Fréttatilkynning:

Íbúafundur um samgöngur á sjó í Vestmannaeyjum

Fréttatilkynning:

Íbúafundur um samgöngur á sjó í Vestmannaeyjum

 
Miðvikudaginn 21. febrúar verður haldinn íbúafundur um samgöngur á sjó í Vestmannaeyjum. Fundurinn verður haldinn í Höllinni og hefst kl. 20.00. Á fundinum verða haldin stutt erindi auk þess sem gert er ráð fyrir spurningum og umræðum. Þá mun fundurinn hefjast á kosningu um nafn hinnar nýju ferju. Stefnt er að því að senda fundinn út í gegnum Facebooksíðu Vestmannaeyjabæjar.
 
Dagskrá;
 
Samgöngur eru mál málanna: Elliði Vignisson bæjarstjóri.
 
Ávarp, Sigurður Ingi Jóhannesson: samgöngu og sveitarstjórnarráðherra.
 
Viðhorf heimamanna, niðurstöður þarfagreiningar: Hjalti Jóhannesson; Rannsóknastofnun HA
 
Rekstur ferjunnar: Guðmundur Helgason, Vegerðinni.
 
Hvernig verður skipið: Friðfinnur Skaptason, Samgönguráðuneytið.
 
Afhverju viljum við reka skipið: Lúðvík Bergvinsson, Bonafide
 
 
 
(Fundurinn er auglýstur með fyrirvara um að samgöngur falli ekki niður á miðvikudaginn.)
 
 
 
Vestmannaeyjabær og Samgönguráðuneytið
 
 
 
 

Reynt að semja við Erling en fleiri nöfn í siktinu

Byggingarhraðinn er mikill án þess að slá af gæðum

Við sögðum frá hjónum í síðasta tölublaði sem voru að byggja sér einingahús úr timbri, rúmlega 90 fermetrar á einni hæð við Hásteinsveg. Húsið var keypt í gegnum Húsasmiðjuna. „Húsasmiðjan bíður einingahús í samstarfi við Seve sem er eitt af stærstu fyrirtækjum í einingahúsasmíði í Eistlandi. Húsin eru á mjög hagstæðu verði en í Noregi má sjá um það bil átta hundruð slík hús af öllum stærðum og gerðum. Þá hafa húsin verið seld til Svíþjóðar og Sviss,“ sagði Ingvar Skúlason, ráðgjafi á fagsölusviði Húsasmiðjunnar í samtali við Eyjafréttir.   „Húsasmiðjan hefur áratuga reynslu í framleiðslu og sölu á einingahúsum, en fyrsta húsið var reist í Melgerði árið 1957. Við byggjum því á gömlum grunni. Nýlega hófum við samstarf við Seve í Eistlandi en þeir hafa framleitt hús í marga áratugi. Þetta eru íbúðahús, parhús, smáhýsi og í rauninni einingahús af öllum stærðum og gerðum. Nefna má leikskóla, grunnskóla ásamt alls kyns húsum sem henta vel í ferðaþjónustu,“ segir Ingvar og bendir á að núna séu hús að rísa víðsvegar um landið. Það tekur um 12 vikur að fá hús afgreitt frá framleiðanda, „sem er vanalega sá tími sem tekur að fá byggingarleyfi og steypa grunn og plötu. Byggingarhraðinn er því mikill án þess að slá af gæðum en húsin eru vönduð og vel einangruð að norskum kröfum sem eru meiri en við höfum hér á landi. Norðmenn leggja til dæmis meira í hitaeinangrun. Við erum líka að bjóða margskonar lausnir fyrir ferðaþjónustuna, það eru smærri hús af stærðinni 22-30 fermetra. Þetta eru einingahús með gistirými, snyrtingu og eldunaraðstöðu,“ sagði Ingvar. Einingahúsin eru ódýr en vandaður byggingamáti. „Með því að velja þessa leið styttum við byggingartímann til muna og lækkum fjármagnskostnað. Ef fólk kaupir hús af Húsasmiðjunni þá getur kaupandinn keypt allt annað hjá okkur sem þarf til að klára húsið. En við bjóðum baðtæki, eldhúsinnréttingar, hurðar og fleira en húsin er hægt að kaupa á þremur byggingarstigum. Á fyrsta stigi er um að ræða allt byggingarefni sem þarf í húsið, einingarnar, út- og innveggir ásamt innihurðum. Á öðru stigi reisum við húsið og skilum því fullbúnu að utan. Á þriðja stigi er það afhent tilbúið til spörslunar og málunar að innan,“ sagði Ingvar og bætir við að þetta sé mjög ódýr og góður kostur. Afgreiðslutími er stuttur og húsin eru fljótleg í uppsetningu og einnig er hægt er að velja um margvíslegar utanhússklæðningar hjá Húsasmiðjunni. Sérfræðingar hjá Húsasmiðjunni ráðleggja kaupendum um hvernig hús hentar best, miðað við hönnun að innan, herbergjastærð, -fjölda og fleira. „Það er í raun allt frjálst með hönnun innanhúss en við breytum ekki burðarstruktúr hússins. Húsin henta vel íslenskum markaði og standast allar byggingarkröfur. Þetta er falleg hönnun, einföld og skemmtilegt,“ segir Ingvar. „Við höfum fundið fyrir feykimiklum áhuga á þessum einingahúsum. Við erum nú þegar með fjölmargar pantanir fyrir vorið sem eru í samþykktarferli hjá skipulagsyfirvöldum víðsvegar um landið. Sem staðfestir að þetta er ódýr og góður kostur til að eignast eigið húsnæði. Frábær hús sem gott er að búa í,“ segir Ingvar. Frekari upplýsingar um Seve einingahúsin, stálgrindarhús, krosslíms einingahús frá Húsasmiðjunni, svalalokanir og fleira tengt húsasmíði má fá hjá fagsviði í Kjalarvogi þar sem veitt er fagleg og persónuleg þjónusta. Einnig er hægt að skoða heimasíðuna www.husa.is.  

