Vestmannaeyjabær – þar sem hjartað slær

 Í samræmi við aukna áherslu Vestmannaeyjabæjar á íbúalýðræði og aðgengi bæjarbúa að sjálfsögðum áhrifum hefur nú á ný verið opnað fyrir ábendingar og styrkumsóknir er lúta að fjárhagsáætlunum.       Erindi, ábendingar og tillögur   Þeir íbúar, félagasamtök og fyrirtæki í Vestmannaeyjum sem vilja koma með erindi, tillögur og/eða ábendingar er varða fjárhagsáætlun 2016 eru hvattir til að koma þeim til skila í síðasta lagi 22. okt. 2015 á netfangið margret@vestmannaeyjar.is eða með hefðbundnum pósti „Merkt: Erindi – Fjárhagsáætlun 2016, Ráðhúsinu, 900 Vestmannaeyjar b/t Margrétar Ingólfsdóttur“     Styrkir Á sama hátt eru þeir einstaklingar og félagasamtök sem hafa hug á að sækja um styrki eða framlög vegna starfsemi ársins 2016 bent á að senda inn umsóknir til bæjaryfirvalda í siðasta lagi 22. okt. 2015 á netfangið margret@vestmannaeyjar.is eða með hefðbundnum pósti á heimilisfangið: Merkt: Styrkir – Fjárhagsáætlun 2016, Ráðhúsinu, 900 Vestmannaeyjar b/t Margrétar Ingólfsdóttur“   Eyðublöð styrkumsókna má finna á heimasíðu sveitarfélagsins http:// vestmannaeyjar.is/skrar/file/fjarhagsaaetlanir/eydublad.pdf   Skilyrði er að umsókn fylgi m.a. greinargerð sem skýrir verkefnið sem sótt erum styrk til, svo og síðasta skattframtal eða ársreikningur.   Áskilinn er réttur til að krefjast fyllri gagna, þyki þess þörf.   Elliði Vignisson   Bæjarstjóri    

Fanney fær viðeigandi lyfjagjöf

Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi á Landspítalanum nú klukkan 10. Hingað til hafa lyfin Interferon og Ribavirin verið notuð vegna lifrarbólgu hér á landi en þau eru talin úrelt í nágrannalöndum okkar. Ríkið hefur hingað til synjað sjúklingum um nýja lyfið og hefur borið fyrir sig fjárskorti en lyfjameðferðin kostar á bilinu 7-10 milljónir króna. Fanney Björk Ásbjörnsdóttir, sem smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983, stefndi íslenska ríkinu þar sem það hafði neitað henni um lyfið. Hún tapaði málinu hins vegar í Héraðsdómi Reykjavíkur en nú er útlit fyrir að hún, sem og aðrir sjúklingar, fái meðferð með nýja lyfinu.       Reyna að útrýma lifrarbólgu C á Íslandi Áætlað er að um 800-1000 manns séu smitaðir af lifrarbólgu C hér á landi en árlega greinast á milli 40-70 einstaklingar.  Um meðferðarátak er að ræða sem heilbrigðisyfirvöld fara í ásamt lyfjafyrirtækinu Gilead og verður reynt að útrýma lifrarbólgu C hér á landi með átakinu auk þess sem stemma á stigu við frekari útbreiðslu hans. Samkomulag um samstarfsverkefni yfirvalda og Gilead var samþykkt á ríkissjórnarfundi í gær. Öllum þeim sem greinst hafa með veiruna verður boðin fræðsla, meðferð og eftirfylgni. Þannig verður hættan lágmörkuð á nýjum tilvikum sjúkdómsins með smiti milli manna. „Á Íslandi eru kjöraðstæður til að ráðast í slíkt verkefni; samfélagið er lítið, þekking og reynsla heilbrigðisstarfsmanna er fyrir hendi svo og nauðsynlegir innviðir heilbrigðiskerfis. Íslensk heilbrigðisyfirvöld vinna að þessu átaki í samstarfi við lyfjafyrirtækið Gilead sem m.a. leggur til lyfið Harvoni í faraldsfræðilegu rannsóknarskyni. Samhliða meðferðarátakinu fara fram rannsóknir á árangri átaksins til lengri og skemmri tíma, m.a. sjúkdómsbyrði og áhrifum átaksins á langtímakostnað við heilbrigðisþjónustu,“ segir í tilkynningu.   mbl.is greindi frá.    

