Yfirlýsing frá Elliða - Gef ekki kost á mér í prófkjöri

Yfirlýsing frá Elliða - Gef ekki kost á mér í prófkjöri

Á undanförnum vikum og mánuðum hefur mér hlotnast sá heiður að fjöldi kjósenda í Suðurkjördæmi hafa komið að máli við mig og hvatt mig mjög eindregið til að gefa kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna komandi alþingiskosninga. Sérstaklega varð ég var við hvatningu þegar stuðningsmenn mínir létu Maskínu gera skoðunarkönnun þar sem niðurstöður voru meðal annars þær að 67,5% svarenda sögðust vera líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminu ef ég myndi leiða lista flokksins. Í framhaldi af þessum eindregna stuðningi hef ég íhugað stöðuna vandlega.   Það er í senn mannbætandi, þroskandi og gefandi að hafa fundið fyrir því trausti sem mér hefur verið sýnt til þess að gegna þeirri stöðu sem ég geri í dag. Í rúmlega 10 ár hef ég lagt mig allan fram um að vinna Vestmannaeyjum gagn og ég tek alvarlega því umboði sem mér hefur verið fengið og er stoltur af árangrinum.   Flestum er ljóst að ákvörðun um flýta þingkosningum takmarkar verulega möguleika sveitarstjórnarmanna, sem annars hefðu ef til vill haft fullan hug, á framboði til þingkosninga. Í dag er kjörtímabil sveitastjórna rétt liðlega hálfnað og verkefnastaðan þétt. Meðal stærstu verkefna okkar í bæjarstjórn Vestmannaeyja er stækkun á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum, þróun þjónustuíbúða fyrir aldraða, bygging íbúða fyrir fatlaða, fasteignaþróun í miðbæ Vestmannaeyja, þróun háskólanáms, efling þekkingarstarfs, nýsmíði Vestmannaeyjaferju, innleiðing á nýju þjónustuneti fyrir barnafjölskyldur og margt fleira. Þessi verkefni skipta svo marga svo miklu og því mikilvægt að vel takist til.   Eftir að hafa vegið og metið stöðuna með mínu nánasta samstarfsfólki, fjölskyldu og stuðningsmönnum hef ég því tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á mér til forystu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi nú síðsumars heldur einbeita mér áfram að því að ljúka þeim verkefnum sem ég er ábyrgur fyrir í Vestmannaeyjum, þar sem hjartað slær. Ég ítreka að ég er afar þakklátur fyrir þann mikla stuðning og velvilja sem ég hef fundið fyrir.   Ég óska frambjóðendum alls hins besta og hvet Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi til að sameina krafta sína í þeim tilgangi að tryggja gott gengi í komandi kosningum.   Með vinarþeli Elliði Vignisson Bæjarstjóri í Vestmanneyjum    