Verslunarstjóri Subway braut gróflega af sér

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að því að kona sem var verslunarstjóri hjá Subway í Vestmannaeyjum hafi ítrekað svikist undan í starfi og þannig brotið gróflega af sér. Þess vegna hafi henni verið sagt upp og hún eigi því ekki rétt á launum á uppsagnarfresti eða bótum. Henni var samt dæmdar 935 þúsund krónur sem Subway hélt eftir af launum hennar með ólöglegum hætti. Alls krafðist konan 11 milljóna króna frá fyrirtækinu. www.ruv.is greindi frá.   Konan var verslunarstjóri hjá Subway í Vestmannaeyjum. Í mars 2015 var henni sagt upp störfum þegar hún var grunuð um fjárdrátt úr peningakassa. Þetta var tilkynnt til lögreglu og jafnframt að konan hefði reglulega yfirgefið vinnustaðinn nokkrum klukkustundum áður en vinnudegi hennar lauk og fengið samstarfsmann sinn til að stimpla sig út.   Ákærð fyrir fjárdrátt og að fyrir að gefa eiginmanninum bát Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum ákærði konuna fyrir að draga sér á þrettánda þúsund krónur úr peningakassanum og fyrir að gefa eiginmanni sínum Subway-bát og gos fyrir 1.568 krónur. Hún var sýknuð af ákærunni 23. mars í fyrra. Héraðsdómur Suðurlands taldi ekki hafið yfir vafa að hún hefði dregið sér fé úr kassanum, auk þess sem vitni báru að maður hennar hefði innt af hendi ýmið viðvik á veitingastaðnum og báturinn hafi verið laun fyrir hann.   Taldi sig snuðaða um greiðslur og vegið að æru sinni Eftir sýknudóminn höfðaði konan mál á hendur Subway. Hún taldi að sér hefði verið sagt upp störfum með ólögmætum hætti – hún ætti inni greiðslur á uppsagnarfresti og auk þess laun og orlofsgreiðslur fyrir vinnu sem hún hafði þegar innt af hendi en var haldið eftir þegar hún hætti. Þá taldi hún að vegið hefði verið að æru hennar með svívirðilegum hætti þegar öðrum verslunarstjórum Subway var greint frá starfslokum hennar með tölvupósti. Auk þessa gerði hún kröfur um bakvaktargreiðslur – enda hafi hún verið með síma frá vinnustaðnum og stundum þurft að sinna starfsskyldum utan vinnutíma. Hún hafi því í rauninni oft verið á bakvöktum.   Fær peninginn sem haldið var eftir Héraðsdómur Reykjavíkur fellst á að konan eigi rétt að fá greiðslurnar sem haldið var eftir – samtals 935 þúsund krónur auk vaxta. Þá er Subway gert að greiða henni málskostnað upp á hálfa milljón króna.   Öðrum kröfum hennar er hins vegar hafnað. Ekki er fallist á að hún hafi verið á bakvakt þótt hún hafi verið með síma frá vinnunni og ekki heldur að það hafi verið ómálefnaleg og svívirðileg meingerð í hennar garð að tilkynna öðrum verslunarstjórum um uppsögnina.   Alvarlegt þar sem hún var yfirmaður Þvert á móti segir dómurinn að með þeirri háttsemi að yfirgefa reglulega vinnustaðinn um klukkan 13 á daginn og fá samstarfsmann sinn til að stimpla sig út hafi konan brotið ítrekað gegn viðveruskyldu sinni, „sem verður að telja eina af meginskuldbindingum stefnanda samkvæmt ráðningarsambandi hennar“, og hún hafi einnig ítrekað brotið fyrirmæli í starfsmannahandbók um skráningu á vinnustað með því að óska eftir að undirmenn stimpluðu hana út.   „Brot stefnanda var sérstaklega alvarlegt þar sem hún var yfirmaður á staðnum og bar ábyrgð á tímaskráningum starfsmanna á vinnustaðnum. Sem yfirmaður hafði hún það hlutverk að fara yfir umrædd fyrirmæli í starfsmannahandbókinni með þessum sömu starfsmönnum og brýna fyrir þeim að virða þau í störfum sínum. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið verður litið svo á að stefnandi hafi með umræddum ráðstöfunum sínum brotið gróflega af sér í starfi. Telst fyrirvaralaus uppsögn hennar úr starfi því réttmæt,“ segir í dómnum.  

ORA er til­nefnd­ur til verðlaunameð með vöru úr úr hágæða loðnu­hrogn­um frá Ísfé­laginu

Íslenski mat­væla­fram­leiðand­inn ORA er til­nefnd­ur til verðlauna á sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni í Bost­on. Var­an sem fyr­ir­tækið er til­nefnt fyr­ir nefn­ist „Crea­my masago bites“, sem út­lagst gæti á ís­lensku sem rjóma­kennd­ir loðnu­hrogna­bit­ar. Er var­an til­nefnd í flokki bestu smá­sölu­vara árs­ins. www.mbl.is greindi frá.   Eyjapeyjinn Jó­hann­es Eg­ils­son, út­flutn­ings­stjóri ORA sagði það er mik­il viður­kenn­ing að fá til­nefn­ingu sem þessa en það eru ein­ung­is tólf vör­ur sem til­nefnd­ar eru á sýn­ing­unni ár hver.„Crea­my Masago Bites“ er ljúf­feng­ur og girni­leg­ur for­rétt­ur sem tek­ur inn­an við 10 mínut­ur að út­búa. Rétt­ur­inn sam­an­stend­ur af þrem­ur vör­um, masago sem unnið er úr hágæða loðnu­hrogn­um frá Ísfé­lagi Vest­manna­eyja, laxamús sem unn­in er úr fersk­um ís­lensk­um eld­islaxi og ses­am-brauðkexi. Hrogn­un­um og laxamús­inni er blandað sam­an með smá dass af ís­lensku skyri þannig að úr verður rjóma­kennd masago-laxamús sem síðan er sett ofan á sea­sam-brauðkex og skreytt með fersku masagoi, dilli og ís­lensku sjáv­ar­salti.  Rétt­ur­inn er afar ein­fald­ur í und­ir­bún­ingi, lít­ur girni­lega út og er sér­lega bragðgóður, seg­ir Jó­hann­es, full­ur til­hlökk­un­ar að kynna Iceland's Finest-vöru­lín­una í Bost­on.  

