Ekki langur aðdragandi

Loading the player ...

Ekki langur aðdragandi

Nýr Herjólfur

Fundurinn um hönnun og smíði nýrrar ferju var að mörgu leiti ágætur og upplýsandi, en ég hef svona aðeins þurft að melta með mér allt það sem kom fram á fundinum. Það fyrsta sem vakti athygli mína var þegar ég fékk flash back sem skeði þegar Sigurður Áss fór að tala um útreikningana varðandi það, hversu margar frátafir yrðu, en þetta minnti ótrúlega mikið á fundinn vegna byggingar á Landeyjahöfn og tölurnar ótrúlega svipaðar frá þeim tíma, en hvort að frátafir verði 10 dagar, 20 dagar eða jafnvel 100 dagar er algjörlega vonlaust að spá fyrir um.   Við vitum ekkert hvernig skipið kemur til með að reynast, eða hvernig höfnin mun þróast og í raun og veru er frekar ótrúlegt að horfa upp á þessa spá eða fullyrðingar eins og að með nýrri ferju þurfi aldrei oftar að moka sandi úr höfninni. Hefði reyndar skilið það ef það væru dekk neðan á ferjunni, en svo er ekki, en það hvarflar að manni að þarna sé verið að nota sambærileg rök og fyrir smíði hafnarinnar, en auðvitað mun þurfa að moka sandi úr Landeyjahöfn næstu árin.   Fullyrðing eins af hönnuðinum um að það skipti engu máli, hvort að ferjan sigli á 12 mílna hraða eða 15, er ég algjörlega ósammála og eiginlega furðulegt að ætla sér að smíða nýja ferju á 21. öldinni með þetta jafn lítinn ganghraða. Mín skoðun er óbreytt frá fyrri greinum um hugsanlega nýja ferju. Ný ferja þarf að geta farið amk. 20 mílur og farið þannig á 2 tímum til Þorlákshafnar þegar Landeyjahöfn lokast.   En miðað við þessar upplýsingar sem komu fram á fundinum, þá erum við að tala um amk. 3,5 til 4 klukkutíma þegar siglt er til Þorlákshafnar og það er klárlega mikil afturför.   Fullyrðing hönnuðar um að það eigi að vera hægt að losa og lesta ferjuna (bílaþilfarið) á aðeins 15 mínútum og það með minni mannskap heldur en er nú á Herjólfi, tel ég vera tóma vitleysu og ef rétt er, að ekki verði hægt að keyra í gegnum ferjuna eins og núverandi ferju, þá tel ég augljóst að þetta muni að öllum líkindum taka lengri tíma, að tæma skipið heldur en núverandi ferju. Einnig kom fram hjá hönnuðinum hugmyndir um að setja hugsanlega ekki veltiugga á skipið, ég er ansi hræddur um að það gæti þá orðið erfið sigling til Þorlákshafnar fyrir þá sem eru sjóveikir. Ég er hins vegar mjög ánægður með það, að ferjan verði hönnuð þannig að hún taki mun minni vind á sig en núverandi ferja.   Nokkrar fyrirspurnir komu fram á fundinum um hversvegna ekki væri verið að sigla fleiri ferðir, eins og lofað hafði verið, en hönnuður talaði um að það yrði ekkert mál að sigla nýju ferjunni 8 sinnum á dag. Hugsanlega verður hægt að fjölga ferðum með nýrri ferju, vegna þess að með öllum líkindum verður kostnaður minni en með núverandi ferju, en að sjálfsögðu snýst þetta allt saman um peninga og þýðir því lítið að ræða það við þá sem hanna eða smíða ferjuna.   Stærstu vonbrigðin við þetta allt saman er þó fyrst og fremst það, að ég heyri það út um allan bæ, að ráðamenn bæjarins séu búnir að gefast upp á því að reyna að fá fjármagn í endurbætur á höfninni. Verði það niðurstaðan að ekkert verður gert til þess að verja innsiglinguna fyrir grunnbrotsjó, þá er ansi hætt við því að ný ferja muni jafnvel litlu breyta varðandi frátafir í Landeyjahöfn, en ég vona svo sannarlega að þetta sé ekki rétt hjá mér og vonandi verður Landeyjahöfn með nýrri ferju 90% höfn.    

