Haukar höfðu betur í baráttu tveggja frábærra liða

Þrátt fyrir hetjulega baráttu á lokamínútum tókst ÍBV ekki að tryggja sér sigur gegn Haukum í fjórða leik liðanna og tryggja sér þar með oddaleik í undanúrslitum Olísdeildar karla. Leiknum lauk þeim tveggja marka sigri Hauka sem eru þar með komnir í úrslit. Staðan í hálfleik var 15:11. ÍBV byrjaði betur en voru síðan lengst af undir en náðu góðri rispu í lokin en það dugði ekki til. Á annað þúsund manns var í salnum og skemmtu sér vel eins í öllum leikjunum fjórum.    Stemmningin í leiknum var mikil, bæði utan og innan vallar og nokkur hópur Haukamanna var mættur á pallana sem gerði þetta enn skemmtilegra. Þessa rimma ÍBV og Hauka sem fór í fjóra leiki hefur boðið upp á allt það sem hægt er að bjóða upp á í handbolta og er kannski fyrst fremst sigur fyrir handboltann.   Eyjamaðurinn í liði Hauka, hornamaðurinn knái, Hákon Daði Styrmisson var fyrrum félögum sínum í ÍBV erfiður í þessu leikjum. Má segja að þetta hafi verið einvígi milli hans og Theodórs Sigurbjörnssonar en þar eru á ferð tveir efnilegustu og jafnvel með bestu hornamönnum landsins.   Líka áttust þarna við tveir af okkar bestu þjálfurum, Arnar Pétursson hjá ÍBV sem tók við af Gunnari Magnússyni sem nú stýrir Haukum. Nái Haukaliðið að landa Íslandsmeistaratitlinum þetta árið eiga Eyjamenn því nokkurn hlut í því. Og því ber að fagna og bíða svo og sjá hvernig einvígið fer að ári.   Teodór Sigurbjörnsson skoraði 9 mörk, Andri Heimir Friðriksson, Einar Sverrisson, Dagur Arnarsson og Agnar Smári Jónsson 3, Sindri Haraldsson og Grétar Þór Eyþórsson 2 og Kári Kristján Kristjánsson, Nökkvi Dan Elliðason og Elliði Snær Viðarsson. Hákon Daði skoraði 8 fyrir Hauka.    

Haukar höfðu betur í baráttu tveggja frábærra liða

Þrátt fyrir hetjulega baráttu á lokamínútum tókst ÍBV ekki að tryggja sér sigur gegn Haukum í fjórða leik liðanna og tryggja sér þar með oddaleik í undanúrslitum Olísdeildar karla. Leiknum lauk þeim tveggja marka sigri Hauka sem eru þar með komnir í úrslit. Staðan í hálfleik var 15:11. ÍBV byrjaði betur en voru síðan lengst af undir en náðu góðri rispu í lokin en það dugði ekki til. Á annað þúsund manns var í salnum og skemmtu sér vel eins í öllum leikjunum fjórum.    Stemmningin í leiknum var mikil, bæði utan og innan vallar og nokkur hópur Haukamanna var mættur á pallana sem gerði þetta enn skemmtilegra. Þessa rimma ÍBV og Hauka sem fór í fjóra leiki hefur boðið upp á allt það sem hægt er að bjóða upp á í handbolta og er kannski fyrst fremst sigur fyrir handboltann.   Eyjamaðurinn í liði Hauka, hornamaðurinn knái, Hákon Daði Styrmisson var fyrrum félögum sínum í ÍBV erfiður í þessu leikjum. Má segja að þetta hafi verið einvígi milli hans og Theodórs Sigurbjörnssonar en þar eru á ferð tveir efnilegustu og jafnvel með bestu hornamönnum landsins.   Líka áttust þarna við tveir af okkar bestu þjálfurum, Arnar Pétursson hjá ÍBV sem tók við af Gunnari Magnússyni sem nú stýrir Haukum. Nái Haukaliðið að landa Íslandsmeistaratitlinum þetta árið eiga Eyjamenn því nokkurn hlut í því. Og því ber að fagna og bíða svo og sjá hvernig einvígið fer að ári.   Teodór Sigurbjörnsson skoraði 9 mörk, Andri Heimir Friðriksson, Einar Sverrisson, Dagur Arnarsson og Agnar Smári Jónsson 3, Sindri Haraldsson og Grétar Þór Eyþórsson 2 og Kári Kristján Kristjánsson, Nökkvi Dan Elliðason og Elliði Snær Viðarsson. Hákon Daði skoraði 8 fyrir Hauka.    

Stuðningsmenn ÍBV spá fyrir um fótboltasumarið

Í tilefni af fyrsta leik meistaraflokks ÍBV í knattspyrnu fengum við nokkra hressa stuðningsmenn til að spá fyrir um sumarið og leik dagsins. En fyrsti leikur liðsins fer fram á Hásteinsvelli klukkan 17.00 í dag á móti ÍA. Við hvetjum að sjálfsögðu sem flesta til að mæta á völlinn og styðja okkar menn. Ingi Sigurðsson  Sumarið leggst nokkuð vel í mig. Liðið hefur fengið góðan liðsstyrk með nýjum leikmönnum og aðrir leikmenn líta betur út en í fyrra. Svo held ég að stuðningsmenn liðsins verði í enn betra formi en á síðasta tímabili. Byrjun tímabilsins skiptir öllu máli upp á mögulegt sæti. Ef byrjunin verður góð þá tel ég liðið líklegt til að hafna um miðja deild. Hvernig fer leikurinn í dag á móti ÍA ?  Leikurinn gegn Skagamönnum verður erfiður, en ég tel að sigurinn lendi Eyjamegin, 2-1.   Ólafur Björgvin Jóhannesson  Sumarið legst vel í mig. Við erum með flottan hóp í ár sem við höfum trú á. Ef allt gengur upp þá má gera virkilega vel í sumar. Þú lesandi góður getur verið hluti af þessu með að mæta á völlinn og stutt þitt lið til sigurs. Mér finnst strákarnir í liðinu mjög vel stemmdir og tilbúnir í verkefnið sem Bjarni og Alli hafa lagt upp með. Ég er mjög spenntur að þetta sé að byrja. Krafan er alltaf einföld með þessari klysju að gera betur en í fyrra, en minn draumur er alltaf 1. sætið, en ef við erum raunhæfir þá 5.-6. sætið frekar raunhæft. Hvernig fer leikurinn í dag á móti ÍA ? ÍBV vinnur þennan leik 3-1, ætla ekki að segja hverjir skora því fólk verður að mæta og sjá það sjálft.   Kiddi Gogga Sumarið leggst bara nokkuð vel í mig. Eins og svo sem alltaf þá er byrjunin mikilvæg og þar skipta fyrstu heimaleikirnir sérstaklega miklu máli. Hásteinsvöllur er auðvitað gríðarlega mikilvægur og verðum við einfaldlega að ná góðum úrslitum þar. Hvað liðið varðar þá tel ég það nokkuð vel mannað. Vörnin ætti að vera orðið nokkuð vel slípuð og ekki skemmir fyrir að Andri Ólafs er byrjaður aftur og jafnvel stutt í Matt Garner. Avni Pepa á eftir binda vörnina vel saman og vera okkar jafnbesti maður í sumar. Að mínu mati var frábært að fá Pablo Punyed frá Stjörnunni og á hann vonandi eftir að gera frábæra hluti fyrir okkur. Verður svo gott að fá Gunnar Heiðar sterkan inn um mitt sumar. Okkur hefur verið spáð á miðlunum frá 8.–10. sæti og er það eflaust raunhæft ég yrði gríðarlega sáttur með 5.-6. sæti en auðvitað fara menn í alla leiki til að vinna þá og kannski gerum við það bara!!  Hvernig fer leikurinn í dag á móti ÍA ? Ég er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Skaganum og spái okkur 2-0 sigri. Við verðum klárlega að vinna þessa heimileiki þannig þetta verður engin spurning. Ég spái því að skóbúðarprinsinn Aron skori annað markið og annar daninn hitt. Óska ég svo strákunum og auðvitað stelpunum, sem eiga eftir að gera gott mót líka, velfarnaðar í sumar. Áfram ÍBV Hjördís Jóhannesdóttir Sumarið leggst vel í mig. Maður finnur hvað spennan magnast þegar styttist í mót. Það er alltaf smá óvissa með ÍBV þar sem endanlegt lið kemur seint saman. Ég held samt að við náum eyjastemningunni í ár og lendum í 7.sæti Hvernig fer leikurinn í dag á móti ÍA? Vinnum hann 2-0. Létt!   Marta Sigurjónsdóttir Mjög vel, flottur hópur og flottur þjálfari. Er virkilega spennt fyrir sumrinu. Ég spái því að ÍBV endi í 5.sæti. Hvernig fer leikurinn á móti ÍA í dag ? 2-1 ÍBV tekur þetta      

Hvað segja stuðningsmenn um leik ÍBV og Hauka ?

Eins og flestir vita er spennan í hámarki í Eyjum fyrir leik ÍBV-Hauka í Olísdeild karla í handboltanum. En með sigri í þessu leik geta Eyjamenn jafnað einvígið, sem stendur nú í 2:1 fyrir Haukum. Við fengum nokkra stuðningsmenn liðsins til þess að spá fyrir um leikinn og framhaldið.   Rakel Hlynsdóttir Leikurinn leggst bara rosalega vel í mig. Smá stress í gangi! Ég spái því að Eyjamenn vinni sannfærandi sigur. Ég hugsa að þetta endi í oddaleik á Ásvöllum. Og að ÍBV vinni að sjálfsögðu þar líka og berjist um bikarinn.   Sindri Ólafsson  Leikurinn leggst vel í mig, það var eitthvað ofboðslega fallegt í loftinu á Ásvöllum á föstudaginn sem hefur vantað í of marga leiki í vetur. Ég hef mikla trú á því að þetta verði góður ÍBV dagur og held að við vinnum 28-27. Hvernig heldur þú að framhaldið af úrslitakepnninni verði ? Það verður ósköp einfalt, liðið sem vinnur þessa rimmu verður Íslandsmeistari.   Páll Eydal Ívarsson  Heyrðu hann leggst bara nokkuð vel í mig. Hrikalega sterkt að fá óþreyttan Kára inn. Ég sé það bara ekki fyrir mér að Haukar séu að fara vinna annan leik hérna á heimavelli í okkar gryfju með stútfullt hús af geðveiku liði! Ég ætla tippa á 31-29 fyrir ÍBV. Eigum við ekki að segja á það verði lámark ein framlenging. Allir verða með óreglulegan hjartslátt og fjör. Ég spái því að ef við vinnum Haukana í dag og tökum oddaleikin þá verðum við Íslandsmeistarar ekki flóknari en það! Og það verður á móti Aftureldingu   Svanhildur Eiríksdóttir Leikurinn leggst bara vel í mig, býst við mikilli baráttu eins og hefur verið í síðustu leikjum milli ÍBV og Hauka en hinsvegar þar sem liðin eru svo hrikalega jöfn er ég líka mjög stressuð! Ég spái IBV sigri með 1-2 mörkum. Þetta verður hrikalega jafnt alveg út og mun ráðast á lokasekúndunum. ÍBV hjartað vil auðvitað fá strákana alla leið í úrslit en bæði lið eru með hrikalegan baráttuanda og gefast hvorug auðveldlega upp. Afturelding er hinsvegar búið að vera á hrikalegri siglingu í síðustu tvem leikjum á móti Val. Ætli ég segi ekki að ég sjái fyrir mér IBV og Aftureldingu í úrslitum!   Ríkharð Bjarki Guðmundsson  Leikurinn leggst ágætlega í mig, þetta verður liklegast hörkuleikur eins og hinir þrír með öllu inniföldu. Ég ætla að spá því að við tökum þetta með einu hér heima og svo klára ÍBV peyjarnir þetta í Hafnarfirði með tveim.  Varðandi framhaldið þá held ég að ef spá mín rætist og við sláum Haukana út, þá fer bikarinn til Eyja og þeir sigli með bikarinn heim í höfn. Það er nefnilega fátt skemmtilegra og þeir vita það. Erna Valtýsdóttir Leikurinn leggst hrikalega vel í mig, ég er alveg með fiðring í maganum. Stemmninginn er algjörlega svakalega. Ég spái ÍBV að sjálfsögðu sigri. Þeir taka þetta 25-23. Þeir vinna hér í Eyjum og vinna næsta leik á Ásvöllum. Þið þekkið restina. Íslandsmeistarar, já Íslandsmeistarar, ú-ú.   Að lokum viljum við hvetja alla Eyjamenn til að fjölmenna á leikinn og hvetja okkar menn til sigurs. En leikurinn hefst klukkan 15.00!
>> Eldri fréttir

