Eyjamenn teknir í bakaríið

Eyjamenn teknir í bakaríið

KR-ingar niðurlægðu Eyjamenn í undanúrslitum bikarsins í kvöld en liðin áttust við á Hásteinsvelli.  1303 áhorfendur, langflestir á bandi ÍBV, fylgdust agndofa með KR-ingum komast í 1:5 áður en Eyjamenn minnkuðu muninn í lokin.  Því er ekki hægt að neita að KR er einfaldlega með betra lið en ÍBV en miðað við gang mála í fyrri hálfleik, þá var það virkilega ósanngjarnt að gestirnir væru 0:2 yfir þegar gengið var til leikhlés.  Eyjamenn minnkuðu reyndar muninn í 1:2 strax í upphafi síðari hálfleiks en þá settu KR-ingar einfaldlega í gír og völtuðu yfir ÍBV.   ÍBV fékk fjölda færi í fyrri hálfleik og í raun ótrúlegt að Eyjamenn skildu ekki komast yfir.  Þannig fékk Jonathan Glenn tvö úrvalsfæri en skallaði yfir strax á 7. mínútu og svo varði markvörður KR vel frá honum á 29. mínútu.  Þvert á gang leiksins komst KR svo yfir tveimur mínútum síðar og þeir bættu svo við öðru marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks.  Algjör óþarfi að fá þetta mark á sig og sumir leikmenn eflaust komnir hálfa leið inn í búningsklefa í huganum.   En það lifnaði heldur betur yfir áhorfendum strax í byrjun síðari hálfleik þegar Jonathan Glenn skoraði og minnkaði muninn í 1:2.  Flestir héldu að nú myndi Eyjamenn gera harða hríð að marki KR-inga en annað kom á daginn.  Vissulega reyndu Eyjamenn að sækja en fyrir vikið opnaðist vörn ÍBV upp á gátt og það nýttu KR-ingar sér.  Þeir bættu við þremur mörkum og flestir á vellinum orðnir hálf þunglyndir, aðeins degi fyrir þjóðhátíð.  Andri Ólafsson minnkaði svo muninn í lokin en það var auðvitað orðið allt of seint.   Þar með er Evrópudraumur Eyjamanna úr sögunni.  Liðið á enga möguleika á að ná Evrópusæti í deildinni, enda ættu leikmenn og þjálfarar að einbeita sér að því fyrst og fremst að tryggja sætið í deildinni.  Það væri í raun og veru ákveðinn sigur miðað við gengi liðsins í byrjun sumars en Evrópudraumurinn og bikarævintýrið bíður betri tíma. Smelltu hér ef þú hefur lyst á að sjá fleiri myndir úr leiknum.

Vodafone gangsetti 4G í Eyjum

Á dögunum gangsetti Vodafone fyrstu 4G senda félagsins í Vestmannaeyjum. Bættust Eyjar þar með við ört stækkandi 4G kerfi Vodafone um land allt. Tímabundnum 2G og 3G sendum hefur einnig verið bætt við á svæðinu, til að tryggja viðskiptavinum sem best net- og símasamband yfir helgina. Það ætti því enginn að þurfa að vera í slæmu netsambandi í Herjólfsdal.   4G sendar Vodafone í Vestmannaeyjum eru tveir. Varanlegur sendir hefur verið settur upp í Hánni. Færanlegur 4Gsendir verður einnig í Herjólfsdal yfir þjóðhátíð og tryggir gestum háhraðasamband í dalnum. Auk þessa verða einnig tímabundnir viðbótar-sendar fyrir bæði 2G og 3G í Eyjum yfir þjóðhátíð, m.a. á sviðinu í Herjólfsdal, til að mæta álagi ef þörf krefur.   Sum kunnugt er jafnast flutningshraði 4G tengingar á við góða heimanettengingu. Þetta þýðir sem dæmi að greiðlega er hægt að streyma tónlist og myndböndum, spila tölvuleiki og fylgjast með fréttum á ferð um landið Allt sem þarf er 4G sími eða einfaldur netbúnaður sem getur tengt eitt eða fleiri tæki við 4G netið.   4G kerfi Vodafone er í örum vexti þessa dagana. Auk Vestmannaeyja nú er kerfi félagsins einnig orðið aðgengilegt á á Siglufirði, í Eyjafirði og Skagafirði, á Egilsstöðum, Húsavík, í helstu sumarhúsabyggðum á Suðurlandi og í Borgarfirði, auk höfuðborgarsvæðisins. Það ætti því að vera auðsótt mál að vera í háhraðasambandi í sumarfríinu.“    (frétt frá Vodafone)

