Sannkölluð tónlistarveisla fyrir allar kynslóðir í Höllinni á fimmtudags- og föstudagskvöld.

Frábærir tónleikar í kvöld með einum ástsælasta og skemmtilegasta söngvara Íslands, báðum megin aldamótanna, Ragga Bjarna verða í Höllinni í kvöld. Hann kemur þar fram ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni, eða Togga í Tempó og þeir, ásamt Blítt og létt hópnum ætla að vera á sjómannanótunum þetta kvöld. Án vafa taka þeir félagarnir eitthvað af gömlu góðu lögunum. Blítt og létt hópurinn verður síðan á sínum hefðbundnu Eyjalaganótum og þetta verður því alveg frábær blanda. Húsið opnar kl. 20.00 og tónleikarnir hefjast kl. 21.00. Verð miða er 2.500,-       Föstudagurinn 3.júlí - Kk band ásamt Eyþóri Gunnarssyni og Bjartmar og Bergrisarnir.       KK og Bjartmar koma enn og aftur á Goslokahátíð í Eyjum og þeir ásamt sínum frábær tónlistarfélögum flytja öll sín frægustu lög og bestu lög. Fyrst stígur KK á stokk og með honum enginn annar en Eyþór Gunnarsson og strax á eftir þeim stígur á skokkar enginn annar en Bjartmar Guðlaugsson upp á svið, ásamt Bergrisunum sínum. Þeir verða á algjörlega í essinu sínum og flytja öll þekktustu lög Bjartmars, þar á meðal Óskalag þjóðarinnar, Þannig týnist tíminn. Þeir félagar lofa svakalegri stemningu, enda vanir menn á verð og það er líka allt eins víst að KK og Bjartmar, ásamt þessum frábæru listamönnum munir klára kvöldið saman. Húsið opnar kl. 21.00 og tónleikarnir hefjast kl. 22.00. Miðaverð er aðeins 3.500,-     Eftir tónleikana bæði kvöldin verður læðst upp á Háaloft og þar heldur fjörið að sjálfsögðu áfram......

Nornanótt - fyrsta lagið af væntanlegri plötu Snorra Jónssonar

Gísli Stefánsson og Sæþór Vídó hafa að undanförnu unnið við útsetningar á lögum við texta Snorra Jónssonar. "Snorri hafði samband við okkur og fékk okkur með sér í þetta verkefni. Það var erfitt að segja nei við því enda frábær textahöfundur þar á ferð" sagði Sæþór Vídó í samtali við Eyjafréttir. "Lögin eru eftir hina og þessa, Geir Reynis á þarna lag, Sigurjón Ingólfs, Sigurður Óskars og ég sjálfur á nokkur ásamt fleirum. Flest lagana hafa hvergi heyrst áður." En Sæþór og Sunnu Guðlaugsdóttir syngja lögin á plötunni. "Eftir miklar pælingar ákváðum við Gísli að færa lögin í einhverskonar "Motown" fíling með brassi og öllum pakkanum. Þá lá beinast við að fá Sunnu til að syngja þetta, enda frábær söngkona þar á ferðinni."   Eitt erlent lag verður að finna á plötunni, lagið Nornanótt og er það fyrsta lagið sem fer í loftið."Lagið er eftir Ewan MacColl og heitir Dirty Old town á frummálinu. Íslenska textann samdi Snorri hinsvegar og fjallar um hans upplifun og sjálfsagt annara af gosnóttinni 23. janúar 1973. Það er því vel viðeigandi að skella því í loftið svona korter í Goslokahátíð," sagði Sæþór.   Lagið má hlýða á í spilaranum hér að ofan en það er Sunna Guðlaugsdóttir sem syngur. Hljómsveitina skipa þeir Birgir Nielsen á trommur, Kristinn Jónsson á Bassa, Gísli Stefánsson á Gítar, Þórir Ólafsson á Orgel og Hammond, Einar Hallgrímur Jakobsson á Trompet, Heimir Ingi Guðmundsson á Básúnu og Matthías Harðarson á barítón saxafón. Upptökum stjórnaði Gísli Stefánsson og fóru þær fram í Skátastykkinu og Landakirkju.NornanóttÉg fann að þá, fylltist hugur þrótter flúði ég burt, forðum eina nótt.Eldur brann, yfir jörð og sæaska og hraun, ógnaði bæ.Siglt var út, gegnum eld og eimannað sást, ekki fyrir þeimhrikalega hrævarelder Heimaey var ofurseld.Mér fannst ömurlegt, að flæmast burtog fá ekki, að vera um kjurt.En neyð mig rak þessa næturstundþað var nöturlegt, á nornafund.Í útlegð bjó en engan staðfann ég fyrr, en ég frétti þaðað fólkið væri, að flytjast heimog fullur þrár, ég fylgdi þeim.Og aldrei skal ég aftur burtalla tíð vil ég vera um kjurtminni ævi mun ég eyða hérÓ, eyjan mín í faðmi þér. 

