Eigum við ekki að vinna saman

Eigum við ekki að vinna saman

Því er haldið fram, nú á síðustu dögum kosningabaráttunnar að Eyjalistinn sé of hliðhollur meirihlutanum og sé honum sammála í einu og öllu. Sumir ganga meira að segja svo langt að telja bæjarfulltrúum okkar þetta til ámælis, þeir séu í raun einungis leppir fyrir sjálfstæðismenn í bæjarstjórn. Í raun er ekkert óeðlilegt við að þurfa að takast á við slíka umræðu, sérstaklega þegar hún er runnin undan rifjum andstæðinga okkar sem berjast nú við að afla sér fylgis og fara stundum frjálslega með staðreyndir.   Við skulum halda því til haga, eins og ítrekað hefur verið bent á, að mörg mál sem samþykkt hafa verið í bæjarstjórn hafa komið að frumkvæði bæjarfulltrúa Eyjalistans. Þessi mál eru stór hagsmunamál fyrir bæjarbúa. Frístundakortið var lagt fram af bæjarfulltrúum Eyjalistans, dagvistunargjöld leikskólabarna voru lækkuð að frumkvæði bæjarfulltrúa Eyjalistans, uppbygging íbúða fyrir fatlaða í Ísfélagshúsinu og þjónustuíbúðir fyrir aldraða við Hraunbúðir eru allt mál sem Eyjalistinn hefur haft ofarlega á sinni stefnu og við ætlum að halda þeirri hagsmunagæslu áfram.   Maður veltir því fyrir sér hvað átt er við þegar Eyjalistinn er sagður hafa verið í of miklu slagtogi við meirihlutann. Að hlusta á það að 7-0 atkvæðagreiðslur bendi til þess að bæjarfulltrúar okkar séu veikburða í slagnum við meirihlutann er út í hött!   * Áttum við að berjast gegn því að ungmenni undir 16 ára fái ókeypis aðgang að sundlauginni?   * Hefðum við átt að leggjast gegn því að bærinn niðurgreiði skólamáltíðir í grunnskólanum?   * Hefðum við betur unnið gegn því að nemendum væru tryggð námsgögn án endurgjalds?   * Áttu bæjarfulltrúar okkar að standa í vegi fyrir stórkostlegum umbótum í samgöngumálum með samningi um rekstur Herjólfs í stað þess að vinna sameiginlega að hagsmunum bæjarbúa?   * Er það virkilega krafa á bæjarfulltrúa sem starfa í minnihluta að þeir verði ávallt á móti góðum og þörfum málum?   Ég frábið mér slíkan málflutning. Ef þetta er stemningin sem ríkir í herbúðum H-listans þá er ekki von á góðu frá þeirra fólki í bæjarstjórn. Við höfum viljað og við ætlum áfram að vinna að öllum góðum málum er til framfara horfa fyrir bæjarfélagið. Við munum ekki fara í keppni það hver kemur fyrstur með góðar hugmyndir. Sjálfsdýrkun okkar er ekki á því stigi að við getum ekki sameinast um góð mál.   Njáll Ragnarsson  

Þar sem verkin tala

Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með þeim breytingum sem hafa orðið í Vestmannaeyjum á undanförnum árum undir styrkri stjórn sjálfstæðismanna.   Sterk málefnastaða Vestmannaeyjabær hefur farið úr því að vera eitt skuldsettasta sveitarfélag landsins í það að vera eitt þeirra minnst skuldsettustu. Það skiptir gríðarlegu máli fyrir möguleika sveitarstjórnar til bæta lífskjör íbúanna í dag og hefur ekki síst áhrif á tækifæri þeirra sem munu stjórna bæjarfélaginu í framtíðinni til að bæta lífskjörin enn frekar.   Eftir stórsigur Sjálfstæðisflokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum höfðu menn á orði að erfitt yrði að toppa þann glæsilega sigur. Engu að síður var ljóst eftir því sem leið á kjörtímabilið að ekkert virtist því til fyrirstöðu að árangurinn yrði einmitt toppaður. Þegar stjórnmálamenn láta verkin tala, gera það sem þeir segjast ætla að gera og meina það sem þeir segja, líkt og bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa sannarlega gert á kjörtímabilinu, þá hljóta kjósendur að vera ánægðir. Sveitarstjórnarmál snúast um málefni og málefnastaða sjálfstæðismanna í Eyjum er sterk.   Öflugur bæjarstjóri Elliði Vignisson er öflugur málsvari Vestmannaeyja. Við frændsystkinin settumst bæði í stól framkvæmdastjóra sveitarfélaga eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2006, hvort sínu megin við sundið. Samskiptin voru mikil, samstarfið gott þó auðvitað værum við ekki alltaf sammála um alla hluti. Málefni Landeyjahafnar voru þar í forgrunni bæði framkvæmdin sjálf en ekki síður tækifærin og möguleikarnir á auknu samstarfi Rangárþings eystra og Vestmannaeyja með tilkomu hafnarinnar. Í gegnum þessi samskipti fékk ég góða innsýn í þau stóru og alvarlegu verkefni sem blöstu við bæjarstjórn Vestmannaeyja varðandi reksturinn, fólksfækkun og baráttuna fyrir bættum samgöngum og heilbrigðisþjónustu. Sá viðsnúningur sem hefur orðið í Eyjum er ekki sjálfgefinn, hann næst aðeins með þrautseigu, áræðni og miklum viljastyrk. Þegar ég tók sæti á Alþingi hélst áfram gott samstarf og ég get leyft mér að segja að Elliði er óþreytandi baráttuhundur fyrir bættu samfélagi í Vestmannaeyjum, svo eftir er tekið á landsvísu.   Í hnotskurn Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa sýnt það með verkum sínum að þeir eru traustsins verðir. Það skiptir máli hverjir stjórna og sjálfstæðismenn geta verið stoltir af þeim mikla árangri sem náðst hefur við stjórnun bæjarfélagsins undanfarin kjörtímabil. Ég vona svo sannarlega að íbúar Vestmannaeyja velji áfram þá sem láta verkin tala og setji X við D á laugardaginn.   Unnur Brá Konráðsdóttir,   1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi  

