Varmadæla kann að leysa vandann

Á vefnum mbl.is á máudag kom fram að HS-veitur hafa boðið út kaup og uppsetningu á varmadælu fyrir hitaveituna í Vest- mannaeyjum. Er þetta framkvæmd upp á einn milljarð króna og yrði fyrsta varmadælan fyrir heilt byggðarlag á Íslandi.   Ívar Atlason, tæknifræðingur hjá HS-veitum, sagði í samtali við Eyjafréttir á mánudag að ákveðið hefði verið að kanna þennan möguleika. Varmadælur vinna varma úr umhverfinu og algengast að sá varmi sé tekinn úr lofti eða sjó. „Við stefnum að því að vinna hann úr sjó enda eigum við nóg af honum í Vestmannaeyjum, hann er okkar auðlind í fleiru en fiski,“ sagði Ívar.   Hitastig sjávar við Vestmannaeyjar er 5 til 6 gráður yfir veturinn og 11 til 12 gráður að sumrinu og ætlunin er að virkja þann hita. „Þetta er ekkert sem er nýtt af nálinni, í raun er þetta gömul aðferð sem lengi hefur verið notuð, t.d. í kælitækni; þarna virkar hún bara með öfugum formerkjum miðað við ísskápinn, framleiðir varma í stað kulda.“ Ívar segir að aðalástæðan fyrir þessu sé ótryggt ástand í raforkumálum okkar. „Raforkuverð er á uppleið og ýmsir þættir hafa að undanförnu verið óhagstæðir svo sem lítil bráðnun jökla. Við höfum keyrt hitaveituna á svonefndri ótryggri orku og í því er ákveðið öryggisleysi eins og við höfum raunar fengið að kynnast á síðustu vikum. Því er þessi hugmynd upp komin, að setja upp varmadælu þannig að við verðum ekki jafnháðir rafmagni til upphitunar. En auðvitað þurfum við rafmagn áfram, a.m.k. þriðjungurinn af orkuþörfinni verður rafmagn, þetta er aðallega hugsað fyrir hitaveituna.“   Varmadælur eru víða í notkun og hafa yfirleitt komið vel út. Þær eru t.d. notaðar í sumarbústöðum og vinna þá varma úr loftinu. Ívar segir að í Vestmannaeyjum sé ein stór vamadæla í notkun inni í fiskverkun- inni Löngu. „Næsta skref í þessu máli verður tekið þegar tilboðin verða opnuð, þann 1. október nk. Ef þetta kemur út á hagstæðum nótum þá förum við í áframhaldandi vinnu, svo sem að finna húsnæði og fleira. Ef í ljós kemur að þetta er okkur ekki hagstætt þá verðum við að hugsa okkar mál upp á nýtt. En ég er bjartsýnn á að þetta komi vel út, reynslan hefur sýnt það víðast hvar að notkun á varmadælum er hagstæður kostur og vonandi verður þetta hluti af því að leysa orkuvandamál okkar Eyjamanna,“ sagði Ívar Atlason.    Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.