Lífsnauðsynlegt fyrir hana að fá viðeigandi lyf sem allra allra fyrst

Fyrr á þessu ári birtist saga Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur og dóttur hennar Tönju Tómasdóttur í Ísland í dag. Saga þeirra vakti mikla athygli en báðar fengu lifrarbólgu C. Fanney smitaðist árið 1983 við blóðgjöf sem hún fékk eftir barnsburð. Árið 2010 vissi Fanney fyrst að hún bæri veiruna í sér og dóttir hennar Tanja hafði smitast annað hvort í móðurkviði eða við fæðingu. Saman fóru þær í meðferð hér á landi þar sem Tanja náði sér að fullu en Fanney ekki. Veikindin lýsa sér meðal annars í þróttleysi, liðverkjum, höfuðverk, slæmu munnangri auk þess sem Fanney fær mjög oft hita.   Börn Fanneyjar hrintu af stað söfnun um miðjan maí og er markmiðið að safna tíu milljónum til að Fanney geti fengið lyf sem ekki eru í boði hér á landi. Blaðamaður Eyjafrétta hafði samband við Tinnu Tómasdóttur, elstu dóttur Fanneyjar og sagði hún að nú þegar hafi safnast rétt rúm milljón og því sé enn langt í land.   „Söfnunin hefur farið að mestu leyti fram á facebook og gengið manna á milli en núna á laugardaginn síðasta var haldið Jónsmessuhlaup Hressó sem skipulagsnefnd Jónsmessuhátíðarinnar hélt í samstarfi við Hressó. Ákveðið var að tengja hlaupið söfnuninni og safna áheitum hvort sem fólk vildi styrkja með því að hlaupa eða bara leggja söfnuninni lið og voru frjáls framlög. Í tengslum við það safnaðist í kringum 50.000kr,“ sagði Tinna.    Aðspurð sagði Tinna að mömmu sinni liði ekki nógu vel. „Það voru gríðarleg vonbrigði að fá að vita að lyfin sem mamma þarf eru til en hún fær þau ekki vegna þess að ríkið ætlar ekki að veita fjármagn til þess. Þess vegna erum við að vekja athygli á þessu og berjast fyrir þessu óréttlæti. Okkur finnst skammarlegt að ríkið skuli ekki veita sjúklingum sínum þau lyf sem eru þeim lífsnauðsynlegt og því miður er mamma ekki sú eina sem er í þessari stöðu. Við erum því að reyna að gera það sem við getum til að hjálpa mömmu okkar að fá þessi lyf og um leið vekja athygli á þessum málstað. Vekja fólk til umhugsunar, fá viðbrögð og reyna að þrýsta á stjórnvöld að taka sig taki og bæta úr þessu. Þegar mamma fékk blóðgjöfina á sínum tíma sem orsakaði þessa lifrarbólgu voru gerð mistök og hún gekk á milli lækna í 26 ár en enginn gerði neitt og ríkið ætlar ekki einu sinni að bæta fyrir þessi mistök. Nú er mamma búin að vera með veiruna í um 35 ár og það er bara allt of langt. Fólk ber þessa veiru ekki í sér í svona mörg ár án þess að hún fari að skemma meira út frá sér. Því er það henni lífsnauðsynlegt að fá þessi lyf sem allra allra fyrst.“    Tinna vildi að lokum koma á framfæri þökkum til allra sem hafa reynst fjölskyldunni vel „Við viljum þakka innilega veittan hlýhug í öllu þessu ferli. Það er ómetanlegt að finna allan þennan meðbyr sem við fáum og alla samkenndina og stuðninginn. Innilegar þakkir frá okkar dýpstu hjartarótum til allra sem hafa lagt söfnuninni lið. Margt smátt gerir eitt stórt og við erum sannfærð um að þetta muni takast á endanum. Með allt þetta góða fólk úti í samfélaginu og í kringum okkur höfum við trú á að mamma fái þessi lyf, fyrst ekki er hægt að treysta á ríkið að standa við sitt, þá stöndum við saman og munum sigra þetta að lokum. “    Hægt er að leggja söfnun Fanneyjar lið, reikningsnúmerið er 0582-14-300735 kt.061079-5219   Viðtalið birtist í nýjasta tölublaði Eyjafrétta
>> Eldri fréttir

