„Hressó líkamsræktarstöð er ekki bara líkamsræktarstöð“

Uppruni Hressó „Hressó líkamsræktarstöð var stofnuð árið 1994 eftir að við systur höfðum búið í Reykjavík. Þar höfðum við verið iðnar við að mæta í líkamræktarstöð sem þá hét Stúdíó Jónínu og Ágústu. Þar kviknaði hugmyndin því við vissum að enginn slíkur staður var í Eyjum – því ekki að flytja aftur heim og stofna fyrirtæki með vinnu sem við myndum hafa gaman að, auðga mannlífið á bernskuslóðunum og leggja okkar að mörkum,“ segir Anna Dóra um upphafið. „Það eru því tveir stofnendur að Hressó, við systurnar en sannarlega hefðum við ekki getað þetta án Vigga og fleiri.“ Bakgrunnur systranna er ólíkur, Anna Dóra var keppnismanneskja í handbolta og með góða bókhaldskunnáttu en Jóhanna var meira í jassballet og eróbik sem var líkamsrækt þess tíma. „Eftir að ákvörðun hafði verið tekin um að láta þetta verða að veruleika fór Jóhanna í Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni og hefur verið iðin við að mennta sig meira eftir það. Meðal annars lærði hún að vera jókennari, hefur fengið level 1 og 2 í Crossfit kennslu sem og mastersnám í lýðheilsu. Við höfum alltaf reynt að fylgjast með öllum nýungum í líkamsrækt og verið með puttann á púlsinum, enda hefur líkamsræktin breyst mjög mikið og það er misjafnt hvað er inn á hverjum tíma,“ segir Anna Dóra.   Tímarnir og aðstaðan á Strandveginum „Spinningtímarnir okkar núna eru gríðarlega vinsælir en um tíma datt spinning niður en það er algjörlega málið í dag enda rosalega góð brennsla í spinning. Við erum með ný hjól sem hafa mæla sem gaman er að nota í tímunum. Við erum með fjölbreytta stundarskrá og það er opið alla daga,“ segir Anna Dóra um úrvalið í Hressó. „Vinsælustu tímarnir eru kl. 06.00 á morgnana og í hádeginu. Seinni parts tímar hafa þó verið að sækja í sig veðrið, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni.“ „Hér eru einnig vel búnir salir, góður tækjasalur með yfir 15 brennslutækjum auk hefðbundinna tækja. Einnig er hér hlýr teygjusalur og hrátt lyftingarsvæði sem hægt er að nota allan daginn þannig að hér er hægt að æfa fjölbreytt og hvenær sem er,“ segir Anna Dóra. Tímar sem í boði eru í Hressó núna eru fjölmargir, Crossfit, Yoga, Zúmba, Hádegispúl, Tabata, Spinning, Core tímar, líkamsrækt og fleira. „Það eru síðan alltaf einhver námskeið í gangi og ef ekki er fullt þá er alltaf hægt að koma inn í námskeiðin. Það sem er t.d. í gangi núna er Forresthópurinn, Crossfit og Crossfit light námskeið,“ bætir Anna Dóra við og minnir á að alltaf sé hægt að fara í fría prufutími í Stóra Hressó við Strandveg. Tvö ný námskeið fara í gang í Hressó í febrúar, annað er fyrir konur 35 ára og eldri, í hvernig formi sem er. Hitt er stílað inn á yngri kynslóðina, ætlað fólki á aldrinum 14 – 23 ára. Fyrir unglingana erum við að vinna með æfingaform sem er mjög vinsælt í dag og býður upp á mikla brennslu og tónun á vöðvum líkamans,“ segir Anna Dóra og bendir á að hægt sé að fá frístundarstyrk frá Vestmannaeyjabæ fyrir námskeiðið. „Hressó líkamsræktarstöð er ekki bara líkamsræktarstöð, þetta er ekki síður félagsmiðstöð. Hér er infrarauður klefi en hann er gríðarlega vanmetinn og hefur ótrúlega mikil og góð áhrif á einstaklinga. Hann hreinsar húðina, mýkir upp vöðva og liði og í einum tíma getur fólk eytt allt að 600 hitaeiningum,“ segir Anna Dóra um nýju klefana. Klefinn er ekki eina nýjungin hjá Hressó, nýr sólarbekkur er einnig kominn í gagnið. „Þetta er bekkur sem fer betur með húðina, hann er með vatnsúða og góðum viftum. Svo má ekki gleyma að hér er skemmtileg kaffistofa þar sem mikið er spjallað og hlegið.“   Litla Hressó „Ekki má gleyma því að við opnuðum Litla Hressó í íþróttamiðstöðinni núna í janúar og erum við þakklátar fyrir þær góðu viðtökur sem við höfum fengið þar,“ segir Anna Dóra. „Salurinn er auðvitað frekar lítill en við gerðum okkar besta til þess að koma tækjunum haganlega fyrir þannig að plássið nýttist sem best. Við höfum ekki heyrt annað en fólk sé almennt ánægt með aðstöðuna. Þess má geta að við höfum fengið frábæra manneskju, Söruh Hamilton ÍAK einkaþjálfara, til þess að vera yfir Litla Hressó. Hún hefur fasta viðveru á staðnum frá 12.30 – 13.30 á þriðjudögum og frá kl. 09.00 – 10.00 á fimmtudögum og er fólki velkomið að leita ráða hjá henni eða fá prógramm til þess að æfa eftir á staðnum,“ segir Anna Dóra hæstánægð með nýja staðinn. Að lokum vill Anna Dóra þakka öllum iðkendum Hressó fyrir samfylgdina í gegnum árin. „Litlu stelpurnar sem opnuðu Hressó á sínum tíma eru orðnar fullorðnar enda búnar að starfa í þessu í 22 ár! Við þökkum öllum sem hafa komið til okkar en þess má geta að sumir hafa verið okkur samferða allan þennan tíma. TAKK! Þið vitið hver þið eruð.“    