Hver er munurinn á framboðunum í samgöngumálum

Nú þegar tæp vika er til kosninga er rétt að skoða hvað E-listinn og D-listinn hafa áorkað í samgöngumálum, annað en að vera sammála í öllu er varðar samgöngur á sjó.   Bæði framboðin virðast hafa gleymt þeim forsendum sem þau tóku undir í minnisblaði með samantekt um stöðu mála í bæjarráði 4.12.2014 vegna tilkomu nýju ferjunnar: ,,Viðmið bæjarfulltrúa hafa verið að ekki sé ásættanlegt að fjöldi þeirra daga sem ferðir í Landeyjahöfn falli alveg niður séu fleiri en 10‘‘. Árangur af þessari 7-0 samþykkt er að nú stefnir í rúma 70 heila daga á ári í frátafir! Enn eru þau sammála og nú í því að viðhalda góðum samgöngum á sjó eins og segir hjá E-listanum og svo ætlar D-listinn að sýna áræði og þor og stíga þungt til jarðar í því að stórauka fjölda ferða á dag í Landeyjahöfn. Nú fyrir utan flugið og eru það nú ekki góð tíðindi fyrir okkur miðað við árangur síðastliðinna 12 ára.   Staðreyndin er sú að sá fjöldi ferða sem nýja ferjan getur farið frá 06:30 til 23:30 eða á 17 tímum eru aðeins 7 ferðir. En aftur að minnisblaðinu úr bæjarráði frá 4.12.2014 um ,,Flutningsgetu‘‘, þar segir: ,,Af þeim sökum er kapp lagt á að tryggja að nýja skipið geti siglt að minnsta kosti 8 ferðir á dag fyrir minni kostnað en Herjólfur siglir 5 ferðir á dag og innan sama tímaramma“. Hver er útkoman?   Herjólfur getur auðveldlega farið 5 ferðir á tæpum 11 tímum en nýja ferjan þarf um 12 ½ tíma til að ná 5 ferðum. Til að ná 8 ferðum þarf nýja ferjan hvorki meira né minna en um 20 tíma.   Er nema von að hvorugt framboðið minnist á aðkomu sína að nýju ferjunni í afrekaskrá síðastliðinna ára. Lítið fer fyrir því að kynna árangur sammálalistanna um endurbætur Landeyjahafnar. Víkjum aftur að minnisblaði bæjarráðs frá 4.12.2014 um ,,Höfnina‘‘: ,,Bæjarfulltrúar hafa ítrekað krafist þess að smíðatími nýs skips verði nýttur til að gera úrbætur á Landeyjahöfn með það að markmiði að þegar hið nýja skip kemur til þjónustu standist það væntingar‘‘. Sést það einhverstaðar?   Við hjá bæjarmálafélaginu Fyrir Heimaey X-H álítum ástandið í samgöngum á sjó óásættanlegt og viljum einnig stórbæta samkeppnishæfni í flugsamgöngum.   Það mun verða eitt af okkar fyrstu verkum í samgöngumálum að reyna að leysa flutningsþörfina á álagstímum sem eru frá kl. 8 til 13 og frá 17 til 22. Það munum við gera með því að leita eftir háhraðaferju sem gæti t.d siglt með nýju ferjunni yfir sumartímann á meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum á Landeyjahöfn. Samhliða þessu munum við leita til þeirra aðila sem eru að framleiða fullkomnustu og afkastamestu ferjurnar í dag til að koma og skoða hér aðstæður og koma með tillögur að ferju sem getur þjónað þörfum okkar Vestmanneyinga.   Einnig skorum við á ráðherra samgöngumála að láta tafarlaust fara fram óháða úttekt á því hvernig hægt sé að bæta aðkomuna að Landeyjahöfn eins og stefnt var að í upphafi.   Kæru Vestmannaeyingar það þarf „kjark til að breyta‘‘ og hann höfum við.   Kjósum með hjartanu – Fyrir Heimaey – Setjum X við H.   Sveinn Rúnar Valgeirsson.   Höfundur skipar 6. sæti á lista Fyrir Heimaey í komandi sveitarstjórnarkosningum.  

