Gíslína bæjarlistamaður Vestmannaeyja

Gíslína Dögg Bjarkadóttir, myndlistamaður er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2014.  Útnefningin fór fram í Kviku í dag en Gíslína Dögg hlýtur starfslaun bæjarlistamanns næsta árið.  Páley Borgþórsdóttir, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja tilkynnti um valið en í máli hennar kom m.a. fram að Gíslína Dögg sé textíl- og fatahönnuður, auk þess sem hún hefur lagt stund á myndlist og ýmsan menningartengdan gjörning.     „Myndlistin hefur fengið aukið vægi í lífi Gíslínu Daggar og hefur hún málað mikið og haldið myndlistasýningar bæði hér heima og í Reykjavík. Hún tók þátt í 5 myndlistasýningum árið 2013 bæði hér á landi og erlendis. Gíslína Dögg hefur einnig sýnt myndir á ljósmyndasýningum. Auk þessa stóð Gíslína fyrir gjörningi sem nefndist 365 kjólar þar sem hún gaf gömlum kjólum framhaldslíf, með gjörningnum safnaði Gíslína Dögg fé fyrir Landspítalann og lét gott af sér leiða. Gíslína hefur einnig komið að starfsemi leikfélaga sem búningahönnuður, séð um förðun ofl. Gíslína Dögg hefur því víða komið við í listinni þrátt fyrir að hún stefni nú á frekari sigra í myndlist,“ sagði Páley.   „Gíslína Dögg mun nýta tímann sem bæjarlistamaður til þess að undirbúa málverkasýningu en hún hefur hafið hugmyndavinnu upp úr bókum Kristínar Marju Baldursdóttur, Karítas án titils og Óreiða án striga. Gíslína Dögg mun einbeita sér að nálægð manneskjunnar við náttúruna og því að manneskjan verður oft ekki skilin án náttúrunnar. Gíslínu Dögg finnst þessi hugmynd einnig vera rík í þjóðarsál Eyjamanna og telur því að verkin hennar muni tala skýrt til þeirra.  Það er von okkar og trú að starfslaunin verði henni bæði hvatning og aðstoð við listsköpun sína,“ bætti hún við áður en Bjartey Gylfadóttir, bæjarlistamaður síðasta árs kom upp og afhenti Gíslínu farandgrip sem bæjarlistamaður hverju sinni varðveitir í eitt ár.

Gíslína bæjarlistamaður Vestmannaeyja

Gíslína Dögg Bjarkadóttir, myndlistamaður er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2014.  Útnefningin fór fram í Kviku í dag en Gíslína Dögg hlýtur starfslaun bæjarlistamanns næsta árið.  Páley Borgþórsdóttir, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja tilkynnti um valið en í máli hennar kom m.a. fram að Gíslína Dögg sé textíl- og fatahönnuður, auk þess sem hún hefur lagt stund á myndlist og ýmsan menningartengdan gjörning.     „Myndlistin hefur fengið aukið vægi í lífi Gíslínu Daggar og hefur hún málað mikið og haldið myndlistasýningar bæði hér heima og í Reykjavík. Hún tók þátt í 5 myndlistasýningum árið 2013 bæði hér á landi og erlendis. Gíslína Dögg hefur einnig sýnt myndir á ljósmyndasýningum. Auk þessa stóð Gíslína fyrir gjörningi sem nefndist 365 kjólar þar sem hún gaf gömlum kjólum framhaldslíf, með gjörningnum safnaði Gíslína Dögg fé fyrir Landspítalann og lét gott af sér leiða. Gíslína hefur einnig komið að starfsemi leikfélaga sem búningahönnuður, séð um förðun ofl. Gíslína Dögg hefur því víða komið við í listinni þrátt fyrir að hún stefni nú á frekari sigra í myndlist,“ sagði Páley.   „Gíslína Dögg mun nýta tímann sem bæjarlistamaður til þess að undirbúa málverkasýningu en hún hefur hafið hugmyndavinnu upp úr bókum Kristínar Marju Baldursdóttur, Karítas án titils og Óreiða án striga. Gíslína Dögg mun einbeita sér að nálægð manneskjunnar við náttúruna og því að manneskjan verður oft ekki skilin án náttúrunnar. Gíslínu Dögg finnst þessi hugmynd einnig vera rík í þjóðarsál Eyjamanna og telur því að verkin hennar muni tala skýrt til þeirra.  Það er von okkar og trú að starfslaunin verði henni bæði hvatning og aðstoð við listsköpun sína,“ bætti hún við áður en Bjartey Gylfadóttir, bæjarlistamaður síðasta árs kom upp og afhenti Gíslínu farandgrip sem bæjarlistamaður hverju sinni varðveitir í eitt ár.

