Þorlákshöfn.Aðrir farþegar þurfa að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs.    Fréttin verður uppfærð þegar upplýsingar berast

Sigurður Árnason - Nýr lögmaður hjá Pacta í Vestmannaeyjum

 Sigurður Árnason er nýr lögmaður hjá Pacta lögmönnum í Vestmannaeyjum og tók við starfinu í byrjun apríl. Sigurður þekkir hér vel til, býr með konu frá Eyjum og á hér fjölda vina. Þó hann hafi eytt síðustu árum í Reykjavík er hann landsbyggðarmaður og viðbrigðin við flutninginn því minni. Sigurður er spenntur fyrir nýju starfi og segir að hann taki við góðu búi. Pacta lögmenn segir hann vera rótgróna og sterka alhliða lögmannsstofa þar sem starfa um 20 lögmenn víðsvegar um landið.   „Ég er uppalinn á Kirkjubæjarklaustri og er í hópi fimm systkina. Foreldrar mínir eru Árni Jón Elíasson, sérfræðingur hjá Landsneti, og Lára Sigurðardóttir, heimavinnandi og menntuð sjúkraliði,“ sagði Sigurður þegar hann var spurður um ætt og uppruna. „Eftir grunnskólann á Klaustri fór ég í Menntaskólann við Hamrahlíð og bjó í Reykjavík þangað til ég hóf lögfræðinám á Birföst. Ég útskrifaðist með meistarapróf í lögfræði árið 2007, fékk starf hjá Arion banka eftir útskrift og vann þar til 2011. Eftir það hóf ég að starfa sem sjálfstætt starfandi lögmaður í Reykjavík og árið 2014 var ég einn af stofnendum lögmannsstofunnar Arctic lögmenn. Fyrr á þessu ári var ég svo ráðinn til Pacta lögmanna til að starfa á skrifstofunni þeirra hér í Vestamannaeyjum.“   Kominn í Karlakórinn  Sigurður flutti til Eyja í byrjun apríl ásamt sambýliskonu sinni Ástu Sigríði Guðjónsdóttur. Ásta er héðan úr Eyjum og er dóttir Ragnheiðar Einarsdóttur og Guðjóns Rögnvaldssonar sem búa hér. Og þau kynntust á þjóðhátíð, hvar annars staðar? „Við Ásta eigum saman eina dóttur, Ásthildi Evu, sem verður þriggja ára í sumar og er komin í leikskóla á Kirkjugerði.   Við höfum fengið mjög góðar móttökur hérna í Eyjum. Áður en við fluttum hingað hafði ég varið talsverðum tíma hérna bæði með Ástu og hennar fjölskyldu og líka með góðum vinum sem ég hef eignast úr hópi Vestmanneyinga í gegnum tíðina. Ég hef líka alloft komið hingað til að spila tónlist með frábæru tónlistarfólki sem býr hérna. Núna er ég orðinn meðlimur í Karlakór Vestmanneyja sem verið var að endurvekja. Það er mjög mikil stemning og kraftur í kórnum og fyrstu æfingarnar lofa mjög góðu svo ég mæli með að fólk fylgist með. Við fjölskyldan kunnum vel við okkur hérna í Eyjum. Þetta er gott og líflegt samfélag og fyrir mig er það góð tilfinning að vera fluttur út á land aftur eftir að hafa búið í Reykjavík í mörg ár,“ segir Sigurður.     Spennandi tækifæri    Hann segir mjög spennandi að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í rekstri lögmannsstofu í Vestmannaeyjum. „Pacta lögmenn hafa verið með útibú hérna með einum lögmanni síðan árið 2007. Ég tek við af Páleyju Borgþórsdóttur sem eins og heimamenn vita hefur starfað hér við mjög góðan orðstír undanfarin ár og óhætt að segja að ég taki við góðu búi“ sagði Sigurður en hvað stendur Pacta fyrir?    „Pacta lögmenn er rótgróin og sterk alhliða lögmannsstofa þar sem eru starfandi um 20 lögmenn á 14 starfsstöðvum víða um Ísland. Flestir starfa á skrifstofu stofunnar í Reykjavík, en minni starfsstöðvarnar úti á landi geta boðið sömu alhliða þjónustu og af sömu gæðum því allt fyrirtækið vinnur saman sem ein heild. Með þessu geta einstaklingar og fyrirtæki úti á landi haft aðgang að þessari breiðu þekkingu og reynslu í sinni heimabyggð og átt persónulegt trúnaðarsamband við sinn lögmann. Einstaklingar geta sótt alla nauðsynlega lögfræði þjónustu til Pacta lögmanna. Meðal þess sem fólk leitar aðstoðar okkar með eru slysamál, erfðamál, fjölskyldumál, hjúskaparmál, húsnæðismál, skuldamál og fleira. Við veitum svo fyrirtækjum og sveitarfélögum hágæða þjónustu á öllum sviðum lögfræðinnar.“    