Þar sem verkin tala

Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með þeim breytingum sem hafa orðið í Vestmannaeyjum á undanförnum árum undir styrkri stjórn sjálfstæðismanna.   Sterk málefnastaða Vestmannaeyjabær hefur farið úr því að vera eitt skuldsettasta sveitarfélag landsins í það að vera eitt þeirra minnst skuldsettustu. Það skiptir gríðarlegu máli fyrir möguleika sveitarstjórnar til bæta lífskjör íbúanna í dag og hefur ekki síst áhrif á tækifæri þeirra sem munu stjórna bæjarfélaginu í framtíðinni til að bæta lífskjörin enn frekar.   Eftir stórsigur Sjálfstæðisflokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum höfðu menn á orði að erfitt yrði að toppa þann glæsilega sigur. Engu að síður var ljóst eftir því sem leið á kjörtímabilið að ekkert virtist því til fyrirstöðu að árangurinn yrði einmitt toppaður. Þegar stjórnmálamenn láta verkin tala, gera það sem þeir segjast ætla að gera og meina það sem þeir segja, líkt og bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa sannarlega gert á kjörtímabilinu, þá hljóta kjósendur að vera ánægðir. Sveitarstjórnarmál snúast um málefni og málefnastaða sjálfstæðismanna í Eyjum er sterk.   Öflugur bæjarstjóri Elliði Vignisson er öflugur málsvari Vestmannaeyja. Við frændsystkinin settumst bæði í stól framkvæmdastjóra sveitarfélaga eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2006, hvort sínu megin við sundið. Samskiptin voru mikil, samstarfið gott þó auðvitað værum við ekki alltaf sammála um alla hluti. Málefni Landeyjahafnar voru þar í forgrunni bæði framkvæmdin sjálf en ekki síður tækifærin og möguleikarnir á auknu samstarfi Rangárþings eystra og Vestmannaeyja með tilkomu hafnarinnar. Í gegnum þessi samskipti fékk ég góða innsýn í þau stóru og alvarlegu verkefni sem blöstu við bæjarstjórn Vestmannaeyja varðandi reksturinn, fólksfækkun og baráttuna fyrir bættum samgöngum og heilbrigðisþjónustu. Sá viðsnúningur sem hefur orðið í Eyjum er ekki sjálfgefinn, hann næst aðeins með þrautseigu, áræðni og miklum viljastyrk. Þegar ég tók sæti á Alþingi hélst áfram gott samstarf og ég get leyft mér að segja að Elliði er óþreytandi baráttuhundur fyrir bættu samfélagi í Vestmannaeyjum, svo eftir er tekið á landsvísu.   Í hnotskurn Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa sýnt það með verkum sínum að þeir eru traustsins verðir. Það skiptir máli hverjir stjórna og sjálfstæðismenn geta verið stoltir af þeim mikla árangri sem náðst hefur við stjórnun bæjarfélagsins undanfarin kjörtímabil. Ég vona svo sannarlega að íbúar Vestmannaeyja velji áfram þá sem láta verkin tala og setji X við D á laugardaginn.   Unnur Brá Konráðsdóttir,   1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi  

Hver er munurinn á framboðunum í samgöngumálum

Nú þegar tæp vika er til kosninga er rétt að skoða hvað E-listinn og D-listinn hafa áorkað í samgöngumálum, annað en að vera sammála í öllu er varðar samgöngur á sjó.   Bæði framboðin virðast hafa gleymt þeim forsendum sem þau tóku undir í minnisblaði með samantekt um stöðu mála í bæjarráði 4.12.2014 vegna tilkomu nýju ferjunnar: ,,Viðmið bæjarfulltrúa hafa verið að ekki sé ásættanlegt að fjöldi þeirra daga sem ferðir í Landeyjahöfn falli alveg niður séu fleiri en 10‘‘. Árangur af þessari 7-0 samþykkt er að nú stefnir í rúma 70 heila daga á ári í frátafir! Enn eru þau sammála og nú í því að viðhalda góðum samgöngum á sjó eins og segir hjá E-listanum og svo ætlar D-listinn að sýna áræði og þor og stíga þungt til jarðar í því að stórauka fjölda ferða á dag í Landeyjahöfn. Nú fyrir utan flugið og eru það nú ekki góð tíðindi fyrir okkur miðað við árangur síðastliðinna 12 ára.   Staðreyndin er sú að sá fjöldi ferða sem nýja ferjan getur farið frá 06:30 til 23:30 eða á 17 tímum eru aðeins 7 ferðir. En aftur að minnisblaðinu úr bæjarráði frá 4.12.2014 um ,,Flutningsgetu‘‘, þar segir: ,,Af þeim sökum er kapp lagt á að tryggja að nýja skipið geti siglt að minnsta kosti 8 ferðir á dag fyrir minni kostnað en Herjólfur siglir 5 ferðir á dag og innan sama tímaramma“. Hver er útkoman?   Herjólfur getur auðveldlega farið 5 ferðir á tæpum 11 tímum en nýja ferjan þarf um 12 ½ tíma til að ná 5 ferðum. Til að ná 8 ferðum þarf nýja ferjan hvorki meira né minna en um 20 tíma.   Er nema von að hvorugt framboðið minnist á aðkomu sína að nýju ferjunni í afrekaskrá síðastliðinna ára. Lítið fer fyrir því að kynna árangur sammálalistanna um endurbætur Landeyjahafnar. Víkjum aftur að minnisblaði bæjarráðs frá 4.12.2014 um ,,Höfnina‘‘: ,,Bæjarfulltrúar hafa ítrekað krafist þess að smíðatími nýs skips verði nýttur til að gera úrbætur á Landeyjahöfn með það að markmiði að þegar hið nýja skip kemur til þjónustu standist það væntingar‘‘. Sést það einhverstaðar?   Við hjá bæjarmálafélaginu Fyrir Heimaey X-H álítum ástandið í samgöngum á sjó óásættanlegt og viljum einnig stórbæta samkeppnishæfni í flugsamgöngum.   Það mun verða eitt af okkar fyrstu verkum í samgöngumálum að reyna að leysa flutningsþörfina á álagstímum sem eru frá kl. 8 til 13 og frá 17 til 22. Það munum við gera með því að leita eftir háhraðaferju sem gæti t.d siglt með nýju ferjunni yfir sumartímann á meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum á Landeyjahöfn. Samhliða þessu munum við leita til þeirra aðila sem eru að framleiða fullkomnustu og afkastamestu ferjurnar í dag til að koma og skoða hér aðstæður og koma með tillögur að ferju sem getur þjónað þörfum okkar Vestmanneyinga.   Einnig skorum við á ráðherra samgöngumála að láta tafarlaust fara fram óháða úttekt á því hvernig hægt sé að bæta aðkomuna að Landeyjahöfn eins og stefnt var að í upphafi.   Kæru Vestmannaeyingar það þarf „kjark til að breyta‘‘ og hann höfum við.   Kjósum með hjartanu – Fyrir Heimaey – Setjum X við H.   Sveinn Rúnar Valgeirsson.   Höfundur skipar 6. sæti á lista Fyrir Heimaey í komandi sveitarstjórnarkosningum.  

Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við

Það eiga allir að kjósa, það er lýðræðislegur réttur hvers borgara.   Hér í Vestmannaeyjum getur fólk valið um þrjú framboð sem kynnt hafa stefnuskrár sínar. Ég segi kannski ekki að allar stefnuskrárnar séu eins, en þær bera það hinsvegar allar með sér að vilja gera vel fyrir bæjarfélagið Vestmannaeyjar. Allt fólkið sem er í framboði er fólk að mínu skapi og ég treysti því öllu til að standa vörð um hagsmuni Vestmannaeyja.  - Ég á vini í öllum flokkum og ég á ættmenni í sumum þeirra, fólk sem ég ber mikla virðingu fyrir.   Mér finnst stjórnmál meira eiga heima á landsvísu, - í bæjarmálum er þessu öðruvísi farið, í flestum málum. - Sum þeirra mála sem hvað mest óánægjan er með í Eyjum eru einmitt mál er snúa að ríkisvaldinu; - samgöngumálin og heilbrigðismálin.   En er bæjarfélaginu Vestmannaeyjar vel stjórnað; er hugsað um velferð íbúa; leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla. Aðstoð við fólk sem lent hefur í erfiðleikum; fjárhagslega, félagslega. Er fjármálum vel eða illa stjórnað. Er mikið að gerast í Eyjum, - framkvæmdir, mannlíf. Og svo margt og svo margt.   Í sumum þessara málaflokka hef ég lítið vit og litla þekkingu, en ég fylgist með bæjarmálaumræðunni, hitti fólk og les fréttamiðlana.´   Ég er ánægður með margt í stjórnun Vestmannaeyjabæjar og síður með annað. Ég á barnabörn í grunnskólum bæjarins, sumum þeirra líður vel í skólanum, öðrum ekki, en ég finn að það er mikill metnaður í grunnskólunum að gera vel. Ég las það í Eyjafréttum að nú stæði til að gera stórátak á skólalóðum grunnskólanna, það er vel. En ég er ekki viss um að skóli án aðgreiningar sé rétta stefnan. - Ég á líka barnabörn í leikskólum bæjarins og líkar vel.   Og það er verið að stækka annan leikskólann og þar með vonandi að fjölga leikskólaplássum.   Mér virðist að vel sé haldið á fjármálum bæjarfélagsins, rekstrarhagnaður og sterkur fjárhagur. Það er glæsilegt að eiga nokkra milljarða sem varasjóð, og sem nýtast mun næstu kynslóð.   Ég er mjög hallur undir betri umgengni um Eyjuna. Mér finnst ansi víða drasl og slæm umgengni á okkar fallegu eyju. Mér finnst umhverfi Sorpu hræðilegt, reyni að forðast að horfa í geymslugryfjuna þegar ég heimsæki fjöllin fallegu í Eyjum. Ég vildi óska að við ættum fleiri „Jóa í Laufási“.   Nýlega var ég viðstaddur vígslu á stækkun Hraunbúða, það er reyndar málaflokkur sem ríkisvaldið á að sjá um, en hefur ekki staðið sig. Vestmannaeyjabær hefur því lagt út ansi marga milljónatugi í rekstur og framkvæmdir við Hraunbúðir, - sem ríkisvaldið hefði átt að greiða, – með það að markmiði að þjóna betur þeim sem á þeirri þjónustu þurfa að halda.   Ég er félagi í Félagi eldri borgara. Stuðningur og samskipti félagsins við Vestmannaeyjabæ eru með miklum ágætum og yfir engu að kvarta.   Ég hef heyrt það á fundum ÍBV íþróttafélags, að mörgum þar á bæ finnst bæjarfélagið leggja alltof lítið af mörkum til íþróttamála og þá í samanburði við sum önnur bæjarfélög. Það má vel vera að svo sé, það þekki ég ekki, en ansi margt er vel gert, - allavega er Vestmannaeyjabær íþróttabær og fá ef nokkurt bæjarfélag stendur Eyjunum að sporði nú um stundir. Til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn í handbolta og alla hina titlana; Arnar, Siggi, Kalli og þið öll, sem hafið fært okkur Eyjabúum þvílíka gleði og stolt. – Vestmannaeyjabær þarf að standa vörð um þetta flotta félag.   Ég er nokkuð viss um að framkvæmdir í Vestmannaeyjum þessi misserin eru meiri en nokkurn tímann, nema ef vera skildi árin eftir gos.   Ég er mjög spenntur fyrir nýja hvalasafninu og fiskasafninu í Fiskiðjuhúsinu. Þar hafa menn hugsað stórt og fram á veginn.   Ég á erfitt með að þola endalaust forræði „að sunnan“ og þakka þeim kærlega, sem stóðu fyrir andmælum gegn því að friðlýsingu á búsvæðum sjófugla við Vestmannaeyjar yrði stjórnað úr Reykjavík, - og höfðu sigur. Þar kom til vilji bæjarbúa sem sögðu: Nei takk.   Ég var líka mjög ánægður með að Vestmannaeyingar fái að hafa meira um rekstur Herjólfs að segja. Öll helstu framfaramál Vestmannaeyja í gegnum tíðina hafa orðið þegar Eyjafólk tekur málin í sínar hendur. – Forræði „að sunnan“. Nei takk.   En verkefnið að stjórna bæjafélagi tekur aldrei enda, og þótt margt sé gott og hafi verið vel gert, er margt eftir að gera og margt má gera betur. Enginn getur allt, en allir geta eitthvað. Heilu bæjarfélagi er ekki stjórnað af 7 manna bæjarstjórn, þar kemur til starfsfólk bæjarfélagsins og íbúar þess. „Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við“.   Allir eiga sína erfiðu tíma, - ég er þar engin undantekning. Á erfiðum tíma kom sálfræðingurinn og bæjarstjórinn Elliði Vignisson til mín óumbeðinn, og veitti mér stuðning og hjálp, - sem ég mun aldrei gleyma. Þá gerði ég mér grein fyrir að hann er gull af manni.   Fyrir nokkrum dögum spurði hún Hanna mín, hvort ég væri búinn að ákveða hvað ég ætlaði að kjósa. Ég játti því. -  „Ég þarf líklega ekki að spyrja hvað flokk þú ætlar að kjósa?“ spurði hún. -  „Nei, maður á áttræðisaldri snýr úr því sem komið er, ekki svo glatt af þeirri leið, sem hann hefur arkað allt sitt líf - og verið sáttur við“.   Áfram Vestmannaeyjar   Gísli Valtýsson  