Handboltaveisla í dag

Það verður boðið upp á sannkallaða handboltaveislu í dag þegar ÍBV og Valur leiða saman hesta sína í undanúrslitum Íslandsmóts karla og kvenna.  Báðir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins.  Kvennaliðið mætast í fyrsta leik undanúrslitanna klukkan 14:00 en Valur endaði í öðru sæti í deildinni á meðan ÍBV endaði í því þriðja, aðeins tveimur stigum á eftir Hlíðarendaliðinu.  Jafnframt skiptu liðin stigunum fjórum sem í boði voru í deildinni bróðurlega á milli sín, Valur vann leikinn í Reykjavík 27:20 en ÍBV vann leikinn í Eyjum 23:22 en sigur ÍBV var öruggari en lokatölurnar gefa til kynna.  Þrátt fyrir þetta reikna flestir með því að Valur fari alla leið í úrslit enda ÍBV bæði með ungt lið og reynsla Valsliðsins er talsvert meiri.  En Eyjaliðið ætlar að synda á móti straumnum og fara alla leið.   Flestir á Valssigri Karlalið ÍBV og Vals mætast svo á heimavelli síðarnefnda liðsins klukkan 16:00 í dag.  Eyjamenn leiða rimmu liðanna í undanúrslitunum 1:0 en Eyjamenn unnu afar sannfærandi sigur á Val í Eyjum á þriðjudag, 32:28.  Í Morgunblaðinu í dag er fer Ívar Benediktsson, blaðamaður yfir sviðið en í grein hans kemur fram að flestir reikni með því að Valur hafi betur í dag.  „Flestir telja öruggt að Valsmenn snúi við blaðinu og jafni metin gegn Val [sic]. Valsmenn telja sig eiga mikið inni miðað við það sem þeir sýndu í Eyjum í fyrrakvöld. Um það skal ekki efast. Enginn skal þó halda að Eyjamenn hafi spilað út öllum sínum trompum. Ef Valur vinnur í dag og jafnar metin þá verður þriðji leikurinn, sem fram fer í Eyjum á sunnudag, lykilleikur í þessari rimmu, og úrslitin í viðureigninni í Kaplakrika í kvöld munu segja mikið um framhald rimmu Hafnarfjarðarliðanna,“ skrifar Ívar í hugleiðingum sínum í Morgunblaðinu í dag.  

