Í ýmsu að snúast hjá lögreglunni

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í liðinni viku miðað við undanfarnar vikur sem hafa verið með endæmum rólegar. Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram fyrir utan eina líkamsárásarkæru.   Ein líkamsárás var kærð eftir skemmtanahald helgarinnar en um var að ræða árás á einu af öldurhúsum bæjarins. Þarna áttu tveir ungir menn í einhverri deilu sem endaði með því að annar sló hinn með þeim afleiðingum að sá er fyrir árásinni varð fékk blóðnasir. Málið er í rannsókn.   Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni en við húsleit lögreglu í húsi hér í bæ fannst rúmlega 80 gr. af maríhúana. Í framhaldi af því voru tveir menn handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Við yfirheyrslu viðurkenndu þeir að eiga hluta efnanna en gátu ekki gefið neinar skýringar á þeim hluta efnanna sem þeir könnuðust ekki við.   Tveir ökumenn voru sektaðir í vikunni vegna brota á umferðarlögum, annar vegna vanrækslu á að nota öryggisbelti í akstri og hinn vegna ólöglegrar lagningar ökutækis síns.   Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í liðinni viku en um var að ræða óhapp á bifreiðastæði við Vínbúðina, eftir hádegi þann 18. nóvember sl., þar sem rúða í bifreið brotnaði, líklega við það að ekið var utan í bifreiðina. Sá sem þarna var á ferð hefur annað hvort ekki orðið var við óhappið eða farið í burtu án þess að tilkynna um það.      

Það er nefnilega vitlaust gefið

Í sjávarbyggðinni Vestmannaeyjum búa 4200 manns eða um 1,3% þjóðarinnar. Í sjávarbyggðinni Vestmannaeyjum eru á bilinu 10-13% aflaheimilda. Á yfirstandandi ári hefur íbúum farið fækkandi eins og reyndar flest ár frá 1991. Það er vitlaust gefið þegar 13% aflaheimilda standa ekki undir rúmlega 4000 manna byggð. -     Ríkið hefur háa skatta út úr sjávarútegi. - Ísland er eina ríkið í heiminum sem fær meira út úr sjávarútvegi en lagt er til hans. Ekki eingöngu borgar hann skatta til jafns á við allar aðrar atvinnugreinar heldur borgar hann einnig sérstakt gjald til ríkisins sem oftast er kallað veiðigjald. Þannig var greiddur tekjuskattur sjávarútvegsfélaga um 21,5% á árinu 2013 af heildarsköttum ríkissjóðs á tekjur og hagnað lögaðila. Þar við bætist að sjávarútvegurinn greiddi um sextánþúsund milljónir króna (16.000.000.000 kr.) í almenn og sértæk veiðigjöld. Bara árið 2013 námu bein opinber gjöld á sjávarútvegsfélög um tuttugu og fjórum og hálfum milljarði króna (24.000.000.000 kr.) og hafa þessi gjöld þá rúmlega þrefaldast frá árinu 2009. Samt glíma sjávarbyggðir við vanda.  -    Eigendur fyrirtækja hafa arð af rekstrinum. - Sem betur fer er arður af rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Ef svo væri ekki færi atvinnugreinin sem stendur beint undir rúmlega 10% af landsframleiðslu (að mati sjávarklasans um 25% – 30% af heildarframleiðslu) lóðbeint á hausinn. Arður er eðlilegur hluti af kostnaði fyrirtæja – rétt eins og skattur. Heildar arðgreiðslur í sjávarútvegi þessi tvö ár voru um 18 milljarðar. Það er um 18% af hagnaði þessara fyrirtækja (Ebitu). Samt glíma sjávarbyggðir við vanda.    Makríllinn gerði gott betra Á seinustu árum hefur ríkt góðæri í íslenskum sjávarútvegi. Makrílveiðar hafa skilað þjóðarbúinu miklum tekjum. Á vertíðnni 2011 var aflaverðmæti um þrjátíuþúsund milljón krónur (30.000.000.000 kr.) Uppsjávarveiðar hafa gengið sérstaklega vel. Vestmannaeyjar eru sérstaklega sterkar í uppsjávarveiðum. Samt fækkar í Eyjum.    Sjávarbyggðunum blæðir Það er í mínum huga ekki nokkur vafi á að sjávarútvegurinn er að skila „þjóðinni“ arði af auðlindinni – það sýna skattgreiðslurnar. Það er ekki nokkur vafi á að sjávarútvegurinn er að skila eigendum sjávarútvegsfyrirtækja arði af fjárfestingunni – það sýna arðgreiðslurnar. Það er ekki heldur nokkur vafi á að sjávarútvegurinn er ekki að skila nægu til þróunar sjávarbyggða. Það sýna íbúatölur í Vestmannaeyjum og víðar.    Hráefnisframleiðendur eins og nýlendurnar voru Staðreyndin er sú að sjávarbyggðir eru að verða eins og nýlendurnar voru. Þær eru nánast eingöngu hráefnisframleiðandi þar sem allt kapp er lagt á skjótfenginn árangur til að standa undir ofurskatti og arðgreiðslum. Stoðkerfið er byggt upp í öðrum og lægri póstnúmerum (td. eru um 160 ársverk hjá Hafrannsóknastofnun og þar af rúmlega eitt þeirra er í Vestmannaeyjum), svigrúm sjávarfyrirtæja til nýsköpunar er skattlagt í burtu úr sjávarbyggðum.    Hvað þarf að gera? Það sem þarf að gera er að lækka skatta og byggja heldur inn skattalega hvata til nýsköpunar og þróunar í sjávarbyggðum. Framtíð sjávarútvegs er ekki í auknum veiðum heldur í sprotastarfi og nýsköpun. Framtíð sjávarbyggða er ekki í byggðakvótum og sértækum aðgerðum heldur í því að fyrirtækin sem þar eru fái hvata til að vaxa og dafna á forsendum nýsköpunar og virðisauka. Þannig verða til störf og verðmæti. Þannig fær þjóðin ekki bara arð heldur einnig vöxt. Þannig verða sjávarbyggðirnar öflugar í stað þess að vera ölmusuþegi í formi byggðarkvóta og sértækra aðgerða.    Eins og þetta er í dag þá er vitlaust gefið. Það er staðreynd. Það hallar á sjávarbyggðir. Ábyrgðin liggur hjá stjórnvöldum.    (…að gefnu tilefni er rétt að taka það skýrt fram að okkur hér í Eyjum er þó síst meiri vorkunn en öðrum þegar litið er til stöðu sjávarbyggða. Vandi þeirra er almennt mikill og víðast meiri en hér.)   ellidi.is

