Þingmannahópurinn í Suðurkjördæmi fundaði í gær með Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra um stöðu Landeyjahafnar og Herjólfs. Þingmennirnir settu fram þær kröfur að öryggi farþega verði í fyrirrúmi og því mikilvægt fyrir skipstjórnendur að hafa fengið nægilega þjálfun til siglinganna og að hafa þau tæki sem til þarf, til að meta hvort hægt sé að sigla inn í höfnina.