Spari­sjóður Vest­manna­eyja í er­lenda eigu?

For­svars­menn Spari­sjóðs Vest­manna­eyja gengu á fund Fjár­mála­eft­ir­lits­ins nú á fjórða tím­an­um. Á fund­in­um munu þeir leggja fram þrjár til­lög­ur sem miða að því koma sjóðnum í rekstr­ar­hæft horf. Eins og Morg­un­blaðið hef­ur fjallað um hef­ur at­b­urðarás­in verið nokkuð hröð síðustu sól­ar­hring­ana og nú síðast barst stjórn Spari­sjóðsins er­indi frá Ari­on banka þess efn­is að bank­inn væri áhuga­sam­ur um að gera til­boð í sjóðinn. Það gerðist eft­ir að Morg­un­blaðið upp­lýsti um að til stæði að Lands­bank­inn gerði til­boð í Spari­sjóðinn.   Í fyrsta lagi er lagt til að sjóður­inn verði áfram rek­inn sem sjálf­stæð fjár­mála­stofn­un og að er­lend­ur aðili komi að sem nýr meiri­hluta­eig­andi. Í öðru lagi er til­laga um að Lands­bank­inn taki yfir starf­semi sjóðsins og í þriðja lagi kem­ur til greina, í ljósi nýj­asta út­spil Ari­on banka, að hann taki yfir starf­semi sjóðsins með ein­um eða öðrum hætti.   Morg­un­blaðið hef­ur heim­ild­ir fyr­ir því að það hafi gerst fyrr í dag að er­lend­ur fjár­fest­ir hafi lýst sig reiðubú­inn til að leggja sjóðnum til nýtt eigið fé og að þar sé um að ræða fram­lag sem tryggja muni viðkom­andi meiri­hluta­eign í sjóðnum.   Fjár­mála­eft­ir­litið hafði veitt stjórn Spari­sjóðs Vest­manna­eyja frest til klukk­an 16:00 í dag til að skila inn full­nægj­andi til­lög­um sem tryggt gætu eig­in­fjár­stöðu sjóðsins. Ekki er vitað á þess­ari stundu hvort sá frest­ur verði fram­lengd­ur eða hvort Fjár­mála­eft­ir­litið muni nú þegar ákveða hvort ein­hver hinna þriggja leiða verði fyr­ir val­inu eða hvort Spari­sjóðnum verði skipuð slita­stjórn.   Mbl.is greindi frá

Spari­sjóður Vest­manna­eyja í er­lenda eigu?

For­svars­menn Spari­sjóðs Vest­manna­eyja gengu á fund Fjár­mála­eft­ir­lits­ins nú á fjórða tím­an­um. Á fund­in­um munu þeir leggja fram þrjár til­lög­ur sem miða að því koma sjóðnum í rekstr­ar­hæft horf. Eins og Morg­un­blaðið hef­ur fjallað um hef­ur at­b­urðarás­in verið nokkuð hröð síðustu sól­ar­hring­ana og nú síðast barst stjórn Spari­sjóðsins er­indi frá Ari­on banka þess efn­is að bank­inn væri áhuga­sam­ur um að gera til­boð í sjóðinn. Það gerðist eft­ir að Morg­un­blaðið upp­lýsti um að til stæði að Lands­bank­inn gerði til­boð í Spari­sjóðinn.   Í fyrsta lagi er lagt til að sjóður­inn verði áfram rek­inn sem sjálf­stæð fjár­mála­stofn­un og að er­lend­ur aðili komi að sem nýr meiri­hluta­eig­andi. Í öðru lagi er til­laga um að Lands­bank­inn taki yfir starf­semi sjóðsins og í þriðja lagi kem­ur til greina, í ljósi nýj­asta út­spil Ari­on banka, að hann taki yfir starf­semi sjóðsins með ein­um eða öðrum hætti.   Morg­un­blaðið hef­ur heim­ild­ir fyr­ir því að það hafi gerst fyrr í dag að er­lend­ur fjár­fest­ir hafi lýst sig reiðubú­inn til að leggja sjóðnum til nýtt eigið fé og að þar sé um að ræða fram­lag sem tryggja muni viðkom­andi meiri­hluta­eign í sjóðnum.   Fjár­mála­eft­ir­litið hafði veitt stjórn Spari­sjóðs Vest­manna­eyja frest til klukk­an 16:00 í dag til að skila inn full­nægj­andi til­lög­um sem tryggt gætu eig­in­fjár­stöðu sjóðsins. Ekki er vitað á þess­ari stundu hvort sá frest­ur verði fram­lengd­ur eða hvort Fjár­mála­eft­ir­litið muni nú þegar ákveða hvort ein­hver hinna þriggja leiða verði fyr­ir val­inu eða hvort Spari­sjóðnum verði skipuð slita­stjórn.   Mbl.is greindi frá