Hvað vilja Vestmannaeyingar í ferjumálum?

Þá hefur bæjastjórinn, með stuðningi bæjarstjórnar, haft það í gegn að samgöngumál okkar hverfa aftur um tugi ára með því að keyra í gegn smíði á skipi sem verður jafnstórt og Herjólfur nr. 2 eða rúmir 60 metrar. Þrátt fyrir að hafa haft tækifæri til þess að leigja ferju sem ristir jafn mikið (lítið) og þetta skip sem er í hönnun. Nema þessi ferja tekur 1000 farþega og 170 bíla. Þarna hefði verið kjörið tækifæri að kanna hvort kenningar siglingastofnunar eigi við rök að styðjast. En eins og flestir vita þá hafa kenningarnar verið frekar vafasamar svo ekki sé meira sagt. Þessi nýja ferja sem er í hönnun er sögð eiga að taka jafnmikið, eða meira, af bílum en núverandi Herjólfur. Þegar núverandi Herjólfur var smíðaður var reiknað með 70 bílum að stærð 4,2 m. en í dag flytur hann 60 – 62 bíla, bílar hafa stækkað síðan núverandi Herjólfur var smíðaður. Þá skulum við skoða ferjuna sem á að bjóða okkur. Hún á að taka 60 bíla sem eru 4,2 m, sem sagt sömu viðmið og þegar Herjólfur var smíðaður. Það er því rangt að ferjan muni taka 60 bíla, hún kemur ekki til með að taka nema 52 – 54 bíla. Og áfram heldur leikritið; þeir segja við förum bara fleiri ferðir. Af hverju fer núverandi Herjólfur ekki fleiri ferðir? Bæjastjórnin lét fara fram kosningu um hvort reisa ætti hótel í gryfjunni fyrir ofan Hásteinsvöllinn. Er ekki komin tími til að kjósa um hvað Vestmannaeyingar vilja í ferjumálum. Hvort við viljum láta smíða þessa litlu ferju eða leigja skipið sem stendur til boða og sannreyna hvort staðhæfingar Siglingastofnunar um grunnristara skip eitt og sér leysi allan vanda Landeyjahafnar. Fólk er orðið þreytt á biðlistum og ef þessi ferja verður smíðuð verða biðlistar næstu 20 árin. Það er ekki það sem við viljum. En með því að leigja stærri ferju kæmumst við að raunverulegri flutningsþörf á farþegum og bílum til Eyja. Er ekki kominn tími til að fá ferju sem tekur mið af spá Vegagerðarinnar um farþegafjölda til 2017, sem er 700.000 farþegar. Væri ekki ráð að leigja þessa ferju og sjá hvort hún virkar. Ef hún virkar ekki þá bara skilum við henni en ef hún virkar þá kaupum við hana eða smíðum sambærilegt skip. En ef við smíðum þessa ferju sem er í hönnun og hún virkar ekki sitjum við uppi með skipið. Ég er þess fullviss að flestir Vestmannaeyingar vilja leigja ferjuna sem er í boði, til reynslu, áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. Þetta er ekki einkamál bæjastjórans og bæjastjórnarinnar, þetta er mál allra Vestmannaeyinga. Vestmannaeyingar látið í ykkur heyra og horfum til framtíðar í samgöngumálum.   Halldór Bjarnason Íbúi í Vestmannaeyjum      
>> Eldri fréttir

