Ný ferja eigi síðar en 2016

„Það skiptir hvorki máli fyrir mig né aðra í meirihlutanum hverjir sitja í ríkisstjórn á hverjum tíma. Hagsmunir Vestmannaeyja ná langt út fyrir einhverja mögulega flokkshagsmuni. Krafa okkar er skýr. Hönnun á nýrri ferju, sem ræður við a.m.k. 3,5m ölduhæð við Landeyjahöfn, skal lokið í byrjun næsta árs. Þá þarf strax að hefja smíði. Ferjan skal síðan vera komin í þjónustu við Vestmannaeyjar eigi síðar en 2016. Við sættum okkur ekki við einhverjar hálfkveðnar vísur í þessu samhengi heldur viljum að málin séu á hreinu. Stór hluti af því er að fjármögnun sé tryggð í fjárlögum,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri, þegar hann var spurður álits á því að í frumvarpi til fjárlaga næsta árs er ekki gert ráð fyrir fjármagni til nýrrar ferju fyrir Vestmannaeyjar.   Elliði vitnar í ályktun bæjarráðs sem lýsti á fundi sínum yfir undrun og vonbrigðum með að ekki sé tryggð fjármögnun á nýrri Vestmannaeyjaferju í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Bæjarráð vekur athygli á því að í frumvarpinu segir: „Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvernig háttað verður fjármögnun á nýrri Vestmannaeyjaferju en gert er ráð fyrir að það mál verði skoðað sérstaklega þegar fullnaðarhönnun liggur fyrir.“   Þetta segir bæjarráð orðhengilshátt, ekki boðlegan samfélagi sem beðið hefur milli vonar og ótta vegna ótryggra samgangna í fjögur ár. Krafa Vestmannaeyjabæjar sé að tafarlaust verði tryggð fjármögnun á nýrri Vestmannaeyjaferju í fjárlögum fyrir komandi ár.   Bæjarstjóra var falið að boða til fundar með þingmönnum Suðurkjördæmis næsta mánudag og krefst svara frá vegamálastjóra hvort að það fjármagn, sem ætlað er í rekstur Landeyjahafnar, dugi til að veita þá þjónustu sem þörf er á allan ársins hring. Til dýpkunar, reksturs mannvirkja og áframhaldandi þróunar og rannsókna til að vinna höfnina út úr þeim vanda sem glímt hefur verið við frá opnun hennar.   Bæjarráð vill líka skýr og tafarlaus svör frá samgönguyfirvöldum um það hvernig samgöngum við Vestmannaeyjar verður háttað þegar til þess kemur að Herjólfur tekur upp siglingar í Þorlákshöfn. Í því samhengi er minnt á þá kröfu að Landeyjahöfn verði áfram nýtt af öðrum sæförum með heimild til þjónustu á siglingaleiðinni milli lands og Eyja. „Ég hef þegar óskað eftir því að þingmenn komi hingað til fundar við okkur 22. september og á ekki von á öðru en það verði auðsótt,“ sagði Elliði. „Ég hef einnig sent vegamálastjóra fyrirspurn um hvað skert framlög merkja og hvort það leiði til þjónustuskerðingar. Bæjarstjórn mun fylgja þessu máli eftir eins og henni er frekast unnt. Við gerum einnig ráð fyrir því að þingmenn okkar geri slíkt hið sama.“   >> Nánar í Eyjafréttum

Gerum okkar besta!

