Sigrar í tveimur síðustu leikjum gefa góð fyrirheit

Nú þegar þrjár vikur eru í að Íslandsmótið hefst og langur vetur (vonandi) að baki er ekki úr vegi að fara aðeins yfir stöðuna. Við erum nýkomnir úr kærkominni æfingaferð frá Campoamor á Spáni þar sem við gátum æft og spilað fótbolta við toppaðstæður. Veðrið var svo sem ekkert að leika við okkur þar heldur, en rennisléttir grasvellir, góður matur og flott hótel bætti upp fyrir allt saman. Æfingaferð sem þessi er fótboltaliðum gríðarlega dýrmæt, ekki síst fyrir okkur Eyjamenn, og þar náum við að stilla saman strengina fyrir komandi átök. Það er engin spurning í mínum huga að ætlunarverk okkar um að koma tilbaka til Eyja sem betra lið hafi svo sannarlega tekist. Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum frá því í fyrra og þessi mikla samvera bæði utan vallar og innan hefur gert okkur mjög gott.     Frammistaðan og úrslitin í æfingaleikjum vetrarins hafa verið sveiflukennd. Við byrjuðum feykivel og spiluðum oft á tíðum frábæran fótbolta, skoruðum mikið ásamt því að skapa slatta af færum. En gengi okkar fór að dala eftir því sem veiddist meira á loðnumiðunum og það kom kafli þar sem við áttum erfitt uppdráttar. Daddi slúttaði hins vegar loðnuvertíðinni með balli í Höllinni 1. apríl og síðan þá hefur leiðin legið upp á við. Okkur hefur tekist að vinna í veikleikunum frá leikjunum í mars og sigrar í tveimur síðustu leikjum gefa góð fyrirheit. Markmið okkar um að bæta árangur liðsins verulega frá því í fyrra er alveg skýrt. Við höfum það líka sem markmið að spila skemmtilegan og árangursríkan fótbolta, viljum sækja sem oftast og getað stjórnað leiknum með boltann innan liðsins. Það allra mikilvægasta verður þó að ná upp sannkallaðri Eyjastemmningu innan liðsins og smita henni til stuðningsmanna ÍBV. Takist það þá fylgir árangurinn í kjölfarið. Hvað aðrir halda um okkur og spár „sérfræðinganna“ um hvernig gengi liðsins verður skiptir okkur engu. Við höfum bullandi trú á verkefninu og ætlum að koma ÍBV í fremstu röð áður en langt um líður.   Ástandið á leikmannahópnum er þokkalegt eins og staðan er nú. Fyrir utan Matt þá er enginn sem á við langvarandi meiðsli að stríða. Mees Siers er kominn á fullt aftur og það er stutt í að Jonathan verði orðin leikhæfur, ásamt Gauta, sem meiddist lítillega í æfingaferðinni. Við gerum því ráð fyrir að allir í leikmannahópnum verði klárir fyrir síðustu tvo æfingaleikina. Munið síðan að taka frá sunnudaginn 3. maí, þá ætlum við að vinna Fjölni í fyrsta leik Íslandsmótsins!     ÁFRAM ÍBV, alltaf og alls staðar Jói H. – þjálfari mfl. karla  

