Ekki um einelti að ræða

Ekki um einelti að ræða

Eins og fram kom í tilkynningu frá ÍBV Íþróttafélagi í síðasta mánuði voru kallaðir til utanaðkomandi og hlutlausir sérfræðingar til að gera formlega eineltisathugun og leiðbeina félaginu um framhaldið vegna gruns um einelti sem upp kom í æfingahópi félagsins í handbolta karla.   Sérfræðingarnir hafa nú skilað stjórn félagsins skýrslu þar sem meginniðurstaðan er þessi: ''Niðurstöður þessarar athugunar eru þær að ekki sé hægt að fullyrða að um einelti hafi verið að ræða skv. skilgreiningu þess í reglugerð nr. 1009/2015. Hins vegar er ljóst að neikvæð samskipti innan hópsins hafi verið til staðar um nokkurn tíma og komið niður á liðsheildinni og samskiptamáta liðsmanna''.   Skýrsluhöfundar telja "... jákvætt að ÍBV hafi tekið málið alvarlega og leitast við að koma því í farveg sem fyrst".   Sérfræðingarnir leggja jafnframt fram tillögur til lausnar á þeim samskiptavandamálum sem urðu kveikjan að ofangreindri athugun - og sömuleiðis hvernig félagið skuli taka á málum af þessu tagi almennt í öllum flokkum félagsins. Þær tillögur verða leiðbeinandi fyrir félagið í framhaldinu.   Stjórn ÍBV Íþróttafélags vill brýna fyrir fólki að varast rætni, illmælgi og sleggjudóma í tengslum við þetta viðkvæma mál.   Fyrir hönd handknattleiksdeildar ÍBV, Karl Haraldsson formaður   Fyrir hönd aðalstjórnar ÍBV íþróttafélags, Íris Róbertsdóttir formaður

Bónus oftast með lægsta verðið

  Bónus í Ögurhvarfi var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í átta verslunum á höfuðborgarsvæðinu fimmtudaginn 4. febrúar. Bónus var lægst í 81 tilviki, Krónan í 23 tilfellum og Fjarðarkaup 16. Hæsta verðið var oftast að finna í Iceland Engihjalla eða í um þriðjungi tilvika. Munurinn á hæsta og lægsta verði vöru í könnuninni var frá 7% upp í 180%. Oftast var á milli 25-50% verðmunur á hæsta og lægsta verði. Könnunin var gerð í lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum. Af þeim 140 vörutegundum sem skoðaðar voru, voru flestar fáanlegar hjá Fjarðarkaupum Hafnarfirði eða 138 og hjá Iceland 131. Fæstar vörurnar voru fáanlegar hjá Krónunni eða 99 af 140 og Samkaup-Úrval átti 101.   Þegar rýnt er í meðfylgjandi töflu má sjá að verðmunur á milli lágvöruverðsverslana er í um þriðjungi tilvika um og undir 2 kr. hjá Bónus og Krónunni og einnig á milli Krónunnar og Nettó. Þannig kostar 200 ml. af NAN 1 barnamjólk 157 kr. hjá Bónus, 158 kr. hjá Krónunni og 159 kr. hjá Nettó. En þessa uppröðun á verði á milli þessara verslana má sjá á fleiri stöðum í könnuninni.     Mestur verðmunur var á ávöxtum og grænmeti Af þeim vörum sem skoðaðar voru var mestur verðmunur á ávöxtum og grænmeti, eða 31-180%. Mestur verðmunur var á frosnu mangó í bitum sem var dýrast á 1.396 kr./kg. hjá Samkaupum-Úrvali en ódýrast á 498 kr./kg. hjá Bónus sem er 898 kr. verðmunur eða 180%. Það var einnig mikill verðmunur á frosnum jarðaberjum sem voru dýrust á 1.140 kr./kg. hjá Hagkaupum Skeifunni en ódýrust á 415 kr./kg. hjá Bónus sem er 175% verðmunur.   Af ávöxtum og grænmeti var minnstur verðmunur var á íslenskri agúrku sem var dýrust á 656 kr./kg. hjá Samkaupum-Úrvali en ódýrust á 477 kr./kg. hjá Bónus sem er 31%. Af öðrum vörum má nefna að mikill verðmunur var á Lambhagasalati í potti sem var ódýrast á 245 kr. hjá Víði en dýrast á 359 kr. hjá Iceland sem gerir 47% verðmun.