Boðað verði tafarlaust til stofnfjáreigendafundar

Stjórn hagsmunafélags eldri stofnfjáreigenda í Sparisjóði Vestmannaeyja sendi í gær opið bréf til stjórnar Sparisjóðs Vestmannaeyja. Þar harmar félagið að ekki hafi verið kallað til fundar stofnfjáreigenda og skorar á að það verði gert tafarlaust. Bréfið má lesa í heild sinni hér að neðan.  "Vestmannaeyjar 26.3.2015 Í ljósi frétta af stöðu Sparisjóðs Vestmannaeyja sem við lásum á fréttamiðlum í dag vill stjórn Hagsmunasamaka eldri stofnfjáreigenda í Sparisjóði Vestmannaeyja koma eftirfarandi á framfæri:  Ekki hefur enn verið kallað til fundar stofnfjáreiganda, þrátt fyrir að stjórn og stjórnendum Sparisjóðsins hafi verið kunnugt um stöðu Sparisjóðsins í nokkurn tíma.   Við eldri stofnfjáreigendur, sem lögðum Sparisjóðnum til stórfé til eflingar hans, hörmum að stofnfjáreigendur sitji ekki við sama borð varðandi uppýsingar um stöðu Sparisjóðsins.   Skv. áliti lögfræðings, sem er sérfræðingur í félagarétti, er meginregla félagaréttar um jafnræði hluthafa (í þessu tilviki stofnfjáreigenda) afdráttarlaus. Stjórninni ber að koma fram við alla stofnfjáreigendur með sama hætti. Af því leiðir að óeðlilegt er að stjórn sjóðsins miðli upplýsingum um fjárhagsstöðu hans til tiltekinna stofnfjáreigenda, en haldi upplýsingum frá öðrum, óháð eignarhluta. Í ljósi ofanritaðs skorar stjórn Hagsmunafélags eldri stofnfjáreigenda í Sparisjóði Vestmannaeyja á stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja að boða tafarlaust til stofnfjáreigendafundar og virða þær reglur sem gilda og upplýsa alla stofnfjáreigendur um stöðu mála.  Stjórn hagsmunafélags eldri stofnfjáreigenda í Sparisjóði Vestmannaeyja Svanhildur GuðlaugsdóttirJónatan G. JónssonKristján G. EggertssonHjálmfríður SveinsdóttirGeorg Skæringsson"

