Ungur drengur stakk sig á sprautunál

Á föstudaginn var Nói Bjarnason sjö ára í óvissuferð með bekknum sínum. Ferðin gekk vel en þegar Nói kom á frístund eftir skóla tók hann upp sprautu sem hann fann í göngunni Kom í ljós að hann hafði stungið sig á nálinni. Fjölskyldu Nóa var eðlilega brugðið og setti móðir Nóa, Tinna Tómasdóttir status á Facebook sem byrjaði svona:   Til þín sem hentir notaðri sprautunál á götuna: Ég veit ekkert í hvaða ástandi þú ert eða hverju þú ert að sprauta í þig og í raun er mér skítsama. En mér er ekki skítsama að þú skulir henda notaðri og mögulega sýktri nál á götuna! Ekki vera fífl! Ekki vera fáviti! Þegar þú hefur sprautað þig, fargaðu þá nálinni á viðeigandi hátt og komdu í veg fyrir að saklaus börn eins og sjö ára sonur minn stingi sig á nálinni!   ,Ég fékk hringingu um miðjan dag á föstudag þar sem starfsmaður frístundaversins tilkynnir mér að sonur minn hafi fundið sprautu í gönguferð í skólanum og stungið sig á henni. Mér var eðlilega mjög brugðið og það fóru strax milljón hugsanir í gang í hausnum á mér,“ sagði Tinna í samtali við Eyjafréttir. „Ég brunaði með hann strax upp á sjúkrahús þar sem frábær læknir tók á móti okkur. Þar var tekin blóðprufa þar sem gildin eins og þau eru í dag voru tekin og hann fékk mótefni gegn lifrabólgu b. Líkurnar á lifrabólgu c, lifrarbólgu b eða HIV eru litlar en þær eru fyrir hendi. Við munum hins vegar ekki fá að vita það með vissu fyrr en eftir sex mánuði hvort allt sé í lagi. Læknirinn setti sig strax í samband við smitsjúkdómalækni barna og annan smitsjúkdómalækni og ráðfærði sig einnig við Hjalta Kristjánsson heimilislækni á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Nú bíðum við bara eftir niðurstöðunni.” Líklegast sterasprautaTinna fór með sprautuna til lögreglunnar sem er nokkuð viss um að þetta sé sterasprauta. „Þannig að mér létti aðeins en maður veit aldrei hvort sá sem sprautar sterum í sig sé með smitsjúkdóm. Það er nauðsynlegt að fólk sem notar sprautur hafi vit á því að farga þeim á réttan hátt. Þess vegna skrifaði ég í rauninni þennan status á Facebook.” Tinna segist hafa velt því fyrir sér hvort hún ætti að segja frá þessu en hugsaði svo með sér að með því gæti hún forðað öðru barni frá því að lenda í þessu. ,,Við þurfum að ræða þetta við börnin okkar og fræða þau um hvað þetta getur verið hættulegt. Segja þeim að ef þau rekast á sprautur að láta þær algerlega eiga sig og segja fullorðnum frá svo að hægt sé að farga þessu á réttan hátt án þess að skaði hljótist af. Þó svo að við búum í Vestmannaeyjum þá getur þetta alveg eins gerst hér eins og annars staðar.” Tinna veltir því fyrir sér hvort að það þurfi kannski að byrja með forvarnarstarf fyrir börn fyrr heldur en gert er í dag. ,,Þegar ég var krakki byrjuðu forvarnir í 7. bekk. Það er bara alltof seint. Það á að fara í alla bekki grunnskólans og fræða börnin um hættuna. Auðvitað er spennandi fyrir svona ung börn að finna sprautu úti, en þau gera sér ekki grein fyrir því hversu hættulegt það getur verið. Þetta atvik ýtir kannski aðeins við okkur og verður okkur víti til varnaðar. Það er aldrei of varlega farið.”  

