Lægsta tilboðið helmingi lægra en það næstlægsta

Lægsta tilboðið helmingi lægra en það næstlægsta

Tilboð í hönnun á nýrri Vestmannaeyjaferju voru opnuð hjá Ríkiskaupum rétt fyrir hádegi í dag. Þrjú tilboð bárust í hönnunina en lægsta tilboðið átti Burness Corlett Three Quays í Southampton, Englandi upp á 664.100 evrur. Tilboðið var langlægst af þeim þremur sem send voru inn og um helmingi lægra en næstlægsta tilboðið. Hin tvö fyrirtækin sem sendu inn tilboð voru Knud E Hansen A/S en tilboð þeirra var upp á 1.616.89 evrur og Polarkonsult AS með tilboð upp á 1.309.120 evrur. Eftir opnun tilboðanna tekur stýrihópur verkefnisins við tilboðunum og fer yfir þau hjá Innanríkisráðuneytinu. Formaður stýrihópsins er Friðfinnur Skaftason, verkfræðingur. „Það sem nú tekur við hjá okkur í stýrihópnum er að meta þessi tilboð, hvort bjóðendur séu hæfir og hvort tilboðin séu ásættanleg og standist útreikninga. Við áætlum að þessari vinnu ljúki í maí og ekki hægt að segja til um hvaða tilboði verði tekið á þessari stundu.“   Friðfinnur tekur undir með blaðamanni að munur á tilboðunum veki athygli. „Já það vakti furðu mína hversu miklu munar á lægsta tilboðinu og hinum tveimur. Við gerðum kostnaðaráætlun sem ekki var lesin upp við opnun tilboðanna en ég get þó upplýst að lægsta tilboðið er lægra en kostnaðar- áætlunin sagði til um. Hin tvö eru hins vegar töluvert hærri.“   Þrjú tilboð í hönnunina. Eru það fleiri eða færri tilboð en þið reiknuðuð með? „Við vissum í raun og veru ekkert um það hversu mörg tilboð myndu berast í hönnun ferjunnar. En það voru töluvert margir aðilar sem sóttu útboðsgögn og í ljósi þess vonuðumst við eftir fleiri tilboðum.“   Hönnun ferjunnar á að ljúka á þessu ári en ef allt gengur eftir, tekur þá við útboð á smíði ferjunnar.      

Jákvæður rekstrarafgangur sjötta árið í röð

Ársreikningar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2013 hafa nú verið birtir. Heildar rekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyjabæjar námu 4.126 m.kr. og rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði námu 3.573 m.kr. Rekstrarafkoma samstæðu fyrir fjármagnsliði var því jákvæð um 553 milljónir að því að fram kemur í fréttatilkynningu frá Vestmannaeyjabæ.  Þar segir jafnframt að ársreikningar 2013 bera það með sér að rekstur Vestmannaeyjabæjar gengur vel, að veltufé aðalsjóðs frá rekstri var 661 milljón og veltufé samstæðu var 768 milljónir.   „Vestmannaeyjabær hefur á seinustu árum verið að greiða niður áratuga gamlar skuldir og er búinn að greiða niður skuldir og skuldbindingar fyrir u.þ.b. 5300 milljónir síðan 2006. Heildar vaxtaberandi skuldir pr. íbúa eru nú innan við 215 þúsund. Með reglulegum afborgunum mun Vestmannaeyjabær nálgast það að verða skuldlaus við lánastofnanir innan fárra ára.   Á sama hátt hefur allt kapp verið lagt á að greiða upp skuldbindingar og var stærsta skrefið í því tekið þegar eignir Vestmannaeyjabæjar voru keyptar til baka af Fasteign hf. Skuldahlutfall sveitarfélagsins eins og það er skilgreint í 64 gr. sveitarstjórnarlaga er nú komið í 91,78% hjá A-hlutanum og 95,48% hjá samstæðunni. Í lok árs var þetta hlutfall 164% hjá A-hluta og 155% hjá samstæðunni. Hámarkshlutfall skv. sveitarstjórnarlögum er 150 %.“   Heildareignir samstæðu Vestmannaeyjabæjar námu 9.599 m.kr. í árslok 2013, þar af var handbært fé upp á 1.997 m.kr.   „Allar kennitölur í rekstri sýna sterka og góða fjárhagsstöðu Vestmannaeyjabæjar. Veltufjárhlutfall sveitarsjóðs er 12,02 og eiginfjárhlutfallið er 66,17%. Veltufjárhlutfall samstæðu er 6,25 og eiginfjárhlutfall þess 58,85%.   Þessi niðurstaða er bæjarstjórn fyrst og fremst hvatning til að gæta þess áfram að missa ekki tökin á skulda og útgjaldahliðinni. Vandaður rekstur er það sem helst tryggir öfluga og góða þjónustu. Í ljósi sterkrar stöðu í ársreikningum og léttari skulda samþykkti bæjarstjórn því eftirfarandi:   1. Niðurgreiðsla til dagmæðra verði hækkuð úr 29.750 kr. í 40.000 kr. 2. Niðurgreiðsla til dagmæðra hefjist fyrr og að viðmiðunaraldur lækki úr 15 mánuðum niður í 12 mánuði. 3. Vistunargjald fyrir 8.klst vistun fari úr 25.280 kr. í 23.763. krónur (lækki um 6%). 4. Vistunargjald í Frístundaveri verði lægst viðmiðunarsveitarfélaga eða 14.020. 5. Frítt verði í sund fyrir öll börn búsett í Vestmannaeyjum (að 18 ára aldri). 6. Öldruðum verði áfram auðveldað að búa í eigin húsnæði með niðurfellingu á fasteignarskatti. Minnt er á að stutt er síðan bæjarstjórn samþykkti að lækka útsvar úr hámarki (14,52%) í 13,98%.“    

