Samhent í einu fyrirtæki

Samhent í einu fyrirtæki

Endurmerkja þarf um 100 bíla og tæki hjá Samskipum eftir ákvörðun um að færa alla starfsemi félagsins undir eitt merki. Undir eru jafnframt ótal breytingar aðrar, svo sem á húsnæði, pappírum og kynningarefni, en vinnufatnaði verður þó ekki skipt út fyrr en kemur að endurnýjun vegna slits.   „Við viljum einfalda skilaboð okkar til markaðarins um það flutninganet og þjónustu sem Samskip hafa upp á að bjóða,“ segir Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa. Hann bendir á að undanfarin þrjú ár hafa Samskip boðið upp á beinar áætlanasiglingar af ströndinni og sigla nú til átta viðkomuhafna vítt og breytt um landið. „Þessi áhersla á strandsiglingar ásamt þéttriðnu þjónustuneti okkar innanlands gerir okkur nú kleift að bjóða aukna þjónustu á landsbyggðinni.“   Breytingin átti sér stað 17. þessa mánaðar, en þá var öll starfsemi Samskipa á Íslandi sameinuð undir nafni Samskipa. Þar á meðal er öll starfsemi sem áður var undir nafni og merki Landflutninga.   „Með þessum breytingum viljum við endurspegla það heildstæða þjónustuframboð sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða og þá liðsheild sem býr innan fyrirtækisins. Samskip eru samhentur hópur starfsmanna sem leggur sig fram um að veita viðskiptavinum fyrirtækisins persónulega og framúrskarandi þjónustu. Við erum samhent lið undir einu merki, merki Samskipa,“ segir Pálmar Óli.   Samskip bjóða heildstæðar flutningslausnir á landi og sjó. Með breytingunni leitast fyrirtækið við að skerpa áherslur á heildarflutningaþjónustu í einu fyrirtæki, viðmót er einfaldað og tryggt að viðskiptavinir mæti sama góða viðmótinu á öllum starfsstöðvum. Markmið Samskipa er að veita viðskiptavinum sínum bestu mögulegu þjónustu.   Samskip einsetja sér að vera í fararbroddi í flutningum og samhliða sameiningu starfseminnar undir einu nafni leitar fyrirtækið áfram leiða til að efla starfsemina og uppfylla enn betur væntingar viðskiptavina.     Nánari upplýsingar veitir Pálmar Óli Magnússon forstjóri í síma 858-8500.  

Þetta er hægt og þetta er sanngjarnt

Vinstrihreyfingin- grænt framboð leggur nú sem fyrr höfuðáherslu á að á Íslandi sé öflugt og samábyrgt velferðarkerfi. Einn þáttur í því er áherslan á skattkerfið sé skilvirkt, réttlátt, grænt, jafni tekjur og eyði aðstöðumun. En hvernig er hægt að gera skattkerfið skilvirk, réttlátt o.s.frv. Lítum á það. Þessar leiðir benda Vinstri- græn á: • Stöðva verður þá þróun að æ meiri auður safnist á æ færri hendur. Í dag eiga 10% landsmanna 75% alls auðs í landinu. Meðan þetta er svona eykst ójöfnuður í landinu. • Til að stemma stigu við skattaundanskotum einstaklinga og fyrirtækja frá velferðarkerfinu þarf að stórefla skattaeftirlit og skattrannsóknir. Nýtingu aflandsfélaga í skattaskjólum á að banna. • Þrepaskattur verði nýttur til jöfnunar í samræmi við það sem gerist á Norðurlöndunum. Þannig er lögð áhersla á aukin framlög þeirra ríkustu inn í sameiginlega sjóði. • Innheimta á gjald af nýtingu auðlinda og tryggja þannig að arðurinn af sameiginlegum auðlindum renni til þjóðarinnar. • Reglur um þunna eiginfjármögnun verði leiddar í lög og þannig unnið gegn því að íslensk dótturfélög í eigu erlendra aðila komi ósköttuðum hagnaði úr landi. Allar þessar leiðir eru til þess fallnar að stuðla að öflugu velferðarkerfi og réttlæti. Þær eru allar færar og þær stuðla allar að því að skapa réttlátara þjóðfélag.   -Ragnar Óskarsson    