Ungur drengur stakk sig á sprautunál

Á föstudaginn var Nói Bjarnason sjö ára í óvissuferð með bekknum sínum. Ferðin gekk vel en þegar Nói kom á frístund eftir skóla tók hann upp sprautu sem hann fann í göngunni Kom í ljós að hann hafði stungið sig á nálinni. Fjölskyldu Nóa var eðlilega brugðið og setti móðir Nóa, Tinna Tómasdóttir status á Facebook sem byrjaði svona:   Til þín sem hentir notaðri sprautunál á götuna: Ég veit ekkert í hvaða ástandi þú ert eða hverju þú ert að sprauta í þig og í raun er mér skítsama. En mér er ekki skítsama að þú skulir henda notaðri og mögulega sýktri nál á götuna! Ekki vera fífl! Ekki vera fáviti! Þegar þú hefur sprautað þig, fargaðu þá nálinni á viðeigandi hátt og komdu í veg fyrir að saklaus börn eins og sjö ára sonur minn stingi sig á nálinni!   ,Ég fékk hringingu um miðjan dag á föstudag þar sem starfsmaður frístundaversins tilkynnir mér að sonur minn hafi fundið sprautu í gönguferð í skólanum og stungið sig á henni. Mér var eðlilega mjög brugðið og það fóru strax milljón hugsanir í gang í hausnum á mér,“ sagði Tinna í samtali við Eyjafréttir. „Ég brunaði með hann strax upp á sjúkrahús þar sem frábær læknir tók á móti okkur. Þar var tekin blóðprufa þar sem gildin eins og þau eru í dag voru tekin og hann fékk mótefni gegn lifrabólgu b. Líkurnar á lifrabólgu c, lifrarbólgu b eða HIV eru litlar en þær eru fyrir hendi. Við munum hins vegar ekki fá að vita það með vissu fyrr en eftir sex mánuði hvort allt sé í lagi. Læknirinn setti sig strax í samband við smitsjúkdómalækni barna og annan smitsjúkdómalækni og ráðfærði sig einnig við Hjalta Kristjánsson heimilislækni á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Nú bíðum við bara eftir niðurstöðunni.” Líklegast sterasprautaTinna fór með sprautuna til lögreglunnar sem er nokkuð viss um að þetta sé sterasprauta. „Þannig að mér létti aðeins en maður veit aldrei hvort sá sem sprautar sterum í sig sé með smitsjúkdóm. Það er nauðsynlegt að fólk sem notar sprautur hafi vit á því að farga þeim á réttan hátt. Þess vegna skrifaði ég í rauninni þennan status á Facebook.” Tinna segist hafa velt því fyrir sér hvort hún ætti að segja frá þessu en hugsaði svo með sér að með því gæti hún forðað öðru barni frá því að lenda í þessu. ,,Við þurfum að ræða þetta við börnin okkar og fræða þau um hvað þetta getur verið hættulegt. Segja þeim að ef þau rekast á sprautur að láta þær algerlega eiga sig og segja fullorðnum frá svo að hægt sé að farga þessu á réttan hátt án þess að skaði hljótist af. Þó svo að við búum í Vestmannaeyjum þá getur þetta alveg eins gerst hér eins og annars staðar.” Tinna veltir því fyrir sér hvort að það þurfi kannski að byrja með forvarnarstarf fyrir börn fyrr heldur en gert er í dag. ,,Þegar ég var krakki byrjuðu forvarnir í 7. bekk. Það er bara alltof seint. Það á að fara í alla bekki grunnskólans og fræða börnin um hættuna. Auðvitað er spennandi fyrir svona ung börn að finna sprautu úti, en þau gera sér ekki grein fyrir því hversu hættulegt það getur verið. Þetta atvik ýtir kannski aðeins við okkur og verður okkur víti til varnaðar. Það er aldrei of varlega farið.”  

Ísfélagshúsið illa farið og verður rifið - Vilja halda boganum

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs var rætt um áætlanir eigenda Strandvegs 26, Ísfélagshússins að rífa húsið. Eigandi er Ísfélag Vestmannaeyja. Kom fram á fundinum að Vestmannaeyjabær hefur rætt við stjórnendur fyrirtækisins um hvort mögulegt sé að halda hluta af húsinu enda gegni það mikilvægu hlutverki í ásýnd miðbæjarins. Eigendur telja að húsið sé of illa farið til slíkt sé raunhæfur kostur.   Skipulagsfulltrúi fór yfir ákvæði byggingareits í deiliskipulagi, þar sem grunnhugmyndin er að viðhalda að mestu leyti núverandi útlínum byggingarinnar en nýta innsvæðið undir bílastæði. Ráðið taldi brýnt að byggingareiturinn verði nýttur sem allra fyrst og hvetur til þess að leitað verði eftir samstarfi við áhugasama aðila um að fara í sameiginlega þróun fasteignar á reitnum sem verður til þegar húsið víkur. Í því samhengi beri að skoða sérstaklega hvort að hluti af byggingareitnum geti nýst undir íbúðir sem nú er stefnt að því að byggja fyrir fatlaða og ráð er gert fyrir í fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár.   Ráðið beindi því til þeirra sem um málið koma til með að fjalla að áhersla verði lögð á að viðhalda þeim kennileitum sem hvað mest eru áberandi á byggingareitnum. Er þá sérstaklega vísað til bogans sem snýr að Strandvegi, auk þess sem leitast verði við að húsið nýtist til að efla enn frekar þann sterka miðbæ sem byggður hefur verið upp á undanförnum árum.    
>> Eldri fréttir