Jákvæður rekstrarafgangur sjötta árið í röð

Ársreikningar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2013 hafa nú verið birtir. Heildar rekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyjabæjar námu 4.126 m.kr. og rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði námu 3.573 m.kr. Rekstrarafkoma samstæðu fyrir fjármagnsliði var því jákvæð um 553 milljónir að því að fram kemur í fréttatilkynningu frá Vestmannaeyjabæ.  Þar segir jafnframt að ársreikningar 2013 bera það með sér að rekstur Vestmannaeyjabæjar gengur vel, að veltufé aðalsjóðs frá rekstri var 661 milljón og veltufé samstæðu var 768 milljónir.   „Vestmannaeyjabær hefur á seinustu árum verið að greiða niður áratuga gamlar skuldir og er búinn að greiða niður skuldir og skuldbindingar fyrir u.þ.b. 5300 milljónir síðan 2006. Heildar vaxtaberandi skuldir pr. íbúa eru nú innan við 215 þúsund. Með reglulegum afborgunum mun Vestmannaeyjabær nálgast það að verða skuldlaus við lánastofnanir innan fárra ára.   Á sama hátt hefur allt kapp verið lagt á að greiða upp skuldbindingar og var stærsta skrefið í því tekið þegar eignir Vestmannaeyjabæjar voru keyptar til baka af Fasteign hf. Skuldahlutfall sveitarfélagsins eins og það er skilgreint í 64 gr. sveitarstjórnarlaga er nú komið í 91,78% hjá A-hlutanum og 95,48% hjá samstæðunni. Í lok árs var þetta hlutfall 164% hjá A-hluta og 155% hjá samstæðunni. Hámarkshlutfall skv. sveitarstjórnarlögum er 150 %.“   Heildareignir samstæðu Vestmannaeyjabæjar námu 9.599 m.kr. í árslok 2013, þar af var handbært fé upp á 1.997 m.kr.   „Allar kennitölur í rekstri sýna sterka og góða fjárhagsstöðu Vestmannaeyjabæjar. Veltufjárhlutfall sveitarsjóðs er 12,02 og eiginfjárhlutfallið er 66,17%. Veltufjárhlutfall samstæðu er 6,25 og eiginfjárhlutfall þess 58,85%.   Þessi niðurstaða er bæjarstjórn fyrst og fremst hvatning til að gæta þess áfram að missa ekki tökin á skulda og útgjaldahliðinni. Vandaður rekstur er það sem helst tryggir öfluga og góða þjónustu. Í ljósi sterkrar stöðu í ársreikningum og léttari skulda samþykkti bæjarstjórn því eftirfarandi:   1. Niðurgreiðsla til dagmæðra verði hækkuð úr 29.750 kr. í 40.000 kr. 2. Niðurgreiðsla til dagmæðra hefjist fyrr og að viðmiðunaraldur lækki úr 15 mánuðum niður í 12 mánuði. 3. Vistunargjald fyrir 8.klst vistun fari úr 25.280 kr. í 23.763. krónur (lækki um 6%). 4. Vistunargjald í Frístundaveri verði lægst viðmiðunarsveitarfélaga eða 14.020. 5. Frítt verði í sund fyrir öll börn búsett í Vestmannaeyjum (að 18 ára aldri). 6. Öldruðum verði áfram auðveldað að búa í eigin húsnæði með niðurfellingu á fasteignarskatti. Minnt er á að stutt er síðan bæjarstjórn samþykkti að lækka útsvar úr hámarki (14,52%) í 13,98%.“    

Vellirnir koma vel undan vetri

Nú þegar rétt rúmar tvær vikur eru í fyrsta leik í Íslandsmótinu hafa menn talsverðar áhyggjur af ástandi knattspyrnuvalla í höfuðborginni, sem margir koma afar illa undan vetri.  Sömu sögu er hins vegar ekki að segja um knattspyrnuvellina í Eyjum sem koma vel undan vetri.  Þannig er verið að slá Hásteinsvöll í þessum töluðu orðum og aðrir vellir eru í það minnsta orðnir fjarska fallegir.  ÍBV á að spila við Fram í fyrsta leik á Laugardalsvelli sunnudaginn 4. maí en miðað við ástand vallarins er ólíklegt að leikurinn fari fram þar.  Svo gæti jafnvel farið að félögin víxli leikjum, þ.e. spili í Eyjum í fyrstu umferðinni en engin ákvörðun hefur verið tekin þess efnis.   Hásteinsvöllur fór afar illa síðasta sumar enda sjaldan rignt eins mikið og síðasta sumar.  Fyrir vikið náði völlurinn sjaldnast að þorna og undir það síðasta var hann orðinn afar slæmur.  Nú eru ljót sár á miðju vallarins en Guðgeir Jónsson, vallarstjóri Golfklúbbs Vestmannaeyja segir að veturinn hafi verið hagstæður og vorið einni.  „Hásteinsvöllur hefur nánast verið grænn í allan vetur en við ætlum að sá í skemmdirnar við fyrsta tækifæri og vonandi verða þær orðnar góðar fyrir fyrsta leik Ég kíkti líka á Helgafellsvöllinn og hann lítur ágætlega út. Reyndar eru skemmdir á honum líka, eins og á öllum völlunum eftir síðasta sumar sem var mjög erfitt.“   Golfvöllurinn góður Hvað með golfvöllinn, hvernig kemur hann undan vetri? „Þar er sama sagan. Völlurinn er farinn að grænka og við erum búnir að opna sumarflatirnar á fyrstu tólf holunum. Það eru alltaf vandræði með flatirnar við hamarinn, 14. og 15. hafa verið leiðinlegar og 17. líka en sú síðastnefnda hefur verið að taka við sér. Við erum að laga þá 15. og vonandi verður 14. flötin flott í sumar,“ sagði Guðgeir að lokum.  