Varmadæla kann að leysa vandann

Á vefnum mbl.is á máudag kom fram að HS-veitur hafa boðið út kaup og uppsetningu á varmadælu fyrir hitaveituna í Vest- mannaeyjum. Er þetta framkvæmd upp á einn milljarð króna og yrði fyrsta varmadælan fyrir heilt byggðarlag á Íslandi.   Ívar Atlason, tæknifræðingur hjá HS-veitum, sagði í samtali við Eyjafréttir á mánudag að ákveðið hefði verið að kanna þennan möguleika. Varmadælur vinna varma úr umhverfinu og algengast að sá varmi sé tekinn úr lofti eða sjó. „Við stefnum að því að vinna hann úr sjó enda eigum við nóg af honum í Vestmannaeyjum, hann er okkar auðlind í fleiru en fiski,“ sagði Ívar.   Hitastig sjávar við Vestmannaeyjar er 5 til 6 gráður yfir veturinn og 11 til 12 gráður að sumrinu og ætlunin er að virkja þann hita. „Þetta er ekkert sem er nýtt af nálinni, í raun er þetta gömul aðferð sem lengi hefur verið notuð, t.d. í kælitækni; þarna virkar hún bara með öfugum formerkjum miðað við ísskápinn, framleiðir varma í stað kulda.“ Ívar segir að aðalástæðan fyrir þessu sé ótryggt ástand í raforkumálum okkar. „Raforkuverð er á uppleið og ýmsir þættir hafa að undanförnu verið óhagstæðir svo sem lítil bráðnun jökla. Við höfum keyrt hitaveituna á svonefndri ótryggri orku og í því er ákveðið öryggisleysi eins og við höfum raunar fengið að kynnast á síðustu vikum. Því er þessi hugmynd upp komin, að setja upp varmadælu þannig að við verðum ekki jafnháðir rafmagni til upphitunar. En auðvitað þurfum við rafmagn áfram, a.m.k. þriðjungurinn af orkuþörfinni verður rafmagn, þetta er aðallega hugsað fyrir hitaveituna.“   Varmadælur eru víða í notkun og hafa yfirleitt komið vel út. Þær eru t.d. notaðar í sumarbústöðum og vinna þá varma úr loftinu. Ívar segir að í Vestmannaeyjum sé ein stór vamadæla í notkun inni í fiskverkun- inni Löngu. „Næsta skref í þessu máli verður tekið þegar tilboðin verða opnuð, þann 1. október nk. Ef þetta kemur út á hagstæðum nótum þá förum við í áframhaldandi vinnu, svo sem að finna húsnæði og fleira. Ef í ljós kemur að þetta er okkur ekki hagstætt þá verðum við að hugsa okkar mál upp á nýtt. En ég er bjartsýnn á að þetta komi vel út, reynslan hefur sýnt það víðast hvar að notkun á varmadælum er hagstæður kostur og vonandi verður þetta hluti af því að leysa orkuvandamál okkar Eyjamanna,“ sagði Ívar Atlason.    Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.

Góður sigur hjá stelpunum

ÍBV tók á móti Fylki í dag í Pepsi deild­a kvenna þar sem ÍBV hafði betur 3-2 í fjörugum leik. ÍBV byrjaði leikinn betur og Cloe Lacasse kom ÍBV yfir strax á 10. mín­útu eftir að hafa fengið sendingu inn fyrir vörn Fylkis. ÍBV var sterkari aðilinn fyrsta hálftímann og komust í nokkur ákjósanleg færi. Fylkir jafnaði svo metin eftir tæplega hálftíma leik en þar var á ferðinni Aivi Luik, hún fékk sendingu inn fyrir vörn ÍBV og setti boltann örugglega fram hjá Bryndísi Lári í marki ÍBV. Staðan í hálfleik 1-1      Seinni hálfleikur var mjög fjörugur og voru markmenn beggja liða í aðalhlutverki fyrst um sinn og hefðu bæði lið getað verið búin að skora. Á 64. mínútu kom fyrirliðinn Þórhildur Ólafsdóttir ÍBV í 2-1. Boltinn barst til Þórhildar eftir aukaspyrnu og smá klafs í teignum en á endanum fór boltinn inn. ÍBV hélt forystunni ekki lengi því en fyr­irliði Fylk­is, Ólína G. Viðarsdótt­ir, jafnaði með skallamarki eftir hornspyrnu. Eyjastelpur tóku þá miðju og brunuðu upp völlinn, varamaðurinn Sesselja Líf Valgeirsdóttir sem nýlega hafði verið skipt inn á var komin inn í teig Fylkis þar sem varnarmaður þeirra braut á henni og vítaspyrna dæmd. Sesselja Líf þurfti frá að hverfa eftir þessi samskipti við varnarmann Fylkis. Kristín Erna Sigurlásdóttur fór á punktinn en markmaður Fylkis, Eva Ýr Helgadóttir varði vel.    Sigríður Lára Garðarsdóttir innsiglaði svo sigur ÍBV á 81. mínútu. Und­ir lok leiks var leikmönnum heitt í hamsi og lyfti dómari leiksins fjórum spjöldum á nokkurra mínútna kafla.  Ruth Þórðar Þórðardótt­ir í liði Fylk­is fékk að líta rauða spjaldið fyr­ir að slá til Natöshu Anasi, sem hafði togað í treyju henn­ar en Anasi fékk að líta gult spjald fyr­ir brotið.   ÍBV styrkti stöðu sína í 5. sæti og eru nú með 25 stig, tveimur stigum á eftir Þór/KA.     