„Hressó líkamsræktarstöð er ekki bara líkamsræktarstöð“

Uppruni Hressó „Hressó líkamsræktarstöð var stofnuð árið 1994 eftir að við systur höfðum búið í Reykjavík. Þar höfðum við verið iðnar við að mæta í líkamræktarstöð sem þá hét Stúdíó Jónínu og Ágústu. Þar kviknaði hugmyndin því við vissum að enginn slíkur staður var í Eyjum – því ekki að flytja aftur heim og stofna fyrirtæki með vinnu sem við myndum hafa gaman að, auðga mannlífið á bernskuslóðunum og leggja okkar að mörkum,“ segir Anna Dóra um upphafið. „Það eru því tveir stofnendur að Hressó, við systurnar en sannarlega hefðum við ekki getað þetta án Vigga og fleiri.“ Bakgrunnur systranna er ólíkur, Anna Dóra var keppnismanneskja í handbolta og með góða bókhaldskunnáttu en Jóhanna var meira í jassballet og eróbik sem var líkamsrækt þess tíma. „Eftir að ákvörðun hafði verið tekin um að láta þetta verða að veruleika fór Jóhanna í Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni og hefur verið iðin við að mennta sig meira eftir það. Meðal annars lærði hún að vera jókennari, hefur fengið level 1 og 2 í Crossfit kennslu sem og mastersnám í lýðheilsu. Við höfum alltaf reynt að fylgjast með öllum nýungum í líkamsrækt og verið með puttann á púlsinum, enda hefur líkamsræktin breyst mjög mikið og það er misjafnt hvað er inn á hverjum tíma,“ segir Anna Dóra.   Tímarnir og aðstaðan á Strandveginum „Spinningtímarnir okkar núna eru gríðarlega vinsælir en um tíma datt spinning niður en það er algjörlega málið í dag enda rosalega góð brennsla í spinning. Við erum með ný hjól sem hafa mæla sem gaman er að nota í tímunum. Við erum með fjölbreytta stundarskrá og það er opið alla daga,“ segir Anna Dóra um úrvalið í Hressó. „Vinsælustu tímarnir eru kl. 06.00 á morgnana og í hádeginu. Seinni parts tímar hafa þó verið að sækja í sig veðrið, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni.“ „Hér eru einnig vel búnir salir, góður tækjasalur með yfir 15 brennslutækjum auk hefðbundinna tækja. Einnig er hér hlýr teygjusalur og hrátt lyftingarsvæði sem hægt er að nota allan daginn þannig að hér er hægt að æfa fjölbreytt og hvenær sem er,“ segir Anna Dóra. Tímar sem í boði eru í Hressó núna eru fjölmargir, Crossfit, Yoga, Zúmba, Hádegispúl, Tabata, Spinning, Core tímar, líkamsrækt og fleira. „Það eru síðan alltaf einhver námskeið í gangi og ef ekki er fullt þá er alltaf hægt að koma inn í námskeiðin. Það sem er t.d. í gangi núna er Forresthópurinn, Crossfit og Crossfit light námskeið,“ bætir Anna Dóra við og minnir á að alltaf sé hægt að fara í fría prufutími í Stóra Hressó við Strandveg. Tvö ný námskeið fara í gang í Hressó í febrúar, annað er fyrir konur 35 ára og eldri, í hvernig formi sem er. Hitt er stílað inn á yngri kynslóðina, ætlað fólki á aldrinum 14 – 23 ára. Fyrir unglingana erum við að vinna með æfingaform sem er mjög vinsælt í dag og býður upp á mikla brennslu og tónun á vöðvum líkamans,“ segir Anna Dóra og bendir á að hægt sé að fá frístundarstyrk frá Vestmannaeyjabæ fyrir námskeiðið. „Hressó líkamsræktarstöð er ekki bara líkamsræktarstöð, þetta er ekki síður félagsmiðstöð. Hér er infrarauður klefi en hann er gríðarlega vanmetinn og hefur ótrúlega mikil og góð áhrif á einstaklinga. Hann hreinsar húðina, mýkir upp vöðva og liði og í einum tíma getur fólk eytt allt að 600 hitaeiningum,“ segir Anna Dóra um nýju klefana. Klefinn er ekki eina nýjungin hjá Hressó, nýr sólarbekkur er einnig kominn í gagnið. „Þetta er bekkur sem fer betur með húðina, hann er með vatnsúða og góðum viftum. Svo má ekki gleyma að hér er skemmtileg kaffistofa þar sem mikið er spjallað og hlegið.“   Litla Hressó „Ekki má gleyma því að við opnuðum Litla Hressó í íþróttamiðstöðinni núna í janúar og erum við þakklátar fyrir þær góðu viðtökur sem við höfum fengið þar,“ segir Anna Dóra. „Salurinn er auðvitað frekar lítill en við gerðum okkar besta til þess að koma tækjunum haganlega fyrir þannig að plássið nýttist sem best. Við höfum ekki heyrt annað en fólk sé almennt ánægt með aðstöðuna. Þess má geta að við höfum fengið frábæra manneskju, Söruh Hamilton ÍAK einkaþjálfara, til þess að vera yfir Litla Hressó. Hún hefur fasta viðveru á staðnum frá 12.30 – 13.30 á þriðjudögum og frá kl. 09.00 – 10.00 á fimmtudögum og er fólki velkomið að leita ráða hjá henni eða fá prógramm til þess að æfa eftir á staðnum,“ segir Anna Dóra hæstánægð með nýja staðinn. Að lokum vill Anna Dóra þakka öllum iðkendum Hressó fyrir samfylgdina í gegnum árin. „Litlu stelpurnar sem opnuðu Hressó á sínum tíma eru orðnar fullorðnar enda búnar að starfa í þessu í 22 ár! Við þökkum öllum sem hafa komið til okkar en þess má geta að sumir hafa verið okkur samferða allan þennan tíma. TAKK! Þið vitið hver þið eruð.“    