Boltinn er hjá Sjómannafélaginu

Rokkað með LV

Ef ég væri meira sjálfhverf en ég er og héldi að veröldin snérist einungis um mig eina, myndi ég freistast til að halda að Leikfélag Vestmannaeyja hefði komist í dagbækurnar mínar á einhverjum tímapunkti og stílað síðan, þar eftir, val sitt á leikverkum algjörlega inná mig og mitt áhugasvið. Ennnn....þar sem ég er í þokkalegum tengslum við jörðina hef ég ekki látið það eftir mér að hugsa svo sjálfhverfar hugsanir (jú víst), heldur geri mér að fullu ljóst hversu ótrúlega heppin ég er að hér í Eyjum höfum við áhugamannaleikhús sem lætur ekkert stöðva sig í að færa á fjalirnar leikverk af þeim stærðargráðum sem raun ber vitni. Eftir hrifningu mína á síðasta söngleik félagsins, Grease, kom ekki annað til greina en að sjá nýjasta verk þess „Don´t stop believin”.   Ég játa að ég vissi fátt um þennan söngleik fyrir frumsýninguna. Hafði hvorki lesið um hann né séð hann á sviði eða hvíta tjaldinu. Vissi bara það eitt að sögusviðið væri níundi áratugurinn. Áratugurinn þegar ég var unglingur í neonlituðum fötum, með vængi í hárinu, dökkt meiköpp, ljósbleikar varir og lausa herðapúða sem maður smellti undir allar peysur, toppa, jakka og blússur. Áratugurinn sem maður fór frá því að taka niður Duran Duran platgötin af veggjunum í herberginu og hengdi í staðinn upp platgöt með Gun´s and Roses, Def Leppard og Kiss. Henti síðan neonlituðu fötunum fyrir leðurjakka og gallabuxur og batt tóbaksklút um höfuðið....ROCK ON!   Það var ekki laust við að ég velti fyrir mér hvort það myndi á endanum reynast kostur eða galli að vita ekkert um verkið. Fyrir þá sem ekki þekkja mig er ég þessi týpa sem vil helst af öllu ekki vaða út í óvissu, vil vita út í hvað ég er að fara og hverju ég megi eiga von á. Sem dæmi um þetta er ég alltaf búin að hlusta og horfa á öll júróvisjonlögin mörgum vikum áður en þau birtast okkur í aðalkeppninni. Ég braut því mínar eigin hefðir og venjur með því að láta ekki undan freistingunni að leigja mér myndina áður en ég færi á frumsýninguna. Fyrir þá sálfræðinga og/eða geðlækna sem lesa þessar línur vil ég taka fram að þetta er algjörlega í fyrsta skipti sem ég sýni slíka áhættuhegðan...ég sver! Með blöndu af tilhlökkun, og pínu frumsýningarkvíða fyrir hönd leikendanna, gengum við leik(hús)félagi minn, Kolbrún Harpa, inn í stórbreytt húsnæði leikfélagsins sem hlotið hefur nafnið Kvika. Og þvílíkur munur! Það fyrsta sem mætti okkur voru rauð flauelsmjúk teppi sem höfðu þau áhrif að mér fannst ég loksins vera komin í alvöru leikhús en ekki félagsmiðstöð. Stórglæsileg aðstaðan á neðstu- og miðhæðinni, glæsilegur barinn, Kviku-glugginn, leðursófarnir, hjólastóla-rýmið í áhorfendasalnum og lyftan, sem gerir það að verkum að nú er leikhúsið loksins opið öllum, en ekki bara þeim sem eru á tveimur jafnfljótum, fengu mig til að finnast ég hafa gert rétt með því að punta mig og klæða í betri fötin. Leikhúsið var nefnilega líka sparibúið svo við vorum alveg í stíl þetta kvöld.   Til hamingju með þessar ótrúlegu vel heppnuðu breytingar Leikfélag Vestmannaeyja, Vestmannaeyjabær já og við öll. Næst skulum við svo fjölga klósettunum (allavega kvenna) svo við stelpurnar þurfum ekki að eyða fimmtán mínútum í biðröð eftir að komast á wc í hléinu. Þeim mínútum væri svo miklu betur eytt annarsstaðar... t.d. á barnum ;) Það væri allt of langt mál að taka fyrir hvern og einn einasta leikara í sýningunni enda er þetta stórt verk með á þriðja tug leikenda á sviðinu þegar mest er. Hlutverkin eru misstór allt frá því að vera dansari í hópatriðum upp í það að standa einn á sviði með kastljósið á sér. Og fyrst ég nefni dansa má ég til með að minnast á dansarana þær Dorthy Lísu Woodland og Hafdísi Ástþórsdóttur. Dansinn á karlaklúbbnum var í einu orði sagt glæsilegur enda búa þær Dorthy og Hafdís yfir ótrúlegum styrk og færni. Maður komst hreinlega ekki hjá því að dást að fimleika þeirra um leið og maður hélt í sér andanum um stund þegar þær héngu á hvolfi í súlunni og engu líkara en togkraftur jarðar hefði akkurat ekkert í þær. Kóriógrafía Dorthy á dansatriði strákabandsins gerði það líka að verkum að ég var sífellt að skella uppúr, enda kannaðist ég kannski aðeins of vel við dásamlega hallærisleg danssporin.   Vilborg Sigurðardóttir (Justice/Bakraddir) var mjög trúverðug í hlutverki hinnar lífsreyndu madömmu á strippklúbbnum/karlaklúbbnum. Söngur hennar var óaðfinnanlegur og breið rödd hennar einkar falleg. Eitt af bestu lögum sýningarinnar, sönglega séð, var tvísöngur hennar og Unu (Sherrie) í ,,Harden my heart”.   Una Þorvaldsdóttir komst vel frá sínu hlutverki sem hin saklausa Sherrie sem kemur, í óþökk foreldra sinna, í borgina og dreymir um að verða fræg. Una hefur ótrúlegt vald á rödd sinni af svona ungri stúlku að vera, er mjög melódísk svo unun er á að hlýða. Hún bræddi mig í sínu litla hlutverki í Grease á sínum tíma, og þó kraftmikið rokkið í þessari sýningu henti rödd hennar síður, fór hún fanta vel með nokkur af sínum lögum. Þar af stóð ,,More then words/Heaven”, sem hún söng ásamt Ólafi Frey (Drew), algjörlega uppúr hjá mér.   Ólaf Frey Ólafsson hef ég ekki séð áður á sviði. Hafi þetta verið frumraun hans þá komst hann mjög vel frá henni. Það er alltaf ákveðin hætta á að ofleika og/eða oftúlka þegar fólk er að stíga sín fyrstu spor í leiklistinni en Ólafur er blessunarlega laus við það. Leikur hans var þvert á móti mjög látlaus sem Drew, ungi rokkarinn sem þráir ekkert heitar en að fá tækifæri til að sanna sig á sviði. Söngur Ólafs var á tíðum prýðilegur og ef hann næði að opna örlítið betur á röddina, slaka á hálsinum þegar hann fer uppá háu nóturnar, er ég viss um að fátt gæti stöðvað hann í kalla fram gæsahúð hjá áhorfendum.   