Elliði Vignisson, bæjarstjóri hafði ekki heyrt af sölu útgerðarfyrirtækis í Eyjum með hátt í þúsund þorskígildistonn, eins og fullyrt var í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Elliði segist þó óttast það óöryggi sem að íbúum Vestmannaeyja standi. „Líkur eru til þess að 12. greinin -sem ætlað var að skapa byggðum aukið öryggi- sé í raun staðlaus stafur.“