Nýr Herjólfur

Fundurinn um hönnun og smíði nýrrar ferju var að mörgu leiti ágætur og upplýsandi, en ég hef svona aðeins þurft að melta með mér allt það sem kom fram á fundinum. Það fyrsta sem vakti athygli mína var þegar ég fékk flash back sem skeði þegar Sigurður Áss fór að tala um útreikningana varðandi það, hversu margar frátafir yrðu, en þetta minnti ótrúlega mikið á fundinn vegna byggingar á Landeyjahöfn og tölurnar ótrúlega svipaðar frá þeim tíma, en hvort að frátafir verði 10 dagar, 20 dagar eða jafnvel 100 dagar er algjörlega vonlaust að spá fyrir um.   Við vitum ekkert hvernig skipið kemur til með að reynast, eða hvernig höfnin mun þróast og í raun og veru er frekar ótrúlegt að horfa upp á þessa spá eða fullyrðingar eins og að með nýrri ferju þurfi aldrei oftar að moka sandi úr höfninni. Hefði reyndar skilið það ef það væru dekk neðan á ferjunni, en svo er ekki, en það hvarflar að manni að þarna sé verið að nota sambærileg rök og fyrir smíði hafnarinnar, en auðvitað mun þurfa að moka sandi úr Landeyjahöfn næstu árin.   Fullyrðing eins af hönnuðinum um að það skipti engu máli, hvort að ferjan sigli á 12 mílna hraða eða 15, er ég algjörlega ósammála og eiginlega furðulegt að ætla sér að smíða nýja ferju á 21. öldinni með þetta jafn lítinn ganghraða. Mín skoðun er óbreytt frá fyrri greinum um hugsanlega nýja ferju. Ný ferja þarf að geta farið amk. 20 mílur og farið þannig á 2 tímum til Þorlákshafnar þegar Landeyjahöfn lokast.   En miðað við þessar upplýsingar sem komu fram á fundinum, þá erum við að tala um amk. 3,5 til 4 klukkutíma þegar siglt er til Þorlákshafnar og það er klárlega mikil afturför.   Fullyrðing hönnuðar um að það eigi að vera hægt að losa og lesta ferjuna (bílaþilfarið) á aðeins 15 mínútum og það með minni mannskap heldur en er nú á Herjólfi, tel ég vera tóma vitleysu og ef rétt er, að ekki verði hægt að keyra í gegnum ferjuna eins og núverandi ferju, þá tel ég augljóst að þetta muni að öllum líkindum taka lengri tíma, að tæma skipið heldur en núverandi ferju. Einnig kom fram hjá hönnuðinum hugmyndir um að setja hugsanlega ekki veltiugga á skipið, ég er ansi hræddur um að það gæti þá orðið erfið sigling til Þorlákshafnar fyrir þá sem eru sjóveikir. Ég er hins vegar mjög ánægður með það, að ferjan verði hönnuð þannig að hún taki mun minni vind á sig en núverandi ferja.   Nokkrar fyrirspurnir komu fram á fundinum um hversvegna ekki væri verið að sigla fleiri ferðir, eins og lofað hafði verið, en hönnuður talaði um að það yrði ekkert mál að sigla nýju ferjunni 8 sinnum á dag. Hugsanlega verður hægt að fjölga ferðum með nýrri ferju, vegna þess að með öllum líkindum verður kostnaður minni en með núverandi ferju, en að sjálfsögðu snýst þetta allt saman um peninga og þýðir því lítið að ræða það við þá sem hanna eða smíða ferjuna.   Stærstu vonbrigðin við þetta allt saman er þó fyrst og fremst það, að ég heyri það út um allan bæ, að ráðamenn bæjarins séu búnir að gefast upp á því að reyna að fá fjármagn í endurbætur á höfninni. Verði það niðurstaðan að ekkert verður gert til þess að verja innsiglinguna fyrir grunnbrotsjó, þá er ansi hætt við því að ný ferja muni jafnvel litlu breyta varðandi frátafir í Landeyjahöfn, en ég vona svo sannarlega að þetta sé ekki rétt hjá mér og vonandi verður Landeyjahöfn með nýrri ferju 90% höfn.    