Mest mæðir á Ævari Erni Kristinssyni sem leikur Lonny aðstoðarmann Dennis (Zindri Freyr). Hann er jafnframt sögumaðurinn sem bindur sýninguna saman og kemst Ævar vel frá því hluverki. Mér finnst honum hafa farið ótrúlega mikið fram frá því er hann lék Danny í Grease. Hann hefur þroskast á sviðinu, kann betur inná óvæntar pásur með því að bíða með textann sinn (á meðan áhorfendur klappa/hlæja ) auk þess sem hann er orðinn mun skýrmæltari. Ævar hefur líka ágætis söngrödd, átti nokkrar bráðfyndnar senur og má þar helst minnast á eitt eftirminnilegasta atriði sýningarinnar á móti Zindra Frey (Dennis).    Zindri Freyr Ragnarsson átti, að mínu mati, sitt hlutverk skuldlaust og vel að verki staðið hjá leikstjóranum, Ágústu Skúladóttur, að velja þennan mikla reynslubolta til að túlka klúbbeigandann Dennis. Atriðið milli hans og Ævars í "Can't Fight This Feeling" var, eins og ég nefndi áðan, eitt af hápunktum sýningarinnar. Ég og leikfélagi minn, Kolbrún Harpa, gjörsamlega grétum af hlátri allan tímann og það gerði reyndar líka salurinn allur. Innlifun Zindra í þessu atriði var svo dásamlega innileg að hefði ég verið að horfa á þetta atriði á DVD hefði ég horft á það aftur og aftur og aft..... Bravó Zindri !   Hannes Már Hávarðarson (Stacee Jaxx) kom mér kannski mest á óvart því ég hafði, fram að því er hann birtist mér á sviði, aldrei heyrt hans getið. Þessi peyji stóð algjörlega undir sínum karakter sem sjálflægur og útlifaður rokkari sem þó, undir niðri, þráir að finna hina einu sönnu ást. Nokkur laganna sem hann söng urðu til þess að ég fékk hreinlega gæsahúð aftur og aftur. Hann hefur háa og krafmikla rödd sem hentar þessari tegund (glam)rokksins svakalega vel. Atriðið á milli hans og Ernu Sif Sveinsdóttur (Pauline) í ,,I wanna know what love is” var alveg geggjað og þegar hann tók gamla Def Leppard smellinn ,,Pour some sugar on me” var ég farin að stappa með fótunum, dilla mér í sætinu og mæma með textanum. Hannes átti algjörlega salinn á þeirri stundu....þvílík rödd! Bravó Hannes!   Alexander Salberg (Chris/Pabbi Sherrie) var óviðjafnanlegur og svo mikið réttur maður á réttum stað. Hefði ekki viljað sjá neinn annan í þessu hlutverki. Alexander hefur þetta ,,eitthvað” sem ekki allir hafa. Það er ekki lært, nema að litlum hluta, heldur meðfætt. Lengi getur gott batnað og Alexander fer baaara batnandi. Atriðið á milli hans og Ólafs Freys, þegar Drew mætir í nýja búningnum, var eitt af fyndnustu atriðum sýningarinnar...þökk sé Alexander og hárréttri tímasetningu og áherslum á línunum hans. Bravó Alexander!   Svo verð ég að fá að minnast á hljómsveitina. Óóóótrúlega þétt band á köflum og svo mjög að mér fannst ég á tímabili vera stödd á alvöru tónleikum. Og það er sýningin á köflum því áhorfandinn fer frá því að vera staddur í leikhúsi fyrir hlé yfir í að vera kominn á tónleika í klúbbnum í seinni hluta verksins. Hljómsveitarmeðlimir voru mismikið innvolveraðir inn í atriðin, allt frá því að vera nánast ósýnilegir yfir í að vera á þeytingi með hljóðfærin víðsvegar um sviðið eins og á alvöru rokktónleikum. Það er algjörlega frábært að hafa lifandi tónlist á sviðinu, þvílíkur klassa metnaður hjá leikfélaginu... á ekki stærra sviði. Þar kemur einmitt að sviðsmyndahönnuðum sýningarinnar sem, að mínu mati, stóðu sig rosalega vel í útfærslum á sviðsmyndinni ásamt ljósahönnuði verksins. Frábærar og einfaldar lausnir þessara aðila sem voru sko alveg að virka fyrir mig.   Handritið er líka listavel unnið hjá Karli Ágústi Úlfssyni. Hnittin tilsvörin, lítil sem stór, voru algjörlega ,,spot on” og textinn á stundum svo sjúklega fyndinn að maður náði vart andanum á milli hlátursroka. Dansarnir voru líka mjög vel útfærðir og minntu um margt á hinar vinsælu jazzballetsýningar níunda áratugarins. 80´s búningarnir voru að flestu leyti líka ,,perfect” má ég þá sérstaklega nefna búningar hljómsveitarinnar og strákabandsins. Hár og förðun voru mjög fagmannlega unnin, enda skiptir sköpum að hafa þetta tvennt alveg 100% þar sem þetta er svo stór partur af túlkun þessa áratugar. Bakraddirnar voru æðislegar, bæði röddun svo og fyllingin. Hefði meira að segja vilja heyra enn meira í þeim. Hljóðið var í 90 % tilvika til fyrirmyndar og lýsingin, eins og ég nefndi áður, algjör snilld og hjálpaði heilmikil til við að mynda rétta stemningu hvort heldur hún átti að vera lítil og einföld eða eins og á stórum tónleikum. Það er ekki annað hægt en að hrósa leikstjóra verksins Ágústu Skúladóttur og óska henni til hamingju með þetta nýjasta afrek hennar. Frumsýningin tókst með afbrigðum vel að mínu mati og sýndi þar og sannaði að leikstjóri og aðstandendur sýningarinnar hafa lagt á sig ómælda vinnu s.l. mánuði til að ná því besta fram hjá hverjum og einum. Sú vinna sést helst á framförum margra yngri leikaranna, óhefðbundum útfærslum hinna eldri og reyndari og síðast en ekki síst smurðri heilstæðri sýningu þar sem söguþráðurinn kemst vel til skila. Á endanum held ég að það hafi bara verið kostur að þekkja ekkert til verksins áður en ég sá þessa sýningu. Ég hef síðan séð myndina og komist að því að útfærsla LV á þessu sama verki er jafnvel enn betri en ég gerði mér grein fyrir. Og enn og aftur kemur það mér í opna skjöldu hvað LV tekst að ná langt og gera stóra hluti úr því litla fjármagni sem áhugamannaleikhús á landsbyggðinni hefur úr að moða. Það speglar bara metnaðinn sem býr í þessu dásamlega ,,LITLA” leikfélagi. Leik(hús)félagi minn hafði það að orði eftir sýninguna að hana langaði að sjá sýninguna aftur....og það langar mig líka. Segir það ekki allt sem segja þarf ?   BRAVÓ Leikfélag Vestmannaeyja!   Takk fyrir mig