Ákærður fyrir að bera út hatur í nafni konu sinnar

Fyrir Heimaey taktu skrefið með okkur

Undanfarna daga hafa borist til okkar stefnuskrár þriggja stjórnmálaafla hér í bæ. Eitt er það afl sem nú býður fram krafta sína er Fyrir Heimaey þar er á ferðinni einstaklingar sem gefa kost á sér til þeirrar samfélagsþjónustu sem framboð er í raun. Í stefnuskránni segir að það þufti kjark til að breyta og það er rétt. Við Vestmannaeyingar höfum haft kjark til að taka málin í okkar hendur og koma fram þeim breytingum sem við teljum að séu til hagsbóta fyrir okkar samfélag. Þarna er ekki verið að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Eitt okkar stærsta hagsmunamál er að bæði höfn og skip sem eiga að sinna samgöngum á milli lands og eyja séu í stakk búin til þess. Gleymum ekki flugi hér á milli sem hefur verið sinnt af mikilli elju þeirra flugfélagsmanna hjá Örnum. Þar má leggjast á sveif með þeim að fjölga farþegum sem vilja fljúga hér á milli. Gera þeim farþegum sem vilja hafa hér lengri dvöl það mögulegt. Hér eru góðir gisti mögluleikar og ýmis dægrastytting í boði. Það er búið að lagfæra og gera fargjöldin hér á milli ódýrari fyrir okkur með Herjólfi . En er það nóg ? Nei undanfarið þá hefur ekki verið hægt að sigla á milli eyja og Landeyja nema á flóði þ.e. að sjávarstaða sé þannig að Herjólfur fljóti innan hafnar og komist á haf út aftur. Að þetta sé með þessum hætti í dag er að mínu viti algjölega óásættanlegt. Skip er í smíðum en höfnin látin vera og síðan á bara að grafa þegar hann lignir ! Það verður að koma málefnum Landeyjarhafnar á dagskrá ríksistjórnarinnar og að samgönguráðherra taki af skarið og láti fara fram úttekt á málum hafnarinnar og hverju þurfi að breyta til að Herjólfur og nýja skipið geti siglt þarna inn við sæmilegustu aðstæður. Ég tel að það þurfi miklu stærri aðgerðir en að setja upp einhverja dælur að hvorn garð eins og menn láta sig dreyma um. Atlantshafið lætur ekki að sér hæða það hefur lamið suðurströndina og fært til sand og strönduð fley um aldir og kemur til með að gera að áfram. Búseta hér til framtíðar byggir á góðum og öruggum samgöngum, rekkstur fyrirtækja byggir líka á því að hingað komist efni og afurðir fari til lands. Ungt fólk sem hér ætlar að byggja hér og búa gerir þá kröfu að samgöngur séu tryggar hér á milli og á skynsamlegu verði. Ég vona að frambjóðendur H listans fái góða kosningu og að kjarkur fylgi málum til breytinga. Sjálfstæður maður Ólafur Lárusson kennir hegurð við GRV.   Ólafur Lárusson  

