Hvað vilja Vestmannaeyingar í ferjumálum?

Hvað vilja Vestmannaeyingar í ferjumálum?

Þá hefur bæjastjórinn, með stuðningi bæjarstjórnar, haft það í gegn að samgöngumál okkar hverfa aftur um tugi ára með því að keyra í gegn smíði á skipi sem verður jafnstórt og Herjólfur nr. 2 eða rúmir 60 metrar. Þrátt fyrir að hafa haft tækifæri til þess að leigja ferju sem ristir jafn mikið (lítið) og þetta skip sem er í hönnun. Nema þessi ferja tekur 1000 farþega og 170 bíla. Þarna hefði verið kjörið tækifæri að kanna hvort kenningar siglingastofnunar eigi við rök að styðjast. En eins og flestir vita þá hafa kenningarnar verið frekar vafasamar svo ekki sé meira sagt. Þessi nýja ferja sem er í hönnun er sögð eiga að taka jafnmikið, eða meira, af bílum en núverandi Herjólfur. Þegar núverandi Herjólfur var smíðaður var reiknað með 70 bílum að stærð 4,2 m. en í dag flytur hann 60 – 62 bíla, bílar hafa stækkað síðan núverandi Herjólfur var smíðaður. Þá skulum við skoða ferjuna sem á að bjóða okkur. Hún á að taka 60 bíla sem eru 4,2 m, sem sagt sömu viðmið og þegar Herjólfur var smíðaður. Það er því rangt að ferjan muni taka 60 bíla, hún kemur ekki til með að taka nema 52 – 54 bíla. Og áfram heldur leikritið; þeir segja við förum bara fleiri ferðir. Af hverju fer núverandi Herjólfur ekki fleiri ferðir? Bæjastjórnin lét fara fram kosningu um hvort reisa ætti hótel í gryfjunni fyrir ofan Hásteinsvöllinn. Er ekki komin tími til að kjósa um hvað Vestmannaeyingar vilja í ferjumálum. Hvort við viljum láta smíða þessa litlu ferju eða leigja skipið sem stendur til boða og sannreyna hvort staðhæfingar Siglingastofnunar um grunnristara skip eitt og sér leysi allan vanda Landeyjahafnar. Fólk er orðið þreytt á biðlistum og ef þessi ferja verður smíðuð verða biðlistar næstu 20 árin. Það er ekki það sem við viljum. En með því að leigja stærri ferju kæmumst við að raunverulegri flutningsþörf á farþegum og bílum til Eyja. Er ekki kominn tími til að fá ferju sem tekur mið af spá Vegagerðarinnar um farþegafjölda til 2017, sem er 700.000 farþegar. Væri ekki ráð að leigja þessa ferju og sjá hvort hún virkar. Ef hún virkar ekki þá bara skilum við henni en ef hún virkar þá kaupum við hana eða smíðum sambærilegt skip. En ef við smíðum þessa ferju sem er í hönnun og hún virkar ekki sitjum við uppi með skipið. Ég er þess fullviss að flestir Vestmannaeyingar vilja leigja ferjuna sem er í boði, til reynslu, áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. Þetta er ekki einkamál bæjastjórans og bæjastjórnarinnar, þetta er mál allra Vestmannaeyinga. Vestmannaeyingar látið í ykkur heyra og horfum til framtíðar í samgöngumálum.   Halldór Bjarnason Íbúi í Vestmannaeyjum      

