Erlingur Richardsson, skólastjóri Grunnskólans í Vestmannaeyjum:

Virðing eitt það allra mikilvægasta í mannlegum samskiptum

Kennarar hafa lagt mikið á sig til að koma sér inn í nýtt námsmat :: Mjög hátt hlutfall menntaðra kennara í GRV

Erlingur Richardsson, skólastjóri Grunnskólans í Vestmannaeyjum:

Virðing eitt það allra mikilvægasta í mannlegum samskiptum

:: Kennarar hafa lagt mikið á sig til að koma sér inn í nýtt námsmat :: Mjög hátt hlutfall menntaðra kennara í GRV

 Nú í haust eru 523 nemendur skráðir í skólann og starfsfólk telur um 140 manns, þannig að Grunnskóli Vestmannaeyja er einn af stærstu vinnustöðum Vestmannaeyja,“ segir Erlingur Richardsson, nýr skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja, í samtali við Eyjafréttir á dögunum en eins og flestir vita hóf skólinn göngu sína að nýju fyrir um tveimur vikum síðan.
 
Virðing er Erlingi ofarlega í huga og að hans mati eitt það mikilvægasta í mannlegum samskiptum. „Hér mætast á hverjum degi fólk á ólíkum aldri, fólk með ólík áhugamál, fólk af ólíku þjóðerni o.s.frv. Til þess að slíkur vinnustaður geti dafnað þá er mjög mikilvægt að fólk komi fram við hvert annað af kurteisi og sýni hvert öðru virðingu. Í skólasetningarræðu minni fór ég aðeins inná það hvernig við getum verið kurteis en um leið sýnt hvert öðru virðingu, en virðing er eitt það allra mikilvægasta í mannlegum samskiptum. Dæmi um einfalda kurteisisvenju er að bjóða góðan daginn, það er einföld leið til að sýna öðrum virðingu. Í framhaldi af því lagði ég áherslu á nokkur atriði sem við getum haft í huga til þess eins að æfa okkur í því að sýna hvert öðru meiri virðingu,“ segir Erlingur en hér að neðan eru eftirfarandi atriði:
„Virðing er t.d að virða skoðanir annarra jafnvel þó við séum þeim ósammála.Við erum t.d. stundum ekkert sammála öllum en við þurfum að hlusta og bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum og jafnvel áhugamálum annarra.
Virðing er að koma fram við aðra af kurteisi og nærgætni hvaðan sem þeir koma eða við hvað þeir starfa. Við þessa ábendingu er gott að staldra aðeins við því t.a.m eru í skólanum 38 nemendur, eða tæplega 8% nemenda, sem tala íslensku sem annað tungumál og eiga báða foreldra sem tala ekki íslensku sem móðurmál. Við þurfum að sýna þessu fólki virðingu og hjálpa þeim að aðlagast okkar samfélagi sem fyrst. Ég legg mikla áherslu á að við reynum að kenna þeim íslensku. Með því erum við að flýta fyrir því að fólk sem flytur hingað aðlagist íslenskri menningu. Íslensk börn og unglingar í dag eru orðin mjög góð í því að tala ensku og grípa því oft til hennar þegar þau hitta börn og unglinga af öðru þjóðerni, þó svo að sá einstaklingur kunni kannski ekki ensku. Um leið og ég hvet börn og unglinga til að tala íslensku sín á milli þá hvet ég auðvitað foreldra til að aðstoða foreldra þeirra eftir mesta megni. Til þess að kortleggja stöðu hvers og eins nemanda sem hefur ekki íslensku sem móðurmál þá mun Erna Jóhannesdóttir koma og starfa með okkur í skólanum. Það sýnir að það er mikill metnaður hjá þeim sem koma að skólamálum í Vestmannaeyjum að geta stýrt og skipulagt menntun þessara einstaklinga.
Virðing felur í sér sjálfsvirðingu s.s að þekkja sína kosti og galla og notast við þá til að ná því besta fram. Það er m.a eitt af hlutverkum skólans í gegnum uppeldisstefnu skólans, Uppeldi til ábyrgðar, að efla einstaklinginn og reyna að ná til hans og finna áhugasvið viðkomandi nemanda. Þannig getum við eflt sjálfsmynd og sjálfvirðingu nemenda. Við vitum öll að hver og einn hefur sínar sterku hliðar og það er mjög mikilvægt að við reynum að átta okkur sem fyrst á því hverjir þeir styrkleikar eru til þess að hægt sé að byggja ofaná, t.a.m með ólíkum kennsluaðferðum.
Virðing er að virða tíma annarra og sýna stundvísi. Það er t.d. mikilvægt að mæta á réttum tíma í skólastofuna, íþróttaæfinguna eða í vinnuna. Öðrum til upplýsinga, þá átti ég einlægt samtal við starfsfólk skólans um hvernig samfélagið okkar stendur sig í því að leggja áherslu á stundvísi og bera virðingu fyrir tíma annarra og hvort við sem hópur gætum eflt þennan þátt hjá okkur sjálfum.“
 
Skóladagatalið ætti að hafa meiri áhrif
Segir Erlingur jafnframt að skóladagatalið ætti að vera áhrifameira skjal, skjal sem mætti stýra því meira hvernig Vestmannaeyingar skipuleggja sig. „Ástæðan fyrir því að ég segi það er sú að í skólanum starfar um 1/5 allra bæjarbúa og stöðugleiki í mætingasókn nemenda og stöðugleiki í mannahaldi skiptir máli til að ná framförum í námi og góðum starfsanda. Það hefur komið mér sjálfum persónulega á óvart hversu margar umsóknir um leyfi nemenda úr skóla, í fleiri en fimm daga í senn, bárust inn á borð í síðustu viku,“ segir Erlingur og bætir við að með því að gera dagatal skólans að ríkjandi skipulagi í bænum væri verið að sýna skólastarfinu meiri virðingu.
„Við höfum m.a. rætt það í okkar hópi hvort við mættum leggja dagatalið fyrr fram þannig að foreldrar, starfsmannafélög, íþróttafélög og fyrirtæki í bænum gætu notað skóladagatalið til að skipuleggja sína viðburði með hliðsjón af skólastarfi barnanna, líkt og þekkist víðs vegar um heiminn. Með því gætum við komið í veg fyrir miklar mannabreytingar í hópi starfsfólks í skólanum á skólaárinu og að nemendur upplifi stöðugleika í skólastarfinu. Því eins og við vitum þá er þetta lítið samfélag og ef t.a.m eitt starfsmannafélag setur upp eina utanlandsferð fyrir starfsfólk sitt þá getur það haft nokkurs konar margföldunaráhrif á aðra starfsemi, sérstaklega á stórum vinnustað líkt og GRV. Þess vegna held ég að við þurfum að vinna öll aðeins betur saman í skipulagningunni til að koma í veg fyrir slíka árekstra.“
 
Hátt hlutfall menntaðra kennara í GRV
Samkvæmt Erlingi er hlutfall menntaðra kennara í skólanum afar hátt miðað við t.d. höfuðborgarsvæðið. „Við erum svo heppin í Grunnskóla Vestmannaeyja að vera með fáar mannabreytingar á milli ára. Til að mynda erum við með mjög hátt hlutfall menntaðra kennara og erum ekki í þeim vandræðum að þurfa að manna kennsluna með leiðbeinendum líkt og þarf orðið á höfuðborgarsvæðinu. Núna er staðan þannig að það er orðið eftirsótt að starfa hjá GRV og nú þegar erum við með umsóknir inni á borði hjá okkur af hæfu fólki sem vill koma og starfa í GRV.“
 