Eyjamenn steinlágu gegn Aftureldingu

 Afturelding tryggði sér 2. sæti Olís-deildar karla með átta marka sigri á Eyjamönnum í Eyjum, í kvöld. Gestirnir voru sterkari allan leikinn en Pétur Júníusson átti frábæran leik og skoraði átta mörk.   Það var orðið ljóst strax fyrir leik að það yrði á brattan að sækja fyrir Eyjamenn. Tvo sterka leikmenn vantaði í liðið, þá Magnús Stefánsson og Sindra Haraldsson. Ungur Eyjamaður þurfti því að leika í mikilvægustu stöðunni í varnarleik Eyjamanna, hafsentinn.   Fjarvera þessara tveggja frábæru varnarmanna truflaði Eyjamenn og það gríðarlega. Hvað eftir annað opnuðust glufur í vörninni og það nýttu gestirnir sér. Pétur Júníusson átti eins og áður segir stórleik í sókninni hjá Aftureldingu, hann skoraði átta mörk úr níu skotum. Eyjamenn komust þó þrisvar sinnum yfir í upphafi leiks, eftir fimmtán mínútna leik var þó jafnt 6-6.   Á upphafsmínútunum lék Andri Heimir Friðriksson mjög vel í liði heimamanna og skoraði þrjú af fyrstu fimm mörkum ÍBV.   Á þessum tímapunkti hófst frábær kafli gestanna. Vörnin small og þá fylgja yfirleitt hraðaupphlaupin, Árni Bragi Eyjólfsson var einstaklega drjúgur á þessum kafla. Mörkin komu þó úr öllum áttum og staðan skyndilega orðin 6-12, gestunum í vil.   Þá skoruðu Eyjamenn loksins mark en það eingöngu vegna þess að Örn Ingi Bjarkason stóð í markinu. Hann hefur aldrei verið frægur fyrir mikla markmannstakta.   Mestur varð munurinn þó undir lok fyrri hálfleiks þegar að gestirnir komust sjö mörkum yfir í 10-17. Grétar Þór Eyþórsson sá þó til þess að Eyjamenn færu ekki grautfúlir inn í búningsklefa því honum tókst að minnka muninn í sex mörk úr vítakasti.   Í upphafi síðari hálfleiks tókst heimamönnum að minnka muninn jafnt og þétt en þeir fóru að spila mun betur. Þegar munurinn var kominn niður í fjögur mörk gáfu gestirnir aftur í. Flottur kafli þeirra sá til þess að staðan var orðin 18-25.   Gestirnir nýttu sér „vestið“ þegar að þeir léku manni færri. Þá skiptu markmenn þeirra við Örn Inga Bjarkason og leikmenn Aftureldingar því jafn margir í sókninni. Þetta gekk gríðarlega vel hjá þeim en þeir töpuðu varla kafla þegar þeir misstu mann útaf.   Lokakafli gestanna var einnig aðdáunarverður en þeir keyrðu grimmt í bakið á Eyjamönnum. Að lokum voru gestirnir komnir átta mörkum yfir og lokatölur voru því 23-31.   Með sigrinum tryggðu gestirnir sér það að þeir verða aldrei neðar en 2. sætið. Þeir eiga einnig möguleika á deildarmeistaratitlinum. Það er því ljóst að Afturelding á heimaleikjaréttinn í 8-liða úrslitunum og einnig í undanúrslitunum, komist þeir þangað.   ÍBV er þó enn í basli í 6. sæti deildarinnar og þurfa eitt stig til viðbótar til að tryggja sætið í úrslitakeppninni.

Upplýst um mikið útlánatap 19. mars - Samruni inni í myndinni

Innlán ekki í hættu og lausn í sjónmáli í málum Sparisjóðsins

„Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja (SV) leitar nú allra leiða til að auka eigið fé sjóðsins um 1.200 milljónir króna en athugun á útlánasafni hans, sem ráðist var í undir lok árs 2014, leiddi í ljós að raunverulegt eiginfjárhlutfall sjóðsins er undir því lágmarki sem Fjármálaeftirlitið hefur sett. Sjóðurinn hefur frest til síðdegis á föstudaginn til að bæta úr stöðunni en að öðrum kosti mun FME grípa til aðgerða og skipa skilanefnd yfir sjóðinn,“segir í frétt Viðskiptablaðs Morgunblaðsins í morgun.   Vilhjálmur Egilsson, varaformaður stjórnar SV, segir að vandinn sé mikill en að stjórnin telji sig geta leyst úr honum innan þess frests sem gefinn var. „Auðvitað finnst okkur fresturinn styttri en æskilegt væri en við höfum fulla trú á því að lausn verði komin fyrir lok dags á föstudag, en málið er í góðum farvegi. Um leið og stjórnin gerði sér grein fyrir því að útlánasafnið var mun veikara en áður var talið var gripið til aðgerða og Fjármálaeftirlitinu gert viðvart.“   „Síðan þá hefur verið unnið með FME að úrlausn málsins. Útlánasafn Sparisjóðsins er bókfært í hálfsársuppgjöri hans fyrir árið 2014 á rétt rúma 8 milljarða króna. „Það er fyrst og fremst útlánasafnið frá Selfossi sem ekki hefur reynst jafn gott og áður var talið. Svo virðist vera sem safnið hafi verið ofmetið þegar sjóðurinn gekk í gegnum endurskipulagningu árið 2010,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir stefnt að því að breyta víkjandi lánum að fjárhæð 400 milljónir í eigið fé, 600 milljónir komi með nýju eiginfjárframlagi og 200 milljónir verði sóttar með víkjandi lánum sem teljist með þegar eiginfjárgrunnur sjóðsins er metinn.   Þá segist hann geta fullyrt að engin innlán séu í hættu. Sparisjóður Vestmannaeyja er að stærstum hluta í eigu ríkisins en Bankasýsla ríkisins fer með eignarhlutinn fyrir þess hönd. Eignarhlutur þess er til kominn vegna stofnfjárframlags upp á 555 milljónir króna sem lagt var fram til bjargar sjóðnum í kjölfar þeirra erfiðleika sem mynduðust í árslok 2008. Aðrir stórir stofnfjáreigendur eru Lífeyrissjóður Vestmannaeyja með 14,3%, Vestmannaeyjabær með 10,2%, Vinnslustöðin 5% og Tryggingasjóður sparisjóða 2,8%. Þessir aðilar komu inn í rekstur sjóðsins á sama tíma og ríkissjóður en fram til ársins 2007 voru stofnfjáreigendur aðeins einstaklingar í Vestmannaeyjum. Frá þeim tíma tók stofnfjárskráin nokkuð að riðlast og hlutir að færast á færri hendur,“ segir í fréttinni.    
>> Eldri fréttir