Íþróttir >>

Selfoss áfram eftir vítakeppni

ÍBV og Selfoss mættust í 8-liða úrslitum í Borgunarbikar kvenna í dag. Selfoss sigraði að lokum í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma. Selfoss kemst því í undanútslit annað árið í röð með að leggja ÍBV af velli í vítaspyrnukeppni.   Leikurinn var fjörugur til að byrja með og áttu bæði lið ágæt tækifæri en náðu ekki að skapa neina almennilega hættu. Rétt undir lok fyrri hálfleiks fékk þó leikmaður Selfoss boltann í höndina en dómari leiksins dæmdi ekkert en líklega sáu allir aðrir það á vellinum. Síðari hálfleikur var tíðindalítill fyrstu mínúturnar en á 65. mínútu komst Selfoss í algjört dauðafæri en Bryndís Lára, markmaður ÍBV varði boltann  frábærlega í slána. Næstu mínúturnar var mikið að gera hjá Bryndísi Láru í markinu og stóð hún sig frábærlega, hvert dauðafærið á eftir öðru hjá Selfossi. Þrátt fyrir nokkur frábær færi náði hvorugt lið að nýta sér það í venjulegum leiktíma og því var framlengt.    Undir lok fyrri hluta framlengingunar var brotið á Shenku Gordon en hún komst ein í gegnum vörn Selfyssinga og náði að pota í boltann á undan markverði þeirra, Chante Sandiford sem feldi hana svo og vítaspyrna dæmd. Cloe Laccase skoraði örugglega úr spyrnunni og staðan orðin 1-0 fyrir ÍBV. Í síðari hálfleik framlengingunar skoraði Kristín Erna Sigurlásdóttir en var dæmd rangstæð, undir lok framlengingunar braut Guðrún Bára á Magdalenu í liði Selfoss og dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu sem Guðmunda Brynja nýtti en Bryndís Lára var þó í boltanum, dramatíkin mikil á lokamínútunum. Staðan var 1-1 þegar flautað var til leiksloka og vítakeppni staðreynd. Selfoss hafði betur þar 3-1, en ÍBV nýtti aðeins eina spyrnu en það var Cloe Laccase sem skoraði.    Vítakeppnin: ÍBV - Selfoss 1-3 0-0 - Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfossi (Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir varði) 0-0 - Sabrína Lind Adolfsdóttir, ÍBV (Chante Sandiford varði) 0-1 - Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi (mark) 1-1 - Cloe Lacasse, ÍBV (mark) 1-2 - Donna Kay Henry, Selfossi (mark) 1-2 - Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV (yfir markið) 1-2 - Magdalena Anna Reimus, Selfossi (yfir markið) 1-2 - Díana Dögg Magnúsdóttir, ÍBV (yfir markið) 1-3 - María Rós Arngrímsdóttir, Selfossi (mark)

