Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur úrskurðað að öll ellefu framboðin í kjördæminu gild og afgreiddi þau til Landskjörstjórnar eins og lög gera ráð fyrir. Fjögur einstaklingsframboð voru úrskurðuð ógild og er sú ákvörðun kæranleg til Landskjörstjórnar. Þeir einstaklingar sem hyggja á framboð í Suðurkjördæmi eru Sturla Jónsson, Benedikt Stefánsson, Ragnar M. Einarsson og Arngrímur F. Pálmason.