Fjallgönguklúbburinn Toppfarar kíkti við í Eyjum um helgina. Um var að ræða 41 manna hóp sem fór á fjöll á Heimaey. Klúbburinn hefur verið starfandi síðan 15. maí 2007 en á þriðjudagskvöldum æfir hópurinn en fer síðan einu sinni til tvisvar í mánuði í lengri ferðir á hærri fjöll. Ferð hópsins til Eyja var 90. ferð hans í lengri ferðir. Hér að neðan má sjá myndband Halldórs B. Halldórssonar af ferð hópsins upp á Heimaklett.