SJÚKRAFLUGIÐ – LÍFÆÐ LANDSBYGGÐARINNAR

SJÚKRAFLUGIÐ – LÍFÆÐ LANDSBYGGÐARINNAR

Á undanförnum árum hafa ótal greinar birst í dagblöðum, vefmiðlum og á samfélagsmiðlum þar sem staðhæft er að undirstaðan í sjúkraflutningum á Íslandi í lofti sé sinnt með þyrlum Landhelgisgæslunnar. En staðreyndin er ekki sú. Eftir að hafa lesið enn eina slíka grein fékk undirritaður þá hugmynd að afla gagna um hvernig staðið hefði verið að sjúkraflutningum í sjúkraflugi á síðasta ári. Þessi frétt birtist á dagskrain.is       Til að auð­veldara sé að átta sig á raunverulegri stöðu mála eru niðurstöður hér sýndar með myndrænum hætti. Sýnt er með hvaða aðilum var flutt og hvaðan flutt var. Samkvæmt gögnum frá Sjúkrahúsinu á Akureyri og Landhelgisgæslunni þá skiptust flutningarnir í fyrra með eftirfarandi hætti: Mýflug sinnti rúmlega 85% af sjúkraflutningunum með sínum flugvélum og Landhelgisgæslan tæpum 15% með sínum þyrlum. Á síðasta ári voru sjúkraflutningar um 755 talsins, þar af voru 645 með flugvélum Mýflugs en 110 einstaklingar voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar og þar af voru 25 sóttir á haf út.   Sjúkraflutningar í lofti frá Norð­austurkjördæmi voru 324 á síðasta ári með flugvélum Mýflugs og fjórir með þyrlum Landhelgisgæslunnar eða samtals 328. Þetta gerir að meðaltali tæplega einn sjúkraflutning á dag. Helmingurinn af sjúkraflutningunum með flugvélum Mýflugs er því af landsvæði sem afmarkast af Norðausturkjördæmi. Íbúafjöldi þess kjördæmis er rétt rúmlega 40 þúsund eða um 12-13% þjóðarinnar sem sýnir hvað við sem búum þar erum í raun háð sjúkrafluginu.   Í janúar sl. skrifuðu forsvarsmenn heilbrigðisstofnana á Norður- og Austurlandi grein sem birtist í Vikudegi undir heitinu Sjúkraflug og getur höfundur heilshugar tekið undir það sem þar kemur fram en í lokaorðum hennar segir:   ,,Af framansögðu er ljóst að sjúkraflug er mikilvægur öryggisþáttur í heilbrigðisþjónustu landsbyggðar og þá sérstaklega íbúa á Norður- og Austurlandi. Í mörgum tilfellum getur sá tími sem fer í að flytja sjúklinga í viðeigandi meðferðarúrræði skipt sköpum. Íbúar á landsbyggðinni búa nú þegar við aðstæður sem eru í sumum tilfellum síðri en íbúar höfuðborgarsvæðisins hvað þetta varðar. Stjórnvaldsákvarðanir sem enn auka á þetta misræmi eru ekki ásættanlegar“.   Eftir dóm Hæstaréttar í síðustu viku í málefnum neyðarbrautarinnar þá hlýtur flestum að vera ljóst að nú þarf að koma til kasta löggjafarvaldsins, Alþingis. Alþingismenn boltinn er hjá ykkur. Það er kominn tími á sóknarbolta, sýnið dug og þor og komið boltanum í netið.  

Úrsúla leit­ar rétt­ar síns á ný

Sr. Úrsúla Árna­dótt­ir ætl­ar að leita rétt­ar síns vegna skip­un­ar Viðars Stef­áns­son­ar í embætti prests í Landa­kirkju, Vest­manna­eyja­prestakalli. Hún tel­ur að með skip­un­inni hafi Agnes M. Sig­urðardótt­ir bisk­up brotið jafn­rétt­is­lög. Mbl.is greinir frá.   Fjór­ir sótt­ust eft­ir embætt­inu. Það voru þau Anna Þóra Pauls­dótt­ir, María Rut Bald­urs­dótt­ir, Viðar og sr. Úrsúla. Sú síðast­nefnda er sú eina sem hef­ur hlotið prest­vígslu en hin eru með embætt­is­próf í guðfræði.   Sr. Úrsúla hef­ur leyst af sem prest­ur í Landa­kirkju und­an­farna ell­efu mánuði. Hún seg­ir í sam­tali við mbl.is að það hafi komið henni veru­lega á óvart að hún hafi ekki hlotið embættið. Síðustu mánuðir hafi verið far­sæl­ir, henni hafi verið hrósað fyr­ir vel unn­in störf og aldrei fengið kvört­un.   Kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála komst í októ­ber á síðasta ári að þeirri niður­stöðu að bisk­up hefði brotið jafn­rétt­is­lög þegar sr. Þrá­inn Har­alds­son var skipaður í embætti prests í Garðaprestakalli. Sr. Úrsúla kærði ráðning­una en í úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar sagði að sr. Úrsúla hefði verið að minnsta kosti jafn­hæf og sr. Þrá­inn til að gegn embætt­inu. Bisk­up bauð sr. Úrsúlu þrenn mánaðarlaun í sátta­bæt­ur vegna máls­ins og fór svo að hún þáði skaðabæt­ur vegna máls­ins.   Eft­ir því sem mbl.is kemst næst hef­ur sr. Úrsúla sótt um tíu embætti hið minnsta á þessu ári og síðasta ári. Sótti hún um embætti prests í Nes­kirkju, Árbæj­ar­kirkju, Grafar­vogs­kirkju, Sel­foss­kirkju, Nes­kirkju og Landa­kirkju og embætti sókn­ar­prests í Sel­foss­kirkju, Odda­prestakalli, á Eyr­ar­bakka og á Reyni­völl­um.   Í frétt Eyja­f­rétta seg­ir að Viðar, sem er 26 ára gam­all, hafi starfað sem leiðtogi í barn­a­starfi, meðal ann­ars í Skál­holti og í Áskirkju í Reykja­vík. Þá hef­ur hann starfað sem áfeng­is- og vímu­efnaráðgjafi hjá SÁA und­an­farna mánuði. Hann legg­ur stund á sál­gæslu­fræði á fram­halds­stigi hjá End­ur­mennt­un Há­skóla Íslands.  