Aron Örn Þrastarson er Eyjamaður vikunnar: Þarft að hafa smá þekkingu, annars er þetta bara heppni

Kristófer Helgason er matgæðingur vikunnar - Þorskhnakkar og eftir átta-, Oreo ostaterta Kristós

Eitthvað hefur það reynst okkur erfitt að fá uppskrift upp úr næsta matgæðingi Eyjafrétta og þykir það fullreynt. Við endurræsum því og leitum á náðir reynsluboltans og matráðs kollega okkar í Hádegis-móum, Kristófers Helgasonar og gefum honum orðið.   Þessi fiskréttur hefur fylgt mér lengi og tekið mörgum breytingum í gegnum tíðina, en hér má auðvitað leika sér og gera að sínu með því að bæta við td. chilli, ferskum jurtum eins og koríender eða basil og ferskum tómat. En byrjið samt á þessu:   Gratíneraðir létt saltaðir þorskhnakkar með tómat, ólífum og rjómaosti • Léttsaltaður þorskhnakki 500 gr. • 6 msk. hveiti • 1/2 tsk. pipar • 1 tsk. oregano • 1 tsk. basil • 3 vænar kartöflur, soðnar og skornar í þunnar sneiðar • 1 - 2 dl. ólífur (grænar og svartar) • 6 msk. rjómaostur • 200 gr. rifinn ostur • 2 msk. olía • 100-200 gr. smjör • jalapeno fyrir þá sem þora.   Sósa: • 1 laukur, saxaður • 1 hvítlaukur, saxaður • 1 dl. hvítvín (má sleppa ... eða ekki) • 2 dósir hakkaðir góðir tómatar • 1 msk. íalskt krydd • olía og smá smjör • 2 msk. grænmetiskraftur • 1 tsk. svartur pipar. Aðferð: Hitið ofninn í 220 gráður. Sjóðið kartöflurnar. Veltið fiskinum upp úr hveiti, pipar, óreganó og basil og setjið í olíu og smjörborið ofnfast mót og bakið inni í ofni í 7 mínútur. Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar og setjið út á fiskinn.   Sósa: Skerið allt saman niður. Steikið laukinn og hvítlaukinn fyrst upp úr olíu og smjöri, hvítvín útí og látið malla í fimm mín., setjið síðan afganginn saman við og látið malla í klukkustund við vægan hita. Hellið sósunni yfir og loks skreyta með ólífum og rifnum osti. Til hátíðarbrigða skal setja nokkrar dúllur af rjómaosti yfir. Og fyrir þá sem þora og eru lengra komnir er saxað jalapeno klárlega málið Lækkið hitann á ofninum og bakið í ofninum á 170 gráðum í 20 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullin-brúnn og fagur. Látið standa í svona 10 mín. Berið fram með hrísgrjónum, fersku salati og góðu, helst heimalöguðu hvítlauksbrauði.   Eins og með fiskinn þá hafa ostatertur fylgt mér lengi allt frá kaffihúsatímabilinu fyrir hundrað árum og hef ég gert margar útgáfur en þessa útgáfu fékk Davíð Oddsson í morgunkaffi á 7O ára afmælinu sínu í beinni á K100 í janúar. Einföld og góð.   Eftir átta og Oreo ostaterta Kristós Botn: 200 gr. Homblest súkkulaði Oreo 1 pakki 125 gr. brætt smjör ½ tesk. sjávarsalt.   Fylling: 400 gr. rjómaostur 220 gr. flórsykur ½ l. rjómi 2 tsk. vanilludropa 10 st. after eight plötur.   Súkkulaðihjúpur: 100 gr. suðusúkkulaði móti 100 gr. af uppáhalds Síríus rjómasúkku-laðinu þínu. 1 ds. sýrður rjómi 18% ½ dl. Baileys eða uppáhalds líkjörinn þinn (má sleppa). Þá nota vanilludropa 1 tsk. í staðinn.   Aðferð: Blandið saman muldu kexinu, bræddu smjöri og sjávarsalti. Setjið í botninn á lausbotnaformi, kælið. Hrærið rjómaostinn og flórsykurinn saman, bætið vanilludropum við. Þeytið rjómann og blandið varlega saman við rjómaostablönduna. Bætið við nokkrum smátt skornum after eight (gott að geyma þær í kæli rétt áður) í blönduna. Setjið ofan á kexbotninn og kælið aftur.   Súkkulaðitoppur Bræðið suðusúkkulaði og blandið saman við sýrða rjómann með líkjör. Annars nota vanilludropa. Smyrjið yfir kökuna. Sett í kæli yfir nótt. En má frysta í 2-3 tíma og bera svo fram eða frysta yfir nótt og taka út góðum einum tíma fyrir. Hér má ef þið fáið góð jarðaber skreyta með þeim og ef þið eruð í svaka stuði sprauta bræddu hvítusúkkulaði yfir listrænt. Annars mætti sáldra yfir áður en borið er fram mulið Oreo og nokkrum bitum af after eight ef þið eruð ekki þegar búin að borða rest.   Takk fyrir, þetta verður að duga á þessum tíma og ég ætla að skora á minn góða vin hann Dadda ( Bjarna Ólaf Guðmundsson) sem er auðvitað sælkeri fram í fingurgóma. Hefur hann borið á borð fyrir mig og fjölda fólks í gegnum tíðina margar veislur sem eru alltaf uppá tíu. Svo njótið. Að lokum þá verðum við vonandi handhafar af öllum bikurum karla og kvenna eftir næstu helgi, 2018 í handbolta og fótbolta sem væri auðvitað mjög einstakt . Svo áfram IBV ávallt og allstaðar. Sjáumst í Höllinni.  

