Eins marks tap gegn Aftureldingu

Afturelding sótti tvö stig út í Eyjar í kvöld í 12. umferð Olís-deildar karla í handbolta en Mosfellingar unnu þá eins marks endurkomusigur á Íslandsmeisturum ÍBV, 24-23.  Afturelding tryggði sér sigurinn með því að vinna endakafla leiksins 11-6 eftir að hafa lent fjórum mörkum undir í byrjun seinni hálfleiks.  Heimamenn voru betri nánast allan leikinn en Mosfellingar náðu með ótrúlegum kafla í síðari hálfleik að innbyrða stigin.  Fyrir leikinn var ljóst að Pétur Júníusson myndi ekki taka þátt hjá Aftureldingu en að sama skapi var ljóst að Sindri Haraldsson myndi taka einhvern þátt í leiknum. Sindri hefur verið að glíma við slæm meiðsli en hann stóð sig gríðarlega vel þann tíma sem hann var inni á vellinum. Fjarvera Péturs hafði slæm áhrif á lið Aftureldingar í upphafi leiks en undir lokin var búið að kippa því í lag.   Bæði lið ætluðu að keyra upp tempóið í leiknum og beittu hröðum sóknum. Sindri Haraldsson var geymdur á bekk Eyjamanna stóran hluta fyrri hálfleiks en hann er augljóslega ekki orðinn heill heilsu.  Í upphafi leiks komu mörk Aftureldingar úr öllum áttum en þeim tókst oftar en ekki að finna besta mögulega færið. Vel gekk einnig hjá Eyjamönnum að búa sér til færi en þeir fengu óteljandi sénsa innan við punktalínu.   Í fyrri hálfleik var jafnt á öllum tölum en það var augljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt fyrir sigur í þessum leik. Kolbeinn Aron Arnarson átti góðan leik í marki Eyjamanna en markvarslan í síðasta leik Eyjamanna var hræðileg. Kolbeinn varði 17 skot í leiknum og þar af eitt vítakast.  Davíð Svansson náði sér ekki á strik í marki gestanna en vörn Aftureldingar framan af var alls ekki góð. Hann varði þó 13 skot og tók mjög mikilvæga bolta undir lokin. Eyjamenn byrjuðu síðari hálfleik mjög vel en þá hafði myndast gríðarleg stemning í húsinu sem átti eftir að haldast allt til leiksloka. Hvítu Riddararnir léku á alls oddi á áhorfendabekkjunum.   Gestunum tókst að saxa jafnt og þétt á forskotið og jöfnuðu leikinn þegar tíu mínútur voru eftir. Þá byrjaði vörn Aftureldingar að minna á sig og fækkaði færum Eyjamanna gríðarlega. Þegar tvær mínútur voru eftir komust gestirnir tveimur mörkum yfir í annað skiptið í leiknum. Það var of mikið fyrir Eyjamenn sem nýttu ekki sénsana sína undir lokin og því fór sem fór.     Gunnar Magnússon: Eigum að vinna með svona markvörslu  „Hrikalega svekkjandi, við köstuðum þessu frá okkur. Við höfðum frumkvæðið nánast allan leikinn og erum algjörir klaufar í lokin,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, en hann var augljóslega svekktur eftir sárt tap gegn nýliðum Aftureldingar í kvöld.  „Við fáum dæmda á okkur ódýra tæknifeila á síðustu tíu mínútunum og svo fáum við hrikalega ódýrar tvær mínútur þegar við erum að vinna boltann. Við fáum síðan tvo sénsa til að jafna og auðvitað hefðum við viljað fá betra færi í lokin og nýta þetta betur.“  „Kolli var mjög flottur, þetta er annar leikurinn af seinustu þremur þar sem hann hefur verið frábær. Við eigum að vinna með svona markvörslu, heilt yfir verð ég bara að segja að við spiluðum vel. Við erum bara algjörir klaufar að vinna þetta ekki,“ sagði Gunnar en Eyjamenn sýndu mikið af góðum köflum í leiknum.   Eyjamenn hafa því tapað þremur leikjum í röð gegn FH, ÍR og Aftureldingu. „Það verður ekkert mál að undirbúa menn, við munum berjast áfram og læra af þessu og komum sterkari til baka.“     Einar Andri: Stórt hjarta í liðinu  „Ég er rosalega sáttur við sigurinn og sérstaklega í ljósi þess að við vorum í miklum erfiðleikum stóran hluta leiksins og fannst við ekki ná okkur almennilega á strik fyrr en síðustu fimmtán mínúturnar,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar, eftir góðan sigur á erfiðum útivelli.  „Það var stórt hjarta í liðinu sem að kláraði þetta í lokin. Við vorum eiginlega búnir að missa þetta frá okkur í byrjun seinni hálfleiks og við náum einhvern veginn að klóra okkur inn í hann og klára þetta með einhverri hörku.“  Þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum voru Eyjamenn 19-16 yfir og staðan ekki björt fyrir gestina.  „Það var erfitt að átta sig á því, við vorum ekki líklegir. Mig minnir að Örn Ingi hafi komist inn í sendingu þegar þeir voru einum fleiri og upp úr því fáum við hraðaupphlaup, mér fannst það snúa leiknum.“  „Við erum að bara að safna stigum, við erum nýliðar og viljum ekki þenja okkur upp of mikið. Það eru fjórir leikir eftir fram að áramótum og ef við höldum vel á spöðunum og skilum inn nokkrum stigum getum við farið að leyfa okkur að hugsa um efri hlutann,“ sagði Einar Andri en hann virkaði virkilega hógvær og vildi helst ekki byggja upp of miklar væntingar.   visir,is Guðmundur Tómas Sigfússon    