Nýr Herjólfur kominn í hönnunarferli

Í gær stóð stýrihópur um byggingu nýs Herjólfs fyrir kynningarfundi í Höllinni. Var fundurinn vel sóttur, sennilega vel á þriðja hundrað manns. Í upphafi fundar kynnti Friðfinnur Skaftason, formaður stýrihópsins verkefni hópsins sem væri að átta sig þörfunum fyrir skipið; að setja af stað hönnun og síðan smíði skips sem sigla myndi milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Stýrihópinn skipa Andrés Sigurðsson frá Vestmannaeyjabæ, Friðfinnur Skaftason frá Innanríkisráðuneytinu, Hjörtur Emilsson, skipaverkfræðingur hjá Navis og Sigurður Áss Grétarsson starfsmaður Vegagerðarinnar. Auk þess hefur starfað með nefndinni Eiríkur Bjarnason, verkfræðingur, sem komið hefur að þessu verkefni á fyrri stigum. Þá fékk stýrihópurinn sér til ráðgjafar Jóhannes Jóhannessen, skipaverkfræðing, sem lengi hefur búið í Danmörku og unnið þar að hönnun á ferjum af margvíslegum toga. Friðfinnur sagði það markmið hópsins að láta smíða skip sem gæti haldið uppi áreiðanlegum heilsárs samgöngum milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar, sem þýði að hanna verði skip sem geti ráðið við sem verstar aðstæður á þessari siglingaleið og að stjórnhæfni og rásfesta skipsins verði mikil. Jóhannes Jóhannesson, skipaverkfræðingur fór yfir þá hönnun sem unnið er að. Kom fram hjá honum að skipið eigi að verða tæplega 66 metra langt eða um 5 metrum styttra Herjólfur og breidd þess verði rúmir 15 metrar sem er 1 metra mjórra skip en núverandi Herjólfur. Flutningsgeta þess eigi engu að síður að vera meiri. Stærð skipsins tæki mið af prófunum í hermi, þar sem prófaðar voru nokkrar stærðir og gerðir skipa við aðstæður í Landeyjahöfn. Þá kom fram hjá honum að lestun og losun verði fljótlegri en í núverandi Herjólfi og því eigi það möguleika á fleiri ferðum. Við hönnunina er lagt upp með að skipið geti siglt til Landeyjahafnar í 3,5 metra ölduhæð. Miðað við öldumælingar sem fyrir liggja, þýði það að 10 dagar á ári detta alveg út og í 30 daga á ári verði einhver truflun á áætlun innan dagsins. Margt fleira kom fram á fundinum sem gerð verða betri skil í blaði Eyjafrétta á miðvikudaginn.        
>> Eldri fréttir

Stjórnmál >>

Fyrsti fundur bæjarstjórnar í dag

Bæjarstjórn Vestmannaeyja kemur saman í dag í fyrsta sinn á nýju kjörtímabili.  Niðurstaða bæjarstjórnarkosninganna í vor, voru á þann veg að Sjálfstæðisflokkur fékk fimm bæjarfulltrúa en Eyjalistinn tvo.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn eru Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Trausti Hjaltason og Birna Þórsdóttir en fulltrúar Eyjalistans eru Jórunn Einarsdóttir og Stefán Óskar Jónasson.  Elliði, Páley, Páll Marvin og Jórunn sátu öll í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili.  Stefán Óskar hefur áður verið í bæjarstjórn og var varamaður á síðasta kjörtímabili en þau Trausti og Birna eru ný.  Bæjarstjórnarfundurinn fer fram í Eldheimum og hefst klukkan 18:00.   „Þegar ég kom inn í bæjarstjórn 2002 voru útsvarstekjur á hvern íbúa á verðlagi þess árs rétt liðlega 200.000 krónur en á síðasta ári voru þær hátt í 475.000 krónur,“ sagði Stefán í samtali við Eyjafréttir, sem kom út í gær.   „Staðan í dag opnar á tækifæri að gera meira fyrir bæjarbúa og bæjarfélagið í heild. Ég er ekki að mæla með óráðsíu í fjármálum en það má gera betur á ýmsum sviðum. Auðvitað veltur þetta mikið á á sjávarútvegi og afkomu atvinnulífsins almennt. Á kjörtímabilinu 2002 og 2006 vorum við, ég og núverandi bæjarstjóri, Elliði Vignisson, að skoða þann möguleika á að rífa blokkina Áshamar 75 ef það gæti létt á skuldum bæjarins. Engum dettur það í hug í dag en sterkari innviðir bæjarfélagsins eru líka verðmæti,“ sagði Stefán.   Viðtalið má lesa í heild sinni í Eyjafréttum.  

