Fyrsti kaflinn í sögu Kolbrúnar Hörpu

 Kolbrún Harpa Kobeinsdóttir gaf Eyjafréttum góðfúslegt leyfi til að birta fyrsta kaflann í sögu sinni, Silfurskrínið sem hún gefur á hljóðbók. Afinn í sögunni er byggður á Súlla á Saltabergi, sem réttu nafni hét Hlöðver Johnsen.   „Af hverju ætli hundarnir séu svona órólegir“? hugsaði Kolla, þar sem hún sat við æsispennandi bókalestur í notalega litla herberginu sínu.Hún strauk ljósbrúnann lokk frá enninu, hár hennar var stutt, slétt og glansandi. Athugul stór grænblá augun litu til hundanna. Kolla var yfirleitt óttalegur fjörkálfur, síbrosandi og stutt í smitandi hláturinn og átti því auðvelt með að laða að sér fólk með gleði sinni.Hún lét fara vel um sig í gamla rauða hægindastólnum sem hún fékk eftir ömmu sína fyrr á árinu, umvafin mjúku teppi yfir sér. Það var svo gott að eiga stólinn hennar ömmu og minnti hana á þá tíma þegar hún var lítil og sat í fanginu á elsku ömmu heima í Vatnsdal, en svo hét heimili ömmu hennar og afa. Amma Sigga var alltaf að lesa fyrir hana allskonar ævintýri og þar sem amma hennar var gömul leikkona fannst Kollu svo skemmtilegt að hlusta á hana lesa. Því hún Las með svo miklum tilþrifum og breytti rödd sinni þar sem við átti svo unun var á að hlusta. Allar sögur sem amma hennar Las upp urðu skyndilega að spennand leikriti þar sem amma var aðalpersónan í öllum hlutverkum og hún lifði sig inn í hvert einasta hlutverk hvort sem það var ljóti úlfurinn í Rauðhettu,skógarbjörn eða fögur prinsessa.Amma Sigga var allt þetta og meira til svo sögurnar urðu enn meira lifandi í huga Kollu og eftirminnlegri. En nú var hún dáin, Kolla andvarpaði og hugsaði hlýlega með söknuði til ömmu sinnar. Afi hennar elskulegur hafði komið færandi hendi með stólinn hennar ömmu, stuttu eftir að hún féll frá, því hann vissi hversu gott Kollu hafði þótt gott að sitja í honum og hlusta á sögurnar hennar í gegnum tíðina.     Þegar afi kom með stólinn hafði Kolla tárast og faðmað hann fast að sér því hún vissi að afa hennar þótti ekki síður vænt um þennan stól. Afi hafði hvíslað í eyra Kollu að stóllinn væri síðasta afmælisgjöfin frá ömmu Siggu til hennar sem var nýorðin 12 ára. Kollu fannst hann einfaldlega besti afi í heimi því hann var eins og amma hennar, fullur af fróðleik og ævintýrum og það voru ekki ófáar sögurnar sem hann hafði miðlað til hennar, ef amma þreyttist og tók hann við af henni. Kolla ferðaðist í huganum með þeim á ótrúlegustu staði, allt frá ævintýraheimum Grimmsbræðra þar sem ægði saman kóngafólki, tröllum og forynjum, til úteyjanna við Heimaey á veiðar með afa sínum...allt í þessum rauða stól. Í þessum fallega, yndislega rauða, gamla stól...stólnum hennar ömmu Siggu þar sem henni leið svo vel.   Hún leit á klukkuna og sá að það var komið fram yfir miðnætti. Hundarnir þrír Ninja og Diesel, sem voru af boxerkyni, og svo hann Aries, litli sæti tjúinn hennar, gáfu skyndilega frá sér niðurbælt urr. Þeir risu á fætur og gengu hratt í átt að glugganum. Úti var algert logn og stjörnubjartur himininn tindraði af norðurljósum en samt var eitthvað eins og það átti ekki að Vera .Kolla sussaði á hundana og lagði við hlustir en heyrði ekkert sem gæti möguleg komið hundunum í uppnám. Hundar heyrðu reyndar miklu betur en mannseyrað svo það var svo sem ekkert að marka þó hún heyrði ekki það sem þeir virtust heyra. Hún gekk að