Eins marks tap gegn Aftureldingu

Afturelding sótti tvö stig út í Eyjar í kvöld í 12. umferð Olís-deildar karla í handbolta en Mosfellingar unnu þá eins marks endurkomusigur á Íslandsmeisturum ÍBV, 24-23.  Afturelding tryggði sér sigurinn með því að vinna endakafla leiksins 11-6 eftir að hafa lent fjórum mörkum undir í byrjun seinni hálfleiks.  Heimamenn voru betri nánast allan leikinn en Mosfellingar náðu með ótrúlegum kafla í síðari hálfleik að innbyrða stigin.  Fyrir leikinn var ljóst að Pétur Júníusson myndi ekki taka þátt hjá Aftureldingu en að sama skapi var ljóst að Sindri Haraldsson myndi taka einhvern þátt í leiknum. Sindri hefur verið að glíma við slæm meiðsli en hann stóð sig gríðarlega vel þann tíma sem hann var inni á vellinum. Fjarvera Péturs hafði slæm áhrif á lið Aftureldingar í upphafi leiks en undir lokin var búið að kippa því í lag.   Bæði lið ætluðu að keyra upp tempóið í leiknum og beittu hröðum sóknum. Sindri Haraldsson var geymdur á bekk Eyjamanna stóran hluta fyrri hálfleiks en hann er augljóslega ekki orðinn heill heilsu.  Í upphafi leiks komu mörk Aftureldingar úr öllum áttum en þeim tókst oftar en ekki að finna besta mögulega færið. Vel gekk einnig hjá Eyjamönnum að búa sér til færi en þeir fengu óteljandi sénsa innan við punktalínu.   Í fyrri hálfleik var jafnt á öllum tölum en það var augljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt fyrir sigur í þessum leik. Kolbeinn Aron Arnarson átti góðan leik í marki Eyjamanna en markvarslan í síðasta leik Eyjamanna var hræðileg. Kolbeinn varði 17 skot í leiknum og þar af eitt vítakast.  Davíð Svansson náði sér ekki á strik í marki gestanna en vörn Aftureldingar framan af var alls ekki góð. Hann varði þó 13 skot og tók mjög mikilvæga bolta undir lokin. Eyjamenn byrjuðu síðari hálfleik mjög vel en þá hafði myndast gríðarleg stemning í húsinu sem átti eftir að haldast allt til leiksloka. Hvítu Riddararnir léku á alls oddi á áhorfendabekkjunum.   Gestunum tókst að saxa jafnt og þétt á forskotið og jöfnuðu leikinn þegar tíu mínútur voru eftir. Þá byrjaði vörn Aftureldingar að minna á sig og fækkaði færum Eyjamanna gríðarlega. Þegar tvær mínútur voru eftir komust gestirnir tveimur mörkum yfir í annað skiptið í leiknum. Það var of mikið fyrir Eyjamenn sem nýttu ekki sénsana sína undir lokin og því fór sem fór.     Gunnar Magnússon: Eigum að vinna með svona markvörslu  „Hrikalega svekkjandi, við köstuðum þessu frá okkur. Við höfðum frumkvæðið nánast allan leikinn og erum algjörir klaufar í lokin,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, en hann var augljóslega svekktur eftir sárt tap gegn nýliðum Aftureldingar í kvöld.  „Við fáum dæmda á okkur ódýra tæknifeila á síðustu tíu mínútunum og svo fáum við hrikalega ódýrar tvær mínútur þegar við erum að vinna boltann. Við fáum síðan tvo sénsa til að jafna og auðvitað hefðum við viljað fá betra færi í lokin og nýta þetta betur.“  „Kolli var mjög flottur, þetta er annar leikurinn af seinustu þremur þar sem hann hefur verið frábær. Við eigum að vinna með svona markvörslu, heilt yfir verð ég bara að segja að við spiluðum vel. Við erum bara algjörir klaufar að vinna þetta ekki,“ sagði Gunnar en Eyjamenn sýndu mikið af góðum köflum í leiknum.   Eyjamenn hafa því tapað þremur leikjum í röð gegn FH, ÍR og Aftureldingu. „Það verður ekkert mál að undirbúa menn, við munum berjast áfram og læra af þessu og komum sterkari til baka.“     Einar Andri: Stórt hjarta í liðinu  „Ég er rosalega sáttur við sigurinn og sérstaklega í ljósi þess að við vorum í miklum erfiðleikum stóran hluta leiksins og fannst við ekki ná okkur almennilega á strik fyrr en síðustu fimmtán mínúturnar,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar, eftir góðan sigur á erfiðum útivelli.  „Það var stórt hjarta í liðinu sem að kláraði þetta í lokin. Við vorum eiginlega búnir að missa þetta frá okkur í byrjun seinni hálfleiks og við náum einhvern veginn að klóra okkur inn í hann og klára þetta með einhverri hörku.“  Þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum voru Eyjamenn 19-16 yfir og staðan ekki björt fyrir gestina.  „Það var erfitt að átta sig á því, við vorum ekki líklegir. Mig minnir að Örn Ingi hafi komist inn í sendingu þegar þeir voru einum fleiri og upp úr því fáum við hraðaupphlaup, mér fannst það snúa leiknum.“  „Við erum að bara að safna stigum, við erum nýliðar og viljum ekki þenja okkur upp of mikið. Það eru fjórir leikir eftir fram að áramótum og ef við höldum vel á spöðunum og skilum inn nokkrum stigum getum við farið að leyfa okkur að hugsa um efri hlutann,“ sagði Einar Andri en hann virkaði virkilega hógvær og vildi helst ekki byggja upp of miklar væntingar.   visir,is Guðmundur Tómas Sigfússon    