Íþróttir >>

Þórarinn Ingi til FH

Þórarinn Ingi Valdimarsson er á förum frá ÍBV til FH, félögin hafa náð samkomulagi um leikmannin í dag. Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnuráðs staðfesti þetta í samtali við Eyjafréttir. Þórarinn spilaði seinni hluta tímabils með ÍBV en var áður í láni hjá Sarpsborg í eitt og hálft ár. Þórarinn hefur spilað 133 leiki fyrir ÍBV og skorað í þeim 20 mörk. Hann hefur einnig verið viðloðandi A-landslið karla.    Margir sterkir leikmenn hafa yfirgefið karlalið ÍBV í fótbolta að undanförnu. Eyjafréttir heyrðu í Jóhannesi  Harðarsyni sem er nýráðinn þjálfari ÍBV þar sem hann fór yfir leikmannamálin. „Ég tel okkur hafa nokkuð góða stjórn á hlutunum, það er ekkert sem hefur komið á óvart hvað varðar leikmannamálin. Við vissum að það væri líklegt að Brynjar Gauti myndi yfirgefa liðið og að þó nokkrar líkur væru á því að Þórarinn myndi yfirgefa liðið.“ Jóhannes sagði að mikil eftirsjá væri eftir báðum leikmönnunum en sérstaklega Þórarni. „Við litum á Þórarinn sem lykilmann og ætluðum að byggja á honum, en hann var ekki tilbúin í aðra uppbyggingu með liðinu. Hann hafði gert okkur ljóst að hann vildi fyrst og fremst fara út í atvinnumennsku sem er skiljanlegt. Þegar ég ræddi við hann fyrir stuttu tjáði hann mér að hann vildi fara í lið sem væri að berjast um titla og taldi ÍBV ekki vera í þeim hópi á næsta tímabili. Við fengum svo gott tilboð frá FH og þetta varð niðurstaðan, tilboðið var þess eðlis að við fáum svigrúm núna til að leita eftir öðrum leikmanni jafnvel tveim,“  sagði Jóhannes og óskaði Brynjari Gauta og Þórarni Inga góðs gengis og velfarnaðar hjá nýjum félögum.   Viðtalið við Jóhannes þjálfara ÍBV má sjá í heild sinni í næsta tölublaði Eyjafrétta