Jóhannes Harðarson tekur við ÍBV

Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson er næsti þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu.  Jóhannes hefur undanfarin ár verið erlendis, bæði verið atvinnumaður í knattspyrnu og síðan þjálfari.  Jóhannes var þjálfari norska C-deildarliðsins Floy en hann skrifar undir þriggja ára samning við ÍBV.  Jóhannes mun búa í Eyjum ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonu og þremur dætrum.   „Með ráðningu Jóhannesar er lagt af stað í þriggja ára verkefni sem miðar að því að festa ÍBV í sessi sem Pepsídeildarlið og byggja upp lið sem hefur það markmið að ná betri árangri en undanfarin ár. Einnig mun Jóhannes koma að mótun yngri leikmanna félagsins í góðu samstarfi við þá þjálfara sem starfa hjá félaginu. Markmið beggja, félagsins og Jóhannesar, er að byggja upp lið sem leikur skemmtilega knattspyrnu,byggir á þeirri Eyjastemmingu sem lið ÍBV á að byggja á, og síðast en ekki síst að efla yngri leikmenn liðsin,“ segir í fréttatilkynningu frá ÍBV.   „Jóhannes er vel kunnur sem einn af okkar betri knattspyrnumönnum áður en hann snéri sér að þjálfun. Jóhannes lék allan sinn feril hérlendis með Skagamönnum og varð fljótt einn af lykilleikmönnum þess liðs. Hann lék með liði Skagamanna frá árinu 1995-2000 og varð m.a. Íslandsmeistari með Skagaliðinu á sínu fyrsta ári. Hann varð svo tvöfaldur meistari með liðinu árið 1996 eftir tvo hreina úrslitaleiki, annars vegar gegn KR í deildinni, sigur 4-1, og svo gegn ÍBV í bikarkeppninni, sigur 2-1. Hann varð svo aftur bikarmeistari með liðinu árið 2000 eftir 2-1 sigur á ÍBV. Eftir tímabilið árið 2000 hélt Jóhannes í atvinnumennsku til Hollands og lék þar árin 2001-2004 með liðum MVV Maastricht og Groningen. Þaðan hélt hann svo til Noregs og lék með liði Start árin 2004-2009 þar til hann snéri sér að þjálfun og tók þá við liði Fløy í 3. efstu deild í Noregi. Jóhannes Þór hefur nú þjálfað lið Fløy sl. 5 ár og skilar þar góðu búi.  Jóhannes á að baki leiki með öllum landsliðum Íslands og þar af 2 A-landsleiki, og voru það báðir sigurleikir gegn Suður-Afríku og Möltu. Jóhannes hóf hins vegar sinn landsliðsferil með U-16 hér í Vestmannaeyjum á Norðurlandamótinu árið 1991.“   Í tilkynningunni segir að félagið vonist til að stuðningsmenn ÍBV, nær og fjær, fylki sér á bak við nýjan þjálfara, leikmenn og stjórn knattspyrnunnar í að styðja við verkefnið að festa ÍBV liðið í sessi sem Pepsídeildarlið.   Við undirritunina kom jafnframt fram að ekki væri búið að ganga frá ráðningu aðstoðarþjálfara. 