Skilar jákvæðum rekstarafgangi áttunda árið í röð

Ársreikningar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2014 hafa nú verið birtir. Heildar rekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyjabæjar námu 4.084 m.kr. og rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði námu 3.999 m.kr. Rekstrarafkoma samstæðu fyrir fjármagnsliði var því jákvæð um 85 milljónir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bæjarstjóra. Tekjur dragast nokkuð saman á milli ára og fara úr 4.126 milljónum í 4.084 milljónir. Mestu munar þar um að tekjur vegna útsvars lækka nokkuð. Slíkt þarf þó ekki að koma óvart enda laun í Vestmannaeyjum nánast bein afleiða af verðmæti lands afla. Verðmæti landaðs afla í Vestmannaeyjum fór úr 17 milljörðum árið 2013 í 14 milljarða árið 2014. Því miður á það við um allt land þar sem heildarverðmæti sjávarafla á landinu öllu var 136 milljarðar árið 2014 en 153 milljarðar árið 2013.   „Eftir sem áður bera ásreikningar 2014 það með sér að rekstur Vestmannaeyjabæjar gengur vel. Veltufé aðalsjóðs frá rekstri var 549 milljónir og veltufé frá rekstri samstæðu var 610 milljónir. Vestmannaeyjabær hefur á seinustu árum verið að greiða niður áratuga gamlar skuldir og er búinn að greiða niður skuldir og skuldbindingar fyrir u.þ.b. 5300 milljónir síðan 2006. Heildar vaxtaberandi skuldir pr. íbúa af samstæðu eru nú um130 þúsund. Með reglulegum afborgunum mun Vestmannaeyjabær nálgast það að verða skuldlaus við lánastofnanir innan fárra ára.   Á sama hátt hefur allt kapp verið lagt á að greiða upp skuldbindingar og var stærsta skrefið í því tekið árið 2013 þegar eignir Vestmannaeyjabæjar voru keyptar til baka af Fasteign hf. Skuldahlutfall sveitarfélagsins eins og það er skilgreint í 64 gr. sveitarstjórnarlaga er nú komið í 101% hjá A-hlutanum og 102% hjá samstæðunni. Í lok árs 2011 var þetta hlutfall 164% hjá A-hluta og 155% hjá samstæðunni. Hámarkshlutfall skv. sveitarstjórnarlögum er 150 %.   Heildareignir samstæðu Vestmannaeyjabæjar námu 9.996 m.kr. í árslok 2014, þar af var handbært fé upp á 2.076 m.kr.. Á árinu 2014 hækkaði handbært fé samstæðunar um 79 milljónir. Allar kennitölur í rekstri sýna sterka og góða fjárhagsstöðu Vestmannaeyjabæjar. Veltufjárhlutfall sveitarsjóðs er 9,47 og eiginfjárhlutfallið er 65,24%. Veltufjárhlutfall samstæðu er 5,08 og eiginfjárhlutfall þess 58,31%.  Þessi niðurstaða er bæjarstjórn fyrst og fremst hvatning til að gæta þess áfram að missa ekki tökin á skulda og útgjaldahliðinni. Vandaður rekstur er það sem helst tryggir öfluga og góða þjónustu,“ segir í frétt sem Elliði Vignisson, bæjarstjóri sendi frá sér.

Sparisjóðurinn fékk heilbrigðisvottorð frá Grant Thornton í ágúst

Sparisjóðurinn í Vestmannaeyjum, sem tekinn var yfir af Landsbanka Íslands á dögunum, fékk síðast heilbrigðisvottorð frá endurskoðunarfyrirtækinu Grant Thornton í lok ágúst. Málefni sparisjóðsins voru til umræðu á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis á miðvikudaginn, þar sem stjórn sjóðsins sat fyrir svörum nefndarmanna, sem vildu meðal annars fá svör við því af hverju bágborin staða sjóðsins hafi ekki legið fyrr fyrir. Frá þessu er greint í Kjarnanum.   Grafalvarleg staða Sparisjóðsins í Vestmannaeyjum kom ekki í ljós fyrr en eftir sérstaka útlánagreiningu Grant Thornton, sem stjórnin ákvað að fela endurskoðunarfyrirtækinu að ráðast í í október. Eftir greininguna kom í ljós að útlánasafn sjóðsins var gróflega ofmetið, og færa þyrfti niður safnið um allt að milljarð króna. Niðurstaða útlánagreiningarinnar og niðurfærsla útlánasafnsins í kjölfarið varð til þess að Fjármálaeftirlitið (FME) ákvað á fundi sunnudagskvöldið 22. mars síðastliðinn að veita sjóðnum fimm sólarhringa frest til að bæta eigið fé sjóðsins, en þá lá til að mynda ársreikningur sjóðsins ekki fyrir. Þá tilkynnti FME stjórn Sparisjóðsins í Vestmannaeyjum að sjóðurinn yrði settur í slitameðferð ef ekki yrði staðið við veittan frest. Þegar fréttir af aðkomu FME láku svo út gerðu innistæðueigendur áhlaup á sparisjóðinn, sem hafði svo mjög skaðleg áhrif á lausafjárstöðu hans.   Nánar á http://kjarninn.is/2015/04/sparisjodurinn-i-vestmannaeyjum-fekk-heilbrigdisvottord-fra-grant-thornton-i-agust/      