Bæjarstjórn afar stolt af Þjóðhátíð

Á fundi bæjarstjórnar í gær lögðu allir bæjarfulltrúarnir sjö fram eftirfarandi bókun: Næstkomandi verslunarmannahelgi mun ÍBV íþróttafélag halda Þjóðhátíð í Eyjum og verður það í 142. skiptið sem hátíðin er haldin. Jafnframt því að vera ein stærsta útihátíð landsins er þjóðhátíð ein af stærri menningararfleifðum Vestmannaeyja þar sem rótgrónum hefðum á borð við tjöldun hvítu tjalda heimamanna, bjargsigi, tónleikum lúðrasveitarinnar, brennunni og brekkusöng er haldið áfram kynslóð fram af kynslóð.   Skipulag hverrar þjóðhátíðar hefur langan aðdraganda og ótalmargar vinnustundir liggja að baki undirbúningi hennar ár hvert oftar en ekki frá ósérhlífnum sjálfboðaliðum heimamanna.   Bæjarstjórn er afar stolt af þjóðhátíð ÍBV og því sem hún stendur fyrir sem fyrst og fremst er gleði, söngur og samkennd.   Á þjóðhátíð í Eyjum hefur ekki og mun aldrei verða sýnt umburðarlyndi gagnvart hvers kyns ofbeldisglæpum. ÍBV íþróttafélag og þjóðhátíðarnefnd hafa jafnt og þétt unnið markvisst að því að tryggja öryggi og velferð þjóðhátíðargesta. Þannig hefur t.a.m. gæsla verið aukin til muna, salernisaðstæður og lýsing bættar verulega og öryggismyndavélum fjölgað ár frá ári. Einnig hefur forvarnarhópur ÍBV gegn kynferðisofbeldi, Bleiki fíllinn starfað í 5 ár og unnið ötullega að því að auka umræðu um kynferðisbrot og vitundarvakningu samfélagsins gagnvart þeim auk þess að vera áberandi á hátíðarsvæðinu sjálfu. Fagmenntað og reynslumikið viðbragðsteymi er að lokum til staðar ef upp koma slík hörmuleg brot.   Bæjarstjórn vill að lokum óska bæjarbúum öllum og gestum okkar góðrar skemmtunar um komandi helgi með einskærri hvatningu um að við njótum félagsskaps hvors annars, virðum hvort annað og hjálpum hvor öðru í neyð.   Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign) Elliði Vignisson (sign) Birna Þórsdóttir (sign) Páll Marvin Jónsson (sign) Trausti Hjaltason (sign) Auður Ósk Vilhjálmsdóttir (sign) Stefán Óskar Jónasson (sign)   Bókunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.  

Bæjarstjórn afar stolt af Þjóðhátíð

Á fundi bæjarstjórnar í gær lögðu allir bæjarfulltrúarnir sjö fram eftirfarandi bókun: Næstkomandi verslunarmannahelgi mun ÍBV íþróttafélag halda Þjóðhátíð í Eyjum og verður það í 142. skiptið sem hátíðin er haldin. Jafnframt því að vera ein stærsta útihátíð landsins er þjóðhátíð ein af stærri menningararfleifðum Vestmannaeyja þar sem rótgrónum hefðum á borð við tjöldun hvítu tjalda heimamanna, bjargsigi, tónleikum lúðrasveitarinnar, brennunni og brekkusöng er haldið áfram kynslóð fram af kynslóð.   Skipulag hverrar þjóðhátíðar hefur langan aðdraganda og ótalmargar vinnustundir liggja að baki undirbúningi hennar ár hvert oftar en ekki frá ósérhlífnum sjálfboðaliðum heimamanna.   Bæjarstjórn er afar stolt af þjóðhátíð ÍBV og því sem hún stendur fyrir sem fyrst og fremst er gleði, söngur og samkennd.   Á þjóðhátíð í Eyjum hefur ekki og mun aldrei verða sýnt umburðarlyndi gagnvart hvers kyns ofbeldisglæpum. ÍBV íþróttafélag og þjóðhátíðarnefnd hafa jafnt og þétt unnið markvisst að því að tryggja öryggi og velferð þjóðhátíðargesta. Þannig hefur t.a.m. gæsla verið aukin til muna, salernisaðstæður og lýsing bættar verulega og öryggismyndavélum fjölgað ár frá ári. Einnig hefur forvarnarhópur ÍBV gegn kynferðisofbeldi, Bleiki fíllinn starfað í 5 ár og unnið ötullega að því að auka umræðu um kynferðisbrot og vitundarvakningu samfélagsins gagnvart þeim auk þess að vera áberandi á hátíðarsvæðinu sjálfu. Fagmenntað og reynslumikið viðbragðsteymi er að lokum til staðar ef upp koma slík hörmuleg brot.   Bæjarstjórn vill að lokum óska bæjarbúum öllum og gestum okkar góðrar skemmtunar um komandi helgi með einskærri hvatningu um að við njótum félagsskaps hvors annars, virðum hvort annað og hjálpum hvor öðru í neyð.   Hildur Sólveig Sigurðardóttir (sign) Elliði Vignisson (sign) Birna Þórsdóttir (sign) Páll Marvin Jónsson (sign) Trausti Hjaltason (sign) Auður Ósk Vilhjálmsdóttir (sign) Stefán Óskar Jónasson (sign)   Bókunin var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.  