Í grunninn sá samningur sem var felldur í haust

„Samningurinn sem samþykktur var á sunnudaginn er í grunninn sá samningur sem var felldur í haust,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. „Eftirfarandi viðbót kom þó inn. Greidd er kaupskráruppbót kr. 300.000 með orlofi til þeirra sem eru í starfi og voru lögskráðir 180 daga eða meira á árinu 2016. Hafi skipverjar verið lögskráðir færri daga en 180 daga greiðist uppbótin hlutfallslega. Er þetta eingreiðsla. Skiptaverð á á aflaverðmæti sem landað er til eigin fiskvinnslu útgerðar er 0,5%-stigum hærra en ef landað er hjá óskyldum aðila. Skiptaverð er sem sagt 70,5% ef landað er hjá eigin vinnslu útgerðar en 70% ef landað er hjá óskyldum aðila.“ Þá nefndi Valmundur að útgerðin lætur skipverjum í té nauðsynlegan hlífðar- og öryggisfatnað. Fatnaðurinn er eign útgerðarinnar en í umsjá skipverjans. Ákvæðið tekur gildi 1. maí 2017. „Skipverjar fá einnig frítt fæði. Inn kemur grein um fjarskipti og fjarskiptakostnað skipverja. Samningstími er til 1. desember 2019.“ Þá bendir Valmundur á bókanir sem hann segir dýrmætar fyrir sjómenn. „Þetta er bókun um að samningurinn verði tekinn upp í heild sinni og endurskoðaður með það að markmiði að einfalda hann og gera skiljanlegri. Einnig að gerð verði stór rannsókn á hvíldar- og vinnutíma sjómanna á Íslandi. Stefnt skal að að kostnaðarhlutdeild verði greind sérstaklega með það að markmiði að gert verði uppúr 100% aflaverðmætis. Þessi vinna verður undir verkstjórn Ríkissáttasemjara.“ Valmundur segir að nokkur gagnrýni hafi komið fram á stutta kosningu en kosningin stóð laugardag og sunnudag. „Því er til að svara að samninganefndir sjómanna, allar með tölu SSÍ, SVG, VerkVest og SÍ ákváðu að hafa kosninguna áður en flotanum væri hleypt á sjó. Kosningaþáttakan 54% er í raun nokkuð góð. Í fyrrasumar var kosningaþáttakan eftir mánaðarkosningu um 32% og í haust um 67% eftir mánaðar rafræna kosningu. Nánast engar kröfur útvegsmanna voru teknar til greina í samningsgerðinni sem er nokkur nýlunda miðað við samninga fyrri ára,“ sagði Valmundur að endingu.  

Deilan blessunarlega leyst en spurning um afleiðingarnar

„Skipin okkar fóru til veiða strax í gærkvöld og KAP er lagður af stað heim aftur með tæplega 500 tonn sem fékkst í einu kasti. Auðvitað léttist brúnin við að sjá hjólin snúast á nýjan leik og það hratt. Margar áleitnar spurningar hafa hins vegar vaknað í kjaradeilunni og þeim verður ekki ýtt til hliðar umræðulaust þrátt fyrir að samningar hafi blessunarlega tekist,“ segir Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar þegar rætt var við hann á mánudaginn. „Auðvitað er umhugsunarefni að sjómenn felldu í tvígang samninga sem forystumenn þeirra höfðu skrifað upp á og samþykktu svo í þriðja sinn með naumum meirihluta samning sem færir þeim verulegar kjarabætur. Ég neita mér um að hugsa til enda hvaða afleiðingar það hefði haft ef sjómenn hefðu fellt í þriðja sinn. Hjá því verður ekki komist að kanna ástæður óánægjunnar. Það er alltof ódýrt og yfirborðskennt að lýsa eftir meira trausti í samskiptum útgerðarmanna og sjómanna. Við sömdum jú aftur og aftur! Niðurstöður þriggja atkvæðagreiðslna í þessari kjaradeilu benda til þess að traust skorti ekki síður í samskiptum sjómanna og forystusveitar þeirra. Annað mál er svo það að ímynd íslensks sjávarútvegs hefur laskast verulega gagnvart erlendum kaupendum og neytendum. Viðskiptavinir okkar skilja bara alls ekki hvernig það getur gerst að höfuðatvinnuvegur Íslendinga lamist og sé lamaður vegna vinnudeilu samfleytt í tíu vikur! Skammtímaáhrifin geta orðið mikil og langtímaáhrifin veruleg líka. Neytendur sneru sér að öðrum fiski eða annarri matvöru og skila sér margir hverjir ekki aftur til okkar sem viðskiptavinir. Mikið framboð á fiski í einni dembu inn á markaði núna að verkfalli loknu þrýstir fiskverði niður. Við verðum að búa okkur undir verðfall á mörkuðum. Síðast en ekki síst hafa erlendir markaðir verið „sveltir“ vikum saman af íslenskum fiski. Afhendingaröryggi skapar traust í viðskiptum en þegar enginn fiskur berst héðan í hálfan þriðja mánuð finna viðskiptavinirnir á eigin skinni að okkur er ekki treystandi til að afhenda umsamda vöru á umsömdum tíma. ÞAÐ er alvarlegasta afleiðing hins langvarandi verkfalls og það munum við skynja lengi, því miður.“  