Bónus oftast með lægsta verðið

  Bónus í Ögurhvarfi var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í átta verslunum á höfuðborgarsvæðinu fimmtudaginn 4. febrúar. Bónus var lægst í 81 tilviki, Krónan í 23 tilfellum og Fjarðarkaup 16. Hæsta verðið var oftast að finna í Iceland Engihjalla eða í um þriðjungi tilvika. Munurinn á hæsta og lægsta verði vöru í könnuninni var frá 7% upp í 180%. Oftast var á milli 25-50% verðmunur á hæsta og lægsta verði. Könnunin var gerð í lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum. Af þeim 140 vörutegundum sem skoðaðar voru, voru flestar fáanlegar hjá Fjarðarkaupum Hafnarfirði eða 138 og hjá Iceland 131. Fæstar vörurnar voru fáanlegar hjá Krónunni eða 99 af 140 og Samkaup-Úrval átti 101.   Þegar rýnt er í meðfylgjandi töflu má sjá að verðmunur á milli lágvöruverðsverslana er í um þriðjungi tilvika um og undir 2 kr. hjá Bónus og Krónunni og einnig á milli Krónunnar og Nettó. Þannig kostar 200 ml. af NAN 1 barnamjólk 157 kr. hjá Bónus, 158 kr. hjá Krónunni og 159 kr. hjá Nettó. En þessa uppröðun á verði á milli þessara verslana má sjá á fleiri stöðum í könnuninni.     Mestur verðmunur var á ávöxtum og grænmeti Af þeim vörum sem skoðaðar voru var mestur verðmunur á ávöxtum og grænmeti, eða 31-180%. Mestur verðmunur var á frosnu mangó í bitum sem var dýrast á 1.396 kr./kg. hjá Samkaupum-Úrvali en ódýrast á 498 kr./kg. hjá Bónus sem er 898 kr. verðmunur eða 180%. Það var einnig mikill verðmunur á frosnum jarðaberjum sem voru dýrust á 1.140 kr./kg. hjá Hagkaupum Skeifunni en ódýrust á 415 kr./kg. hjá Bónus sem er 175% verðmunur.   Af ávöxtum og grænmeti var minnstur verðmunur var á íslenskri agúrku sem var dýrust á 656 kr./kg. hjá Samkaupum-Úrvali en ódýrust á 477 kr./kg. hjá Bónus sem er 31%. Af öðrum vörum má nefna að mikill verðmunur var á Lambhagasalati í potti sem var ódýrast á 245 kr. hjá Víði en dýrast á 359 kr. hjá Iceland sem gerir 47% verðmun.

12 kærur vegna brot á umferðarlögum

Bikarmeistararnir úr leik

ÍBV tók á móti Val í hörkuleik í 8 liða úrslitum Coca Cola bikarsins í dag þar sem Valur sigraði með tveimur mörkum, 23-25. ÍBV byrjaði leikinn betur og voru að spila frábæra vörn og sókn. Strákarnir fengu aðeins tvö mörk á sig á fyrstu 15. mínútum leiksins en þá náðu Valsmen að koma þriðja markinu að og staðan 7-3. ÍBV fékk kjörið tækifæri til að auka muninn í fimm mörk en brenndu af í hraðaupphlaupi, í staðinn jafnaði Valur metin 7-7. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV tók þá leikhlé sem skilaði sér en strákarnir náðu aftur tveggja marka forskoti og héldu því til loka fyrri hálfleiks en þá var staðan, 13-11.    Valsmenn náðu fljótlega forskotinu í síðari hálfleik, 15-16, en þá kom góður kafli hjá ÍBV og leiddu þeir leikinn allt þar til að korter var eftir að sóknarleikurinn hrundi en markvarslan var nánast engin í síðari hálfleik en fyrsta varslan kom á 47. mínútu. Eyjamenn skoruðu ekki í mark í þrettán mínútur, Valsmenn nýttu sér það og breyttu stöðunni úr 21-19 í 21-24. Róðurinn var þá erfiður fyrir Eyjamenn en þeir fengu nokkur tækifæri til að ná Val á lokakaflanum en gekk ekki og lokatölur því 23-25 og Valsmenn á leið í "final four".   Mörk ÍBV skoruðu þeir; Einar Sverrisson 6, Kári Kristján Kristjánsson 4, Agnar Smári Jónsson 4, Dagur Arnarsson 3, Andri Heimir Friðriksson 3, Magnús Stefánsson 1, Grétar Þór Eyþórsson 1 og Theodór Sigurbjörnsson 1.   Stephen Nielsen varði sjö skot í marki ÍBV og Kolbeinn Aron Arnarsson þrjú.    Hér má sjá myndir úr leiknum.