Afköstin aukast um 50 til 60%

Framkvæmdir við sjávarútvegsfyrirtækið Löngu inni á Eiði eru á lokastigi en búið er að reisa 1100 fermetra viðbyggingu þar sem m.a. er að finna nýjan þurrkklefa, sem keyrður er með varmadælu og er klefinn sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. Blaðamaður Eyjafrétta kíkti við í Löngu á þriðjudaginn, fékk að skoða nýja klefann undir leiðsögn Þórs Kristjánssonar frá Klöpp, sem sá um rafmagnshluta framkvæmdarinnar og þeirra Víkings Smárasonar, framleiðslustjóra Löngu og Elíasar Árna Jónssonar, fjármálastjóra.   Klefinn er mikið mannvirki, tuttugu metra langur og um sex metra breiður. Þór lýsti stýrikerfi klefans og varmadælunni en varmadælan tekur um 460 kw, 960 kw á kælihlutann og 1,2 MW á hitanum. Með varmadælunni fylgir töluverður orkusparnaður miðað við gömlu þurrkklefana. Í nýja klefanum er notast við nýjustu tækni í hitastýringum og í raun hægt að fylgjast með og stýra klefanum í gegnum snjallsíma, ef því er að skipta. Þá er leitast við að nýta alla þá orku sem til fellur við framleiðsluna.   Færa lestun gáma Er framkvæmdum við klefann lokið? „Það má segja það. Framkvæmdirnar við húsið og klefann eru búnar að standa yfir síðan í janúar og var klefinn loks settur í gang síðastliðinn föstudag. Klefinn á að afkasta 20 til 25 tonnum á sólarhring og þannig auka afköstin um 50 til 60%. Klefinn svipar til lausfrystis, fyrir þá sem þekkja þannig búnað,“ bætti hann við.   Þeir Víkingur og Elías segja að nýi klefinn sé mjög hagkvæmur í rekstri. „Aðalhagkvæmnin felst í því að með 60% framleiðsluaukn- ingu þarf aðeins að bæta við tveimur starfsmönnum, en samtals eru starfsmenn Löngu um 20, einnig er klefinn keyrður á varmadælu, sem þýðir að ekki þarf heitt vatn til að hita hann eins og hina sem hefur í för með sér talsverðan orkusparnað enda væri varla hægt að hafa svona klefa hér í Eyjum nema með varmadælu. Til að segja það á einfaldan hátt þá erum við að nota jafn mikið heitt vatn í dag og 700 einbýlishús og mundum þurfa að tvöfalda það ef nýi klefinn væri líka keyrður á heitu vatni. Þetta er fyrsti færibandaklefinn sem er keyrður með varmadælu og þess vegna var mjög ánægjulegt að sjá klefann fara í gang og ganga eins og vel smurð vél. Við erum mjög ánægðir hvernig til hefur tekist og horfum spenntir fram á veginn,“ sagði Víkingur.   Nánar í Eyjafréttum    

Góð síld sem fer öll til manneldis

Þegar gefur hafa veiðar á íslensku síldinni gengið vel en mynstrið er gjörbreytt því nú er öll síldin veidd í troll út af Vesturlandi en síðustu árin hefur hún haldið sig inni á Breiðafirði. Var oft erfitt að ná henni í nót inni á grynningum og í miklum straum. Í morgun voru um 6000 tonn komin á land í Vestmannaeyjum af rúmlega 20 þúsund tonna kvóta Eyjamanna. Síldin er í góðu ástandi og fer öll í vinnslu til manneldis.   „Við erum komin með um 2000 tonn af þeim 8000 tonnum sem við eigum,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, í morgun. „Þetta hefur gengið ágætlega en fer þó eftir veðri eins og gengur. Stóra breytingin er að nú er öll síldin veidd í troll en ekki nót eins og undanfarin ár. Eru bátarnir að veiðum út af Vesturlandi og er 16 til 18 tíma stím á miðin frá Eyjum. Þetta er fín síld, í góðum holdum og ástandi og öll unnin til manneldis. Það hefur verið unnið á vöktum í vinnslunni en með einhverjum hléum þegar brælir,“ sagði Sindri. Páll Hjarðar, þjónustustjóri útgerðar hjá Ísfélaginu, lét líka vel af sér. „Kvótinn okkar er tæp 11.000 tonn. Það eru komin um 3000 tonn í land og eigum við þá eftir um 7500 tonn,“ sagði Páll. „Aflinn er eingöngu unninn í Vestmannaeyjum og fer allur til manneldis. Þeir eru ánægðir með hráefnið. Það er unnið á vöktum en hefur slitnað út af brælum,“ sagði Páll. Huginn VE 55, sem vinnur aflann um borð, er með um 2000 tonna kvóta. Þeir lönduðu afla úr um 1000 tonnum í síðustu viku. „Þar með erum við hálfnaðir með kvótann. Síldin er ágæt og er flökuð um borð,“ sagði Páll Guðmundsson, útgerðarstjóri Hugins.  