Tvö vinnuslys í vikunni

Vikan og helgin var frekar róleg hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Skemmtanahaldið fór ágætlega fram en eitthvað var þó um pústra, en engar kærur liggja þó fyrir. Eitthvað var um að kvartað var yfir hávaða í tenglsum við skemmtanahald helgarinnar.   Einn þjófnaður var tilkynntur til lögreglu í vikunni en um var að ræða þjófnað á reiðhjóli þar sem það var við Íþróttamiðstöðina. Talið er að hjólinu hafi verið stolið að kvöldi 7. maí sl. Um er að ræða svart GT reiðhjól, 21. gíra, brettalaust og búið að festa púða á hnakkinn. Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa hvar hjólið er niðurkomið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.   Tvö vinnuslys voru tilkynnt til lögreglu í vikunni. Í fyrra tilvikinu var um að ræða slys á Faxastíg þar sem maður féll af þaki. Maðurinn var með meðvitund þegar sjúkralið og lögregla kom á staðinn og var fluttur á Heilsugæslu Vestmannaeyja til skoðunar. Seinna tilvikið var um borð í Þórunni Sveins VE-401 þar sem maður sem var að vinna við löndum féll ofan í lest skipsins. Talið er að fallið hafi verið um 6 metrar. Maðurinn fann til eymsla í höfði, baki og öðrum fæti eftir fallið og var fluttur á Heilsugæslu Vestmannaeyja til skoðunar.   Tvær kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum og er í báðum tilvikumum um að ræða ólöglega lagningu ökutækja.   Lögreglan hvetur eigendur ökutækja að skipta yfir á sumardekkin en búast má við því að næstu daga verið farið að beita sektum vegna aksturs á negldum hjólbörðum. Sekt fyrir hvern nelgdan hjólbarða er kr. 5000,-.  

Breyting á vistunartíma barna á leikskólum

Eyjakonur í íþróttum í eitt hundrað ár

Íslenski safnadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá 1997 að frumkvæði einstaklinga innan safnageirans. Markmiðið hefur jafnan verið að benda á mikilvægi safna í faglegri varðveislu og miðlun sameiginlegra verðmæta þjóðarinnar, samhliða því að vekja athygli á þeirri lifandi fræðslu og skemmtun sem finna má á söfnum um allt land. Að þessu sinni verður Íslenski safnadagurinn haldinn 17. maí 2015 en Alþjóðlegi safnadagurinn er degi síðar. Yfirskrift dagsins er „söfn í þágu sjálfbærni“ en ein af helstu áskorunum samtímans er að þróa lifnaðarhætti sem stuðla að verndun náttúruauðlinda, aukinni samvinnu og sjálfbærni samfélaga.     Fjölbreytt dagskrá er í boði á söfnum landsins sunnudaginn 17. maí og má m.a. sjá yfirlit yfir hina fjölbreyttu starfsemi á heimasíðu Félags íslenskra safnamanna (FÍSOS) www.safnmenn.is. Í Safnahúsinu verðum við á kvenlegu nótunum í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Í Einarsstofu kynnir hópur kvenna bútasaum sem þær vinna að og í Sagnheimum, byggðasafni, opnum við kl. 14 glænýja sýningu undir yfirskriftinni: „Eyjakonur í íþróttum í eitt hundrað ár“. Stutt dagskrá verður flutt af íþróttakonum við opnun. Frítt er inn á safnið í tilefni dagsins. Sjá nánar í auglýsingu hér í Eyjafréttum.         Vera má að konur í Eyjum hafi stundað íþróttir í a.m.k. eitt hundrað ár en elstu heimildir um slíkt eru afskaplegar takmarkaðar. Fyrstu haldbæru heimildirnar eru frá því um og upp úr 1930. Þá má sjá á ljósmyndum fimleikahópa kvenna sem koma fram á sýningum á Eyjahátíðum. Á svipuðum tíma kemur kvennahandboltinn fram og þá sem útiíþrótt, og var hann lengi ein helsta skemmtun Þjóðhátíðar. Heimildir um sundkonur í keppni má einnig finna og sjö konur eru meðal 37 stofnenda Golfklúbbs Vestmannaeyja 1938. Þátttaka kvenna hefur síðan aukist jafnt og þétt og frá um 1970 eru konur orðnar þátttakendur í nær öllum greinum íþrótta hér í Eyjum. Af 37 afreksmönnum sem kosnir hafa verið íþróttamenn Vestmannaeyja (1978-2014) hlutu 9 konur þennan titil.   Á síðasta ársþing KSÍ mættu 126 fulltrúar, þar af voru fjórar konur. Raddir heyrast reglulega um mismunun á umfjöllun fjölmiðla um konur og karla í íþróttum og sést hafa tölur eins og að aðeins um 10% íþróttafrétta falli konum í hlut. Við opnun sýningarinnar mun Þórhildur Ólafsdóttir íþróttafræðingur, íþróttamaður Vestmannaeyja 2009, kynna lokaverkefni sitt við HR 2014 um samanburð á umfjöllun íslenskra vefmiðla á knattspyrnu karla og kvenna. Háværar raddir telja einnig að töluvert minna fé sé veitt til kvennaíþrótta en til karla. Með tilliti til þess hversu stórt hlutverk íþróttir gegna í öllu forvarnarstarfi barna og unglinga og í allri sjálfsstyrkingu, er þetta háalvarlegt mál og hlýtur jafnræði að þurfa að gæta þar sem og í öðru. Íþróttir gegna því mikilvægu hlutverki í að efla jafnrétti kynjanna.   Nýrri íþróttasýningu Sagnheima er ætlað að vekja athygli á afrekum lítils brots þeirra afrekskvenna sem keppt hafa undir merkjum íþróttafélaganna hér í Eyjum. Allir eru hvattir til að heimsækja söfnin á íslenska safnadaginn og nýta sér það sem þar er boðið upp á. Sagnheimar, byggðasafn    