Naumt tap í toppslagnum

Keppni í Olísdeild karla lauk í kvöld með heilli umferð.  Eyjamenn sóttu Hauka heim í Hafnarfjörðinn í leik sem skipti engu máli, þar sem Haukar höfðu þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og ÍBV var öruggt með annað sætið.  Þrátt fyrir það var góð barátta í Eyjaliðinu, sem lék án tveggja lykilmanna í leiknum, þeirra Magnúsar Stefánssonar og Andra Heimis Friðrikssonar.  Eyjamenn sýndu deildarmeisturunum enga linkind og staðan eftir 24 mínútna leik var 9:10 ÍBV í vil.  Haukar breyttu stöðunni hins vegar í 13:10 en ÍBV skoraði síðasta mark hálfleiksins og staðan 13:11 í leikhléi.  Haukar náðu svo fjögurra marka forystu í seinni hálfleik, 19:15 en Eyjamenn neituðu að gefast upp og jöfnuðu metin 21:21 þegar aðeins tvær mínútur voru eftir.  Haukar reyndust hins vegar sterkari á lokakaflanum og unnu 23:22.  Ungu leikmennirnir í leikmannahópi ÍBV fengu að spreyta sig í leiknum.   Nú liggur ljóst fyrir hvaða lið mætast í undanúrslitum Íslandsmótsins.  Eins og við var að búast, mætir ÍBV Val í undanúrslitunum og í hinni viðureigninni mætast Hafnarfjarðarliðin tvö, Haukar og FH.  Undanúrslitin hefjast þriðjudaginn 22. apríl en ÍBV er með heimaleikjarétt og fer því fyrsti leikurinn fram í Eyjum.  Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitin.   Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 7/2, Sindri Haraldsson 3, Róbert Aron Hostert 3, Svavar Grétarsson 3, Agnar Smári Jónsson 2, Guðni Ingvarsson 2, Dagur Arnarsson 1, Bergvin Haraldsson 1. Varin skot: Henrik Eidsvaag 14/1.    

Bílbeltin björguðu í útafakstri

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið og þá sérstaklega vegna umferðarmála. Helgin fór ágætlega fram og lítið um útköll á skemmtistaði bæjarins.   Ein eignaspjöll voru tilkynnt lögreglu í liðinni viku en um var að ræða skemmdir á styttu sem stóð við Arnardranga. Einnig var ljós sem lýsti upp Arnardranga, skemmt. Er talið að eignapjöllin hafi verið unnin aðfaranótt 13. apríl sl. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki og eru því allar upplýsingar um hugsanlegan geranda eða gerendur vel þegnar.   Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis um liðna helgi og var hann sviptur ökuréttindum í framhaldi af því.   Þá var einn ökumaður stöðvaður vegna hraðaksturs en hann mældist á 94 km/klst. á Strembugötu, en eins og ökumenn eiga að vita þá er hámarkshraði innanbæjar 50 km/klst. nema annað sé tekið fram. Rétt er að geta þess að sekt þessa ökumanns vegna þessa akstursmáta nemur kr. 50.000,-.   Tvær kærur liggja fyrir vegna vanrækslu á að nota öryggisbelti í akstri og þá fékk einn ökumaður sekt fyrir að aka án þess að hafa endurnýjað ökuréttindi sín.   Síðdegis þann 10. apríl sl. var lögreglu tilkynnt um að bifreið hafi lent utan vega á Hamarsvegi, sunnan Dverghamars. Þarna hafði ökumaður, sem var að taka framúr bifreið, misst stjórn á akstrinum með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti utan vega. Ökumaðurinn sem var einn í bifreiðinni, var fluttur á sjúkrahús Vestmanneyja til aðhlynningar en meiðsl hans voru ekki alvarleg og fékk hann að fara heim að skoðun lokinni. Talið er að farið hefði verr ef ökumaðurinn hefði ekki verið með öryggisbeltið spennt þegar óhappið átti sér stað. Bifreiðin er töluvert skemmd ef ekki ónýt.   Tvö önnur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni en í báðum tilvikum var um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.   Lögreglan vill benda ökumönnum og eigendum ökutækja á að tími nagladekkjanna rennur út 15. apríl. Hins vegar verður ekki byrjað að beita sektum vegna aksturs á nagladekkjum, þar sem enn getur brugðið til beggja vona varðandi veðurfar, en lögreglan mun senda út tilkynningu þegar að því kemur að farið verður að beita sektum.  
>> Eldri fréttir

Mannlíf >>

Þunglyndi eitt algengasta mein sem fólk upplifir á lífsleiðinni

Með þessari frétt má finna nýtt myndband eftir þau Jóhönnu Ýr Jónsdóttur og Ágúst Óskar Gústafsson, Gústa læknir.  Myndbandið fjallar um þunglyndi en stefna þeirra Gústa og Jóhönnu er að opna umræðuna um þunglyndi, brjóta niður fordóma gegn því og benda á úrræði.  Jafnframt stefna þau á stofnun samtaka, Geðfatlann sem hefur þessi baráttumál á sinni stefnuskrá.   „Eitt algengasta mein sem fólk upplifir á lífsleiðinni er þunglyndi.  Vissulega eigum við öll misgóða daga, upplifum depurð eða kvíða sem varla telst sem þunglyndi, en þunglyndi er samt algengarar en við áttum okkur á, “ sagði Gústi í samtali við Eyjafréttir.   „Einhverra hluta vegna virðist það enn vera feimnismál að ræða þetta opinskátt þrátt fyrir að við höfum jafnvel upplifað það á eigin skinni eða þekkjum einhvern sem glímir við sjúkdóminn.  Sérstaklega virðast karlmenn eiga erfitt með að játa slíka slæma vanlíðan.  Vegna þessarar feimni draga margir hverjir það á langinn að leita sér hjálpar og ómeðhöndlað getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.“   Varðandi myndbandið, þá fékk Jóhanna Ýr Eyjastelpuna Sif Hjaltdal Pálsdóttur aftur í lið með sér en Sif sér um teikningar í myndbandinu, líkt og hún gerði í fyrra myndbandi Jóhönnu sem hún gerði um einhverfu.  Gústi sér um tónlist og upptökur fyrir myndbandið með aðstoð Gísla Stefánssonar, sem sá um útsetningar.  Titill myndbandsins er að sjálfsögðu Geð-fatlinn.   Nánar í Eyjafréttum.