Vonandi upphafið að frábærri þjóðhátíð

Karlalið ÍBV leikur stærsta leik sinn í talsvert langan tíma þegar liðið tekur á móti KR í undanúrslitum bikarsins á morgun, fimmtudag en leikurinn hefst klukkan 18:00. Liðin hafa einu sinni mæst í sumar, einmitt á Hásteinsvelli í deildinni en þá höfðu KR-ingar betur 2:3 eftir að ÍBV hafði komist í 2:0. Undanfarin tvö ár hafa KR-ingar slegið Eyjamenn út í bikarnum og tala leikmenn um að tími sé kominn á það að slá Vesturbæingana úr leik. Hvítu riddararnir, sem gerðu garðinn frægan í úrslitakeppninni í handboltanum þegar strákarnir urðu Íslandsmeistarar, ætla að mæta á leikinn og sýna hvers þeir eru megnugir.   Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, var vel stemmdur þegar blaðamaður Eyjafrétta heyrði í honum í gær. „Mér líst bara rosalega vel á leikinn. Við stóðum okkur að mörgu leyti vel á móti þeim í deildinni, komumst í 2:0 og hefðum átt að fá víti í þeirri stöðu. En einhvern veginn hrundi okkar leikur og KR-ingar náðu að skora þrjú mörk. KR er auðvitað með mjög gott lið og gaman að spila gegn þeim. Markmaðurinn þeirra, Stefán Logi, verður í banni í bikarleiknum og það vissulega veikir liðið aðeins. En það er mikið í húfi í þessum leik, stærsti leikur ársins, sjálfur bikarúrslitaleikurinn á Laugardalsvelli bíður okkar ef við vinnum þennan leik. Við settum okkur markmið fyrir tímabilið og það var að ná Evrópusæti. Ef við vinnum þá tvo leiki sem eftir eru í bikarnum, þá náum við þessu markmiði okkar,“ sagði Sigurður Ragnar sem segir þátt stuðningsmanna mjög mikilvægan í leiknum.   Tölfræðin ekki á bandi ÍBV Ekki verður sagt að tölfræðin sé á bandi Eyjamanna fyrir leikinn mikilvæga. Eins og áður hefur komið fram, sló KR ÍBV úr keppni í bikarnum bæði 2013 og 2012 og einnig í bikarnum sumarið 2010. Síðan ÍBV kom aftur upp í úrvalsdeild 2009, hafa liðin leikið níu leiki á Hásteinsvelli í deild og bikar. Skemmst er frá því að segja að ÍBV hefur aðeins unnið einn af þessum níu leikjum, KR hefur unnið sjö og einu sinni hafa liðin gert jafntefli á Hásteinsvelli síðan 2009. Ef allir leikir liðanna í deild og bikar frá og með árinu 2009 eru teknir, kemur í ljós að í 14 viðureignum liðanna, hefur ÍBV unnið einn leik, tvisvar hafa liðin gert jafntefli en KR hefur unnið ellefu leiki. Það er því kominn tími á að rétta aðeins hlut ÍBV í þessum samanburði.   Forsala miða er í Tvistinum og er forsalan opin þar til klukkan 13:00 á leikdegi.   Lestu viðtalið og greinina í heild sinni í Eyjafréttum með því að smella hér.  

KFS öruggt í úrslit

Í gær var leikið í B-riðli 4. deildar karla en KFS hefur verið á toppi riðilsins í allt sumar. Eyjamenn léku reyndar ekki í gær en úrslit annarra leikja varð til þess að KFS er nú öruggt um að komast í úrslitakeppni 4. deildar en tvö efstu lið riðilsins fara þangað. Hjalti Kristjánsson, þjálfari og framkvæmdastjóri KFS sagði í samtali við Eyjafréttir að markmiðið hefði verið að komast í úrslit. „En ég átti aldrei von á því að ná því markmiði fyrir þjóðhátíð. En við ætlum að gera enn betur og tryggja okkur efsta sætið, sem er ekki enn tryggt. Við spilum næst laugardaginn gegn Stál-úlfi á heimavelli og sigur þar tryggir okkur efsta sæti riðilsins. Það er mikilvægt upp á framhaldið, því þá fáum við auðveldari anstæðing í fyrstu umferð 8-liða úrslita og auk þess er seinni leikurinn þá heimaleikur.“ KFS hefur sýnt fádæma yfirburði í riðlinum. Þú ert með mjög sterkt lið í höndunum? „Já, já en ég hef áður verið með sterk lið en liðið nú er mjög samhent. Það var stórkostlegt að fá Tryggva (Guðmundsson) og Gaut (Þorvarðarson), þeir hafa verið frábærir og aðrir leikmenn hafa staðið sig mjög vel. Það er í raun og veru ekki veik staða á vellinum en auk þess erum við með sterkan kjarna leikmanna, sjö til átta menn, sem spila alla leikmenn. Ég hef oft þurft að nota marga leikmenn yfir sumarið og í sumar eru leikmenn að detta inn í hópinn sem varamenn en annars er ég alltaf með þennan kjarna. Það hjálpar okkur mikið,“ sagði Hjalti.   Eins og áður sagði er næsti leikur liðsins á laugardaginn 9. ágúst í Eyjum en þá taka Eyjamenn á móti Stál-úlfi. Það verður enginn svikinn af því að mæta á völlinn hjá KFS enda hefur liðið skorað 46 mörk í sumar í 11 leikjum, eða rúmlega fjögur mörk í leik. KFS hefur jafnframt unnið 10 af þessum 11 leikjum en einum leik lauk með jafntefli.
>> Eldri fréttir

Íþróttir >>

Eyjamenn teknir í bakaríið

KR-ingar niðurlægðu Eyjamenn í undanúrslitum bikarsins í kvöld en liðin áttust við á Hásteinsvelli.  1303 áhorfendur, langflestir á bandi ÍBV, fylgdust agndofa með KR-ingum komast í 1:5 áður en Eyjamenn minnkuðu muninn í lokin.  Því er ekki hægt að neita að KR er einfaldlega með betra lið en ÍBV en miðað við gang mála í fyrri hálfleik, þá var það virkilega ósanngjarnt að gestirnir væru 0:2 yfir þegar gengið var til leikhlés.  Eyjamenn minnkuðu reyndar muninn í 1:2 strax í upphafi síðari hálfleiks en þá settu KR-ingar einfaldlega í gír og völtuðu yfir ÍBV.   ÍBV fékk fjölda færi í fyrri hálfleik og í raun ótrúlegt að Eyjamenn skildu ekki komast yfir.  Þannig fékk Jonathan Glenn tvö úrvalsfæri en skallaði yfir strax á 7. mínútu og svo varði markvörður KR vel frá honum á 29. mínútu.  Þvert á gang leiksins komst KR svo yfir tveimur mínútum síðar og þeir bættu svo við öðru marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks.  Algjör óþarfi að fá þetta mark á sig og sumir leikmenn eflaust komnir hálfa leið inn í búningsklefa í huganum.   En það lifnaði heldur betur yfir áhorfendum strax í byrjun síðari hálfleik þegar Jonathan Glenn skoraði og minnkaði muninn í 1:2.  Flestir héldu að nú myndi Eyjamenn gera harða hríð að marki KR-inga en annað kom á daginn.  Vissulega reyndu Eyjamenn að sækja en fyrir vikið opnaðist vörn ÍBV upp á gátt og það nýttu KR-ingar sér.  Þeir bættu við þremur mörkum og flestir á vellinum orðnir hálf þunglyndir, aðeins degi fyrir þjóðhátíð.  Andri Ólafsson minnkaði svo muninn í lokin en það var auðvitað orðið allt of seint.   Þar með er Evrópudraumur Eyjamanna úr sögunni.  Liðið á enga möguleika á að ná Evrópusæti í deildinni, enda ættu leikmenn og þjálfarar að einbeita sér að því fyrst og fremst að tryggja sætið í deildinni.  Það væri í raun og veru ákveðinn sigur miðað við gengi liðsins í byrjun sumars en Evrópudraumurinn og bikarævintýrið bíður betri tíma. Smelltu hér ef þú hefur lyst á að sjá fleiri myndir úr leiknum.