Eftirsótt að verða framkvæmdastjóri SASS

Alls barst 41 umsókn um stöðu framkvæmdastjóra Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem auglýst var fyrir skömmu. Þorvarður Hjaltason, núverandi framkvæmdastjóri, hættir störfum þann 1. desember næstkomandi.   Umsækjendurnir eru:   Aníta Óðinsdóttir, lögfræðingur Auðunn Bjarni Ólafsson, framkvæmdastjóri Ágúst Loftsson, grafískur hönnuður Berglind Björk Hreinsdóttir, verkefnisstjórnun Bjarni Guðmundsson, viðskiptafræðingur Bjarni Hlynur Ásbjörnsson, viðskiptafræðingur Bjarni Jónsson, húsasmíðameistari Björg Erlingsdóttir, stjórnsýslufræðingur Brynjar Þór Elvarsson, stjórnmálafræðingur Drífa Jóna Sigfúsdóttir, viðskiptafræðingur Drífa Kristjánsdóttir, fyrrverandi oddviti Einar Örn Davíðsson, lögfræðingur Eirný Vals, verkefnisstjórnun Elín Björg Ragnarsdóttir, lögfræðingur Garðar Lárusson, viðskiptafræðingur Guðbjörg Jónsdóttir, iðnrekstrarfræðingur Gunnar Alexander Ólafsson, hagfræðingur Inga Ósk Jónsdóttir, viðskiptafræðingur Ingunn Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur Ívar Ragnarsson, viðskiptafræðingur Jón Pálsson, viðskiptafræðingur Jónas Egilsson, alþjóðasamskipti Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Katrín María Andrésdóttir, stjórnsýslufræðingur Kári Jónsson, líf og læknavísindi Kristín Hreinsdóttir, stjórnsýslufræðingur Lúðvík Magnús Ólafsson, tölvunarfræðingur Margrét Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur Ólafur Hallgrímsson, lögfræðingur Páll Línberg Sigurðsson, ferðamálafræðingur Sigmundur G. Sigurgeirsson, viðskiptafræðingur Sigurður Torfi Sigurðsson, búvísindi Stefán Haraldsson, véltæknifræðingur Telma Sveinsdóttir, viðskiptafræðingur, Valdimar O. Hermannsson, rekstrarstjóri og forstöðumaður Þorsteinn Þorsteinsson, rekstrarhagfræðingur Þórarinn Egill Sveinsson, iðnaðarverkfræðingur Þórður Freyr Sigurðsson, viðskiptafræðingur Þórey S. Þórisdóttir, viðskiptafræðingur Þórunn Jóna Hauksdóttir, stjórnsýslufræðingur Örn Þórðarson, viðskiptafræðingur    

Eftirsótt að verða framkvæmdastjóri SASS

Alls barst 41 umsókn um stöðu framkvæmdastjóra Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem auglýst var fyrir skömmu. Þorvarður Hjaltason, núverandi framkvæmdastjóri, hættir störfum þann 1. desember næstkomandi.   Umsækjendurnir eru:   Aníta Óðinsdóttir, lögfræðingur Auðunn Bjarni Ólafsson, framkvæmdastjóri Ágúst Loftsson, grafískur hönnuður Berglind Björk Hreinsdóttir, verkefnisstjórnun Bjarni Guðmundsson, viðskiptafræðingur Bjarni Hlynur Ásbjörnsson, viðskiptafræðingur Bjarni Jónsson, húsasmíðameistari Björg Erlingsdóttir, stjórnsýslufræðingur Brynjar Þór Elvarsson, stjórnmálafræðingur Drífa Jóna Sigfúsdóttir, viðskiptafræðingur Drífa Kristjánsdóttir, fyrrverandi oddviti Einar Örn Davíðsson, lögfræðingur Eirný Vals, verkefnisstjórnun Elín Björg Ragnarsdóttir, lögfræðingur Garðar Lárusson, viðskiptafræðingur Guðbjörg Jónsdóttir, iðnrekstrarfræðingur Gunnar Alexander Ólafsson, hagfræðingur Inga Ósk Jónsdóttir, viðskiptafræðingur Ingunn Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur Ívar Ragnarsson, viðskiptafræðingur Jón Pálsson, viðskiptafræðingur Jónas Egilsson, alþjóðasamskipti Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Katrín María Andrésdóttir, stjórnsýslufræðingur Kári Jónsson, líf og læknavísindi Kristín Hreinsdóttir, stjórnsýslufræðingur Lúðvík Magnús Ólafsson, tölvunarfræðingur Margrét Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur Ólafur Hallgrímsson, lögfræðingur Páll Línberg Sigurðsson, ferðamálafræðingur Sigmundur G. Sigurgeirsson, viðskiptafræðingur Sigurður Torfi Sigurðsson, búvísindi Stefán Haraldsson, véltæknifræðingur Telma Sveinsdóttir, viðskiptafræðingur, Valdimar O. Hermannsson, rekstrarstjóri og forstöðumaður Þorsteinn Þorsteinsson, rekstrarhagfræðingur Þórarinn Egill Sveinsson, iðnaðarverkfræðingur Þórður Freyr Sigurðsson, viðskiptafræðingur Þórey S. Þórisdóttir, viðskiptafræðingur Þórunn Jóna Hauksdóttir, stjórnsýslufræðingur Örn Þórðarson, viðskiptafræðingur    

Ert þú á biðlista?