Stjórnmál >>

Lýsa yfir þungum áhyggjum af málefnum Grímseyjar og annara eyjabyggða

Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir yfir þungum áhyggjum af málefnum eyjabyggða á Íslandi og hvetur til þess að skynsamlegra leiða verði leitað til að tryggja íbúum Grímseyjar þann mikilvæga rétt sem fólgin er í frelsi til búsetu.  Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar sem samþykkt var einróma á fundi hennar í dag.  Bókunina má lesa hér að neðan:   Bæjarstjórn Vestmannaeyja ítrekar það álit hennar, sem áður hefur komið fram ma. í ályktunum um frumvörp til laga um stjórn fiskveiða, sem felst í mikilvægi þess að auka atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggða.   Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir enn fremur yfir þungum áhyggjum af málefnum eyjabyggða á Íslandi og þá sérstaklega erfiðri stöðu Grímseyjar. Vegna landfræðilegrar sérstöðu þola eyjabyggðir verr hraðar breytingar en mörg önnur byggðalög. Erfitt tímabil getur í einum vettvangi gert út um eyjabyggð til langframa, jafnvel þótt að öðru jöfnu hefði hinn erfiði tími ekki orðið langvinnur. Breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegs hafa verið hraðar á seinustu árum og óhófleg gjaldtaka hefur flýtt fyrir samþjöppun aflaheimilda. Fjármálastofnanir hafa orðið ráðandi vægi í rekstri margra útgerðarfyrirtækja og illu heilli virðist það oft vera nánast háð geðþótta þeirra hverjum sé gert kleift að gera út og hverjum ekki. Þar með ráða þessar fjármálastofnanir orðið byggðaþróun á Íslandi í gegnum lánsveð í aflaheimildum. Þau tengsl sem hingað til hafa verið milli útgerða og íbúa sjárvarbyggða eru þar með rofin. Í því fellst háski, bæði fyrir sjávarbyggðir og sjávarútveginn í landinu.   Bæjarstjórn Vestmannaeyja hvetur til þess að skynsamlegra leiða verði leitað til að tryggja íbúum Grímseyjar þann mikilvæga rétt sem fólgin er í frelsi til búsetu. Það frelsi er ekki síður mikilvægt en annað frelsi. Í Grímsey og öðrum sjávarþorpum við Íslandsstrendur býr fólk sem á sama rétt til að velja sér búsetu og íbúar annarra byggðalaga. Staða Grímseyjar er nú slík að Byggðastofnun, Íslandsbanki, alþingi, atvinnuþróunarfélag og fleiri verða að taka höndum saman ásamt íbúum Grímseyjar við að tryggja áframhald byggðar í Grímsey.

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Áttu annan, hæstvirti fjármálaráðherra?

