Nú á dögunum tóku Kiwanisklúbb­urinn Helgafell og Slysavarna­deildin Eykyndill sig saman og styrktu Björgunarfélag Vestmannaeyja til kaupa á hitamyndavél að verðmæti 2,8 m.kr. sem verður sett í björgunarbátinn Þór. Myndavél af þessari tegund kemur sér mjög vel þegar leita þarf að fólki sem fallið hefur í sjóinn og er því mikilvægt að björgunarbátur í sjávarbyggð, eins og Vestmannaeyjar eru, hafi slíkan búnað. Einnig gerir þetta tæki Björgunarfélaginu kleift að sigla með sjúklinga í Landeyjahöfn í myrkri, eitthvað sem var erfitt áður fyrr.