Drífandi - Vonbrigði að fresta verkfallsaðgerðum

SGS frestar verkföllum og gefur SA tækifæri til lausna

Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu verkfalli 10.000 félagsmanna aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands dagana 19. og 20. maí. Að auki hefur ótímabundnu verkfalli sem átti að hefjast 26. maí verið frestað. Það er mat samninganefndar SGS að gefinn skuli tími til úrslitatilrauna í samningaviðræðum á þessu stigi málsins. Þetta nær til Drífanda í Vestmannaeyjum. Með þessu axlar SGS ábyrgð á erfiðum kjaradeilum og gefur Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með tillögur sem hönd er á festandi áður en landið lamast í verkföllum og hér skellur á neyðarástand á vinnumarkaði. Frestun verkfalla á þessu stigi málsins er framlag Starfsgreinasambandsins til skynsamlegra lausna á kjaradeilunni. Ljóst er að það verður að leysa málið og semja hvort sem það verður gert með verkfallsafli með ófyrirsjáanlegum afleiðingum eða með skynsemina að vopni. Boltinn er hjá Samtökum atvinnulífsins að nálgast skynsamar og ábyrgar kröfur Starfsgreinasambandsins. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hefur því ákveðið eftirfarandi: Verkföll sem áttu að koma til framkvæmdar 19. og 20. maí er frestað til 28. og 29. maí.Ótímabundnu verkfalli sem átti að koma til framkvæmda 26. maí er frestað til 6. júní. „Eftir tvær vikur hefjast verkföll af stærðargráðu sem við höfum ekki séð áður ef ekki tekst að semja. Þau munu hafa veruleg og víðtæk áhrif og það er mikið til vinnandi að afstýra slíku. Framlag Starfsgreinasambandsins í þessu samhengi er að gefa andrými næstu tvær vikurnar til að semja svo ekki þurfi að koma til þessara hörðu aðgerða.“ Segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins. Það er mat samninganefndar Starfsgreinasambands Íslands, sem Drífandi er aðili að, að gefinn skuli tími til úrslitatilrauna í samningaviðræðum á þessu stigi málsins. Þess vegna hefur verið tekin ákvörðun að fresta fyrirhuguðu verkfalli 10.000 félagsmanna aðildarfélaga SGS dagana 19. og 20. maí. Með þessu axlar SGS ábyrgð á erfiðum kjaradeilum og gefur Samtökum atvinnulífsins færi á að koma með tillögur sem hönd er á festandi áður en landið lamast í verkföllum og hér skellur á neyðarástand á vinnumarkaði.     Frestur verkfalla á þessu stigi málsins er framlag Starfsgreinasambandsins til skynsamlegra lausna á kjaradeilunni. Ljóst er að það verður að leysa málið og semja hvort sem það verður gert með verkfallsafli með ófyrirsjáanlegum afleiðingum eða með skynsemina að vopni. Boltinn er hjá Samtökum atvinnulífsins að nálgast skynsamar og ábyrgar kröfur Starfsgreinasambandsins um hækkun lægstu launa.     Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hefur því ákveðið eftirfarandi: Verkföll sem áttu að koma til framkvæmdar 19. og 20. maí er frestað til 28. og 29. maí. Ótímabundnu verkfalli sem átti að koma til framkvæmda 26. maí er frestað til 6. júní.  