Lögbanns krafist á hluthafafund VSV

Brim hf., eigandi tæplega 33% í Vinnslustöðinni hf., fer fram á það við sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum að lögbann verði lagt við því að haldinn verði boðaður hluthafafundur í VSV á miðvikudaginn kemur, 31. ágúst, til að kjósa félaginu nýja stjórn. Lögbannsbeiðnin verður tekin fyrir hjá sýslumanni í dag en niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en síðdegis á morgun. En þetta kom fram á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar.   Gunnar Sturluson hrl. fer með málið fyrir hönd gerðarbeiðanda, Brims, en Helgi Jóhannesson hrl. fyrir hönd gerðarþola, Vinnslustöðvarinnar.   Krafa um lögbann á rætur að rekja til deilna um stjórnarkjör á aðalfundi VSV 6. júlí 2016. Fundarstjóri úrskurðaði að stjórnarkjörið væri ólögmætt þegar í ljós kom að ekki höfðu öll atkvæði í fundarsal skilað sér til talningar og að störfum talningarnefndar aðalfundar hefði ekki verið lokið. Hann lét endurtaka kosninguna með nýjum kjörseðlum.   Gerðarbeiðendur telja að fyrri kosningin á aðalfundinum hafi verið lögmæt og eigi að standa. Stjórnin sem kjörin var sé ólögmæt og því umboðslaus. Í greinargerð lögmanns Brims kemur fram að „töluverð hætta“ sé á að gerðarbeiðandi lögbannsins verði fyrir „óafturkræfu tjóni og að réttindi hans fari forgörðum ef beðið verður dóms.“   Lögmaður VSV hafnar því að tilefni lögbanns sé til staðar og segir að ekki verði séð „hvernig gerðarþoli geti orðið fyrir stórtjóni við það eitt að félagið fari að lögum og boði til hluthafafundar þegar þess er krafist.“ Hann segir enn fremur í greinargerð sinni til sýslumanns að í ljósi deilna á aðalfundinum ríki óvissa um hverjir réttilega skipi stjórn VSV. Við slíkt sé ekki búandi af hálfu gerðarþolans, þ.e. Vinnslustöðvarinnar, og því sé nú boðað til hluthafafundar sem hafi það hlutverk eitt að ákvarða hverjir skuli sitja í stjórn félagsins. Ekki verði annað séð en hagsmunir gerðarbeiðanda og gerðarþola fari saman með því að eyða þannig óvissunni.   Þá kemur fram í greinargerð lögmanns VSV að stjórnarmaðurinn Ingvar Eyfjörð hafi ekki viljað undirrita tilkynningu til fyrirtækjaskrár embættis ríkisskattstjóra um stjórnarkjör á aðalfundinum í júlí og því hafi slík tilkynning ekki verið send. Ingvar hafi samt setið stjórnarfund í framhaldi af aðalfundi og ekki gert athugasemdir við ákvörðun um skiptingu verka innan stjórnar. Nú sé meira en mánuður liðinn frá aðalfundi og fyrirtækjaskrá taki ekki við tilkynningum um nýjar stjórnir félaga ef meira en mánuður líði frá stjórnarkjöri. Í slíkum tilvikum þurfi nýjan fund sem staðfesti fyrri ákvörðun eða kjósi nýja stjórn. Því sé ómögulegt að skrá nýja stjórn VSV nema nýr hluthafafundur ákvarði skipan stjórnarinnar.  

Úrsúla leit­ar rétt­ar síns á ný

Sr. Úrsúla Árna­dótt­ir ætl­ar að leita rétt­ar síns vegna skip­un­ar Viðars Stef­áns­son­ar í embætti prests í Landa­kirkju, Vest­manna­eyja­prestakalli. Hún tel­ur að með skip­un­inni hafi Agnes M. Sig­urðardótt­ir bisk­up brotið jafn­rétt­is­lög. Mbl.is greinir frá.   Fjór­ir sótt­ust eft­ir embætt­inu. Það voru þau Anna Þóra Pauls­dótt­ir, María Rut Bald­urs­dótt­ir, Viðar og sr. Úrsúla. Sú síðast­nefnda er sú eina sem hef­ur hlotið prest­vígslu en hin eru með embætt­is­próf í guðfræði.   Sr. Úrsúla hef­ur leyst af sem prest­ur í Landa­kirkju und­an­farna ell­efu mánuði. Hún seg­ir í sam­tali við mbl.is að það hafi komið henni veru­lega á óvart að hún hafi ekki hlotið embættið. Síðustu mánuðir hafi verið far­sæl­ir, henni hafi verið hrósað fyr­ir vel unn­in störf og aldrei fengið kvört­un.   Kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála komst í októ­ber á síðasta ári að þeirri niður­stöðu að bisk­up hefði brotið jafn­rétt­is­lög þegar sr. Þrá­inn Har­alds­son var skipaður í embætti prests í Garðaprestakalli. Sr. Úrsúla kærði ráðning­una en í úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar sagði að sr. Úrsúla hefði verið að minnsta kosti jafn­hæf og sr. Þrá­inn til að gegn embætt­inu. Bisk­up bauð sr. Úrsúlu þrenn mánaðarlaun í sátta­bæt­ur vegna máls­ins og fór svo að hún þáði skaðabæt­ur vegna máls­ins.   Eft­ir því sem mbl.is kemst næst hef­ur sr. Úrsúla sótt um tíu embætti hið minnsta á þessu ári og síðasta ári. Sótti hún um embætti prests í Nes­kirkju, Árbæj­ar­kirkju, Grafar­vogs­kirkju, Sel­foss­kirkju, Nes­kirkju og Landa­kirkju og embætti sókn­ar­prests í Sel­foss­kirkju, Odda­prestakalli, á Eyr­ar­bakka og á Reyni­völl­um.   Í frétt Eyja­f­rétta seg­ir að Viðar, sem er 26 ára gam­all, hafi starfað sem leiðtogi í barn­a­starfi, meðal ann­ars í Skál­holti og í Áskirkju í Reykja­vík. Þá hef­ur hann starfað sem áfeng­is- og vímu­efnaráðgjafi hjá SÁA und­an­farna mánuði. Hann legg­ur stund á sál­gæslu­fræði á fram­halds­stigi hjá End­ur­mennt­un Há­skóla Íslands.  