Ótrúlega margir í okkar landi geta nýtt sér glufur í skattkerfinu með því það að telja bara fram fjármagnstekjuskatt eða með öðrum orðum gefa bara upp lágmarkstekjur undir skattleysismörkum en borga sér síðan arð út úr fyrirtækjum sínum. Og hvað þýðir þetta? Jú, þetta þýðir að þeir sem þetta gera borga ekki það gjald til samrekstursins í sveitarfélögunum þar sem þeir búa og aðrir íbúar þar þurfa að gera. Þeir fara því í sund og senda börnin sín í skóla, fá bók á bókasafninu og kalla á slökkviliðið ef það kviknar í hjá þeim en þeir láta aðra íbúa í sveitarfélaginu borga kostnaðinn af þessu fyrir sig. Mér finnst þetta vera siðlaust en eins furðulegt og það nú er þarf þetta ekki endilega að vera ólöglegt. En hlýtur það þá ekki að vera algjört forgangsverkefni hjá stjórnvöldum að stoppa upp í svona glufur í kerfinu? Er ekki ríkisstjórnin að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að launafólk - sem þarf nú að réttlæta fyrir þjóðinni að 300 þús kr. í mánaðarlaun þurfi til að geta framleytt sér og fjölskyldum sínum – sé þannig látið borga reikningana fyrir þá sem hafa úr miklu meira að spila? Ég hef ekki séð nein merki þess að ríkisstjórnin líti á það sem mikilvægt verkefni. Það er auðvitað stórfurðulegt en það segir mikið um áherslurnar hjá þessari ríkisstjórn og fyrir hverja hún vinnur. Almennt launafólk er ekki efst á forgangslista á ríkisstjórnarfundum þessi misserin. Það skal því engan undra að það stefni í harðvítug átök á vinnumarkaði á vormánuðum. Og enn og aftur glymur gamli sérréttindasöngurinn um að sá þjóðfélagshópur sem erfiðustu störfin vinnur en minnst hefur á milli handanna sé ábyrgur fyrir því að það ríki stöðugleiki í atvinnu- og efnahagslífinu. Gamla tuggan um að hér fari allt andskotans til ef lægstlaunaða fólkið fær aðeins stærri skerf af kökunni sem bökuð er í þessu landi og það leggur sjálft mest af deiginu til. Og hver er nú krafa þessa þjóðfélagshóps sem heldur af veikum mætti uppi því velferðarkerfi sem þessi þjóð státar sig af að búa við? - Jú, 300 þúsund króna lágmarkslaun! Hvílík græðgi! Hvílík heimtufrekja! Er nema von að forkólfum atvinnurekenda blöskri þessi ósvífni? Þetta ábyrgðarleysi! Sjálfir hafa þeir auðvitað lúsarlaun og forstjórar og stjórnendur í fyrirtækjum lepja flestir dauðann úr skel. Þegar þessi ríkisstjórn tók við fyrir tveimur árum síðan hafði hún falleg orð um það að hún myndi leitast við virkja samtakamátt þjóðarinnar, vinna gegn sundurlyndi og tortryggni í samfélaginu til að hér gæti hafist nýtt skeið vaxtar og stöðugleika og sáttar um uppbyggingu vinnumarkaðar til framtíðar til að treysta undirstöður velferðar og bættrar afkomu heimilanna. Eru ráðherrrnir búnir að gleyma þessu? Eða meintu þeir kannski aldrei neitt með þessu? Voru þeir kannski bara í svo góðu skapi og fannst svo gaman að vera orðnir valdamenn, ráðherrar, að þeir vildu endilega segja eitthvað fallegt við þjóðina? Ég veit það ekki. En ég veit að þessi ríkisstjórn hefur alls ekki staðið við þessi orð. Þessi ríkisstjórn hefur gert nánast allt þveröfugt við það sem hún lýsti yfir þegar hún tók við völdum og ráðherrarnir brostu svo stoltir og fínir og góðlegir framan í myndavélarnar á Bessastöðum. Mér fannst það því broslegt eða nánast vandræðalegt þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hvatti til þess á þingfundi 26. mars sl. að við tækjum öll höndum saman og reyndum að leysa þau vandamál sem ættu sér stað á vinnumarkaðnum í stað þess að reyna að æsa þau frekar upp. Sjálfsagt meinti fjármálaráðherra þetta og hefur verði einlægur í því en það kæmi mér ekki á óvart að einhverjir í þessu landi sem tilheyra þeim hópum sem hafa fengið skýr skilaboð um að þeir eru mjög neðarlega á forgangslista ríkisstjórnarinar hafi spurt sig hvort þetta væri brandari hjá ráðherranum og einhverjir hafi jafnvel sagt við sjálfa sig: Áttu annan, hæstvirti fjármálaráðherra?   Páll Valur Björnsson Þingmaður Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi.      