Fékk 11000 volta straum í gegnum sig

 Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið og sinnti hinum ýmsu verkefnu sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram og engin teljandi útköll á öldurhús bæjarins.   Tvö þjófnaðarmál komu til kasta lögreglu í liðinni viku og var í báðum tilvikum um að ræða fjóra 14 ára drengi. Höfðu þeir stolið neftóbaki og áfengi á tveimur stöðum og sátu við drykkju þegar lögreglan hafði afskipti af þeim. Þeir viðurkenndu þjófnaðinn og er mál drengjanna í meðferð hjá barnaverndaryfirvöldum. Eitt mál er varðar brot á lyfjalögum kom inn á borð lögreglu í vikunni en um var að ræða sendingu í pósti sem í voru sterar. Viðurkenndi viðtakandi sendingarinnar að vera eigandi efnisins og telst málið upplýst.   Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í liðinni viku og var í öðru tilvikinu um minniháttar árekstur að ræða og engin slys á fólki. Í hinu tilvikinu var um að ræða harðan árekstur á gatnamótum Höfðavegar og Ofanleitisvegar og þurfti að flytja bæði ökutækin í burtu með kranabifreið. Engin slys urðu á fólki.   Laust fyrir hádegi þann 2. október sl. var lögreglan kölluð að HS-veitum vegna vinnuslyss en þarna hafði starfsmaður HS-veitna fengið í gegnum sig 11000 volta straum og fór straumurinn í gegnum líkama mannsins frá hægri hendi og út um vinstra hné. Brenndist maðurinn nokkuð við það og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum til aðhlynningar
>> Eldri fréttir

Mannlíf >>

Tónleikar á laugardaginn til að gleðjast með Fanneyju

Laugardaginn 10. október átti að halda styrktartónleika fyrir Fanneyju Ásbjörnsdóttur sem undanfarin misseri hefur barist hart fyrir því að fá viðeigandi meðferð við sínum sjúkdómi, lifrarbólgu C, hjá ríkinu. Í gær kom í ljós að tryggt er að allir sjúklingar á Íslandi fá viðeigandi meðferð og var það mikill gleðidagur, ekki bara fyrir Fanneyju og hennar fólk heldur alla sem þjást af lifrarbólgu sem gætu verið um 1000 á landinu. Ákveðið er að halda tónleikana og fagna um leið og fólki gefst tækifæri til að styrkja Fanneyju í baráttunni.   Þórarinn Ólason er forsprakki þessara tónleika sem bera yfirskriftina Vertu þú sjálfur, farðu alla leið. Þórarinn hefur fengið fullt af frábæru fólki til liðs við sig, þar á meðal Blítt og létt hópinn, atriði úr Blues Brothers messunni og mörg önnur óvænt atriði. Þetta á að vera gleðistund fyrir fjölskyldur til að koma saman, láta gott af sér leiða og hafa gaman.     Föstudagskvöld í september sat Þórarinn Ólason fyrir framan sjónvarpið að horfa fréttirnar þegar viðtalið við Fanneyju Ásbjörnsdóttur var birt. Hans viðbrögð eins og margra annarra var reiði og svo kom upp þessi löngun til að leggja sitt af mörkum. „Fyrir mörgum árum átti ég alveg svakalega erfitt. Ég gleymi aldrei að þá fékk ég frá Fanneyju viðmót sem hafði mikil áhrif á mig, þrátt fyrir að þekkja hana ekki neitt,“ segir Þórarinn. Hann fór af stað til þess að athuga hvort það væri í lagi Fanneyjar vegna að halda tónleika og athuga hvort fólk hefði áhuga á að taka þátt í þessu með honum og það gekk vel. „Allir vilja taka þátt ef fólk hefur möguleika á og enginn hefur sagt nei.“ Tónleikarnir verða haldnir í Höllinni og mörg atriði verða á dagskránni. Einar Björn verður með næringu handa öllum í hléi. „Það langar flesta að hjálpa og leggja sitt að mörkum. Þetta er því vettvangur fyrir fólk að láta gott af sér leiða og skemmta sér og sínum í leiðinni.“ Þórarinn sem er rafvirki hjá HS veitum ætlaði að fara af stað seinasta föstudag og negla niður dagskrána. Hann komst því miður ekki því hann fékk 11.000 volta straum. Var hann heppinn að sleppa lifandi frá þessu. Er hann sár á fingrunum og löppinni.     ,,Þetta voru mannleg mistök og slapp ég í raun og veru ágætlega frá þessu. Ég vil fá að nefna hvað við erum með frábært sjúkraflutningafólk sem mætti fljótt á staðinn, sex til átta manns komu á staðinn og unnið var á öllum stöðum sem ég slasaðist á og vil ég þakka þeim fyrir” sagði Þórarinn að lokum. Þeim sem ekki eiga heimangengt á tónleikana en vilja styrkja málefnið er bent á styrktarreikninginn: 0582-14-401984, Kt. 170456-3359.        