Yngra fólk kallað til leiks ásamt einum fæddum 1950

Enn og aftur mun Eyjahjartað slá á sunnudaginn en þó með nýjum takti því kallað er til leiks fólk í yngri kantinum og er sá yngsti fæddur eftir gos. En eins og áður er kjarninn, æskuárin í Eyjum. Að venju verður Eyjahjartað í Safnahúsinu og hefst klukkan 13.00 á sunnudaginn.  „Þau sem verða hjá okkur núna eru Þórlindur Kjartansson sem kallar erindi sitt Bernskan bjarta, Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir kallar sitt, Flökkukind, Eiríkur Þór Einarsson rifjar upp árin af Landagötunni og má reikna með að hann mæti með sýnishorn af ómetanlegu ljósmyndasafni sínu og svo er það hún Jóhanna María Eyjólfsdóttir,“ sagði Einar Gylfi Jónsson sem hefur frá upphafi staðið að Eyjahjartanu ásamt Þuríði Bernódusdóttur, Atla Ásmundssyni og Kára Bjarnasyni. Þórlindur er fæddur 1976, Jóhanna 1967, Guðrún 1965 og Eiríkur 1950. „Þannig að Þórlindur er sá eini sem er fæddur eftir gosið 1973 en konurnar voru á barnsaldri. Þannig að þarna erum við að róa á ný mið því flestir sem komið hafa fram hjá okkur áður eru fæddir um og upp úr miðri síðustu öld. Verður gaman að sjá hvaða augum þau líta æskuárin í Eyjum,“ sagði Gylfi.  „Ég kalla erindið mitt, Bernskan bjarta og fæ línuna að láni frá Ása í Bæ. Ég fæddist í Eyjum og ólst upp til 15 ára aldurs, og átti því öll mín bernskuár þar. Þessi ár eru öll björt og falleg í minningunni og ég hef alltaf litið á það sem algjör forréttindi að hafa alist upp í Vestmannaeyjum og að geta kallað sjálfan mig Eyjamann,“ sagði Þórlindur Kjartansson þegar Eyjafréttir höfðu samband við hann. „Mér finnst gaman að hafa verið beðinn um að tala á þessum viðburði og nota tækifærið til þess að rifja hitt og þetta upp sem mér er kært og hjartfólgið. Ég ætla að taka pabba með mér í þessa ferð, og ég hlakka mikið til—eins og alltaf þegar ég á leið heim.“  Eins og alltaf áður má búast við góðri aðsókn og er yngra fólki sérstaklega bent á að mæta.  

Bæjarstjórn vill fund með samgönguráðherra

 Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var fjallað um borgarafund um samgöngur á sjó milli lands og Eyja, sem haldinn var miðvikudaginn 21. febrúar síðastliðinn. Bæjarráð fagnar því að ráðherra skuli eiga bein og milliliðalaus samskipti við bæjarbúa um samgöngur á sjó. Jafnframt undirstrikar ráðið þann sterka vilja sem ríkir, bæði meðal bæjarfulltrúa og bæjarbúa, um að Vestmannaeyjabær taki yfir rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs. Fram kom að samgöngur á sjó milli lands og Eyja sé lífæð Vestmannaeyinga og ráði miklu um þróun samfélagsins til framtíðar. Það er því afstaða ráðsins að samfélagsleg sjónarmið eigi að ráða för þegar ákvarðanir eru teknar um stjórn og skipulag reksturs Herjólfs. Í því samhengi minnir bæjarráð á þann einhug sem þingmenn Suðurlands hafa sýnt hvað þetta mál varðar og dugar þar að vísa til blaðagreinar núverandi samgönguráðherra í Eyjafréttum þann 18. október sl., þar sem segir: „Ég er sammála að skynsamlegt er að taka hugmyndum fagnandi um að Vestmannaeyjabær sjái um rekstur ferjunnar. Enginn er betri til að meta þörfina en heimamenn sjálfir.“ Undir þessi orð ráðherra tekur bæjarráð heilshugar og telur skynsamlegt að ráðast í nauðsynlegar breytingar á skipulagi reksturs Herjólfs nú þegar ný ferja leysir eldra skip af hólmi á haustdögum 2018. Með þennan skýra og einbeitta vilja ráðherra að leiðarljósi óskar bæjarráð eftir því að samgönguráðherra eigi fund með bæjarstjórn Vestmannaeyja um þessi mál svo skjótt sem verða má. Óskað er eftir því að fundurinn fari fram eigi síðar en í annarri viku marsmánaðar 2018.

Auknum kostnaði í heilbrigðisþjónustu velt á sjúklinga

Þann 1. mars hækkuðu stjórnvöld greiðsluþátttökuþak fyrir heilbrigðisþjónustu um 2% og á sama tíma var komugjald á sjúkrahús hækkað um 2,3 til 3,2%. Einnig hefur einingarverð sjálfstætt starfandi sérfræðilækna hækkað um 5% frá því að nýja kerfið tók gildi 1. febrúar 2017. Þessar hækkanir koma í kjölfarið af fréttum um aukna greiðsluþátttöku lífeyrisþega sem nemur um 16% fyrir hópinn í heild og má m.a. rekja til kostnaðar við þjónustu sérfræðilækna.    Í nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar um „Sjúkratryggingar Íslands sem kaupanda heilbrigðisþjónustu“ er bent á að fullnægjandi greiningu vanti þegar stofnunin gerir samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu. Sérstaklega er bent á rammasamning við sjúkraþjálfara og sjálfstætt starfandi lækna í þessu samhengi. Í úttekt Ríkisendurskoðunar er bent á að samningurinn við lækna sé „án skýrra takmarkana um magn“ og feli í sér „fjárhagslega hvata til mikilla afkasta óháð gæðum og árangri“.   Viðbrögð Sjúkratrygginga voru að boða uppsögn á rammasamningum við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna og sjúkraþjálfara með sex mánaða fyrirvara. Enn hefur þó ekki komið til uppsagnar en í frétt frá stofnuninni segir að það verði ekki gert fyrr en velferðarráðuneytið hafi tekið afstöðu til nauðsynlegra aðhaldsaðgerða í samræmi við fjárlög 2018.   Í áðurnefndri skýrslu Ríkisendurskoðunar er fjallað um skort á stefnumótun af hálfu stjórnvalda og veikleika í þarfagreiningu og gæðaviðmiðum við samningagerð Sjúkratrygginga. Viðbrögð stjórnvalda eru, enn á ný, að velta auknum kostnaði yfir á sjúklinga.   ASÍ hefur ítrekað mótmælt of háu greiðsluþaki sjúklinga og bent á að hlutfallslega fleiri fresti læknisheimsóknum hér á landi en á hinum Norðurlöndunum vegna kostnaðar. Hækkun á greiðsluþátttöku mun auka enn á þennan vanda. ASÍ skorar á stjórnvöld að hætta við þessa hækkun, sem bitnar verst á þeim tekjulægstu, og eykur ójöfnuð enn frekar.