Díana Dögg í A-landsliðið

Hin bráðefnilega handknattleikskona, Díana Dögg Magnúsdóttir, 17 ára, hefur verið valin í A-landsliðið sem tekur þátt í forkeppni HM og spilar gegn Ítalíu og Makedóníu. Þetta er í fyrsta sinn sem Díana Dögg er í landsliðshópnum en hún hefur leikið sérstaklega vel með ÍBV í vetur, og einnig síðasta vetur og er vel að því komin að vera valin í landsliðið. Díana Dögg er eini leikmaður ÍBV sem er í 22 manna landsliðshópnum. Liðið heldur af stað mánudaginn 24. nóvember til Kaupmannahafnar og æfir þar og gistir í eina nótt áður en liðið leggur af stað til Ítalíu á þriðjudeginum. Liðið mun mæta Ítölum í Chieti fimmtudaginn 27. nóvember kl 17.00. Sunnudaginn 30. nóvember kl 16.00 mæta svo Ítalir í Laugardalshöllina í síðari leik liðanna. Ísland mætir svo Makedóníu miðvikudaginn 3. desember kl 19.30 í Laugardalshöll. Daginn eftir heldur svo íslenska liðið af stað til Makedóníu þar sem síðari leikur liðanna fer fram í Skopje laugardaginn 6. desember kl 16.45. Hópurinn er eftirfarandi: Markmenn:Florentina Stanciu, StjarnanGuðrún Ósk Maríasdóttir, FHMelkorka Mist Gunnarsdóttir, Fylkir Aðrir leikmenn:Arna Sif Pálsdóttir, SK AarhusÁsta Birna Gunnarsdóttir, FramBirna Berg Haraldsdóttir, SävehofBryndís Elín Halldórsdóttir, ValurBrynja Magnúsdóttir, Flint TönsbergDíana Dögg Magnúsdóttir, ÍBVHildigunnur Einarsdóttir, TertnesHildur Þorgeirsdóttir, KoblenzHrafnhildur Hanna Þrastardóttir, SelfossKaren Helga Díönudóttir, HaukarKaren Knútsdóttir, NiceRamune Pekarskyte, Le HavreRut Jónsdóttir, RandersSteinunn Björndóttir, FramSteinunn Hansdóttir, SkanderborgSunna Jónsdóttir, BK HeidUnnur Ómarsdóttir, SkrimÞórey Rósa Stefánsdóttir, Våg VipersÞórey Ásgeirsdóttir, Kongsvinger 

KFS upp í 3. deild

Knattspyrnufélagið Framherjar og Smástund, betur þekkt sem KFS mun spila í 3. deild næsta sumar.  Eyjamenn rétt misstu af sætinu síðasta haust þegar liðið tapaði í undanúrslitum fyrir Kára frá Akranesi.  KFS lagði svo Þrótt Vogum í leik um 3. sætið og sá leikur hafði meira vægi en margir töldu fyrirfram en Grundarfjörður, sem átti að leika í 3. deild, hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Íslandsmótinu.  „Nú eigum við bara eftir að senda inn þátttökutilkynningu en við munum spila í 3. deild næsta sumar,“ sagði Hjalti Kristjánsson, þjálfar KFS.     „Þetta er það sem við stefndum að og létum okkur dreyma, eftir að við töpuðum fyrir Kára, að þriðja sætið myndi duga til að fá sæti í 3. deild.  Við töldum það ekki óraunhæft enda vissum við af nokkrum félögum sem voru að hugsa á þessa leið.  Reyndar vissi ég ekki að Grundarfjörður væri að íhuga þetta, þannig að því leytinu til kemur þetta á óvart.  En ég tel þetta mjög ánægjulegt fyrir knattspyrnuna í Eyjum, að við séum með lið í úrvalsdeild og í 3. deild því ÍBV getur nýtt sér enn betur samvinnuna við KFS næsta sumar.“   Oft hafa löng ferðalög fylgt þátttöku í 3. deild en Hjalti segir að líklega hafi aldrei verið betri tími en nú að fara í 3. deild.  „Þetta eru þrjú löng ferðalög, á Húsavík, Grenivík og Vopnafjörð en annars eru þetta lið af Suðurlandi og Suðvesturhorni landsins.  En nú þurfum við bara að taka eitt skref áfram með félagið okkar, bæta umgjörðina og fjölga fólki í kringum liðið.“   Hvað með leikmannamál? „Gauti Þorvarðarson er kominn aftur yfir í ÍBV.  Hann var á láni hjá okkur síðasta sumar en eðlilega hefur ÍBV áhuga á markahæsti manni Íslandsmótsins í öllum deildum síðasta sumar.  Birkir Hlynsson er kominn aftur til okkar eftir ársdvöl hjá Hamri og spilaði m.a. með okkur í Futsal.  Tryggvi Guðmundsson var líka með okkur þar og er áhugasamur.  Hann sagði einmitt í morgun að nú þyrftu menn að auka metnaðinn og auka getuna.  Það er það sem við stefnum á að gera,“ sagði Hjalti.   KFS hefur ávallt leiki í neðstu deild Íslandsmótsins, fyrir utan tvö ár, er liðið lék í næst neðstu deild eða í 2. deild árin 2003 og 2004.  Liðið lék lengst af mjög vel í sumar, tapaði m.a. ekki leik í riðlakeppni 4. deildar Íslandsmótsins.
>> Eldri fréttir