Stjórnmál >>

Fyrsti fundur bæjarstjórnar í dag

Bæjarstjórn Vestmannaeyja kemur saman í dag í fyrsta sinn á nýju kjörtímabili.  Niðurstaða bæjarstjórnarkosninganna í vor, voru á þann veg að Sjálfstæðisflokkur fékk fimm bæjarfulltrúa en Eyjalistinn tvo.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn eru Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Trausti Hjaltason og Birna Þórsdóttir en fulltrúar Eyjalistans eru Jórunn Einarsdóttir og Stefán Óskar Jónasson.  Elliði, Páley, Páll Marvin og Jórunn sátu öll í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili.  Stefán Óskar hefur áður verið í bæjarstjórn og var varamaður á síðasta kjörtímabili en þau Trausti og Birna eru ný.  Bæjarstjórnarfundurinn fer fram í Eldheimum og hefst klukkan 18:00.   „Þegar ég kom inn í bæjarstjórn 2002 voru útsvarstekjur á hvern íbúa á verðlagi þess árs rétt liðlega 200.000 krónur en á síðasta ári voru þær hátt í 475.000 krónur,“ sagði Stefán í samtali við Eyjafréttir, sem kom út í gær.   „Staðan í dag opnar á tækifæri að gera meira fyrir bæjarbúa og bæjarfélagið í heild. Ég er ekki að mæla með óráðsíu í fjármálum en það má gera betur á ýmsum sviðum. Auðvitað veltur þetta mikið á á sjávarútvegi og afkomu atvinnulífsins almennt. Á kjörtímabilinu 2002 og 2006 vorum við, ég og núverandi bæjarstjóri, Elliði Vignisson, að skoða þann möguleika á að rífa blokkina Áshamar 75 ef það gæti létt á skuldum bæjarins. Engum dettur það í hug í dag en sterkari innviðir bæjarfélagsins eru líka verðmæti,“ sagði Stefán.   Viðtalið má lesa í heild sinni í Eyjafréttum.  

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Þórarinn Ingi til FH

Þórarinn Ingi Valdimarsson er á förum frá ÍBV til FH, félögin hafa náð samkomulagi um leikmannin í dag. Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnuráðs staðfesti þetta í samtali við Eyjafréttir. Þórarinn spilaði seinni hluta tímabils með ÍBV en var áður í láni hjá Sarpsborg í eitt og hálft ár. Þórarinn hefur spilað 133 leiki fyrir ÍBV og skorað í þeim 20 mörk. Hann hefur einnig verið viðloðandi A-landslið karla.    Margir sterkir leikmenn hafa yfirgefið karlalið ÍBV í fótbolta að undanförnu. Eyjafréttir heyrðu í Jóhannesi  Harðarsyni sem er nýráðinn þjálfari ÍBV þar sem hann fór yfir leikmannamálin. „Ég tel okkur hafa nokkuð góða stjórn á hlutunum, það er ekkert sem hefur komið á óvart hvað varðar leikmannamálin. Við vissum að það væri líklegt að Brynjar Gauti myndi yfirgefa liðið og að þó nokkrar líkur væru á því að Þórarinn myndi yfirgefa liðið.“ Jóhannes sagði að mikil eftirsjá væri eftir báðum leikmönnunum en sérstaklega Þórarni. „Við litum á Þórarinn sem lykilmann og ætluðum að byggja á honum, en hann var ekki tilbúin í aðra uppbyggingu með liðinu. Hann hafði gert okkur ljóst að hann vildi fyrst og fremst fara út í atvinnumennsku sem er skiljanlegt. Þegar ég ræddi við hann fyrir stuttu tjáði hann mér að hann vildi fara í lið sem væri að berjast um titla og taldi ÍBV ekki vera í þeim hópi á næsta tímabili. Við fengum svo gott tilboð frá FH og þetta varð niðurstaðan, tilboðið var þess eðlis að við fáum svigrúm núna til að leita eftir öðrum leikmanni jafnvel tveim,“  sagði Jóhannes og óskaði Brynjari Gauta og Þórarni Inga góðs gengis og velfarnaðar hjá nýjum félögum.   Viðtalið við Jóhannes þjálfara ÍBV má sjá í heild sinni í næsta tölublaði Eyjafrétta