Tónleikar á laugardaginn til að gleðjast með Fanneyju

Laugardaginn 10. október átti að halda styrktartónleika fyrir Fanneyju Ásbjörnsdóttur sem undanfarin misseri hefur barist hart fyrir því að fá viðeigandi meðferð við sínum sjúkdómi, lifrarbólgu C, hjá ríkinu. Í gær kom í ljós að tryggt er að allir sjúklingar á Íslandi fá viðeigandi meðferð og var það mikill gleðidagur, ekki bara fyrir Fanneyju og hennar fólk heldur alla sem þjást af lifrarbólgu sem gætu verið um 1000 á landinu. Ákveðið er að halda tónleikana og fagna um leið og fólki gefst tækifæri til að styrkja Fanneyju í baráttunni.   Þórarinn Ólason er forsprakki þessara tónleika sem bera yfirskriftina Vertu þú sjálfur, farðu alla leið. Þórarinn hefur fengið fullt af frábæru fólki til liðs við sig, þar á meðal Blítt og létt hópinn, atriði úr Blues Brothers messunni og mörg önnur óvænt atriði. Þetta á að vera gleðistund fyrir fjölskyldur til að koma saman, láta gott af sér leiða og hafa gaman.     Föstudagskvöld í september sat Þórarinn Ólason fyrir framan sjónvarpið að horfa fréttirnar þegar viðtalið við Fanneyju Ásbjörnsdóttur var birt. Hans viðbrögð eins og margra annarra var reiði og svo kom upp þessi löngun til að leggja sitt af mörkum. „Fyrir mörgum árum átti ég alveg svakalega erfitt. Ég gleymi aldrei að þá fékk ég frá Fanneyju viðmót sem hafði mikil áhrif á mig, þrátt fyrir að þekkja hana ekki neitt,“ segir Þórarinn. Hann fór af stað til þess að athuga hvort það væri í lagi Fanneyjar vegna að halda tónleika og athuga hvort fólk hefði áhuga á að taka þátt í þessu með honum og það gekk vel. „Allir vilja taka þátt ef fólk hefur möguleika á og enginn hefur sagt nei.“ Tónleikarnir verða haldnir í Höllinni og mörg atriði verða á dagskránni. Einar Björn verður með næringu handa öllum í hléi. „Það langar flesta að hjálpa og leggja sitt að mörkum. Þetta er því vettvangur fyrir fólk að láta gott af sér leiða og skemmta sér og sínum í leiðinni.“ Þórarinn sem er rafvirki hjá HS veitum ætlaði að fara af stað seinasta föstudag og negla niður dagskrána. Hann komst því miður ekki því hann fékk 11.000 volta straum. Var hann heppinn að sleppa lifandi frá þessu. Er hann sár á fingrunum og löppinni.     ,,Þetta voru mannleg mistök og slapp ég í raun og veru ágætlega frá þessu. Ég vil fá að nefna hvað við erum með frábært sjúkraflutningafólk sem mætti fljótt á staðinn, sex til átta manns komu á staðinn og unnið var á öllum stöðum sem ég slasaðist á og vil ég þakka þeim fyrir” sagði Þórarinn að lokum. Þeim sem ekki eiga heimangengt á tónleikana en vilja styrkja málefnið er bent á styrktarreikninginn: 0582-14-401984, Kt. 170456-3359.        

