Uppbyggingarsjóður Suðurlands úthlutar 42 milljónum til 93 verkefna

Uppbyggingarsjóður Suðurlands úthlutar 42 milljónum til 93 verkefna

 Nýverið auglýstu Samtök sunnlenskra sveitarfélaga eftir umsóknum um styrki til menningar- og nýsköpunarverkefna á Suðurlandi. Um er er að ræða fyrri úthlutun styrkveitinga á árinu úr nýjum sjóði, Uppbyggingarsjóði Suðurlands.   Alls bárust að þessu sinni 184 umsóknir. Styrkur var veittur 93 verkefnum og er heildar fjárhæð styrkveitinganna rúmlega 42 milljónir. Styrkveitingar til menningarverkefna voru um 18 mkr. og 24 mkr. til nýsköpunarverkefna. Verkefnin eru fjölbreytt og ná til ólíkra atvinnu- og listgreina og styðja við verkefni vítt og breytt um landshlutann. Umsóknir að þessu sinni gefa okkur tilefni til að vera bjartsýn þegar litið er til framtíðar. Úthlutað verður héðan í frá tvisvar sinnum á ári úr sjóðunum, bæði til menningar- og nýsköpunarverkefna.   Uppbyggingarsjóður Suðurlands hefur það hlutverk að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni, auk annarra verkefna sem falla að sóknaráætlun Suðurlands og stuðla að jákvæðri samfélagsþróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans. Verkefnastjórn Sóknaráætlunar á Suðurlandi fer með endanlegt hlutverk úthlutunarnefndar en úthlutunarnefndir á sviði menningarmála annars vegar og atvinnuþróunar og nýsköpunar hins vegar, skiluðu tillögum til verkefnastjórnar. Umsjón og ábyrgð Uppbyggingarsjóðsins er hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.   Eftirtaldur aðilar úr Vestmannaeyjum fengu styrkveitingu   Menningarverkefni;   Fuglar og fiskar Sæheimar - Fiskasafn 400.000   Þjóðhátíð í 140 ár - heimildarmynd / framhaldsstyrkur SigvaMedia 400.000   Hans og Gréta Leikfélag Vestmannaeyja 200.000   Röð listviðburða í Einarsstofu í Vestmannaeyjum. Bókasafn Vestmannaeyja 200.000   Saga og súpa í Sagnheimum Sagnheimar, byggðasafn 200.000       Atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni;   Norðurljósa- og stjörnuskoðunarstöð í Vestmannaeyjum Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja 1.200.000   Loftsýn Tómas Einarsson 750.000   Sæbjúgu við Vestmannaeyjar Godthaab í Nöf 500.000   Vöruþróun á bjór úr hráefnum úr náttúru Vestmannaeyja Einsi Kaldi ehf 500.000   Söguskart - Hringrás Lundans Karitas Valsdóttir 300.000      