Lögbanns krafist á hluthafafund VSV

Brim hf., eigandi tæplega 33% í Vinnslustöðinni hf., fer fram á það við sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum að lögbann verði lagt við því að haldinn verði boðaður hluthafafundur í VSV á miðvikudaginn kemur, 31. ágúst, til að kjósa félaginu nýja stjórn. Lögbannsbeiðnin verður tekin fyrir hjá sýslumanni í dag en niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en síðdegis á morgun. En þetta kom fram á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar.   Gunnar Sturluson hrl. fer með málið fyrir hönd gerðarbeiðanda, Brims, en Helgi Jóhannesson hrl. fyrir hönd gerðarþola, Vinnslustöðvarinnar.   Krafa um lögbann á rætur að rekja til deilna um stjórnarkjör á aðalfundi VSV 6. júlí 2016. Fundarstjóri úrskurðaði að stjórnarkjörið væri ólögmætt þegar í ljós kom að ekki höfðu öll atkvæði í fundarsal skilað sér til talningar og að störfum talningarnefndar aðalfundar hefði ekki verið lokið. Hann lét endurtaka kosninguna með nýjum kjörseðlum.   Gerðarbeiðendur telja að fyrri kosningin á aðalfundinum hafi verið lögmæt og eigi að standa. Stjórnin sem kjörin var sé ólögmæt og því umboðslaus. Í greinargerð lögmanns Brims kemur fram að „töluverð hætta“ sé á að gerðarbeiðandi lögbannsins verði fyrir „óafturkræfu tjóni og að réttindi hans fari forgörðum ef beðið verður dóms.“   Lögmaður VSV hafnar því að tilefni lögbanns sé til staðar og segir að ekki verði séð „hvernig gerðarþoli geti orðið fyrir stórtjóni við það eitt að félagið fari að lögum og boði til hluthafafundar þegar þess er krafist.“ Hann segir enn fremur í greinargerð sinni til sýslumanns að í ljósi deilna á aðalfundinum ríki óvissa um hverjir réttilega skipi stjórn VSV. Við slíkt sé ekki búandi af hálfu gerðarþolans, þ.e. Vinnslustöðvarinnar, og því sé nú boðað til hluthafafundar sem hafi það hlutverk eitt að ákvarða hverjir skuli sitja í stjórn félagsins. Ekki verði annað séð en hagsmunir gerðarbeiðanda og gerðarþola fari saman með því að eyða þannig óvissunni.   Þá kemur fram í greinargerð lögmanns VSV að stjórnarmaðurinn Ingvar Eyfjörð hafi ekki viljað undirrita tilkynningu til fyrirtækjaskrár embættis ríkisskattstjóra um stjórnarkjör á aðalfundinum í júlí og því hafi slík tilkynning ekki verið send. Ingvar hafi samt setið stjórnarfund í framhaldi af aðalfundi og ekki gert athugasemdir við ákvörðun um skiptingu verka innan stjórnar. Nú sé meira en mánuður liðinn frá aðalfundi og fyrirtækjaskrá taki ekki við tilkynningum um nýjar stjórnir félaga ef meira en mánuður líði frá stjórnarkjöri. Í slíkum tilvikum þurfi nýjan fund sem staðfesti fyrri ákvörðun eða kjósi nýja stjórn. Því sé ómögulegt að skrá nýja stjórn VSV nema nýr hluthafafundur ákvarði skipan stjórnarinnar.  