Stjórnmál >>

Fyrsti fundur bæjarstjórnar í dag

Bæjarstjórn Vestmannaeyja kemur saman í dag í fyrsta sinn á nýju kjörtímabili.  Niðurstaða bæjarstjórnarkosninganna í vor, voru á þann veg að Sjálfstæðisflokkur fékk fimm bæjarfulltrúa en Eyjalistinn tvo.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn eru Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Trausti Hjaltason og Birna Þórsdóttir en fulltrúar Eyjalistans eru Jórunn Einarsdóttir og Stefán Óskar Jónasson.  Elliði, Páley, Páll Marvin og Jórunn sátu öll í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili.  Stefán Óskar hefur áður verið í bæjarstjórn og var varamaður á síðasta kjörtímabili en þau Trausti og Birna eru ný.  Bæjarstjórnarfundurinn fer fram í Eldheimum og hefst klukkan 18:00.   „Þegar ég kom inn í bæjarstjórn 2002 voru útsvarstekjur á hvern íbúa á verðlagi þess árs rétt liðlega 200.000 krónur en á síðasta ári voru þær hátt í 475.000 krónur,“ sagði Stefán í samtali við Eyjafréttir, sem kom út í gær.   „Staðan í dag opnar á tækifæri að gera meira fyrir bæjarbúa og bæjarfélagið í heild. Ég er ekki að mæla með óráðsíu í fjármálum en það má gera betur á ýmsum sviðum. Auðvitað veltur þetta mikið á á sjávarútvegi og afkomu atvinnulífsins almennt. Á kjörtímabilinu 2002 og 2006 vorum við, ég og núverandi bæjarstjóri, Elliði Vignisson, að skoða þann möguleika á að rífa blokkina Áshamar 75 ef það gæti létt á skuldum bæjarins. Engum dettur það í hug í dag en sterkari innviðir bæjarfélagsins eru líka verðmæti,“ sagði Stefán.   Viðtalið má lesa í heild sinni í Eyjafréttum.  

Byrjar þjóðhátíðin á bikarsigri?

Byrjar þjóðhátíðin á bikarsigri?  Það er spurningin sem margir velta fyrir sér í Eyjum þessa stundina en í dag, klukkan 18:00 tekur ÍBV á móti KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins og fer leikurinn fram á Hásteinsvelli.  Forsala miða er í Tvistinum og lýkur klukkan 13:00.  Eins og áður hefur komið fram, hefur ÍBV ekki gengið sérstaklega vel gegn KR undanfarin ár.  Reyndar er hægt að segja að ÍBV hafi gengið afskaplega illa gegn KR en síðan 2009, þegar ÍBV kom upp í úrvalsdeild á ný, hafa liðin leikið 14 sinnum í deild og bikar.  ÍBV hefur aðeins einu sinni unnið, tvisvar hafa liðin gert jafntefli en KR-ingar hafa unnið ellefu leiki.  Þetta er tölfræði sem þarf að laga og vonandi byrjar lagfæringin í kvöld.   Óskar Örn og Kjartan Henry skora alltaf Þetta verður í fjórða sinn á síðustu fimm árum sem þessi lið mætast í bikarkeppninni á Hásteinsvelli.  Það er fróðlegt að skoða úrslitin en KR-ingar hafa alltaf haft betur í þessi þrjú skipti á undanförnum árum.  En það sem vekur kannski meiri athygli er að aðeins tveir leikmenn hafa skorað gegn ÍBV í þessum þremur leikjum og það sem verra er, er að þeir eru báðir enn í herbúðum KR.  Lykillinn að sigri ÍBV er því kannski að hafa góðar gætur á þeim Óskari Erni Haukssyni og Kjartani Henry Finnbogasyni.   KR hafði betur 2010 þegar liðin áttust við í 32-liða úrslitum en lokatölur urðu 0:1 og skoraði Kjartan Henry í byrjun seinni hálfleiks. 2012 mættust liðin í 8-liða úrslitum og aftur vann KR með einu marki.  Eyþór Helgi Birgisson kom ÍBV yfir í upphafi leiks en Óskar Örn tryggði KR sigurinn með tveimur mörkum í blálokin.  2013 mættust liðin aftur í 8-liða úrslitum og enn hafði KR betur, nú 0:3 en mörkin gerðu þeir Óskar Örn og Kjartan Henry (2).

Vodafone gangsetti 4G í Eyjum

Á dögunum gangsetti Vodafone fyrstu 4G senda félagsins í Vestmannaeyjum. Bættust Eyjar þar með við ört stækkandi 4G kerfi Vodafone um land allt. Tímabundnum 2G og 3G sendum hefur einnig verið bætt við á svæðinu, til að tryggja viðskiptavinum sem best net- og símasamband yfir helgina. Það ætti því enginn að þurfa að vera í slæmu netsambandi í Herjólfsdal.   4G sendar Vodafone í Vestmannaeyjum eru tveir. Varanlegur sendir hefur verið settur upp í Hánni. Færanlegur 4Gsendir verður einnig í Herjólfsdal yfir þjóðhátíð og tryggir gestum háhraðasamband í dalnum. Auk þessa verða einnig tímabundnir viðbótar-sendar fyrir bæði 2G og 3G í Eyjum yfir þjóðhátíð, m.a. á sviðinu í Herjólfsdal, til að mæta álagi ef þörf krefur.   Sum kunnugt er jafnast flutningshraði 4G tengingar á við góða heimanettengingu. Þetta þýðir sem dæmi að greiðlega er hægt að streyma tónlist og myndböndum, spila tölvuleiki og fylgjast með fréttum á ferð um landið Allt sem þarf er 4G sími eða einfaldur netbúnaður sem getur tengt eitt eða fleiri tæki við 4G netið.   4G kerfi Vodafone er í örum vexti þessa dagana. Auk Vestmannaeyja nú er kerfi félagsins einnig orðið aðgengilegt á á Siglufirði, í Eyjafirði og Skagafirði, á Egilsstöðum, Húsavík, í helstu sumarhúsabyggðum á Suðurlandi og í Borgarfirði, auk höfuðborgarsvæðisins. Það ætti því að vera auðsótt mál að vera í háhraðasambandi í sumarfríinu.“    (frétt frá Vodafone)