Selfoss áfram eftir vítakeppni

ÍBV og Selfoss mættust í 8-liða úrslitum í Borgunarbikar kvenna í dag. Selfoss sigraði að lokum í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma. Selfoss kemst því í undanútslit annað árið í röð með að leggja ÍBV af velli í vítaspyrnukeppni.   Leikurinn var fjörugur til að byrja með og áttu bæði lið ágæt tækifæri en náðu ekki að skapa neina almennilega hættu. Rétt undir lok fyrri hálfleiks fékk þó leikmaður Selfoss boltann í höndina en dómari leiksins dæmdi ekkert en líklega sáu allir aðrir það á vellinum. Síðari hálfleikur var tíðindalítill fyrstu mínúturnar en á 65. mínútu komst Selfoss í algjört dauðafæri en Bryndís Lára, markmaður ÍBV varði boltann  frábærlega í slána. Næstu mínúturnar var mikið að gera hjá Bryndísi Láru í markinu og stóð hún sig frábærlega, hvert dauðafærið á eftir öðru hjá Selfossi. Þrátt fyrir nokkur frábær færi náði hvorugt lið að nýta sér það í venjulegum leiktíma og því var framlengt.    Undir lok fyrri hluta framlengingunar var brotið á Shenku Gordon en hún komst ein í gegnum vörn Selfyssinga og náði að pota í boltann á undan markverði þeirra, Chante Sandiford sem feldi hana svo og vítaspyrna dæmd. Cloe Laccase skoraði örugglega úr spyrnunni og staðan orðin 1-0 fyrir ÍBV. Í síðari hálfleik framlengingunar skoraði Kristín Erna Sigurlásdóttir en var dæmd rangstæð, undir lok framlengingunar braut Guðrún Bára á Magdalenu í liði Selfoss og dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu sem Guðmunda Brynja nýtti en Bryndís Lára var þó í boltanum, dramatíkin mikil á lokamínútunum. Staðan var 1-1 þegar flautað var til leiksloka og vítakeppni staðreynd. Selfoss hafði betur þar 3-1, en ÍBV nýtti aðeins eina spyrnu en það var Cloe Laccase sem skoraði.    Vítakeppnin: ÍBV - Selfoss 1-3 0-0 - Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfossi (Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir varði) 0-0 - Sabrína Lind Adolfsdóttir, ÍBV (Chante Sandiford varði) 0-1 - Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi (mark) 1-1 - Cloe Lacasse, ÍBV (mark) 1-2 - Donna Kay Henry, Selfossi (mark) 1-2 - Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV (yfir markið) 1-2 - Magdalena Anna Reimus, Selfossi (yfir markið) 1-2 - Díana Dögg Magnúsdóttir, ÍBV (yfir markið) 1-3 - María Rós Arngrímsdóttir, Selfossi (mark)
>> Eldri fréttir

Íþróttir >>

Hákon Daði besti vinstri hornamaðurinn | Ísland sigraði mótið

 Hákon Daði Styrmisson hefur verið mikið í umræðunni undanfarið en hann er gríðarlega efnilegur vinstri hornamaður. Hákon spilaði stóran þátt í bikarmeistaratitli Eyjamanna fyrr á árinu og var einnig í hópnum sem varð Íslandsmeistari í fyrra.   Hákon er fæddur árið 1997 og á því fjöldamörg ár eftir í íþróttinni. Hann er um þessar mundir staddur í Svíþjóð með íslenska u-19 ára landsliðinu en það tók þátt í móti á vegum Evrópska handknattleikssambandsins. Þar eru mörg af bestu liðum Evrópu sem spila um einn bikar, íslenska liðið sigraði alla leikina í mótinu.   Meðal liða sem íslenska liðið sigraði á leiðinni var gríðarsterkt spænskt lið og Svíar sem léku á heimavelli, en Íslendingar og Svíar léku til úrslita í fyrradag. Spánverjar voru lagðir að velli með einu marki en Svíar með tveimur.   Mótið er haldið samhliða Partille Cup og hefur það verið gert í þó nokkur ár. Að loknum úrslitaleiknum var lið mótsins valið, þar fékk Hákon enn eina viðurkenninguna þegar hann var valinn besti vinstri hornamaður mótsins. Ekki amalegt að vera á yngra ári í landsliðinu og fá verðlaun sem þessi.   Hákon skoraði ófá mörkin á mótinu en samtals voru þau 28, þar af átta gegn Georgímönnum, sjö gegn Hollendingum og fimm gegn Spánverjum. 5800 manns horfðu á úrslitaleikinn og gefur það til kynna hversu stórt mót þetta er.    Við á Eyjafréttum óskum Hákoni Daða innilega til hamingju með titilinn sem og verðlaunin sem hann hlaut. 