Opið bréf til allra knattspyrnuáhugamanna

Góðan dag kæra knattspyrnufólk. Í ljósi mjög neikvæðra skrifa í garð félaga sem þurfa að styrkja lið sín með útlendingum til að halda velli á meðal þeirra bestu langar mig að gefa ykkur gott fólk smá innsýn í starfsemi kvennaliðs ÍBV.   Ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki að skrifa í nafni ÍBV heldur algjörlega af minni eigin reynslu sem er afar mikil.   Það sem helst fær mig til að rita þetta bréf eru skrif sem ég hef séð á facebook í garð ÍBV vegna fjölda útlendinga í liðinu.   Ég ætla fyrst að tala um uppalda leikmenn. Eins og annars staðar hljóta sumir uppaldir leikmenn náð fyrir augum þjálfara en aðrir ekki. Það virðist stundum vera smá misskilningur meðal fólks þegar verið er að ræða þessa hluti að þótt lið samanstandi bara af íslendingum er ekki þar með sagt að þeir séu uppaldir, því fer fjarri því í flestum tilfellum er um aðsótta leikmenn frá öðrum félögum að ræða.   Í Vestmannaeyjum búa uþb 4.000 manns og því erfitt að halda úti öllum aldursflokkum í knattspyrnu en okkur hefur þó tekist það hingað til. Þegar kemur að meistaraflokki þá vandast málið því ljóst þykir að ekki getum við haldið úti úrvalsdeildarliði og ekki einu sinni 1.deildar liði byggðu eingöngu á heimamönnum. þeir sem stjórna hverju sinni hafa í raun um tvo kosti að velja.   Fyrri kosturinn er sá að leika eingöngu á uppöldum leikmönnum sem þýðir að liðið þyrfti að leika í næst efstu deild jafnvel í deildinni þar fyrir neðan. Þetta þýðir að bestu og metnaðarfyllstu leikmenn félagsins myndu leita á önnur mið því þessir leikmenn vilja leika á meðal þeirra bestu sem gefur þeim möguleika á landsliðssæti eða atvinnumennsku ásamt fleiru.   Að mínu mati þýðir þetta að metnaður félagsins dofnar og áhorfendum fækkar.   Hinn kosturinn er að styrkja liðið verulega og leika á meðal þeirra bestu. Með þessari ákvörðun þá áttu meiri möguleika á að halda heimamönnum og byggja síðan í kringum þá það sem til þarf.   Ókosturinn sem fylgir því að ætla byggja eingöngu á heimamönnum og eiga á hættu með að missa bestu leikmennina gerir sennilega það að verkum að það fólk sem stjórnar hverju sinni velur seinni kostinn og fær þá tækifæri til að vinna með bestu leikmönnunum sem eru uppaldir hverju sinni.   Það sem ÍBV stendur frammi fyrir er að styrkja þarf liðið um 5-8 leikmenn á hverju ári til að leika meðal þeirra bestu. ÍBV stendur líka frammi fyrir því að missa leikmenn í háskóla í Reykjavík og því þarf að fylla þeirra skarð. Eftir leiktímabilið 2015 missti ÍBV 4 uppalda leikmenn úr byrjunarliði sem er of stór biti að kyngja fyrir svona lítið byggðarlag og því ekki skrítið að ÍBV hafi þurft að bæta verulega við sig fyrir leiktímabilið 2016.   Hver er munurinn fyrir ÍBV að fá útlending eða íslending til lið við sig?   Að fá Íslending: Kostir þess að fá íslending eru í raun tveir þ.e leikmaðurinn talar okkar tungumál og við vitum nákvæmlega hvað leikmaðurinn getur. Ókosturinn við að fá íslending er sá að viðkomandi er í nánast öllum tilfellum í skóla sem þýðir að viðkomandi flytur til Eyja um miðjan mai og aftur frá Eyjum í byrjun ágúst sem þýðir að þjálfari ÍBV er að þjálfa viðkomandi leikmann í tvo og hálfan mánuð en í annan tíma þarf að koma viðkomandi leikmanni fyrir hjá öðru liði sem í flestum tilfellum eru andstæðingar okkar. Þá eru Íslendingar í flestum tilfellum dýrari kostur en útlendingar.   Að fá útlending: Kostir þess að fá útlending er að viðkomandi getur verið búsettur í Eyjum þann tíma sem ÍBV æskir og þjálfari ÍBV því með óheftan aðgang að leikmanninum.   Þeir útlendingar sem ÍBV hefur fengið í gegnum tíðina hafa nánast undantekningarlaust lagað sig vel að umhverfinu og líður vel í Eyjum. Útlendingar eru í flestum tilfellum ódýrari kostur en íslenskir leikmenn. Ókosturinn við að fá útlendinga er að viðkomandi talar ekki okkar tungumál og við erum aldrei 100% vissir um getu viðkomandi.   