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

Sjáum fyrir endann á stærstu verkefnunum á næstu tveimur til þremur árum

Í meira en 30 ár hefur byggingaverktakafyrirtækið Steini og Olli verið áberandi í byggingaframkvæmdum í Vestmannaeyjum og setja byggingar sem fyrirtækið hefur byggt, svip sinn á bæinn. Steini og Olli hafa tekið þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem verið hefur í Vestmannaeyjum síðustu tíu árin. Enn er mikið að gera, starfsmenn fyrirtækisins eru 40 alls, og verkefnastaðan góð næstu tvö árin. Þó er eins og toppurinn sé að nálgast á þessu framkvæmdatímabili, en þá gera forráðamenn fyrirtækisins ráð fyrir að taki við minni nýframkvæmdir, nauðsynlegt viðhald, breytingar og endurbætur á húsum og nóg verði að gera þó spennan verði minni.   Segja má að Steini og Olli hafi verið afgerandi í þeirri uppbyggingu sem orðin er í Vestmannaeyjum frá gosinu 1973 þegar um 400 íbúðir grófust undir ösku og hraun. Upphafið má rekja til þess þegar húsasmíðameistararnir Ársæll Sveinsson og Steingrímur Snorrason byrjuðu að starfa saman árið 1982. Þeir stofnuðu svo formlega fyrirtækið Steina og Olla árið 1988 en síðar komu að því fleiri aðilar sem hluthafar. Það var svo árið 2009 að hjónin Magnús Sigurðsson, sem stýrir fyrirtækinu ásamt Inga bróður sínum, og Ester Sigríður Helgadóttir kaupa fyrirtækið af fyrri eigendum. „Þau hjónin eru eigendur fyrirtækisins og við bræður vinnum þetta í sameiningu. Ég er í pappírsmálunum og fjármálunum og er einnig menntaður byggingatæknifræðingur. Magnús er framkvæmdastjórinn og er mun meira á vettvangi framkvæmda daglega, en að öðru leyti vinnum við þetta saman,“ segir Ingi sem gekk til liðs við Steina og Olla haustið 2014.   Stór hluti af byggingarsögunni Eins og áður segir má víða sjá verk þeirra hér í bæ. Má þar nefna húsnæði Bónuss og Húsasmiðjunnar, tengivirki HS Veitna og Landnets við FES, frystiklefa og tengibyggingar Ísfélagsins, Eimskipshöllina og nýja Íþróttasalinn, Baldurshaga og stækkun við Hótel Vestmannaeyjar. „Einnig byggðum við fyrri frystiklefa Vinnslustöðvarinnar og komum að stækkun vinnsluhúsnæðis Löngu, bæði byggingar á Eiðinu.“ Auk byggingaframkvæmda reka þeir steypustöð og eru nú að koma sér fyrir á Flötunum með verkstæði sitt, lager og skrifstofur, í húsi sem flestir þekkja sem Netagerð Ingólfs. „Í allt vinna 40 manns hjá fyrirtækinu, þar af 18 húsasmiðir, þrír menn í Steypustöðinni, þrjú á skrifstofunni og við stjórnun og svo erum við m.a. með fjóra útlendinga. Stærstu verkefnin núna eru Varmadælustöðin fyrir HS Veitur við Hlíðarveg og íbúðirnar sem Stefán Lúðvíksson í Eyjablikk er að byggja ofan á Fiskiðjuna. Þá höfum við nýlokið endurbótum og breytingum á annarri hæð Fiskiðjunnar þar sem Þekkingasetrið er til húsa,“ segir Ingi.   Nóg framundan Þegar Ingi er spurður um framhaldið segir hann að næsta verkefni sé uppbygging á Ísfélagsreitnum í samstarfi við Vestmannaeyjabæ. „Hugmyndir Vestmannaeyjabæjar eru að koma upp nýju sambýli þar og einnig verða þarna íbúðir til útleigu fyrir fatlaða einstaklinga. Steini og Olli mun svo stefna á að byggja íbúðir fyrir hinn almenna markað. Við erum líka að hefja framkvæmdir við Eyjahraunið þar sem verða byggðar nýjar þjónustuíbúðir fyrir aldraða einstaklinga sem tengjast svo við Hraunbúðir með tengibyggingu.“   Ekki enn í hendi Ingi segir að mikið hafi verið að gera í byggingariðnaði í Vestmannaeyjum á síðustu tíu til tólf árum. „Steini og Olli hafa tekið virkan þátt í þessari uppbyggingu eins og sést á þeim verkefnum sem við höfum komið að. Næsta stóra verkefnið fyrir utan Ísfélagsreitinn er svo aðstaðan sem erlenda fyrirtækið Merlin ætlar að koma hér upp sunnan við Fiskiðjuna. Það er komið byggingarleyfi frá bæjaryfirvöldum en eftir er að ganga frá samningnum við verktaka hér innanbæjar. Það er samt aldrei neitt fast í hendi fyrr en búið er að skrifa undir alla samninga.“ Ingi gerir ráð fyrir að á næstu tveimur til þremur árum sjáist fyrir endann á þeim stærstu framkvæmdum sem verið hafa í gangi. Þar hafi stöðvarnar, Ísfélagið og Vinnslustöðin dregið vagninn ásamt Vestmannaeyjabæ og HS Veitum. Þá hefur verið byggt og er í byggingu mikið af íbúðarhúsnæði. „Þessum stærstu framkvæmdum lýkur á næstu misserum og árum og eins og er, þá hafa ekki verið tilkynnt frekari áform um stórar framkvæmdir á næstunni, sem vonandi verður þó að veruleika. Það er farið að þrengja að með lóðir við höfnina sem hefur einnig sín áhrif. Verkefni næstu ára verða að mínu mati því fremur í formi minni nýbygginga, viðhalds og breytinga og þar verður vonandi af nógu að taka,“ sagði Ingi. Ingi segir skipta miklu að hér eru öflug fyrirtæki, Ísfélagið, Vinnslustöðin og HS Veitur auk þess sem bæjarsjóður hefur byggt mikið. „Þau hafa haldið þessu vel uppi undanfarin ár og vonandi heldur það áfram á næstunni. Framtíðin ræðst af því hvað þessir stóru gera því framkvæmdir einstaklinga eru svipaðar frá ári til árs,“ sagði Ingi að endingu.  