Það er barátta framundan

 Ísland siglir nú hraðbyri inn í nýtt góðæri, munurinn nú og áður er sá að nú erum við meðvituð um það. Við vitum hverjar hætturnar eru og höfum reynslu af því að takast á við ástandið. Eins og í seinasta góðæri þá eru fólksflutningar með mikilli fólsksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu ein af fyrstu vísbendingum um breytt ástand, því fylgir fækkun íbúa víða annarstaðar. Þensla á húsnæðismarkaði og vöxtur í innflutningi á neysluvörum fylgja með rétt eins og sala á nýjum bílum. Gengið styrkist, fjármálageirinn vex, bankarnir stofna viðburðadeildir og áfram má telja. VIð þekkjum þetta. Áhrifin eru margþætt.   Fjölgun á höfuðborgarsvæðinu Þegar gögn hagstofunnar eru skoðuð kemur í ljós að umtalsverð fjölgun er nú að eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu (frá Reykjanesbæ, út í Árborg og upp á Akranes). Í Fréttablaðinu í dag bendir Þóroddur Bjarnson, prófessor við HA á að byggðalög í allt að 50 km. fjarlægð frá Reykjavík eru nú að vaxa með eindæmum hratt, jafnvel tvöfalt hraðar en í borginni sjálfri. Þar ræður margt. Auðvitað eru þetta gæðasamfélög og líklegt að margir vilji með því að flytja þangað sameina kosti borgarsamfélagsins (svo sem fjölbreyttari atvinnutækifæri) og smærri samfélaga (svo sem aukin öryggistilfinning, nánd og fl.).   Fækkun í landsbyggðum Eins og gefur að skilja hefur vöxtur á einu svæði umfram heildarfjölgun þjóðarinnar áhirf á öðru svæði. Eins og í fyrra góðæri byrja þessi áhrif fjærst borginni. Þannig varð á seinasta ári fækkun bæði á Austurlandi sem og á Vestfjörðum.   Enn fjölgar lítillega í Eyjum Í Vestmannaeyjum hefur íbúum fjölgað á seinustu árum. 1.des. 2013 voru íbúar 4248. Ári seinna, 1. des. 2014 voru íbúar 4276. Á seinasta ári varð einnig fjölgun því 1. des. 2015 voru búsettir Eyjamenn orðnir 4286. Sem sagt fjölgun um 38 á 2 árum. Flestir uðru íbúar í Vestmannaeyjum um mitt seinasta ár þegar þeir urðu 4308 og er það í takt við hrynjanda seinustu áratuga. Það fjölgar á fyrrihluta árs en fækkar á seinnihluta þess.   Varnarbarátta Í mínum huga er ljóst að það er mikil varnarbarátta framundan í landsbyggðunum. Þar sem ekki tekst að bregðast við sogkrafti höfuðborgarsvæðisins þar mun íbúum fækka. Fyrir þessum veruleika fundum við Eyjamenn glögglega síðast. Fyrsta skrefið í þessu verkefni er því að átta sig á stöðunni, skilja hana og viðurkenna. Næsta skref er að falla ekki í innribaráttu í samfélaginu (það fundum við Eyjamenn einnig síðast) heldur snúa vörn í sókn.   Sóknarbarátta Hér í Eyjum er öllum ljóst hvað til þarf. Það þarf að bæta samgöngur og heilbrigðisþjónustu (ég ætla að skrifa meira um það á næstu dögum). Í viðbót við það þá verður Vestmannaeyjabær að vera meira en samkeppnishæfur hvað varðar þjónustu við íbúa. Hér í Eyjum getum við ekki boðið upp á jafn fjölbreytt atvinnulíf og á höfuðborgarsvæðinu, við höfum ekki framboð bíóhúsa, leikhúsa, leizertag og keilu. Við verðum aldrei samkeppnishæf hvað það varðar. Við getum því bara keppt í því að veita þjónustu sem er með því sem best gerist á landinu. Við erum með góða þjónustu en til að hún verði með því sem best gerist þá þarf að ráðast í aðgerðir og þá sérstaklega í því sem snýr að barnafjölskyldum.   Atvinnu- og menntatækifæri Hér í Vestmannaeyjum er enn frekar einhæf atvinnu- og menntatækifæri þótt vaxandi ferðaþjónusta hafi fjölgað eggjunum í körfunni. Það er okkur því mikilvægt að vel takist til með stofnun háskóladeildar þeirrar sem nú er unnið að. Ekki eingöngu fjölgar þar menntatækifærum í Eyjum heldur getur námið orðið uppeldisstöð fyrir frumkvöðla, lífafl framþróunar. Efling iðnmenntunar í Vestmannaeyjum er einnig sóknarfæri sem þarf að nýta betur. Hér eins og víða um land er vaxandi þörf fyrir iðnmenntað fólk. Að þessu þarf að hyggja. Þá eru fyrirtækin í Vestmannaeyjum mörg hver mjög sterk. Þegar samkeppnin frá höfuðborgarsvæðinu eykst þá þurfum við á því að halda að þau hugi að nærumhverfi sínu og geri jafnvel enn betur en nú er.   Þar grær sem girt er um Það þarf marg til ef við ætlum að halda sjó í þeim brimskafli sem er framundan. Ef við förum eins að nú og áður með innri átökum og niðurrifi þó fer illa. Ef við stöndum saman, vinnum okkar heimavinnu og krefjumst nauðsynlegra aðgerða hjá ríkinu þá óttast ég ekki þessa stöðu.   Þetta byggi ég á þeirri einföldu speki sem öllum sem átt hafa kálgarð er ljóst og felst í þessum orðum: „Þar grær sem girt er um“.
>> Eldri fréttir

Mannlíf >>

Útgáfutónleikar á laugardaginn

Á síðasta ári gaf Snorri Jónsson, út diskinn Nornanótt með lögum við texta sem hann hefur samið að undanförnu. Fékk hann úrvalslið listamanna, flesta úr Eyjum til liðs við sig. Öll lögin nema eitt eru frumsamin og komu þar margir að verki. Nornanóttin hefur fengið góðar viðtökur og þann sjötta febrúar nk. verða útgáfutónleikar á Háloftinu þar sem mætir vösk sveit tónlistarmanna með söngvarana Sunnu Guðlaugsdóttur og Sæþór Vídó í broddi fylkingar.   Þau eins og aðrir sem koma fram á tónleikunum komu að gerð disksins. Þau eru auk Sunnu og Sæþórs, Birgir Nielsen á trommur, Kristinn Jónsson á bassa, Gísli Stefánsson á gítar, Þórir Ólafsson á hljómborð og á trompet er Einar Hallgrímur Jakobsson, básúnu Heimir Ingi Guðmundsson og saxafón Matthías Harðarson. Um bakraddir sjá Jarl Sigurgeirsson, Gísli Stefánsson, Þórir Ólafsson og Sæþór Vídó. Snorri sagðist vera mjög spenntur fyrir tónleikunum og það hefði verið mjög gaman að vinna með þessu fólki. „Það sem er kannski mest gaman er að þetta eru allt utan einn, listafólk héðan úr Vestmannaeyjum en það er sá ágæti maður Heimir Ingi sem spilar á sleðabásúnu sem við fengum lánaðan af fasta landinu. Já, við erum með alvöru brass- og bakraddir.“ Hann sagðist vera mjög ánægður með viðtökurnar sem Nornanóttin hefur fengið og þar skipti miklu fagmannleg vinnubrögð. Lagahöfundar eru Sigurjón Ingólfsson, Geir Reynisson, Sigurður Óskarsson, Leó Ólason og Sæþór. „Gísli Stefánsson stjórnaði upptökum og hann ásamt Sæþóri útsetti lögin en textarnir eru eftir mig,“ segir Snorri sem er enginn nýgræðingur á þessu sviði. Nánar í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