Traust fjárhagsstaða Vestmannaeyja

Í kosningum er kosið um árangur og stefnu. Kjósendur vega og meta það sem gert hefur verið og spyrja sig hvort stefna framboða sé í samræmi við málflutninginn á kjötímabilinu og hvort betur verði gert á næsta kjörtímabili. Eðlileg skiptist fólk á skoðunum um þessar staðreyndir, en verkefni sveitarstjórnamanna breytist ekki að því leiti að alltaf er verið að leita leiða til að gera betur í dag en í gær.   Sterk staða. Þannig er það líka í Vestmannaeyjum að margir eru að gera upp hug sinn fyrir kosningarnar á laugardaginn. Ef litið er til baka og horft á stóru myndina þá hefur samfélagið í Vestmannaeyjum undir stjórn Sjálfstæðisflokksins skipað sér í hóp allra öflugustu sveitarfélaga landsins. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er með því allra besta sem gerist og íbúarnir hafa séð þess stað á mörgum sviðum. Þannig njóta eldri borgarar í Vestmannaeyjum betri kjara en á öðrum stöðum í landinu. Í mörg ár hafa sjálfstæðismenn staðið fyrir því að þeir greiða ekki fasteignargjöld af íbúðarhúsnæði sínu. Það er vel gert að nota sterka fjárhagslega stöðu til að búa öldrum áhyggjulaust ævikvöld.   Íbúðir fyrir fatlaða Þá er komið að því að okkar fólk með öðruvísi getu og hæfileika fái húsnæði við hæfi. Nú liggur fyrir að íbúðir fyrir það fólk verði reistara á Ísfélagsreitnum og er það sérstakt fagnaðarefni að það hillir undir að sá draumur er að verða að veruleika. Það lýsir góðu hjartalagi hvers samfélags hvernig hlúð er að öldruðum, sjúkum og fötluðum. Það er daglegt verkefni allra að ná betri árangri á þeim sviðum og þar skora Eyjamenn hátt.   Spennandi tímar Það er margt spennandi þegar litið er inn í framtíðina. Ég hef talað fyrir því í mörg ár að rekstur Herjólfs verði á höndum heimamanna. Nú er það mál komið í höfn og ég veit að það verður skref framávið að mikilvægasta samgönguæðin verði rekin á forsendum heimamanna og atvinnulífsins í Eyjum. Það er mikilvægt verkefni að treysta ferðaþjónustuna í Eyjum en margt spennandi er þar í farvatninu. Varmadælustöðin sem er í byggingu er einstakt verkefni sem bundnar eru miklar vonir við. Það er mikið að gerast í Eyjum og framtíðin byggir á traustri stöðu og afkomu sveitarfélagsins.   Kosið um traust Vestmannaeyjabær nýtur mikils og góðs trausts sem framtíð unga fólksins i Eyjum mun byggja á. Það verður kosið um stöðugleika, trausta fjármálastjórn og áframhaldandi sterka stöðu sveitarfélagsins í kosningunum á laugardaginn.   Setjið X við D á kjördag.   Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.  
>> Eldri fréttir

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Er Vestmannaeyjabær vel rekið sveitarfélag?