ÍBV hefur alltaf reynt að styrkja sig með því að bjóða íslenskum leikmönnum til Eyja en áhugi flestra liggur í því að leika á höfuðborgarsvæðinu.   Ef landsbyggðarlið eins og ÍBV, Þór/KA, Grindavík ofl myndu ekki leitast við að styrkja lið sín þá væri lítið varið í Íslandsmótið því það væri bara óopinbert Reykjavíkurmót.   Ég persónulega sé ekki hver munurinn er á því að fá aðfluttan Íslenskan leikmann eða aðfluttan erlendan leikmann. Öll eru þau með sama markmið þ.e að ná árangri í fótbolta. Hvort leikmaður tali íslensku eða ensku skiptir mig ekki neinu máli heldur skiptir mig og mitt félag öllu máli hversu heiðarleg persónan er og hvort viðkomandi sé tilbúin að berjast að eyjanna sið fyrir ÍBV.   Áfram að uppöldum leikmönnum. Í lok apríl, lékum við hjá ÍBV til úrslita í Lengjubikarkeppninni og fór leikurinn fram hér í Eyjum. Ég sat þá við hlið manns sem vinnur ötulega að framgangi íslenskrar knattspyrnu. Hann spurði mig hversu margar væru uppaldar í ÍBV. Ég tjáði honum það, en það voru þrír leikmenn fæddar í eyjum og tvær frá Rangárhverfi sem leikur undir merkjum ÍBV í yngri flokkum. Hann spurði mig þá um andstæðinga okkar og ég sagðist ekki vera viss heldur taldi ég að þar væri hámark ein fædd inní félagið en aðrar aðfengnar. Um varamannabekkinn tjáði ég honum að allir 7 varamenn ÍBV væru fæddar í Eyjum en af varamannabekk andstæðingana taldi ég að væru 4 af sjö varamönnum fæddar inní félagið. Þar sem við vorum að leika gegn einu af stærstu félögum á Íslandi tel ég þetta vel af sér vikið hvað okkar litla byggðarlag varðar og ekki gagnrýnivert.   Nú um síðustu helgi lékum við svo til úrslita í Borgunarbikarkeppninni. Þar mættu ég stoltur af okkar félagi þ.e að vera með í úrslialeik bæði kvenna og karlalið ÍBV.   Það sem ég sá svo ritað á facebook fékk mikið á mig. Þar er talað um að ÍBV samanstandi bara af útlendingum og félagið mikið gagnrýnt fyrir þessa stefnu. Ég hef farið vandlega yfir leikskýrslu leiksins. Mér sýnist að það sé engin fædd inní byrjunarlið félags andstæðinga okkar í kvennaleiknum.   Aftur á móti vorum við hjá ÍBV með fjóra leikmenn í okkar byrjunarliði fæddar í Vestmannaeyjum ásamt einni fæddri í Rangárhverfi og sex af sjö varamönnum fæddar hér í Eyjum. Varamannabekkur andstæðinga okkar sýnist mér innihalda 5 fæddar inní félagið af sjö. Á facebook var svo ritað eftir leik að um alíslenskan bikartitil sé að ræða. Ég spyr því, erlendi leikmaðurinn sem gerði fyrsta mark leiksins eftir aðeins 2 mínútu og átti mjög stóran þátt í sigri bikarmeistarana, er hún þá ekki bikarmeistari?   Ég hef líka tekið saman lista yfir leikmenn úr úrvalsdeildinni sem fæddar eru í Vestmannaeyjum. - Margrét Lára Viðarsdóttir- Besti leikmaður Íslands frá upphafi. Leikur með Val. - Fanndís Friðriksdóttir- Fluttist til Eyja 3 ára. landsliðskona. Leikur með Breiðabliki. - Elísa Viðarsdóttir- Landsliðskona. Leikur með Val. - Berglind Björg Þorvaldsdóttir- Landsliðskona. Leikur með Breiðablik. - Kristín Erna Sigurlásdóttir- Hefur leikið 188 leiki í meistaraflokki og gert í þeim 88 mörk. Leikur með Fylki.   Já, ég held að ÍBV þyrfti ekki að fá mikið af leikmönnum til sín ef við byggjum við þann lúxus að missa ekki frá okkur slíka leikmenn vegna náms, atvinnumennsku eða annara óviðráðanlegra aðstæðna.   Ég velti líka fyrir mér hver staða liða eins og Vals og Breiðabliks væri ef ekki væri fyrir þessa leikmenn sem fæddar eru í Eyjum.   Eftir þessi skrif stend ég stoltur úr sæti yfir því að vera hluti af ÍBV.   Með virðingu fyrir leiknum, Jón Ólafur Daníelsson framkvæmdarstjóri ÍBV, knattspyrnu kvenna.   Frétt frá Fótbolta.net.  
>> Eldri fréttir

