3. flokkur kvenna bikarmeistari 2015

Suðurlandsslagurinn í 3 flokki kvenna í úrslitum var á milli Selfoss og ÍBV og það mátti fyrirfram búast við miklum slag. Þarna mátti sjá leikmenn úr Meistaraflokki liðanna eins og Díönu Dögg hjá ÍBV ÍBV stelpur fóru betur af stað og náðu 3-1 forsytu eftir nokkrar mínútur. Selfoss stelpurnáðu þó að stilla sig saman og jöfnuðu í 4-4 eftir 13 mínútna leik. Katrín Magnúsdóttir var að verja vel fyrir Selfyssinga og Harpa Sólveig kom þeim svo yfir í fyrsta skiptið í leiknum. 5-4. Leikurinn hélst áfram í járnum og liðin skiptust á að leiða með einu marki. ÍBV átti svo ágætan lokakafla og komust tveim mörkum yfir 12-10. Það voru svo Selfoss stelpur sem byrjuðu af krafti og komu sér snemma inn í leikinn aftur, en ÍBV þó skrefinu á undan og náðu upp 3 marka forystu á ný 15-12. Erla Rós í marki ÍBV var Selfoss stelpum erfið á þessum kafla og munurinn hélst áfram 3-4 mörk, ÍBV í vil. Staðan 18-13 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður og ÍBV stelpur með tögl og haldir ennþá með góðum varnarleik. Sóley Haraldsdóttir að fara á kostum í liði ÍBV og sá til þess að Selfoss nálgaðist aldrei almennilega. Lokatölur 24-18 fyrir ÍBV sem tekur þá annan bikar til eyja, en það var Sóley Haraldsdóttir sem var valin maður leiksins með mörk. Markahæstar hjá ÍBV: Sóley Haraldsdóttir 11, Díana Dögg Magnúsdóttir 3. Markahæstar hjá Selfoss: Þuríður Guðjónsdóttir 4, Perla Rut Albertsdóttir 3   3. flokkur karla lék einnig til úrslita í bikarkeppninni en beið lægri hlut fyrir Val, 22-33.    fimmeinn.is

Eyjamenn bikarmeistarar karla árið 2015

Eyjamenn tryggðu sér í kvöld bikarmeistaratitil karla í handbolta. Strákarnir sigruðu FH-inga með einu marki 23:22. Kolbeinn Aron Arnarsson var stórkostlegur í markinu og tók hann boltana sem skiptu máli.  Enn og aftur eru stuðningsmenn Eyjamanna að toppa sig, þeir virðast setja ný viðmið fyrir hvern leik. Vörn Eyjamanna var ótrúleg í dag og alls ekki síðri en í gær. FH-ingar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið um miðbik leiksins þegar stemningin var upp á sitt besta.  FH-ingar byrjuðu leikinn betur en þeir skoruðu fyrsta mark leiksins og komust í 1:3. Þá sýndu Eyjamenn sínar bestu hliðar og skoruðu tvö mörk í röð. Aftur tóku FH-ingar tögl og haldir í leiknum, þeir skoruðu mikilvæg mörk og virtust stoppa stórskyttur ÍBV.  Strákarnir okkar voru fjórum mörkum undir þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Stúkan tók við sér á ný og small allt í leik strákanna. Tvær dýrar brottvísanir settu strik í reikninginn hjá FH-ingum en þá gengu Eyjamenn á lagið. Staðan var orðin jöfn í hálfleik 11:11.  Eyjamenn hófu leik í síðari hálfleik tveimur leikmönnum fleiri og tóku forystuna í fyrsta skiptið síðan í stöðunni 4:3. Kolbeinn Aron Arnarsson var að hrökkva í gang og varði meðal annars vítakast í upphafi síðari hálfleiks. ÍBV komst tveimur mörkum yfir, síðan varð munurinn þrjú mörk og loks fimm. Það var hreint út sagt ótrúleg stemning í Laugardalshöllinni.  Í stöðunni 21:16 héldu flestir að leikurinn væri unninn. FH-ingar minnkuðu muninn snemma í þrjú mörk en þá tok Gunnar Magnússon leikhlé. Leikhléið virkaði mjög vel og komust strákarnir í góð færi sem þeir nýttu. Enn ein vítavarslan hjá Kolbeini leit dagsins ljós og virtist sigurinn í höfn.  FH-ingar minnkuðu loks muninn í eitt mark þegar rúm mínúta var eftir, þá voru FH-ingar með boltann og gátu jafnað leikinn. Allt kom fyrir ekki og Eyjamenn því bikarmeistarar í fyrsta sinn frá árinu 1991. Það ætlaði allt um koll að keyra í Laugardalshöll og ótrúlegur sigur Eyjamanna staðreynd.  Mörk ÍBV: Agnar Smári Jónsson 4, Andri Heimir Friðriksson 4, Einar Sverrisson 4, Theodór Sigurbjörnsson 4, Grétar Þór Eyþórsson 3, Guðni Ingvarsson 3, Magnús Stefánsson 1. Kolbeinn Aron Arnarsson varði nítján skot í marki ÍBV og þar af þrjú vítaköst.    
>> Eldri fréttir