glugganum, opnaði hann og lagði aftur við hlustir. Það var jú einhver undarlegur niður þarna úti, hljóð sem hún kannaðist ekki við að hafa heyrt áður, sem magnaðist smá saman meðan hún horfði út um opinn gluggann. Hundarnir ókyrrðust og urruðu hærra en Aries litli tók upp á því að spangóla og hljóp síðan skjálfandi undir rúmið hennar Kollu. Stærri hundarnir, þau Diesel og Ninja, ráfuðu óróleg til og frá glugganum, og ýttu hausnum í Kollu líkt og þeir væru að reyna að stugga henni frá glugganum. „Svona ,svona þetta ER allt í lagi“ sagði hún blíðum, lágum rómi og strauk Diesel og Ninju um kollinn. En þau létu ekki segjast heldur héldu áfram að reyna að ýta við henni. Þar sem hún var í þann veginn að loka glugganum sá hún skyndilega ótrúlega skært ljós koma á miklum hraða ofan úr himinhvolfinu og hverfa ofan í Helgafell. Um stund ljómaði gígurinn í þessu mörg þúsund ára gamla,kulnaða eldfjalli en svo varð allt aftur svart og niðurinn hljóðnaði. Hundarnir urðu nú enn órólegri. Diesel gaf frá sér væl og hljóp að herbergisdyrunum. Ninja elti hann en Aries litli sat sem fastast undir rúminu, skjálfandi af hræðslu. Kollu varð ekki um sel að sjá þessa furðulegu sýn og það, ásamt undarlegri hegðan hundanna, varð til þess að hún skellti glugganum aftur og dró gluggatjöldin hratt fyrir líkt og hún gæti með því þurrkað út það sem hún hafði séð og heyrt. Hjartað í Kollu sló svo hratt og þungt að það var engu líkara en það væri á leiðinni upp í hálsinn á henni og rödd hennar titraði ER hún reyndi að róa blessaða hundana. Kolla gekk óstyrk að rúminu, lagðist á magann, dró Aries skjálfandi undan og hélt honum svo þétt að sér til að reyna að sefa hann. En það var spurning hvort þeirra titraði meira hún eða Aries litli. Hún lét sig falla niður í rauða stólinn og kallaði stóru hundana til sín sem enn voru að gefa frá sér þetta niðurbælda urr. Þeir komu að stólnum og tóku svo til við að brölta upp í fangið á henni. Þarna sat hún með hjartað upp í hálsi, alla hundana í fanginu og fann að Ninja titraði annað slagið. „Þetta hlýtur að hafa verið stjörnuhrap“ hugsaði Kolla. En hún hafði svo sem séð stjörnuhrap áður en það var bara ekkert líkt því sem hún hafði orðið vitni að rétt í þessu, ekki á nokkurn hátt. Þetta var einhvern veginn svo allt öðruvísi og þetta undarlega hljóð sem hún hafði heyrt, svo þungt, svo óhugnanlegt. Það fór hrollur um hana þar sem hún sat hálf klesst í gamla hægindastólnum með alla hundana í fanginu. Smá saman virtust þeir þó róast. Urrið hljóðnaði, skjálftinn hvarf og hjartað í Kollu tók að slá hægar. Ylurinn frá loðnu, mjúku hundakroppunum varð til þess að það seig smá saman svefnhöfgi á Kollu og innan stundar var hún steinsofnuð ásamt dýrunum í gamla rauða stólnum hennar ömmu Siggu.   Það var kominn morgunn er hún opnaði augun. Enn var dimmt í herberginu því dagsbirtan hafði enn ekki náð að brjótast í gegnum gluggatjöldin í herberginu hennar á þessum fagra laugardagsmorgni í desembermánuði. Þyngslin voru horfin af brjósti hennar og maga sem benti til þess að dýrin lágu ekki lengur í fanginu hennar. Kolla nuddaði augun syfjulega, leit píreygð í kringum sig og sá að hún var aðeins með Aries litla í fanginu. Ninja og Diesel lágu hinsvegar á bakinu, þétt upp við hvort annað, algerlega afslöppuð í rúminu hennar. Efri hluti trýnanna á þeim hafði lagst aftur á andlitin þeirra og lágu nú niður eins flappsar á flugvélavængjum svo efri gómurinn blasti við í allri sinni dýrð. Þessi stelling boxerana fannst henni alltaf jafn fyndin en Kolla hafði lesið sér til um það í hundabók að einmitt þessi stelling táknaði algert traust og vellíðan dýranna. Allt í einu skaut atburðum næturinnar niður í kollinn á henni. „Ég hlýt að hafa dreymt þetta“ hugsaði hún „Ég þarf nú varla að óttast fyrst að hundarnir liggja svona rólegir“. Það var þó ekki laust við að hjarta hennar tæki auka slátt þegar hún rifjaði upp þetta undarlega, þunga hljóð sem hún hafði heyrt og virtist fylgja skæra hvítbláa ljósinu sem komið hafði af himnum ofan, lýst upp gamla eldgíginn í Helgafelli en slokknað jafn fljótt og það hafði kviknað. ,,En hvað ef þetta var ekki draumur eftir allt saman?“. Kolla gerði sér allt í einu grein fyrir því að hún hafði sagt þetta upphátt, því Aries lyfti upp höfðinu og horfði spyrjandi á Kollu. Hún hló óstyrk að sjálfri sér og strauk Aries blíðlega þar til hann sofnaði aftur. Hugsunin um ljósið furðulega lét hana samt ekki í friði. Ætti hún að þora upp á Helgafell og kíkja ofan í þennan gamla gíg? „Æ..best að vera ekkert að minnast á þetta við mömmu, hún trúir mér alveg örugglega ekki og segir, eins og alltaf, að ég sé með alltof sterkt ímyndunarafl“. „En ef þetta gerðist nú í alvörunni og ef eitthvað hefur lent ofan í gígnum þá....“. Skyndilega greip hana gífurleg þörf til að ganga úr skugga um hvort hún hefði raunverulega séð það sem hún taldi sig hafa séð eða hvort þetta hafði verið draumur eftir allt saman. En ætti hún að fara ein, taka kannski hundana með sér eða jafnvel fá Val vin sinn með í ævintýraleit upp á Helgafell. Valur var jafnaldri Kollu og annar af tveimur bestu vinum hennar. Það var stutt á milli heimila þeirra og höfðu þau brallað margt skemmtilegt saman í hverfinu auk þess að fara í allskonar ævintýraferðir um Heimaey þar sem sjórinn og fjaran dró þau til sín allt frá því þau kynntust og urðu félagar. Þau kíktu oft á bryggjurnar, fóru að veiða úti á hafnargarði þar sem þau gátu líka fylgst með bátunum koma í land og öldunum sem urðu risavaxnar í kjölfarið og gáfu fjörusteinunum stórar skvettur þar til þær lægði aftur. Kolla og Valur höfðu oft og mörgum sinnum farið upp á Helgafell. Þá tóku þau yfirleitt Ninju og Diesel með sér því þeim þótti svo gaman að láta þessu vöðvastæltu, sterku hunda draga sig upp fellið í taumunum. Þegar snjóaði settust Kolla og Valur á magasleða, spenntu Ninju og Diesel fyrir sleðann og svo drógu hundarnir þau um götur og tún. Virtust dýrin ekki síður hafa gaman af slíkum sleðaferðum því þau réðu sér vart fyrir spenningi á meðan verið var að spenna á þau sleðabeislin. Einn leikur var þó í sérstöku uppáhaldi hjá hundunum en sá leikur snérist um að grípa snjóbolta með skoltunum aftur og aftur og aftur.   Já, ég verð að segja Val frá þessum draum... ef það var þá draumur hugsaði Kolla. Kanski vill Lilja vera með okkur ef henni er batnað af flensunni. Hún var alltaf svo spennt að vera með í ævintýraferðunum þeirra, Vals ef og þegar hún fékk leyfi frá foreldrum sínum sem ólu hana upp við mikinn aga og ákveðnar reglur. Pabbi hennar starfaði sem þjálfari í sundi og frjálsum íþróttum en mamma hennar vann í frystihúsinu hálfan daginn á meðan litlu tvíburabræður hennar þeir Geir og Gunnar voru í pössun á barnaheimilinu Sóla .Þeir voru nýorðnir fimm ára kátir og fyrirferðarmikilir en óttalegir mömmu strákar.. Kollu og Val fannst þau stundum vera heldur ströng við Lilju.Það hafði oft gerst að þegar þau komu til að spyrja eftir henni sögðu foreldranir að Lilja mætti ekki fara út að leika við þau þar sem hún þyrfti að passa litlu bræður sína, vinna heimalærdóm eða hjálpa til við heimilisverkin. Þegar þau gengu frá húsinu hennar Lilju litu þau stundum til baka og sáu hana þá horfa á eftir þeim gegnum rúðuna á glugganum sem var í herberginu hennar á efri hæðinni og veifa til þeirra. Þau veifuðu á móti og kölluðu hátt til hennar, við komum aftur seinna. Hún var einu ári yngri en þau Valur og Kolla, há og grannvaxin með sítt dökkt hár sem hún var yfirleitt með í tagli. Lilja var ekkert fyrir að láta mikið á sér bera þrátt fyrir að vera mikil íþróttamanneskja. Hún var sérstaklega góð í sundi og hafði unnið til margra gullverðlauna og svo var hún rosalega fljót að hlaupa.Þær stöllurnar höfðu stundum keppt hvor við aðra í spretthlaupi og Valur tók tímann en alltaf vann Lilja. Stundum var hún eins og raketta og þaut fram úr í hundrað metra hlaupi og blés ekki úr nös. Einu sinni manaði hún Kollu í kapphlaup upp hlíðar Helgafells og það verður ,aldrei aftur hugsaði Kolla með sjálfri sér og hló. "klippi hér á kaflann en hér ER búið að kynna krakkana til leiks" Hér fyrir NEðan ER svo úrdráttur sem kynnir afann í bókinni.       Kannski hann afi myndi trúa mér ef ég segi honum frá þessu, sagði Kolla en var ekki of viss um það. Hann ER nú svo sérstakur og trúir á svo margt sem aðrir fussa og sveia yfir. sagði Kolla. Lilja og Valur kinkuðu kolli enda þekktu þau gamla manninn vel og höfðu oft farið í heimsókn til Hans heim í Vatnsdal með Kollu. Ekki ósjaldan höfðu þau setið þar löngum stundum og hlustað á ævintýralegar og magnaðar sögur gamla mannsins frá því hann var ungur. Og rétt á meðan hann hvarf aftur til fortíðar kom geislandi blik í gömlu gráu augun Hans þegar hann minntist ferðanna í úteyjar. Eggjatöku og lundaveiði í Bjarnarey og hversu gaman hann hafði haft af þessum dýrmæta tíma með öllum þeim ótrúlega mörgu vinum sem hann hafði eignast gegnum tíðina. Strákarnir voru farnir að kalla mig Eyjajarlinn í Bjarnarey eftir að ég fór að eldast og var hættur að veiða sjálfur, sagði sá gamli og blikkaði krakkana og brosti þessu milda fallega brosi sem lýsti upp andlit þessa góðlátlega gamla manns. Enda langelstur í þessum veiðimannahóp sagði hann og hló.     Kolla viss fyrir víst að afi hennar var ekki deginum eldri en sá yngsti í veiðimannahópnum þegar þeir voru saman komnir. Hann var þeim eiginleika gæddur að það skipti ekki neinu máli við hvern hann ræddi um lífið og tilveruna eða með hverjum hann var að veiða ... Ungum sem gömlum. Hann var jafningi hvers og eins og þess vegna varð hann svo vinamargur og eftirsóttur ef til stóð að fara í veiði í Bjarnarey. Ekki síst.. Vegna þess að eftir hvern veiðidag ER kvöldaði sá gamli um að elda ofan í mannskapinn dýrindis lundasteik.Steiktan og spekkaðan með beikoni en þá var beikoninu troðið inn í bringurnar og gerði lundann enn mýkri og bragðmeiri fyrir vikið. Soðinn upp úr jafnri blöndu af vatni,kryddi,maltöli og rjóma svo útkoman varð þessi dýrðlega góða sósa sem hefði verið hægt að drekka eina og sér eða sjúga hana beint úr pottinum með röri. Og