Íþróttir >>

Opið bréf til allra knattspyrnuáhugamanna

Góðan dag kæra knattspyrnufólk. Í ljósi mjög neikvæðra skrifa í garð félaga sem þurfa að styrkja lið sín með útlendingum til að halda velli á meðal þeirra bestu langar mig að gefa ykkur gott fólk smá innsýn í starfsemi kvennaliðs ÍBV.   Ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki að skrifa í nafni ÍBV heldur algjörlega af minni eigin reynslu sem er afar mikil.   Það sem helst fær mig til að rita þetta bréf eru skrif sem ég hef séð á facebook í garð ÍBV vegna fjölda útlendinga í liðinu.   Ég ætla fyrst að tala um uppalda leikmenn. Eins og annars staðar hljóta sumir uppaldir leikmenn náð fyrir augum þjálfara en aðrir ekki. Það virðist stundum vera smá misskilningur meðal fólks þegar verið er að ræða þessa hluti að þótt lið samanstandi bara af íslendingum er ekki þar með sagt að þeir séu uppaldir, því fer fjarri því í flestum tilfellum er um aðsótta leikmenn frá öðrum félögum að ræða.   Í Vestmannaeyjum búa uþb 4.000 manns og því erfitt að halda úti öllum aldursflokkum í knattspyrnu en okkur hefur þó tekist það hingað til. Þegar kemur að meistaraflokki þá vandast málið því ljóst þykir að ekki getum við haldið úti úrvalsdeildarliði og ekki einu sinni 1.deildar liði byggðu eingöngu á heimamönnum. þeir sem stjórna hverju sinni hafa í raun um tvo kosti að velja.   Fyrri kosturinn er sá að leika eingöngu á uppöldum leikmönnum sem þýðir að liðið þyrfti að leika í næst efstu deild jafnvel í deildinni þar fyrir neðan. Þetta þýðir að bestu og metnaðarfyllstu leikmenn félagsins myndu leita á önnur mið því þessir leikmenn vilja leika á meðal þeirra bestu sem gefur þeim möguleika á landsliðssæti eða atvinnumennsku ásamt fleiru.   Að mínu mati þýðir þetta að metnaður félagsins dofnar og áhorfendum fækkar.   Hinn kosturinn er að styrkja liðið verulega og leika á meðal þeirra bestu. Með þessari ákvörðun þá áttu meiri möguleika á að halda heimamönnum og byggja síðan í kringum þá það sem til þarf.   Ókosturinn sem fylgir því að ætla byggja eingöngu á heimamönnum og eiga á hættu með að missa bestu leikmennina gerir sennilega það að verkum að það fólk sem stjórnar hverju sinni velur seinni kostinn og fær þá tækifæri til að vinna með bestu leikmönnunum sem eru uppaldir hverju sinni.   Það sem ÍBV stendur frammi fyrir er að styrkja þarf liðið um 5-8 leikmenn á hverju ári til að leika meðal þeirra bestu. ÍBV stendur líka frammi fyrir því að missa leikmenn í háskóla í Reykjavík og því þarf að fylla þeirra skarð. Eftir leiktímabilið 2015 missti ÍBV 4 uppalda leikmenn úr byrjunarliði sem er of stór biti að kyngja fyrir svona lítið byggðarlag og því ekki skrítið að ÍBV hafi þurft að bæta verulega við sig fyrir leiktímabilið 2016.   Hver er munurinn fyrir ÍBV að fá útlending eða íslending til lið við sig?   Að fá Íslending: Kostir þess að fá íslending eru í raun tveir þ.e leikmaðurinn talar okkar tungumál og við vitum nákvæmlega hvað leikmaðurinn getur. Ókosturinn við að fá íslending er sá að viðkomandi er í nánast öllum tilfellum í skóla sem þýðir að viðkomandi flytur til Eyja um miðjan mai og aftur frá Eyjum í byrjun ágúst sem þýðir að þjálfari ÍBV er að þjálfa viðkomandi leikmann í tvo og hálfan mánuð en í annan tíma þarf að koma viðkomandi leikmanni fyrir hjá öðru liði sem í flestum tilfellum eru andstæðingar okkar. Þá eru Íslendingar í flestum tilfellum dýrari kostur en útlendingar.   Að fá útlending: Kostir þess að fá útlending er að viðkomandi getur verið búsettur í Eyjum þann tíma sem ÍBV æskir og þjálfari ÍBV því með óheftan aðgang að leikmanninum.   Þeir útlendingar sem ÍBV hefur fengið í gegnum tíðina hafa nánast undantekningarlaust lagað sig vel að umhverfinu og líður vel í Eyjum. Útlendingar eru í flestum tilfellum ódýrari kostur en íslenskir leikmenn. Ókosturinn við að fá útlendinga er að viðkomandi talar ekki okkar tungumál og við erum aldrei 100% vissir um getu viðkomandi.   ÍBV hefur alltaf reynt að styrkja sig með því að bjóða íslenskum leikmönnum til Eyja en áhugi flestra liggur í því að leika á höfuðborgarsvæðinu.   Ef landsbyggðarlið eins og ÍBV, Þór/KA, Grindavík ofl myndu ekki leitast við að styrkja lið sín þá væri lítið varið í Íslandsmótið því það væri bara óopinbert Reykjavíkurmót.   Ég persónulega sé ekki hver munurinn er á því að fá aðfluttan Íslenskan leikmann eða aðfluttan erlendan leikmann. Öll eru þau með sama markmið þ.e að ná árangri í fótbolta. Hvort leikmaður tali íslensku eða ensku skiptir mig ekki neinu máli heldur skiptir mig og mitt félag öllu máli hversu heiðarleg persónan er og hvort viðkomandi sé tilbúin að berjast að eyjanna sið fyrir ÍBV.   Áfram að uppöldum leikmönnum. Í lok apríl, lékum við hjá ÍBV til úrslita í Lengjubikarkeppninni og fór leikurinn fram hér í Eyjum. Ég sat þá við hlið manns sem vinnur ötulega að framgangi íslenskrar knattspyrnu. Hann spurði mig hversu margar væru uppaldar í ÍBV. Ég tjáði honum það, en það voru þrír leikmenn fæddar í eyjum og tvær frá Rangárhverfi sem leikur undir merkjum ÍBV í yngri flokkum. Hann spurði mig þá um andstæðinga okkar og ég sagðist ekki vera viss heldur taldi ég að þar væri hámark ein fædd inní félagið en aðrar aðfengnar. Um varamannabekkinn tjáði ég honum að allir 7 varamenn ÍBV væru fæddar í Eyjum en af varamannabekk andstæðingana taldi ég að væru 4 af sjö varamönnum fæddar inní félagið. Þar sem við vorum að leika gegn einu af stærstu félögum á Íslandi tel ég þetta vel af sér vikið hvað okkar litla byggðarlag varðar og ekki gagnrýnivert.   Nú um síðustu helgi lékum við svo til úrslita í Borgunarbikarkeppninni. Þar mættu ég stoltur af okkar félagi þ.e að vera með í úrslialeik bæði kvenna og karlalið ÍBV.   Það sem ég sá svo ritað á facebook fékk mikið á mig. Þar er talað um að ÍBV samanstandi bara af útlendingum og félagið mikið gagnrýnt fyrir þessa stefnu. Ég hef farið vandlega yfir leikskýrslu leiksins. Mér sýnist að það sé engin fædd inní byrjunarlið félags andstæðinga okkar í kvennaleiknum.   Aftur á móti vorum við hjá ÍBV með fjóra leikmenn í okkar byrjunarliði fæddar í Vestmannaeyjum ásamt einni fæddri í Rangárhverfi og sex af sjö varamönnum fæddar hér í Eyjum. Varamannabekkur andstæðinga okkar sýnist mér innihalda 5 fæddar inní félagið af sjö. Á facebook var svo ritað eftir leik að um alíslenskan bikartitil sé að ræða. Ég spyr því, erlendi leikmaðurinn sem gerði fyrsta mark leiksins eftir aðeins 2 mínútu og átti mjög stóran þátt í sigri bikarmeistarana, er hún þá ekki bikarmeistari?   Ég hef líka tekið saman lista yfir leikmenn úr úrvalsdeildinni sem fæddar eru í Vestmannaeyjum. - Margrét Lára Viðarsdóttir- Besti leikmaður Íslands frá upphafi. Leikur með Val. - Fanndís Friðriksdóttir- Fluttist til Eyja 3 ára. landsliðskona. Leikur með Breiðabliki. - Elísa Viðarsdóttir- Landsliðskona. Leikur með Val. - Berglind Björg Þorvaldsdóttir- Landsliðskona. Leikur með Breiðablik. - Kristín Erna Sigurlásdóttir- Hefur leikið 188 leiki í meistaraflokki og gert í þeim 88 mörk. Leikur með Fylki.   Já, ég held að ÍBV þyrfti ekki að fá mikið af leikmönnum til sín ef við byggjum við þann lúxus að missa ekki frá okkur slíka leikmenn vegna náms, atvinnumennsku eða annara óviðráðanlegra aðstæðna.   Ég velti líka fyrir mér hver staða liða eins og Vals og Breiðabliks væri ef ekki væri fyrir þessa leikmenn sem fæddar eru í Eyjum.   Eftir þessi skrif stend ég stoltur úr sæti yfir því að vera hluti af ÍBV.   Með virðingu fyrir leiknum, Jón Ólafur Daníelsson framkvæmdarstjóri ÍBV, knattspyrnu kvenna.   Frétt frá Fótbolta.net.  