Frábær leikur, frábær stemmning, frábær sigur

Eyjamenn unnu sannfærandi sigur á Val í kvöld þegar liðin áttust við í fyrsta leik undanúrslitanna.  Leikurinn fór fram í Eyjum fyrir framan tæplega 600 áhorfendur sem létu vel í sér heyra þannig að stemmningin varð meiriháttar.  Eflaust hefur það hjálpað til í byrjun þegar Eyjamenn fóru hreinlega á kostum, komust í 6-1 þegar aðeins rúmar sjö mínútur voru búnar og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður voru Valsmenn bara búnir að skora fjögur mörk.  Þeir náðu að saxa á forskotið en í hálfleik var staðan 16:13 fyrir ÍBV.  Valsmenn minnkuðu muninn í tvö mörk en um miðjan hálfleikinn gáfu Eyjamenn aftur í og innsigluðu öruggan sigur, 32:28.   Magnús Stefánsson lék með ÍBV í kvöld og munaði um minna, ekki síst í varnarleiknum þar sem Magnús spilar stóra rullu.  Fremstur meðal jafningja fór hins vegar Róbert Aron Hostert.  Það er engu líkara en hann geti skorað þegar hann vill en hann tók leikinn í raun og veru yfir um miðjan síðari hálfleikinn, raðaði inn mörkunum og endaði á því að skora rétt um þriðjung marka ÍBV eða tíu mörk alls.  Það var varla að finna veikan hlekk á ÍBV liðinu en leikur liðsins var reyndar nokkuð kaflaskiptur.  Það var þó aldrei meira en svo að maður hafði það aldrei á tilfinningunni að Valur væri að fara vinna leikinn því Eyjamenn höfðu leikinn í höndum sér allan tímann.  Þess má geta að Eyjamaðurinn Vignir Stefánsson í liði Vals, byrjaði á bekknum en kom inn á á 15. mínútu.  Vignir átti mjög góðan leik í vinstra horninu og skoraði úr 5 ag 6 skotum sínum.   Liðin mætast að nýju á Hlíðarenda á fimmtudaginn klukkan 16:00.  Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.   Mörk ÍBV: Róbert Aron Hostert 10, Guðni Ingvarsson 5, Agnar Smári Jónsson 5, Grétar Eyþórsson 4, Theodór Sigurbjörnsson 4/2, Magnús Stefánsson 3, Sindri Haraldsson 1. Varin skot: Kolbeinn A. Ingibjargarson 9/1, Henrik Eidsvaag 7.   Með greininni fylgir myndbandsviðtal við Arnar Pétursson, þjálfara ÍBV.
>> Eldri fréttir

Íþróttir >>

Valsmenn búnir að jafna metin

Eyjamenn náðu sér ekki á strik í dag í öðrum leik sínum gegn Val í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta.  Leikur liðanna fór fram í Reykjavík og skemmst er frá því að segja að Valur hafði betur 28:24 eftir að staðan í hálfleik var 15:13.  Það góða við leikinn er hins vegar sú staðreynd að Eyjamenn léku illa en voru engu að síður inn í leiknum og settu smávegis pressu á Val undir lokin.  Eyjamenn lentu sjö mörkum undir, 26:19 en náðu að laga stöðun og þegar sjö mínútur eftir munaði aðeins fjórum mörkum, 26:22.  En munurinn var einfaldlega of mikill til að hægt væri að brúa hann og nú er staðan því jöfn 1:1 í rimmu liðanna.   Slakur sóknarleikur varð ÍBV að falli í dag.  Mikið munaði um að Róbert Aron Hostert náði sér engan veginn á strik í dag, eftir að hafa skorað 10 mörk í fyrsta leik liðanna á þriðjudag.  Róbert skoraði aðeins eitt mark í dag en gaf nokkrar stoðsendingar.  Markaskorun var hins vegar nokkuð jöfn eins og sjá má hér að neðan.  Þá var markvarslan ekki nógu góð en markverðir ÍBV hafa ekki alveg náð sér á strik í leikjunum gegn Val, þó hún hafi á köflum verið góð í fyrsta leiknum.  Samanlagt vörðu þeir Kolbeinn Ingibjargarson og Henrik Eidsvaag aðeins 10 skot í dag, sem er langt í frá nógu gott.  Vörnin hefur líka oft verið betri en hún var í dag og munaði mikið um að Sindri Haraldsson fékk að líta rauða spjaldið snemma í seinni hálfleik.   Næsti leikur liðanna verður á sunnudag og hefst leikurinn klukkan 18:00.   Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 5/1, Grétar Eyþórsson 4, Sindri Haraldsson 4, Agnar Smári Jónsson 4, Magnús Stefánsson 3, Guðni Ingvarsson 1, Svavar Grétarsson 1, Róbert Aron Hostert 1. Varin skot: Kolbeinn Ingibjargarson 7, Henrik Eidsvaag 3.  