Í ýmsu að snúast hjá lögreglunni

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í liðinni viku miðað við undanfarnar vikur sem hafa verið með endæmum rólegar. Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram fyrir utan eina líkamsárásarkæru.   Ein líkamsárás var kærð eftir skemmtanahald helgarinnar en um var að ræða árás á einu af öldurhúsum bæjarins. Þarna áttu tveir ungir menn í einhverri deilu sem endaði með því að annar sló hinn með þeim afleiðingum að sá er fyrir árásinni varð fékk blóðnasir. Málið er í rannsókn.   Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni en við húsleit lögreglu í húsi hér í bæ fannst rúmlega 80 gr. af maríhúana. Í framhaldi af því voru tveir menn handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Við yfirheyrslu viðurkenndu þeir að eiga hluta efnanna en gátu ekki gefið neinar skýringar á þeim hluta efnanna sem þeir könnuðust ekki við.   Tveir ökumenn voru sektaðir í vikunni vegna brota á umferðarlögum, annar vegna vanrækslu á að nota öryggisbelti í akstri og hinn vegna ólöglegrar lagningar ökutækis síns.   Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í liðinni viku en um var að ræða óhapp á bifreiðastæði við Vínbúðina, eftir hádegi þann 18. nóvember sl., þar sem rúða í bifreið brotnaði, líklega við það að ekið var utan í bifreiðina. Sá sem þarna var á ferð hefur annað hvort ekki orðið var við óhappið eða farið í burtu án þess að tilkynna um það.      

Greinar >>

Hvað vilja Vestmannaeyingar í ferjumálum?

Þá hefur bæjastjórinn, með stuðningi bæjarstjórnar, haft það í gegn að samgöngumál okkar hverfa aftur um tugi ára með því að keyra í gegn smíði á skipi sem verður jafnstórt og Herjólfur nr. 2 eða rúmir 60 metrar. Þrátt fyrir að hafa haft tækifæri til þess að leigja ferju sem ristir jafn mikið (lítið) og þetta skip sem er í hönnun. Nema þessi ferja tekur 1000 farþega og 170 bíla. Þarna hefði verið kjörið tækifæri að kanna hvort kenningar siglingastofnunar eigi við rök að styðjast. En eins og flestir vita þá hafa kenningarnar verið frekar vafasamar svo ekki sé meira sagt. Þessi nýja ferja sem er í hönnun er sögð eiga að taka jafnmikið, eða meira, af bílum en núverandi Herjólfur. Þegar núverandi Herjólfur var smíðaður var reiknað með 70 bílum að stærð 4,2 m. en í dag flytur hann 60 – 62 bíla, bílar hafa stækkað síðan núverandi Herjólfur var smíðaður. Þá skulum við skoða ferjuna sem á að bjóða okkur. Hún á að taka 60 bíla sem eru 4,2 m, sem sagt sömu viðmið og þegar Herjólfur var smíðaður. Það er því rangt að ferjan muni taka 60 bíla, hún kemur ekki til með að taka nema 52 – 54 bíla. Og áfram heldur leikritið; þeir segja við förum bara fleiri ferðir. Af hverju fer núverandi Herjólfur ekki fleiri ferðir? Bæjastjórnin lét fara fram kosningu um hvort reisa ætti hótel í gryfjunni fyrir ofan Hásteinsvöllinn. Er ekki komin tími til að kjósa um hvað Vestmannaeyingar vilja í ferjumálum. Hvort við viljum láta smíða þessa litlu ferju eða leigja skipið sem stendur til boða og sannreyna hvort staðhæfingar Siglingastofnunar um grunnristara skip eitt og sér leysi allan vanda Landeyjahafnar. Fólk er orðið þreytt á biðlistum og ef þessi ferja verður smíðuð verða biðlistar næstu 20 árin. Það er ekki það sem við viljum. En með því að leigja stærri ferju kæmumst við að raunverulegri flutningsþörf á farþegum og bílum til Eyja. Er ekki kominn tími til að fá ferju sem tekur mið af spá Vegagerðarinnar um farþegafjölda til 2017, sem er 700.000 farþegar. Væri ekki ráð að leigja þessa ferju og sjá hvort hún virkar. Ef hún virkar ekki þá bara skilum við henni en ef hún virkar þá kaupum við hana eða smíðum sambærilegt skip. En ef við smíðum þessa ferju sem er í hönnun og hún virkar ekki sitjum við uppi með skipið. Ég er þess fullviss að flestir Vestmannaeyingar vilja leigja ferjuna sem er í boði, til reynslu, áður en ákvörðun verður tekin um framhaldið. Þetta er ekki einkamál bæjastjórans og bæjastjórnarinnar, þetta er mál allra Vestmannaeyinga. Vestmannaeyingar látið í ykkur heyra og horfum til framtíðar í samgöngumálum.   Halldór Bjarnason Íbúi í Vestmannaeyjum