auðvitað sykurbrúnaðar kartöflur og annað gott meðlæti. En þessa snilldaruppskrift hafði amma hennar Kollu í upphafi gert að sinni og var alltaf við hana kennd ER einhverjir í fjölskyldunni reyndu sig til við þessa einstaklega góðu uppskrift hennar. Það var venja eftir kvöldmáltíðina að menn settust niður eftir veisluhöldin saddir og sælir. Þá var haldin kvöldvaka langt fram á nótt. Málin rædd og sagðar sögur þar sem sá gamli lék á alls oddi og fyllti veiðikofann af anda sínum með sínum einstaka frásagnarhæfileika. Þegar nóg var komið af sögum tók gamli maðurinn sér gítarinn í hönd og þá var sungið af innlifun : „Ljúft við lifum í Bjarnareyju lítill lundi en minna um meyju Það ER prestur að Ofanleyti sem vantar lunda að leggja í bleyti“ Gömul og góð vísa sem hafði reyndar enn fleirri erindi og meira að segja var búið að bæta við mörgum nýjum erindum, gengum tíðina.     Bestu kveðjur Kolbrún Harpa        

Rosknir Eyjamenn vilja borga sinn skatt

>> Eldri fréttir

Stjórnmál >>

Efast um að 0,4% rekstursins hafi verið aðal kosningamál

Í framhaldi þess að meirihluti bæjarstjórnar Vestmannaeyja hafnaði tillögu minnihlutans um að taka upp frístundakort til að niðurgreiða tómstundaiðkun barna um 25.000 krónur spurðu Eyjafréttir.is Elliða Vignisson, bæjarstjóra, hvort tillögunni hafi verið hafnað vegna þess að hún var eitt aðal kosningamál Eyjalistans. „Heildarrekstrarútgjöld Vestmannaeyjabæjar eru um 4 milljarðar. Tillaga Eyjalistans um frístundakort er mál upp á 16 milljónir eða sem sagt 0,4% af rekstrinum. Án þess að ég hafi sérstaklega sett mig inn í kosningabaráttu Eyjalistans þá efast ég um að 0,4% af rekstrinum hafi verið aðal kosningamál þess góða fólks sem stóð að E-listanum,“ segir Elliði.   Bæjarstjóri segir enn fremur að tillagan hafi verið felld vegna mikillar óvissu í tekjuáætlun Vestmannaeyjabæjar. „Okkur þótti einfaldlega ekki forsvarandi að auka útgjöld til íþrótta- og tómstundamál um 16 milljónir á meðan ráðist er í niðurskurð upp á 62 milljónir,“ segir Elliði.   Elliði segir að í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun sé stefnt að hagræðingu um 1,5% af heildarrekstri samstæðu eða rúmlega 62 milljónir, þetta sé minnihlutanum kunnugt um. „Slíkt er ekki gert af léttúð heldur illri nauðsyn. Að öðru óbreyttu myndi samþykkt á tillögu minnihlutans leiða til þess að fara þyrfti í niðurskurð upp á um 78 milljónir. Slíkt hefði að mati okkar í meirihlutanum í för með sér sársaukafullar aðgerðir fyrir þjónustuþega Vestmannaeyjabæjar. Minnihlutinn benti sannarlega á leiðir til að draga úr rekstri eins og með því að draga úr viðhaldi á húsnæði, draga úr viðhaldi gatna og sleppa uppbyggingu á skólalóðum. Því vorum við ekki sammála. Þá lagði oddviti E-lista fram tillögu um að þetta yrði fjármagnað með því að taka hærra hlutfall af launum bæjarbúa. Því vorum við heldur ekki sammála enda það trú okkar að launþegar eigi sjálfir að halda sem mestu af launum sínum frekar en að stjórnmálamenn séu að seilast í sem hæst hlutfall til að deila síðan til baka til fólksins. Með hliðsjón af þessari stöðu hafnaði meirihlutinn tillögunni, að minnsta kosti þar til sýnt verður fram á að rauntekjur komandi árs verði umfram það sem nú hefur verið áætlað,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.  

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Greinar >>