Eyjamenn bikarmeistarar 2018

Eyjamenn bikarmeistarar 2018

 Karlalið ÍBV í handbolta er bikarmeistari eftir þægilegan sigur á Fram, lokastaða 35:27.
 
Fram byrjaði leikinn betur og var með yfirhöndina lengi vel en áður en hálfleikurinn var úti voru Eyjamenn búnir að snúa taflinu við og var staðan 16:12 þegar flautað var til hálfleiks.
 
ÍBV gaf ekkert eftir í síðari hálfleik og jókst munurinn hægt og rólega eftir því sem á leið. Agnar Smári Jónsson var frábær í hægri skyttunni og sömuleiðis Aron Rafn Eðvarðsson í marki Eyjamanna. Svo fór að Eyjamenn fóru með átta marka sigur af hólmi og eru fyrir vikið bikarmeistarar ársins 2018. 
 
Eins og fyrr segir var Agnar Smári öflugur en hann skoraði 12 mörk úr 13 skotum sínum í leiknum. Aron Rafn varði 17 skot í markinu.

Arnar um atburðarás helgarinnar: „Búið að vera erfitt og það er ekkert leyndarmál"

„Það voru margir sem gerðu mistök um helgina og auðvitað varð að bregðast við því. Stjórn og handboltaráð fannst mér taka vel á þessum málum og fara eins vel í gegnum þetta og hægt var,” sagði Arnar í samtali við Akraborgina í gær og mælum við með að hlusa á viðtalið hérna.   En mun Sigurður snúa aftur á hliðarlínuna í vor? „Nei, engin ákvörðun verið tekinn um það. Sigurður Bragason er minn uppeldisfélagi. Hann gerði mistök sem enginn sér meira eftir en hann og við verðum að leyfa tímanum að líða og sjá hvernig málin þróast. Theodór, sem er mér einnig afskaplega kær, er að jafna sig. Staðan var ekkert sérstök, en hann er að koma til. Tíminn verður að leiða í ljós hver næstu skref verða og hvernig við tæklum þetta.”   Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert voru í agabanni í leiknum í gær, en Arnar segir að þeir eins og fleiri hafi gert mistök. „Eins og fleiri þá gerðu þeir mistök, en það gera allir mistök. Ég held ég þekki engan sem hefur ekki gert nein mistök. Þeir læra að því og eru örugglega búnir að því. Ég á ekki von á neinu öðru en að þeir komi sterkari til baka.”   „Þetta er allt að koma. Auðvitað er þetta búið að vera erfitt og það er ekkert leyndarmál. Það þarf enginn að ljúga einhverju öðru, en við erum að sjá ljósið og erum farnir að finna fyrir því aftur að við erum bikarmeistarar og ná stórum titli í hús.”      

Sigrar í báðum leikjum kvöldsins - myndir

 Bæði karla- og kvennalið ÍBV í handbolta voru í eldlínunni í Olís-deildunum í kvöld en skemmst er frá því að segja að bæði lið fóru með sigur af hólmi.   Í fyrri leik kvöldsins fóru Eyjakonur afar illa með Stjörnuna en lokatölur voru 37:23. Það var ljóst snemma leiks að Stjarnan yrði ekki mikil fyrirstaða og var staðan í hálfleik 19:11. Liðsmenn ÍBV gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik og gjörsamlega rúlluðu yfir slakt lið Stjörnunnar.   Karólína Bæhrenz var markahæst í liði ÍBV með átta mörk. Á eftir henni kom Ester Óskarsdóttir með sjö mörk. Erla Rós Sigmarsdóttir varði tíu skot í markinu.   Í seinni leik kvöldsins mætti karlaliðið ÍR í leiks sem var aðeins meira spennandi. Eyjamenn reyndust þó alltaf líklegri og svo fór að heimamenn sigruðu með fjórum mörkum, lokatölur 30:26.   Þrjá lykilmenn vantaði í lið ÍBV í kvöld en þeir Róbert Aron Hostert og Sigurbergur Sveinsson voru í agabanni á meðan Theodór Sigurbjörnsson er að jafna sig eftir líkamsáras eins og fram hefur komið á vef Eyjafrétta.   Það var allt í járnum í fyrri hálfleik en það var ÍBV sem leiddi með einu marki í hálfleik, staðan 14:13. Í síðari hálfleik fór meira að skilja á milli liðanna og var munurinn mest fimm mörk. Svo fór að leikurinn endaði 30:26 eins og fyrr segir. Eyjamenn geta verið nokkuð sáttir með sína spilamennsku í leiknum, ekki síst í ljósi atburða helgarinnar.   Kári Kristján Kristjánsson og Agnar Smári Jónsson voru markahæstir í liði ÍBV með átta mörk hvor. Aron Rafn Eðvarðsson var með 12 skot varin í markinu.   -myndir