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Valsmenn búnir að jafna metin

Eyjamenn náðu sér ekki á strik í dag í öðrum leik sínum gegn Val í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta.  Leikur liðanna fór fram í Reykjavík og skemmst er frá því að segja að Valur hafði betur 28:24 eftir að staðan í hálfleik var 15:13.  Það góða við leikinn er hins vegar sú staðreynd að Eyjamenn léku illa en voru engu að síður inn í leiknum og settu smávegis pressu á Val undir lokin.  Eyjamenn lentu sjö mörkum undir, 26:19 en náðu að laga stöðun og þegar sjö mínútur eftir munaði aðeins fjórum mörkum, 26:22.  En munurinn var einfaldlega of mikill til að hægt væri að brúa hann og nú er staðan því jöfn 1:1 í rimmu liðanna.   Slakur sóknarleikur varð ÍBV að falli í dag.  Mikið munaði um að Róbert Aron Hostert náði sér engan veginn á strik í dag, eftir að hafa skorað 10 mörk í fyrsta leik liðanna á þriðjudag.  Róbert skoraði aðeins eitt mark í dag en gaf nokkrar stoðsendingar.  Markaskorun var hins vegar nokkuð jöfn eins og sjá má hér að neðan.  Þá var markvarslan ekki nógu góð en markverðir ÍBV hafa ekki alveg náð sér á strik í leikjunum gegn Val, þó hún hafi á köflum verið góð í fyrsta leiknum.  Samanlagt vörðu þeir Kolbeinn Ingibjargarson og Henrik Eidsvaag aðeins 10 skot í dag, sem er langt í frá nógu gott.  Vörnin hefur líka oft verið betri en hún var í dag og munaði mikið um að Sindri Haraldsson fékk að líta rauða spjaldið snemma í seinni hálfleik.   Næsti leikur liðanna verður á sunnudag og hefst leikurinn klukkan 18:00.   Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 5/1, Grétar Eyþórsson 4, Sindri Haraldsson 4, Agnar Smári Jónsson 4, Magnús Stefánsson 3, Guðni Ingvarsson 1, Svavar Grétarsson 1, Róbert Aron Hostert 1. Varin skot: Kolbeinn Ingibjargarson 7, Henrik Eidsvaag 3.  

Handboltaveisla í dag

Það verður boðið upp á sannkallaða handboltaveislu í dag þegar ÍBV og Valur leiða saman hesta sína í undanúrslitum Íslandsmóts karla og kvenna.  Báðir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins.  Kvennaliðið mætast í fyrsta leik undanúrslitanna klukkan 14:00 en Valur endaði í öðru sæti í deildinni á meðan ÍBV endaði í því þriðja, aðeins tveimur stigum á eftir Hlíðarendaliðinu.  Jafnframt skiptu liðin stigunum fjórum sem í boði voru í deildinni bróðurlega á milli sín, Valur vann leikinn í Reykjavík 27:20 en ÍBV vann leikinn í Eyjum 23:22 en sigur ÍBV var öruggari en lokatölurnar gefa til kynna.  Þrátt fyrir þetta reikna flestir með því að Valur fari alla leið í úrslit enda ÍBV bæði með ungt lið og reynsla Valsliðsins er talsvert meiri.  En Eyjaliðið ætlar að synda á móti straumnum og fara alla leið.   Flestir á Valssigri Karlalið ÍBV og Vals mætast svo á heimavelli síðarnefnda liðsins klukkan 16:00 í dag.  Eyjamenn leiða rimmu liðanna í undanúrslitunum 1:0 en Eyjamenn unnu afar sannfærandi sigur á Val í Eyjum á þriðjudag, 32:28.  Í Morgunblaðinu í dag er fer Ívar Benediktsson, blaðamaður yfir sviðið en í grein hans kemur fram að flestir reikni með því að Valur hafi betur í dag.  „Flestir telja öruggt að Valsmenn snúi við blaðinu og jafni metin gegn Val [sic]. Valsmenn telja sig eiga mikið inni miðað við það sem þeir sýndu í Eyjum í fyrrakvöld. Um það skal ekki efast. Enginn skal þó halda að Eyjamenn hafi spilað út öllum sínum trompum. Ef Valur vinnur í dag og jafnar metin þá verður þriðji leikurinn, sem fram fer í Eyjum á sunnudag, lykilleikur í þessari rimmu, og úrslitin í viðureigninni í Kaplakrika í kvöld munu segja mikið um framhald rimmu Hafnarfjarðarliðanna,“ skrifar Ívar í hugleiðingum sínum í Morgunblaðinu í dag.  