Okkur er reglulega sagt að Vestmannaeyjabær sé vel rekið sveitarfélag. En hvað þýðir vel rekið sveitarfélag? Er það sveitarfélagið sem á mestu peningana inn á banka, skuldar minnst, á mest eða veitir bestu þjónustuna? Það er sjálfsagt ekkert eitt rétt svar við því frekar en öðru, þetta þarf væntanlega að haldast í hendur og vera í jafnvægi, en getur verið að hægt sé að gera hlutina betur?   Ef skoðað er í Lykiltölur úr rekstri sveitarfélaga árið 2016 sem Samband Íslenskra Sveitarfélag gefur út þá sést að Vestmannaeyjabær setur 30% af sínu skatttekjum í grunnskólann sinn. Til að átta sig á því hvort að það sé mikið eða lítið skoða ég til samanburðar Kópavog 34%, Seltjarnanes 31%, Garðabæ 34%, Grindavík 41%, Akranes 30%, Ísafjörð 39%, Sveitarfélagið Skagafjörð 45%, Fjarðabyggð 44% og Árborg 40%.     Samkvæmt þjónustukönnun Gallup árið 2017 þá skorar Vestmannaeyjabær 4,0 í ánægju á skalanum 0-5 á meðan Garðabær skorar 4,2, Seltjarnanes 4,2 og Akranes 4,0. Vestmannaeyjar eru í 4. sæti af 12 stærstu sveitarfélögum landsins í ánægju með þjónustu leikskóla.   Ef leikskólarnir eru skoðaðir sjást svipaðar tölur, Vestmannaeyjabær setur 14% af skatttekjum sínum í leikskólana á meðan að Kópavogur setur 19%, Seltjarnanes 16%, Garðabæ 19%, Grindavík 17%, Akranes 16%, Ísafjörð 20%, Skagafjörður 17%, Fjarðabyggð 21% og Árborg 19%.   Samkvæmt þjónustukönnun Gallup árið 2017 þá skorar Vestmannaeyjabær 3,9 í ánægju á skalanum 0-5 á meðan Garðabær skora 4,3 og Seltjarnanes 4,2. Vestmannaeyjar eru í 8. sæti af 12 stærstu sveitarfélögum landsins í ánægju með þjónustu leikskóla.   Samtals fá fræðslu- og uppeldismál 44% af skatttekjum Vestmannaeyjabæjar á meðan Garðabær setur 53%, Seltjarnanes 54%, Kópavogur 58%, Fjarðabyggð 54%, Akranes 47%, Grindavík 55%, Ísafjörður 59%, Sveitafélagið Skagafjörður 63% og Árborg 60%.   Það er ákvörðun að veita góða þjónustu. Það er hægt að gera betur.       Guðmundur Ásgeirsson  4.sæti - Fyrir Heimaey  

Klárum seinni hálfleikinn með stæl

Samgöngumálin hafa fengið mestu umræðuna í kosningabaráttunni til þessa. Framboðin þrjú hafa öll fjallað um þessi mál en þó með misjöfnum áherslum.   Þegar ég skoða afstöðu framboðanna til samgangna dettur mér fyrst í hug handbolta- eða fótboltaleikur. Setjum okkur í þá stöðu að í mikilvægum leik sé hálfleikur og liðinu okkar hefur gengið þokkalega í fyrri hálfleik. Þó er staðan þannig að til þess að sigra þarf liðið á öllu sínu að halda til að sigra. Hvað gerir liðið þá?   Setjum nú framboðin þrjú í stöðu liðsins.   · Sjálfstæðisflokkurinn ( D listinn) er að springa af ánægju með gang mála í fyrri hálfleik, ber sér á brjóst og vill láta þar við sitja. Seinni hálfleikurinn reddast.   · Fyrir Heimaey (H listinn) gerir sér grein fyri því að fyrri hálfleik er lokið en hann vill samt halda áfram að spila fyrri hálfleikinn þótt fara eigi að flauta til leiks í seinni hálfleik.   · Eyjalistinn ( E listinn) er tiltölulega sáttur við stöðuna eftir fyrri hálfleik. Nú er honum lokið og nú þarf að einbeita sér að seinni hálfleik og nýta allt það sem í liðinu býr til að sigra leikinn.   Í þessari líkingu er það að fá nýtt skip viðfangsefni fyrri hálfleiks og það að klára Landeyjahöfn viðfangsefni seinni hálfleiks. Meginhagsmunir Vestmannaeyja felast í því að klára hvort tveggja viðfangsefnanna og ekki síst að taka seinni hálfleikinn með stæl!   P.S. Eyjalistinn hefur einnig skýra og framsækna stefnu í flugsamgöngumálum.   Ragnar Óskarsson  

Greinar >>

Eigum við ekki að vinna saman

Því er haldið fram, nú á síðustu dögum kosningabaráttunnar að Eyjalistinn sé of hliðhollur meirihlutanum og sé honum sammála í einu og öllu. Sumir ganga meira að segja svo langt að telja bæjarfulltrúum okkar þetta til ámælis, þeir séu í raun einungis leppir fyrir sjálfstæðismenn í bæjarstjórn. Í raun er ekkert óeðlilegt við að þurfa að takast á við slíka umræðu, sérstaklega þegar hún er runnin undan rifjum andstæðinga okkar sem berjast nú við að afla sér fylgis og fara stundum frjálslega með staðreyndir.   Við skulum halda því til haga, eins og ítrekað hefur verið bent á, að mörg mál sem samþykkt hafa verið í bæjarstjórn hafa komið að frumkvæði bæjarfulltrúa Eyjalistans. Þessi mál eru stór hagsmunamál fyrir bæjarbúa. Frístundakortið var lagt fram af bæjarfulltrúum Eyjalistans, dagvistunargjöld leikskólabarna voru lækkuð að frumkvæði bæjarfulltrúa Eyjalistans, uppbygging íbúða fyrir fatlaða í Ísfélagshúsinu og þjónustuíbúðir fyrir aldraða við Hraunbúðir eru allt mál sem Eyjalistinn hefur haft ofarlega á sinni stefnu og við ætlum að halda þeirri hagsmunagæslu áfram.   Maður veltir því fyrir sér hvað átt er við þegar Eyjalistinn er sagður hafa verið í of miklu slagtogi við meirihlutann. Að hlusta á það að 7-0 atkvæðagreiðslur bendi til þess að bæjarfulltrúar okkar séu veikburða í slagnum við meirihlutann er út í hött!   * Áttum við að berjast gegn því að ungmenni undir 16 ára fái ókeypis aðgang að sundlauginni?   * Hefðum við átt að leggjast gegn því að bærinn niðurgreiði skólamáltíðir í grunnskólanum?   * Hefðum við betur unnið gegn því að nemendum væru tryggð námsgögn án endurgjalds?   * Áttu bæjarfulltrúar okkar að standa í vegi fyrir stórkostlegum umbótum í samgöngumálum með samningi um rekstur Herjólfs í stað þess að vinna sameiginlega að hagsmunum bæjarbúa?   * Er það virkilega krafa á bæjarfulltrúa sem starfa í minnihluta að þeir verði ávallt á móti góðum og þörfum málum?   Ég frábið mér slíkan málflutning. Ef þetta er stemningin sem ríkir í herbúðum H-listans þá er ekki von á góðu frá þeirra fólki í bæjarstjórn. Við höfum viljað og við ætlum áfram að vinna að öllum góðum málum er til framfara horfa fyrir bæjarfélagið. Við munum ekki fara í keppni það hver kemur fyrstur með góðar hugmyndir. Sjálfsdýrkun okkar er ekki á því stigi að við getum ekki sameinast um góð mál.   Njáll Ragnarsson  