Landið er fullt af ferðamönnum en enginn kemur til Eyja

„Við þurfum betri lausn varðandi dýpkun Landeyjahafnar. Ég er ekki viss um að það þurfi að kosta mikið meira en þessi vitleysa sem er í gangi. Svo er ríkið búið að spara svo mikla peninga við að fækka störfum í Vestmannaeyjum, að það hlýtur að vera hægt að leysa það.“ Þetta segir Magnús Bragason, eigandi og hótelstjóri á Hótel Vestmannaeyjar, á facebook síðu sinni. Hann situr uppi, eins og aðrir í ferðamannaiðnaði í Vestmannaeyjum, með sárt ennið á meðan ekkier siglt í Landeyjahöfn og segir í fésbókarfærslu: „Ég ætti sand af seðlum ef samgöngur við Vestmannaeyjar væru í lagi.     Þetta kemur fram í úttekt Eyjafrétta á stöðu fólks í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum í gær nú þegar Landeyjahöfn hefur verið lokuð frá því í nóvember. Hólmgeir Austfjörð, veitingamaður á 900 Grill, segir alla sammála um að staðan sé glórulaus. „Við þurfum að fá svör við því hvað á að gera. Það er verið að notast við löngu úrelt skip við dælingu, það sjá allir. Það hljóta að hafa orðið framfarir í þessu eins og öðru. Það vantar bara að þessir háu herrar uppi á landi sýni samgöngumálum Vestmannaeyja áhuga.“     Hann sagði veitingamenn hafa rætt þetta mikið og staðan hljóti að vera svipuð hjá þeim öllum. „Við höfum fjóra til fimm mánuði á ári til að rétta okkur af eftir veturinn en nú er ekkert að gerast hér í samgöngumálum. Það er lágmark að hægt sé að sigla í Landeyjahöfn þegar veður er gott en svo er ekki í dag. Landið er fullt af ferðamönnum en enginn kemur til Eyja. Maður er að verða langþreyttur á þessu.“