Íþróttir >>

Eins marks tap gegn Aftureldingu

Afturelding sótti tvö stig út í Eyjar í kvöld í 12. umferð Olís-deildar karla í handbolta en Mosfellingar unnu þá eins marks endurkomusigur á Íslandsmeisturum ÍBV, 24-23.  Afturelding tryggði sér sigurinn með því að vinna endakafla leiksins 11-6 eftir að hafa lent fjórum mörkum undir í byrjun seinni hálfleiks.  Heimamenn voru betri nánast allan leikinn en Mosfellingar náðu með ótrúlegum kafla í síðari hálfleik að innbyrða stigin.  Fyrir leikinn var ljóst að Pétur Júníusson myndi ekki taka þátt hjá Aftureldingu en að sama skapi var ljóst að Sindri Haraldsson myndi taka einhvern þátt í leiknum. Sindri hefur verið að glíma við slæm meiðsli en hann stóð sig gríðarlega vel þann tíma sem hann var inni á vellinum. Fjarvera Péturs hafði slæm áhrif á lið Aftureldingar í upphafi leiks en undir lokin var búið að kippa því í lag.   Bæði lið ætluðu að keyra upp tempóið í leiknum og beittu hröðum sóknum. Sindri Haraldsson var geymdur á bekk Eyjamanna stóran hluta fyrri hálfleiks en hann er augljóslega ekki orðinn heill heilsu.  Í upphafi leiks komu mörk Aftureldingar úr öllum áttum en þeim tókst oftar en ekki að finna besta mögulega færið. Vel gekk einnig hjá Eyjamönnum að búa sér til færi en þeir fengu óteljandi sénsa innan við punktalínu.   Í fyrri hálfleik var jafnt á öllum tölum en það var augljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt fyrir sigur í þessum leik. Kolbeinn Aron Arnarson átti góðan leik í marki Eyjamanna en markvarslan í síðasta leik Eyjamanna var hræðileg. Kolbeinn varði 17 skot í leiknum og þar af eitt vítakast.  Davíð Svansson náði sér ekki á strik í marki gestanna en vörn Aftureldingar framan af var alls ekki góð. Hann varði þó 13 skot og tók mjög mikilvæga bolta undir lokin. Eyjamenn byrjuðu síðari hálfleik mjög vel en þá hafði myndast gríðarleg stemning í húsinu sem átti eftir að haldast allt til leiksloka. Hvítu Riddararnir léku á alls oddi á áhorfendabekkjunum.   Gestunum tókst að saxa jafnt og þétt á forskotið og jöfnuðu leikinn þegar tíu mínútur voru eftir. Þá byrjaði vörn Aftureldingar að minna á sig og fækkaði færum Eyjamanna gríðarlega. Þegar tvær mínútur voru eftir komust gestirnir tveimur mörkum yfir í annað skiptið í leiknum. Það var of mikið fyrir Eyjamenn sem nýttu ekki sénsana sína undir lokin og því fór sem fór.     