Mannlíf >>

Stjórnmál >>

Lýsa yfir þungum áhyggjum af málefnum Grímseyjar og annara eyjabyggða

Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir yfir þungum áhyggjum af málefnum eyjabyggða á Íslandi og hvetur til þess að skynsamlegra leiða verði leitað til að tryggja íbúum Grímseyjar þann mikilvæga rétt sem fólgin er í frelsi til búsetu.  Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar sem samþykkt var einróma á fundi hennar í dag.  Bókunina má lesa hér að neðan:   Bæjarstjórn Vestmannaeyja ítrekar það álit hennar, sem áður hefur komið fram ma. í ályktunum um frumvörp til laga um stjórn fiskveiða, sem felst í mikilvægi þess að auka atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggða.   Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir enn fremur yfir þungum áhyggjum af málefnum eyjabyggða á Íslandi og þá sérstaklega erfiðri stöðu Grímseyjar. Vegna landfræðilegrar sérstöðu þola eyjabyggðir verr hraðar breytingar en mörg önnur byggðalög. Erfitt tímabil getur í einum vettvangi gert út um eyjabyggð til langframa, jafnvel þótt að öðru jöfnu hefði hinn erfiði tími ekki orðið langvinnur. Breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegs hafa verið hraðar á seinustu árum og óhófleg gjaldtaka hefur flýtt fyrir samþjöppun aflaheimilda. Fjármálastofnanir hafa orðið ráðandi vægi í rekstri margra útgerðarfyrirtækja og illu heilli virðist það oft vera nánast háð geðþótta þeirra hverjum sé gert kleift að gera út og hverjum ekki. Þar með ráða þessar fjármálastofnanir orðið byggðaþróun á Íslandi í gegnum lánsveð í aflaheimildum. Þau tengsl sem hingað til hafa verið milli útgerða og íbúa sjárvarbyggða eru þar með rofin. Í því fellst háski, bæði fyrir sjávarbyggðir og sjávarútveginn í landinu.   Bæjarstjórn Vestmannaeyja hvetur til þess að skynsamlegra leiða verði leitað til að tryggja íbúum Grímseyjar þann mikilvæga rétt sem fólgin er í frelsi til búsetu. Það frelsi er ekki síður mikilvægt en annað frelsi. Í Grímsey og öðrum sjávarþorpum við Íslandsstrendur býr fólk sem á sama rétt til að velja sér búsetu og íbúar annarra byggðalaga. Staða Grímseyjar er nú slík að Byggðastofnun, Íslandsbanki, alþingi, atvinnuþróunarfélag og fleiri verða að taka höndum saman ásamt íbúum Grímseyjar við að tryggja áframhald byggðar í Grímsey.

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Greinar >>

Við verðum líka gömul

Umræðan um aðbúnað aldraðra og uppbyggingu hjúkrunarrýma er ekki ný af nálinni og hún verðu háværari með tímanum þar sem öldruðum fjölgar hlutfallslega með ári hverju. Stefna stjórnvalda er sú að fólk geti búið eins lengi heima hjá sér og mögulegt er og áherslan hefur því verið lögð á aukna heimaþjónustu. Engu að síður verðum við jafnframt að fjölga hjúkrunarrýmum. Ríkisstjórnin bætti í hvað varðar úthlutun fjármagns til hjúkrunarheimila á fjárlögum 2015, en betur má ef duga skal.   Fleiri krónur Hlutverk Framkvæmdasjóðs aldraðra er að byggja upp hjúkrunarrými en í þrengingum síðari ára hefur fjármagnið verið nýtt til reksturs hjúkrunarheimila og viðhalds. Við stöndum því frammi fyrir fjárskorti og það blasir við að við þurfum að fara að gera langtímaáætlanir varðandi uppbyggingu, til a.m.k. 20 ára. Ríkisstjórnin bætti í hvað varðar úthlutun fjármagns til hjúkrunarheimila á fjárlögum 2015. Þá verður 200 milljónum kr. veitt aukalega í hjúkrunarrými. Um er að ræða verulega fjölgun rýma í öllum heilbrigðisumdæmum sem kemur til móts við þá gríðarlegu þörf sem safnast hefur upp undanfarin ár. 50 milljónum kr verður varið til að bæta stöðu minni hjúkrunarheimila. Langflest þeirra eru á landsbyggðinni og mörg þeirra hafa átt í miklum rekstrarvanda. 50 milljónum kr. verður varið aukalega á árinu í heimahjúkrun fyrir fólk sem komið er með gilt færni- og heilsumat og bíður þess að komast á hjúkrunarheimili. Um er að ræða tilraunaverkefni með það að markmiði að fólk geti sem lengst búið heima.    Aukin samvinna við heimamenn Nú er  unnið að grófri framkvæmdaáætlun um byggingaframkvæmdir öldrunarstofnana til næstu fimm ára. Þeirri vinnu ætti að ljúka fljótlega. Hér er einungis um að ræða áætlun um brýnustu þörf til skamms tíma og vinnuhópurinn sem vinnur þá áætlun er skipaður starfsmönnum Velferðarráðuneytisins sem þekkja málaflokkinn og þörfina vel. Til grundvallar þeim tillögum sem fram verða bornar er faglegt mat á því hvar þörfin er mest.  Ljóst er að bæði er þörf á fjölgun hjúkrunarrýma og endurbótum á þeim rýmum sem fyrir eru til að mæta þeim viðviðum um aðbúnað sem þörf er talin á í dag. Þar sem mikilvægt er að ná sem mestri sátt og samstöðu um áætlun til lengri tíma mun sú vinna væntanlega kalla á aukna samvinnu við heimamenn í hverju heilbrigðisumdæmi.   Þó að menn greini á um ýmsa hluti þá getum við örugglega verið sammála um mikilvægi þess að bæta verulega þjónustu og aðbúnað aldraðra.    Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins