Karlalið ÍBV mætti Víkingum á Ólafsvík í 5. umferð Pepsídeildar­innar um síðustu helgi. Uppskera ferðarinnar var reyndar ekki nema eitt stig en líklega hafa fleiri reiknað með þremur stigum í leikslok hjá ÍBV. En þrátt fyrir það var ferðin ævintýraleg hjá leikmönnum ÍBV. Eftir leikinn var komið við á bænum Syðri-Knarrartungu en miðvörðurinn sterki, ­Brynjar Gauti Guðjónsson, er alinn upp á bænum og búa foreldrar hans og systkini þar. Foreldrar Brynjars, þau Guðjón og Guðný, buðu hópnum í grillveislu og eins og sjá má á mynd­unum, fengu peyjarnir úr sjávarþorp­inu að kíkja á sveitalífið.