Stjórnmál >>

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Vellirnir koma vel undan vetri

Nú þegar rétt rúmar tvær vikur eru í fyrsta leik í Íslandsmótinu hafa menn talsverðar áhyggjur af ástandi knattspyrnuvalla í höfuðborginni, sem margir koma afar illa undan vetri.  Sömu sögu er hins vegar ekki að segja um knattspyrnuvellina í Eyjum sem koma vel undan vetri.  Þannig er verið að slá Hásteinsvöll í þessum töluðu orðum og aðrir vellir eru í það minnsta orðnir fjarska fallegir.  ÍBV á að spila við Fram í fyrsta leik á Laugardalsvelli sunnudaginn 4. maí en miðað við ástand vallarins er ólíklegt að leikurinn fari fram þar.  Svo gæti jafnvel farið að félögin víxli leikjum, þ.e. spili í Eyjum í fyrstu umferðinni en engin ákvörðun hefur verið tekin þess efnis.   Hásteinsvöllur fór afar illa síðasta sumar enda sjaldan rignt eins mikið og síðasta sumar.  Fyrir vikið náði völlurinn sjaldnast að þorna og undir það síðasta var hann orðinn afar slæmur.  Nú eru ljót sár á miðju vallarins en Guðgeir Jónsson, vallarstjóri Golfklúbbs Vestmannaeyja segir að veturinn hafi verið hagstæður og vorið einni.  „Hásteinsvöllur hefur nánast verið grænn í allan vetur en við ætlum að sá í skemmdirnar við fyrsta tækifæri og vonandi verða þær orðnar góðar fyrir fyrsta leik Ég kíkti líka á Helgafellsvöllinn og hann lítur ágætlega út. Reyndar eru skemmdir á honum líka, eins og á öllum völlunum eftir síðasta sumar sem var mjög erfitt.“   Golfvöllurinn góður Hvað með golfvöllinn, hvernig kemur hann undan vetri? „Þar er sama sagan. Völlurinn er farinn að grænka og við erum búnir að opna sumarflatirnar á fyrstu tólf holunum. Það eru alltaf vandræði með flatirnar við hamarinn, 14. og 15. hafa verið leiðinlegar og 17. líka en sú síðastnefnda hefur verið að taka við sér. Við erum að laga þá 15. og vonandi verður 14. flötin flott í sumar,“ sagði Guðgeir að lokum.  