Leigufélög hafa haft áhrif til hækkunar

Heildarfjöldi seldra eigna í Vestmannaeyjum árið 2017 var 105 eignir, það er 64 íbúðir í fjölbýli og 41 einbýli. Þetta er yfir meðaltali síðustu ára, því það hafa verið á milli 80 til 90 eignir seldar á ári, síðustu ár. Árið 2017 var því gott söluár í Eyjum. Ekki er mikið af eignum til sölu eins og er en markaðurinn er samt sem áður virkur. Helgi Bragason lögfræðingur og fasteignasali fræddi okkur um stöðuna á fasteignamarkaðinum í Vestmannaeyjum.   Ennþá talsvert undir meðalfermetraverði Helgi sagði að meðalverð á íbúðum í Eyjum í fjölbýli hafi hækkaði úr 160 þúsund árið 2016 í 185 þúsund árið 2017. En að meðalverð á einbýli hafi staðið í stað, eða um 170 þúsund. „Yfirleitt er meðalfermetraverð minni eigna hærra en stærri eigna,“ sagði Helgi. Meðalfermetraverð í Reykavík er um 430 þúsund og á Akranesi, Akureyri, Reykjanesbæ og Árborg er það á bilinu 250 - 290 þúsund. „Við erum því ennþá talsvert undir meðalfermetraverði í stærri sveitarfélögum,“ sagði Helgi.   Virkur leigumarkaður er nauðsynlegur fyrir samfélagið Fasteignaverð í Vestmannaeyjum hefur hækkað talsvert þó við séu enn undir meðalverði. En leigumarkaðurinn er virkari og öruggari fyrir leigutaka. „Það sem ég hef séð helst er að það eru komin leigufélög hér inná markaðinn sem eru að fjárfesta í íbúðum og hefur það haft áhrif til hækkunar og að minna er til af eignum og þær hafa selst hraðar. Ég tel innkomu leigufélaga jákvæða að því leyti að það verður virkari leigumarkaður og meiri möguleiki fyrir fólk að fá langtímaleigu. Áður var leiga bundin því að leigja eignir til skamms tíma og þær þá oft í sölumeðferð samtímis sem skapaði óöryggi fyrir leigutaka. Virkur leigumarkaður er nauðsynlegur fyrir samfélagið. Leiguverð hefur hækkað í samræmi við verðlagsþróun og meðalleiguverð á þriggja herbergja íbúð í dag er um 140.000 þús en er misjafnt eftir gæðum, staðsetningu og fleiru. Leigumarkaðurinn er og hefur verið þannig að það er erfitt að fá húsnæði á vorin og sumrin, einkum stærra húsnæði en tilkoma leigufélaga gerir það að verkum að meira framboð er af minna húsnæði,“ sagði Helgi.   Nýbyggingar toga verð uppá við Það er talsvert mikið af nýbyggingum og talsvert af nýjum íbúðum að koma inná markaðinn. „Fermetraverð á nýju íbúðunum er í takti við nýbyggingarverð. Það er jákvætt að menn séu að byggja en ég hef trú á að það muni toga verð uppá við, “ sagði Helgi að lokum.  

Síðustu ár hafa verið annasöm á byggingarsviðinu

Það hefur ekki farið framhjá neinum að mikil uppbygging á sér stað í Vestmannaeyjum. Margir fermetrar hafa verið byggðir og það má segja að allar tegundir af byggingum séu í framkvæmd og mörg spennandi verkefni í vinnslu. Það má því áætla að nóg sé um að snúast hjá skipulags- og byggingarfulltrúa bæjarins.   Sigurður Smári Benónýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar sagði að síðustu ár hafi verið annasöm á byggingarsviðinu. „Það má segja að allar tegundir af byggingum séu í framkvæmd. Atvinnuhúsnæði, fjölbýli, einbýli, sumarhús og töluvert magn í endurbyggingu eins og sést sunnan við Vigtartorgið,“ sagði Sigurður Smári.   Ekkert laust til úthlutunar miðsvæðis Sigurður Smári sagði að nú væru um 30 íbúðir í byggingu á um 4000m2, „sumt í eigu einstaklinga annað í eigu byggingarfélaga. Það er annað eins magn íbúða í undirbúningi en misjafnlega langt komið í ferlinu.“ Aðspurður sagði Sigurður Smári að nú væru um 50 lóðir lausar til umsóknar. „Þessar lóðir eru flestar í vesturbæ, nokkrar í austurbæ en ekkert er laust til úthlutunar miðsvæðis.“   Þörf fyrir nýtt íbúðarhúsnæði Sveitafélagið er að undirbúa kynningarefni fyrir nýtt aðalskipulag (2015-2035) sem verður auglýst á næstunni og kynningarfundir haldnir í framhaldi af því. „Í þessari skipulagstillögu er m.a. fjallað um þörf fyrir nýtt íbúðarhúsnæði á skipulagstímabilinu, íbúaþróun skoðuð, lögð fram íbúaspá þar sem talið er að íbúar sveitafélagsins geti orðið um 5.100 við lok skipulagstímabilsins árið 2035. Þessar tölur gefa okkur þörf fyrir 340 nýjar íbúðir á skipulagstímabilinu ef miðað er við að fjöldi íbúa í íbúð verði um 2,5,“ sagði Sigurður Smári að lokum.  

Fréttatilkynning - Mottumars 2018 - Upp með sokkana!