Greinar >>

Svar til Elliða Vignissonar við opnu bréfi til þingmanna

Þakka þér fyrir opið bréf til okkar þingmanna Sjálfstæðisflokksins og ekki síður ástríða þín að halda uppi vörnum fyrir sjávarútveginn og sjávarbyggðir.   Ég get tekið undir að samráð varðandi frumvörp um veiðigjöld hafa í síðustu tvö skipti ekki verið eins og við sjálf ræddum um. Í mínum huga er það forsenda árangurs að hafa gott samráð við útveginn og samtök sjómanna varðandi lagasetningu og breytingar á rekstrarumhverfi greinarinnar. Þá þarf samráð við okkur þingmenn að vera meira og markvissara um verkefnin, vinnuna, uppleggið og niðurstöðuna sem við viljum sjá og stefnum að með pólitískri niðurstöðu okkar.   Varðandi bætt umhverfi fyrir atvinnulífið þá er það markviss stefna okkar að lækka álögur á atvinnulífið. Tryggingagjaldið er á hægri niðurleið, veiðigjöldin eru að mínu mati ósanngjörn þar sem hagnaður af vinnslunni er inn í veiðigjöldunum og það er auðvitað ófært. Ég vil að vinnslan hafi tækifæri til að greiða hærri laun og verði því ekki sérstaklega skattlögð vegna veiðigjald, sem útgerðin síðan greiðir. Ég kýs sjálfur einfalt veiðigjald og þess vegna mætti hækka almenna gjaldið lítillega og láta þar við sitja og engar undanþágur né afslættir vegna skulda verði í gjaldinu. Allir greiði sama gjald miðað við þá stuðla sem við höfum unnið með. Veiðigjöldin eru um 8 milljarðar á þessu ári en með óbreyttri stefnu fyrri ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur væri þau yfir 20 milljarðar svo við höldum því til haga. Í þessu sambandi ítreka ég vilja okkar til að lækka álögur á heimilin og einstaklingana í landinu. Það verkefni er líka og leið til aukins kaupmáttar.   Samkvæmt ifs-greiningu yfir afurðaverð útfluttra sjávarafurða heldur afurðaverð áfram að hækka. Afurðavísitalan hækkaði þannig um 2,4% í ágúst frá fyrri mánuði og 10% sl. 6 mánuði í íslenskum krónum. Í erlendum gjaldeyri hefur hækkunin verið aðeins minni eða um 2,2% í ágústmánuði og um 9,9% á sl. 6. mánuðum. Til samanburðar hafa laun sem hlutfall af rekstrarkostnaði í vinnslunni lækka um 30-50% sl. 7 ár.   Loðnuaflinn var vonbrigði á þessu ári eða um 130 þú. tonn á móti 450 þús. tonnum árið 2012. Spá Hafró fyrir næsta ár er 4-500 þús tonn. Það kemur til móts við minnkandi ársafla 2013, en loðnan er brellin og erfitt að reiða sig á hana.   Ég geri ekki lítið úr áhyggjum um minnkandi afla en við búum við breytileika í náttúrunni og ráðum ekki við aflabrest frekar en sumarheimsókn makríls sem hefur gjörbreytt afkomu uppsjávarveiða og aukið verðmæti og minnkað atvinnuleysi í sjávarplássum.   Varðandi það að gengið hafi verið fram af hörku og ósanngirni í álagningu veiðigjalda er rétt að þrátt fyrir að beygt hafi verið af leið fyrri ríkisstjórnar um veiðigjöldin þá eru gjöldin há. Unnið er að frumvarpi um breytinga á veiðigjöldum, en gjöldin eiga að taka mið af getu greinarinnar til að greiða fyrir aðgang að auðlindinni. Það gleðilega er að framlegð eftir útgerðaflokkum sjávarútvegsfélaga á árinu 2013 gefur sterka mynd af góðri afkomu greinarinnar þó mismunandi sé og greinilegt að útgerðaflokkar missterkir til að takast á við veiðigjöld.   Blönduð uppsjávar- og botnfiskfélög skila árið 2013 28% EBIDU, (32% 2012) Botnfiskútgerð og vinnsla 19% (23% 2012) og botnfiskútgerð 20% (22% 2012) Greiddur tekjuskattur sjávarútvegsfélaga var um 21,5% á árinu 2013 samkvæmt upplýsingum Deloitte sem fram komu á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu í dag 8. okt.   Þrátt fyrir lækkun framlegðar jókst hagnaður greinarinnar milli áranna 2012 og 2013 úr 46 milljörðum í 53 milljarða árið 2013. Skuldir lækkuðu frá 2009 úr 494 ma í 341 ma eða um 153 milljarða 2013. Á árinu 2013 voru arðgreiðslur útvegsins til hluthafa 12 milljarðar en vor 6.3 ma árið 2012 þrátt fyrir lækkun framlegð milli áranna. Afurðaverð fer hækkandi og skuldir lækka. Það er góðæri í útveginum og framleiðni greinarinnar eykst.   Samkvæmt þessum upplýsingum er staða útvegsins góð og mikilvægt að sú staða endurspegli samfélagslega ábyrgð fyrirtækjanna, bætt launakjör starfsfólks og í hagsæld sjávarbyggðanna.   Með vinsemd Ásmundur Friðriksson alþingismaður.