Framtíðarsýn og áherslur á læsi og stærðfræði í skólastarfi Vestmannaeyjabæjar

Þann 25. ágúst sl. undirrituðu stjórnendur  leik- og grunnskólanna, bæjarstjóri og formaður fræðsluráðs sameiginlega  framtíðarsýn í menntamálum  sem felur í sér  að leggja beri áherslu  á að efla  læsi og stærðfræði í skólastarfi Vestmannaeyjabæjar.  Áhersla er m.a. lögð á  að styrkja og efla samstarf  starfsmanna skólanna og  forráðamanna því  þar býr aflið sem  getur skapað  nemendum öruggt og styðjandi umhverfi til náms og  stuðlað að árangri  þeirra og vellíðan.         Markmiðið er  að skólarnir í sveitarfélaginu verði meðal þeirra fremstu á landinu hvað varðar vellíðan nemenda, faglegt starf, kennslu og námsárangur. Nemendur  skólanna munu fá  skjal afhent,  þar sem  helstu áhersluatriði  framtíðarsýnarinnar eru tíunduð.  Þeir,  ásamt forráðamönnum, eru beðnir að skrifa undir skjalið og hengja það upp á heimilum sínum til  að staðfesta að þeir styðji framtíðarsýnina og vilji leggja sitt af mörkum til að  hún gangi eftir.   Bæjarbúar allir eru hvattir til að styðja við skólana með ráðum og dáð með jákvæðri og hvetjandi umfjöllun.       Allir þeir, sem komu að gerð framtíðarsýnarinnar og lögðu til málanna, fá miklar þakkir fyrir áhugann sem þeir sýndu og  vinnuna sem þeir lögðu fram.   Óskin er sú að  þessi vinna  skili  börnum og ungmennum í Vestmannaeyjum  auknum  árangri, metnaði, og færni til framtíðar.   Pistil Ernu Jóhannesardóttur birtist inni á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. 

Skrifað undir við aðstoðarþjálfara

Í hádeginu undirrituðu þau Ingibjörg Jónsdóttir og Sigurður Bragason undir samninga við handknattleiksdeild ÍBV en þau hafa verið ráðnir aðstoðarþjálfarar í vetur. Samningarnir voru undirritaðir á Hótel Vestmannaeyjum en Hótelið hefur verið dyggur stuðningsaðili deildarinnar allt frá stofnun þess. Ingibjörg mun verða Hrafnhildi Ósk Skúladóttur innan handar og Sigurður Bragason mun aðstoða Arnar Pétursson. Ingibjörg og Sigurður eru miklir reynsluboltar úr handboltanum sem vart þarf að kynna fyrir lesendum.   Ingibjörg var lykilmaður í liði ÍBV og var alltaf með markahæstu leikmönnum liðsins. Hún varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með ÍBV 2000,2003 og 2006 og Bikarmeistari með liðinu 2001, 2002 og 2004. Ingibjörg lagði skóna endanlega á hilluna árið 2013 en þá spilaði hún nokkra leiki fyrir félagið undir lok tímabils. Ingibjörg hefur tvisvar sinnum verið valin íþróttamaður Vestmannaeyja, árin 2000 og 2003   Sigurður Bragason var aðstoðarþjálfari Gunnars Magnússonar í fyrra og mun halda starfi sínu áfram með Arnari. Sigurður er leikjahæsti og markahæsti leikmaður ÍBV frá upphafi. Hann hefur leikið 352 leiki og skorað í þeim 1.035 mörk á átján keppnistímabilum. Sigurður var valin Íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2007 en hann hefur verið lykilmaðurinn innan vallar sem utan hjá ÍBV um árabil og mun halda því áfram í stöðu aðstoðarþjálfara liðsins.          
>> Eldri fréttir