Mannlíf >>

SJÚKRAFLUGIÐ – LÍFÆÐ LANDSBYGGÐARINNAR

Á undanförnum árum hafa ótal greinar birst í dagblöðum, vefmiðlum og á samfélagsmiðlum þar sem staðhæft er að undirstaðan í sjúkraflutningum á Íslandi í lofti sé sinnt með þyrlum Landhelgisgæslunnar. En staðreyndin er ekki sú. Eftir að hafa lesið enn eina slíka grein fékk undirritaður þá hugmynd að afla gagna um hvernig staðið hefði verið að sjúkraflutningum í sjúkraflugi á síðasta ári. Þessi frétt birtist á dagskrain.is       Til að auð­veldara sé að átta sig á raunverulegri stöðu mála eru niðurstöður hér sýndar með myndrænum hætti. Sýnt er með hvaða aðilum var flutt og hvaðan flutt var. Samkvæmt gögnum frá Sjúkrahúsinu á Akureyri og Landhelgisgæslunni þá skiptust flutningarnir í fyrra með eftirfarandi hætti: Mýflug sinnti rúmlega 85% af sjúkraflutningunum með sínum flugvélum og Landhelgisgæslan tæpum 15% með sínum þyrlum. Á síðasta ári voru sjúkraflutningar um 755 talsins, þar af voru 645 með flugvélum Mýflugs en 110 einstaklingar voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar og þar af voru 25 sóttir á haf út.   Sjúkraflutningar í lofti frá Norð­austurkjördæmi voru 324 á síðasta ári með flugvélum Mýflugs og fjórir með þyrlum Landhelgisgæslunnar eða samtals 328. Þetta gerir að meðaltali tæplega einn sjúkraflutning á dag. Helmingurinn af sjúkraflutningunum með flugvélum Mýflugs er því af landsvæði sem afmarkast af Norðausturkjördæmi. Íbúafjöldi þess kjördæmis er rétt rúmlega 40 þúsund eða um 12-13% þjóðarinnar sem sýnir hvað við sem búum þar erum í raun háð sjúkrafluginu.   Í janúar sl. skrifuðu forsvarsmenn heilbrigðisstofnana á Norður- og Austurlandi grein sem birtist í Vikudegi undir heitinu Sjúkraflug og getur höfundur heilshugar tekið undir það sem þar kemur fram en í lokaorðum hennar segir:   ,,Af framansögðu er ljóst að sjúkraflug er mikilvægur öryggisþáttur í heilbrigðisþjónustu landsbyggðar og þá sérstaklega íbúa á Norður- og Austurlandi. Í mörgum tilfellum getur sá tími sem fer í að flytja sjúklinga í viðeigandi meðferðarúrræði skipt sköpum. Íbúar á landsbyggðinni búa nú þegar við aðstæður sem eru í sumum tilfellum síðri en íbúar höfuðborgarsvæðisins hvað þetta varðar. Stjórnvaldsákvarðanir sem enn auka á þetta misræmi eru ekki ásættanlegar“.   Eftir dóm Hæstaréttar í síðustu viku í málefnum neyðarbrautarinnar þá hlýtur flestum að vera ljóst að nú þarf að koma til kasta löggjafarvaldsins, Alþingis. Alþingismenn boltinn er hjá ykkur. Það er kominn tími á sóknarbolta, sýnið dug og þor og komið boltanum í netið.  