Eyjamaður vikunnar - "Viss léttir yfir manni eftir tvo fellda samninga"

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands hefur ásamt öðrum í forystusveit íslenskra sjómanna haft í mörg horn að líta undanfarna mánuði. Stór áfangi náðist aðfararnótt laugardagsins þegar sjómenn og útgerðarmenn skrifuðu undir samning sem samþykktur var naumlega. Áður höfðu tveir samningar verið felldir. Það var mikill léttir fyrir sjávarpláss eins og Vestmannaeyjar þegar deilan leystist og skipin byrjuðu að halda á miðin í sunnudagskvöldið. Valmundur er Eyjamaður vikunnar.   Nafn: Valmundur Valmundsson. Fæðingardagur: 10. maí 1961. Fæðingarstaður: Siglufjörður. Fjölskylda: Eiginkonan er Björg Baldvins. Börnin Anna Brynja í sambúð með Davíð Guðmundssyni og börn þeirra tvö Una Björg og Kjartan Leó. Valur Már í sambúð með Lindu Óskarsdóttur og eiga þau dótturina Sigrúnu Önnu og einn Eyjapeyja á leiðinni í maí. Draumabíllinn: Porche 911. Uppáhaldsmatur: Allur gömlukallamatur, hrossabjúgu, svið, slátur, súrmeti, hákall og auðvitað humar og góður lambahryggur svíkur aldrei. Og svartfuglinn hjá peyjanum. Versti matur: Hef aldrei getað borðað mysing. Meira að segja surströmming er betri. Uppáhalds vefsíða: Þær eru margar, allar síður tengdar Eyjum og Siglufirði og nota mikið síður stéttarfélaganna. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Jazz og létt þungarokk eins og Dimma. Aðaláhugamál: Fyrir utan vinnuna er það fluguveiði og fluguhnýtingar. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Nelson flotaforingja. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Ef ég á að nefna einn er það Hvanneyrarskál um vetur, allt á kafi í snjó og stökkmót innst í skálinni. Þar hefur verið stokkið lengst á skíðum á Íslandi. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: ÍBV og KS mitt gamla félag á Siglufirði. Svo á ég tvær afastelpur sem eru í fimleikum. Unu Björgu og Sigrúnu Önnu. Ertu hjátrúarfull/ur: Alveg hroðalega. Stundar þú einhverja hreyfingu: Hjóla á sumrin og göngur á veturna. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir, fréttatengt efni, góðir enskir og norrænir krimmar. Hvað hafa samningaviðræður staðið lengi: Þær hafa staðið með hléum frá 2012 þegar málinu var vísað til Sátta af útgerðarmönnum. Var ekki léttir þegar niðurstaða kosningarinnar lá fyrir: Það má segja það að viss léttir sé yfir manni núna eftir tvo fellda samninga. Hvað er það besta við samninginn: Það sem náðist að bæta við fellda samninginn frá í haust. Það var ekki sjálfgefið að eitthvað næðist í viðbót en með samstöðu sjómanna og þeirra samninganefnda hafðist þetta í gegn. Hvar hefðir þú viljað ná lengra: Hefði gjarnan viljað ná lengra í olíuverðsviðmiðinu. En nú fer í gang vinna við endurskoðun á þessu bixi sem heitir kostnaðarhlutdeild og hún greind lið fyrir lið og hverju og þá hvernig hægt er að breyta til einföldunar og gagnsæis. Verður haldið áfram að berjast fyrir sjómannaafslætti: Krafan um bætur fyrir sjómannaafsláttinn er enn lifandi á hendur útgerðinni. Getum ekki gert kröfu á ríkið um eitt eða neitt. Eitthvað að lokum: Vil að síðustu þakka öllum félögum mínum til sjávar og sveita fyrir stuðninginn og fjölskyldunni fyrir að standa þétt við bakið á kallinum í orrahríðinni undanfarnar vikur.  