Mikill metnaður
Á þeim mánuði sem Erlingur hefur starfað innan skólans skynjar hann mikinn metnað í starfsmannahópi skólans hvort sem það eru húsverðir, skólaliðar, stuðningsfulltrúar, matráðar, kennarar eða stjórnendur. Einnig hrósar hann bæjaryfirvöldum fyrir skjót viðbrögð. „Starfsmenn og iðnaðarmenn eru á fullu að gera skólahúsnæðið klár en það má nú geta þess að í Barnaskólanum er verið að opna á milli sérdeildar og námsvers á 2. hæð skólans. Þangað mun bókasafnið færast en námsverið mun færast upp á efstu hæð í elstu byggingunni. Í Hamarsskólanum er aftur á móti verið að hólfa bókasafnið af og útbúa aðstöðu fyrir sérkennslu. Hér ber að þakka bæjaryfirvöldum hversu fljótt þeir brugðust við því ákalli sem barst úr skólanum.“
Um nýtt námsmat hafði Erlingur mikið a segja. „Kennarar í skólanum lögðu mikið á sig á síðasta skólaári til að koma sér sem fyrst inn í nýtt námsmat. Í haust fór deildarstjóri Hamarsskóla, Óskar Jósúason t.a.m á samstarfsfund í Reykjavík þar sem fulltrúar allra skóla koma saman og ræddu hvernig til hefði tekist og sýndu fram á hversu langt sinn skóli væri á veg kominn í því að innleiða nýtt námsmat. Þar kom í ljós að Grunnskóli Vestmannaeyja er kominn einna lengst í þessari innleiðingu, sem gefur okkur til kynna að sú vinna sem fór fram hér á síðasta ári hefur skilað sér og sýnir okkur líka að hér er metnaðarfullt starfsfólk sem hefur unnið gífurlega vel,“ segir Erlingur og heldur áfram á svipuðum nótum.
„Í vor teiknaði Sigurlás Þorleifsson upp nýja hugmynd að skipulagi í 1.-3. bekk þar sem kennslustundin verður með þeim hætti að tveir kennarar koma að hópnum stóran hluta af kennslutímanum, sem ætti að bjóða upp á meiri tíma og nálgun með hverjum nemenda. En það má geta þess að að meðaltali eru 18 nemendur í bekk, ef öll aldursstigin eru skoðuð saman, sem svo sannarlega gefur kennurum gott svigrúm í kennslu. Mig langar líka að segja frá því hversu vel skólinn, starfsfólk skólans og bæjarbúar hafa sameinast um mikilvægi þess að lesa. Börn og foreldrar hafa verið dugleg að lesa heima. Við í skólanum leggjum áherslu á það að nemendur lesi daglega í 5-15 mínútur, en það fer auðvitað eftir aldri nemandans. Í skólanum hefst dagurinn alltaf með lestrarstund sem kallast yndislestur.“
 
Heilsueflandi skóli
Síðast en ekki síst er GRV heilsueflandi skóli sem hvetur nemendur til að koma með hollt og gott nesti í skólann. „Það má geta þess að nemendur geta mætt í skólann á morgnana og þegið hafragraut í morgunmat. Skólinn opnar kl. 7:30 á morgnana en grautur er í boði frá 7:40. Auðvitað mega foreldrar koma með og geta þeir átt góða morgunstund með krökkunum áður en skólastarf hefst kl. 8:00. Við hvetjum svo alla nemendur okkar til að ganga eða hjóla í skólann. Ef nemendur koma hjólandi þá er auðvitað mikilvægt að vera með hjálm á höfði, það á auðvitað einnig við okkur sem eldri erum þegar við erum að hjóla. Nemendur í 1. bekk þurfa þó að vera í fylgd með foreldrum vilji þeir hjóla í og úr skólanum. Að endingu vil ég kurteisislega biðja akandi vegfarendur um að stöðva við gangbrautir þegar gangandi vegfarendur staldra við gangbraut og bíða þess að komast yfir.Við í GRV hlökkum mikið til komandi skólaárs og væntum góðs samstarfs við alla bæjarbúa,“ segir Erlingur að endingu.
 
Kennarar og bekkir:
• 1. G.Snæ (19)
Guðrún Snæbjörnsdóttir
• 1. ÍP (18) Íris Pálsdóttir
• 1. MK (19)
Margrét Elsab. Kristjánsdóttir
• 2. SEÁ (16)
Snjólaug Elín Árnadóttir
• 2. ALS (17)
Anna Lilja Sigurðardóttir
• 2. HBG (17)
Helga Björg Garðarsdóttir
• 3. HRN (20)
Herdís Rós Njálsdóttir
• 3. SJ (19) Sigurbjörg Jónsdóttir
• 3. ÞS (18) Þóra S. Sigurðardóttir
• 4. KM (22)
Kolbrún Matthíasdóttir
• 4. NÍG (19) Narfi Ísak Geirsson
• 4. ÞJ (21) Þórdís Jóelsdóttir
• 5. ESH (16)
Ester Sigríður Helgadóttir
• 5. SÁ (16)
Sæfinna Ásbjörnsdóttir
• 5. ULÍ (18) Unnur Líf Ingadóttir
• 6. AP (16) Arnheiður Pálsdóttir
• 6. HJH (17)
Helga Jóhanna Harðardóttir
• 6. JA (16) Jóhanna Alfreðsdóttir
• 7.DGÞ (21)
Dóra Guðrún Þórarinsdóttir
• 7.ES (19) Elísa Sigurðardóttir
• 8. JGJ (19)
Jónatan Guðni Jónsson
• 8. ÓS (19)
Ólafía Ósk Sigurðardóttir
• 8. RÖ (20)
Rósa Hrönn Ögmundsdóttir
• 9. ÁST (18)
Ásdís Steinunn Tómasdóttir
• 9. EB (17) Evelyn Bryner
• 9. HJ (17) Hildur Jónasdóttir
• 10. BÞ (16)
Berglind Þórðardóttir
• 10. GJ (17) Guðríður Jónsdóttir
• 10. SF (18)
Svanhvít Friðþjófsdóttir

Vel heppnuð heilsukynning í boði Gott

Um helgina fór fram heilsukynning í Eldheimum. Einn af skipuleggjendum kynningarinnar var Berglind Sigmarsdóttir eigandi veitingastaðarins Gott og höfundur bókanna sem báðar heita Heilsuréttir fjölskyldunnar. Kynningin bar heitið í gott form og var dagskráin fjölbreytt, skemmtileg og voru allir velkomnir því ókeypis var inn.   Fyrst uppá svið var Rakel Hlynsdóttir keppandi í crossfit og styrktarþjálfari frá Keili. Hún talaði um hvað hún telur vera best til lengri tíma, ásamt að segja frá sinni reynslu, eftir að hafa prófað ýmislegt og þá leið sem hún er að fara í átt að eðlilegra sambandi við mat og næringu með Marcos. Næst á svið var Unnur Lára Bryde sem starfar sem flugfreyja og hefur verið í crossfit í mörg ár. Hún talaði um reynslu sína af því að vera vegan. Síðastur var Ævar Austfjörð kjötiðnaðarmaður, næringarnörd og karateþjálfari. Hann kynnti sinn nýja lífsstíl en hann er eingöngu kjötæta og hefur verið það í eitt ár og lætur vel af því. Fyrirlestrarnir voru allir áhugaverðir og skemmtilegir og kom það skýrt í ljós að það hentar ekki öllum hið sama og fólk þarf að finna sína leið að betri og bættri heilsu.   Kynningar og gotterí Á staðnum voru svo nokkur fyrirtæki sem kynntu sig og sína þjónustu. Systurnar Jóhanna og Anna Dóra eigendur Hressó líkamsræktarstöðvar kynntu það sem framundan er hjá þeim. Þórsteina Sigurbjörnsdóttir frá Dugnaði kynnti þjálfunina sem er í boði hjá þeim. Sonja heilsunuddari var á staðnum og kynnti meðferðir sem í boði eru hjá henni ásamt ilmolíukynningu. Boðið var uppá hollar og góðar veitingar frá Gott, en þau voru að byrja með nýjan matseðil. Þar er unnt að sjá allar innihaldslýsingar og þær upplýsingar sem þú þarft um matinn sem þú vilt panta þér.   Heilsublað Eyjafrétta Við munum segja betur frá heilsukynningunni í heilsublaði Eyjafrétta sem kemur út 31. janúar. Þar förum við ítarlega í fyrirlestrana ásamt fullt af öðru skemmtilegu og fræðandi efni. Þeir sem vilja koma vöru sinni eða þjónustu á framfæri hafi samband sem fyrst á frettir@eyjafrettir.is.  