Greinar >>

Háplöntum fækkar og ný smádýr finnast í Surtsey

Árlegur leiðangur vísindamanna í Surtsey leiddi í ljós færri háplöntutegundir en undanfarin ár en hins vegar uppgötvuðust nýjar tegundir smádýra. Varpárangur máfa var með besta móti.   Árlegur leiðangur til líffræðirannsókna á Surtsey var farinn á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands dagana 18.–22. júlí. Áhersla var lögð á að framfylgja hefðbundnum rútínuverkum við vöktun á stöðu og framvindu lífríkisins. Einnig var markmiðið að losa eyna við ýmsa óæskilega aðskotahluti sem rekið hafði á fjörur í gegnum tíðina og fjarlægja restar af byggingarefni sem til féll við lagfæringar á Pálsbæ, húsi Surtseyjarfélagsins, síðastliðið haust. Leiðangurinn var skipulagður í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands og Surtseyjarfélagið að fengnu dvalarleyfi á eynni frá Umhverfisstofnun.   Tíðarfarið þetta sumar hafði verið einstaklega gott og var því fróðlegt að sjá hverju fram vatt á eynni. Hins vegar var veðrið óhagstætt til margra verka meðan á leiðangrinum stóð. Mikið hafði mætt á eynni í veðrahami undanfarins veturs og voru ummerki þess augljós á tanganum. Sjór hafði gengið yfir hann með látum, grjótgarðurinn rofnað á tanganum vestanverðum og sjór gengið inn á tangaflötina, sökkt var í sand leiru sem þar var og myndað nýja rofbakka. Austan megin hafði grjótgarðurinn breikkað mjög og færst langt inn á flötina. Mikill er máttur náttúruaflanna sem á eynni mæða.   Gróður   Háplöntutegundum sem fundust á lífi hafði fækkað um fjórar frá síðasta ári. Gleym-mér-ei, beringspuntur, maríustakkur, lækjagrýta og heiðadúnurt skiluðu sér ekki að þessu sinni, en friggjargras hins vegar en það finnst af og til, ekki á hverju ári. Alls fannst 61 tegund háplantna á lífi að þessu sinni en 65 í fyrra. Frá upphafi hafa alls fundist 73 tegundir háplantna á Surtsey. Nokkrar ætihvannir hafa vaxið á afviknum stað á undanförnum árum. Tvær hvannir fundust nú á nýjum stað í rofbakka á tanganum. Þar var annar gróður einnig í miklum blóma, eins og hrímblaðka og fjörukál, eftir að sjór hafði flætt þar yfir síðastliðinn vetur.   Gróska í máfabyggðinni var með fádæmum þrátt fyrir þurrviðrasama tíð framan af sumrinu, en hlýindi höfðu verið einstök og áburðargjöf mikil frá máfavarpi í miklum blóma. Þurrt tíðarfarið mátti greina á því að haugarfi var ekki eins öflugur og verða vill í úrkomusamri tíð, en grasvöxtur var með fádæmum. Þrátt fyrir þurrkana hafði gróður haldið velli á þurrum klöppunum ofan við hraunbjörgin. Undanfarin ár hefur melablóm aukist mjög á sandorpnum hraunum en nú mátti merkja bakslag í þeirri þróun.   Úttekt var gerð á föstum mælireitum, gróðurþekja mæld og tíðni tegunda skráð. Frekari úrvinnsla mæligagna fer fram síðar. Dýralíf   Árangur varps stóru máfanna var með albesta móti. Ekki einvörðungu mátti greina fjölgun varppara hjá öllum stóru máfunum þrem, svartbaki, sílamáfi og silfurmáfi, heldur var afkoma unga þeirra betri en nokkru sinni. Þeir voru hvarvetna, jafnt fleygir sem ófleygir, og ungadauði hafði verið lítill. Fæðuframboð í hafinu hefur því verið gott. Svartbakur hafði eflst hvað mest og hafði hrakið sílamáfana til landnáms á nýjum lendum og þannig verið lagður grunnur að aukinni gróðurframvindu á minna grónu landi. Fjölgunar svartbaka gætti einnig á tanganum. Þar hafa að jafnaði orpið um þrjú pör en nú allt að 30 pör. Hins vegar sáust engin ummerki þess að ritur hefðu mætt til varps á þessu vori. Engir lundar sáust heldur á hefðbundnum varpstað þeirra. Fýlar og teistur voru með hefðbundnu móti en fýlarnir höfðu augljóslega þurft að greiða krumma sinn toll. Hrafnspar eyjarinnar hafði nefnilega orpið að vanda og komið upp tveim ungum. Snjótittlingar voru samir við sig, nokkur pör með fleyga unga, þúfutittlingspar á óðali í máfavarpinu og tvær maríuerlur sáust, ein fullorðin og einn ungfugl en óvíst hvort maríuerlan hafi orpið að þessu sinni. Ef til vill voru þær aðkomnar eins og ungur steindepill sem sást á tanganum. Í fyrra fannst æðarkolla með nýklakta unga, nú sást æðarpar á sjónum. Annars var erfitt að meta varp fugla og árangur að þessu sinni. Snemma voraði í ár og leiðangurinn var farinn í seinna lagi.   Ástand smádýralífs var erfitt að meta vegna ríkjandi veðurs á rannsóknatíma, vinda og regns. Smádýrin létu löngum sem minnst á sér kræla. Árangur söfnunar með háfum var því mun lélegri en oftast áður. Þarf því að treysta á að fallgildrur í gróðurmælireitum og tjaldgildra í máfavarpi gefi betri upplýsingar þegar tími gefst til að vinna úr afla þeirra. Þrátt fyrir óhagstætt veðrið uppgötvuðust fjórar bjöllutegundir sem ekki höfðu áður fundist á eynni. Var það afar óvenjulegt því sjaldgæft er að nýjar bjöllur skjóti upp kolli. Þær voru fjallasmiður (Patrobus septentrionis), steinvarta (Byrrhus fasciatus) og tvær tegundir jötunuxa sem þarf að staðfesta betur, báðar fágætar og önnur svo að líkast til er hún auk þess ný fyrir Ísland. Ef rétt reynist teldust tíðindin stór í þessum fræðum. Athygli vakti að kálmölur (Plutella xylostella) var áberandi á flögri og mikið var af lirfum hans á fjörukáli og melablómi, jafnvel svo að ummerki sæjust. Annars er kálmölur útlensk tegund en algengur flækingur. Stundum nær hann að fjölga sér hér á landi á plöntum krossblómaættar sem eru ættingjar kálplantna.   Leiðangursfólk   Fræðimenn frá Náttúrufræðistofnun Íslands að þessu sinni voru Borgþór Magnússon (leiðangursstjóri), Erling Ólafsson, Matthías S. Alfreðsson og Pawel Wasowicz. Frá Landbúnaðarháskóla Íslands voru Bjarni Diðrik Sigurðsson og Hafdís Hanna Ægisdóttir (sjálfboðaliði í hreinsunarátaki). Håkan Wallander frá Háskólanum í Lundi og Alf Ekblad frá Háskólanum í Örebro (rannsökuðu ákveðna þætti jarðvegsmyndunar). Þórdís Vilhelmína Bragadóttir, fulltrúi Umhverfisstofnunar. Vilhjálmur Þorvaldsson og Jón Bjarni Friðriksson frá Veðurstofu Íslands, mættu í lok tímans til að viðhalda sjálfvirku veðurstöðinni.   Náttúrfræðistofnun Íslands greindi frá.