VefTíví >>

Pizzubakstur í stað netaafskurðar

Þegar ég var peyi hafði ég stundum aukapening út úr því að hjálpa mömmu að skera af netum. Bílskúrinn upp á Illó var oft yfirfullur af þessum litríku nælon flækjum og vinnudagurinn stundum langur. Það var þó bætt upp með nægu framboði af kremkexi og appelsíni.   Fjölskylduútgerðir Við skárum af netum fyrir hina og þessa útgerðamenn. Þeir áttu það allir sameiginlegt að vera frumkvöðlar. Byrjuðu snemma á sjó. Fóru svo í stýrimannaskólann. Tóku sennilega lán og keyptu svo bát. Þannig urðu til þessi fjölskyldufyrirtæki sem við unnum svo hjá við netaafskurð.   Frumkvöðlar Þessi tími er farinn og hann kemur ekki aftur. Frumkvöðlakraftur Eyjamanna er hins vegar sá sami. Auðvitað sjáum við hann víða enn í sjávarútvegi en fjölskylduútgerðir dagsins í dag eru oftar en ekki ferðaþjónustufyrirtæki.   Tækifæri Nú kaupa frumkvöðlarnir gamalt hús og breyta því gistiheimili. Þeir breyta stálsmiðju í veitingahús og sjoppu í pizzugerð. Kaupa reiðhjól og leigja út. Verða sér út um rútukálf og bjóða upp skoðunarferðir. Listinn yfir tækifærin er endalaus.   Jarðvegurinn Vestmannaeyjabær getur víða lagt þessum frumkvöðlum lið. Mestu skiptir samt að sjá til þess að innviðirnir styðji við vöxtinn. Samgöngurnar skipta þar að sjálfsögðu mestu en fleira þarf til. Vestmannaeyjabær hefur lagt sérstaklega ríka áherslu á að skapa hér sterka segla til að draga að ferðamenn og fá þá til að stoppa lengur en annars væri. Tilkoma Eldheima er gott dæmi um velheppnaða aðkomu Vestmannaeyjabæjar.   Fiskasafn Á sama hátt mun starfsemi alþjóðlega stórfyrirtækisins Merlin hafa hér víðtæk áhrif. Ekki einungis munu þeir verða hér með athvarf fyrir hvali í Klettsvíkinni, sem er einstakt í heiminum, heldur munu þeir einnig verða hér með fiska- og náttúrugripasafn á jarðhæð Fiskiðjunnar þar sem til sýnis verða lifandi fiskar. Auk þess verður sérstök áhersla lögð á að sýna lunda, og pysjur sem ekki geta lifað í villtri náttúru þannig gefið líf.   Baðlón Það er einnig ánægjulegt að segja frá því að Vestmannaeyjabær hefur þegar hafið samtal við sterka fjárfesta um aðkomu að baðlóni í nýja hrauninu. Meira um það síðar.   Hin stoðin Þótt sjávarútvegurinn sé okkar lang mikilvægasta atvinnugrein er ferðaþjónustan hér vaxandi og þegar orðin hin stoðin í hagkerfi okkar. Þótt liðin sé sú tíð að börn skeri af netum með foreldrum sínum þá hafa þau, eins og þeir sem eldri eru, þess í stað aðra –og ekkert síðri- aðkomu að atvinnulífinu. Í stað netaafskurðar baka þau pizzur, þjóna til borðs, afgreiða á hótelum og margt fl.   Ég er til Með samstilltu átaki og bættum samgöngum getum við stigið stór skref til frekari eflingar ferðaþjónustunnar. Þar þarf hinsvegar þrek, þor og jákvætt viðhorf. Fái ég til þess umboð er ég áfram til í að leggja mitt af mörkum.​     Elliði Vignisson bæjarstjóri