Ekki mikið af loðnu ennþá en væntingar miklar

Rannsóknarskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson héldu af stað til loðnurannsókna í gær. Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknarstofnun sagði í samtali við RÚV að aukið fé til vöktunar á loðnustofninum þýði að óvenju langur tími gefist nú til að rannsaka og leita að loðnu. Hafrannsóknarstofnun hefur undanfarið átt í samstarfi við skip í loðnuflotanum og fylgst þannig með göngu loðnunnar. Náið samstarf er við grænlenska skipið Polar Amaroq sem hefur farið yfir veiðisvæðið fyrir austan land og kortlagt loðnugönguna.   Einhversstaðar er hún Þorsteinn Sigurðsson sagði fyrstu fréttir af loðnunni væru ekkert sérstakar en væntingar væru miklar. „Þær eru ekkert sérstaklega kröftugar. Það er loðna á ferðinni en ekki neitt stórkostlegt magn. En einhversstaðar er hún, við vorum búin að mæla í haust og mæltum með upphafskvóta og við eigum allavega von á að sjá um það bil það sem við mældum í haust. Það eru okkar væntingar í það minnsta,“ sagði hann.   Aukið fjármagn og óvenju langur tími til rannsókna Samkvæmt fjárlögum var aukið fjármagn sett í vöktun á loðnustofninum og Þorsteinn segir það koma sér vel núna. „Við teljum að sá dagafjöldi sem við höfum ætti að ná vel utan um verkefnið svo lengi sem veðrið fer ekki alveg með okkur. En við höfum óvenju góðan tíma miðað við það sem við höfum þurft að vera að berjast við á undanförnum árum,“ sagði hann að lokum.  

Símaskráin var gefin út af Eyverjum

Í síðustu viku var borin út símaskrá í öll hús í bænum. Ánægjan var mis mikil hjá fólki í ljósi þess að talsvert var af vitleysum í henni. Á forsíðunni var merki ÍBV sem leiddi til þess misskilnings að fólk hélt að skráin væri gefin út af félaginu.   Í kjölfar þess kom þessi tilkynning frá ÍBV: „Vegna misskilnings sem er í gangi vil ég fyrir hönd ÍBV íþróttafélags koma eftirfarandi á framfæri: Símaskráin sem borin var í hús í vikunni er ekki gefin út af félaginu og tengist félagið útgáfu þess ekki á nokkurn hátt.“   Eyverjar gáfu símaskrána út Símaskráin var gefin út af Eyverjum. Nökkvi Dan Elliðason hafði þetta að segja fyrir hönd Eyverja í samtali við Eyjafréttir í dag.   „Við í Eyverjum sátum samtals 10 klukkutíma í yfirferð á gagnaskránni sem við áttum. Vissulega eru einhverjir fallnir frá og einhverjir með vitlaus símanúmer en nokkuð öruggt er að þeir sem eru í símaskránni 2018 eru einnig í gagnaskránni hjá ja.is af því við hreinsuðum út alla sem voru ekki þar.   En við áttum alveg eins von á að fólk myndi blása upp að þetta væri allt vitlaust og ömurlegt og því settum við í lok bæði nafna- og fyrirtækja símaskránna emailið þar sem benda má á villur o.þ.h. Verst finnst mér þó ef fólk ætlar að hella sér yfir alla þá vinnu sem var lagt í þetta, þar sem það eru áralangar hefðir fyrir þessu riti og nú með skemmtilegu ívafi um “þjóðarstolt” okkar Eyjamanna; ÍBV. Unglingahreyfing á aldrinum 15-21 árs sem öll hafa æft og spilað fyrir ÍBV að leggja mikinn metnað í að rífa upp áralanga hefð frá dauða, er það ekki eitthvað sem við eigum að fagna frekar en að dreifa skít yfir? Vissulega er letrið smærra en við ætluðum okkur en það var vegna samskiptaörðuleika við prentsmiðjuna sem prentaði símaskránna. Takk fyrir mig og megi emailið: nokkvi16@ru.is fyllast af villuábendinum næstu mánuðina svo við getum gert símaskránna 2019 ennþá betra og skemmtilegra.“  

Álagning gjalda hjá Vestmannaeyjabæ

Álagning fasteignaskatts, holræsagjalda, sorpeyðingar- og sorphreinsunargjalda árið 2018, ásamt reglum um afslátt af fasteignaskatti hjá tekjulágum elli-og örorkulífeyrisþegum hjá Vestmannaeyjabæ var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í vikunni. Álagningarhlutfall gjalda er óbreytt milli ára.     Álagning fasteignaskatts, holræsagjalda, sorpeyðingar- og sorphreinsunargjalda árið 2018.   1. Fasteignaskattur af húsnæði verði eftirfarandi hlutfall af fasteignamati þeirra samkvæmt II. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum, og reglugerð um fasteignaskatt nr. 1160/2005. a). Íbúðir og íbúðarhús, útihús og mannvirki á bújörðum, sem tengd eru landbúnaði og sumarbústaðir: 0,35 %. b). Sjúkrastofnanir skv. lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leiksskólar, íþróttahús og bókasöfn 1,32% c). Allar aðrar fasteignir: 1,65 %. 2. Holræsagjald af fasteignamati húsa og lóða skv. reglugerð. a) Íbúðir og íbúðahús, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði og sumarbústaðir: 0,20%. b) Allar aðrar fasteignir: 0,30%. 3. Bæjarráð samþykkir að lagt verði sorpeyðingargjald á hverja íbúð, kr. 38.526 og að a)sorphirðu- og tunnuleigugjald verði kr. 17.055 á hverja íbúð. b) Sorpbrennslu? og sorpeyðingargjöld fyrirtækja samkvæmt samþykktri gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs sem tekur gildi þann 1. janúar 2016. 4. Gjalddagar fasteignagjalda skulu vera tíu þ.e. 15. feb., 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. sept., 15. okt., 15. nóv. 5. Dráttarvextir reiknast af gjaldföllnum fasteignagjöldum 30 dögum eftir gjalddaga. 6. Bæjarráð samþykkir að veittur verði 5% staðgreiðsluafsláttur af fasteignasköttum, holræsagjöldum skv. liðum 1 og 2 hér að ofan, séu þau að fullu greidd eigi síðar en 09. febrúar 2018. 7. Bæjarráð samþykkir að fella niður fasteignagjöld ellilífeyrisþega,og öryrkja skv. neðangreindum reglum:   Reglur um afslátt af fasteignagjöldum hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum hjá Vestmannaeyjabæ.   1. gr. Elli og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í Vestmannaeyjum og eru þinglýstir eigendur viðkomandi húsnæðis er veittur afsláttur af fasteignaskatti, holræsagjöldum og sorpgjöldum samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Vestmannaeyja ár hvert og reglum þessum, sbr. heimild í 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Afslátturinn er tekjutengdur.   2. gr. Rétt til afsláttar eiga íbúðareigendur: a) Sem eru 67 ára á árinu eða eldri b) Hafa verið úrskurðaðir 75% öryrkjar fyrir 1. janúar álagningarárið. c) Afslátturinn nær einungis til þeirrar íbúðar sem viðkomandi býr í.   3. gr. Þegar um hjón eða sambúðaraðila er að ræða nægir að annað hjóna eða sambúðaraðila fullnægi því skilyrði að vera elli- og eða örorkulífeyrisþegi. Falli annar aðilinn, frá, þá á sá eftirlifandi rétt á því að njóta afsláttar hjóna, eða sambúðaraðila, út árið sem fráfallið átti sér stað á, óski hann þess. 4. gr. Afsláttur er hlutfallslegur af heildartekjum þ.e. tekjum sem mynda álagningarstofn tekjuskatts-útsvars og fjármagnstekjuskatts, eins og þesssar tekjur voru á næsta ári á undan álagningarári. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks. Viðmiðunarfjárhæðirnar skulu framreiknaðar árlega með tilliti til breytinga á launavísitölu frá upphafi til loka þess tekjuárs sem miðaða er við hverju sinni.   5. gr. Framkvæmd útreiknings afsláttar fer þannig fram að gögn eru sótt til RSK um það hverjir eigi rétt á afslætti og hverjar tekjur þeirra voru á næsta ári á undan álagningarárinu. Þegar nýtt skattframtal liggur fyrir á álagningarári er heimilt að endurreikna afslátt þeirra er þess óska og leiðrétta í samræmi við nýjar forsendur.   6. gr. Tekjumörk eru sem hér segir: 1. Fyrir einstakling: a. Brúttótekjur 2016 allt að 4.388 þús. kr. 100% niðurf. b. Brúttótekjur 2016 allt að 5.193 þús. kr. 70% niðurf. c. Brúttótekjur 2016 allt að 5.896 þús. kr. 30% niðurf.   2. Fyrir hjón, sem bæði eru ellilífeyrisþegar: a. Brúttótekjur 2016 allt að 5.278 þús. kr. 100% niðurf. b. Brúttótekjur 2016 allt að 6.379 þús. kr. 70% niðurf. c. Brúttótekjur 2016 allt að 7.231 þús. kr. 30% niðurf.   Við mat á niðurfellingu fasteignaskatts af eigin íbúð 75% öryrkja, sem þeir búa í, skal hafa hliðsjón af fyrrgreindum reglum.   3. Sorphirðu-/sorpeyðingargjald, holræsagjald og lóðarleiga verði fellt niður eða lækkað í samræmi við ofangreindar reglur hvað varðar eigin íbúð ellilífeyrisþega og 75% öryrkja, sem þeir svo sannarlega búa í.  