 Ár hvert er marsmánuður tileinkaður körlum og krabbameinum í Mottumars, árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélags Íslands. Nú er sjónum beint að algengasta krabbameini hjá körlum, krabbameini í blöðruhálskirtli. Safnað er fyrir Karlaklefanum, vefgátt fyrir karla, þar sem finna má upplýsingar um allt sem viðkemur karlmönnum og krabbameinum. Seldir verða sokkar í rakarastofustíl til styrktar átakinu 5.-19. mars.   Fram til þessa hefur yfirvaraskegg verið allsráðandi í Mottumars. Síðustu ár hefur áhugi karlmanna á að safna yfirvaraskeggi dvínað og þátttaka í Mottukeppninni farið minnkandi. Því var tekin ákvörðun um að hvíla mottuna í ár.   „Markmiðið með breytingunni er að gera báðum kynjum kleift að sýna stuðning í verki og taka þátt í Mottumars. Sokkar í rakarastofustíl voru það sem okkur fannst passa öllum, enda augljós skírskotun í karlmennskuna og yfirvaraskeggið” segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands.   „Við fögnum hins vegar öllum karlmönnum sem láta sér vaxa yfirvaraskegg og hvetjum þá til að senda okkur myndir af sér. Þær munum við birta, enda mottan alls ekki horfin þó hún sé ekki í forgrunni í ár.“     Karlaklefinn Söfnunarfé Mottumars í ár verður fyrst og fremst nýtt til uppbyggingar og þróunar Karlaklefans og í baráttunni gegn krabbameini í blöðruhálskirtli.   Karlaklefinn verður upplýsingagátt sérsniðin fyrir karlmenn. Rannsóknir sýna að karlmenn yfir fimmtugu nýta sér síður en konur tilboð um sálfélagslegan stuðning í veikindum. Námskeið virðast höfða betur til þeirra en tilboð um stuðning og framsetning á efni skiptir miklu máli. Í Karlaklefanum verður að finna fjölbreytt efni. Fræðsluefni fyrir karla, upplýsingar um einkenni, meðferðir og afleiðingar og gagnvirkt tæki sem aðstoðar við ákvarðanartöku um skimun fyrir blöðruhálskirtilskrabbameini. Þar verða einnig upplýsingar um réttindamál, bókunarkerfi fyrir tíma hjá sérfræðingum Krabbameinsfélagsins og vettvangur fyrir samtök og hópa karla með krabbamein til að kynna sig og starfsemi sína, svo eitthvað sé nefnt.   Örráðstefna Fimmtudaginn 15. mars verður haldin örráðstefna um krabbamein í blöðruhálskirtli í hjá Krabbameinsfélaginu í Skógarhlíð 8. Ráðstefnan verður auglýst nánar á vef félagsins krabb.is.   Sérfræðingar til ráðgjafar Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins verður í átakinu sérstök áhersla lögð á ráðgjöf við karla. Frekari upplýsingar verða birtar á krabb.is og á facebook-síðu Ráðgjafarþjónustunnar.       Pantaðu sokka fyrir þitt lið! Fyrirtækjum og stofnunum gefst færi á að panta sokka á vef Mottumars, en almenn sala sokkanna hefst þann 5. mars.   Mottudagurinn 16. mars Sala Mottumarssokka hefst 5. mars og stendur til 19. mars. Sokkarnir kosta 2.000 kr. og verða seldir í netverslun Krabbameinsfélagsins og á sölustöðum um landið sem sjá má hér að neðan. Félagið hvetur alla til að klæðast sokkunum á Mottudaginn, föstudaginn 16.mars, og sýna þannig körlum táknrænan stuðning í verki.   Mottumars.is Á heimasíðu átaksins, mottumars.is, verður að finna upplýsingar um átakið, viðburði, sölustaði og fréttir auk upplýsinga og fróðleiks af ýmsum toga, um karlmenn og krabbamein. Mottumars.is opnar með nýju efni mánudaginn 5. mars.  

Fréttatilkynning: Bænasamvera frá Súrínam

Bænadagurinn er haldinn árlega fyrsta föstudag í mars og að honum standa kristnar konur úr mörgum kirkjudeildum.   Alþjóðaskrifstofa bænadagsins sendir árlega efni sem unnið hefur verið í einu landi og að þessu sinni kemur það frá Súrínam.Efni frá Súrínam er  "Öll Guðs sköpun er harla góð“ Súrínam er lítíð land, hálfu stærra en Ísland, við norðurstönd Suður Ameríku. Flestir búa við ströndina, ennþá er um 94% landsins þakið regnskógi og virka sem ,,lungu jarðar“. Konurnar leggja áherslu á verndun regnskógarins, verndun sæskjaldbökunnar og áframhaldandi ræktun í landbúnaði. Þær hafa áhyggjur af námuvinnslu á báxíti og gulli. Þær biðja þess að þjóðir heims standi við Parísarsáttmálann í loftslagsmálum. En íbúar við ströndina eru í hættu vegna hækkunar sjávar og fækkunar leiruviðartrjáa.   Í Súrínam er ótrúleg fjölbreytni í jurta- og dýraríki og fólk með ólíkan bakgrunn lífir saman í sátt. Þar ríkir trúfrelsi – moskan Keizerstraat stendur við hlið sýnagógunnar Neve Shalom í höfuðborginni Paramaribo. Um helmingur íbúa landsins er kristinnar trúar. Efni bænadagsins eru frásagnir sjö kvenna, en innfædd, önnur afkomandi afrísku þrælanna, þriðja af kínverskum uppruna, fjórða af kreólaættum, fimmta hollensk, sjötta indversk og sú sjöunda frá Indónesíu. Þessar sjö konur gætu táknað konurnar á listaverki Alice Pomstra-Elmont, en þar eru sjö ólíkar konur sem standa saman og vilja vernda og varðveita sköpun Guðs.   Við munum hittast við Safnahúsið kl. 16.30 og hefst þar bænaganga, Ráðhús, Sóli, Sjúkrahús, hafnarsvæði og endað í Landakirkju. Samverustund verður svo í Landakirkju kl. 17.15 þar sem samlesið verður efni frá Súrínam. Kitty og konur úr kirkjukór Landakirkju munu leiða söng. Tekin verða samskot til Hins Íslenska Biblíufélags. Allir, bæði konur og karlar, eru velkomnir í bænagönguna og samveruna í Landakirkju.  