Gunnar Magnússon: Eigum að vinna með svona markvörslu  „Hrikalega svekkjandi, við köstuðum þessu frá okkur. Við höfðum frumkvæðið nánast allan leikinn og erum algjörir klaufar í lokin,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, en hann var augljóslega svekktur eftir sárt tap gegn nýliðum Aftureldingar í kvöld.  „Við fáum dæmda á okkur ódýra tæknifeila á síðustu tíu mínútunum og svo fáum við hrikalega ódýrar tvær mínútur þegar við erum að vinna boltann. Við fáum síðan tvo sénsa til að jafna og auðvitað hefðum við viljað fá betra færi í lokin og nýta þetta betur.“  „Kolli var mjög flottur, þetta er annar leikurinn af seinustu þremur þar sem hann hefur verið frábær. Við eigum að vinna með svona markvörslu, heilt yfir verð ég bara að segja að við spiluðum vel. Við erum bara algjörir klaufar að vinna þetta ekki,“ sagði Gunnar en Eyjamenn sýndu mikið af góðum köflum í leiknum.   Eyjamenn hafa því tapað þremur leikjum í röð gegn FH, ÍR og Aftureldingu. „Það verður ekkert mál að undirbúa menn, við munum berjast áfram og læra af þessu og komum sterkari til baka.“     Einar Andri: Stórt hjarta í liðinu  „Ég er rosalega sáttur við sigurinn og sérstaklega í ljósi þess að við vorum í miklum erfiðleikum stóran hluta leiksins og fannst við ekki ná okkur almennilega á strik fyrr en síðustu fimmtán mínúturnar,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar, eftir góðan sigur á erfiðum útivelli.  „Það var stórt hjarta í liðinu sem að kláraði þetta í lokin. Við vorum eiginlega búnir að missa þetta frá okkur í byrjun seinni hálfleiks og við náum einhvern veginn að klóra okkur inn í hann og klára þetta með einhverri hörku.“  Þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum voru Eyjamenn 19-16 yfir og staðan ekki björt fyrir gestina.  „Það var erfitt að átta sig á því, við vorum ekki líklegir. Mig minnir að Örn Ingi hafi komist inn í sendingu þegar þeir voru einum fleiri og upp úr því fáum við hraðaupphlaup, mér fannst það snúa leiknum.“  „Við erum að bara að safna stigum, við erum nýliðar og viljum ekki þenja okkur upp of mikið. Það eru fjórir leikir eftir fram að áramótum og ef við höldum vel á spöðunum og skilum inn nokkrum stigum getum við farið að leyfa okkur að hugsa um efri hlutann,“ sagði Einar Andri en hann virkaði virkilega hógvær og vildi helst ekki byggja upp of miklar væntingar.   visir,is Guðmundur Tómas Sigfússon    