Ágæti Eyjamaður hefur þú gert þér grein fyrir? Verði úr smíði á þeirri ferju sem hönnunarhópur á vegum Vegagerðarinnar (Innanríkisráðuneytisins) vinnur að til siglinga milli lands og Eyja verður þú á biðlista í mörgum tilfellum stóran hluta ársins næstu 20-25 árin. Það skip (nýsmíði) sem kynnt hefur verið uppfyllir ekki þá flutningsþörf sem reiknað er með í skýrslu Vegagerðarinnar, um þarfir fyrir flutninga á næstu árum. Skiptir þá engu hvort siglt yrði 8 ferðir á dag á álagstímum. (Tilv. Umferðarspá milli lands og Eyja eftir Friðleif Inga Brynjarsson dags.16.10. 2o12. Spá um farþegaflutninga með ferju milli lands og Eyja til ársins 2032) Því miður geta ekki allir haft langan fyrirvara á pöntun ferða, verða af ýmsum ástæðum að ferðast með stuttum fyrirvara, þá er svarið oft því miður þú ert á biðlista. Stórir hópar ferðamanna hætta við að koma til Eyja vegna endalausra biðlista og óöryggis.Eyjamenn við látum ekki bjóða okkur þessa framtíðarsýn í samgöngumálum.  Nú stendur til boða stór og öflug ferja sem að flestra áliti mun henta vel til siglinga til Landeyjarhafnar og einnig með getu til siglinga til Þorlákshafnar ef á þarf að halda.Það má ekki sleppa tækifærinu að reyna þennan möguleika. Við höfnum því að verða á biðlista um ókomin ár Ein aðal forsenda góðrar búsetu hér í Eyjum eru góðar samgöngur.  Horfum til framtíðar.    Kristján G. Eggertsson, áhugamaður um samgöngumál Vestmannaeyja    