12 kærur vegna brot á umferðarlögum

Greinar >>

Það er barátta framundan

 Ísland siglir nú hraðbyri inn í nýtt góðæri, munurinn nú og áður er sá að nú erum við meðvituð um það. Við vitum hverjar hætturnar eru og höfum reynslu af því að takast á við ástandið. Eins og í seinasta góðæri þá eru fólksflutningar með mikilli fólsksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu ein af fyrstu vísbendingum um breytt ástand, því fylgir fækkun íbúa víða annarstaðar. Þensla á húsnæðismarkaði og vöxtur í innflutningi á neysluvörum fylgja með rétt eins og sala á nýjum bílum. Gengið styrkist, fjármálageirinn vex, bankarnir stofna viðburðadeildir og áfram má telja. VIð þekkjum þetta. Áhrifin eru margþætt.   Fjölgun á höfuðborgarsvæðinu Þegar gögn hagstofunnar eru skoðuð kemur í ljós að umtalsverð fjölgun er nú að eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu (frá Reykjanesbæ, út í Árborg og upp á Akranes). Í Fréttablaðinu í dag bendir Þóroddur Bjarnson, prófessor við HA á að byggðalög í allt að 50 km. fjarlægð frá Reykjavík eru nú að vaxa með eindæmum hratt, jafnvel tvöfalt hraðar en í borginni sjálfri. Þar ræður margt. Auðvitað eru þetta gæðasamfélög og líklegt að margir vilji með því að flytja þangað sameina kosti borgarsamfélagsins (svo sem fjölbreyttari atvinnutækifæri) og smærri samfélaga (svo sem aukin öryggistilfinning, nánd og fl.).   Fækkun í landsbyggðum Eins og gefur að skilja hefur vöxtur á einu svæði umfram heildarfjölgun þjóðarinnar áhirf á öðru svæði. Eins og í fyrra góðæri byrja þessi áhrif fjærst borginni. Þannig varð á seinasta ári fækkun bæði á Austurlandi sem og á Vestfjörðum.   Enn fjölgar lítillega í Eyjum Í Vestmannaeyjum hefur íbúum fjölgað á seinustu árum. 1.des. 2013 voru íbúar 4248. Ári seinna, 1. des. 2014 voru íbúar 4276. Á seinasta ári varð einnig fjölgun því 1. des. 2015 voru búsettir Eyjamenn orðnir 4286. Sem sagt fjölgun um 38 á 2 árum. Flestir uðru íbúar í Vestmannaeyjum um mitt seinasta ár þegar þeir urðu 4308 og er það í takt við hrynjanda seinustu áratuga. Það fjölgar á fyrrihluta árs en fækkar á seinnihluta þess.   Varnarbarátta Í mínum huga er ljóst að það er mikil varnarbarátta framundan í landsbyggðunum. Þar sem ekki tekst að bregðast við sogkrafti höfuðborgarsvæðisins þar mun íbúum fækka. Fyrir þessum veruleika fundum við Eyjamenn glögglega síðast. Fyrsta skrefið í þessu verkefni er því að átta sig á stöðunni, skilja hana og viðurkenna. Næsta skref er að falla ekki í innribaráttu í samfélaginu (það fundum við Eyjamenn einnig síðast) heldur snúa vörn í sókn.   Sóknarbarátta Hér í Eyjum er öllum ljóst hvað til þarf. Það þarf að bæta samgöngur og heilbrigðisþjónustu (ég ætla að skrifa meira um það á næstu dögum). Í viðbót við það þá verður Vestmannaeyjabær að vera meira en samkeppnishæfur hvað varðar þjónustu við íbúa. Hér í Eyjum getum við ekki boðið upp á jafn fjölbreytt atvinnulíf og á höfuðborgarsvæðinu, við höfum ekki framboð bíóhúsa, leikhúsa, leizertag og keilu. Við verðum aldrei samkeppnishæf hvað það varðar. Við getum því bara keppt í því að veita þjónustu sem er með því sem best gerist á landinu. Við erum með góða þjónustu en til að hún verði með því sem best gerist þá þarf að ráðast í aðgerðir og þá sérstaklega í því sem snýr að barnafjölskyldum.   Atvinnu- og menntatækifæri Hér í Vestmannaeyjum er enn frekar einhæf atvinnu- og menntatækifæri þótt vaxandi ferðaþjónusta hafi fjölgað eggjunum í körfunni. Það er okkur því mikilvægt að vel takist til með stofnun háskóladeildar þeirrar sem nú er unnið að. Ekki eingöngu fjölgar þar menntatækifærum í Eyjum heldur getur námið orðið uppeldisstöð fyrir frumkvöðla, lífafl framþróunar. Efling iðnmenntunar í Vestmannaeyjum er einnig sóknarfæri sem þarf að nýta betur. Hér eins og víða um land er vaxandi þörf fyrir iðnmenntað fólk. Að þessu þarf að hyggja. Þá eru fyrirtækin í Vestmannaeyjum mörg hver mjög sterk. Þegar samkeppnin frá höfuðborgarsvæðinu eykst þá þurfum við á því að halda að þau hugi að nærumhverfi sínu og geri jafnvel enn betur en nú er.   Þar grær sem girt er um Það þarf marg til ef við ætlum að halda sjó í þeim brimskafli sem er framundan. Ef við förum eins að nú og áður með innri átökum og niðurrifi þó fer illa. Ef við stöndum saman, vinnum okkar heimavinnu og krefjumst nauðsynlegra aðgerða hjá ríkinu þá óttast ég ekki þessa stöðu.   Þetta byggi ég á þeirri einföldu speki sem öllum sem átt hafa kálgarð er ljóst og felst í þessum orðum: „Þar grær sem girt er um“.