Stjórnmál >>

Breyttur opnunartími leikskólanna

  Á fundi sem fræðsluráð hélt í gær var tekið fyrir bréf frá foreldrum barna vegna ákvörðunar Vestmannaeyjabæjar að stytta vistunartíma barna frá klukkan 17:00 í 16:15. Á fundinum var ákveðið að breyta þessum tíma aftur og er tímin nú til 16:30 til að koma til móts við þá foreldra sem þurfa lengri tíma en fræðsluráð leggur miklar áherslu á gott samtal milli foreldra og ráðsins og telur að með erindinu séu rök bæði skólastjórnenda og foreldra komin fram segir í bókun ráðsins.   Hér má sjá bókun ráðsins í heild.   Bréf frá foreldrum vegna ákvörðunar um breytingar á lokunartímum leikskóla í Vestmannaeyjabæ lagt fram.   Fræðsluráð hefur móttekið erindi frá foreldrum leikskólabarna þar sem gerð er athugasemd við ákvörðun ráðsins frá 275. fundi 11. maí sl. um breytingu á lokunartíma leikskóla sveitarfélagsins. Ráðið tekur fram að erindi um breytingu á lokunartíma leikskóla kom frá leikskólastjórnendum. Tillaga leikskólastjórnenda fyrir breytingu á opnun leikskóla var byggð á eftirfarandi rökum; a) lítil nýting dvalartímans eftir kl. 16:15 b) hagræðing í rekstri c) stuðlar að fjölskylduvænna samfélagi. Í erindinu er gerð athugasemd við að ákvörðun hafi verið tekin án aðkomu fulltrúa foreldra leikskólabarna. Ráðið bendir á að foreldrar leikskólabarna hafa áheyrnarfulltrúa á fundum ráðsins og eru boðaðir sem slíkir með fundarboði í gegnum tölvupóst og er það ekki á ábyrgð ráðsins að þeir mæti á fundi. Í erindinu er fjallað um opnunartíma leikskóla í ákveðnum sveitarfélögum. Fræðslufulltrúi Vestmannaeyjabæjar tók saman lista yfir opnunartíma 18 sveitarfélaga og kom í ljós að af þeim 18 sveitarfélögum sem skoðuð voru var algengasti opnunartími leikskóla frá 7:45-16:15.   Fræðsluráð leggur mikla áherslu á gott samtal milli foreldra og ráðsins og telur að með erindinu séu rök bæði skólastjórnenda og foreldra komin fram. Ráðið þakkar því erindið og samþykkir að breyta ákvörðun ráðsins frá 11. maí 2015 á þann veg að opnunartíminn verði frá 07:30-16:30 í stað 07.30-16:15 frá og með 17. ágúst 2015 líkt og samþykkt var á fundi nr. 275. Fræðsluráð beinir því til skólaskrifstofu og skólastjórnenda leikskólanna að kynna fyrirhugaða breytingu vel.

Selfoss áfram eftir vítakeppni

ÍBV og Selfoss mættust í 8-liða úrslitum í Borgunarbikar kvenna í dag. Selfoss sigraði að lokum í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma. Selfoss kemst því í undanútslit annað árið í röð með að leggja ÍBV af velli í vítaspyrnukeppni.   Leikurinn var fjörugur til að byrja með og áttu bæði lið ágæt tækifæri en náðu ekki að skapa neina almennilega hættu. Rétt undir lok fyrri hálfleiks fékk þó leikmaður Selfoss boltann í höndina en dómari leiksins dæmdi ekkert en líklega sáu allir aðrir það á vellinum. Síðari hálfleikur var tíðindalítill fyrstu mínúturnar en á 65. mínútu komst Selfoss í algjört dauðafæri en Bryndís Lára, markmaður ÍBV varði boltann  frábærlega í slána. Næstu mínúturnar var mikið að gera hjá Bryndísi Láru í markinu og stóð hún sig frábærlega, hvert dauðafærið á eftir öðru hjá Selfossi. Þrátt fyrir nokkur frábær færi náði hvorugt lið að nýta sér það í venjulegum leiktíma og því var framlengt.    Undir lok fyrri hluta framlengingunar var brotið á Shenku Gordon en hún komst ein í gegnum vörn Selfyssinga og náði að pota í boltann á undan markverði þeirra, Chante Sandiford sem feldi hana svo og vítaspyrna dæmd. Cloe Laccase skoraði örugglega úr spyrnunni og staðan orðin 1-0 fyrir ÍBV. Í síðari hálfleik framlengingunar skoraði Kristín Erna Sigurlásdóttir en var dæmd rangstæð, undir lok framlengingunar braut Guðrún Bára á Magdalenu í liði Selfoss og dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu sem Guðmunda Brynja nýtti en Bryndís Lára var þó í boltanum, dramatíkin mikil á lokamínútunum. Staðan var 1-1 þegar flautað var til leiksloka og vítakeppni staðreynd. Selfoss hafði betur þar 3-1, en ÍBV nýtti aðeins eina spyrnu en það var Cloe Laccase sem skoraði.    Vítakeppnin: ÍBV - Selfoss 1-3 0-0 - Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfossi (Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir varði) 0-0 - Sabrína Lind Adolfsdóttir, ÍBV (Chante Sandiford varði) 0-1 - Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi (mark) 1-1 - Cloe Lacasse, ÍBV (mark) 1-2 - Donna Kay Henry, Selfossi (mark) 1-2 - Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV (yfir markið) 1-2 - Magdalena Anna Reimus, Selfossi (yfir markið) 1-2 - Díana Dögg Magnúsdóttir, ÍBV (yfir markið) 1-3 - María Rós Arngrímsdóttir, Selfossi (mark)

Greinar >>

Út af með aðkomumenn!