Mannlíf >>

Fyrsta sólóflugið er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma

Skólar landsins eru flestallir að byrja á fullu þessa vikuna, sama á hvaða skólastigi það er. Þeir sem eldri eru, eru margir hverjir að stíga sín fyrstu skref í nýju og framandi námi í áttina að markmiðum sínum. Í dag eru ungu fólki á Íslandi margir vegir færir og margt í boði. Björn Sigursteinsson er einn af þeim sem er að láta draum sinn rætast í flugnámi hjá Keili en með honum er einnig annar Eyjamaður, Gísli Valur Gíslason.   Útskrifast með atvinnuflugmannsréttindi eftir 18 mánuði Í flugnámi er hægt að fara tvær leiðir, önnur þeirra er modular- leiðin þar sem nemandinn byrjar á að taka einkaflugmanninn og eftir að hafa klárað það þá getur hann haldið áfram í atvinnuflugmannsnámið. Leiðin sem Björn valdi að fara kallast integrated eða samtvinnað atvinnuflugmannsnám. Nemendur í þessu námi geta hafið nám án nokkurs grunns í flugi og útskrifast með atvinnuflugmannsréttindi og MCC, sem eru áhafnarréttindi, á aðeins 18 mánuðum. Keilir er fyrstur skóla hér á Íslandi til að bjóða upp á slíka námsleið í fluginu og hefur tekist mjög vel til. Björn byrjaði, ásamt samnemendum sínum, í júlí í fyrra í fjarnámi þar sem þau tóku einkaflugmannshlutann, Björn var einnig svo lánsamur að geta farið í sinn fyrsta flugtíma í júlí. Fjarnámið stóð yfir ásamt innilotum með kennara út september en í byrjun október hófst bóklega atvinnuflugmannsnámið. Meðfram þessu náði Björn sér í sína fyrstu flugtíma, ásamt því að fljúga sitt fyrsta sólóflug en hann segir að það sé ,,eitthvað sem ég mun aldrei gleyma”. Seinasti vetur var langur og strangur hjá þeim. Fór mikil vinna í bóklega námið og sat verklega kennslan aðeins á hakanum sökum þess. Fyrsta önnin kláraðist svo í desember með prófum hjá Keili og Samgöngustofu. ,,Seinni önnin hófst svo rétt eftir áramót með tilheyrandi látum. En eins og alþjóð veit þá var síðasti vetur erfiður veðurfarslega séð og því fór minna fyrir verklegu kennslunni.“ Þann 5. júlí síðastliðinn var svo komið að útskrift hjá þeim og voru þau 31 sem útskrifuðust en það er stærsti hópur sem útskrifast hefur frá Flugakademíu Keilis frá upphafi. Verklegu kennslunni er svo skipt í fjóra hluta og fer kennslan fram á Diamond vélum skólans ásamt glænýjum Red-Bird flughermi. Í byrjun læra þau á almenna meðhöndlun á flugvélum ásamt því að taka sín fyrstu sólópróf. Í kjölfarið fara þau í sitt fyrsta cross-country flug ásamt því að taka svokallað cross-country solo progress check sem gefur þeim þá möguleika á að fljúga ein eitthvað út á land. Þriðji og fjórði hlutinn fer í tímasöfnun og blindflugsþjálfun bæði á eins hreyfils og tveggja hreyfla flugvél.   Skrifstofuútsýni úr 38.000 fetum er eitthvað sem heillar Ætlaðir þú alltaf að verða flugmaður? „Nei, ég get nú ekki sagt það, það var nú alltaf draumur að verða atvinnumaður í fótbolta, ásamt því að vinna sem tannlæknir, gott saman. En svo kom áhuginn á fluginu fyrir rétt rúmum fjórum árum og var lítið sem stöðvaði mig í því að gera það að framtíðaratvinnu.“ Hvað er það sem heillar við starfið? „Það er svo ótal margt sem heillar við starfið. Fjölbreytileikinn er auðvitað mikill, að fá að deila áhugamáli með atvinnu eru mikil forréttindi og auðvitað að hafa skrifstofuútsýni úr 38.000 fetum er eitthvað sem heillar mjög mikið.“   Hér birtist aðeins brot af viðtalinu við Björn, viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.