Tveir skólastjórar og tveir aðstoðarskólastjórar

Tillaga um breytt skipurit og stjórnun Grunnskóla Vestmannaeyja var til umræðu á fundi fræðsluráðs þann 4. janúar. Í bókun ráðsins kemur fram að kanna eigi forsendur þess að hafa tvo skólastjóra við GRV auk tveggja aðstoðarskólastjóra. Þar segir að fyrir liggi að skipurit stjórnunar GRV sé þannig háttað í dag að yfir GRV er fimm manna stjórnendateymi sem samanstendur af skólastjóra, tveimur aðstoðarskólastjórum, hvor yfir sinni starfsstöð og tveimur deildarstjórum, einum í hvorri starfsstöð en það fyrirkomulag varð til við síðustu breytingu á skipuriti Grunnskóla Vestmannaeyja árið 2006 með sameiningu Hamarsskóla og Barnaskóla Vestmannaeyja í einn skóla, Grunnskóla Vestmannaeyja.   Tveir að hætta í stjórnunarteyminu Breytingar verða á stjórnunarteymi GRV á næstu mánuðum. Aðstoðarskólastjóri Hamarsskóla Elísa Kristmannsdóttir hefur látið af störfum og sá sem leyst hefur hana af mun hætta í næsta mánuði. Auglýsa þarf starf aðstoðarskólastjóra auk stöðu deildarstjóra við Hamarsskóla. Þykir því eðlilegt við þau tímamót að endurskoða stöðu stjórnunarteymisins með það að markmiði að halda áfram að tryggja markvissa og faglega stjórnun sem nýtist fræðslustofnuninni sem allra best.   Óhagræði að skólastjóri þurfi að deila sér niður á tvær starfsstöðvar Bent hefur verið á ákveðið óhagræði af því að skólastjóri þurfi að deila sér niður á tvær starfsstöðvar. Þó kostirnir við að hafa einn skólastjóra yfir GRV geti verið þeir að skólastarfið virki betur sem ein heild, stjórnunin sé á einni hendi og ákvörðunartaka ætti að vera markvissari þá eru vankantarnir þó þeir að starfsemin gæti talist of umfangsmikil vegna fjölda nemenda, bekkja og starfsfólks og fjarlægðar milli starfsstöðva. Þannig geti því skapast álag á stjórnendur sem hafa þá takmarkaða getu til að sinna væntingum allra innan skólans. Álag á kennara er mikið og óskuðu kennarar eftir meiri stuðningi og nærveru stjórnenda. Í skýrslu Ráðríks frá 2016 var bent á að slíkt geti leitt af sér of flata stjórnun sem leiði til þess að verkaskipting verði óskýr og starfsfólk viti ekki alltaf hver hafi úrslitavald um hvert mál. Skólastjóri þurfi að dreifa sér of víða og því komi oft í hlut annarra að taka ákvarðanir og leysa málin þegar hann er fjarverandi. Einnig kom í ljós við vinnu starfshóps um starfsumhverfi kennara við GRV að álag á kennara sé mikið og gjarnan óskuðu kennarar eftir meiri stuðningi og nærveru stjórnenda.   Ráðið samþykkti að kanna forsendurnar Með ofangreint að leiðarljósi samþykkti ráðið að kanna forsendur þess að hafa tvo skólastjóra við GRV auk tveggja aðstoðarskólastjóra og starfi hvort par fyrir sig í hvorri starfsstöðinni. Skólinn verði þó áfram undir nafni GRV og áfram aldursskiptur.   Ákveðnum spurningum ósvarað hvað málið varðar Á fundi fræðsluráðs á mánudaginn voru aftur ræddar breytingar á skipuriti og stjórnun GRV en þá fór fræðsluráð yfir umsagnir skólaráðs GRV, Kennarafélags Vestmannaeyja og minnisblað framkvæmdastjóra fræðslusviðs hvað varðar hugmyndir að breyttu skipuriti stjórnkerfis GRV. Umsagnir skólaráðs og KV voru ekki afgerandi en kostir og gallar taldir upp en báðar umsagnir tóku sérstaklega fram mikilvægi þess að skólinn starfi áfram undir merkjum GRV. Augljóst þykir af umsögnunum að bæði skólaráð GRV og Kennarafélag Vestmannaeyja telja ákveðnum spurningum ósvarað hvað málið varðar.   Stofnaður verði samráðshópur Því telur fræðsluráð æskilegt að stofnaður verði samráðshópur, þar sem í sitja framkvæmdastjóri fræðslusviðs, fræðslufulltrúi, tveir fulltrúar Kennarafélags Vestmannaeyja og tveir fulltrúar skólaráðs GRV, sem mun gefa ráðgefandi álit á breyttu skipuriti GRV. Fræðsluráð óskar eftir að niðurstaða hópsins liggi fyrir ekki síðar en um miðjan næsta mánuð, segir í bókun meirihlutans.   Eyjalistinn er á móti því að skólanum verði tvístrað upp í tvær aðskildar rekstrareiningar Í bókun Eyjalistans kemur fram að þau telja skynsamlegt að íhuga vel hvort bæta eigi við skólastjóra GRV. Þörfin til þess að styrkja stjórnendateymið virðist vera til staðar. Aukið álag hefur skapast á stjórnendur vegna fjölda nemenda og bekkja sem og fjarlægðar milli starfsstöðva. Mögulegt er að létta þetta aukna álag, m.a. með ráðningu rekstrarstjóra sem myndi starfa beint undir skólastjóra eða með því að auka við deildarstjóra á hvorri starfsstöð. Eyjalistinn er fylgjandi því að skipaður verði samráðshópur til að kanna hvaða útfærsla þyki farsælust með ofangreint að leiðarljósi. Samráðshópurinn verði skipaður af aðilum skólaskrifstofu, skólaráðs GRV og Kennarafélags Vestmannaeyja og það verði vandað til verka án þess að málið fái einhverja sérstaka flýtimeðferð. Eyjalistinn er alfarið á móti því að skólanum verði tvístrað upp í tvær aðskildar rekstrareiningar, segir í bókun þeirra.    