Eva Sigurðardóttir er Eyjamaður vikunnar: Rosalega mikið stuð og alltaf gaman að fara á skátamót

 Í liðinni viku héldu skátarnir uppá 80 ára afmælið sitt og skólalúðrasveitin uppá 40 ára afmæli. Eva Sigurðardóttir er ein af þeim sem er partur af báðum hópum. Hefur verið skáti í tvö ár og spilar í lúðrasveitinni. Eva er Eyjamaður vikunnar.   Nafn: Eva Sigurðardóttir. Fæðingardagur: 18. febrúar 2004. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Mamma mín heitir Anna Lilja, pabbi minn heitir Sigurður Ingi og svo heitir stóra systir mín Ragnheiður Sigurðardóttir. Uppáhalds vefsíða: YouTube. Aðaláhugamál: Sund. Uppáhalds app: Snapchat. Hvað óttastu: Drauga. Mottó í lífinu: Koma fram við aðra eins og þú vilt að það sé komi fram við þig. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Langömmu mína sem ég er skírð í höfuðið á. Hvaða bók lastu síðast: Hjálp eftir Þorgrím Þráinsson. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Ég á ekki uppáhalds íþróttamann og ÍBV! Ertu hjátrúarfull: Já, mjög. Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, ég æfi sund. Uppáhaldssjónvarpsefni: Sakamálaþættir. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Eurovision lög. Á hvaða hljóðfæri spilar þú í lúðrasveitinni: Þverflautu. Hvenær byrjaðir þú að æfa og hversu lengi ertu búin að vera í lúðró: Ég er búin að vera í henni í fjögur ár, held ég. Hvenær byrjaðir þú í skátunum: Ég held að ég hafi byrjað snemma, árið 2016. Hvað er það skemmtilegasta við að vera skáti: Það er bara svo rosalega mikið stuð og svo er alltaf gaman að fara á skátamót.

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Stjórnmál >>

Samgönguráðherra og bæjarstjórn funduðu í gær

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fundaði í dag með bæjarstjórn Vestmannaeyjarbæjar um mögulegt rekstrarfyrirkomulag nýrrar Vestmannaeyjaferju.Ráðherra boðaði til fundarins í framhaldi af fjölmennum íbúafundi í Eyjum, 21. febrúar sl. um samgöngur á sjó. Á fundinum með bæjarstjórn var rætt um hvaða rekstrarfyrirkomulag nýrrar ferju myndi tryggja bestu og hagkvæmustu þjónustuna. Fram kom í máli ráðherra að af þeim möguleikum, sem hann fór yfir á íbúafundinum, væri útboð til skemmri tíma, mögulega til tveggja ára, hagkvæmasta leiðin. Ráðherra minnti á að útboð væri almennt viðurkennd leið til að ná hagkvæmri niðurstöðu fyrir almenningssamgöngur, eins og gert er nú á sjó, landi og í lofti, enda sé sú þjónusta sem óskað er eftir vel skilgreind.Ráðherra hlustaði á sjónarmið heimamanna sem óskuðu eindregið eftir því að gerður yrði samningur við Vestmannaeyjabæ um rekstur ferjunnar.Á fundinum lagði ráðherra til að samráðshópur með fulltrúum Vegagerðarinnar, ráðuneytisins og Vestmannaeyingum kæmi að undirbúningi útboðsskilyrða s.s. skilgreiningu á þjónustu með hag íbúa að leiðarljósi.Engin niðurstaða náðist á fundinum, en fundargestir voru sammála um að markmiðið væri að tryggja hag íbúa Vestmannaeyja, fyrirtækja og annarra sem best.Viðræðum verður haldið áfram og mun ráðherra boða til næsta fundar eftir helgi.

Greinar >>

Óður til gleðinnar

Eitt það besta sem fyrir mann getur komið er að geta glaðst. Stundum gleðst maður ákaflega, stundum lítið og stundum allt þar á milli eins og gengur. Gleðin er í sjálfri sér sannarlega jákvæð og því ætti maður að reyna að gleðjast sem oftast ef nokkur kostur er.   Nú á dögunum hafði ég sannarlega ástæðu til að gleðjast og það hreint ekki svo lítið. Nýr samgönguráðherra ákvað sem sé að sömu fargjöld giltu milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar og Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Hann ákvað jafnframt að breytingin tæki gildi ekki seinna en strax. Nógu löngu væru fyrrverandi samgönguráðherrar búnir að velta þessu brýna hagsmunamáli okkar Eyjamanna fyrir sér, segjast sýna því skilning og lofa að kippa málum í liðinn án þess að standa við orð sín.   Í gleði minni yfir þessu framfaraspori sem stigið var með svo skjótum hætti var þó einn skuggi. Úr forystusveit sjálfstæðismanna í Eyjum bárust raddir sem greinilega glöddust ekki. Þeim fannst ákvörðun ráðherrans ekki vera neitt annað en sýndarmennska, Sjálfstæðisflokkurinn hefði hvort eð er ætlað að samræma þessi fargjöld einhvern tíma í framtíðinni. Þessi rök eru svo innantóm og marklaus að furðu sætir að nokkurri forystusveit stjórnmálaflokks skuli koma til hugar að setja þau fram. En þannig brást forystusveitin við engu að síður.   Forystusveitin hefði að mínu mati átt að gleðjast með bæjarbúum yfir samræmingu fargjalda. Í stað þess „spældist“ sveitin og varð að aðhlátursefni.   En auðvitað geta sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum girt upp um sig í þessu máli. Það geta þeir m.a. gert með því að leggja fram ályktun á næsta bæjarráðsfundi þar sem samgönguráðherra eru þökkuð skjót og góð viðbrögð í þessu mikla hagsmunamáli okkar Vestmannaeyinga. Í kjölfarið gætum við öll sem einn sannarlega glaðst og þá líður okkur betur.   Ragnar Óskarsson    

VefTíví >>