Skref fram á við og þarf að undirbúa það næsta

Þorsteinn Ingi Guðmundsson, formaður Sjómannafélagsins Jötuns, hefur eins og aðrir forystumenn sjómanna og sjávarútvegsfyrirtækja haft í mörg horn að líta síðustu mánuði. Það hefur því verið ákveðinn léttir fyrir þá þegar samningarnir voru samþykktir á sunnudagskvöldið. Þurfti þrjár atrennur til að niðurstaða næðist og hafði verkfall sjómanna staðið í hátt í tíu vikur. Eitt stóra málið var skattafsláttur í einhverri mynd en stjórnvöld sinntu því ekki. Útgerðarmenn buðu þá frítt fæði um borð sem gerði sitt til að niðurstaða fengist. Það vill enginn hugsa þá hugsun til enda hefðu samningarnir ekki verið samþykktir og tæpt stóð það. Á kjörskrá á landinu voru 2114 og atkvæði greiddu 1189 eða 53,7%. Já sögðu 623 eða 52,4% og nei 558 eða 46,9% og munaði ekki nema 72 atkvæðum. Hjá Jötni áttu 160 atkvæðisrétt og atkvæði greiddu 104 eða tæp 70%. „Mér finnst sjómenn almennt ekki taka þetta nógu alvarlega en ég er þakklátur fyrir hvað margir nýttu atkvæðisréttinn hjá okkur,“ segir Þorsteinn sem er nokkuð sáttur við samninginn, segir hann skref fram á við. Hann er ekki hrifinn að aðkomu sjávarútvegsráðherra að deilunni og segir hana hafa ætlað að kljúfa samstöðu sjómanna með útspili sínu. „Hún bauð upp á að sjómenn sem eru lengur á sjó en 48 tíma fengju skattaafslátt sem hefði þýtt að áhafnir dagróðrabáta, net- og línuskipum og jafnvel á uppsjávarskipum stæðu eftir óbættir. Þannig hefðu um 40% sjómanna setið eftir með sárt ennið. Það var algjör samstaða um að þetta kæmi ekki til greina. Auk þess var hún með hótanir um lög á verkfallið sem hvorki við eða útgerðin vildu.“   Ekki lengra komist Þorsteinn segir að andinn milli samninganefndanna hafi orðið betri eftir því sem leið á og fólk kynntist betur. Ákveðinn skilningur hafi verið á milli þó ekki væri fólk sammála. „Sjálfum fannst mér að ekki yrði lengra komist en samningurinn er skref fram á við. Núna tekur við nýtt tímabil til að undirbúa næsta skref. Staðreyndin er að árangur í samningum hefur aldrei náðst í stórum stökkum. Auðvitað hefðum við viljað fá meira en það voru gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir loðnusjómenn, fólk í landi og fyrirtækin sem eiga allt sitt undir að loðnan náist. Eins og ég sagði áðan er ég þokkalega sáttur og get ekki verið annað því ég skrifaði undir samninginn og stór hluti af síðasta ári hefur farið í vinnu við hann.Þó er það sem er í miklum ólestri að traust vantar á milli sjómanna og útgerða. Það er útgerðamanna að lagfæra það, t.d. að menn geti verið sem afleysingarmenn mánuðum saman og taka þar með af mönnum veikindarétt,“ sagði Þorsteinn og hafði þetta að segja um samningana að lokum: „Ég veit að sjómenn eiga eftir að sjá kjarabætur og bókun um mönnun skipa og fjarskipti eiga eftir að hafa sitt að segja í að bæta hag sjómannastéttarinnar,“ sagði Þorsteinn að endingu.    