Stjórnmál >>

Fyrsti fundur bæjarstjórnar í dag

Bæjarstjórn Vestmannaeyja kemur saman í dag í fyrsta sinn á nýju kjörtímabili.  Niðurstaða bæjarstjórnarkosninganna í vor, voru á þann veg að Sjálfstæðisflokkur fékk fimm bæjarfulltrúa en Eyjalistinn tvo.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn eru Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Trausti Hjaltason og Birna Þórsdóttir en fulltrúar Eyjalistans eru Jórunn Einarsdóttir og Stefán Óskar Jónasson.  Elliði, Páley, Páll Marvin og Jórunn sátu öll í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili.  Stefán Óskar hefur áður verið í bæjarstjórn og var varamaður á síðasta kjörtímabili en þau Trausti og Birna eru ný.  Bæjarstjórnarfundurinn fer fram í Eldheimum og hefst klukkan 18:00.   „Þegar ég kom inn í bæjarstjórn 2002 voru útsvarstekjur á hvern íbúa á verðlagi þess árs rétt liðlega 200.000 krónur en á síðasta ári voru þær hátt í 475.000 krónur,“ sagði Stefán í samtali við Eyjafréttir, sem kom út í gær.   „Staðan í dag opnar á tækifæri að gera meira fyrir bæjarbúa og bæjarfélagið í heild. Ég er ekki að mæla með óráðsíu í fjármálum en það má gera betur á ýmsum sviðum. Auðvitað veltur þetta mikið á á sjávarútvegi og afkomu atvinnulífsins almennt. Á kjörtímabilinu 2002 og 2006 vorum við, ég og núverandi bæjarstjóri, Elliði Vignisson, að skoða þann möguleika á að rífa blokkina Áshamar 75 ef það gæti létt á skuldum bæjarins. Engum dettur það í hug í dag en sterkari innviðir bæjarfélagsins eru líka verðmæti,“ sagði Stefán.   Viðtalið má lesa í heild sinni í Eyjafréttum.  