Þetta er hægt og þetta er sanngjarnt

Vinstrihreyfingin- grænt framboð leggur nú sem fyrr höfuðáherslu á að á Íslandi sé öflugt og samábyrgt velferðarkerfi. Einn þáttur í því er áherslan á skattkerfið sé skilvirkt, réttlátt, grænt, jafni tekjur og eyði aðstöðumun. En hvernig er hægt að gera skattkerfið skilvirk, réttlátt o.s.frv. Lítum á það. Þessar leiðir benda Vinstri- græn á: • Stöðva verður þá þróun að æ meiri auður safnist á æ færri hendur. Í dag eiga 10% landsmanna 75% alls auðs í landinu. Meðan þetta er svona eykst ójöfnuður í landinu. • Til að stemma stigu við skattaundanskotum einstaklinga og fyrirtækja frá velferðarkerfinu þarf að stórefla skattaeftirlit og skattrannsóknir. Nýtingu aflandsfélaga í skattaskjólum á að banna. • Þrepaskattur verði nýttur til jöfnunar í samræmi við það sem gerist á Norðurlöndunum. Þannig er lögð áhersla á aukin framlög þeirra ríkustu inn í sameiginlega sjóði. • Innheimta á gjald af nýtingu auðlinda og tryggja þannig að arðurinn af sameiginlegum auðlindum renni til þjóðarinnar. • Reglur um þunna eiginfjármögnun verði leiddar í lög og þannig unnið gegn því að íslensk dótturfélög í eigu erlendra aðila komi ósköttuðum hagnaði úr landi. Allar þessar leiðir eru til þess fallnar að stuðla að öflugu velferðarkerfi og réttlæti. Þær eru allar færar og þær stuðla allar að því að skapa réttlátara þjóðfélag.   -Ragnar Óskarsson    

Einstök íþróttamannsleg hegðun Hrafnhildar Skúladóttur

Tap gegn Haukum

Kvennalið ÍBV í handbolta tapaði fyrir sterku liði Hauka þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum í dag í Olís-deildinni. Gestirnir skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins og virtust vera einbeittari í öllum sínum aðgerðum. ÍBV tókst hins vegar að vinna sig inn í leikinn og voru búnar að jafna í 3:3 áður en langt um leið. Við tók hræðilegur kafli þar sem Eyjakonur skoruðu ekki mark í tíu mínútur og var munurinn allt í einu orðinn heil fimm mörk og ljóst að róðurinn yrði þungur úr því sem komið var. Sandra Erlingsdóttir batt enda á markaþurrð liðsins þegar hún skorði sitt fyrsta mark í leiknum á 19. mínútu. Á tímabili var munurinn orðinn tvö mörk og útlit fyrir endurkomu en annað kom upp á daginn. Gestirnir frá Hafnafirði settu í næsta gír og juku forystu sína hægt og sígandi. ÍBV komst aldrei nálægt því að jafna leikinn og töpuðu sannfærandi með fimm mörkum, lokatölur 21:26. Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markmaður Hauka, átti stórleik í markinu með 23 skot varin og fólst munurinn á liðunum ekki síst þar. Einnig var vörn gestanna sterk og átti ÍBV í stökustu vandræðum með að finna glufur á henni allan leikinn og þurfti ÍBV í rauninni að hafa mun meira fyrir sínum mörkum en Haukar. Markahæstar í liði ÍBV voru þær Sandra Erlingsdóttir og Ester Óskarsdóttir með sjö mörk hvor. Erla Rós Sigmarsdóttir var með átta mörk varin og Guðný Jenný Ásmundsdóttir sjö. Eftir umferðina situr ÍBV fimmta sæti deildarinnar með sex stig en Haukar eru í öðru sæti með átta.    

