Glæsileg bílasýning frá Ssangyong og Opel
Glæsileg bílasýning frá Ssangyong og Opel
Bílabúð Benna heldur bílasýningu við Nethamra 5. og 6. maí. Þar fá Eyjamenn færi á að berja augum glæsilegan bílaflota frá Ssangyong og Opel.
Jepparnir frá SsangYong verða í öndvegi á sýningunni; Rexton, Korando, Tivoli og Tivoli XLV. Þeir eru allir fjórhjóladrifnir og hafa slegið í gegn hjá Íslendingum fyrir fallegt útlit, mikinn staðalbúnað og hagstætt verð.
Fulltrúar Opel á sýningunni eru flaggskipið Insignia, fjölhæfi borgarbíllinn Corsa, að ógleymdri nýjustu kynslóðinni af Opel Asta sem unnið hefur til fjölda verðlauna upp á síðkastið.
Komdu, skoðaðu og reynsluaktu bílunum sem vekja alls staðar athygli.
Bílasýningin verður haldin við bíla- og vélaverkstæðið Nethamar, Garðavegi 15, föstudag frá kl: 16:00 – 19:00 og laugardag, frá kl. 11:00 til 16:00. Allir eru hjartanlega velkomnir og hressing á boðstólum.