Dugnaður eru hópþrektímar fyrir alla sem vilja komast í frábært alhliða form

Um nokkurt skeið hafa þær Minna Björk Ágústsdóttir og Þórsteina Sigurbjörnsdóttir boðið Vestmannaeyingum upp á fjölbreytta og áhrifaríka líkamsrækt sem hefur það eitt að leiðarljósi að efla heilsu og stuðla að almennri vellíðan. Hingað til hafa tímarnir þeirra Minnu og Steinu gengið undir nafninu Metabolic en nú munu þeir einfaldlega heita Dugnaður. Blaðamaður hafði samband við þær Minnu og Steinu og spurði þær nánar út í Dugnað og hvað tímarnir hafa upp á að bjóða.   Er breytingin í Dugnaður bara að nafninu til eða eru einhverjar aðrar breytingar sem fylgja því? „Þegar við hófum starfsemi saman haustið 2015 stofnuðum við fyrirtækið okkar sem heitir Dugnaður ehf. Við gerðum þó ákveðnar áherslubreytingar nú í haust á tímunum sem voru einungis Metabolic tímar allan fyrra vetur. Við fórum til Berlínar vorið 2016 á námskeið sem heitir Training for warrirors og tókum inn kerfi sem við lærðum þar. Einnig fórum við á námskeið í haust þar sem við fengum kennararéttindi í ketilbjöllum og höfum því líka tekið inn ketilbjöllutíma sem við keyrum samhliða Metabolic. Við gerðum þetta til að auka fjölbreytnina hjá okkur,“ segja þær Minna og Steina. Eitt af því sem er í boði eru tímar sem kallast „Þrek“ sem að þeirra sögn eru markvissir, skemmtilegir og árangursríkir hópþrektímar fyrir alla sem vilja komast í frábært alhliða form í góðum félagsskap. „Unnið er með teygjur, kraftbolta, ketilbjöllur, kaðla, eigin líkamsþyngd og fleira spennandi og skemmtilegt. Þáttakendur stjórna álaginu sjálfir.“ Eru tímarnir fyrir konur jafnt sem karla og fólk á öllum aldri? „Já, þeir eru fyrir alla, iðkendur geta ráðið álaginu sjálfir og við finnum nýjar æfingar ef fólk treystir sér ekki í það sem sett er upp. Aldurshópurinn er mjög breiður og strákunum er alltaf að fjölga. Gaman að segja frá því að í einum tíma í vetur var yngsti þátttakandinn 14 ára og sá elsti 74 ára. Hjá okkur er einnig töluvert af hjónafólki, mæðgum, mæðginum og vinahópum sem hafa komið saman í þrektíma áskrift.“ Til viðbótar við „Þrek“ verða tímarnir „Stoð“ tvisvar í viku fyrir fólks sem á við stoðkerfisvandamál að stríða. „Þetta eru þrektímar sem henta þeim sem eru með stoðkerfisverki eða þurfa að fara sérstaklega varlega. Hentar einstaklingum sem kenna sér meins í stoðkerfi, hvort sem álag, sjúkdómar eða slys hafa valdið ójafnvægi. Markmiðið er að minnka verki, styrkjast og auka líkamsvitund. Þjálfunin er einstaklingsmiðuð þó svo hún fari fram í hópi. Hver og einn fer á sínum hraða og gerir eins þungt og hratt og hann treystir sér til, það er alltaf hægt að finna aðrar útfærslur af æfingunum. Tímarnir eru fyrir fólk á öllum aldri af báðum kynjum,“ segja Minna og Steina. „Nú er þetta annar veturinn okkar saman og hefur stór hluti verið með okkur frá upphafi,“ segja þær aðspurðar hvort það sé alltaf sami kjarninn hjá þeim. „Það eru alltaf einhverjir sem detta út og nýir koma inn. Við erum svo stoltar af fólkinu okkar sem mætir ótrúlega vel og hvað þau eru samheldin. Það er mikil samkennd og hvatning í hópnum. Einn iðkandi sagði í vetur að honum fyndist eins og hann væri kominn í lið.“ Hafa iðkendur hjá ykkur tekið miklum heilsufarslegum framförum? „Við leggjum mikla áherslu á vellíðan og heilbrigði og það er það sem við erum sannarlega að sjá hjá hópnum. Margir koma til okkar og segja okkur frá breytingum sem þeir finna á sér og það finnst okkur ánægjulegt,“ segja Minna og Steina. Hvaða skilaboð hafið þið til þeirra sem hafa áhuga á því að byrja í Dugnaði en einhverra hluta vegna láta ekki verða að því? „Við hvetjum ykkur til þess að koma og prufa nokkra tíma. Það er mikil fjölbreytni í tímum vikunnar og því ekki marktækt að koma bara einu sinni. Yfir vikuna eru þoltímar, styrktartímar og powertímar, auk Training for warriors og ketilbjöllutímar. Endilega sláist í okkar skemmtilega hóp, við tökum vel á móti nýjum iðkendum,“ segja þær að lokum og minna á þrektíma sem þær sjá um fyrir gólfklúbbinn. „Við vorum að byrja með þrektíma fyrir gólfklúbbinn einu sinni í viku og er það mjög ánægulegt og spennandi verkefni.“    
>> Eldri fréttir

Íþróttir >>

Lengjubikar kvenna: Spilaðist vel þrátt fyrir tap

Breiðablik tók á móti ÍBV í A-deild lengjubikars kvenna um síðustu helgi þar sem Eyjakonur þurftu að sætta sig við 3:0 tap. Hildur Antonsdóttir kom Blikum yfir eftir um hálftíma leik en Fanndís Friðriksdóttir og Rakel Hönnudóttir innsigluðu sigurinn fyrir þær grænklæddu með sitthvoru markinu þegar skammt var til leiksloka. Næsti leikur liðsins verður gegn Stjörnunni sunnudaginn 12. mars. „Leikurinn gegn Blikum spilaðist nokkuð vel þrátt fyrir 3:0 tap,“ segir Sóley Guðmundsdóttir fyrirliði ÍBV. „Við erum búnar að vera að æfa nýja vörn sem leit miklu betur út á móti Blikum heldur en á móti Val í vikunni á undan sem er mjög jákvæður punktur í okkar spilamennsku. Einnig vorum við að láta boltann ganga mun betur okkar á milli og við héldum honum vel. Mörkin sem við erum að fá á okkur koma mörg eftir mistök hjá okkur, við missum boltann klaufalega eða fylgjum okkar manni ekki alveg inn að marki, hlutir sem við eigum að gera betur og munum laga. Við erum einnig með nokkra leikmenn í meiðslum og markmaðurinn er ekki kominn með leikheimild.“ Nú hafið þið tapað fyrstu tveimur leikjunum í Lengjubikarnum, telur þú að liðið nái að knýja fram góð úrslit gegn Stjörnunni í næsta leik? „Á móti Stjörnunni ættu flestar að vera orðnar heilar og markmaðurinn kominn með leikheimild þannig ég er bjartsýn á að við munum ná góðum úrslitum á móti Stjörnunni. Ég vil samt koma því að hvað ég er rosalega ánægð með allar ungu stelpurnar sem eru búnar að vera að fá tækifæri með okkur í vetur, þær eru svo sannarlega að gefa okkur eldri stelpunum gott spark í rassinn og sýna að framtíðin er björt í kvennaboltanum,“ segir Sóley.  