Tafarlaust verði fengið dæluskip erlendis frá

Í dag er 16. apríl og enn er Landeyjahöfn lokuð. Seinustu daga hefur veður verið með ágætasta móti en engu að síður hafa áhafnir dýpkunarskipa Björgunar ekki séð sér fært að ráðast í dýpkun í Landeyjahöfn. Á meðan verður atvinnulífið í Vestmannaeyjum og þá helst ferðaþjónustan fyrir miklum skaða enda ferðamannatíminn löngu hafinn.  Í dag er 16. apríl og enn er Landeyjahöfn lokuð.  Seinustu daga hefur veður verið með ágætasta móti en engu að síður hafa áhafnir dýpkunarskipa Björgunar ekki séð sér fært að ráðast í dýpkun í Landeyjahöfn.  Á meðan verður atvinnulífið í Vestmannaeyjum og þá helst ferðaþjónustan fyrir miklum skaða enda ferðamannatíminn löngu hafinn.  Bæjarstjórn hefur ítrekað fjallað um stöðu mála hvað samgöngur á sjó varðar.  Stefna hennar hefur verið sú að krefjast úrbóta og að staðið verði við þau fyrirheit sem heimamönnum voru gefin um samgöngur allt árið um Landeyjahöfn.    Bæjarstjórn telur að í senn þurfi nýja ferju í Landeyjahöfn, breytingar á höfninni og betri aðferðir við dýpkun.  Á þingi hefur Ásmundur Friðriksson hafið umræðu um jarðgöng en ólíklegt verður að telja að ráðist verði í þau á næstu dögum.  Hópur áhugamanna um bættar samgöngur hefur gert kröfu um að fengin verði til reynslu grísk ferja og reglulega skýtur upp kollinum umræða um skip sambærilegt við Smyril sem sigli allt árið í Þorlákshöfn.  Þrátt fyrir allt þetta –eða ef til vill vegna þess- er staðan nú í Landeyjahöfn nákvæmlega sú sama og hún hefur verið frá því að höfnin opnaði fyrir 5 árum.  Elliði Vignisson bæjarstjóri segir í samtali vð Eyjafréttir að hann eins og allir aðrir bæjarbúar hafi miklar áhyggjur af því hvernig dýpkunarmálum í Landeyjahöfn er fyrir komið.    „Nú hefur verið undir 2 metra ölduhæð í rúman sólarhring.  Í augnablikinu er ölduhæð 1,5 meter og ekki verið að dýpka.  Eftir því sem ég fæ best skilið þá treysta áhafnir á efnistökuskipunum sér ekki til að vinna við þær aðstæður sem nú eru í Landeyhöfn“ segir Elliði og bætir því að hann hafi fulla samúð með áhöfnum skipana og efast ekki um réttmæti ákvarðana þeirra enda séu aðstæður sannarlega erfiðar.  „Það er ekki hægt að ætlast til þess að menn vinni gott verk með röng tæki í höndunum.  Þrátt fyrri ríkan vilja og góða fagþekkingu þá getur smiður ekki slegið upp timburmótum ef hann fær bara til þess eggjasjóðara.“    Elliði segir að það megi þó ekki vera staðan í samgöngum við Vestmannaeyjar að Eyjamenn séu látnir búa við það að sigla á ferju sem er vonlaus til þessara siglinga í höfn sem er ekki eins og til stóð á forsendum dýpkunarskipa sem ekki ráða við verkefnið.  „Eitt er að fá til verksins nýja farþegaferju en það er ekki til neins nema sýnt sé fram á að hægt sé að tryggja henni nægt dýpi.  Við hljótum því að ætlast til þess að nú sé sett strik í sandinn.  Það er full reynt að viðhalda dýpi með þeim aðferðum sem hingað til hafa verið notaðar.“   Þegar Elliði er spurður hvað sé til ráða svara hann að Vestmannaeyjabæjar hafi þegar sett sig í samband við Vegagerðina og ítrekað þá óska okkar að tafarlaust verði fengið skip erlendis frá.  „Höfnin hefur nú verið lokuð vegna vandamála með dýpi í 144 daga.  Þetta gengur ekki svona.“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri.sem heimamönnum voru gefin um samgöngur allt árið um Landeyjahöfn.   Bæjarstjórn telur að í senn þurfi nýja ferju í Landeyjahöfn, breytingar á höfninni og betri aðferðir við dýpkun. Á þingi hefur Ásmundur Friðriksson hafið umræðu um jarðgöng en ólíklegt verður að telja að ráðist verði í þau á næstu dögum. Hópur áhugamanna um bættar samgöngur hefur gert kröfu um að fengin verði til reynslu grísk ferja og reglulega skýtur upp kollinum umræða um skip sambærilegt við Smyril sem sigli allt árið í Þorlákshöfn. Þrátt fyrir allt þetta –eða ef til vill vegna þess- er staðan nú í Landeyjahöfn nákvæmlega sú sama og hún hefur verið frá því að höfnin opnaði fyrir 5 árum. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir í samtali vð Eyjafréttir að hann eins og allir aðrir bæjarbúar hafi miklar áhyggjur af því hvernig dýpkunarmálum í Landeyjahöfn er fyrir komið.   „Nú hefur verið undir 2 metra ölduhæð í rúman sólarhring. Í augnablikinu er ölduhæð 1,5 meter og ekki verið að dýpka. Eftir því sem ég fæ best skilið þá treysta áhafnir á efnistökuskipunum sér ekki til að vinna við þær aðstæður sem nú eru í Landeyhöfn“ segir Elliði og bætir því að hann hafi fulla samúð með áhöfnum skipana og efast ekki um réttmæti ákvarðana þeirra enda séu aðstæður sannarlega erfiðar.   „Það er ekki hægt að ætlast til þess að menn vinni gott verk með röng tæki í höndunum. Þrátt fyrri ríkan vilja og góða fagþekkingu þá getur smiður ekki slegið upp timburmótum ef hann fær bara til þess eggjasjóðara.“ Elliði segir að það megi þó ekki vera staðan í samgöngum við Vestmannaeyjar að Eyjamenn séu látnir búa við það að sigla á ferju sem er vonlaus til þessara siglinga í höfn sem er ekki eins og til stóð á forsendum dýpkunarskipa sem ekki ráða við verkefnið. „Eitt er að fá til verksins nýja farþegaferju en það er ekki til neins nema sýnt sé fram á að hægt sé að tryggja henni nægt dýpi. Við hljótum því að ætlast til þess að nú sé sett strik í sandinn. Það er full reynt að viðhalda dýpi með þeim aðferðum sem hingað til hafa verið notaðar.“   Þegar Elliði er spurður hvað sé til ráða svara hann að Vestmannaeyjabæjar hafi þegar sett sig í samband við Vegagerðina og ítrekað þá óska okkar að tafarlaust verði fengið skip erlendis frá. „Höfnin hefur nú verið lokuð vegna vandamála með dýpi í 144 daga. Þetta gengur ekki svona.“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri.    
>> Eldri fréttir