Jóna Hrönn - Einstakir gestgjafar

Ég er á akstri nálægt hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi. Fyrir framan mig á götunni er glæsilegur Pajero jeppi sem skyndilega hemlar. Út kemur Guðni Ólafsson skipstjóri og gengur rakleitt að ungum manni sem liggur sofandi upp við húsvegg búinn að fá sér einum of mikið.   Ég sé höfðingjann strjúka vanga piltsins og tala til hans áður en hann reisir hann upp og hjálpar honum upp í bílinn. Síðar um daginn hitti ég Guðna inni í Herjólfsdal, segi honum að ég hafi séð til hans og spyr hvort þarna hafi verið einhver honum tengdur. Nei, Jóna mín, ég veit nú raunar ekki hvað pilturinn heitir, en hann var illa staddur og ég fór með hann heim á Brimhólabraut.   Gerða mín skellti í hann kjötsúpu og svo lagði hann sig örlitla stund áður en ég keyrði hann aftur inn í Dal. Þá var hann aftur orðinn býsna glaður blessaður. Þetta gerðist fyrir 21 ári. Þá var ég prestur í Eyjum og tók m.a. þátt í neyðarvakt gagnvart ofbeldi á þjóðhátíð hverja verslunarmannahelgi.   Á svona hátíð birtist allt litróf mannlífsins í sinni sterkustu mynd. Fjölskyldur sameinast, ástin blómstrar, vináttubönd styrkjast. En svo eru líka hinar dökku hliðar stjórnleysis. Í Eyjum hafa menn alla tíð lagt sig fram í öryggismálum þjóðhátíðargesta.   Ég er afar stolt af forvarnaverkefninu Bleika fílnum þar sem allir geta verið aðilar að þeim skilaboðum að við líðum ekki kynferðisofbeldi í íslensku samfélagi. En besta gæsluliðið í Dalnum eru síðan Eyjamenn sjálfir í hvítu tjöldunum með sinni einstöku gestrisni og ástúð. Þeim fylgir gleði, skemmtilegar hefðir og vökul augu, eins og augun hans Guðna Ólafssonar.   Guð blessi minningu hans. Gleðilega Þjóðhátíð.   Þessi grein séra Jónu Hrannar Bolladóttur, fyrrum prests í Eyjum birtist á visir.is.    

Þjóðhátíð 2016 aðgerðir gegn ofbeldi

Þjóðhátíðarnefnd mun í ár leggja sérstaka áherslu á forvarnir gegn öllu ofbeldi. Föstudagskvöldið 29. júlí nk. kl. 22:15 munu hljómsveitir, gestir og gæsla vera með sameiginlega athöfn til að sýna með táknrænum hætti að ofbeldi á Þjóðhátíð verði ekki liðið. Þessi athöfn og starfshópur sem skipaður mun verða í kjölfar hátíðarinnar verður vonandi vísir að hugarfarsbreytingu gagnvart kynferðisofbeldi og öðru ofbeldi. Öflug gæsla skipuð fagfólki Á undanförnum árum hafa verið settar upp 12 eftirlitsmyndavélar á svæðinu og í ár verða settar upp fimm myndavélar til viðbótar til að efla öryggi gesta. Innan gæslusveitar hátíðarinnar starfa um 20 menntaðir lögreglu- og sjúkraflutningamenn. Þegar álagið er hvað mest á svæðinu eru um 100 manns í gæslu. Í um 200 metra fjarlægð frá Brekkusviði er sjúkraskýli þar sem læknisþjónusta er veitt frá 20:00 til 8:00 alla hátíðardagana, þar starfar læknir og þrír hjúkrunarfræðingar. Á svæðinu eru tveir sjúkrabílar til reiðu frá 20:00 til 8:00 og einnig er starfandi áfallateymi í Herjólfsdal, teymið starfar á vegum Þjóðhátíðarnefndar og er því stýrt af fagmenntuðu starfsfólki. Bleiki fílinn Forvarnarhópurinn Bleiki fílinn sem stofnaður var árið 2012 mun vera einkar áberandi í ár. Sá hópur hefur það að markmiði að fræða þjóðhátíðargesti um samþykkt kynlíf. Átakið hefur verið mjög sýnilegt á hátíðarsvæðinu frá stofnun og hafa til að myndað margar hljómsveitir og listamenn komið fram merkt átakinu í Dalnum.   Þjóðhátíðarnefnd hefur sett upp vegvísi inn á svæðinu sem sýnir hvar hægt er að leita sér aðstoðar ef eitthvað kemur upp á. Þjóðhátíðarnefnd leggur áherslu á að ofbeldi er aldrei liðið. Þjóðhátíðarnefnd

Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja 2016 - Afhent kl. 16:00

Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja 2016 kemur út á morgun, miðvikudaginn 27. júlí. Sölubörn eru hvött til að koma í Týsheimilið, miðvikudaginn 27. júlí.kl. 16.00, þar sem þau fá afhent blöð til að selja. Að venju verða góð sölulaun í boði! Skapti Örn Ólafsson er ritstjóri blaðsins í ár líkt og undanfarin ár og segir hann blaðið að venju sé stútfullt af efni tengdu Þjóðhátíð og Vestmannaeyjum.       Fjölbreytt efni og mikið af ljósmyndum   Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja er 76 síður að stærð og hefur verið vandað til verka hvað varðar efnistök, ljósmyndir og útlit. Meðal efnis í blaðinu er viðtal við landsliðsþjálfarann og Eyjapeyjann Heimi Hallgrímsson þar sem fjallað er um ævintýrið í Frakklandi, knattspyrnuna, Vestmannaeyjar og Þjóðhátíð. Bjargsigsmaðurinn Bjartur Týr Ólafsson er tekinn tali og rætt er við Hildi Jóhannsdóttur sem stendur fyrir kassabílarallýi á Þjóðhátíð.       „Nokkrir drátthagir Eyjamenn teiknuðu síðan fyrir okkur Þjóðhátíð og Sæþór Þorbjarnarson Vídó, sem hefur skemmt þjóðhátíðargestum í mörg ár, er í léttu þjóðhátíðarspjalli. Eins er rætt við Halldór Gunnar Pálsson höfund þjóðhátíðarlagsins í ár. Síðast en ekki síst minnumst við Sigurðar Reimarssonar, Sigga Reim, brennukóngs með meiru sem kvaddi okkur fyrr í sumar,“ segir Skapti Örn og bætir við að í blaðinu séu fjölmargar ljósmyndir frá Adda í London frá fyrri Þjóðhátíðum.       Í blaðinu er einnig hefðbundið efni eins og hátíðarræða Þjóðhátíðar 2015, sem flutt var af Eddu Andrésdóttur, fjölmiðlakonu, grein eftir Írisi Róbertsdóttur, formanni ÍBV – Íþróttafélags, dagskrá hátíðarinnar í ár og texti og gítargrip á Þjóðhátíðarlaginu í ár – Ástin á sér stað.         ÍBV – íþróttafélag  