Greinar >>

Rokkað með LV

Ef ég væri meira sjálfhverf en ég er og héldi að veröldin snérist einungis um mig eina, myndi ég freistast til að halda að Leikfélag Vestmannaeyja hefði komist í dagbækurnar mínar á einhverjum tímapunkti og stílað síðan, þar eftir, val sitt á leikverkum algjörlega inná mig og mitt áhugasvið. Ennnn....þar sem ég er í þokkalegum tengslum við jörðina hef ég ekki látið það eftir mér að hugsa svo sjálfhverfar hugsanir (jú víst), heldur geri mér að fullu ljóst hversu ótrúlega heppin ég er að hér í Eyjum höfum við áhugamannaleikhús sem lætur ekkert stöðva sig í að færa á fjalirnar leikverk af þeim stærðargráðum sem raun ber vitni. Eftir hrifningu mína á síðasta söngleik félagsins, Grease, kom ekki annað til greina en að sjá nýjasta verk þess „Don´t stop believin”.   Ég játa að ég vissi fátt um þennan söngleik fyrir frumsýninguna. Hafði hvorki lesið um hann né séð hann á sviði eða hvíta tjaldinu. Vissi bara það eitt að sögusviðið væri níundi áratugurinn. Áratugurinn þegar ég var unglingur í neonlituðum fötum, með vængi í hárinu, dökkt meiköpp, ljósbleikar varir og lausa herðapúða sem maður smellti undir allar peysur, toppa, jakka og blússur. Áratugurinn sem maður fór frá því að taka niður Duran Duran platgötin af veggjunum í herberginu og hengdi í staðinn upp platgöt með Gun´s and Roses, Def Leppard og Kiss. Henti síðan neonlituðu fötunum fyrir leðurjakka og gallabuxur og batt tóbaksklút um höfuðið....ROCK ON!   Það var ekki laust við að ég velti fyrir mér hvort það myndi á endanum reynast kostur eða galli að vita ekkert um verkið. Fyrir þá sem ekki þekkja mig er ég þessi týpa sem vil helst af öllu ekki vaða út í óvissu, vil vita út í hvað ég er að fara og hverju ég megi eiga von á. Sem dæmi um þetta er ég alltaf búin að hlusta og horfa á öll júróvisjonlögin mörgum vikum áður en þau birtast okkur í aðalkeppninni. Ég braut því mínar eigin hefðir og venjur með því að láta ekki undan freistingunni að leigja mér myndina áður en ég færi á frumsýninguna. Fyrir þá sálfræðinga og/eða geðlækna sem lesa þessar línur vil ég taka fram að þetta er algjörlega í fyrsta skipti sem ég sýni slíka áhættuhegðan...ég sver! Með blöndu af tilhlökkun, og pínu frumsýningarkvíða fyrir hönd leikendanna, gengum við leik(hús)félagi minn, Kolbrún Harpa, inn í stórbreytt húsnæði leikfélagsins sem hlotið hefur nafnið Kvika. Og þvílíkur munur! Það fyrsta sem mætti okkur voru rauð flauelsmjúk teppi sem höfðu þau áhrif að mér fannst ég loksins vera komin í alvöru leikhús en ekki félagsmiðstöð. Stórglæsileg aðstaðan á neðstu- og miðhæðinni, glæsilegur barinn, Kviku-glugginn, leðursófarnir, hjólastóla-rýmið í áhorfendasalnum og lyftan, sem gerir það að verkum að nú er leikhúsið loksins opið öllum, en ekki bara þeim sem eru á tveimur jafnfljótum, fengu mig til að finnast ég hafa gert rétt með því að punta mig og klæða í betri fötin. Leikhúsið var nefnilega líka sparibúið svo við vorum alveg í stíl þetta kvöld.   Til hamingju með þessar ótrúlegu vel heppnuðu breytingar Leikfélag Vestmannaeyja, Vestmannaeyjabær já og við öll. Næst skulum við svo fjölga klósettunum (allavega kvenna) svo við stelpurnar þurfum ekki að eyða fimmtán mínútum í biðröð eftir að komast á wc í hléinu. Þeim mínútum væri svo miklu betur eytt annarsstaðar... t.d. á barnum ;) Það væri allt of langt mál að taka fyrir hvern og einn einasta leikara í sýningunni enda er þetta stórt verk með á þriðja tug leikenda á sviðinu þegar mest er. Hlutverkin eru misstór allt frá því að vera dansari í hópatriðum upp í það að standa einn á sviði með kastljósið á sér. Og fyrst ég nefni dansa má ég til með að minnast á dansarana þær Dorthy Lísu Woodland og Hafdísi Ástþórsdóttur. Dansinn á karlaklúbbnum var í einu orði sagt glæsilegur enda búa þær Dorthy og Hafdís yfir ótrúlegum styrk og færni. Maður komst hreinlega ekki hjá því að dást að fimleika þeirra um leið og maður hélt í sér andanum um stund þegar þær héngu á hvolfi í súlunni og engu líkara en togkraftur jarðar hefði akkurat ekkert í þær. Kóriógrafía Dorthy á dansatriði strákabandsins gerði það líka að verkum að ég var sífellt að skella uppúr, enda kannaðist ég kannski aðeins of vel við dásamlega hallærisleg danssporin.   Vilborg Sigurðardóttir (Justice/Bakraddir) var mjög trúverðug í hlutverki hinnar lífsreyndu madömmu á strippklúbbnum/karlaklúbbnum. Söngur hennar var óaðfinnanlegur og breið rödd hennar einkar falleg. Eitt af bestu lögum sýningarinnar, sönglega séð, var tvísöngur hennar og Unu (Sherrie) í ,,Harden my heart”.   Una Þorvaldsdóttir komst vel frá sínu hlutverki sem hin saklausa Sherrie sem kemur, í óþökk foreldra sinna, í borgina og dreymir um að verða fræg. Una hefur ótrúlegt vald á rödd sinni af svona ungri stúlku að vera, er mjög melódísk svo unun er á að hlýða. Hún bræddi mig í sínu litla hlutverki í Grease á sínum tíma, og þó kraftmikið rokkið í þessari sýningu henti rödd hennar síður, fór hún fanta vel með nokkur af sínum lögum. Þar af stóð ,,More then words/Heaven”, sem hún söng ásamt Ólafi Frey (Drew), algjörlega uppúr hjá mér.   Ólaf Frey Ólafsson hef ég ekki séð áður á sviði. Hafi þetta verið frumraun hans þá komst hann mjög vel frá henni. Það er alltaf ákveðin hætta á að ofleika og/eða oftúlka þegar fólk er að stíga sín fyrstu spor í leiklistinni en Ólafur er blessunarlega laus við það. Leikur hans var þvert á móti mjög látlaus sem Drew, ungi rokkarinn sem þráir ekkert heitar en að fá tækifæri til að sanna sig á sviði. Söngur Ólafs var á tíðum prýðilegur og ef hann næði að opna örlítið betur á röddina, slaka á hálsinum þegar hann fer uppá háu nóturnar, er ég viss um að fátt gæti stöðvað hann í kalla fram gæsahúð hjá áhorfendum.   Mest mæðir á Ævari Erni Kristinssyni sem leikur Lonny aðstoðarmann Dennis (Zindri Freyr). Hann er jafnframt sögumaðurinn sem bindur sýninguna saman og kemst Ævar vel frá því hluverki. Mér finnst honum hafa farið ótrúlega mikið fram frá því er hann lék Danny í Grease. Hann hefur þroskast á sviðinu, kann betur inná óvæntar pásur með því að bíða með textann sinn (á meðan áhorfendur klappa/hlæja ) auk þess sem hann er orðinn mun skýrmæltari. Ævar hefur líka ágætis söngrödd, átti nokkrar bráðfyndnar senur og má þar helst minnast á eitt eftirminnilegasta atriði sýningarinnar á móti Zindra Frey (Dennis).    Zindri Freyr Ragnarsson átti, að mínu mati, sitt hlutverk skuldlaust og vel að verki staðið hjá leikstjóranum, Ágústu Skúladóttur, að velja þennan mikla reynslubolta til að túlka klúbbeigandann Dennis. Atriðið milli hans og Ævars í "Can't Fight This Feeling" var, eins og ég nefndi áðan, eitt af hápunktum sýningarinnar. Ég og leikfélagi minn, Kolbrún Harpa, gjörsamlega grétum af hlátri allan tímann og það gerði reyndar líka salurinn allur. Innlifun Zindra í þessu atriði var svo dásamlega innileg að hefði ég verið að horfa á þetta atriði á DVD hefði ég horft á það aftur og aftur og aft..... Bravó Zindri !   Hannes Már Hávarðarson (Stacee Jaxx) kom mér kannski mest á óvart því ég hafði, fram að því er hann birtist mér á sviði, aldrei heyrt hans getið. Þessi peyji stóð algjörlega undir sínum karakter sem sjálflægur og útlifaður rokkari sem þó, undir niðri, þráir að finna hina einu sönnu ást. Nokkur laganna sem hann söng urðu til þess að ég fékk hreinlega gæsahúð aftur og aftur. Hann hefur háa og krafmikla rödd sem hentar þessari tegund (glam)rokksins svakalega vel. Atriðið á milli hans og Ernu Sif Sveinsdóttur (Pauline) í ,,I wanna know what love is” var alveg geggjað og þegar hann tók gamla Def Leppard smellinn ,,Pour some sugar on me” var ég farin að stappa með fótunum, dilla mér í sætinu og mæma með textanum. Hannes átti algjörlega salinn á þeirri stundu....þvílík rödd! Bravó Hannes!   Alexander Salberg (Chris/Pabbi Sherrie) var óviðjafnanlegur og svo mikið réttur maður á réttum stað. Hefði ekki viljað sjá neinn annan í þessu hlutverki. Alexander hefur þetta ,,eitthvað” sem ekki allir hafa. Það er ekki lært, nema að litlum hluta, heldur meðfætt. Lengi getur gott batnað og Alexander fer baaara batnandi. Atriðið á milli hans og Ólafs Freys, þegar Drew mætir í nýja búningnum, var eitt af fyndnustu atriðum sýningarinnar...þökk sé Alexander og hárréttri tímasetningu og áherslum á línunum hans. Bravó Alexander!   Svo verð ég að fá að minnast á hljómsveitina. Óóóótrúlega þétt band á köflum og svo mjög að mér fannst ég á tímabili vera stödd á alvöru tónleikum. Og það er sýningin á köflum því áhorfandinn fer frá því að vera staddur í leikhúsi fyrir hlé yfir í að vera kominn á tónleika í klúbbnum í seinni hluta verksins. Hljómsveitarmeðlimir voru mismikið innvolveraðir inn í atriðin, allt frá því að vera nánast ósýnilegir yfir í að vera á þeytingi með hljóðfærin víðsvegar um sviðið eins og á alvöru rokktónleikum. Það er algjörlega frábært að hafa lifandi tónlist á sviðinu, þvílíkur klassa metnaður hjá leikfélaginu... á ekki stærra sviði. Þar kemur einmitt að sviðsmyndahönnuðum sýningarinnar sem, að mínu mati, stóðu sig rosalega vel í útfærslum á sviðsmyndinni ásamt ljósahönnuði verksins. Frábærar og einfaldar lausnir þessara aðila sem voru sko alveg að virka fyrir mig.   Handritið er líka listavel unnið hjá Karli Ágústi Úlfssyni. Hnittin tilsvörin, lítil sem stór, voru algjörlega ,,spot on” og textinn á stundum svo sjúklega fyndinn að maður náði vart andanum á milli hlátursroka. Dansarnir voru líka mjög vel útfærðir og minntu um margt á hinar vinsælu jazzballetsýningar níunda áratugarins. 80´s búningarnir voru að flestu leyti líka ,,perfect” má ég þá sérstaklega nefna búningar hljómsveitarinnar og strákabandsins. Hár og förðun voru mjög fagmannlega unnin, enda skiptir sköpum að hafa þetta tvennt alveg 100% þar sem þetta er svo stór partur af túlkun þessa áratugar. Bakraddirnar voru æðislegar, bæði röddun svo og fyllingin. Hefði meira að segja vilja heyra enn meira í þeim. Hljóðið var í 90 % tilvika til fyrirmyndar og lýsingin, eins og ég nefndi áður, algjör snilld og hjálpaði heilmikil til við að mynda rétta stemningu hvort heldur hún átti að vera lítil og einföld eða eins og á stórum tónleikum. Það er ekki annað hægt en að hrósa leikstjóra verksins Ágústu Skúladóttur og óska henni til hamingju með þetta nýjasta afrek hennar. Frumsýningin tókst með afbrigðum vel að mínu mati og sýndi þar og sannaði að leikstjóri og aðstandendur sýningarinnar hafa lagt á sig ómælda vinnu s.l. mánuði til að ná því besta fram hjá hverjum og einum. Sú vinna sést helst á framförum margra yngri leikaranna, óhefðbundum útfærslum hinna eldri og reyndari og síðast en ekki síst smurðri heilstæðri sýningu þar sem söguþráðurinn kemst vel til skila. Á endanum held ég að það hafi bara verið kostur að þekkja ekkert til verksins áður en ég sá þessa sýningu. Ég hef síðan séð myndina og komist að því að útfærsla LV á þessu sama verki er jafnvel enn betri en ég gerði mér grein fyrir. Og enn og aftur kemur það mér í opna skjöldu hvað LV tekst að ná langt og gera stóra hluti úr því litla fjármagni sem áhugamannaleikhús á landsbyggðinni hefur úr að moða. Það speglar bara metnaðinn sem býr í þessu dásamlega ,,LITLA” leikfélagi. Leik(hús)félagi minn hafði það að orði eftir sýninguna að hana langaði að sjá sýninguna aftur....og það langar mig líka. Segir það ekki allt sem segja þarf ?   BRAVÓ Leikfélag Vestmannaeyja!   Takk fyrir mig

