Þeim brá heldur betur í brún hjón­unum Magnúsi Benónýssyni og Elísu Elíasdóttur þegar þau voru á kvöldgöngu á Ráðhúströð. Þar fundu þau nefnilega lundapysju og það í lok nóvember. Eðli málsins samkvæmt var farið með pysjuna á Náttúrugripasafnið daginn eftir. Þá kom hins vegar í ljós að pysjan hafði ekki flogið úr holu á þessum árstíma, heldur sloppið frá fóstur­heimili sínu í næsta nágrenni.