Stjórnmál >>

Breyttur opnunartími leikskólanna

  Á fundi sem fræðsluráð hélt í gær var tekið fyrir bréf frá foreldrum barna vegna ákvörðunar Vestmannaeyjabæjar að stytta vistunartíma barna frá klukkan 17:00 í 16:15. Á fundinum var ákveðið að breyta þessum tíma aftur og er tímin nú til 16:30 til að koma til móts við þá foreldra sem þurfa lengri tíma en fræðsluráð leggur miklar áherslu á gott samtal milli foreldra og ráðsins og telur að með erindinu séu rök bæði skólastjórnenda og foreldra komin fram segir í bókun ráðsins.   Hér má sjá bókun ráðsins í heild.   Bréf frá foreldrum vegna ákvörðunar um breytingar á lokunartímum leikskóla í Vestmannaeyjabæ lagt fram.   Fræðsluráð hefur móttekið erindi frá foreldrum leikskólabarna þar sem gerð er athugasemd við ákvörðun ráðsins frá 275. fundi 11. maí sl. um breytingu á lokunartíma leikskóla sveitarfélagsins. Ráðið tekur fram að erindi um breytingu á lokunartíma leikskóla kom frá leikskólastjórnendum. Tillaga leikskólastjórnenda fyrir breytingu á opnun leikskóla var byggð á eftirfarandi rökum; a) lítil nýting dvalartímans eftir kl. 16:15 b) hagræðing í rekstri c) stuðlar að fjölskylduvænna samfélagi. Í erindinu er gerð athugasemd við að ákvörðun hafi verið tekin án aðkomu fulltrúa foreldra leikskólabarna. Ráðið bendir á að foreldrar leikskólabarna hafa áheyrnarfulltrúa á fundum ráðsins og eru boðaðir sem slíkir með fundarboði í gegnum tölvupóst og er það ekki á ábyrgð ráðsins að þeir mæti á fundi. Í erindinu er fjallað um opnunartíma leikskóla í ákveðnum sveitarfélögum. Fræðslufulltrúi Vestmannaeyjabæjar tók saman lista yfir opnunartíma 18 sveitarfélaga og kom í ljós að af þeim 18 sveitarfélögum sem skoðuð voru var algengasti opnunartími leikskóla frá 7:45-16:15.   Fræðsluráð leggur mikla áherslu á gott samtal milli foreldra og ráðsins og telur að með erindinu séu rök bæði skólastjórnenda og foreldra komin fram. Ráðið þakkar því erindið og samþykkir að breyta ákvörðun ráðsins frá 11. maí 2015 á þann veg að opnunartíminn verði frá 07:30-16:30 í stað 07.30-16:15 frá og með 17. ágúst 2015 líkt og samþykkt var á fundi nr. 275. Fræðsluráð beinir því til skólaskrifstofu og skólastjórnenda leikskólanna að kynna fyrirhugaða breytingu vel.

Fyrsta sólóflugið er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma

Skólar landsins eru flestallir að byrja á fullu þessa vikuna, sama á hvaða skólastigi það er. Þeir sem eldri eru, eru margir hverjir að stíga sín fyrstu skref í nýju og framandi námi í áttina að markmiðum sínum. Í dag eru ungu fólki á Íslandi margir vegir færir og margt í boði. Björn Sigursteinsson er einn af þeim sem er að láta draum sinn rætast í flugnámi hjá Keili en með honum er einnig annar Eyjamaður, Gísli Valur Gíslason.   Útskrifast með atvinnuflugmannsréttindi eftir 18 mánuði Í flugnámi er hægt að fara tvær leiðir, önnur þeirra er modular- leiðin þar sem nemandinn byrjar á að taka einkaflugmanninn og eftir að hafa klárað það þá getur hann haldið áfram í atvinnuflugmannsnámið. Leiðin sem Björn valdi að fara kallast integrated eða samtvinnað atvinnuflugmannsnám. Nemendur í þessu námi geta hafið nám án nokkurs grunns í flugi og útskrifast með atvinnuflugmannsréttindi og MCC, sem eru áhafnarréttindi, á aðeins 18 mánuðum. Keilir er fyrstur skóla hér á Íslandi til að bjóða upp á slíka námsleið í fluginu og hefur tekist mjög vel til. Björn byrjaði, ásamt samnemendum sínum, í júlí í fyrra í fjarnámi þar sem þau tóku einkaflugmannshlutann, Björn var einnig svo lánsamur að geta farið í sinn fyrsta flugtíma í júlí. Fjarnámið stóð yfir ásamt innilotum með kennara út september en í byrjun október hófst bóklega atvinnuflugmannsnámið. Meðfram þessu náði Björn sér í sína fyrstu flugtíma, ásamt því að fljúga sitt fyrsta sólóflug en hann segir að það sé ,,eitthvað sem ég mun aldrei gleyma”. Seinasti vetur var langur og strangur hjá þeim. Fór mikil vinna í bóklega námið og sat verklega kennslan aðeins á hakanum sökum þess. Fyrsta önnin kláraðist svo í desember með prófum hjá Keili og Samgöngustofu. ,,Seinni önnin hófst svo rétt eftir áramót með tilheyrandi látum. En eins og alþjóð veit þá var síðasti vetur erfiður veðurfarslega séð og því fór minna fyrir verklegu kennslunni.“ Þann 5. júlí síðastliðinn var svo komið að útskrift hjá þeim og voru þau 31 sem útskrifuðust en það er stærsti hópur sem útskrifast hefur frá Flugakademíu Keilis frá upphafi. Verklegu kennslunni er svo skipt í fjóra hluta og fer kennslan fram á Diamond vélum skólans ásamt glænýjum Red-Bird flughermi. Í byrjun læra þau á almenna meðhöndlun á flugvélum ásamt því að taka sín fyrstu sólópróf. Í kjölfarið fara þau í sitt fyrsta cross-country flug ásamt því að taka svokallað cross-country solo progress check sem gefur þeim þá möguleika á að fljúga ein eitthvað út á land. Þriðji og fjórði hlutinn fer í tímasöfnun og blindflugsþjálfun bæði á eins hreyfils og tveggja hreyfla flugvél.   Skrifstofuútsýni úr 38.000 fetum er eitthvað sem heillar Ætlaðir þú alltaf að verða flugmaður? „Nei, ég get nú ekki sagt það, það var nú alltaf draumur að verða atvinnumaður í fótbolta, ásamt því að vinna sem tannlæknir, gott saman. En svo kom áhuginn á fluginu fyrir rétt rúmum fjórum árum og var lítið sem stöðvaði mig í því að gera það að framtíðaratvinnu.“ Hvað er það sem heillar við starfið? „Það er svo ótal margt sem heillar við starfið. Fjölbreytileikinn er auðvitað mikill, að fá að deila áhugamáli með atvinnu eru mikil forréttindi og auðvitað að hafa skrifstofuútsýni úr 38.000 fetum er eitthvað sem heillar mjög mikið.“   Hér birtist aðeins brot af viðtalinu við Björn, viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.