Vésteinn Valgarðsson - Vestmannaeyingar og Alþýðufylkingin

 Eyjafréttir greindu frá því á föstudaginn, að enginn Vestmannaeyingur væri á framboðslista Alþýðufylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Því miður verður ekki betur séð en að það sé rétt, þó með þeim fyrirvara að ég veit ekki hvaðan allir á listanum eru ættaðir. En það er annað mál.   Góða fréttin er hins vegar að Vestmannaeyingar eiga þess kost að kjósa Alþýðufylkinguna í þessum kosningum. Þess áttu þeir ekki kost í síðustu Alþingiskosningum, ekki frekar en aðrir utan Reykjavíkur. Við viljum auðvitað að sem flestir geti kosið Alþýðufylkinguna, þannig að við settum það ekki fyrir okkur að heilu byggðarlögin vantaði fulltrúa á listann -- það verður bara að hafa það. Enda berjumst við fyrir hagsmunum og velferð alþýðunnar alls staðar í landinu, en ekki í einstökum byggðarlögum.   Alþýðufylkingin er ekki í þeim bransa sem boðar kjördæmapot eða bitlinga. Enginn sem gengur til liðs við okkur getur vænst þess að fá feitt embætti að launum. Hins vegar bjóðum við upp á mikla vinnu, óeigingjarnt sjálfboðastarf og baráttu sem mun vonandi á endanum skila sér í betri lífskjörum fyrir alla alþýðu í landinu.   Megináherslur okkar eru stóru þjóðfélagsmálin: Félagslegt réttlæti, félagsvætt fjármálakerfi og fullveldi landsins. Þetta þrennt helst í hendur: Félagsvæðing er andstæðan við markaðsvæðingu og þýðir að starfsemi sem er rekin í gróðaskyni sé breytt í samfélagslega þjónustu. Í tilfelli fjármálakerfisins: Opinber fjármálaþjónusta sem tekur ekki sjálf gróða og tekur því ekki vexti. Hugsið um það augnablik, hver húsnæðiskostnaðurinn ykkar væri, ef lánin ykkar bæru ekki vexti.   Vaxtalaust fjármálakerfi mundi spara heimilunum og þjóðfélaginu öllu gífurlegt fé, sem mundi aftur nýtast til að byggja upp innviði landsins af öllu tæi. Óskorað fullveldi er forsenda þess að geta þetta, þar sem ESB-aðild mundi skuldbinda okkur til meiri markaðsvæðingar á flestum sviðum. Við erum fortakslausir andstæðingar ESB-aðildar, ekki vegna þess að við viljum geta stundað spillingu, heldur vegna þess að við þurfum fullveldið, með þeim rétti sem fylgir því, til þess að takast á við hana sjálf. Það mun enginn gera það fyrir okkur.   Það er fleira í pokahorninu hjá okkur, og það ættuð þið að skoða á heimasíðunni okkar: Alþýðufylkingin.is   Auðvitað er það synd að Vestmannaeyinga vanti á þennan lista, þótt þeir geti kosið hann. En því geta engir nema Vestmannaeyingar sjálfir breytt, með því að ganga til liðs við Alþýðufylkinguna og þannig hlutast til um að Eyjar eigi fulltrúa á listanum í næstu kosningum. Það er auðvelt að hafa uppi á okkur ef þið viljið gefa ykkur fram og ganga í flokkinn.   Vésteinn Valgarðsson varaformaður Alþýðufylkingarinnar