Eyjan mín bjarta nú leik ég þér lag

Eftir helgi eru 45 ár frá því að gos hófst í Vestmannaeyjum aðfaranótt 23. janúar 1973. Allan þann tíma unnu Eyjamenn og vinir þeirra hörðum höndum að því að bjarga verðmætum og vernda mikilvæg mannvirki. Um leið og gosi var afýst hófst fólk handa við að skipuleggja heimferð fjölskyldu og vina, því Eyjan skyldi aftur fyllast af mannlí og verða græn. Hvernig menn og konur höfðu orku og hugmynda ug til að grafa upp heila Eyju með takmörkuðum manna a og enn takmarkaðri tækjakosti er mörgum hulin ráðgáta. Og þó, ástin á þessari Eyju virðist takmarkalaus, um það vitna hundruðir ljóða og texta og við þau/ þá hafa menn samið lög. Sum þeirra verða flutt í Hörpu 20. janúar næstkomandi, ásamt ýmsu fleiru.   Eyjan mín bjarta í Eldborgarsal Hörpu Það verður sannkölluð Eyjastemn- ing í Eldborgarsal Hörpu á laugardaginn þegar stærsta árgangs- og ættarmót á Íslandi verður haldið og er þetta fyrir löngu orðinn fastur liður hjá mörgum. Flutt verða Eyjalög frá öllum tímum, en sérstaklega verða teknir fyrir bræðurnir Gyl og Lýður Ægissynir. Þeir eru Eyjapeyjar þótt fæddir séu á Siglu rði, það kemur glögglega fram í textum þeirra bræðra. Lögin hans Oddgeirs verða á sínum stað ásamt nýjum lögum og má þar nefna lag Guðrúnar Erlingsdóttur, Noregsfarar. Bjarni Ólafur Guðmundsson eða Daddi eins og við est þekkjum hann, skipuleggjandi sagði í samtali við Eyjafréttir að best væri af öllu að mæta og upplifa þetta. „Stemningin í Hörpu á Eyjatónleikunum er löngu orðin vel þekkt og þú hreinlega mátt ekki missa af þessu kvöldi.“   Bestu lög Eyjanna með úrvali listamanna. Þórir Úlfarsson stýrir skútunni og spilar á hljómborð og með honum verða Birgir Nielsen Þórsson á trommur, Eiður Arnarsson á bassa, Jón Elfar Hafsteinsson á gítar, Kjartan Valdemarsson á hljómborð, Kjartan Hákonarson á trompet og Flugelhorn og Sigurður Flosason á saxafón, autu og slagverk. Söngvararnir sem koma fram í Eldborg þetta kvöld eru Jónsi, Jóhanna Guðrún, Stefán Hilmars- son, Eyjabræðurnir Helgi og Hermann Ingi Hermannssynir, Eyjakonan Guðlaug Ólafsdóttir, Eyjamaðurinn Kristján Gíslason, Alma Rut Kristjánsdóttir og Karlakór Vestmannaeyja. Sérstakir gestir verða svo Eyjapeyjarnir í Hröfnum. Hljómsveitina Hrafna skipa Hlöðver Guðnason, bræðurnir Georg og Vignir Ólafssynir og bræðurnir Helgi og Hermann Ingi Hermannssynir.   Fyrsta eftirpartýið í Hörpu Þetta verður í fyrsta skipti sem tónleikagestum stendur til boða að doka við og spjalla eftir. Í þessu stærsta árgangs- og ættarmóti Íslands verður opinn bar eftir tónleika og bæði Hrafnar og Karlakór Vestmannaeyja ætla að troða upp. „Það verður því nægur tími til að hitta fólk og spjalla um gamla góða tíma, faðma, brosa, hlægja, syngja, segja sögur og hafa gaman, eiga dýrmætan tíma með fólki sem okkur þykir vænt um,“ sagði Daddi. Það er ekki annað að sjá en að á laugardaginn verði sannkölluð Eyjastemning í Hörpu sem vert er að upplifa. Hægt er að kaupa miða á, harpa.is og tix.is eða í miðasölu Hörpu í síma 528-5050.    

Eyjamenn senda höfuðborgarbúum drykkjarföng

Í ljósi frétta af fjölgun jarðvegsgerla í kalda vatni höfuðborgarsvæðissins hefur brugghúsið The Brothers Brewery ákveðið að bregðast við og senda drykkjarföng á höfuðborgarsvæðið. Telja eigendur The Brothers Brewery að með þessu séu þeir að létta undir með höfuðborgarbúum enda með öllu ótækt að sjóða þurfi drykkjarvöru þeirra á meðan þetta ástand gengur yfir.   Á bóndadaginn sem er næstkomandi föstudag hefst sala á þorrabjórum í Vínbúðunum og er 23.01.73 fyrsti bjór The Brothers Brewery sem kemur í sölu í Vínbúðunum. The Brothers Brewery hefur haft framleiðsluleyfi í um tvö ár og hingað til eingöngu þjónað eyjamönnum og örfáum veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu hingað til. The Brothers Brewery vann á sínu fyrsta starfsári til verðlauna með bjór ársins á bjórhátíðinni á Hólum með sjómannabjórinn Togarann og á síðasti ári fékk brugghúsið 2.verðlaun fyrir tunnuþroskaðann Surtsey á sömu hátíð.   Nafnið á bjórnum kemur til af upphafi eldgossins á Heimey 23.janúar 1973 en í næstu viku eru 45 ár liðin frá upphafi eldgossins. Með þessu nafni vilja eigendur The Brothers Brewery tileinka bjórnum öllum þeim eyjamönnum sem fluttu til eyja aftur eftir gos og byggðu upp það samfélag sem Vestmannaeyjar er í dag. 23.01.73 er dökkur bjór með skírskotun í öskuna sem fyllti bæinn á meðan á eldgosinu stóð.   Höfuðborgarbúar geta verslað 23.01.73 í Vínbúðunum í Skútuvogi, Heiðrúnu, Kringlunni, Skeifunni, Dalvegi, Hafnarfirði og einnig eiga Akureyringar og Vestmannaeyingar möguleika að versla bjórinn í sínum Vínbúðunum.    

Jóhanna Magnúsdóttir er matgæðingur vikunnar - Kjúklingur í hnetusósu

Nói Bjarnason er Eyjamaður vikunnar - Sigraði búningakeppnina sem maður í búri

Ár hvert halda Eyverjar búningaball fyrir yngri kynslóðina á Þrettándanum þar sem keppt er um hver er í besta búningnum. Að þessu sinni stóð Nói Bjarnason uppi sem sigurvegari en hann var maður í búri og er hugmyndin komin frá smáforritinu Minecraft. Nói er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni   Nafn: Nói Bjarnason. Fæðingardagur: 18. október 2008. Fæðingarstaður: Odense, Danmörku. Fjölskylda: Mamma mín heitir Tinna Tómasdóttir, pabbi minn heitir Bjarni Ólafur Marinósson, systur mínar tvær heita Emelía Ögn og Sara Björk. Uppáhalds vefsíða: www.youtube.com. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Þegar það er sungið afmælissönginn. Aðaláhugamál: Byggja úr Lego með mínum hugmyndum. Uppáhalds app: Minecraft. Hvað óttastu: Hvirfilbyl. Mottó í lífinu: Að vera hjálpsamur og góður. Apple eða Android: Apple. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Leonardo da Vinci. Hvaða bók lastu síðast: Jólasyrpa. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Messi, Dagur Arnarsson frændi minn og ÍBV. Ertu hjátrúarfullur: Nei. Stundar þú einhverja hreyfingu: Ég labba eiginlega alltaf heim úr skólanum. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ævintýramyndir. Hvað finnst þér skemmtilegast við Þrettándann: Að fara á grímuballið, hitta Tröllin í göngunni og vera púki. Í hvaða búningi varstu á ballinu og hvers vegna: Ég var maður í búri sem Steve úr Minecraft hélt á út af því að mér finnst Minecraft skemmtileg og pabbi fann þessa hugmynd. Bjóstu við því að sigra búningakeppnina: Ég bjóst alveg við því út af búningnum og vonaðist mikið til þess.  