Greinar >>

Óvild, arður og réttlæti.

 "En maður les líka á milli línanna hjá sumum að þar skín í gegn óvildin í garð sjávarútvegsins og þeirra fyrirtækja sem stunda útgerð á Íslandi.” Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í viðtali sem birtist við hann í Morgunblaðinu 20. ágúst sl. þar sem hann ræðir um Rússadeiluna svonefndu.   Og í viðtalinu segir Bjarni einnig: “Að ná höggi á fiskveiðistjórnunarkerfið er orðið sjálfstætt markmið hjá þessu fólki. En fiskveiðar og arðbært stjórnkerfi er það sem hefur komið undir okkur fótunum, með þessu höfum við byggt upp það samfélag sem við búum í. Það er ótrúlega dapurlegt að lesa þetta." Það er því miður of mikið til í því hjá hæstvirtum fjármálaráðherra að óvild í garð sjávarútvegsfyrirtækja er allt of algeng og allt of mikil meðal fólks. Það er mjög skaðlegt hugarfar og engum til gagns. En það er kolrangt hjá ráðherra ef hann heldur að óvildin sé tilkomin vegna þess að stjórnkerfi fiskveiða er arðbært.   Ástæða þessarar óvildar er augljós og einföld og hún er sú að hann og aðrir stjórnmálamenn sem hafa ekki staðið sig í að tryggja að þjóðin geti treyst því að hún eigi fiskveiðiauðlindirnar og fái að njóta arðsins af þeim. Og fjármálaráðherra hefur raunar verið í liði með þeim sem hafa viljað tryggja að almenningur í landinu fái bara molana sem til falla þegar sérvaldir éta kökuna.Til að breyta þessu neikvæða hugarfari þarf að gera tvennt. Það þarf að setja skýrt ákvæði í stjórnarskrá um að þjóðin eigi fiskveiðiauðlindirnar. Og það þarf að bjóða réttinn til að nýta auðlindirnar upp á jafnræðisgrundvelli. Aðeins þannig verður réttur þjóðarinnar til þessara auðlinda og arðsins af þeim tryggður í orði og í verki. Verði þetta hvorugt gert mun fólkið í landinu aldrei verða sátt og sem betur fer ekki. Það á ekki og má ekki verða sátt um óréttlæti. Þetta verður fjármálaráðherra að fara að skilja og það er brýnt að það gerist sem fyrst því að óánægjan sem er um þessi mál hjá þjóðinni er ekki bara skaðleg fyrir sáttina í samfélaginu. Hún er mjög skaðleg fyrir sjávarútvegsfyrirtækin og alla þá sem hjá þeim starfa, fjárhagslega hagsmuni þeirra og allrar þjóðarinnar.   Það verður enn þá óásættanlegra hversu neikvæð umræðan um sjávarútveginn oft er þegar litið er til þess hversu margt í sambandi við hann ætti að vera okkur tilefni til að gleðjast og fyllast stolti. Framleiðsla á næringarríkum mat í heimi þar sem mikil þörf er fyrir holla fæðu. Og aðrar fiskveiðiþjóðir horfa mjög til okkar því að okkur hefur tekist mjög margt miklu betur en langflestum. Fiskistofnarnir okkar eru nýttir með ábyrgum hætti, sjávarútvegur skilar miklum arði og framleiðnin í honum er mjög góð miðað við það sem gerist í öðrum löndum. Hagfræðilegar rannsóknir sýna að sjómennirnir okkar eru einhverjir þeir hæfustu og duglegustu í heimi og fiskverkunarfólkið okkar skilar hágæða afurðum. Er ekki óþolandi að láta allt þetta dugmikla fólk þurfa að hlusta sí og æ á neikvæða umræðu um greinina sem það starfar í? Mér finnst það.   Íslenskur sjávarútvegur á auðvitað að vera og hefur verið mjög jákvæður þáttur í sjálfsmynd okkar. Þetta er atvinnugreinin sem kom okkur almennilega á lappirnar. Það er mjög skaðlegt fyrir okkur öll hvernig deilur um úthlutun aflaheimilda og skiptingu arðsins af nýtingu fiskveiðiauðlindanna hafa skaðað ímynd starfsstétta sem tengjast sjávarútvegi og byggða sem mikið byggja á útgerð. Og leitt til hugarfars og umræðna sem fjármálaráðherra kallar óvild í garð fyrirtækja í sjávarútvegi.   Þessu verður að breyta og eina leiðin til þess er að þjóðin geti treyst því að hún eigi fiskveiðiauðlindirnar og njóti þess arðs af þeirri eign sinni sem henni ber. Við þurfum að hafa það skýrt og skorinort í stjórnarskrá og það þarf að bjóða nýtingarréttinn upp.   Þegar við höfum komið þessu í verk munu fyrirtæki í sjávarútvegi njóta velvildar þjóðarinnar allrar.      

