Fyrstu nautgripirnir í ein fjörtíu ár, voru fluttir til Vestmannaeyja í dag. Ekki hafa verið nautgripir í Vestmannaeyjum síðan þann örlagaríkadag 23. janúar 1973, þegar nautgripum í Vestmannaeyjum var slátrað vegna eldsumbrotanna á Heimaey. Um er að ræða tvo nautkálfa sem svokallaðir Dallasbændur flytja til Eyja en jörðin Dallas er suður af Helgafelli.