Framtíðarsýn og áherslur í menntamálum

Á síðasta fundi fræðsluráðs þann 6. október var greint frá undirritun samkomulags um framtíðarsýn og áherslur á læsi og stærðfræði í skólastarfi Vestmannaeyjabæjar. Í  bókun ráðsins segir eftirfarandi:   Þann 25. ágúst sl. undirrituðu stjórnendur leik- og grunnskólanna, bæjarstjóri og formaður fræðsluráðs sameiginlega framtíðarsýn í menntamálum sem felur í sér að leggja beri áherslu á að efla læsi og stærðfræði í skólastarfi Vestmannaeyjabæjar. Áhersla er m.a. lögð á að styrkja og efla samstarf starfsmanna skólanna og forráðamanna því þar býr aflið sem getur skapað nemendum öruggt og styðjandi umhverfi til náms og stuðlað að árangri þeirra og vellíðan. Markmiðið er að skólarnir í sveitarfélaginu verði meðal þeirra fremstu á landinu hvað varðar vellíðan nemenda, faglegt starf, kennslu og námsárangur. Nemendur skólanna hafa fengið skjalið afhent, þar sem helstu áhersluatriði framtíðarsýnarinnar eru tíunduð. Þeir, ásamt forráðamönnum, voru beðnir að skrifa undir skjalið og hengja það upp á heimilum sínum til að staðfesta að þeir styðji framtíðarsýnina og vilji leggja sitt af mörkum til að hún gangi eftir. Bæjarbúar allir eru hvattir til að styðja við skólana með ráðum og dáð með jákvæðri og hvetjandi umfjöllun. Með framtíðarsýninni er verið að þjappa bæjarbúum saman þannig að það öfluga starf, sem fer fram í skólunum nýtist sem best. Skólaskrifstofan styður við skólann með skimunarprófum og ráðgjöf, en vinnan sem kennarar skólanna og nemendur þeirra leggja fram er það sem skiptir mestu máli í að ná þeim markmiðum sem sett eru fram. Allir þeir, sem komu að gerð framtíðarsýnarinnar og lögðu til málanna, fá miklar þakkir fyrir áhugann sem þeir sýndu og vinnuna sem þeir lögðu fram. Óskin er sú að þessi vinna skili börnum og ungmennum í Vestmannaeyjum auknum árangri, metnaði, og færni til framtíðar, segir í bókun ráðsins.Fræðsluráð mun fylgjast áfram með gangi mála.

Vestmannaeyjabær – þar sem hjartað slær

 Í samræmi við aukna áherslu Vestmannaeyjabæjar á íbúalýðræði og aðgengi bæjarbúa að sjálfsögðum áhrifum hefur nú á ný verið opnað fyrir ábendingar og styrkumsóknir er lúta að fjárhagsáætlunum.       Erindi, ábendingar og tillögur   Þeir íbúar, félagasamtök og fyrirtæki í Vestmannaeyjum sem vilja koma með erindi, tillögur og/eða ábendingar er varða fjárhagsáætlun 2016 eru hvattir til að koma þeim til skila í síðasta lagi 22. okt. 2015 á netfangið margret@vestmannaeyjar.is eða með hefðbundnum pósti „Merkt: Erindi – Fjárhagsáætlun 2016, Ráðhúsinu, 900 Vestmannaeyjar b/t Margrétar Ingólfsdóttur“     Styrkir Á sama hátt eru þeir einstaklingar og félagasamtök sem hafa hug á að sækja um styrki eða framlög vegna starfsemi ársins 2016 bent á að senda inn umsóknir til bæjaryfirvalda í siðasta lagi 22. okt. 2015 á netfangið margret@vestmannaeyjar.is eða með hefðbundnum pósti á heimilisfangið: Merkt: Styrkir – Fjárhagsáætlun 2016, Ráðhúsinu, 900 Vestmannaeyjar b/t Margrétar Ingólfsdóttur“   Eyðublöð styrkumsókna má finna á heimasíðu sveitarfélagsins http:// vestmannaeyjar.is/skrar/file/fjarhagsaaetlanir/eydublad.pdf   Skilyrði er að umsókn fylgi m.a. greinargerð sem skýrir verkefnið sem sótt erum styrk til, svo og síðasta skattframtal eða ársreikningur.   Áskilinn er réttur til að krefjast fyllri gagna, þyki þess þörf.   Elliði Vignisson   Bæjarstjóri    