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Greinar >>

Á flótta undan ýsu

Það er undarleg staða á fiskimiðunum við Eyjar eins og reyndar allt í kringum landið. Allt vaðandi í ýsu sem Hafró segir að sé ekki til og enginn hefur aflaheimildir til þess að veiða og ástandið farið að minna ískyggilega mikið á stöðuna fyrir liðlega áratug síðan, en þá var það þáverandi sjávarútvegsráðherra sem greip inn í og tók fram fyrir hendurnar á Hafró og jók ýsukvótann. Í framhaldi af því rumskaði Hafró úr værum svefni og á árunum á eftir fylgdi gríðarleg aukning á aflaheimildum á ýsu.  Þegar mest var, fór ýsukvótinn yfir 100 þúsund tonn með tilheyrandi verðfalli á afurðum, en er aðeins 30 þúsund tonn í dag og mörg dæmi um það að útgerðarmenn línubáta sendi báta sína austur á land, eða þar sem mestur möguleiki er á að fá blóðsíld í beitu, sem ýsan er ekki hrifin af og heyrði ég nýlega af dæmi um útgerðarmann, sem hreinlega bannaði sinni áhöfn að róa nema með blóðsíld.   Ég hef gert út hér í Vestmannaeyjum í tæp 30 ár og ég er á þeirri skoðun að togararall Hafró nái alls ekki að fylgjast nægilega vel með því hvernig sumir fiskistofnar þróast, og veit að sumar aðferðir við að stofnmæla sumar tegundir, eru ansi vafasamar eins og t.d. varðandi keiluna.   Á sama tíma og allt logar í verkföllum og ríkiskassinn er tómur, þá finnst mér frekar furðulegt að ekki sé gripið til þeirra leiða sem alltaf hafa bjargað okkur, eða amk. síðustu 100 árin úr hinum ýmsu kreppum, þeas. vinna meira, eða í þessu tilviki að veiða meira.  Það er að mínu mati óhætt að auka töluvert við í flest öllum bolfisktegundum sem við Íslendingar veiðum, en til þess þarf kjark og inngrip frá ríkisstjórninni.   Það er ljóst að núverandi sjávarútvegsráðherra ætlar ekki að „rugga bátnum“ með því að fara gegn tillögum Hafró og ég beini þessu því til annarra þingmanna, hvort sem er í meiri- eða minnihluta. Ég tel augljóst að varðandi ýsuna sérstaklega, þá muni Hafró reyna að hanga á sínum útreikningum í einhver ár í víðbót, síðan mun verða sprenging og ýsukvótinn aftur ná sömu hæðum og í síðustu uppsveiflu með tilheyrandi verðfalli á afurðum.  Ótrúlegt að þessi stofnun skyldi leggja blessun sína yfir það að öll fjaran við suðurströndina varð opnuð fyrir snurvoð, bara til þess að einhverjir örfáir bátar gætu náð ýsukvótanum sínum á meðan kvótinn var í 100 þús tonnum en gríðarlegt magn af smáýsu var drepin hérna eftir að fjaran var opnuð 2007, en merkilegt nokkuð, ýsukvótinn er kominn niður í 30 þús tonn, en enn er fjaran opin.   Ég skora hér með á alla þingmenn að gefa nú okkur sjómönnum og þjóðinni betra tækifæri til að takast á við þau fjárhagslegu vandamál sem þjóðin á í í dag og auka við aflaheimildir. Ekki bara í ýsu, heldur einnig í öðrum tegundum. Það er óhætt.