Elliði Vignisson - Afmæliskveðja til Vestmannaeyjadeildar Rauða Krossins

Ef dimmir í lífi mínu um hríð Eru bros þín og hlýja svo blíð Og hvert sem þú ferð Og hvar sem ég verð Þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig.   Hugtakið mannúð er ekki léttvægt. Í því felst að við mennirnir eigum okkur sérstakan eiginleika sem ekkert annað af dýrum merkurinnar deilir með okkur. Við getum fundið fyrir samlíðan, elsku og brennandi þörf fyrir að hjálpa. Við viljum öðrum vel og erum til í að fórna og gefa með það fyrir augum að styðja við bakið á þeim sem eiga um sárt að binda. Við viljum fyrirbyggja raunir og vinna gegn öllu sem stríðir gegn velferð. Rauði krossinn er elsti og virtasti farvegur þessarar sérstöku sammannlegu gæsku. Í ár fagnar Vestmannaeyjadeild Rauða krossins sínu 75 aldursári en deildin var stofnunuð 23. mars 1941. Fyrir samfélag sem okkar hér á einangraðri eyju hefur starfsemi Rauða krossins reynst ómetanleg. Svo víðfemt er starf þeirra að nánast ógjörningur er að fjalla um það á tæmandi máta í stuttum skrifum. Það spannar þætti eins og starf heimsókna vina sem rjúfa einangrun fólks, veita félagsskap og sýna vináttum heimsóknum – yfir í neyðavarnir sem eru einn af hornsteinum Rauða krossins. Þeir einstaklingar hér í Eyjum sem eiga eða hafa átt velferð sína að þakka Rauða krossins eru ófáir. Á sama hátt hefur Rauði krossinn reynst öflugur farvegur fyrir fórnfýsi fjölmargra Eyjamanna sem í gegnum það hafa tekið þátt í margvíslegu stuðningsstarfi fyrir þá sem minna mega sín annarstaðar á Íslandi eða hvar sem er annarstaðar í heiminum. Það ber ekki ætíð mikið á starfsemi Rauða krossins hér í Eyjum en starfið þar er í senn öflugt og mikilvægt. Fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar óska ég Vestmannaeyjadeild Rauða krossins hjartanlega til hamingju með afmælið og færi þeim dýpstu þakkir fyrir óeigingjarnt starf fyrir bæði nær- og fjærsamfélagið. Staðreyndin er enda sú að eins og textabrot Rúnars Júlíussonar hér í upphafi segir þá þarf fólk eins þau fyrir samfélag eins og okkar.   Elliði Vignisson bæjarstjóri    