Viðskiptavinir í Eyjum í kerfi bankans :: 1167 verður 0185:

 Frá og með morgundeginum, fimmtudeginum 14. maí, verða viðskiptavinir Sparisjóðs Vestmannaeyja færðir yfir í vöru- og vildarkerfi Landsbankans. Um leið breytist hið gamalkunna bankanúmer Sparisjóðsins úr 1167 í 0185. Leitast verður við að gera flutninginn eins þægilegan fyrir viðskiptavini og kostur er. Breytingin kemur í kjölfar sameiningar Landsbankans og Sparisjóðsins þann 29. mars síðastliðinn. Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Landsbankans segir þetta talsverða vinnu og kemur hópur frá Landsbankanum í Reykjavík til að aðstoða starfsfólkið hér við breytingarnar.     „Ekki þarf að skipta út greiðslukortum, debet- og kreditkortum, og verður hægt að nota þau þar til kemur að næstu endurnýjun. Öryggis- og PIN-númer kortanna breytast ekki,“ sagði Helgi. Skilmálar, verð á þjónustu og kjör munu breytast til samræmis við það sem er hjá Landsbankanum. Er upplýsingar um vörur, vildarkerfi og kjör hjá Landsbankanum að finna á heimasíðu Landsbankans, www. landsbankinn.is. Reikningar hjá Sparisjóði Vestmannaeyja verða aðgengilegir í netbanka Landsbankans á morgun, fimmtudaginn 14. maí. Eftir þann tíma verður eingöngu lesaðgangur að Heimabanka Sparisjóðsins opinn í þrjá mánuði.   „Við byrjum breytingarnar í kvöld og eiga allir viðskiptavinir í Eyjum að vera komnir inn í kerfi Landsbankans á föstudagsmorguninn. Til þess að koma til móts við fólk þá verður þjónustuverið okkar, 410 4000 opið laugardag og sunnudag frá klukkan 10.00 til 14.00. Hvetjum við fólk hafi það einhverjar spurningar eindregið til að hafa samband. Við leggjum okkur öll fram um að tryggja að áhrif samrunans verði farsæl fyrir viðskiptavini okkar, starfsfólk og samfélagið allt og hlökkum til að þjóna Eyjamönnum og öðrum sem bætast nú í hóp viðskiptavina Landsbankans,“ sagði Helgi Staðan verri en talið var.   Nú liggur fyrir mat KPMG á stöðu Sparisjóðs Vestmannaeyja fyrir samrunann við Landsbankann í kjölfar yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á Sjóðnum í lok mars. Þá kom í ljós að eigið fé sjóðsins hafði rýrnað um 1 milljarð króna og var hann kominn langt undir lögbundið eiginfjárhlutfall. Tapið 2014 var samkvæmt ársreikningi 957 milljónir og eigið fé 98 milljónir. Niðurstöður KPMG eru að eigið fé Sparisjóðsins í árslok 2014 sé ofmetið um 146 milljónir. Hafi því í reynd verið neikvætt um 48 milljónir. Helgi segir að þessi niðurstaða sé í samræmi við mat Landsbankans við yfirtökuna.   „Stofnfjárþegar fá greitt með hlutabréfum í Landsbankanum og eru Eyjamenn þá orðnir stærstu hluthafar í bankanum á eftir ríkinu sem er og verður langstærsti hluthafinn sagði Helgi. Stofnfjáreigendur í Vestmannaeyjum, bæjarsjóður, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Vinnslustöðin og um 70 einstaklingar eru að skoða stöðu sína. Verða málefni Sparisjóðsins rædd á bæjarstjórnarfundi í dag. Nýr útibússtjóri Landsbankinn auglýsti eftir útibússtjóra í lok síðasta mánaðar og rann umsóknarfrestur út þann 11. maí. „Það sóttu fimmtán um stöðuna og er ánægjulegt að sjá hvað þetta er fjölbreyttur hópur. Það verður ráðið í stöðuna annaðhvort seinni partinn í næstu viku eða í byrjun þar næstu viku,“ sagði Helgi.