Eins marks tap gegn Aftureldingu

Afturelding sótti tvö stig út í Eyjar í kvöld í 12. umferð Olís-deildar karla í handbolta en Mosfellingar unnu þá eins marks endurkomusigur á Íslandsmeisturum ÍBV, 24-23.  Afturelding tryggði sér sigurinn með því að vinna endakafla leiksins 11-6 eftir að hafa lent fjórum mörkum undir í byrjun seinni hálfleiks.  Heimamenn voru betri nánast allan leikinn en Mosfellingar náðu með ótrúlegum kafla í síðari hálfleik að innbyrða stigin.  Fyrir leikinn var ljóst að Pétur Júníusson myndi ekki taka þátt hjá Aftureldingu en að sama skapi var ljóst að Sindri Haraldsson myndi taka einhvern þátt í leiknum. Sindri hefur verið að glíma við slæm meiðsli en hann stóð sig gríðarlega vel þann tíma sem hann var inni á vellinum. Fjarvera Péturs hafði slæm áhrif á lið Aftureldingar í upphafi leiks en undir lokin var búið að kippa því í lag.   Bæði lið ætluðu að keyra upp tempóið í leiknum og beittu hröðum sóknum. Sindri Haraldsson var geymdur á bekk Eyjamanna stóran hluta fyrri hálfleiks en hann er augljóslega ekki orðinn heill heilsu.  Í upphafi leiks komu mörk Aftureldingar úr öllum áttum en þeim tókst oftar en ekki að finna besta mögulega færið. Vel gekk einnig hjá Eyjamönnum að búa sér til færi en þeir fengu óteljandi sénsa innan við punktalínu.   Í fyrri hálfleik var jafnt á öllum tölum en það var augljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt fyrir sigur í þessum leik. Kolbeinn Aron Arnarson átti góðan leik í marki Eyjamanna en markvarslan í síðasta leik Eyjamanna var hræðileg. Kolbeinn varði 17 skot í leiknum og þar af eitt vítakast.  Davíð Svansson náði sér ekki á strik í marki gestanna en vörn Aftureldingar framan af var alls ekki góð. Hann varði þó 13 skot og tók mjög mikilvæga bolta undir lokin. Eyjamenn byrjuðu síðari hálfleik mjög vel en þá hafði myndast gríðarleg stemning í húsinu sem átti eftir að haldast allt til leiksloka. Hvítu Riddararnir léku á alls oddi á áhorfendabekkjunum.   Gestunum tókst að saxa jafnt og þétt á forskotið og jöfnuðu leikinn þegar tíu mínútur voru eftir. Þá byrjaði vörn Aftureldingar að minna á sig og fækkaði færum Eyjamanna gríðarlega. Þegar tvær mínútur voru eftir komust gestirnir tveimur mörkum yfir í annað skiptið í leiknum. Það var of mikið fyrir Eyjamenn sem nýttu ekki sénsana sína undir lokin og því fór sem fór.     Gunnar Magnússon: Eigum að vinna með svona markvörslu  „Hrikalega svekkjandi, við köstuðum þessu frá okkur. Við höfðum frumkvæðið nánast allan leikinn og erum algjörir klaufar í lokin,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, en hann var augljóslega svekktur eftir sárt tap gegn nýliðum Aftureldingar í kvöld.  „Við fáum dæmda á okkur ódýra tæknifeila á síðustu tíu mínútunum og svo fáum við hrikalega ódýrar tvær mínútur þegar við erum að vinna boltann. Við fáum síðan tvo sénsa til að jafna og auðvitað hefðum við viljað fá betra færi í lokin og nýta þetta betur.“  „Kolli var mjög flottur, þetta er annar leikurinn af seinustu þremur þar sem hann hefur verið frábær. Við eigum að vinna með svona markvörslu, heilt yfir verð ég bara að segja að við spiluðum vel. Við erum bara algjörir klaufar að vinna þetta ekki,“ sagði Gunnar en Eyjamenn sýndu mikið af góðum köflum í leiknum.   Eyjamenn hafa því tapað þremur leikjum í röð gegn FH, ÍR og Aftureldingu. „Það verður ekkert mál að undirbúa menn, við munum berjast áfram og læra af þessu og komum sterkari til baka.“     Einar Andri: Stórt hjarta í liðinu  „Ég er rosalega sáttur við sigurinn og sérstaklega í ljósi þess að við vorum í miklum erfiðleikum stóran hluta leiksins og fannst við ekki ná okkur almennilega á strik fyrr en síðustu fimmtán mínúturnar,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar, eftir góðan sigur á erfiðum útivelli.  „Það var stórt hjarta í liðinu sem að kláraði þetta í lokin. Við vorum eiginlega búnir að missa þetta frá okkur í byrjun seinni hálfleiks og við náum einhvern veginn að klóra okkur inn í hann og klára þetta með einhverri hörku.“  Þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum voru Eyjamenn 19-16 yfir og staðan ekki björt fyrir gestina.  „Það var erfitt að átta sig á því, við vorum ekki líklegir. Mig minnir að Örn Ingi hafi komist inn í sendingu þegar þeir voru einum fleiri og upp úr því fáum við hraðaupphlaup, mér fannst það snúa leiknum.“  „Við erum að bara að safna stigum, við erum nýliðar og viljum ekki þenja okkur upp of mikið. Það eru fjórir leikir eftir fram að áramótum og ef við höldum vel á spöðunum og skilum inn nokkrum stigum getum við farið að leyfa okkur að hugsa um efri hlutann,“ sagði Einar Andri en hann virkaði virkilega hógvær og vildi helst ekki byggja upp of miklar væntingar.   visir,is Guðmundur Tómas Sigfússon    
>> Eldri fréttir