VefTíví >>

Gott að lesa

Átakið um Þjóðarsáttmála um læsi verður hrint af stað í dag klukkan  9.30 þegar undirritaður verður sáttmáli í Borgarbókasafni með borgarstjóra Degi B. Eggertssyni.    Á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins er hægt að finna allskyns upplýsingar um átakið og  myndband með laginu "Gott að lesa" sem Ingó veðurguð flytur en það má sjá í spilaranum með fréttinni. Inni á heimasíðunni segir að haustið 2015 mun mennta- og menningarmálaráðuneyti í samvinnu við sveitarfélög og skóla vinna að Þjóðarsáttmála um læsi með það að markmiði að öll börn geti við lok grunnskóla lesið sér til gagns. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun í kjölfar Hvítbókar um umbætur í menntun. Framlag ráðuneytisins verður í formi ráðgjafar, stuðnings, lesskimunar og aukins samstarfs við foreldra.   Lestrarfærni er forsenda virkrar þátttöku í lýðræðis- samfélagi en bágur lesskilningur getur haft neikvæð áhrif á námsframvindu og þar með atvinnutækifæri síðar meir. Margt er vel gert í skólastarfi hér á landi og sýna alþjóðlegar kannanir að Íslendingar búa við gott menntakerfi, þar sem helstu styrkleikar eru jafn námsárangur milli skóla, vellíðan nemenda og sveigjanlegt skólakerfi með lítilli miðstýringu. Það veldur þó miklum áhyggjum að lesskilningur hefur versnað og að við lok grunnskóla getur of stór hluti barna ekki lesið sér til gagns. Ástæðan er ekki augljós en vafalaust er um að ræða flókið samspil margra þátta og því mikilvægt að snúa vörn í sókn   Á næstu fimm árum verður gert margþætt átak sem mun skila okkur enn betra menntakerfi til framtíðar.   Sáttmálin verður undirritaður í Vestmannaeyjum þann 21. september klukkan 14:00.