Sameiningu Landsbankans og Sparisjóðs Vestmannaeyja að ljúka

Þann 29. mars voru Landsbankinn og Sparisjóður Vestmannaeyja sameinaðir samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins. Öll útibú sparisjóðsins eru nú útibú Landsbankans og á þeim stöðum þar sem bæði fyrirtækin höfðu starfsemi hafa útibú og afgreiðslur verið sameinuð.   Frá og með fimmtudeginum 14. maí munu öll viðskipti viðskiptavina Sparisjóðs Vestmannaeyja færast endanlega í Landsbankann. Leitast hefur verið við að gera þessar breytingar eins þægilegar fyrir viðskiptavini og kostur er.   Helstu þættir þessara breytinga eru:   Reikningar viðskiptavina hjá Sparisjóði Vestmannaeyja verða sýnilegir í netbanka Landsbankans síðari hluta dags, fimmtudaginn 14. maí. Lesaðgangur að Heimabanka Sparisjóðsins verður opinn í þrjá mánuði frá þeim degi, en ekki er hægt að framkvæma neinar aðgerðir.   Útibúanúmer breytast og verða sem hér segir:   Vestmannaeyjar úr 1167 í 0185 Selfoss úr 1169 í 0189 Höfn úr 1147 í 0169 Djúpivogur úr 1147 í 0169 Breiðdalsvík úr 1147 í 0169     Ekki þarf að skipta út greiðslukortum, debet- og kreditkortum og hægt verður að nota þau þar til kemur að næstu endurnýjun. Öryggis- og PIN-númer kortanna breytast ekki.   Eiginleikar, skilmálar, verð og kjör munu breytast til samræmis við vörur og þjónustu Landsbankans. Upplýsingar um vörur, vildarkerfi og kjör hjá Landsbankanum er að finna á heimasíðu Landsbankans, www.landsbankinn.is   Öll reikningsnúmer veltureikninga og innlánsreikninga verða hins vegar óbreytt og sama á við um lánsnúmer útlána nema að útibúanúmer breytast. Höfuðbækur reikninga haldast einnig óbreyttar að undanskilinni höfuðbók Gullárareiknings sem var 15 en verður 05 og bundinna Trompreikninga sem voru 05 en verða 15.   Vakin er athygli á að í flestum tilvikum breytast vaxtakjör reikninga. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér þær sparnaðarleiðir sem Landsbankinn býður og þá þjónustu sem tengist fjárfestingum. Í netbanka Landsbankans er hægt að stofna sparireikninga, kaupa í verðbréfasjóðum og ganga frá reglubundnum sparnaði bæði á sparireikninga og í sjóði.     Þjónustuver opið á upstigningardag og um helgina Vegna þessara breytinga verður Þjónustuver Landsbankans – sími 410 4000 – opið á uppstigningardag 14. maí, laugardag 16. maí og sunnudag 17. maí frá kl. 10.00 – 14.00 alla dagana. Starfsfólk Þjónustuvers veitir allar upplýsingar um fyrrnefndar breytingar og einnig er hægt að senda fyrirspurnir eða ábendingar á info@landsbankinn.is Föstudaginn 15. maí er Þjónustuverið opið frá kl. 09.00 – 17.00 en opnunartími útibúa er frá kl. 09.00 – 16.00.        