Mannlíf >>

Uppbyggingarsjóður Suðurlands úthlutar 42 milljónum til 93 verkefna

 Nýverið auglýstu Samtök sunnlenskra sveitarfélaga eftir umsóknum um styrki til menningar- og nýsköpunarverkefna á Suðurlandi. Um er er að ræða fyrri úthlutun styrkveitinga á árinu úr nýjum sjóði, Uppbyggingarsjóði Suðurlands.   Alls bárust að þessu sinni 184 umsóknir. Styrkur var veittur 93 verkefnum og er heildar fjárhæð styrkveitinganna rúmlega 42 milljónir. Styrkveitingar til menningarverkefna voru um 18 mkr. og 24 mkr. til nýsköpunarverkefna. Verkefnin eru fjölbreytt og ná til ólíkra atvinnu- og listgreina og styðja við verkefni vítt og breytt um landshlutann. Umsóknir að þessu sinni gefa okkur tilefni til að vera bjartsýn þegar litið er til framtíðar. Úthlutað verður héðan í frá tvisvar sinnum á ári úr sjóðunum, bæði til menningar- og nýsköpunarverkefna.   Uppbyggingarsjóður Suðurlands hefur það hlutverk að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni, auk annarra verkefna sem falla að sóknaráætlun Suðurlands og stuðla að jákvæðri samfélagsþróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans. Verkefnastjórn Sóknaráætlunar á Suðurlandi fer með endanlegt hlutverk úthlutunarnefndar en úthlutunarnefndir á sviði menningarmála annars vegar og atvinnuþróunar og nýsköpunar hins vegar, skiluðu tillögum til verkefnastjórnar. Umsjón og ábyrgð Uppbyggingarsjóðsins er hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.   Eftirtaldur aðilar úr Vestmannaeyjum fengu styrkveitingu   Menningarverkefni;   Fuglar og fiskar Sæheimar - Fiskasafn 400.000   Þjóðhátíð í 140 ár - heimildarmynd / framhaldsstyrkur SigvaMedia 400.000   Hans og Gréta Leikfélag Vestmannaeyja 200.000   Röð listviðburða í Einarsstofu í Vestmannaeyjum. Bókasafn Vestmannaeyja 200.000   Saga og súpa í Sagnheimum Sagnheimar, byggðasafn 200.000       Atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni;   Norðurljósa- og stjörnuskoðunarstöð í Vestmannaeyjum Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja 1.200.000   Loftsýn Tómas Einarsson 750.000   Sæbjúgu við Vestmannaeyjar Godthaab í Nöf 500.000   Vöruþróun á bjór úr hráefnum úr náttúru Vestmannaeyja Einsi Kaldi ehf 500.000   Söguskart - Hringrás Lundans Karitas Valsdóttir 300.000      

Stjórnmál >>

Breyttur opnunartími leikskólanna

  Á fundi sem fræðsluráð hélt í gær var tekið fyrir bréf frá foreldrum barna vegna ákvörðunar Vestmannaeyjabæjar að stytta vistunartíma barna frá klukkan 17:00 í 16:15. Á fundinum var ákveðið að breyta þessum tíma aftur og er tímin nú til 16:30 til að koma til móts við þá foreldra sem þurfa lengri tíma en fræðsluráð leggur miklar áherslu á gott samtal milli foreldra og ráðsins og telur að með erindinu séu rök bæði skólastjórnenda og foreldra komin fram segir í bókun ráðsins.   Hér má sjá bókun ráðsins í heild.   Bréf frá foreldrum vegna ákvörðunar um breytingar á lokunartímum leikskóla í Vestmannaeyjabæ lagt fram.   Fræðsluráð hefur móttekið erindi frá foreldrum leikskólabarna þar sem gerð er athugasemd við ákvörðun ráðsins frá 275. fundi 11. maí sl. um breytingu á lokunartíma leikskóla sveitarfélagsins. Ráðið tekur fram að erindi um breytingu á lokunartíma leikskóla kom frá leikskólastjórnendum. Tillaga leikskólastjórnenda fyrir breytingu á opnun leikskóla var byggð á eftirfarandi rökum; a) lítil nýting dvalartímans eftir kl. 16:15 b) hagræðing í rekstri c) stuðlar að fjölskylduvænna samfélagi. Í erindinu er gerð athugasemd við að ákvörðun hafi verið tekin án aðkomu fulltrúa foreldra leikskólabarna. Ráðið bendir á að foreldrar leikskólabarna hafa áheyrnarfulltrúa á fundum ráðsins og eru boðaðir sem slíkir með fundarboði í gegnum tölvupóst og er það ekki á ábyrgð ráðsins að þeir mæti á fundi. Í erindinu er fjallað um opnunartíma leikskóla í ákveðnum sveitarfélögum. Fræðslufulltrúi Vestmannaeyjabæjar tók saman lista yfir opnunartíma 18 sveitarfélaga og kom í ljós að af þeim 18 sveitarfélögum sem skoðuð voru var algengasti opnunartími leikskóla frá 7:45-16:15.   Fræðsluráð leggur mikla áherslu á gott samtal milli foreldra og ráðsins og telur að með erindinu séu rök bæði skólastjórnenda og foreldra komin fram. Ráðið þakkar því erindið og samþykkir að breyta ákvörðun ráðsins frá 11. maí 2015 á þann veg að opnunartíminn verði frá 07:30-16:30 í stað 07.30-16:15 frá og með 17. ágúst 2015 líkt og samþykkt var á fundi nr. 275. Fræðsluráð beinir því til skólaskrifstofu og skólastjórnenda leikskólanna að kynna fyrirhugaða breytingu vel.