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Reyna eins og hægt er að hafa öryggið í fyrirrúmi

Tvær ungar konur slösuðust og önnur alvarlega í bátsferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Ribsafari í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 11. maí sl. Konurnar voru hér í starfsmannaferð á vegum Bláa lónsins þar sem bátsferð með Ribsafari var einn dagskrárliður ferðarinnar. Tæplega 100 manns voru í ferðinni og var farið út á öllum bátum fyrirtækisins. Í einni bátsferðinni kom högg á bátinn sem varð til þess að tvær ungar stúlkur slösuðust. Voru stúlkurnar í kjölfarið fluttar á Heilbrigðistofnun Suðurlands í eftirlit. Í fyrstu leit út fyrir að þær hefðu einungis tognað í baki og vor útskrifaðar af Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Seinna kom í ljós að stúlkurnar hefðu orðið fyrir alvarlegum meiðslum og hryggbrotnað. Gekkst önnur þeirra undir aðgerð á Landspítalnum. Í kjölfarið var málið tilkynnt til lögreglu. Málið er litið mjög alvarlegum augum hjá Ribsafari ehf. sem harma að atburður líkt og þessi hafi gerst. „Áður en farið er í allar ferðir eru aðstæður metnar út frá veðri og ölduhæð. Þennan ákveðna dag höfðum við farið fjölda ferða,“ sagði Aníta Óðinsdóttir talsmaður Ribsafari ehf., þegar Eyjafréttir náðu tali af henni um málið. „Rib safari hefur um árabil boðið upp á skemmtiferðir umhverfis Eyjarnar og fara mörg þúsund manns í ferðir á vegum Ribsafari ehf. á ári hverju. Fyrir liggur að málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu og ef í ljós kemur að öryggisferlum Ribsafari ehf. er ábótavant mun félagið gera viðeigandi ráðstafanir til að forða frekara tjóni,” segir Aníta að lokum. Rannsókn málsins stendur yfir Að sögn Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra var slysið tilkynnt til lögreglu af starfsmönnum Ribsafari, það skráð og rannsókn hafin á því. ,,Við rannsókn þessara mála er upplýsinga aflað um hvað gerðist, af hverju, hvar, hverja það varðaði og hvaða afleiðingar það hafði. Skýrslur eru teknar af skipstjóra, tjónþola, helstu vitnum og upplýsinga aflað um veður og sjólag. Það fer ávallt eftir atvikum í hverju máli fyrir sig hversu ítarleg rannsókn fer fram, en í alvarlegr slysum er rannsóknin ítarlegri. Málið var tilkynnt til okkar mánudaginn 17. maí sl. og stendur rannsókn á því nú yfir og verið er að afla gagna. Þegar rannsókninni er lokið fær rannsóknarnefnd samgönguslysa afrit af gögnum málsins,” sagði Páley  