Landsbankinn áfrýjar ekki í sparisjóðsmálinu í Eyjum

„Landsbankinn mun ekki áfrýja niðurstöðu héraðsdóms um að dómkveðja skuli matsmenn í samræmi við kröfu Vestmannaeyjabæjar fyrir hönd stofnjáreigenda í Sparsjóði Vestmannaeyja þar sem Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin eiga stærstan hlut. Þá stóð hópur einstaklinga eftir með skarðan hlut eftir að Sparisjóðurinn féll.     „Þannig er ljóst að dómkvaddir verða matsmenn til að meta virði stofnfjár í Sparisjóðnum þegar hann var á þvingaðan máta sameinaður við Landsbankann. Þá hefur embætti umboðsmanns í kjölfar frétta um matsmálið beðið um gögn málsins og hefur lögmaður okkar þegar sent þau,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri um stöðu málsins.   „Það gleður mig að barátta okkar skuli hafa skilað því að kominn er sáttatónn í Landsbankann hvað þessi mál varðar. Hér í Eyjum eru fjölmörg heimili sem fóru illa út úr falli Sparisjóðsins og það skiptir miklu fyrir stofnfjáreigendur að fá hlutlausar upplýsingar um það hvers virði eignarhlutir þeirra voru þegar verðmætin voru gerð upptæk.   Að mínu mati var illa staðið að sameiningu Sparisjóðs Vestmannaeyja og Landsbankans. Stofnfjáreigendur höfðu þar nánast enga aðkomu og hafa frá upphafi talið að óvissa sé um hvort verðmæti stofnfjár hafi verið rétt metið. Jafnvel var svo langt gengið að „kaupandi“ þessara eigna (Landsbankinn) reyndist hafa upplýsingar um verðmæti eignarinnar langt umfram það sem „seljandinn“ (stofnfjáreigendur) hafði. Nú verður sem sagt farið í að finna út verðmætið með hlutlausu verðmætamat á eignarhlutanum,“ sagði Elliði.    

Brim hf. - Beðið verði niðurstöðu rannsóknar Hlutafélagaskrár

Brim hf. sem minnihluta hluthafi í Vinnslustöðinni hf., vill koma eftirfarandi yfirlýsingu á framfæri sem svar við yfirlýsingu Seilar ehf. vegna stjórnarkjörs í Vinnslustöðinni og beiðnar Seilar ehf sem er í meirihluta eigu Haraldar Gíslasonar um hluthafafund:   „Brim hf., minnihlutaeigandi í Vinnslustöðinni, fer fram á að fulltrúar meirihlutans bíði niðurstöðu yfirstandandi rannsóknar Hlutafélagaskrár á gjörðum þeirra á aðalfundi 6. júlí sl. áður en boðað verði til hluthafafundar. Hlutafélagaskrá er úrskurðaraðili í svona málum samkvæmt hlutafjárlögum.   Fulltrúar meirihlutans stigu fram í fjölmiðlum um helgina og lýstu því yfir að farið yrði fram á að stjórn, sem ekki lengur hefur umboð til að starfa fyrir hönd félagsins, boði til nýs hluthafafundar þar sem enn og aftur á að kjósa nýja stjórn yfir félagið. Fulltrúar minnihluta hluthafa mótmæla þessu harðlega. Niðurstaða fyrra stjórnarkjörs á aðalfundi félagsins 6. júlí sl. var fullkomlega lögmæt og aðeins á eftir að varpa hlutkesti um það hver tekur sæti sem fimmti stjórnarmaður félagsins í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga.   Það er mikilvægt að forðast valdníðslu og virðingarleysi gagnvart lýðræðislegum kosningum. Heppilegast væri að fulltrúar meirihlutans með Harald Gíslason í broddi fylkingar sættu sig við niðurstöðu hins fyrra stjórnarkjörs, þrátt fyrir að niðurstaðan hafi ekki verið þeim þóknanleg, svo réttkjörin stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. geti hafið störf hið fyrsta með hagsmuni félagsins, starfsmanna og annarra sem því tengjast að leiðarljósi. Slík niðurstaða er sanngjörn fyrir alla hluthafa, ekki bara meirihlutann,“ segir í yfirlýsingunni.    
>> Eldri fréttir

