Vilja að bærinn nýti öll sín leikskólapláss

Vilja að bærinn nýti öll sín leikskólapláss

Nokkurar óánægju gætir með leikskólapláss meðal margra foreldra með ung börn. Ein af  þeim er Aníta Ársælsdóttir.  Hún segir að þar sem að fyrsta úthlutun að leikskólaplássum sé komin í höfn sjái hún fram á að haustið verði hrein hörmung fyrir þær mæður,  sem ætla út á vinnumarkaðinn. „Það eru einungis um 6 börn af 2014 árganginum, sem hafa fengið loforð um leikskólapláss. Svo stefnir í að aðeins ein dagmamma verði til starfa eftir sumarlokanir." Hún segist ekki trúa því að Vestmannaeyjabær vilji heldur hafa allar þessa foreldra heima og skil þar af leiðandi engu í bæjarkassann.   Hún segir að Vestmanneyjabær sé alveg að standa sig með loforð sín að öll 18 mánaða gömul börn frá og með 1. september fái inngöngu í haust. „Það sem við erum að kvarta yfir er þessi einstaklega stranga lína, sem þeir leggja alltaf upp með þ.e. 18 mánaða frá 1. september. Það sem við viljum frá bænum er einfaldlega fleiri leikskólapláss svo bærinn geti stoltur sagt að sem flest 18 mánaða börn fái inngöngu í leikskólana í vetur.  Önnur daggæsluúrræði eru hreinlega ekki í boði, fyrir utan eina dagmömmu og við foreldrar sem eigum börn sem verða 18 mánaða í september eða október erum hreinlega ráðþrota í þessari stöðu, þar sem ekki finnst einusinni dagmamma til að sinna börnunum."    Aníta segir að búið sé að vera  með lappalausnir á pössun fyrir börnin nú þegar í 6 mánuði „en við höldum þetta ekki út í 10 mánuði í viðbót!  Þetta þýðir náttúrulega það að við erum ekki að komast með börnin okkar á leikskóla fyrr en 27 eða 28 mánaða, sem er alls ekki ásættanlegt, og tala ég af tvöfaldri reynslu. Það sem við viljum er að Vestmannaeyjabær sjái til þess að við foreldrar fáum að nýta okkur þau leikskólapláss sem í boði eru, því Sóli segist vera með allt að 10 laus leikskólapláss sem bærinn neitar að borga með."  

Yfirlýsing vegna fréttar í Morgunblaðinu í dag 6. mars 2015.

Vegna fréttar í Morgunblaðinu í dag 6. mars 2015 vill undirritaður taka eftirfarandi fram. Í fréttinni er talað er um að mögulega séu Vestmannaeyjar komnar að þolmörkum hvað fjölda ferðamanna varðar. Það sem átt er við er að yfir stærstu viðburði sumarsins s.s. á Þjóðhátíð, hafa vaknað spurningar um það hvort mögulegt sé að fjöldi ferðamanna sé kominn að þolmörkun. Það er þó alltaf á höndum mótshaldara, bæjaryfirvalda og lögreglu að skoða það og meta. Ljóst er að enn eru mikil ónýtt tækifæri stærstan hluta sumars og árs hvað gistirými og aðra þjónustu við ferðamenn varðar í Eyjum. Síðastliðin ár hefur hótel- og gistirýmum fjölgað auk þess sem flóra veitingahúsa og annarar þjónustu við ferðamenn hefur stóraukist. Einnig er ljóst að samgöngur eru sem fyrr megin þröskuldur aukningar ferðamanna og einkar harður vetur eins og sá sem nú er vonandi að ganga sitt skeið hefur áhrif. En öll él styttir upp um síðir og eins og öll sumur frá því Landeyjahöfn var tekin í notkun bíður ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum stórt ferðasumar og er það von allra ferðaþjónustuaðila í Vestmannaeyjum að gestir Eyjanna verð fjölmennir í ár eins og sl. ár.   Varðandi göngustíga og allmenna aðstöðu fyrir ferðamenn þá horfir undirritaður persónulega til Náttúrupassans í því samhengi og telur að þar sé tækifæri til að vinna þeim málum framgöngu. Einnig vill undirritaður leiðrétta þær tölur sem fram komu í fréttinni um fjölda ferðamanna en þar var sagt að áætlaður fjöldi feraðamanna væri 80 þúsund með Herjófli og 30 þúsund með flugi. Þessi áætlaði fjöldi ferðamanna í Herjólfi til Eyja er byggður á mati rekstraraðila Herjólfs. Heildarfjöldi allra farþega Herjólfs árið 2014 var 297 þúsund. Ekki liggur fyrir fjöldi ferðamanna sem til Vestmannaeyja koma með flugi né heildarfjöldi flugfarþega.   Með vinsemd og virðingu, Páll Marvin Jónsson Formaður ferðamálasamtaka Vestmannaeyja    

Óður til loðnusjómanna

Yfirlýsing vegna fréttar í Morgunblaðinu í dag 6. mars 2015.

Vegna fréttar í Morgunblaðinu í dag 6. mars 2015 vill undirritaður taka eftirfarandi fram. Í fréttinni er talað er um að mögulega séu Vestmannaeyjar komnar að þolmörkum hvað fjölda ferðamanna varðar. Það sem átt er við er að yfir stærstu viðburði sumarsins s.s. á Þjóðhátíð, hafa vaknað spurningar um það hvort mögulegt sé að fjöldi ferðamanna sé kominn að þolmörkun. Það er þó alltaf á höndum mótshaldara, bæjaryfirvalda og lögreglu að skoða það og meta. Ljóst er að enn eru mikil ónýtt tækifæri stærstan hluta sumars og árs hvað gistirými og aðra þjónustu við ferðamenn varðar í Eyjum. Síðastliðin ár hefur hótel- og gistirýmum fjölgað auk þess sem flóra veitingahúsa og annarar þjónustu við ferðamenn hefur stóraukist. Einnig er ljóst að samgöngur eru sem fyrr megin þröskuldur aukningar ferðamanna og einkar harður vetur eins og sá sem nú er vonandi að ganga sitt skeið hefur áhrif. En öll él styttir upp um síðir og eins og öll sumur frá því Landeyjahöfn var tekin í notkun bíður ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum stórt ferðasumar og er það von allra ferðaþjónustuaðila í Vestmannaeyjum að gestir Eyjanna verð fjölmennir í ár eins og sl. ár.   Varðandi göngustíga og allmenna aðstöðu fyrir ferðamenn þá horfir undirritaður persónulega til Náttúrupassans í því samhengi og telur að þar sé tækifæri til að vinna þeim málum framgöngu. Einnig vill undirritaður leiðrétta þær tölur sem fram komu í fréttinni um fjölda ferðamanna en þar var sagt að áætlaður fjöldi feraðamanna væri 80 þúsund með Herjófli og 30 þúsund með flugi. Þessi áætlaði fjöldi ferðamanna í Herjólfi til Eyja er byggður á mati rekstraraðila Herjólfs. Heildarfjöldi allra farþega Herjólfs árið 2014 var 297 þúsund. Ekki liggur fyrir fjöldi ferðamanna sem til Vestmannaeyja koma með flugi né heildarfjöldi flugfarþega.   Með vinsemd og virðingu, Páll Marvin Jónsson Formaður ferðamálasamtaka Vestmannaeyja    