Fiskverkafólk mikilvægur hlekkur í þeirri keðju sem drífur áfram sjávarútveg

„Þetta er allt að verða eins og það var fyrir verkfall sjómanna. Ísfélagið tók hluta af sínu fólki inn á miðvikudag í síðustu viku, Vinnslustöðin á mánudaginn og Godthaab í dag. Ísfélagið fékk fisk frá Þórshöfn í síðustu viku og norskur loðnubátur landaði hjá Vinnslustöðinni um helgina og nú streyma bátarnir inn með loðnu og bolfisk þannig að hjólin fara að snúast á ný,“ segir Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda stéttarfélags í samtali við Eyjafréttir í gær. Um 350 félagar í Drífanda voru á atvinnuleysisskrá í verkfallinu. „Við höfum ekki kynnst svona frá því fyrir sameiningu stóru frystihúsanna 1992, að ekki væri vinna í stöðvunum svo vikum skipti. Þetta kennir okkur í verkalýðshreyfingunni að það þarf að endurskoða kjarasamninga og breyta lögum um hráefnisskort. Lög sem voru sett árið 1958 við aðstæður í sjávarútvegi sem eru langt frá veruleikanum eins og hann er í dag og því löngu orðin úrelt. Því það verður að segjast eins og er að víða um land var reynt að teygja á túlkun þessara laga og við urðum einnig vör við það hér í Eyjum. Við bjuggum við það í áratugi að fiskverkafólk var sent heim þegar ekki var til fiskur. Þetta hefur ekki verið vandamál hér mjög lengi og það sem gerðist í verkfallinu má ekki gerast aftur.“ Arnar segir að sitt fólk hafi ekki borið sig illa í verkfallinu þó viðbrigðin hafi verið nokkur að fara úr fullri vinnu á atvinnuleysisbætur. „Fiskverkafólk á rétt á tekjutengdum bótum eftir fyrstu tvær vikurnar heima. Hluti fólksins í Ísfélaginu og Vinnslustöðinni náði fullum tekjutengdum bótum en mun minni hluti annarra og fólk varð fyrir þó nokkru tekjutapi vegna þessa. Sérstaklega hafnarverkamenn og og einnig má nefna gúanókarlana. Ég get þó ekki annað en dáðst að því hvað fólk bar sig vel. Það kom líka í ljós hvað þetta er harðduglegt fólk sem vill fá að vinna fyrir peningunum sem það fær,“ sagði Arnar og bætir við að atvinnuleysisbótakerfið hafi sannað gildi sitt. „Þetta sýnir okkur að það öryggisnet sem atvinnuleysisbótakerfið er skiptir miklu en yfir helmingur félagsmanna okkar var án atvinnu í verkfallinu. Hjá flestum öðrum verkalýðsfélögum voru þetta aðeins örfá prósent. Verkfall sjómanna hefur líka sýnt okkur hvað fiskverkafólk er mikilvægur hlekkur í þeirri keðju sem drífur áfram sjávarútveginn í landinu og að það verður að taka tillit til okkar. Við erum fjölmennur hagsmunahópur og mikilvægur hluti lífvænna samfélaga víða um land.“    

Lengjubikar kvenna: Spilaðist vel þrátt fyrir tap

Breiðablik tók á móti ÍBV í A-deild lengjubikars kvenna um síðustu helgi þar sem Eyjakonur þurftu að sætta sig við 3:0 tap. Hildur Antonsdóttir kom Blikum yfir eftir um hálftíma leik en Fanndís Friðriksdóttir og Rakel Hönnudóttir innsigluðu sigurinn fyrir þær grænklæddu með sitthvoru markinu þegar skammt var til leiksloka. Næsti leikur liðsins verður gegn Stjörnunni sunnudaginn 12. mars. „Leikurinn gegn Blikum spilaðist nokkuð vel þrátt fyrir 3:0 tap,“ segir Sóley Guðmundsdóttir fyrirliði ÍBV. „Við erum búnar að vera að æfa nýja vörn sem leit miklu betur út á móti Blikum heldur en á móti Val í vikunni á undan sem er mjög jákvæður punktur í okkar spilamennsku. Einnig vorum við að láta boltann ganga mun betur okkar á milli og við héldum honum vel. Mörkin sem við erum að fá á okkur koma mörg eftir mistök hjá okkur, við missum boltann klaufalega eða fylgjum okkar manni ekki alveg inn að marki, hlutir sem við eigum að gera betur og munum laga. Við erum einnig með nokkra leikmenn í meiðslum og markmaðurinn er ekki kominn með leikheimild.“ Nú hafið þið tapað fyrstu tveimur leikjunum í Lengjubikarnum, telur þú að liðið nái að knýja fram góð úrslit gegn Stjörnunni í næsta leik? „Á móti Stjörnunni ættu flestar að vera orðnar heilar og markmaðurinn kominn með leikheimild þannig ég er bjartsýn á að við munum ná góðum úrslitum á móti Stjörnunni. Ég vil samt koma því að hvað ég er rosalega ánægð með allar ungu stelpurnar sem eru búnar að vera að fá tækifæri með okkur í vetur, þær eru svo sannarlega að gefa okkur eldri stelpunum gott spark í rassinn og sýna að framtíðin er björt í kvennaboltanum,“ segir Sóley.  