Stjórnmál >>

Lýsa yfir þungum áhyggjum af málefnum Grímseyjar og annara eyjabyggða

Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir yfir þungum áhyggjum af málefnum eyjabyggða á Íslandi og hvetur til þess að skynsamlegra leiða verði leitað til að tryggja íbúum Grímseyjar þann mikilvæga rétt sem fólgin er í frelsi til búsetu.  Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar sem samþykkt var einróma á fundi hennar í dag.  Bókunina má lesa hér að neðan:   Bæjarstjórn Vestmannaeyja ítrekar það álit hennar, sem áður hefur komið fram ma. í ályktunum um frumvörp til laga um stjórn fiskveiða, sem felst í mikilvægi þess að auka atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggða.   Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir enn fremur yfir þungum áhyggjum af málefnum eyjabyggða á Íslandi og þá sérstaklega erfiðri stöðu Grímseyjar. Vegna landfræðilegrar sérstöðu þola eyjabyggðir verr hraðar breytingar en mörg önnur byggðalög. Erfitt tímabil getur í einum vettvangi gert út um eyjabyggð til langframa, jafnvel þótt að öðru jöfnu hefði hinn erfiði tími ekki orðið langvinnur. Breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegs hafa verið hraðar á seinustu árum og óhófleg gjaldtaka hefur flýtt fyrir samþjöppun aflaheimilda. Fjármálastofnanir hafa orðið ráðandi vægi í rekstri margra útgerðarfyrirtækja og illu heilli virðist það oft vera nánast háð geðþótta þeirra hverjum sé gert kleift að gera út og hverjum ekki. Þar með ráða þessar fjármálastofnanir orðið byggðaþróun á Íslandi í gegnum lánsveð í aflaheimildum. Þau tengsl sem hingað til hafa verið milli útgerða og íbúa sjárvarbyggða eru þar með rofin. Í því fellst háski, bæði fyrir sjávarbyggðir og sjávarútveginn í landinu.   Bæjarstjórn Vestmannaeyja hvetur til þess að skynsamlegra leiða verði leitað til að tryggja íbúum Grímseyjar þann mikilvæga rétt sem fólgin er í frelsi til búsetu. Það frelsi er ekki síður mikilvægt en annað frelsi. Í Grímsey og öðrum sjávarþorpum við Íslandsstrendur býr fólk sem á sama rétt til að velja sér búsetu og íbúar annarra byggðalaga. Staða Grímseyjar er nú slík að Byggðastofnun, Íslandsbanki, alþingi, atvinnuþróunarfélag og fleiri verða að taka höndum saman ásamt íbúum Grímseyjar við að tryggja áframhald byggðar í Grímsey.

Ómögulegt að lifa lengur á þessum launum

„Kosningin gengur vel og eru okkur farnar að berast tölur um kosningaþátttöku víða af landinu. Þetta fer ótrúlega vel af stað og víða um land fór þátttakan upp í rétt 30% fyrsta sólarhringinn,“ sagði Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda stéttarfélags, þegar rætt var við hanni í vikunni. Kosning um heimild til verkfallsboðunar hófst á mánudaginn og lýkur þann 20. apríl. Drífandi er eitt 16 félaga í Starfsgreinasambandinu sem tekur þátt í kosningunni.     „Kjörgögnin bárust til félagsmanna Drífanda með póstinum fyrr í vikunni og hátt í 10% félagsmanna í Eyjum kusu á fyrstu fjórum tímunum. Við höfum undanfarin ár slegið öll met í kosningaþátttöku yfir landið og verðum við að standa undir nafni með það áfram. Kosningin mun standa fram til miðnættis nk. mánudag. Úrslit verða ljós strax daginn eftir, á þriðjudagsmorgun. Við sem stöndum í framlínunni fáum mikla hvatningu frá félagsmönnum ekki bara hérna í Eyjum heldur víða um land. Sömu sögu er að segja af hinum félögunum sem eru með okkur í atkvæðagreiðslunum, alls staðar samstaða um aðgerðir. Einnig er mikill meðbyr með okkur meðal almennings í landinu, enda veit fólk að barátta okkar skilar öllum betri kjörum.“      Arnar sagði félagsmenn vita að erfitt geti verið fjárhagslega að fara í verkfall, en algjörlega sé ómögulegt að lifa lengur á þessum launum og tími sé kominn til aðgerða. „Nú er bara að standa saman og sýna samstöðu. Sagan hefur kennt okkur að samstaða og úthald skilar okkur langt, og með þessar sanngjörnu og hógværu kröfur í farteskinu er ekki til neitt annað svar en JÁ,“ sagði Arnar.  

