ÍBV jafnaði einvígið

ÍBV jafnaði einvígið

Landsbankinn sameinar starfsemi á á Höfn og Selfossi

 Útibú sem áður heyrðu undir Sparisjóð Vestmannaeyja á Höfn og Selfossi sameinuð útibúum Landsbankans. Áfram verða reknar afgreiðslur á Breiðdalsvík og Djúpavogi og  Landsbankinn endurnýjar útibú sitt í Vestmannaeyjum síðar á árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum og verður sameiningin á mánudaginn,  27. apríl. Útibúin verða til að byrja með rekin í húsnæði Landsbankans á þessum stöðum, en að loknum lagfæringum á Höfn mun bankinn flytja starfsemi sína í húsnæði sparisjóðsins. Húsnæði Landsbankans á Höfn verður þá selt.   „Þá hefur verið ákveðið að reka áfram afgreiðslur á Breiðdalsvík og á Djúpavogi og hefur sveitastjórnum þessara staða verið tilkynnt um það. Við sameingu útibúa á Selfossi og Höfn láta 6 starfsmenn af störfum, en tveir þeirra óskuðu ekki eftir áframhaldandi starfi í sameinuðu útibúi. Þá flyst einn starfsmaður á höfuðborgarsvæðið að eigin ósk og fær starf hjá bankanum þar.   Fækkun starfsmanna á Höfn og Selfossi er óhjákvæmileg og endurspeglar þær miklu breytingar sem orðið hafa á bankaviðskiptum á síðustu árum, m.a. færri heimsóknir í bankaútibú og sívaxandi nýtingu á rafrænum lausnum s.s. netbönkum.   Landsbankinn og starfsmenn hans munu leitast við að tryggja að sameining Landsbankans og Sparisjóðs Vestmannaeyja valdi viðskiptavinum sem minnstri röskun. Strax á mánudag geta viðskiptavinir sjóðsins leitað með öll sín mál í sameinuð útibú á Höfn og Selfossi. Netbanki og greiðslukort viðskiptavina Sparisjóðs Vestmannaeyja munu áfram virka eins og þau hafa gert. Sameiningu mun svo ljúka að fullu síðar á árinu með opnun endurnýjaðs útibús Landsbankans í Vestamannaeyjum,“ segir í tilkynningunni og eftir þessar breytingar 35 útibú og afgreiðslur um land allt.    

Magnús Jónasson - Landeyjahöfn – hvað er í gangi ????

Það er orðin nokkuð langur tími síðan ég lét nokkuð frá mér fara varðandi Landeyjahöfn. En nú er mælirinn alveg að verða fullur, svo ég verð að rita nokkur orð varðandi hana. Landeyjahöfn er höfn á sandströnd suðurlands og má líkja henni við t.d. Þorlákshöfn eða Hornarfjarðarhöfn. Þær hafnir voru ekki byggðar á einum degi frekar en Landeyjahöfn. Við verðum að gefa þessari framkvæmd tíma til að verða að veruleika. Ef við skoðum t.d. Þorlákshöfn í kringum 1972 var þar enginn höfn, ekkert alvöruskip þorði þangað inn vegna þess að höfnin var svo vanbúin. Hvað er í dag ? Prýðishöfn ! Af hverju ? Vegna þess að menn höfðu vit á að vinna með náttúrinni, en ekki á móti henni, og gefa þessu tíma til að þróast. Í dag er Landeyjahöfn „lítið barn í vöggu“ sem þarf mikla nærgætni og umönnunar,en umfram allt tíma og umönnun.     T.d. þýðir ekkert að vera með einhverjar „trillur“ með „títiprjóna“ til að dýpka þarna ! Þarna þarf alvöru dýpkunarskip sem getur athafnað sig í venjulegum veðrum og þá á ég við venjulegum veðrum. Þessar „trillur“ sem nú eru notaðar geta ekki einu sinni athafnað sig í mígandi sléttum sjó – annaðhvort bila þær eða það brotna dælurörin, nú ef ekki það þá þurfa menn að fá sér frí til að hitta fjölskylduna, sem er ekki nema eðlilegt, en ekki við þessar aðstæður. er fulltrúi Björgunar hf eru með stór orð um að þessi höfn verði ALDREI HEILSÁRSHÖFN.   Bara þessi yfirlýsing segir allt sem segja þarf um þessa „títiprjóns-dælara“, sem nú þykjast vera að dýpka þarna – ef allir hugsa svona gerist ekki neitt og ef allir hefðu hugsað svona varðandi t.d. Þorlákshöfn og höfnina í Höfn á Hornafirði, þá hefði ekkert gerst og á þessum stöðum væri sennilega enn róið á sex- eða áttæringum með handfæri eða í mesta lagi línu. Allir hugsandi menn ættu nú að sameinast í að gera Landeyjahöfn að alvöruhöfn eins og þær hafnir sem ég hef nefnt hér að framan. Allt annað er bara afturhald og hálfkák.   Hættum að kenna hvorum öðrum um, þetta er ekki spurning um hvað Sigurður Áss eða þeir hjá Siglingamál vilja gera, þetta er spurningum að standa saman og hrinda í framkvæmd alvöru lausn á þessu máli. Fyrst og fremst að gera Landeyjahöfn að ALVÖRU HÖFN og síðan að fá hentugt skip til siglinga hér á milli. Góðir Eyjamenn !!!!!! Hættum þessum vælugangi og drífum í verkinu, þannig höfum við haft málin fram. Sjáið bara gömlu mennina sem flestir eru nú farnir frá okkur – framsýni þeirra að kaupa alvöru grafskip, á þeirra tíma mælikvarða, og gera höfnina í Eyjum að lífhöfn Suðurlands og einni bestu höfn landsins. EYJAMENN --- stöndum saman og hættum öllu niðurrifi í þessum málum – og ef ekki vill betur þá tökum bara málin í okkar hendur og klárum þau með stæl. Við höfum gert það áður – hví ekki núna ????   Með Eyjakveðju Maggi á Grundó.    
>> Eldri fréttir