Nú er komið að því, lestrarátak er í öllum árgöngum GRV. Á skólasetningunni nú í haust minnti Sigurlás Þorleifsson skólastjóri GRV á mikilvægi lesturs og sagði hann að mikil áhersla yrði lögð á lestur í GRV. Allir nemendur skólans eiga að lesa heima daglega í 15-20 mínútur. Yngstu nemendurnir eiga að lesa upphátt en aðrir eiga að lesa hluta upphátt og hluta í hljóði. Nemendur á unglingastigi eiga auk heimalesturs í 15 mínútur að lesa eina blaðsíðu, eina frétt eða eina veffrétt upphátt fyrir einhvern fullorðinn sem á að kvitta fyrir. Í skólanum er einnig stundaður yndislestur í byrjun skóladags, þá lesa nemendur í 15-20 mínútur. Þetta er allt liður í því að gera börnin okkar hæfari í lífinu og námi almennt því eins og við vitum öll þá er lestur undirstaða alls náms.   Sumum kanna að finnast það hallærislegt að láta stálpaða krakka lesa upphátt, einhverjum kann að finnast það vandræðalegt og enn öðrum finnst það óþarfi þegar krakkinn er þegar orðinn læs. En það að vera vel læs krefst þjálfunar. Nemandi sem telst læs í t.d. 3. eða 5. bekk missir lestarhæfileika sína niður sé þeim ekki haldið við. Lesefnið þyngist, námsefnið þyngist og þeir sem ekki viðhalda og þjálfa lestrarhæfileika sína heltast úr lestinni, finna vanmátt sinn og gefast stundum upp. Hversu hallærislegt er það að vera orðinn „læs“ í t.d. 5. bekk en geta svo ekki lesið námsefnið svo vel sé í framhaldsskóla?   Því miður er það svo að við eigum það til að slaka á þegar börnin okkar eru orðin „læs“ en einmitt þá eigum við að gefa í. Benda á áhugaverðar greinar, áhugaverðar bækur, uppskriftir og blöð svo eitthvað sé nefnt. Hvetja til lesturs eins oft og við getum. Sýna áhuga með því að spyrja hvað sé verið að lesa t.d. hver sé aðalpersónan, hvað sé spennandi við bókina eða hvað sé gott við hana o.s.frv. og fá krakkana til að lesa upphátt fyrir okkur.   Í grein minni „Tökum Íslandsmeistarann á þetta“ í vor spurði ég hvort að við, samfélagið Vestmannaeyjar, ættum að taka Íslandsmeistarann á samræmdu prófin, hafa umgjörðina þannig að við gætum öll fundið í hjarta okkar að við gerðum okkar besta. Setja upp gott leikskipulag og sjá til þess að allir mæti vel undirbúnir til leiks. Sýna stuðning og hvetja nemendur áfram, fylla þá eldmóð og hjálpa þeim að vera sáttir við sjálfa sig og samfélag sitt og finni í hjarta sínu að leik loknum að þeir hafi gert sitt besta. Það erum við samfélagið Vestmannaeyjar sannarlega að gera. Við í GRV finnum vel fyrir meðbyrnum í samfélaginu frá foreldrum, nemendum og í raun allstaðar frá. Skilaboðin eru skýr, okkur er alvara, við ætlum að gera okkar besta.   Takk fyrir stuðninginn, Ásdís Steinunn    
>> Eldri fréttir

Stjórnmál >>

Fyrsti fundur bæjarstjórnar í dag

Bæjarstjórn Vestmannaeyja kemur saman í dag í fyrsta sinn á nýju kjörtímabili.  Niðurstaða bæjarstjórnarkosninganna í vor, voru á þann veg að Sjálfstæðisflokkur fékk fimm bæjarfulltrúa en Eyjalistinn tvo.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn eru Elliði Vignisson, Páley Borgþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson, Trausti Hjaltason og Birna Þórsdóttir en fulltrúar Eyjalistans eru Jórunn Einarsdóttir og Stefán Óskar Jónasson.  Elliði, Páley, Páll Marvin og Jórunn sátu öll í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili.  Stefán Óskar hefur áður verið í bæjarstjórn og var varamaður á síðasta kjörtímabili en þau Trausti og Birna eru ný.  Bæjarstjórnarfundurinn fer fram í Eldheimum og hefst klukkan 18:00.   „Þegar ég kom inn í bæjarstjórn 2002 voru útsvarstekjur á hvern íbúa á verðlagi þess árs rétt liðlega 200.000 krónur en á síðasta ári voru þær hátt í 475.000 krónur,“ sagði Stefán í samtali við Eyjafréttir, sem kom út í gær.   „Staðan í dag opnar á tækifæri að gera meira fyrir bæjarbúa og bæjarfélagið í heild. Ég er ekki að mæla með óráðsíu í fjármálum en það má gera betur á ýmsum sviðum. Auðvitað veltur þetta mikið á á sjávarútvegi og afkomu atvinnulífsins almennt. Á kjörtímabilinu 2002 og 2006 vorum við, ég og núverandi bæjarstjóri, Elliði Vignisson, að skoða þann möguleika á að rífa blokkina Áshamar 75 ef það gæti létt á skuldum bæjarins. Engum dettur það í hug í dag en sterkari innviðir bæjarfélagsins eru líka verðmæti,“ sagði Stefán.   Viðtalið má lesa í heild sinni í Eyjafréttum.  

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Greinar >>

Gerum okkar besta!

Nú er komið að því, lestrarátak er í öllum árgöngum GRV. Á skólasetningunni nú í haust minnti Sigurlás Þorleifsson skólastjóri GRV á mikilvægi lesturs og sagði hann að mikil áhersla yrði lögð á lestur í GRV. Allir nemendur skólans eiga að lesa heima daglega í 15-20 mínútur. Yngstu nemendurnir eiga að lesa upphátt en aðrir eiga að lesa hluta upphátt og hluta í hljóði. Nemendur á unglingastigi eiga auk heimalesturs í 15 mínútur að lesa eina blaðsíðu, eina frétt eða eina veffrétt upphátt fyrir einhvern fullorðinn sem á að kvitta fyrir. Í skólanum er einnig stundaður yndislestur í byrjun skóladags, þá lesa nemendur í 15-20 mínútur. Þetta er allt liður í því að gera börnin okkar hæfari í lífinu og námi almennt því eins og við vitum öll þá er lestur undirstaða alls náms.   Sumum kanna að finnast það hallærislegt að láta stálpaða krakka lesa upphátt, einhverjum kann að finnast það vandræðalegt og enn öðrum finnst það óþarfi þegar krakkinn er þegar orðinn læs. En það að vera vel læs krefst þjálfunar. Nemandi sem telst læs í t.d. 3. eða 5. bekk missir lestarhæfileika sína niður sé þeim ekki haldið við. Lesefnið þyngist, námsefnið þyngist og þeir sem ekki viðhalda og þjálfa lestrarhæfileika sína heltast úr lestinni, finna vanmátt sinn og gefast stundum upp. Hversu hallærislegt er það að vera orðinn „læs“ í t.d. 5. bekk en geta svo ekki lesið námsefnið svo vel sé í framhaldsskóla?   Því miður er það svo að við eigum það til að slaka á þegar börnin okkar eru orðin „læs“ en einmitt þá eigum við að gefa í. Benda á áhugaverðar greinar, áhugaverðar bækur, uppskriftir og blöð svo eitthvað sé nefnt. Hvetja til lesturs eins oft og við getum. Sýna áhuga með því að spyrja hvað sé verið að lesa t.d. hver sé aðalpersónan, hvað sé spennandi við bókina eða hvað sé gott við hana o.s.frv. og fá krakkana til að lesa upphátt fyrir okkur.   Í grein minni „Tökum Íslandsmeistarann á þetta“ í vor spurði ég hvort að við, samfélagið Vestmannaeyjar, ættum að taka Íslandsmeistarann á samræmdu prófin, hafa umgjörðina þannig að við gætum öll fundið í hjarta okkar að við gerðum okkar besta. Setja upp gott leikskipulag og sjá til þess að allir mæti vel undirbúnir til leiks. Sýna stuðning og hvetja nemendur áfram, fylla þá eldmóð og hjálpa þeim að vera sáttir við sjálfa sig og samfélag sitt og finni í hjarta sínu að leik loknum að þeir hafi gert sitt besta. Það erum við samfélagið Vestmannaeyjar sannarlega að gera. Við í GRV finnum vel fyrir meðbyrnum í samfélaginu frá foreldrum, nemendum og í raun allstaðar frá. Skilaboðin eru skýr, okkur er alvara, við ætlum að gera okkar besta.   Takk fyrir stuðninginn, Ásdís Steinunn