Greinar >>

Rokkað með LV

Ef ég væri meira sjálfhverf en ég er og héldi að veröldin snérist einungis um mig eina, myndi ég freistast til að halda að Leikfélag Vestmannaeyja hefði komist í dagbækurnar mínar á einhverjum tímapunkti og stílað síðan, þar eftir, val sitt á leikverkum algjörlega inná mig og mitt áhugasvið. Ennnn....þar sem ég er í þokkalegum tengslum við jörðina hef ég ekki látið það eftir mér að hugsa svo sjálfhverfar hugsanir (jú víst), heldur geri mér að fullu ljóst hversu ótrúlega heppin ég er að hér í Eyjum höfum við áhugamannaleikhús sem lætur ekkert stöðva sig í að færa á fjalirnar leikverk af þeim stærðargráðum sem raun ber vitni. Eftir hrifningu mína á síðasta söngleik félagsins, Grease, kom ekki annað til greina en að sjá nýjasta verk þess „Don´t stop believin”.   Ég játa að ég vissi fátt um þennan söngleik fyrir frumsýninguna. Hafði hvorki lesið um hann né séð hann á sviði eða hvíta tjaldinu. Vissi bara það eitt að sögusviðið væri níundi áratugurinn. Áratugurinn þegar ég var unglingur í neonlituðum fötum, með vængi í hárinu, dökkt meiköpp, ljósbleikar varir og lausa herðapúða sem maður smellti undir allar peysur, toppa, jakka og blússur. Áratugurinn sem maður fór frá því að taka niður Duran Duran platgötin af veggjunum í herberginu og hengdi í staðinn upp platgöt með Gun´s and Roses, Def Leppard og Kiss. Henti síðan neonlituðu fötunum fyrir leðurjakka og gallabuxur og batt tóbaksklút um höfuðið....ROCK ON!   Það var ekki laust við að ég velti fyrir mér hvort það myndi á endanum reynast kostur eða galli að vita ekkert um verkið. Fyrir þá sem ekki þekkja mig er ég þessi týpa sem vil helst af öllu ekki vaða út í óvissu, vil vita út í hvað ég er að fara og hverju ég megi eiga von á. Sem dæmi um þetta er ég alltaf búin að hlusta og horfa á öll júróvisjonlögin mörgum vikum áður en þau birtast okkur í aðalkeppninni. Ég braut því mínar eigin hefðir og venjur með því að láta ekki undan freistingunni að leigja mér myndina áður en ég færi á frumsýninguna. Fyrir þá sálfræðinga og/eða geðlækna sem lesa þessar línur vil ég taka fram að þetta er algjörlega í fyrsta skipti sem ég sýni slíka áhættuhegðan...ég sver! Með blöndu af tilhlökkun, og pínu frumsýningarkvíða fyrir hönd leikendanna, gengum við leik(hús)félagi minn, Kolbrún Harpa, inn í stórbreytt húsnæði leikfélagsins sem hlotið hefur nafnið Kvika. Og þvílíkur munur! Það fyrsta sem mætti okkur voru rauð flauelsmjúk teppi sem höfðu þau áhrif að mér fannst ég loksins vera komin í alvöru leikhús en ekki félagsmiðstöð. Stórglæsileg aðstaðan á neðstu- og miðhæðinni, glæsilegur barinn, Kviku-glugginn, leðursófarnir, hjólastóla-rýmið í áhorfendasalnum og lyftan, sem gerir það að verkum að nú er leikhúsið loksins opið öllum, en ekki bara þeim sem eru á tveimur jafnfljótum, fengu mig til að finnast ég hafa gert rétt með því að punta mig og klæða í betri fötin. Leikhúsið var nefnilega líka sparibúið svo við vorum alveg í stíl þetta kvöld.   Til hamingju með þessar ótrúlegu vel heppnuðu breytingar Leikfélag Vestmannaeyja, Vestmannaeyjabær já og við öll. Næst skulum við svo fjölga klósettunum (allavega kvenna) svo við stelpurnar þurfum ekki að eyða fimmtán mínútum í biðröð eftir að komast á wc í hléinu. Þeim mínútum væri svo miklu betur eytt annarsstaðar... t.d. á barnum ;) Það væri allt of langt mál að taka fyrir hvern og einn einasta leikara í sýningunni enda er þetta stórt verk með á þriðja tug leikenda á sviðinu þegar mest er. Hlutverkin eru misstór allt frá því að vera dansari í hópatriðum upp í það að standa einn á sviði með kastljósið á sér. Og fyrst ég nefni dansa má ég til með að minnast á dansarana þær Dorthy Lísu Woodland og Hafdísi Ástþórsdóttur. Dansinn á karlaklúbbnum var í einu orði sagt glæsilegur enda búa þær Dorthy og Hafdís yfir ótrúlegum styrk og færni. Maður komst hreinlega ekki hjá því að dást að fimleika þeirra um leið og maður hélt í sér andanum um stund þegar þær héngu á hvolfi í súlunni og engu líkara en togkraftur jarðar hefði akkurat ekkert í þær. Kóriógrafía Dorthy á dansatriði strákabandsins gerði það líka að verkum að ég var sífellt að skella uppúr, enda kannaðist ég kannski aðeins of vel við dásamlega hallærisleg danssporin.   