Englendingurinn David James, markvörður ÍBV í fótbolta, þykir hafa smellpassað inn í samfélagið í Vestmannaeyjum eftir að hann fluttist þangað í vor. Til marks um góðmennsku hans og gott lundarfar var hann staddur í versluninni Krónunni á dögunum. Eldri kona stóð við afgreiðslukassann og dundaði sér ein við að setja matvörur ofan í poka. Henni fórst verkið hægt úr hendi þannig að James beið ekki boðanna, gekk aftast úr röðinni, hjálpaði henni að setja vörurnar í pokann og fór svo með hann út í bíl fyrir hana.