Greinar >>

Áttu annan, hæstvirti fjármálaráðherra?

Ótrúlega margir í okkar landi geta nýtt sér glufur í skattkerfinu með því það að telja bara fram fjármagnstekjuskatt eða með öðrum orðum gefa bara upp lágmarkstekjur undir skattleysismörkum en borga sér síðan arð út úr fyrirtækjum sínum. Og hvað þýðir þetta? Jú, þetta þýðir að þeir sem þetta gera borga ekki það gjald til samrekstursins í sveitarfélögunum þar sem þeir búa og aðrir íbúar þar þurfa að gera. Þeir fara því í sund og senda börnin sín í skóla, fá bók á bókasafninu og kalla á slökkviliðið ef það kviknar í hjá þeim en þeir láta aðra íbúa í sveitarfélaginu borga kostnaðinn af þessu fyrir sig. Mér finnst þetta vera siðlaust en eins furðulegt og það nú er þarf þetta ekki endilega að vera ólöglegt. En hlýtur það þá ekki að vera algjört forgangsverkefni hjá stjórnvöldum að stoppa upp í svona glufur í kerfinu? Er ekki ríkisstjórnin að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að launafólk - sem þarf nú að réttlæta fyrir þjóðinni að 300 þús kr. í mánaðarlaun þurfi til að geta framleytt sér og fjölskyldum sínum – sé þannig látið borga reikningana fyrir þá sem hafa úr miklu meira að spila? Ég hef ekki séð nein merki þess að ríkisstjórnin líti á það sem mikilvægt verkefni. Það er auðvitað stórfurðulegt en það segir mikið um áherslurnar hjá þessari ríkisstjórn og fyrir hverja hún vinnur. Almennt launafólk er ekki efst á forgangslista á ríkisstjórnarfundum þessi misserin. Það skal því engan undra að það stefni í harðvítug átök á vinnumarkaði á vormánuðum. Og enn og aftur glymur gamli sérréttindasöngurinn um að sá þjóðfélagshópur sem erfiðustu störfin vinnur en minnst hefur á milli handanna sé ábyrgur fyrir því að það ríki stöðugleiki í atvinnu- og efnahagslífinu. Gamla tuggan um að hér fari allt andskotans til ef lægstlaunaða fólkið fær aðeins stærri skerf af kökunni sem bökuð er í þessu landi og það leggur sjálft mest af deiginu til. Og hver er nú krafa þessa þjóðfélagshóps sem heldur af veikum mætti uppi því velferðarkerfi sem þessi þjóð státar sig af að búa við? - Jú, 300 þúsund króna lágmarkslaun! Hvílík græðgi! Hvílík heimtufrekja! Er nema von að forkólfum atvinnurekenda blöskri þessi ósvífni? Þetta ábyrgðarleysi! Sjálfir hafa þeir auðvitað lúsarlaun og forstjórar og stjórnendur í fyrirtækjum lepja flestir dauðann úr skel. Þegar þessi ríkisstjórn tók við fyrir tveimur árum síðan hafði hún falleg orð um það að hún myndi leitast við virkja samtakamátt þjóðarinnar, vinna gegn sundurlyndi og tortryggni í samfélaginu til að hér gæti hafist nýtt skeið vaxtar og stöðugleika og sáttar um uppbyggingu vinnumarkaðar til framtíðar til að treysta undirstöður velferðar og bættrar afkomu heimilanna. Eru ráðherrrnir búnir að gleyma þessu? Eða meintu þeir kannski aldrei neitt með þessu? Voru þeir kannski bara í svo góðu skapi og fannst svo gaman að vera orðnir valdamenn, ráðherrar, að þeir vildu endilega segja eitthvað fallegt við þjóðina? Ég veit það ekki. En ég veit að þessi ríkisstjórn hefur alls ekki staðið við þessi orð. Þessi ríkisstjórn hefur gert nánast allt þveröfugt við það sem hún lýsti yfir þegar hún tók við völdum og ráðherrarnir brostu svo stoltir og fínir og góðlegir framan í myndavélarnar á Bessastöðum. Mér fannst það því broslegt eða nánast vandræðalegt þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hvatti til þess á þingfundi 26. mars sl. að við tækjum öll höndum saman og reyndum að leysa þau vandamál sem ættu sér stað á vinnumarkaðnum í stað þess að reyna að æsa þau frekar upp. Sjálfsagt meinti fjármálaráðherra þetta og hefur verði einlægur í því en það kæmi mér ekki á óvart að einhverjir í þessu landi sem tilheyra þeim hópum sem hafa fengið skýr skilaboð um að þeir eru mjög neðarlega á forgangslista ríkisstjórnarinar hafi spurt sig hvort þetta væri brandari hjá ráðherranum og einhverjir hafi jafnvel sagt við sjálfa sig: Áttu annan, hæstvirti fjármálaráðherra?   Páll Valur Björnsson Þingmaður Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi.      