Íþróttir >>

Stjórnmál >>

Lýsa yfir þungum áhyggjum af málefnum Grímseyjar og annara eyjabyggða

Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir yfir þungum áhyggjum af málefnum eyjabyggða á Íslandi og hvetur til þess að skynsamlegra leiða verði leitað til að tryggja íbúum Grímseyjar þann mikilvæga rétt sem fólgin er í frelsi til búsetu.  Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar sem samþykkt var einróma á fundi hennar í dag.  Bókunina má lesa hér að neðan:   Bæjarstjórn Vestmannaeyja ítrekar það álit hennar, sem áður hefur komið fram ma. í ályktunum um frumvörp til laga um stjórn fiskveiða, sem felst í mikilvægi þess að auka atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggða.   Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir enn fremur yfir þungum áhyggjum af málefnum eyjabyggða á Íslandi og þá sérstaklega erfiðri stöðu Grímseyjar. Vegna landfræðilegrar sérstöðu þola eyjabyggðir verr hraðar breytingar en mörg önnur byggðalög. Erfitt tímabil getur í einum vettvangi gert út um eyjabyggð til langframa, jafnvel þótt að öðru jöfnu hefði hinn erfiði tími ekki orðið langvinnur. Breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegs hafa verið hraðar á seinustu árum og óhófleg gjaldtaka hefur flýtt fyrir samþjöppun aflaheimilda. Fjármálastofnanir hafa orðið ráðandi vægi í rekstri margra útgerðarfyrirtækja og illu heilli virðist það oft vera nánast háð geðþótta þeirra hverjum sé gert kleift að gera út og hverjum ekki. Þar með ráða þessar fjármálastofnanir orðið byggðaþróun á Íslandi í gegnum lánsveð í aflaheimildum. Þau tengsl sem hingað til hafa verið milli útgerða og íbúa sjárvarbyggða eru þar með rofin. Í því fellst háski, bæði fyrir sjávarbyggðir og sjávarútveginn í landinu.   Bæjarstjórn Vestmannaeyja hvetur til þess að skynsamlegra leiða verði leitað til að tryggja íbúum Grímseyjar þann mikilvæga rétt sem fólgin er í frelsi til búsetu. Það frelsi er ekki síður mikilvægt en annað frelsi. Í Grímsey og öðrum sjávarþorpum við Íslandsstrendur býr fólk sem á sama rétt til að velja sér búsetu og íbúar annarra byggðalaga. Staða Grímseyjar er nú slík að Byggðastofnun, Íslandsbanki, alþingi, atvinnuþróunarfélag og fleiri verða að taka höndum saman ásamt íbúum Grímseyjar við að tryggja áframhald byggðar í Grímsey.

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Greinar >>

Ferðaþjónustunni blæðir

Ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum blæðir þegar samgöngurnar eru eins og staðan er nú. Veitingastaðir og hótel fá afbókanir daglega, stórir hópar sem hafa boðað komu sína finna sér nýja áfangastaði því enginn vill sigla í Þorlákshöfn í þrjá tíma í úreltu skipi og eins og við vitum þá er það ekki bara tap fyrir þá heldur alla, verslanir og aðra þjónustu. Bærinn lét gera stórglæsilegt safn uppá milljarð en það stendur tómt því það kemst enginn í heimsókn. Á meðan það er verið að notast við fornaldar búnað við að dæla úr Landeyjahöfn gerist ekkert og á meðan við sitjum uppi með þetta skip sem ristir svona djúpt fyrirt utan það að það er löngu úr sér gengið þá gerist ekkert. Við sem fjárfestum í þessum fyrirtækjum á þeim forsendum að Landeyjahöfn væri virk amk hálfa árið og höfum lagt blóð, svita og tár í að halda uppi þjónustu yfir veturinn á meðan ferðamannatíminn er í lægð GETUM EKKI sætt okkur við þetta ástand. Ekki nóg með það að ekkert gerist heldur vitum við ekki neitt. Það eru engar dagsetningar, það er ekkert sem við getum sagt viðskiptavinum okkar.   Við skorum á bæjarstjóra Vestmanneyja Elliði Vignisson, Vegagerðina, þingmennina okkar sem bera ábyrgð og alla þá aðila sem koma að þessu máli að upplýsa okkur um stöðuna og segja okkur að það sé verið að gera eitthvað.   Þegar eina máltíðin er tekin af svöngum manni þá er þetta orðið spurning um að fara eitthvað annað að éta!   Berglind og Siggi