Óður til loðnusjómanna

Tom Even Skogsrud til ÍBV

Knattspyrnuráð ÍBV hefur gengið frá tveggja ára samningi við norska leikmanninn Tom Even Skogsrud. Hann er 21 árs og á leiki með yngri landsliðum Noregs. Hann kom til reynslu hjá ÍBV í lok janúar og lék þá tvo leiki með liðinu. Félagið og leikmaðurinn voru bæði ánægð með það sem aðilar höfðu fram að færa og hafa gengið frá samningi í kjölfarið. Tom fór ungur að árum eða 16 ára til Manchester City og var á mála þar til 18 ára aldurs er hann gekk til liðs við Glasgow Rangers. Þaðan fór hann til heimalandsins og hefur leikið þar með Sandefjord og Kongsvinger. Hann lék árin 2012-2013 með Sandefjord og á sl. keppnistímabili með Kongsvinger. Tom er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst stöðu miðvarðar, bakvarðar og á miðjunni. Hann mun hefja strax æfingar með liðinu og leika sinn fyrsta leik með ÍBV sem allra fyrst.Tom verður mikilvægur hlekkur í því þriggja ára verkefni sem miðar að því að byggja upp öflugt lið ÍBV, sem hefur það markmið að ná betri árangri en undanfarin ár. Markmið félagsins og Jóhannesar Harðarsonar þjálfara liðsins, er að byggja upp lið sem leikur skemmtilega knattspyrnu, byggir á þeirri Eyjastemmingu sem lið ÍBV á að byggja á, og síðast en ekki síst að efla yngri leikmenn liðsins. Við vonumst einnig til að stuðningsmenn ÍBV, nær og fjær, taki vel á móti Tom og hann muni upplifa sanna Eyjastemmingu á leikjum ÍBV.Knattspyrnuráð ÍBV býður Tom velkominn á Eyjuna fögru og væntir mikils af honum.ÁFRAM ÍBV, alltaf og alls staðar.  

Loðnuvertíðin hætt að koma á óvart

Jæja enn ein brælan mætt á svæðið með öllum sínum þunga. Ágætis dagur í gær á miðunum, enduðum með um 1.000 tonn eftir að hafa fengið um 100 tonn hjá Tasilaq (gamla Guðmundi VE29) en í morgun náðum við aðeins að kasta einu sinni áður en brælan skall á og uppskárum við um 100 tonn.   En þessi vertíð er hætt að koma manni á á óvart því það er ekkert eðlilegt við hana þessa frá upphafi til nú. Um tíma var lítið að sjá og svo birtist aftur loðna vestan við Eyjar og margir gerðu mjög fína hluti þar í gær í blíðskaparveðri (auðvitað við Eyjar).  Þetta var á miðri siglingarleið Herjólfs milli Eyja og Stokkseyrar, - þurfti vinur minn Gulli Guðlaugur Ólafsson að sæta lagi og tók stórsvig milli þéttskipaðs  loðnuflota,  sem saman var kominn á þessa línu á litlu svæði. Var ekki annað að sjá að kappinn sem fyrr hafi staðið sig vel í því.    En talandi um Herjólf þá er hann hér rétt á eftir okkur á sömu siglingarleið og við með ströndinni og á leið heim ætli við endum ekki þar líka. En ég vona að Herjólfur fari vel með hana Möggu mína Margrét Elísa Gylfadóttir, sem er þar um borð, við því bæði á sömu leið en ekki í sömu ferð. En eins og ais sýndi áðan þá er ekki farið hratt yfir hjá okkur eða þeim, Herjólfur á 6,7 mílum en ef allt væri eðlilegt þá væru þeir á um 15 mílna ferð. Þá vitið þið það;) við á þessum tima á um 6,1 Mílu.. En gott og vel, við sem fyrr vonum að þessari langtíma brælu fari nú að linna og fari í langa pásu ( þó kortið segi annað:( ) og það takist að klára þessa vertíð með stæl, ekki veitir af enda nægur kvóti eftir að veiða ennþá.   En yfir og út í þessum bræluskít númer ^^^}%^+#}{]}#%***+ og átta. Góðar stundir  Kristó
>> Eldri fréttir