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Hákon Daði besti vinstri hornamaðurinn | Ísland sigraði mótið

 Hákon Daði Styrmisson hefur verið mikið í umræðunni undanfarið en hann er gríðarlega efnilegur vinstri hornamaður. Hákon spilaði stóran þátt í bikarmeistaratitli Eyjamanna fyrr á árinu og var einnig í hópnum sem varð Íslandsmeistari í fyrra.   Hákon er fæddur árið 1997 og á því fjöldamörg ár eftir í íþróttinni. Hann er um þessar mundir staddur í Svíþjóð með íslenska u-19 ára landsliðinu en það tók þátt í móti á vegum Evrópska handknattleikssambandsins. Þar eru mörg af bestu liðum Evrópu sem spila um einn bikar, íslenska liðið sigraði alla leikina í mótinu.   Meðal liða sem íslenska liðið sigraði á leiðinni var gríðarsterkt spænskt lið og Svíar sem léku á heimavelli, en Íslendingar og Svíar léku til úrslita í fyrradag. Spánverjar voru lagðir að velli með einu marki en Svíar með tveimur.   Mótið er haldið samhliða Partille Cup og hefur það verið gert í þó nokkur ár. Að loknum úrslitaleiknum var lið mótsins valið, þar fékk Hákon enn eina viðurkenninguna þegar hann var valinn besti vinstri hornamaður mótsins. Ekki amalegt að vera á yngra ári í landsliðinu og fá verðlaun sem þessi.   Hákon skoraði ófá mörkin á mótinu en samtals voru þau 28, þar af átta gegn Georgímönnum, sjö gegn Hollendingum og fimm gegn Spánverjum. 5800 manns horfðu á úrslitaleikinn og gefur það til kynna hversu stórt mót þetta er.    Við á Eyjafréttum óskum Hákoni Daða innilega til hamingju með titilinn sem og verðlaunin sem hann hlaut. 

Greinar >>

Út af með aðkomumenn!