Lára Skæringsdóttir - Þurfum að tryggja stöðugleika

Lára Skæringsdóttir situr í 8. sæti lista Framsóknar í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Lára sem er grunnskólakennari segist alltaf hafa haft brennandi áhuga á pólítk og samfélagsmálum, þá sérstaklega í Vestmannaeyjum.   Hvað ertu að aðhafast við þessa daganna? Starfa sem grunnskólakennari í unglingadeild GRV Hvað var til þess að þú ákvaðst að gefa kost á þér? Hef brennandi áhuga á pólitík og hvernig landinu okkar er stjórnað og þá ekki síður velferð Vestmannaeyja og framtíð okkar sem hérna búum. Hvaða málefni brenna helst á þér og hvað er það sem þú mundir vilja koma í gegn ef þú ferð inná þing? Líkurnar á að ég fari beint á þing eru að sjálfsögðu miklar enda ætla allir merkja við x-B. Ég hef mikinn áhuga á samgöngumálum líkt og flestir Vestmannaeyingar. Fjármögnun heilbrigðisþjónustu hér og á Suðurlandi þarf að sjálfsögðu að bæta. Heilbrigðisráðherra hefur því miður ekki - hingað til a.m.k. - haft mikinn áhuga á Suðurhafseyjum í þeim efnum og kennir auk þess Bjarna Ben um, segist ekki fá meiri pening frá honum en þetta. Bjarni verði bara reiður ef hann biður um meira. Ég myndi gjarnan vilja sjá úrbætur í málefnum aldraðra, og breytingar á húsnæðilánakerfinu þannig að auðvelda megi ungu fólki að festa kaup á eigin eign. Þá er framtíð okkar sem sjávarpláss mér ofarlega í huga og þarf að huga vel að þeim málaflokki hvort sem stjórnun í sjávarútvegi eða almennt að hlúa vel að byggðastefnu landsins.   Samgöngumál og heilbrigðismál eru það sem brennir helst á Eyjamönnum. Hvað viltu helst sjá gert þar? Ég styð heilshugar þá hugmynd að Vestmannaeyingar reki sjálfir Herjólf og hef fulla trú á því að það komi betur út að hafa reksturinn hér í heimabyggð. Ég deili áhyggjum margra af því að annars muni hagmunir íbúa og ferðamanna lúti í lægra haldi fyrir sérhagsmunum stofnana og einkafyrirtækja. Stjórna þarf ferðatíðni og ferðatímum eftir eftirspurn, en ekki hagnaðarsjónarmiðum einkafyrirtækis, þannig að sem flestir komist til og frá Eyjum. Heildarhagmunir af því fyrir samfélagið eru mun meiri en hugsanleg skerðing á gróða einkafyrirtækja. Útboð er vel hægt að gera með þeim hætti að slíkt sé tryggt, annars er útboðið illa unnið. Ég styð líka lyktarlausar samgöngur; að farþegar þurfi ekki endurtekið og óvalkvætt að skrúbba skítafýlu af skóm og úr bílum eftir ferjuferðir. Heilbrigðisstofnun Suðurlands er vanfjármögnuð og úr því þarf að bæta. Annars er ekki hægt að viðhalda þjónustu, hvað þá að auka hana. Aukin og nægileg fjármögnun er forsenda fyrir því að efla aftur sjúkrahúsþjónustu í Vestmannaeyjum, þar með talið skurðstofuvakt og fæðingarþjónustu. Auka þarf fjárframlög um a.m.k. 250 milljónir til að Heilbrigðisstofnun Suðurlands geti sinnt hlutverki sínu þannig að vel fari. Þetta eru smápeningar fyrir ríkið og eins og staða ríkissjóðs er nú bara spurning um forgangsröðun. Ég held að það færi vel á því að næsti heilbrigðisráðherra kæmi úr Suðurkjördæmi enda kjördæmið ekki verið í forgangi í þessum málaflokki undanfarin ár. Stefnumörkun ríkisins í heilbrigðismálum fyrir landsbyggðina er auk þess ábótavant. Úr þessu þarf að bæta og einnig draga úr flækjustigi embættismannakerfisins.   Annað sem þú vilt koma á framfæri, þá má það endilega koma fram. Framsóknarflokkurinn setti fram mjög ákveðnar hugmyndir fyrir síðustu kosningar. Þær hugmyndir gengu eftir landi og þjóð til hagsbóta. Mikilvægt er að halda áfram á sömu braut og tryggja stöðugleika og festu. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt það að hann er meira en traustsins verður í þeim efnum.    
>> Eldri fréttir

Kári Kristján Kristjánsson og Theodór Sigurbjörnsson í hóp Íslenska landsliðsins í handbolta

Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið hópinn sinn fyrir leiki á móti Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM 2018 en þeir fara fram í landsleikjahléinu í byrjun næsta mánaðar. www.mbl.is greindi frá.   Geir valdi 21 leikmann í hópinn en miklar breytingar eru á landsliðinu að þessu sinni. Snorri Steinn Guðjónsson og Alexander Petersson gefa ekki kost á sér í landsliðið og þá eru þeir Róbert Gunnarsson og Vignir Svavarsson ekki valdir í hópinn.   Geir velur þrjá nýliða í hópinn og þá eru í hópnum nokkrir leikmenn sem eiga aðeins örfáa landsleiki að baki eins og þeir Arnar Freyr Arnarsson, Theodór Sigurbjörnsson og Janus Daði Smárason.   Nýliðarnir eru Grétar Ari Guðjónsson, sem er í láni hjá Selfossi frá Haukum, Ómar Ingi Magnússon, fyrrum leikmaður Vals sem spilar nú með Aarhus Håndbold í Danmörku og Geir Guðmundsson sem spilar með Cesson Rennes í Frakklandi.   Herbergisfélagarnir Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson, sem hafa gengið undir gælunafninu Snobbi, eru hvorugur með en þeir hafa verið aðalleikstjórnandi og aðallínumaður íslenska liðsins í meira en áratug.   Íslenska liðið mætir Tékklandi í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 2. nóvember og spilar síðan við Úkraínu úti í Úkraínu þremur dögum síðar. Íslenska liðið er einnig með Makedóníu í riðli en leikirnir við Makedóníumenn fara fram í maí á næsta mánuði.     Hópurinn er eftirfarandi:   Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson, SG BBM Bietigheim Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club Grétar Ari Guðjónsson, Selfoss   Aðrir leikmenn: Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad Arnór Atlason, Aalborg Handball Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club Aron Pálmarsson, MKB Veszprém Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin Bjarki Már Gunnarsson, EHV Aue Geir Guðmundsson, Cesson Rennes Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Necker Löwen Guðmundur Hólmar Helgason, Cesson Rennes Gunnar Steinn Jónsson, IFK Kristianstad Janus Daði Smárason, Haukar Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbold Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf Stefán Rafn Sigurmannsson, Aalborg Handball Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV  

Greinar >>

Ragnar Óskarsson - Málin eru ekki flóknari

  Ég held að ekki sé ofsagt þegar því er haldið fram að heilbrigðismál á Íslandi séu í megnasta ólestri um þessar mundir. Í tíð þeirrar ríkisstjórnar sem enn hangir hefur ástandið versnað og það svo um munar. Starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar býr við hörmulegar aðstæður og svo má áfram telja. Nú er reyndar svo komið að heilbrigðiskerfið er komið út á ystu nöf og á sama tíma blasir við að ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn í heilbrigðismálum.     Þetta er kannski ekki alveg rétt hjá mér því æ oftar heyrist rætt um framtíðaráform ríkisstjórnarflokkanna sem felast í því að koma heilbrigðisþjónustunni í einkarekstur því slíkur rekstur muni allt böl bæta í þessum efnum. Stundum læðist reyndar að hjá mér sá ljóti grunur að ríkisstjórnin sé bæði ljóst og leynt að vinna skemmdarverk á hinu samfélagslega heilbrigðiskerfi til þess að koma einkarekstrinum að.     Verði þessi framtíðaráform að veruleika blasir það eitt við að þjónustunni hrakar gagnvart almenningi en hinir efnameiri fá sennilega betri þjónustu ef þeir geta borgað fyrir hana. Þarna er sem sé komið enn eitt dæmið um hvernig núverandi ríkisstjórn vill bæta kjör þeirra sem betur standa í samfélaginu á kostnað hinna sem minna hafa.     Gegn þessum áformum standa Vinstri- græn. Við teljum félagslegan rekstur heilbrigðisþjónustunnar grundvallaratriði. Einkarekstur í ágóðaskyni á ekki heima í velferðarþjónustunni. Arðgreiðslur úr heilbrigðisþjónustu eru óásættanlegar, grunnþjónusta og rekstur sjúkrahúsa er ekki gróðavegur.     Vinstri græn stefna einnig að því að öll heilbrigðisþjónusta á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum verði gjaldfrjáls og að dregið verði markvisst úr kostnaðarþátttöku sjúklinga á næsta kjörtímabili. Byrjað verði á að lækka kostnað vegna barna, öryrkja og aldraðra og þjónustu göngudeilda sjúkrahúsanna.     Kosningarnar hinn 29. okt. snúast meðal annars um það hvers konar heilbrigðisþjónustu við viljum hafa í landinu. Núverandi stjórnarflokkar vilja sníða heilbrigðiskerfið að þörfum þeirra sem næg efni hafa. Vinstri- græn vilja félagslegt heilbrigðiskerfi sem allir geta notað á tillits til efnahags og þjóðfélagsstöðu.   Málin eru ekki flóknari.   Ragnar Óskarsson