Tónleikaröð á Slippnum -Skúli mennski í kvöld

Verkföll á HSU

Nú hefur verkfall BHM staðið í um 6 vikur. Verkfallið hefur þegar haft veruleg áhrif á daglega starfsemi stofnunarinnar. Starfsemi rannsóknarstofunnar dróst saman um 70% í apríl vegna verkfalls lífeindafræðinga. Engar rannsóknir eru framkvæmdar á röntgendeildinni nema í bráðatilfellum að fenginni undanþáguheimild eða vegna útkalla bakvaktar eftir kl. 16:00 á daginn, vegna allsherjarverkfalls geislafræðinga. Alls hefur HSU á Selfossi og í Vestmannaeyjum fengið 14 undanþáguheimildir alls vegna bráðatilvika til myndgreininga að öðru leyti liggur starfsemi röntgendeildarinnar niðri eins og áður sagði. Einnig hafa 29 undanþágur verið veittar vegna blóðrannsókna sem ekki þola bið. Ljóst er að verkfallið er þegar farið að hafa alvarleg áhrif á framvindu meðferðar margra sjúklinga sem þurfa að þola bið eftir svörum sem mögulega varða næstu skref í meðferð. Ástandið er því orðið grafalvarlegt. Ef verkfallið varir áfram mun HSU ekki geta tryggt sjúklingum bestu meðferð og getur ekki ábyrgst öryggi allra sjúklinga. Framkvæmdastjórn HSU er ekki kunnugt um að sjúklingar hafi orðið fyrir skaða vegna verkfallsins.     Til viðbótar við verkfallsástandið sem nú ríkir hefur verið boðað til í allsherjarverkfalls hjúkrunarfræðinga frá og með 27. maí n.k. nema að gengið hafi verið frá kjarasamningi fyrir þann tíma. Verkfall hjúkrunarfræðinga yrði HSU geysilega erfið viðbót við yfirstandandi verkföll lífeinda- og geislafræðinga og ljósmæðra. Því er alveg ljóst að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga mun draga úr getur HSU til að sinna þörfum sjúklinga og meðhöndla einkenni. Verkfallið mun hamla getu okkar við að bregðast við ástandi sjúklinga og veita viðunandi meðferð. Ef núverandi verkföll munu vara áfram og við bætist verkfall hjúkrunarfræðinga mun HSU ekki geta tryggt gæði í meðferð og öryggi sjúklinga verður ógnað. Við óttumst það ástand sem þá gæti skapast en munum tryggja alla bráðaþjónustu eins og kostur er. Aðgerðir eru í undirbúningi á HSU til að bregðast við yfirvofandi verkfalli. Samningsaðilar eru hvattir til að leysa kjaradeildur heilbrigðisstétta sem fyrst og ganga hratt til samninga svo forða megi því að skaði hljótist af fyrir sjúklinga sem njóta meðferðar á HSU.

Þjófnaður úr heimahúsi

 Lögreglan hafði í nógu að snúast í liðinni viku vegna ýmissa mála sem upp komu. Nokkur erill var um helgina án þess þó að alvarleg mál hafi komið upp. Þurfti lögreglan í nokkrum tilvikum að hafa afskipti af ölvuðum einstaklingum sem ýmist gátu enga björg sér veitt eða voru til óþurftar.   Tveir þjófnaðir voru tilkynntir til lögreglu í liðinni viku en í öðru tilvikinu var um að ræða þjófnað á áfengi úr heimahúsi en í ljós kom að þarna höfðu ungmenni verið á ferð og náðust þau áður en þau byrjuðu að neita veiganna. Í hinu tilvikinu var um að ræða þjófnað á lyfjum úr heimahúsi en ekki er vitað hver eða hverjir þar voru að verki. Málin eru í rannsókn.   Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna í liðinni viku. Þá liggur ein kæra fyrir vegna brota á stöðvunarskyldu og ein kæra vegna ólöglegrar lagningar ökutækis.   Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni sem leið og varð annað þeirra á gatnamótum Heiðarvegar og Kirkjuvegar en þarna hafði bifreið, sem ekið var norður Heiðarveg verið ekið inn á gatnamótin og í veg fyrir bifreið sem ekið var austur Kirkjuveg. Engin slys urðu á fólki en bifreiðarnar eru báðar eitthvað skemmdar. Í hinu tilvikinu var um að ræða árekstur á Hamarsvegi á gatnamótunum við Dalveg. Þarna hafði bifreið sem ekið var úr Dalnum verið ekið á bifreið sem ekið var austur Hamarsveg. Engin slys urðu á fólki en eitthvað tjón varð á bifreiðunum.   Lögreglan vill minna á að tími nagladekkjanna hefur runnið sitt skeið þetta vorið og má vænta þess að farið verið að sekta þá ökumenn sem aka um á negldum hjólbörðum þegar nær dregur miðjum mánuðinum. Eru þeir sem tök hafa hvattir til að skipta yfir á sumardekkin.  

