Allt stefnir í að aflaskipið Sigurður VE verði selt í brotajárn til Danmerkur en samkvæmt heimildum Eyjafrétta er undirbúningur hafinn fyrir siglingu skipsins út. Í vikublaði Eyjafrétta er farið aðeins yfir glæsilega sögu skipsins en þar kemur fram að Sigurður VE var smíðaður í Seebeck Werft skipasmíða­stöðinni í Bremerhaven í Þýskalandi árið 1960 og var afhentur eigendum sínum í september það ár. Skipið var smíðað fyrir Ísfell á Flateyri, en það fyrirtæki var í eigu Einars Sigurðssonar, Einars ríka, eins og hann var oftast ­nefndur.