Sigrar í tveimur síðustu leikjum gefa góð fyrirheit

Nú þegar þrjár vikur eru í að Íslandsmótið hefst og langur vetur (vonandi) að baki er ekki úr vegi að fara aðeins yfir stöðuna. Við erum nýkomnir úr kærkominni æfingaferð frá Campoamor á Spáni þar sem við gátum æft og spilað fótbolta við toppaðstæður. Veðrið var svo sem ekkert að leika við okkur þar heldur, en rennisléttir grasvellir, góður matur og flott hótel bætti upp fyrir allt saman. Æfingaferð sem þessi er fótboltaliðum gríðarlega dýrmæt, ekki síst fyrir okkur Eyjamenn, og þar náum við að stilla saman strengina fyrir komandi átök. Það er engin spurning í mínum huga að ætlunarverk okkar um að koma tilbaka til Eyja sem betra lið hafi svo sannarlega tekist. Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum frá því í fyrra og þessi mikla samvera bæði utan vallar og innan hefur gert okkur mjög gott.     Frammistaðan og úrslitin í æfingaleikjum vetrarins hafa verið sveiflukennd. Við byrjuðum feykivel og spiluðum oft á tíðum frábæran fótbolta, skoruðum mikið ásamt því að skapa slatta af færum. En gengi okkar fór að dala eftir því sem veiddist meira á loðnumiðunum og það kom kafli þar sem við áttum erfitt uppdráttar. Daddi slúttaði hins vegar loðnuvertíðinni með balli í Höllinni 1. apríl og síðan þá hefur leiðin legið upp á við. Okkur hefur tekist að vinna í veikleikunum frá leikjunum í mars og sigrar í tveimur síðustu leikjum gefa góð fyrirheit. Markmið okkar um að bæta árangur liðsins verulega frá því í fyrra er alveg skýrt. Við höfum það líka sem markmið að spila skemmtilegan og árangursríkan fótbolta, viljum sækja sem oftast og getað stjórnað leiknum með boltann innan liðsins. Það allra mikilvægasta verður þó að ná upp sannkallaðri Eyjastemmningu innan liðsins og smita henni til stuðningsmanna ÍBV. Takist það þá fylgir árangurinn í kjölfarið. Hvað aðrir halda um okkur og spár „sérfræðinganna“ um hvernig gengi liðsins verður skiptir okkur engu. Við höfum bullandi trú á verkefninu og ætlum að koma ÍBV í fremstu röð áður en langt um líður.   Ástandið á leikmannahópnum er þokkalegt eins og staðan er nú. Fyrir utan Matt þá er enginn sem á við langvarandi meiðsli að stríða. Mees Siers er kominn á fullt aftur og það er stutt í að Jonathan verði orðin leikhæfur, ásamt Gauta, sem meiddist lítillega í æfingaferðinni. Við gerum því ráð fyrir að allir í leikmannahópnum verði klárir fyrir síðustu tvo æfingaleikina. Munið síðan að taka frá sunnudaginn 3. maí, þá ætlum við að vinna Fjölni í fyrsta leik Íslandsmótsins!     ÁFRAM ÍBV, alltaf og alls staðar Jói H. – þjálfari mfl. karla  