Á léttu nótunum >>

Vertu sterk

Fangi sleppur úr fangelsi þar sem hann hefur verið í 15 ár. Á flóttanum finnur hann hús og brýst inn í það til að leita af peningum og byssum, en hann finnur bara ungt par í rúmi.   Hann skipar stráknum að fara úr rúminu, og bindur hann fastan á stól. Á meðan hann er að binda stelpuna upp í rúmi....og kyssir hana á hálsinn og fer svo inná baðherbergi. Á meðan hann er þar segir strákurinn við stelpuna: Hey þessi gaur er fangi sem hefur flúið, sjáðu bara fötin hans! hann hefur örugglega verið lengi í fangelsi og hefur ekki séð konu í mörg ár. Ég sá hvernig hann kyssti á hálsinn á þér. Ef hann vill kynlíf ekki segja nei eða neitt gerðu bara það sem hann segir þér að gera, veittu honum fullnægingu. Þessi gaur hlýtur að vera hættulegur og ef hann verður reiður drepur hann örugglega okkur bæði. Vertu sterk elskan, ég elska þig!   Konan svarar „Hann var ekki að kyssa á mér hálsinn, hann var að hvísla að mér og sagði að hann væri hommi og fannst þú vera mjög sexy og spurði hvort við ættum eitthvað vaselín inná klósetti.  - Vertu sterkur ég elska þig líka!!!  Smá bónusbrandari:Hún giftist og eignaðist 13 börn, þá dó eiginmaðurinn Hún giftist aftur og eignaðist 7 börn og aftur dó eiginmaðurinn Hún giftist þeim þriðja og 5 börn bættust við, eftir farsæla og langa ævi dó hún og skildi eftir sig 25 afkvæmi. Standandi við kistuna mælti presturinn ...„Þakka þér Guð fyrir þessa ástríku konu en nú að lokum eru þau saman“Einn syrgjanda á næsta bekk hallaði sér fram og spurði vin sinn: „Er hann að tala um fyrsta, annan eða þriðja eiginmanninn“Vinurinn svaraði: „Nei, hann er að tala um lærin á henni“