Jóna Hrönn - Einstakir gestgjafar

Ég er á akstri nálægt hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi. Fyrir framan mig á götunni er glæsilegur Pajero jeppi sem skyndilega hemlar. Út kemur Guðni Ólafsson skipstjóri og gengur rakleitt að ungum manni sem liggur sofandi upp við húsvegg búinn að fá sér einum of mikið.   Ég sé höfðingjann strjúka vanga piltsins og tala til hans áður en hann reisir hann upp og hjálpar honum upp í bílinn. Síðar um daginn hitti ég Guðna inni í Herjólfsdal, segi honum að ég hafi séð til hans og spyr hvort þarna hafi verið einhver honum tengdur. Nei, Jóna mín, ég veit nú raunar ekki hvað pilturinn heitir, en hann var illa staddur og ég fór með hann heim á Brimhólabraut.   Gerða mín skellti í hann kjötsúpu og svo lagði hann sig örlitla stund áður en ég keyrði hann aftur inn í Dal. Þá var hann aftur orðinn býsna glaður blessaður. Þetta gerðist fyrir 21 ári. Þá var ég prestur í Eyjum og tók m.a. þátt í neyðarvakt gagnvart ofbeldi á þjóðhátíð hverja verslunarmannahelgi.   Á svona hátíð birtist allt litróf mannlífsins í sinni sterkustu mynd. Fjölskyldur sameinast, ástin blómstrar, vináttubönd styrkjast. En svo eru líka hinar dökku hliðar stjórnleysis. Í Eyjum hafa menn alla tíð lagt sig fram í öryggismálum þjóðhátíðargesta.   Ég er afar stolt af forvarnaverkefninu Bleika fílnum þar sem allir geta verið aðilar að þeim skilaboðum að við líðum ekki kynferðisofbeldi í íslensku samfélagi. En besta gæsluliðið í Dalnum eru síðan Eyjamenn sjálfir í hvítu tjöldunum með sinni einstöku gestrisni og ástúð. Þeim fylgir gleði, skemmtilegar hefðir og vökul augu, eins og augun hans Guðna Ólafssonar.   Guð blessi minningu hans. Gleðilega Þjóðhátíð.   Þessi grein séra Jónu Hrannar Bolladóttur, fyrrum prests í Eyjum birtist á visir.is.    

Greinar >>

Jóna Hrönn - Einstakir gestgjafar

Ég er á akstri nálægt hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi. Fyrir framan mig á götunni er glæsilegur Pajero jeppi sem skyndilega hemlar. Út kemur Guðni Ólafsson skipstjóri og gengur rakleitt að ungum manni sem liggur sofandi upp við húsvegg búinn að fá sér einum of mikið.   Ég sé höfðingjann strjúka vanga piltsins og tala til hans áður en hann reisir hann upp og hjálpar honum upp í bílinn. Síðar um daginn hitti ég Guðna inni í Herjólfsdal, segi honum að ég hafi séð til hans og spyr hvort þarna hafi verið einhver honum tengdur. Nei, Jóna mín, ég veit nú raunar ekki hvað pilturinn heitir, en hann var illa staddur og ég fór með hann heim á Brimhólabraut.   Gerða mín skellti í hann kjötsúpu og svo lagði hann sig örlitla stund áður en ég keyrði hann aftur inn í Dal. Þá var hann aftur orðinn býsna glaður blessaður. Þetta gerðist fyrir 21 ári. Þá var ég prestur í Eyjum og tók m.a. þátt í neyðarvakt gagnvart ofbeldi á þjóðhátíð hverja verslunarmannahelgi.   Á svona hátíð birtist allt litróf mannlífsins í sinni sterkustu mynd. Fjölskyldur sameinast, ástin blómstrar, vináttubönd styrkjast. En svo eru líka hinar dökku hliðar stjórnleysis. Í Eyjum hafa menn alla tíð lagt sig fram í öryggismálum þjóðhátíðargesta.   Ég er afar stolt af forvarnaverkefninu Bleika fílnum þar sem allir geta verið aðilar að þeim skilaboðum að við líðum ekki kynferðisofbeldi í íslensku samfélagi. En besta gæsluliðið í Dalnum eru síðan Eyjamenn sjálfir í hvítu tjöldunum með sinni einstöku gestrisni og ástúð. Þeim fylgir gleði, skemmtilegar hefðir og vökul augu, eins og augun hans Guðna Ólafssonar.   Guð blessi minningu hans. Gleðilega Þjóðhátíð.   Þessi grein séra Jónu Hrannar Bolladóttur, fyrrum prests í Eyjum birtist á visir.is.    

VefTíví >>