Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra var stödd í Eyjum í dag. Fundaði hún meðal annars með stjórn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja. Á fundinum handsalaði hún það við Magnús Bragason, hótelstjóra á Hótel Vestmannaeyjum, að beita sér fyrir því að gistináttaskatturinn sem ríkisstjórnin hefur samþykkt að hækka í 14 prósent 1. september næstkomandi, verði ekki hækkaður.