Útkallstími í báðum tilvikum eðlilegur

Staðarvöktuð þyrla mundir auka gæði bráðaþjónustu við fólk svo um munar

Sjúkraflug er mikilvægur hlekkur í bráðaþjónustu. Þá helst þegar alvarlega veikir eða slasaðir þurfa fá sérhæfða læknishjálp. Oft skiptir þar mestu að viðbragðstími og flutningstími sé sem stystur. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út tvisvar til Vestmannaeyja í desember vegna alvarlegra veikinda sem komið höfðu upp. Um var að ræða F1 útkall, sem þýðir að líf er í hættu. Vegna þoku var ekki talið öruggt að senda sjúkraflugvél Mýflugs og var þyrlan því kölluð til. Þyrlan LHG er á bakvakt og tekur það um 45-60 mínútur að gera hana klára í útkall.     Netið rosalega viðkvæmt Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sagði í samtali við Eyjafréttir að þetta kæmi oft upp eins og við vitum flest. „Viðbragði Gæslunnar var seinkað einhverra hluta vegna. Það getur verið út af hvíldartíma áhafnar. Eftir því sem mér skildist hafði áhöfnin verið í flugi um nóttina þannig að þeir þurfa hvíldartíma. Þeir þurfa að fylgja öryggisreglum. En það segir okkur það jafnframt að netið sem við erum með í dag er rosa viðkvæmt og veikt.“     Staðarvöktuð þyrla lausnin Styrmir kallar eftir heildstæðari lausnum, meðal annars með staðarvaktaðri sjúkraþyrlu. „Við erum að reyna að benda fólki á straumlínulaga ákvarðanatökuna þannig að hún verði sem fæstar mínútur. Þannig að þá sé hægt að kalla út þyrlu Gæslunnar ef veður leyfir ekki lendingu flugvélar. Þannig tryggjum öruggari þjónustu fyrir okkur.“ Stymir sagði að með staðarvaktaðri þyrlu sem væri annaðhvort í Vestmannaeyjum eða Rangárþingi styttum við viðbragðið til sjúklings. „Þá erum við að tala um að sjúklingur er komin með sérhæft fólk og þyrlu á innan við hálftíma. Ef þyrlan er staðsett í Vestmanneyjum í skýli og til viðbragðs þá getur sjúklingur verið komið í loftið á fimm til tíu mínútum. Þetta mundi auka öryggistilfininguna svo um munar,“ sagði Styrmir. Skoða þyrfti samt hvar best væri að hafa þessa þyrlu staðsetta til að þjóna öllu umdæmi HSU á Suðurlandi.     Um hundarð sjúkraflug til Vestmannaeyja 2017 Mýflug fór að sögn Styrmis um hundrað sjúkraflug til Vestmannaeyja á síðasta ári. Að sökum landfræðilegrar staðsetningar eiga þeir oft erfitt með að standa við viðbragðstíma sem talað er um í samningum. „Þeir eru til dæmis ekki alltaf með lækni um borð í vélinni sinni og þurfa þá jafnvel að koma við og sækja hann á Akureyri eða í Reykjavík sem lengir viðbragðstímann“ sagði Styrmir.   Bæjaryfirvöld taki málið Stymir vill sjá bæjarstjórn Vestmannaeyja taka þetta mál á lofti og þrýsti á „ ég hef séð þau þrýsta á málefni og rífa kjaft út af öðrum hagsmunamálum Eyjamanna” Ég vill sjá þau gera það fyrir þetta líka. Þetta getur aukið öryggi fólks til muna. “ sagi Stymir að lokum.   Þyrlupallur byggður í samráði við LHG Stymir sagði að mikilvægt væri að fagaðilar komi að gerð þyrlupalls ef það verður að veruleika. En bæjarráð hefur samþykkt til­lögu Stef­áns Óskars Jónas­son­ar, bæj­ar­full­trúa E-list­ans, að fara þess á leit við sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra að byggður verði þyrlupall­ur á lág­lendi Heima­eyj­ar. „Það er mjög mikilvægt ef bæjarráð er í pælingum um þyrlupall þarf það að gerast í mjög góðu samráði við flugrekstaraðila eins og LHG,“ sagði Styrmir.  

Mikil óánægja með sorphirðu

Í vikunni fjallaði Framkvæmda- og hafnaráð um þann hluta árlegarar þjónustukönnunar Gallup sem snýr að ráðinu. Könnun þessi er gerð til að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð þar á ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum og fór hún fram frá 3. nóvember til 17. desember. Eingöngu var spurt út í einn lið er snýr að þjónustu ráðsins og sneri hann að sorphirðu. Þegar spurt var hversu ánægðir íbúar væru með þjónustu í tengslum við sorphirðu í sveitarfélaginu kom í ljós að af þeim sem tóku afstöðu (84%) voru eingöngu 55% ánægð en 45% óánægð. Meðaleinkunn sveitarfélaga á þessari spurningu á skalanum 1 til 5 var 3,6 en einkunn Vestmannaeyjabæjar einungis 3 og því langt undir meðaltali.   Þessi niðurstaða er í samræmi við það sem ráðið hefur áður rætt og full ástæða til að taka hana alvarlega. Því fól ráðið framkvæmdastjóra þegar að boða forsvarsmenn Kubbs sem annast sorphirðu og –meðhöndlun til fundar við ráðið svo fljótt sem verða má.   Eins og þekkt er var sorpbrennslu bæjarins lokað árið 2011 að kröfu Umhverfisstofnunar. Síðan þá hefur bæjarfélagið glímt við mikinn vanda innan málaflokksins og orðið að flytja stóran hluta þess til förgunar um langan veg. Á árinu 2018 er áætlað að tekin verði stór skref í átt að varanlegri lausnum og er þar sérstaklega horft til þess að taka upp brennslu á ný í fullkomnum ofni.  

Elís Jónsson hyggst gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

„Í bréfi til meðlima í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins þann 4. janúar sl. gerði ég grein fyrir minni skoðun og skilning mínum á fundi fulltrúaráðsins 27. desember síðastliðinn. Í framhaldi kom tilkynning frá stjórn fulltrúaráðsins til meðlima sem staðfesti skilning minn enda brugðust fundarmenn við með lófaklappi og enginn hreyfði andmælum þegar fundarstjóri tilkynnti skilning sinn að þar með lægi fyrir ákvörðun um prófkjör. Ég vona að fyrirhugaður fundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum kl. 20 í kvöld taki af allan vafa enda náðist einróma samstaða í stjórn fulltrúaráðsins um prófkjör eftir að uppstilling var felld af fulltrúaráði á fyrrgreindum fundi. Ég tel að með þessari ákvörðun sé komið til móts við vilja kjósenda í Vestmannaeyjum um að þeir fái að velja þá fulltrúa sem þeir treysta best á lista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 26. maí næstkomandi. Ég vona að sú biðstaða sem myndaðist eftir að nýr fundur var boðaður leysist endanlega og nú opnist leið fyrir áhugasama einstaklinga til að gefa kost á sér í prófkjör. Að því sögðu vil ég koma á framfæri því sama og ég sendi í bréfi mínu til meðlima í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum að ég mun ekki skorast undan þeim áskorunum og hvatningum sem mér hafa borist og mun að sjálfsögðu gefa kost á mér í fyrsta prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum síðan 1990.“   Með vinsemd og virðingu, Elís Jónsson.  