Nú er þörf á að virkja þennan vilja

 Á Íslandi er deilt um laun. Útlit er fyrir hörðustu kjaradeilur í langan tíma. Tjónið fyrir íslenskan efnahag getur orðið umtalsvert, bæði hvað varðar beint tap vegna vinnustöðvunar og síðan það ríka tjón sem orðið getur ef verðbólgudraugnum verður hleypt úr hans grunnu gröf.     Ég tók mig til og rýndi aðeins í útgjöld Vestmannaeyjabæjar vegna launagreiðslna frá 2008. Sá sannleikur sem þar birtist er...   ...ekki algildur en veitir þó ákveðna yfirsýn. Hjá Vestmannaeyjabæ eru enda gefnir út launaseðlar á yfir 500 manns á hverju ári. Unnið er eftir 22 kjarasamningum í 18 stofnunum.     Launagreiðslur hækka en skattarnir enn meira Staðreyndin er sú að launagreiðslur hjá Vestmannaeyjabæjar hafa hækkað um 24,4% frá 2008. Það segir þó ekki alla söguna. Staðgreiðsla skatta hefur nefnilega hækkað mikið meira eða um 34,2% á þessum sama tíma og tryggingagjald um 25,9%. Hið opinbera er sem sagt að taka til sín stærra og stærra hlutfall af launagreiðslum Vestmannaeyjabæjar um hver mánaðarmót.           Báknið Það kann að vera að í því umhverfi sem nú ríkir í kjaraviðræðum þurfi ríkisstjórn að líta til þessa þáttar. Það kann að vera að hluti af kröfu launafólks sé að ríkið slaki á heljargripi skattheimtunnar. Það þarf ekki mikla ígrundun til að átta sig á því að eftir því sem ríkið tekur meira til sín þá verður minna eftir hjá launþegum. Eftir því sem báknið þenst meira út þarf ríkið meiri tekjur.     Mikil aukning í ríkisrekstri Rekstrarkostnaður ríkisins (utan gjaldfærðra lífeyrisskuldbindinga) hækkaði að raunvirði um tæplega 113 þúsund milljónir (113.000.000.000) króna frá árinu 2000 til 2013 eða um 58%. Hækkunin jafngildir tæplega 98% af tekjuskatti sem ríkissjóður lagði á einstaklinga árið 2013. Þar við bætist að sértekjur stofnana ríkisins, sem líka falla á launafólk, voru rúmlega 11 þúsund milljónum (11.000.000.000) hærri árið 2013 en 2000.     Lækkun skatta Það kann því að vera að með því að forgangsraða í ríkisrekstrinum megi lækka skatta og rétta þar með hlut launafólks. Hækkun á skattleysismörkum, lækkun tolla á barnaföt, lækkun skatta á leiguhúsnæði, lækkun tryggingagjalds og fl. gæti auðveldað kjaraviðræður.     Með lækkun skatta má ná fram kjarabótum Í landinu núna er ríkisstjórn sem segist vera hægra megin við miðju. Í stefnuyfirlýsingu þeirrar ríkistjórnar segir orðrétt:   „Með lækkun skatta á tekjur, vörur og þjónustu má ná fram mikilvægum kjarabótum sem útfærðar verða nánar í samráði við aðila vinnumarkaðarins …“   Nú er þörf á því að virkja þennan vilja sem þarna kemur fram.   ellidi.is

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Stjórnmál >>

Lýsa yfir þungum áhyggjum af málefnum Grímseyjar og annara eyjabyggða

Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir yfir þungum áhyggjum af málefnum eyjabyggða á Íslandi og hvetur til þess að skynsamlegra leiða verði leitað til að tryggja íbúum Grímseyjar þann mikilvæga rétt sem fólgin er í frelsi til búsetu.  Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar sem samþykkt var einróma á fundi hennar í dag.  Bókunina má lesa hér að neðan:   Bæjarstjórn Vestmannaeyja ítrekar það álit hennar, sem áður hefur komið fram ma. í ályktunum um frumvörp til laga um stjórn fiskveiða, sem felst í mikilvægi þess að auka atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggða.   Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir enn fremur yfir þungum áhyggjum af málefnum eyjabyggða á Íslandi og þá sérstaklega erfiðri stöðu Grímseyjar. Vegna landfræðilegrar sérstöðu þola eyjabyggðir verr hraðar breytingar en mörg önnur byggðalög. Erfitt tímabil getur í einum vettvangi gert út um eyjabyggð til langframa, jafnvel þótt að öðru jöfnu hefði hinn erfiði tími ekki orðið langvinnur. Breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegs hafa verið hraðar á seinustu árum og óhófleg gjaldtaka hefur flýtt fyrir samþjöppun aflaheimilda. Fjármálastofnanir hafa orðið ráðandi vægi í rekstri margra útgerðarfyrirtækja og illu heilli virðist það oft vera nánast háð geðþótta þeirra hverjum sé gert kleift að gera út og hverjum ekki. Þar með ráða þessar fjármálastofnanir orðið byggðaþróun á Íslandi í gegnum lánsveð í aflaheimildum. Þau tengsl sem hingað til hafa verið milli útgerða og íbúa sjárvarbyggða eru þar með rofin. Í því fellst háski, bæði fyrir sjávarbyggðir og sjávarútveginn í landinu.   Bæjarstjórn Vestmannaeyja hvetur til þess að skynsamlegra leiða verði leitað til að tryggja íbúum Grímseyjar þann mikilvæga rétt sem fólgin er í frelsi til búsetu. Það frelsi er ekki síður mikilvægt en annað frelsi. Í Grímsey og öðrum sjávarþorpum við Íslandsstrendur býr fólk sem á sama rétt til að velja sér búsetu og íbúar annarra byggðalaga. Staða Grímseyjar er nú slík að Byggðastofnun, Íslandsbanki, alþingi, atvinnuþróunarfélag og fleiri verða að taka höndum saman ásamt íbúum Grímseyjar við að tryggja áframhald byggðar í Grímsey.