Ég hætti seint að undrast stórkarlalegar yfirlýsingar bæjarstjórans í Vestmannaeyjum í tilefni af því að nauð rak mig til að selja eignarhlut minn í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf. Ég hef starfað við þessa útgerð í yfir 40 ár. Það var því ekki með glöðu geði að ég seldi hlut minn í félaginu þegar gamli Landsbankinn knúði mig til greiða fyrir ónýt hlutabréf í þessum sama banka. Það var búið að reyna allt til að fá bankann til að hægja á sér.   Kvóti til Eyja Bergur-Huginn ehf. er öflugt félag hér í Vestmannaeyjum meðal annars vegna þess að á árunum 1996-2009 keypti félagið 4.740 tonna aflaheimildir í botnfiski. Keyptur kvóti var þannig í reynd um eða yfir 80% af aflaheimildum félagsins. Þessar aflaheimildir voru keyptar í 21 viðskiptum og að langmestu leyti af útgerðaraðilum í öðrum byggðarlögum.   Ég man ekki til þess að bæjarstjórinn hafi gert athugasemdir við þau viðskipti. Bæjarstjórinn hefur nú í á þriðja ár haldið því fram að ég hafi selt kvótann frá Vestmannaeyjum. Þetta er auðvitað rangt því ég seldi félagið árið 2012 og það gerir enn út frá Vestmannaeyjum eins og ekkert hafi í skorist. Ekki er það fyrir orð bæjarstjórans heldur af því að Vestmannaeyjar eru frábær útgerðarstöð með afbragðs sjómenn, fiskverkendur og þjónustufyrirtæki. Það er því undrunarefni að bæjarstjórinn og aðrir bæjarfulltrúar skuli ekki bjóða nýja og öfluga eigendur velkomna til starfa í Vestmannaeyjum og leggja frekar grunninn að góðu samstarfi í stað þess að ala á tortryggni og óvild.   Tvískinnungur bæjarstjóransÞað er ótrúleg einangrunarhyggja og ámælisverð varðstaða um þrönga sérhagsmuni að bæjarstjórinn fari hamförum gegn því að utanbæjarmenn fái fjárfest og starfað hér í bænum. Krafa hans er sú að eingöngu útgerðarfélög í Vestmannaeyjum megi kaupa ráðandi hluti í öðrum útgerðarfélögum í bænum. Á endanum kynnu þóknanlegir kaupendur því aðeins að vera einn eða tveir! Engar athugasemdir heyrast frá bæjarstjóranum þegar þessir aðilar kaupa félög í öðrum bæjarfélögum. Viðskiptabannið er víst aðeins á aðra hliðina. Tvískinnungurinn sem birtist í þessum málflutningi er bæjarstjóranum ekki til framdráttar.   Afstaða hans þjónar í ofanálag alls ekki hagsmunum Eyjamanna til langs tíma. Skipulag í kringum veiðar og vinnslu sjávarfangs hefur verið forsenda þess að viðhalda hér samkeppnishæfu atvinnulífi. Að ýta undir óánægju og tortryggni í garð sjávarútvegsins eykur óvissu í rekstri og setur framtíðaruppbyggingu í uppnám. Það er ekki í þágu sjávarbyggða í kringum landið að ýta enn frekar undir pólitíska óvissu um fyrirkomulag fiskveiða. Bæjarstjórinn er frekar að hugsa um sína pólitísku stundarhagsmuni en hagsmuni bæjarfélaga eins og Vestmannaeyja til langs tíma. Bjóðum fólk velkomiðEr ekki kominn tími til að velviljaðir menn sýni bæjarstjóranum fram á að hann gæti hagsmuna bæjarins best með því að bjóða fólk með mikla reynslu af rekstri sjávarútvegsfyrirtækja ofan af landi velkomið til starfa í Vestmannaeyjum? Auðvitað er samkeppni milli bæjarfélaga um fjárfestingar og staðsetningu atvinnurekstrar. Sjálfur hefði ég getað flutt starfsemi Bergur-Huginn ehf. hvert á land sem var meðan félagið var í minni eigu og minnar fjölskyldu. Það kom hins vegar aldrei til greina því hér er ákjósanlegur staður til að gera út. Það er mikilvægt að tryggja að svo verði áfram og við treystum áframhaldandi festu í starfsemi fyrirtækja í sjávarútvegi. Það hlýtur að vera mikilvægur mælikvarði á frammistöðu eins bæjarstjóra hvort honum tekst að láta aðkomumönnum líða eins og heimamenn væru. Ég trúi að það skipti máli.