VefTíví >>

Eyjar, fallega eyjan mín........

Í tilefni þess að nú dúrar aðeins milli lægða, er tilefni til að létta lund. Hér er skemmtilegt lag sem þær mæðgur Harpa Kolbeinsdóttir og Helena Pálsdóttir gerðu fyrir nokkru íslenskan texta  við. Þetta er ,,nýja" lagið hans Michael Jackson og Paul Anka. (Textinn er hér neðar)  og fékk nafnið Eyjar. Á facebooksíðu Hörpu segir að engin af þeim sem mæmuðu textann í myndbandinu hafi fengið að heyra textann áður en upptökur hófust - heldur var þeim bara réttur textinn og ýtt á ,,record" ;)  „Þau eiga því heiður skilinn fyrir að ÞORA að vera með :) Ekki síst þar sem sumt af fólkinu þekkti okkur mæðgurnar ekki einu sinni……hahahahaha :) Danshöfundarnir fengu þó aaaaaðeins lengri tíma til að undirbúa sig enda stóðu þær sig rosalega vel….og geggjaður dansinn hjá þeim :) Bráðskemmtilegur tíminn sem fór í upptökurnar með þeim :)" Þá segir Harpa á facebooksíðunni. „Mínar dýpstu þakklætiskveðjur til ykkar allra sem tókuð þátt í að gera þetta jafn skemmtilegt og raun bar vitni. Þátttaka ykkar gaf textanum enn meira líf enda Eyjamenn með afbrigðum skemmtilegir og tilíallt :)"   Eyjar…fallega eyjan mín á þér ást mín aldrei dvín ég ber þig í hjarta….hjarta Eyjar…fallega eyjan mín umkringd tignri fjallasýn eyjan mín bjarta…bjarta   Hér um allt liggja sporin mín inn í Dal, uppá Há, Heimaklett Helgafell   Eyjar ætíð á mig kalla bergmál þinna fjalla…ómar enn Eyjar..hérna vil ég dvelja enga aðra velja…kem ég senn Eyjar…fallega Heimaey   Eyjar…fallega eyjan mín á þér ást mín aldrei dvín ég ber þig í hjarta….hjarta Eyjar…fallega eyjan mín umkringd tignri fjallasýn eyjan mín bjarta…bjarta   Hér um allt liggja sporin mín inn í Dal uppá Há Heimaklett Helgafell   Eyjar... ætíð á mig kalla bergmál þinna fjalla ómar enn Eyjar...hérna vil ég dvelja enga aðra velja kem ég senn Eyjar…fallega Heimaey   Eyjar... ætíð á mig kalla bergmál þinna fjalla ómar enn Eyjar..hérna vil ég dvelja enga aðra velja kem ég senn Eyjar…fallega Heimaey