Hreyfiseðlar verða hluti af al­mennri heil­brigðisþjón­ustu

Í dag voru und­ir­ritaðir samn­ing­ar um inn­leiðingu hreyfiseðla í sam­ræmi við ákvörðun heil­brigðis­yf­ir­valda um að gera hreyfiseðla hluta af al­mennri heil­brigðisþjón­ustu. Sam­kvæmt til­kynn­ingu er til­rauna­verk­efni um notk­un hreyfiseðla lokið og nú tek­ur við áætl­un um end­an­lega inn­leiðingu þessa meðferðarforms hjá heil­brigðis­stofn­un­um um allt land.   Notk­un hreyfiseðla felst í því að lækn­ar geta á form­leg­an hátt vísað sjúk­ling­um á hreyf­ingu telji þeir að reglu­bund­in og skipu­lögð hreyf­ing geti gagn­ast þeim sem hluti af meðferð. Þegar mat lækn­is ligg­ur fyr­ir tek­ur svo­kallaður hreyf­i­stjóri við sem út­býr í sam­ráði við sjúk­ling­inn áætl­un um hvers kon­ar hreyf­ingu hann eigi að stunda, hve oft, hve lengi í einu og af hve mik­illi ákefð. Áætl­un­in tek­ur mið af áhrif­um hreyf­ing­ar á þau vanda­mál sem sjúk­ling­ur­inn á við að etja. Sam­kvæmt til­kynn­ingu er það áskilið er að hreyf­i­stjór­arn­ir séu menntaðir sjúkraþjálf­ar­ar með að minnsta kosti þriggja ára starfs­reynslu.   Inn­leiðing hreyfiseðla á Íslandi bygg­ist á sænskri fyr­ir­mynd en þetta meðferðarform hef­ur náð mik­illi út­breiðslu þar og víðar um lönd á und­an­förn­um árum og þykir ár­ang­urs­rík.   Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að við und­ir­rit­un samn­ing­anna í dag sagðist Kristján Þór Júlí­us­son heil­brigðisráðherra vera viss um að hreyfiseðlarn­ir eigi eft­ir að bæta líf margra og jafn­framt hvetja fólk og styrkja til þess að taka aukna ábyrgð á heilsu sinni: „Hreyf­ing er öll­um holl og get­ur hvoru tveggja nýst sem meðferð og for­vörn við þeim marg­vís­legu lífs­stíls­sjúk­dóm­um sem herja á okk­ur í nú­tíma­sam­fé­lag­inu. Hjarta- og æðasjúk­dóm­ar, lungna­sjúk­dóm­ar, stoðkerf­is­sjúk­dóm­ar, syk­ur­sýki, offita, kvíði, þung­lyndi og streita. Allt eru þetta sjúk­dóm­ar sem valda mikl­um skaða, skerða lífs­gæði fólks og leiða marga til dauða. Allt sem við get­um gert til að sporna við þess­um sjúk­dóm­um fel­ur í sér ávinn­ing, fyr­ir ein­stak­ling­ana sem í hlut eiga og fyr­ir sam­fé­lagið í heild.“  

Greinar >>

Dugnaðarforkar og freyjur í Eyjum

Á dögunum kom ég í sérlega ánægjulega heimsókn til Vestmannaeyja. Mér hefur alla tíð fundist dugnaður og framtakssemi einkennandi fyrir Eyjamenn og er óhætt að segja að þessi heimsókn hafi sýnt það og sannað. Sú framtakssemi birtist ljóslifandi í heimsókn okkar til Gríms Kokks. Það var ekki annað hægt en að hrífast af þeirri ástríðu sem einkennir allt þeirra starf. Við borðuðum bestu löngu í heimi hjá Sigga á Gott og áttum sérlega skemmtilegt skátaspjall við Frosta. Þegar ég komst að því að þeir væru allir bræður mátti ég til með að spyrja Gísla föður þeirra í einlægni hvert leyndarmálið væri. Þá sagði hann mér af systur þeirra, en hún og hennar sonur stæðu að baki Slippnum og Mat og Drykk, en á báðum veitingastöðum höfum við notið sérlega góðs matar. Já Binni í Gröf má vera stoltur af sínum afkomendum.   Við heimsóttum Vinnslustöðina, en þar standa nú yfir miklar framkvæmdir. Auður tók á móti okkur hjá eldri borgurum á Hraunbúðum. Þar hittum við sérlega hressa Eyjapeyja og meyjar. Áttum m.a. ánægjulegt spjall við Möggu Karls, móður mesta sundkappa þjóðarinnar og við Sillu, en hún og systur hennar á aldrinum 91–95 voru allar búnar að ákveða að kjósa konu og tóku mér opnum örmum. Á rölti um bæinn kíktum við svo í verslanir og var vel tekið. Linda hjá Smart tískuverslun kannaðist í fyrstu ekki við forsetaframbjóðandann en eftir fjörugar umræður gerðist hún stuðningskona og skyrtan sem stóð til að kaupa varð framlag hennar til framboðsins og kann ég henni bestu þakkir fyrir.   Kvenkrafturinn var allsráðandi við lok ferðar þegar kvennalið ÍBV tók á móti kvennaliði Blika þar sem tekist var á um Lengjubikarinn. Bikarinn varð eftir í Eyjum að þessu sinni en bæði liðin sýndu snilldartakta og ég, Blikinn sjálfur, stóð mig að því að taka undir þegar lag Eyjamanna glumdi, svo skemmtilegt er það.   Ég býð mig fram til embættis forseta Íslands til að gera gagn og láta gott af mér leiða og vil vera duglegur fyrirliði heiðarleika, réttlætis, virðingar og jafnréttis. Ég fann fyrir miklum innblæstri þessa góðu daga í Eyjum og þakka Eyjamönnum einstaklega hlýjar og hressandi móttökur.