Ég hætti seint að undrast stórkarlalegar yfirlýsingar bæjarstjórans í Vestmannaeyjum í tilefni af því að nauð rak mig til að selja eignarhlut minn í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf. Ég hef starfað við þessa útgerð í yfir 40 ár. Það var því ekki með glöðu geði að ég seldi hlut minn í félaginu þegar gamli Landsbankinn knúði mig til greiða fyrir ónýt hlutabréf í þessum sama banka. Það var búið að reyna allt til að fá bankann til að hægja á sér.   Kvóti til Eyja Bergur-Huginn ehf. er öflugt félag hér í Vestmannaeyjum meðal annars vegna þess að á árunum 1996-2009 keypti félagið 4.740 tonna aflaheimildir í botnfiski. Keyptur kvóti var þannig í reynd um eða yfir 80% af aflaheimildum félagsins. Þessar aflaheimildir voru keyptar í 21 viðskiptum og að langmestu leyti af útgerðaraðilum í öðrum byggðarlögum.   Ég man ekki til þess að bæjarstjórinn hafi gert athugasemdir við þau viðskipti. Bæjarstjórinn hefur nú í á þriðja ár haldið því fram að ég hafi selt kvótann frá Vestmannaeyjum. Þetta er auðvitað rangt því ég seldi félagið árið 2012 og það gerir enn út frá Vestmannaeyjum eins og ekkert hafi í skorist. Ekki er það fyrir orð bæjarstjórans heldur af því að Vestmannaeyjar eru frábær útgerðarstöð með afbragðs sjómenn, fiskverkendur og þjónustufyrirtæki. Það er því undrunarefni að bæjarstjórinn og aðrir bæjarfulltrúar skuli ekki bjóða nýja og öfluga eigendur velkomna til starfa í Vestmannaeyjum og leggja frekar grunninn að góðu samstarfi í stað þess að ala á tortryggni og óvild.   Tvískinnungur bæjarstjóransÞað er ótrúleg einangrunarhyggja og ámælisverð varðstaða um þrönga sérhagsmuni að bæjarstjórinn fari hamförum gegn því að utanbæjarmenn fái fjárfest og starfað hér í bænum. Krafa hans er sú að eingöngu útgerðarfélög í Vestmannaeyjum megi kaupa ráðandi hluti í öðrum útgerðarfélögum í bænum. Á endanum kynnu þóknanlegir kaupendur því aðeins að vera einn eða tveir! Engar athugasemdir heyrast frá bæjarstjóranum þegar þessir aðilar kaupa félög í öðrum bæjarfélögum. Viðskiptabannið er víst aðeins á aðra hliðina. Tvískinnungurinn sem birtist í þessum málflutningi er bæjarstjóranum ekki til framdráttar.   Afstaða hans þjónar í ofanálag alls ekki hagsmunum Eyjamanna til langs tíma. Skipulag í kringum veiðar og vinnslu sjávarfangs hefur verið forsenda þess að viðhalda hér samkeppnishæfu atvinnulífi. Að ýta undir óánægju og tortryggni í garð sjávarútvegsins eykur óvissu í rekstri og setur framtíðaruppbyggingu í uppnám. Það er ekki í þágu sjávarbyggða í kringum landið að ýta enn frekar undir pólitíska óvissu um fyrirkomulag fiskveiða. Bæjarstjórinn er frekar að hugsa um sína pólitísku stundarhagsmuni en hagsmuni bæjarfélaga eins og Vestmannaeyja til langs tíma. Bjóðum fólk velkomiðEr ekki kominn tími til að velviljaðir menn sýni bæjarstjóranum fram á að hann gæti hagsmuna bæjarins best með því að bjóða fólk með mikla reynslu af rekstri sjávarútvegsfyrirtækja ofan af landi velkomið til starfa í Vestmannaeyjum? Auðvitað er samkeppni milli bæjarfélaga um fjárfestingar og staðsetningu atvinnurekstrar. Sjálfur hefði ég getað flutt starfsemi Bergur-Huginn ehf. hvert á land sem var meðan félagið var í minni eigu og minnar fjölskyldu. Það kom hins vegar aldrei til greina því hér er ákjósanlegur staður til að gera út. Það er mikilvægt að tryggja að svo verði áfram og við treystum áframhaldandi festu í starfsemi fyrirtækja í sjávarútvegi. Það hlýtur að vera mikilvægur mælikvarði á frammistöðu eins bæjarstjóra hvort honum tekst að láta aðkomumönnum líða eins og heimamenn væru. Ég trúi að það skipti máli.