Greinar >>

Lundasumarið 2015

 Lundaballið er um helgina og því rétt að fara yfir sumarið. Staðan núna, 24. sept. er ótrúleg. Mikill lundi við Eyjar og mikið af sílisfugli að bera í holur ennþá og flug lundapysjunnar rétt að ná hámarki og svolítið erfitt að átta sig á því, hvað gerðist í sumar, en þó.   Ég var staddur austur á Rófu ca. 3 mílur austan við Elliðaey um miðjan júlí mánuð, þegar ég varð vitni að því að þar gaus upp mikið af æti og ég horfði á þúsundir lunda og svartfugl koma þar á ör stuttum tíma, og ekki bara setjast og byrja veiðar, heldur sá ég eitthvað sem ég hef aldrei séð áður, bæði svartfugl og lunda skutla sér ofan í sjóinn. Ég sá svo torfuna færast smátt og smátt til lands. Eftir að ég hafði klárað að draga línu sem ég var með þarna, prófaði ég að renna með stöng og fékk þá strax makríl á stöngina, svo hann var mættur líka í veisluna. Ekki veit ég hvers konar æti þetta var, en ef við horfum á þá staðreynd að lundinn er ennþá að bera æti í holurnar og hvernig staða lundapysjunnar er í dag, þá er nokkuð ljóst að meirihlutinn af lundanum hóf ekki varp fyrr en í byrjun júlí.   Veiðidagarnir voru 3 í sumar og miðað við þær upplýsingar sem ég hef fengið, þá má reikna með að milli 4-500 lundar hafi verið veiddir í sumar, en þar sem nú þegar eru komnar upp undir 600 pysjur á sædýrasafnið, þá er ljóst að veiðarnar voru sjálfbærar.   Sjálfur fór ég ekki í lunda í Eyjum, frekar en síðustu ár, en heimsótti hins vegar 3 eyjar norður í landi í sumar, sem klárlega voru toppurinn á árinu hjá mér.   Það er mikið af lundapysju á ferðinni og maður heyrir það að ansi mörg börn eigi svolítið erfitt í skólanum þessa morgnana og mig langar að velta því upp, hvort það væri ekki sniðugt að kennarar yngri bekkjanna gerðu úr þessu verkefni, þar sem bóknámið fengi kannski frí einn dag í bekk eða svo og haldið til pysjuveiðar að morgni til og jafnvel hugsanlegt að gera einhvers konar keppni milli bekkja um það hvaða bekkur fyndi flestar pysjur. Það eru ekki öll börn sem leggja í að fara á bryggju svæðið og sumir fá ekki leyfi til þess, en kannski væri sniðugt að gera þetta að verkefnum undir eftirliti og umsjá kennara. Enda hafa öll börn gott af því að kynnast svæðinu sem klárlega er lífæð Eyjamanna.   Sumir hafa sagt við mig að allur þessi fjöldi lunda s.l. mánuð væri hugsanlega lundi sem væri að koma að norðan á leiðinni suður, en ég er nú ekki sammála því. Þetta er bara lundinn okkar sem er að koma þegar æti er í boði í kring um Eyjar, en að öðrum kosti helgur hann sig það langt í burtu að hann kemur ekki. Varðandi það, hvort þetta sumar sé einhver vísbending um það að ástand stofnsins sé að fara að lagast, þá stór efast ég um það, því miður, þó að maður voni það nú alltaf.   Varðandi hvort það hafi einhver áhrif á afkomu pysjunnar að hún komi svona seint, þá tel ég svo ekki vera, en kannski má segja sem svo að þetta síðsumar varp lundans sé kannski svona ekki ósvipað því þegar við Eyjamenn þurfum sjálfir að takast á við erfiðleika og breyttar aðstæður, þá einfaldlega bítum við á jaxlinn og berjumst enn harðar fyrir tilveru okkar hér.   Bestu fréttirnar eru þó þær, lundinn kom til Vestmannaeyja í milljóna tali í sumar og skilaði af sér ágætis árgangi í nýliðun, miðað við þær fréttir sem berast úr sumum eyjunum, og mun koma í milljóna tali næsta sumar.