91% ánægð með Vestmannaeyjar sem stað til að búa á

Ómar Garðarsson er Eyjamaðu vikunnar - Byrjaði í blaðamennsku eftir að hafa sofið yfir sig

Það er vel við hæfi að Ómar Garðarsson sé fyrsti Eyjamaður vikunnar á árinu 2018 en hann hætti störfum hjá Eyjafréttum í lok árs 2017 eftir rúmlega 30 ára feril sem blaðamaður og ritstjóri. Ómar segir það hálfgerða tilviljun að hann hafi fetað þessa braut í lífinu og að gott samstarfsfólk sé m.a. það sem stendur upp úr á ferlinum. Ómar er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.   Nafn: Ómar Garðarsson. Fæðingardagur: Þann 17. september 1949. Fæðingarstaður: Reykjavík en ólst upp á Seyðisfirði frá tveggja ára aldri. Fjölskylda: Giftur Þorsteinu Grétarsdóttur og við eigum fjögur börn og barnabörnin eru átta. Uppáhalds vefsíða: Innlendar fréttasíður. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Öll góð tónlist, sama í hvaða flokki hún er. Aðaláhugamál: Fram að þessu hefur það verið vinnan. Líka íþróttir og íþróttastarf, líkamsrækt, bíómyndir, tónlist og bækur og margt fleira. Uppáhalds app: Veit ekki. Hvað óttastu: Að vera einn. Mottó í lífinu: Að vera skikkanleg manneskja. Apple eða Android: Er það ekki Android? Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Það væri gaman að sitja á spjalli við Brian Wilson, úr Beach Boys, sem er reyndar enn á lífi og John Lennon úr Bítlunum. Miklir meistarar báðir tveir. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Margrét Björk sem dansar svo flott, Ari Sigurgeirsson, Framari og Victoría Ísól hestakona. ÍBV og aftur ÍBV og svo smá Liverpool. Ertu hjátrúarfullur: Já, með stórum staf. Stundar þú einhverja hreyfingu: Sprikla reglulega í Hressó sem er ein af stoðum Vestmannaeyja. Uppáhaldssjónvarpsefni: Vandaðir þættir af öllum gerðum og svo fréttir. Hvenær byrjaðir þú í blaðamennsku og af hverju ákvaðstu að feta þá braut: Í júní 1986. Fyrir tilviljun og stutta svarið er að ég svaf yfir mig. Hvað stendur upp úr á yfir 30 ára ferli: Gott samstarfsfólk og það traust sem mér hefur verið sýnt í gegnum árin. Hvað tekur nú við: Ýmis verkefni tengd fjölmiðlun og svo bara að njóta lífsins á meðan heilsan leyfir.  

Ánægður með samskiptin við Eyjamenn sem hafa tekið okkur vel - myndir

Rétt fyrir jól hélt Hampiðjan fund á verkstæði sínu í Vestmannaeyjum um veiðar og veiðarfæri á nýju verkstæði sínu. Þangað mættu skipstjórnarmenn og forráðmenn sjávarútvegsfyrirtækja í Eyjum og kynntu sér þessa stórglæsilegu aðstöðu sem Hampiðjan býður upp á og helstu nýjungar í veiðarfærum og þróunarvinnu fyrirtækisins.   Jón Oddur Davíðsson, markaðs- og sölustjóri Hampiðjunnar á Íslandi rakti sögu félagsins sem stofnað var í miðri kreppu árið 1934. Fyrst eingöngu til að framleiða garn úr hampi, manillu og sísal til netahnýtingar. Lengst af var Hampiðjan til húsa í Stakkholtinu í Reykjavík og út um allan bæ voru konur og karlar að hnýta netastykki fyrir hana. Síðan hefur félagið eflst og dafnað og útrás hófst upp úr 1995. Einar Skaftason, veiðarfærahönnuður sagði frá tankferð Hampiðjunnar til Danmerkur 2016 og þróun trolla sem fyrirtækið framleiðir, eins Seastar, breiðtrollum og flottrollum. Kristinn Gestsson, sölumaður veiðarfæra lýsti kostum nýrra Thyborøn botn– og flottrollshlera. Guðmundur Gunnarsson sagði frá T90 trollpokunum og DynIce tógunum. Rekstur Hampiðjunnar er núna umfangsmikill á heimsvísu og spannar allt frá Dutch Harbor á vestasta odda Alaska til bæjarins Nelson á suðureyju Nýja Sjálands. Í Vestmannaeyjum eru þrír starfsmenn. Forstjóri Hampiðjunnar, sem er alfarið í eigu Íslendinga, er Hjörtur Erlendsson. Auk starfseminnar á Íslandi er Hampiðjan með starfsemi í Færeyjum, Noregi, Danmörku, Grænlandi, Írlandi og Litháen, þar sem öll framleiðsla á tógum og netum er. Líka í fjarlægum löndum eins og Rússlandi, Ástralíu og Nýja Sjálandi, Nýfundnalandi, Seattle í Bandaríkjunum og litla starfsstöð á austurströndinni nálægt Boston. Á Íslandi eru starfsstöðvar í Reykjavík, Vestmannaeyjum og svo á Hampiðjan meirihluta í Fjarðaneti sem starfar á Norðfirði, Akureyri og Ísafirði. „Í allt eru þetta 35 starfsstöðvar í tólf löndum. Starfsmenn eru í allt rúmlega 900 og þar af 70 á Íslandi.“ sagði Hjörtur forstjóri í samtali við Eyjafréttir eftir fundinn. „Félagið hafði vaxið hér innanlands en það var árið 1995 sem við fórum að horfa út fyrir landssteinana. Við byrjuðum í Nýja Sjálandi og Namibíu og stóra stökkið tókum við árið 2016 með kaupum á netagerðarfyrirtækinu Voninni í Færeyjum. Með því tvöfölduðum við veltu Hampiðjusamstæðunnar. Við gerum upp í evrum og var veltan 2016 rúmlega 117 milljónir evra eða 14,5 milljarðar á gengi dagsins í dag.“ sagði Hjörtur. „Ég er mjög ánægður með samskiptin við Eyjamenn enda hefur okkur verið tekið afskaplega vel og allt gert til að greiða götu okkar. Við viljum að Eyjamönnum gangi allt í haginn í leik og starfi og viljum bjóða uppá góða og vandaða þjónustu fyrir útgerðarfyrirtækin sem starfa í Eyjum enda eru Eyjarnar ein stærsta fiskveiðihöfnin á Íslandi.“   Hér bjóðum við upp á fyrsta flokks aðstöðu „Ég get fullyrt að hér bjóðum við upp á fyrsta flokks aðstöðu sem skilar sér í bættri vinnuaðstöðu og betri þjónustu við viðskiptavini,“ sagði Eiríkur Sigurgeirsson, Eyjamaður sem lengi hefur þjónað Hampiðjunni. „Lengd hússins var nær þrefölduð úr 21 metra í 60 metra sem gerir alla vinnu bæði auðveldari og léttari. Við erum með tvær brautir, nótabraut með fimm kraftblökkum auk hjálparspila. Við enda brautarinnar er gryfja fyrir næturnar þannig að þær taki ekki eins mikið pláss í húsinu. Verði ekki eins og mikið fjall á gólfinu. Flottrollsbrautin er með flottrollstromlur á báðum endum og í loftinu eru svo blakkir til að greiða trollin í sundur og færa þau til eftir þörfum. Ég held því fram að hér séum við með frábæra aðstöðu sem skilar sér í færri unnum tímum við hvert verk. Starfsmannaaðstaðan stenst líka allar kröfur sem gerðar eru í dag,“ sagði Eiríkur að endingu. Á fundinum var boðið upp á fyrsta flokks veitingar sem Sigurður Gíslason, stórkokkur á GOTTsá um.    