Vilborg Sigurðardóttir (Justice/Bakraddir) var mjög trúverðug í hlutverki hinnar lífsreyndu madömmu á strippklúbbnum/karlaklúbbnum. Söngur hennar var óaðfinnanlegur og breið rödd hennar einkar falleg. Eitt af bestu lögum sýningarinnar, sönglega séð, var tvísöngur hennar og Unu (Sherrie) í ,,Harden my heart”.   Una Þorvaldsdóttir komst vel frá sínu hlutverki sem hin saklausa Sherrie sem kemur, í óþökk foreldra sinna, í borgina og dreymir um að verða fræg. Una hefur ótrúlegt vald á rödd sinni af svona ungri stúlku að vera, er mjög melódísk svo unun er á að hlýða. Hún bræddi mig í sínu litla hlutverki í Grease á sínum tíma, og þó kraftmikið rokkið í þessari sýningu henti rödd hennar síður, fór hún fanta vel með nokkur af sínum lögum. Þar af stóð ,,More then words/Heaven”, sem hún söng ásamt Ólafi Frey (Drew), algjörlega uppúr hjá mér.   Ólaf Frey Ólafsson hef ég ekki séð áður á sviði. Hafi þetta verið frumraun hans þá komst hann mjög vel frá henni. Það er alltaf ákveðin hætta á að ofleika og/eða oftúlka þegar fólk er að stíga sín fyrstu spor í leiklistinni en Ólafur er blessunarlega laus við það. Leikur hans var þvert á móti mjög látlaus sem Drew, ungi rokkarinn sem þráir ekkert heitar en að fá tækifæri til að sanna sig á sviði. Söngur Ólafs var á tíðum prýðilegur og ef hann næði að opna örlítið betur á röddina, slaka á hálsinum þegar hann fer uppá háu nóturnar, er ég viss um að fátt gæti stöðvað hann í kalla fram gæsahúð hjá áhorfendum.   Mest mæðir á Ævari Erni Kristinssyni sem leikur Lonny aðstoðarmann Dennis (Zindri Freyr). Hann er jafnframt sögumaðurinn sem bindur sýninguna saman og kemst Ævar vel frá því hluverki. Mér finnst honum hafa farið ótrúlega mikið fram frá því er hann lék Danny í Grease. Hann hefur þroskast á sviðinu, kann betur inná óvæntar pásur með því að bíða með textann sinn (á meðan áhorfendur klappa/hlæja ) auk þess sem hann er orðinn mun skýrmæltari. Ævar hefur líka ágætis söngrödd, átti nokkrar bráðfyndnar senur og má þar helst minnast á eitt eftirminnilegasta atriði sýningarinnar á móti Zindra Frey (Dennis).    Zindri Freyr Ragnarsson átti, að mínu mati, sitt hlutverk skuldlaust og vel að verki staðið hjá leikstjóranum, Ágústu Skúladóttur, að velja þennan mikla reynslubolta til að túlka klúbbeigandann Dennis. Atriðið milli hans og Ævars í "Can't Fight This Feeling" var, eins og ég nefndi áðan, eitt af hápunktum sýningarinnar. Ég og leikfélagi minn, Kolbrún Harpa, gjörsamlega grétum af hlátri allan tímann og það gerði reyndar líka salurinn allur. Innlifun Zindra í þessu atriði var svo dásamlega innileg að hefði ég verið að horfa á þetta atriði á DVD hefði ég horft á það aftur og aftur og aft..... Bravó Zindri !   Hannes Már Hávarðarson (Stacee Jaxx) kom mér kannski mest á óvart því ég hafði, fram að því er hann birtist mér á sviði, aldrei heyrt hans getið. Þessi peyji stóð algjörlega undir sínum karakter sem sjálflægur og útlifaður rokkari sem þó, undir niðri, þráir að finna hina einu sönnu ást. Nokkur laganna sem hann söng urðu til þess að ég fékk hreinlega gæsahúð aftur og aftur. Hann hefur háa og krafmikla rödd sem hentar þessari tegund (glam)rokksins svakalega vel. Atriðið á milli hans og Ernu Sif Sveinsdóttur (Pauline) í ,,I wanna know what love is” var alveg geggjað og þegar hann tók gamla Def Leppard smellinn ,,Pour some sugar on me” var ég farin að stappa með fótunum, dilla mér í sætinu og mæma með textanum. Hannes átti algjörlega salinn á þeirri stundu....