Greinar >>

Fjöldauppsagnir

  Svolítið merkilegt að fylgjast með umræðunni vegna fjöldauppsagna starfsfólks Fiskistofu sem og starfsfólks fiskvinnslu fyrirtækisins Vísis á norðurlandi, og umræðan að mestu tæmd, en þó ekki. Þegar ég heyrði fyrst af uppsögnum fiskvinnslu fyrirtækisins í Grindavík á starfsfólki sínu fyrir norðan, þá fór ég strax að reyna að komast að því, hver hin raunverulega ástæða væri.  Eftir því sem að mér er sagt, þá er Vísir orðið enn eitt af þeim fiskvinnslu fyrirtækjum með mikið af aflaheimildum til þess að veðsetja komið í útrás.  Þá hafi fyrirtækið tapað gríðarlegum fjármunum í einhvers konar braski vestur í Kanada og það hafi verið að kröfu viðskiptabanka fyrirtækisins, sem fyrirtækið fór að leita leiða til þess að hagræða og þá m.a. með því að loka starfsstöðvum sínum norður í landi.   Því miður er þetta enn eitt dæmið um fyrirtæki, sem í krafti mikilla aflaheimilda og frjálsa framsalsins á aflaheimildum, sem freistast til þess að leggja störf starfsfólks síns í hættu vegna græðgi.   Varðandi hins vegar starfsfólks Fiskistofu og umræðurnar um störf á vegum ríkissins, þá get ég vel tekið undir það sjónarmið okkar á landsbyggðinni að svo sannarlega mætti færa fleiri störf út á land.  En gallinn við þessa ákvörðun um flutning Fiskistofu er ekki sú ákvörðun, heldur hvernig staðið er að henni. Að mínu mati hefði átt að gefa það strax út, að þessi störf yrðu flutt, en þá t.d. á kjörtímabilinu. Fá starfsfólk Fiskistofu til þess að taka þátt í verkefninu, hvort sem það ætlar að fylgja með eða ekki, en gefa um leið út þá tilkynningu að það starfsfólk Fiskistofu, sem ekki gæti eða vildi flytja sig norður í land, myndi hafa forgang á höfuðborgarsvæðinu í önnur störf á vegum ríkisins. Mér finnst í umræðunni alveg hafa gleymst að horfa á hinn mannlega þátt málsins, því öll höfum við að sjálfsögðu fjölskyldu, heimili og fjárskuldbindingar sem ekki er alltaf hægt, í sumum tilvikum, að færa milli landshorna.   Ég verð að segja alveg eins og er, að ég þarf að hafa samband við Fiskistofa að jafnaði einu sinni í mánuði út af hinum ýmsu málum og fengið undantekningalaust frábæra þjónustu og afgreiðslu á mínum málum. Besta leiðin til þess að sú góða þjónusta haldi áfram, er að flutningurinn verður unninn í góðu samræði við þá sem starfa núna á Fiskistofu.   Varðandi þá ákvörun bæjarstjórnar Vestmannaeyja að fagna því, að störf á vegum ríkisins séu flutt út á land, þá get ég vissulega tekið undir það, en ég hefði þó frekar viljað sjá meiri kraft lagðan í það að verja þau störf á vegum ríkisins sem enn eru hér í Vestmannaeyjum og þá sérstaklega á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Margt fleira mætti nefna, eins og t.d. yfirstjórn sjúkrahússins, löggæslunnar, niðurlagning á starfi vitavarðar í Vestmannaeyjum, listinn er í raun endalaus þegar maður horfir til baka, en ég verð þó að segja það að lokum að ég hef mestar áhyggjur á því að niðurskurður á sjúkrahúsinu haldi áfram og svolítð galið að hugsa til þess, að ef fólk í Vestmannaeyjum vogar sér að vilja fjölga sér, þá þarf það að flytja á höfuðborgarsvæðið til að geta fætt börnin sín.