Fréttatilkynning - Mótmæla harðlega að leggja af losunar-og sjósetningarbúnað íslenskra skipa

 Á aðalfundi Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda sem haldinn var þann 29. des. sl. var mótmælt harðlega tilræði Samgöngustofu til að leggja af losunar-og sjósetningarbúnað íslenskra skipa.   Greinargerð Samgöngustofa er að vinna að drögum að reglugerð þar sem til skoðunar er að alþjóðlegar kröfur um björgunarbúnað gildi, þannig að núverandi íslenskar sérkröfur verði valkostur útgerðar. Það vita það allir sem vilja vita að það kostar pening að hafa alvöru björgunartæki um borð í skipum og viljum við benda Samgöngustofu á að kynna sér hversu mörgum mannslífum sleppibúnaðurinn hefur bjargað . Fundurinn hvetur Rannsóknarnefnd sjóslysa og Samgöngustofu til að meta hvaða sjósetningarbúnaður standist þær kröfur sem menn ætlast til og veiti ekki falskt öryggi. Við höfum séð alltof mörg dæmi um mismunandi tegundum af sjósetningarbúnaði á undanförnum árum sem hafa ekki virkað og sjómenn látist. Það eru engar reglur um að losunar-og sjósetningarbúnaður skili gúmmíbáti upp á yfirborðið óháð dýpi eða hvort skipið sé á hvolfi. Það er til búnaður sem er hannaður til að skila gúmmíbáti uppblásnum við hlið skips óháð dýpi, sama hvernig skip snýr. Fundurinn hvetur starfsfólk Samgöngustofu sem vinnur að öryggismálum að færa ekki öryggismál sjómanna 37 ár aftur í tímann og jafnframt að boða forystumenn sjómannasamtakanna og Rannsóknarnefndar sjóslysa til samstarfs við nýja reglugerð.   Bergur Kristinsson formaður Ss- Verðandi

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Stjórnmál >>

„Var það ekki fyrsta val hjá neinum en varð á endanum að sátt“

Elliði Vignisson gaf kost á sér í fromboði til sveitastjórnakosninga, sama hvaða leið yrði fyrir valinu. í gær var tillaga um prófkjör felld og samþykkt var að viðhöfð verði röðun, við val á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.   Lagði til að farið yrði í leiðtogaprófkjör Elliði sagði í samtali við Eyjafréttir að fundurinn hafi verið fjölmennur og góður. „Hann var boðaður til að hægt yrði að fjalla um hvaða leið væri best til að ákvarða framboðslista okkar Sjálfstæðismanna fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þá þegar höfðum við greitt atkvæði um uppstillingu og þótt sú tillaga fengi um 57% atkvæða þá dugði það ekki þar sem skipulagsreglur okkar gera ráð fyrir að það þurfi aukinn meirihluta (66%) til þess. Fundurinn í gær hófst á því að flutt var tillaga um prófkjör en hún náði ekki einföldum meirihluta (50%). Þá fór staðan að þrengjast. Eftir nokkra umræðu var flutt tillaga um röðun og var hún samþykkt með rúmlega 75% atkvæða. Sjálfur hafði ég fyrir löngu sagt að ég myndi gefa kost á mér sama hvaða leið yrði fyrir valinu og ítrekaði það á þessum fundi. Ég er nú sá bæjarfulltrúi sem verið hef lengst í bæjarstjórn en af okkur 5 í meirihlutanum eru 3 á fyrsta kjörtímabili og eiga þau það öll sameiginlegt að vera á Eyverjaaldri og tvö þeirra eru konur. Það er staða sem Sjálfstæðisflokkurinn getur á fáum stöðum státað af. Með það í huga lagði ég til að farið yrði í leiðtogaprófkjör og ég myndi þá annaðhvort endurnýja umboðið eða Sjálfstæðismenn velja nýjan leiðtoga. Af öllum tillögum sem ræddar voru fékk þessi tillaga mín minnstan stuðning en af þeim rúmlega 50 sem sátu fundin var ég sá eini sem talaði fyrir slíku. Í félagsstarfi verður maður að unna því að stundum ákveður félagið eitthvað sem er öðruvísi en maður sjálfur myndi vilja.“     Er komin togstreita á milli fólks í flokknum í Eyjum? Á fundinum í gær var samþykkt tillaga um röðun sem er nokkurskonar blanda af prófkjöri og uppstillingu. Mér vitanlega var það ekki fyrsta val hjá neinum en varð á endanum að sátt og fékk rúmlega 75% atkvæða. Ég ætla ekki að vera í neinni fýlu þótt ég hafi ekki fengið fylgi við hugmynd mína um leiðtogaprófkjör. Á sama hátt sé ég ekki fyrir mér að ástæða sé til neinnar togstreitu og þvert á móti marg ítrekaði fólk með ólíkar skoðanir mikilvægi þess að allir færu sáttir af fundinum. Við Sjálfstæðismenn erum með gríðalega málefnalega sterka stöðu hér í Vestmannaeyjum. Frá því að við tókum við hafa nánast allar skuldir verið greiddar upp, allar fasteignir sveitarfélagsins verið keyptar til baka af Fasteign hf., þjónustustig verið aukið mikið, innragerð styrkt svo sem með byggingu á Eldheimum, knattspyrnhúsi, útivistarsvæði við sundlaugina og fl.. Þá sjá allir sem sjá vilja að okkur er full alvara með að halda áfram að gera gott betra. Á næstu dögum verður tekin í notkun stækkun á Hraunbúðum auk þess sem verið er að stækka Kirkjugerði, byggja þjónustuíbúðir fyrir aldraða, byggja nýtt sambýli og svo ótal margt í viðbót. Kosningar snúast jú á endanum um málefni en ekki skipulagsreglur flokka.  

Greinar >>

Trausti Hjaltason: Ánægja langt yfir landsmeðaltali

Árlega gerir Gallup þjónustukönnun í sveitarfélögum landsins. Á síðasta fundi Fjölskyldu- og tómstundarráðs var kynntur sá hluti sem snýr að ráðinu. Þegar spurt var hversu ánægðir íbúar væru með aðstöðu til íþrótta- iðkunar í sveitarfélaginu kom í ljós að af þeim sem tóku afstöðu voru 98% ánægð. Þegar spurt var hversu ánægðir íbúar væru með þjónustu við barnafjölskyldur í sveitarfélaginu kom í ljós að af þeim sem tóku afstöðu sögðust 83% ánægð. Þegar spurt var hversu ánægðir íbúar væru með þjónustu við fatlað fólk í sveitarfélaginu kom í ljós að af þeim sem afstöðu tóku sögðust 78% vera ánægð. Allt er þetta vel er yfir landsmeðaltali. Rétt er að óska starfsmönnum sérstaklega til hamingju með þennan árangur og er hann vitnisburður um þann metnað sem ríkir meðal starfsmanna sveitarfélagsins.   Nýjar þjónustuíbúðir Klárlega er hægt að gera betur og innan skamms opnar nýbygging við Hraunbúðir sem bæta mun mikið þjónustu við heimilisfólk sem glímir við heilabilun eins og Alzheimer. Hafinn er undirbúningur að nýjum þjónustuíbúðum fyrir aldraða í Eyjahrauni, byrjað er að hanna nýtt sambýli fyrir fatlaða og fjölga sérhæfðum leiguíbúðum fyrir þá svo eitthvað sé nefnt.   Vel tekist til í Heimaey Á síðasta fundi ráðsins var kynnt starfsemi Heimaeyjar - vinnu- og hæfingarstöðvar. Í Heimaey fer fram dagþjónusta, hæfing, iðja, starfsþjálfun og vernduð vinna samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks og eftir reglugerð um atvinnumál fatlaðs fólks. Ánægjulegt er að sjá hversu vel hefur tekist til með þær breytingar sem gerðar voru á húsnæðinu og þjónustu í málaflokknum. Rétt er að benda á að sífellt er þörf á nýjum heppilegum verkefnum fyrir starfsmenn í verndaðri vinnu og eru fyriræki og félagasamtök hvött til að nýta sér þjónustu sem þar stendur til boða.   Ný álma og starfsmönnum fjölgað á Hraunbúðum Framkvæmdum við nýja álmu við Hraunbúðir er að ljúka og markmiðið er að byrja að nýta hana í febrúar. Hjúkrunarforstjóri er að skipuleggja starfsmannahaldið og starfsemina en starfsmönnum í umönnun mun fjölga við þessar breytingar. Með þessu fjölgar herbergjum á Hraunbúðum og býr þá stofnunin yfir herbergjum í samræmi við þær heimildir sem hún hefur fyrir dvalar- og hjúkrunarrýmum. Nýja álman býður upp á möguleika til að mæta sérhæfðum þörfum þeirra sem mestu þjónustuna þurfa, s.s. fólk með heilabilun. Í nýrri álmu verður salur sem nýtist sem matar- og samverustaður.