Greinar >>

Við ferðumst marg oft á ári með hinum ýmsu ferðamátum

Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnuráðs birti eftirfarandi stöðu uppfærslu á facebook síðu sinni nú rétt í þessu.    Ég er ekki alveg að ná því hvað er svona merkilegt við það að ferðast til Vestmannaeyja með farþegabátnum Víking frekar en með öðrum leiðum. Leiknisliðið kom með þessu ágæta skipi til Eyja á miðvikudaginn og síðan hefur skapast mikil umræða um þetta ferðalag en við ferðumst marg oft á ári með hinum ýmsu ferðamátum og má þar nefna litlar flugvélar á bakka, Ernir, Eyjahopp, Herjólfur, Víkingur, Rib-safari og það hefur ekki þótt neitt mál hvað þá fréttaflutningur en leikir hafa ekki frestast vegna okkar í mörg ár. Við höfum brugðið á það ráð ef spáin er slæm að ferðast deginum áður og gista með tilheyrandi kostnaði.   Í mínum huga þurfti þetta aldrei að koma til ef forsvarsmenn Leiknis hefðu unnið vinnuna sína og hlustað á viðvaranir af hálfu ÍBV sem létu þá vita á þriðjudeginum 19. maí um hækkandi öldu og hugsanlega niðurfellingu á ferðum Herjólfs þann 20. maí. Ég skrifa þetta algjörlega á þá, ef þeir hefðu hlustað á okkur hefði leikurinn hafist klukkan 18:00 eins og upphaflega stóð til. Ég vona svo innilega að aðrir forsvarsmenn í Pepsi-deildinni sýni leikjum á Hásteinsvelli meiri virðingu og sjái til þess að lið þeirra séu mætt á réttum tíma. Það er ekki í verkahring ÍBV að láta önnur lið vita með fyrirvara um það hvort Herjólfur fari hugsanlega ekki vegna ölduhæðar en auðvitað viljum við spila okkar leiki á réttum tíma og á réttum dögum. Við munum að sjálfsögðu láta menn vita áfram ef útlitið er ekki gott svo hægt sé að finna lausnir.   Að halda því fram að ÍBV hafi grætt á því að Leiknismenn ferðuðust á þennan máta er fráleitt. Þegar ákvörðun um seinkun á leiknum kemur eru 60 mínútur í leik og leikmenn ÍBV byrjaðir að gíra sig upp í leikinn en undirbúningur hófst 90 mínútum fyrir leik, síðan kemur ákvörðunin um að seinka leiknum um aðrar 45 mínútur en áður hafði leiknum verið seinkað um 30 mínútur og leikmennirnir þurfa að byrja aftur á byrjunarreit þar sem farið er eftir klukku í undirbúningnum. Sem sagt ekki góður undirbúningur hjá ÍBV fyrir þennan leik líkt og hjá Leikni. Eitt hefur þó gleymst í allri þessari umræðu er að besti leikmaður vallarins Ian Jeffs var samferða Leiknismönnum með Víkingi.   Leikurinn var skemmtilegur þrátt fyrir lélegan undirbúning og vil ég þakka Leiknismönnum og stuðningsmönnum þeirra fyrir hörkuskemmtilegan og góðan leik.