þvílík rödd! Bravó Hannes!   Alexander Salberg (Chris/Pabbi Sherrie) var óviðjafnanlegur og svo mikið réttur maður á réttum stað. Hefði ekki viljað sjá neinn annan í þessu hlutverki. Alexander hefur þetta ,,eitthvað” sem ekki allir hafa. Það er ekki lært, nema að litlum hluta, heldur meðfætt. Lengi getur gott batnað og Alexander fer baaara batnandi. Atriðið á milli hans og Ólafs Freys, þegar Drew mætir í nýja búningnum, var eitt af fyndnustu atriðum sýningarinnar...þökk sé Alexander og hárréttri tímasetningu og áherslum á línunum hans. Bravó Alexander!   Svo verð ég að fá að minnast á hljómsveitina. Óóóótrúlega þétt band á köflum og svo mjög að mér fannst ég á tímabili vera stödd á alvöru tónleikum. Og það er sýningin á köflum því áhorfandinn fer frá því að vera staddur í leikhúsi fyrir hlé yfir í að vera kominn á tónleika í klúbbnum í seinni hluta verksins. Hljómsveitarmeðlimir voru mismikið innvolveraðir inn í atriðin, allt frá því að vera nánast ósýnilegir yfir í að vera á þeytingi með hljóðfærin víðsvegar um sviðið eins og á alvöru rokktónleikum. Það er algjörlega frábært að hafa lifandi tónlist á sviðinu, þvílíkur klassa metnaður hjá leikfélaginu... á ekki stærra sviði. Þar kemur einmitt að sviðsmyndahönnuðum sýningarinnar sem, að mínu mati, stóðu sig rosalega vel í útfærslum á sviðsmyndinni ásamt ljósahönnuði verksins. Frábærar og einfaldar lausnir þessara aðila sem voru sko alveg að virka fyrir mig.   Handritið er líka listavel unnið hjá Karli Ágústi Úlfssyni. Hnittin tilsvörin, lítil sem stór, voru algjörlega ,,spot on” og textinn á stundum svo sjúklega fyndinn að maður náði vart andanum á milli hlátursroka. Dansarnir voru líka mjög vel útfærðir og minntu um margt á hinar vinsælu jazzballetsýningar níunda áratugarins. 80´s búningarnir voru að flestu leyti líka ,,perfect” má ég þá sérstaklega nefna búningar hljómsveitarinnar og strákabandsins. Hár og förðun voru mjög fagmannlega unnin, enda skiptir sköpum að hafa þetta tvennt alveg 100% þar sem þetta er svo stór partur af túlkun þessa áratugar. Bakraddirnar voru æðislegar, bæði röddun svo og fyllingin. Hefði meira að segja vilja heyra enn meira í þeim. Hljóðið var í 90 % tilvika til fyrirmyndar og lýsingin, eins og ég nefndi áður, algjör snilld og hjálpaði heilmikil til við að mynda rétta stemningu hvort heldur hún átti að vera lítil og einföld eða eins og á stórum tónleikum. Það er ekki annað hægt en að hrósa leikstjóra verksins Ágústu Skúladóttur og óska henni til hamingju með þetta nýjasta afrek hennar. Frumsýningin tókst með afbrigðum vel að mínu mati og sýndi þar og sannaði að leikstjóri og aðstandendur sýningarinnar hafa lagt á sig ómælda vinnu s.l. mánuði til að ná því besta fram hjá hverjum og einum. Sú vinna sést helst á framförum margra yngri leikaranna, óhefðbundum útfærslum hinna eldri og reyndari og síðast en ekki síst smurðri heilstæðri sýningu þar sem söguþráðurinn kemst vel til skila. Á endanum held ég að það hafi bara verið kostur að þekkja ekkert til verksins áður en ég sá þessa sýningu. Ég hef síðan séð myndina og komist að því að útfærsla LV á þessu sama verki er jafnvel enn betri en ég gerði mér grein fyrir. Og enn og aftur kemur það mér í opna skjöldu hvað LV tekst að ná langt og gera stóra hluti úr því litla fjármagni sem áhugamannaleikhús á landsbyggðinni hefur úr að moða. Það speglar bara metnaðinn sem býr í þessu dásamlega ,,LITLA” leikfélagi. Leik(hús)félagi minn hafði það að orði eftir sýninguna að hana langaði að sjá sýninguna aftur....og það langar mig líka. Segir það ekki allt sem segja þarf ?   BRAVÓ Leikfélag Vestmannaeyja!   Takk fyrir mig