Í grunninn sá samningur sem var felldur í haust

„Samningurinn sem samþykktur var á sunnudaginn er í grunninn sá samningur sem var felldur í haust,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. „Eftirfarandi viðbót kom þó inn. Greidd er kaupskráruppbót kr. 300.000 með orlofi til þeirra sem eru í starfi og voru lögskráðir 180 daga eða meira á árinu 2016. Hafi skipverjar verið lögskráðir færri daga en 180 daga greiðist uppbótin hlutfallslega. Er þetta eingreiðsla. Skiptaverð á á aflaverðmæti sem landað er til eigin fiskvinnslu útgerðar er 0,5%-stigum hærra en ef landað er hjá óskyldum aðila. Skiptaverð er sem sagt 70,5% ef landað er hjá eigin vinnslu útgerðar en 70% ef landað er hjá óskyldum aðila.“ Þá nefndi Valmundur að útgerðin lætur skipverjum í té nauðsynlegan hlífðar- og öryggisfatnað. Fatnaðurinn er eign útgerðarinnar en í umsjá skipverjans. Ákvæðið tekur gildi 1. maí 2017. „Skipverjar fá einnig frítt fæði. Inn kemur grein um fjarskipti og fjarskiptakostnað skipverja. Samningstími er til 1. desember 2019.“ Þá bendir Valmundur á bókanir sem hann segir dýrmætar fyrir sjómenn. „Þetta er bókun um að samningurinn verði tekinn upp í heild sinni og endurskoðaður með það að markmiði að einfalda hann og gera skiljanlegri. Einnig að gerð verði stór rannsókn á hvíldar- og vinnutíma sjómanna á Íslandi. Stefnt skal að að kostnaðarhlutdeild verði greind sérstaklega með það að markmiði að gert verði uppúr 100% aflaverðmætis. Þessi vinna verður undir verkstjórn Ríkissáttasemjara.“ Valmundur segir að nokkur gagnrýni hafi komið fram á stutta kosningu en kosningin stóð laugardag og sunnudag. „Því er til að svara að samninganefndir sjómanna, allar með tölu SSÍ, SVG, VerkVest og SÍ ákváðu að hafa kosninguna áður en flotanum væri hleypt á sjó. Kosningaþáttakan 54% er í raun nokkuð góð. Í fyrrasumar var kosningaþáttakan eftir mánaðarkosningu um 32% og í haust um 67% eftir mánaðar rafræna kosningu. Nánast engar kröfur útvegsmanna voru teknar til greina í samningsgerðinni sem er nokkur nýlunda miðað við samninga fyrri ára,“ sagði Valmundur að endingu.  

VefTíví >>

Hrafnar fóru á kostum í Eldheimum - Myndband og myndir

Það var mikið stuð í Eldheimum á laugardagskvöldið þar sem Hrafnarnir fóru mikinn í tónlist og spjalli um allt og ekkert en þó aðallega um gosið og sjálfa sig. Hvert sæti var skipað í húsinu og var mikið hlegið milli þess sem fólk naut tónlistarinnar sem boðið er upp á.    Hljómsveitin Hrafnar samanstendur af tvennum bræðrum, Georg og Vigni Ólafssonum og Hermanni Inga og Helga Hermannssonum og Hlöðveri Guðnasyni, allt grónir Eyjamenn þó þeir búi á fastalandinu. Samanlögð reynsla þeirra í músík má frekar mæla í öldum en áratugum og þeir kunna ýmislegt fyrir sér á þeim vettvangi. Það var talið í klukkan níu og klukkan átti aðeins nokkrar mínútur í miðnætti þegar síðasti tónninn var sleginn. Sem sagt þriggja tíma prógram með stuttu hléi og hvergi slegið af.   Hljóðfæraskipan er svolítið sérstök, Georg leikur á kontrabassa, Vignir á banjó, Hlöðver á mandólín og Hermann Ingi og Helgi á gítara. Eldheimar buðu á tónleikana og tilefnið var að minnast þess að á mánudaginn, 23. janúar voru 44 ár frá upphafi Heimaeyjargossins. Lagaval og sögur tengdust gosinu á einhvern hátt. Allir voru þeir byrjaðir í tónlist áður en gaus og brugðu þeir upp skemmtilegum myndum af sjálfum sér í undarlegum aðstæðum. Hermann Ingi á harðahlaupum upp Skólaveginn þegar eldsúlurnar risu austur á Eyju og Hlöbbi sem stakk af til Eyja til að bjarga því dýrmætasta, plötusafninu. Já, þeir hittu svo sannarlega í mark og útkoman var ein besta skemmtun sem boðið hefur verið upp á í Eyjum síðasta árið eða svo. Bæði skemmtilegt og eftirminnilegt. „Tónleikarnir og aðsóknin fóru fram úr björtustu vonum. Gaman að geta boðið á þennan flotta viðburð. En tónleikarnir eru greiddir með styrk úr Framkvæmdarsjóði Suðurlands. Herjólfur gaf ferðirnar fyrir tónlistaarmennina og hljómflutningsgræjurnar. Það var setið á næstum því öllum stólum hússins. Þeir eru um 160,“ sagði Kristín Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eldheima eftir tónleikana. Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari var að sjálfsögðu á staðnum og smellti þessum myndum af stemningunni.