Íþróttir >>

Haukar höfðu betur í baráttu tveggja frábærra liða

Þrátt fyrir hetjulega baráttu á lokamínútum tókst ÍBV ekki að tryggja sér sigur gegn Haukum í fjórða leik liðanna og tryggja sér þar með oddaleik í undanúrslitum Olísdeildar karla. Leiknum lauk þeim tveggja marka sigri Hauka sem eru þar með komnir í úrslit. Staðan í hálfleik var 15:11. ÍBV byrjaði betur en voru síðan lengst af undir en náðu góðri rispu í lokin en það dugði ekki til. Á annað þúsund manns var í salnum og skemmtu sér vel eins í öllum leikjunum fjórum.    Stemmningin í leiknum var mikil, bæði utan og innan vallar og nokkur hópur Haukamanna var mættur á pallana sem gerði þetta enn skemmtilegra. Þessa rimma ÍBV og Hauka sem fór í fjóra leiki hefur boðið upp á allt það sem hægt er að bjóða upp á í handbolta og er kannski fyrst fremst sigur fyrir handboltann.   Eyjamaðurinn í liði Hauka, hornamaðurinn knái, Hákon Daði Styrmisson var fyrrum félögum sínum í ÍBV erfiður í þessu leikjum. Má segja að þetta hafi verið einvígi milli hans og Theodórs Sigurbjörnssonar en þar eru á ferð tveir efnilegustu og jafnvel með bestu hornamönnum landsins.   Líka áttust þarna við tveir af okkar bestu þjálfurum, Arnar Pétursson hjá ÍBV sem tók við af Gunnari Magnússyni sem nú stýrir Haukum. Nái Haukaliðið að landa Íslandsmeistaratitlinum þetta árið eiga Eyjamenn því nokkurn hlut í því. Og því ber að fagna og bíða svo og sjá hvernig einvígið fer að ári.   Teodór Sigurbjörnsson skoraði 9 mörk, Andri Heimir Friðriksson, Einar Sverrisson, Dagur Arnarsson og Agnar Smári Jónsson 3, Sindri Haraldsson og Grétar Þór Eyþórsson 2 og Kári Kristján Kristjánsson, Nökkvi Dan Elliðason og Elliði Snær Viðarsson. Hákon Daði skoraði 8 fyrir Hauka.    

Greinar >>

Samvinna í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

Á Hornafirði hefur náðst mikil og góð samþætting í heimahjúkrun, félagslegri heimaþjónustu og málefnum fatlaðra. Málaflokkarnir hafa verið á könnu sveitarfélagsins frá árinu 1996 og því komin löng og góð reynsla á samvinnuna. Árið 2012 var gæðastyrkur sem stofn- unin fékk nýttur til aukinnar samþættingar á heimaþjónustu í samfélaginu. Í kjölfarið var stofnuð Heimaþjónustudeild þar sem öll heimaþjónusta er skipulögð hvort sem hún er félagslegs eða hjúkrun- arlegs eðlis. Samþættingin hafði það að markmiði að auka samfellu í þjónustu, hækka þjónustustig og hagræða í rekstri. Heimaþjónustu- deildin hefur sameiginlega starfsaðstöðu en þangað mæta þeir starfsmenn er sinna heimþjónustu hvort sem um ræðir hjúkrun, heimilishjálp eða félagslega heimaþjónustu. Allar beiðnir um þjónustu eru afgreiddar í þjónustu- teymi sem í sitja hjúkrunarstjóri heilsugæslu, félagsmálastjóri og forstöðumaður heimaþjónustudeild- ar. Þjónustuteymið metur og skilgreinir þjónustuþörf umsækj- enda. Í samráði við þjónustuþega og starfsmenn er þjónustan skipulög þannig að starfsfólk nýtist sem best og að þjónustuþegi fái þá þjónustu sem hann þarf á að halda og sé öruggur. Einn af meginkostum sameiginlegrar starfstöðvar er að auðveldara er fyrir starfsfólk að samræma þjónustuna. Þannig minnka líkur á að margir starfs- menn séu að koma á sama tíma til þjónustuþega og svo jafnvel enginn þess á milli. Samvinnan gengur mjög vel á þennan hátt. Á síðasta ári eða vorið 2015 var tekin ákvörðun um að vinna að því að taka inn hugmyndafræðina „þjónandi leiðsögn“ (gentle teaching) í samvinnu við Akureyr- arbæ. Fóru 6 starfsmenn frá Hornafirði til náms síðastliðið vor. Námið hefur síðan haldið áfram í formi fjarnáms og er áætlað að seinni lotan fari fram nú í vor og útskrifast þá þessir starfsmenn með nafnbótina mentorar. Það er því markmiðið að starfsfólk heimaþjón- ustudeildar starfi samkvæmt hugmyndafræðinni í framtíðinni og umræddir mentorar leiði þá vinnu. Í Þjónandi leiðsögn byggja öll samskipti á virðingu og umhyggju og að skapa traust á milli einstak- linga. Hugmyndafræðina er einnig verið að taka upp á hjúkrunar- og dvalardeildum HSU Hornafirði.