Á léttu nótunum >>

Vertu sterk

Fangi sleppur úr fangelsi þar sem hann hefur verið í 15 ár. Á flóttanum finnur hann hús og brýst inn í það til að leita af peningum og byssum, en hann finnur bara ungt par í rúmi.   Hann skipar stráknum að fara úr rúminu, og bindur hann fastan á stól. Á meðan hann er að binda stelpuna upp í rúmi....og kyssir hana á hálsinn og fer svo inná baðherbergi. Á meðan hann er þar segir strákurinn við stelpuna: Hey þessi gaur er fangi sem hefur flúið, sjáðu bara fötin hans! hann hefur örugglega verið lengi í fangelsi og hefur ekki séð konu í mörg ár. Ég sá hvernig hann kyssti á hálsinn á þér. Ef hann vill kynlíf ekki segja nei eða neitt gerðu bara það sem hann segir þér að gera, veittu honum fullnægingu. Þessi gaur hlýtur að vera hættulegur og ef hann verður reiður drepur hann örugglega okkur bæði. Vertu sterk elskan, ég elska þig!   Konan svarar „Hann var ekki að kyssa á mér hálsinn, hann var að hvísla að mér og sagði að hann væri hommi og fannst þú vera mjög sexy og spurði hvort við ættum eitthvað vaselín inná klósetti.  - Vertu sterkur ég elska þig líka!!!  Smá bónusbrandari:Hún giftist og eignaðist 13 börn, þá dó eiginmaðurinn Hún giftist aftur og eignaðist 7 börn og aftur dó eiginmaðurinn Hún giftist þeim þriðja og 5 börn bættust við, eftir farsæla og langa ævi dó hún og skildi eftir sig 25 afkvæmi. Standandi við kistuna mælti presturinn ...„Þakka þér Guð fyrir þessa ástríku konu en nú að lokum eru þau saman“Einn syrgjanda á næsta bekk hallaði sér fram og spurði vin sinn: „Er hann að tala um fyrsta, annan eða þriðja eiginmanninn“Vinurinn svaraði: „Nei, hann er að tala um lærin á henni“