Greinar >>

Vér þolendur

Þeim sem tekst að standast þolraun; komast í gegnum erfiða lífsreynslu eða lifa af óhugnanlegar hremmingar er gjarnan lýst sem aðdáunarverðum manneskjum, hugdjörfum og styrkum og sumir tala jafnvel um hetjur. Manneskjur sem lifðu eitthvað af, eitthvað sem engan langar til að upplifa. Það er auðvelt að finna til með þeim en mikilvægast er að hlusta á sögu þeirra, sýna þeim stuðning og veita þeim þá aðstoð sem þörf er á.   Sá eða sú sem þolað hefur ofbeldi af einhverju tagi á erfitt með að festa eitt orð á þann tíma sem fer í hönd, þegar loksins er leyst frá skjóðunni. Eftir að sagan er sögð og atburðum er deilt með öðrum. Kvíðinn, skömmin, reiðin, hatrið, sorgin, óvissan og léttirinn í bland við gleðina og stoltið. Loksins er tekist á við allan skalann af tilfinningum og manneskjan finnur hvað það er gott og hvað það er um leið ólýsanlega sárt. Einhverjir tala um berskjöldun. Það þarf aldeilis að taka til hendinni eftir svona opinberun. Þú spyrð alls kyns spurninga. Þig langar jafnvel til að fá að vita af hverju þú þurftir að þola ofbeldið eða hvort þú munir ekki örugglega sjá til sólar aftur. Þú færð svör við fjölmörgum spurningum því þú ert ekki eini þolandinn. Það búa því miður of margir yfir svipaðri reynslu og þú. Og þú sem hélst svo lengi að þú værir ein(n). Það er visst haldreipi í því að vita að maður er ekki einn.   Hægt og rólega er greitt úr tilfinningalegu flækjunni, stoppistöðin sem þú ert búin(n) að vera kyrr á allt of lengi breytist í biðstöð. Þú rétt staldrar við áður en þú tekur af stað aftur. Því það er ekkert þar lengur sem tefur þig. Svo kemur að því að þú staldrar varla við, ferð framhjá eins og ekkert sé. Því þú heldur áfram með líf þitt. Sárið sem þú hélst að gæti aldrei gróið, grær og eftir stendur örið sem minnir þig á þolraunina. Þú lifðir af sálarstríð. Einhverjir tala jafnvel um morðtilraun. Þú þoldir ofbeldið og annar aðili beitti því. Aðili sem sem býr ekki svo vel að hafa þróað með sér heilbrigt siðferði og sjálfstjórn tilfinninga. Aðili sem hefði jafnvel þurft að fá aðstoð við hæfi strax í æsku. Við getum farið svo langt og sagt að fagstéttir sem vinna að málefnum barna og ungmenna hafi brugðist. Við getum líka farið svo langt og sagt að lög í landinu verndi fremur friðhelgi einkalífsins en þá sem búa inni á heimilunum. Við getum líka reynt að hlusta á þá sem segja að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll ofbeldisverk. Í dag breyta þessar vangaveltur hins vegar engu fyrir þig, því þú hefur þegar orðið fyrir ofbeldi. Og þá reynslu situr þú uppi með og hana á enginn að efast um, draga úr eða þagga niður. Því það að komast í gegnum þessa reynslu gerir þig að aðdáunarverðri, styrkri og hugdjarfri manneskju. Ekki fórnarlambi. Skilgreiningin á fórnarlambi á engan veginn heima í orðræðunni um þig. Sannarlega þurftir þú að þola ofbeldi en í dag ertu ekki fórnarlamb. Og þá orðræðu þarf samfélagið að tileinka sér með þér. Það færi jafnvel betur að færa orðræðuna um fórnarlömb yfir á gerendur. Þeim er vorkunn að hafa ekki fengið hjálp við hæfi á sínum tíma. Þolendur þurfa hins vegar stuðning og byr undir vængina sem þeir þurfa sjálfir að smíða upp á nýtt með alls kyns verkfærum. Þeir þurfa klapp á bakið við það verk, eyru sem vilja hlusta, axlir sem taka á móti tárum, faðmlag sem veitir öryggi og hlýju. Jafnvel orðu fyrir þrekvirkið. En ekki vorkunn. Því við erum ekki fórnarlömb.  Ester Helga Líneyjardóttirnáms- og kennslufræðingur (M.Ed) og uppeldis- og menntunarfræðingur (M.A).