Í dag eru liðin 40 ár frá því að Gjafar VE 300 strandaði í innsiglingunni í Grindavík, – mánuði eftir að Heimaeyjargosið hófst. Í blaðinu Eyjafréttum sem kom út sl. miðvikudag, ræðir Ómar Garðarsson við vélstjóra skipsins þá Guðjón Rögnvaldsson og Theódór Ólafsson, þar sem þeir lýsa aðdraganda strandsins og því að ekki mátti miklu muna að mannskaði yrði. Gjafar VE bar hinsvegar beininn í innsiglingunni og ennþá má sjá hluta af skipinu þar.