Stjórnmál >>

Lýsa yfir þungum áhyggjum af málefnum Grímseyjar og annara eyjabyggða

Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir yfir þungum áhyggjum af málefnum eyjabyggða á Íslandi og hvetur til þess að skynsamlegra leiða verði leitað til að tryggja íbúum Grímseyjar þann mikilvæga rétt sem fólgin er í frelsi til búsetu.  Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar sem samþykkt var einróma á fundi hennar í dag.  Bókunina má lesa hér að neðan:   Bæjarstjórn Vestmannaeyja ítrekar það álit hennar, sem áður hefur komið fram ma. í ályktunum um frumvörp til laga um stjórn fiskveiða, sem felst í mikilvægi þess að auka atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggða.   Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir enn fremur yfir þungum áhyggjum af málefnum eyjabyggða á Íslandi og þá sérstaklega erfiðri stöðu Grímseyjar. Vegna landfræðilegrar sérstöðu þola eyjabyggðir verr hraðar breytingar en mörg önnur byggðalög. Erfitt tímabil getur í einum vettvangi gert út um eyjabyggð til langframa, jafnvel þótt að öðru jöfnu hefði hinn erfiði tími ekki orðið langvinnur. Breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegs hafa verið hraðar á seinustu árum og óhófleg gjaldtaka hefur flýtt fyrir samþjöppun aflaheimilda. Fjármálastofnanir hafa orðið ráðandi vægi í rekstri margra útgerðarfyrirtækja og illu heilli virðist það oft vera nánast háð geðþótta þeirra hverjum sé gert kleift að gera út og hverjum ekki. Þar með ráða þessar fjármálastofnanir orðið byggðaþróun á Íslandi í gegnum lánsveð í aflaheimildum. Þau tengsl sem hingað til hafa verið milli útgerða og íbúa sjárvarbyggða eru þar með rofin. Í því fellst háski, bæði fyrir sjávarbyggðir og sjávarútveginn í landinu.   Bæjarstjórn Vestmannaeyja hvetur til þess að skynsamlegra leiða verði leitað til að tryggja íbúum Grímseyjar þann mikilvæga rétt sem fólgin er í frelsi til búsetu. Það frelsi er ekki síður mikilvægt en annað frelsi. Í Grímsey og öðrum sjávarþorpum við Íslandsstrendur býr fólk sem á sama rétt til að velja sér búsetu og íbúar annarra byggðalaga. Staða Grímseyjar er nú slík að Byggðastofnun, Íslandsbanki, alþingi, atvinnuþróunarfélag og fleiri verða að taka höndum saman ásamt íbúum Grímseyjar við að tryggja áframhald byggðar í Grímsey.

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Greinar >>

Yfirlýsing vegna fréttar í Morgunblaðinu í dag 6. mars 2015.

Vegna fréttar í Morgunblaðinu í dag 6. mars 2015 vill undirritaður taka eftirfarandi fram. Í fréttinni er talað er um að mögulega séu Vestmannaeyjar komnar að þolmörkum hvað fjölda ferðamanna varðar. Það sem átt er við er að yfir stærstu viðburði sumarsins s.s. á Þjóðhátíð, hafa vaknað spurningar um það hvort mögulegt sé að fjöldi ferðamanna sé kominn að þolmörkun. Það er þó alltaf á höndum mótshaldara, bæjaryfirvalda og lögreglu að skoða það og meta. Ljóst er að enn eru mikil ónýtt tækifæri stærstan hluta sumars og árs hvað gistirými og aðra þjónustu við ferðamenn varðar í Eyjum. Síðastliðin ár hefur hótel- og gistirýmum fjölgað auk þess sem flóra veitingahúsa og annarar þjónustu við ferðamenn hefur stóraukist. Einnig er ljóst að samgöngur eru sem fyrr megin þröskuldur aukningar ferðamanna og einkar harður vetur eins og sá sem nú er vonandi að ganga sitt skeið hefur áhrif. En öll él styttir upp um síðir og eins og öll sumur frá því Landeyjahöfn var tekin í notkun bíður ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum stórt ferðasumar og er það von allra ferðaþjónustuaðila í Vestmannaeyjum að gestir Eyjanna verð fjölmennir í ár eins og sl. ár.   Varðandi göngustíga og allmenna aðstöðu fyrir ferðamenn þá horfir undirritaður persónulega til Náttúrupassans í því samhengi og telur að þar sé tækifæri til að vinna þeim málum framgöngu. Einnig vill undirritaður leiðrétta þær tölur sem fram komu í fréttinni um fjölda ferðamanna en þar var sagt að áætlaður fjöldi feraðamanna væri 80 þúsund með Herjófli og 30 þúsund með flugi. Þessi áætlaði fjöldi ferðamanna í Herjólfi til Eyja er byggður á mati rekstraraðila Herjólfs. Heildarfjöldi allra farþega Herjólfs árið 2014 var 297 þúsund. Ekki liggur fyrir fjöldi ferðamanna sem til Vestmannaeyja koma með flugi né heildarfjöldi flugfarþega.   Með vinsemd og virðingu, Páll Marvin Jónsson Formaður ferðamálasamtaka Vestmannaeyja