Stjórnmál >>

Fyrsti fundur bæjarstjórnar í dag

Bæjarstjórn Vestmannaeyja kemur saman í dag í fyrsta sinn á nýju kjörtímabili.  Niðurstaða bæjarstjórnarkosninganna í vor, voru á þann veg að Sjálfstæðisflokkur fékk fimm bæjarfulltrúa en Eyjalistinn tvo.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn eru Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Trausti Hjaltason og Birna Þórsdóttir en fulltrúar Eyjalistans eru Jórunn Einarsdóttir og Stefán Óskar Jónasson.  Elliði, Páley, Páll Marvin og Jórunn sátu öll í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili.  Stefán Óskar hefur áður verið í bæjarstjórn og var varamaður á síðasta kjörtímabili en þau Trausti og Birna eru ný.  Bæjarstjórnarfundurinn fer fram í Eldheimum og hefst klukkan 18:00.   „Þegar ég kom inn í bæjarstjórn 2002 voru útsvarstekjur á hvern íbúa á verðlagi þess árs rétt liðlega 200.000 krónur en á síðasta ári voru þær hátt í 475.000 krónur,“ sagði Stefán í samtali við Eyjafréttir, sem kom út í gær.   „Staðan í dag opnar á tækifæri að gera meira fyrir bæjarbúa og bæjarfélagið í heild. Ég er ekki að mæla með óráðsíu í fjármálum en það má gera betur á ýmsum sviðum. Auðvitað veltur þetta mikið á á sjávarútvegi og afkomu atvinnulífsins almennt. Á kjörtímabilinu 2002 og 2006 vorum við, ég og núverandi bæjarstjóri, Elliði Vignisson, að skoða þann möguleika á að rífa blokkina Áshamar 75 ef það gæti létt á skuldum bæjarins. Engum dettur það í hug í dag en sterkari innviðir bæjarfélagsins eru líka verðmæti,“ sagði Stefán.   Viðtalið má lesa í heild sinni í Eyjafréttum.  

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Greinar >>

Hvað vilja Vestmannaeyingar í ferjumálum?

Þá hefur bæjastjórinn, með stuðningi bæjarstjórnar, haft það í gegn að samgöngumál okkar hverfa aftur um tugi ára með því að keyra í gegn smíði á skipi sem verður jafnstórt og Herjólfur nr. 2 eða rúmir 60 metrar. Þrátt fyrir að hafa haft tækifæri til þess að leigja ferju sem ristir jafn mikið (lítið) og þetta skip sem er í hönnun. Nema þessi ferja tekur 1000 farþega og 170 bíla. Þarna hefði verið kjörið tækifæri að kanna hvort kenningar siglingastofnunar eigi við rök að styðjast. En eins og flestir vita þá hafa kenningarnar verið frekar vafasamar svo ekki sé meira sagt. Þessi nýja ferja sem er í hönnun er sögð eiga að taka jafnmikið, eða meira, af bílum en núverandi Herjólfur. Þegar núverandi Herjólfur var smíðaður var reiknað með 70 bílum að stærð 4,2 m. en í dag flytur hann 60 – 62 bíla, bílar hafa stækkað síðan núverandi Herjólfur var smíðaður. Þá skulum við skoða ferjuna sem á að bjóða okkur. Hún á að taka 60 bíla sem eru 4,2 m, sem sagt sömu viðmið og þegar Herjólfur var smíðaður. Það er því rangt að ferjan muni taka 60 bíla, hún kemur ekki til með að taka nema 52 – 54 bíla. Og áfram heldur leikritið; þeir segja við förum bara fleiri ferðir. Af hverju fer núverandi Herjólfur ekki fleiri ferðir? Bæjastjórnin lét fara fram kosningu um hvort reisa ætti hótel í gryfjunni fyrir ofan Hásteinsvöllinn. Er ekki komin tími til að kjósa um hvað Vestmannaeyingar vilja í ferjumálum. Hvort við viljum láta smíða þessa litlu ferju eða leigja skipið sem stendur til boða og sannreyna hvort staðhæfingar Siglingastofnunar um grunnristara skip eitt og sér leysi allan vanda Landeyjahafnar. Fólk er orðið þreytt á biðlistum og ef þessi ferja verður smíðuð verða biðlistar næstu 20 árin. Það er ekki það sem við viljum. En með því að leigja stærri ferju kæmumst við að raunverulegri flutningsþörf á farþegum og bílum til Eyja. Er ekki kominn tími til að fá ferju sem tekur mið af spá Vegagerðarinnar um farþegafjölda til 2017, sem er 700.000 farþegar. Væri ekki ráð að leigja þessa ferju og sjá hvort hún virkar. Ef hún virkar ekki þá bara skilum við henni en ef hún virkar þá kaupum við hana eða smíðum sambærilegt skip. En ef við smíðum þessa ferju sem er í hönnun og hún virkar ekki sitjum við uppi með skipið. Ég er þess fullviss að flestir Vestmannaeyingar vilja leigja ferjuna sem er í boði, til reynslu, áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. Þetta er ekki einkamál bæjastjórans og bæjastjórnarinnar, þetta er mál allra Vestmannaeyinga. Vestmannaeyingar látið í ykkur heyra og horfum til framtíðar í samgöngumálum.   Halldór Bjarnason Íbúi í Vestmannaeyjum