Í baráttu um titla á þrennum vígstöðvum

 Karla- og kvennalið ÍBV í handboltanum eru í slag um titla á þrennum vígstöðum, í Coca Cola bikarnum, í báðum deildum og karlarnir eru á leið í átta liða úrslit í Áskorandakeppni Evrópu. Það er því í mörg horn að líta hjá Karli Haraldssyni sem fer fyrir handboltanum hjá ÍBV- íþróttafélagi. Í Evrópukeppninni er leikið heima og heiman og reyndi ÍBV að fá báða leikina heim en það gekk ekki.   ÍBV hefur ekki farið stuttu leiðina í Evrópukeppninni, spilaði í Hvíta Rússlandi, Ísrael og núna er það Rússland. „Já, við erum á leið í víking til Rússlands þar sem við mætum Krastnador sem er rétt norður af Svartahafi. Við erum búnir að sjá þá á myndböndum og eigum bullandi séns á að komast áfram. Það er búið að draga í fjögurra liða keppninni þar sem við mætum annað hvort Fyllingen í Noregi eða Turda frá Rúmeníu. Að því gefnu að við komumst áfram,“ sagði Karl. Það er leikið ytra 24. mars og hér heima viku seinna. „Því miður gekk ekki að fá báða leikina hingað heim og það verður bara að takast á við það. Þetta verður gríðarlegt ferðalag, tekur sólarhring hvora leið en þessi ferðalög hafa þétt hópinn sem ætlar sér alla leið.“ Um aðra helgi er fjórðungsúrslita helgin í Coca Cola bikarnum sem fram fer í Laugardalshöllinni þar sem bæði karla- og kvennaliðið ÍBV mæta. „Undanúrslitin eru á fimmtudaginn og föstudaginn og mæta stelpurnar Fram og strákarnir Haukum. Úrslitin eru svo á laugardeginum og okkar möguleikar liggja í að gera Laugardalshöllina að okkar heimavelli. Það verður brjáluð stemning og draumurinn er að koma heim með báða bikarana. Þá verður ÍBV handhafi allra bikara í bikarkeppnum í meistaraflokkum í handbolta og fótbolta karla og kvenna. Árangur sem ekkert félag hefur náð og verðum við með hópferðir á leikina gangi allt að óskum.“ Bæði liðin eiga möguleika á deildinni, konurnar í þriðja sæti og karlarnir í öðru og eiga leik til góða. „Þetta væri ekki hægt nema að hafa öflugt bakland og mæting á leiki hefur verið frábær,“ sagði Karl að endingu.

Áhrif orkudrykkja á börn og ungmenni

Undanfarin ár hefur neysla orkudrykkja færst í aukana hér á landi og hefur úrval þessara drykkja einnig aukist mikið. Koffín er það innihaldsefni í þessum drykkjum sem geta reynst börnum og ungmennum skaðlegt sérstaklega þegar það er innbyrgt í þeim mæli sem gert er þegar þessir drykkir eru notaðir sem svaladrykkir.   „Koffín veldur útvíkkun æða, örari hjartslætti og auknu blóðflæði til allra líffæra. Einnig hefur koffín áhrif á öndun, meltingu og þvagmyndun. Mikil neysla á koffíni getur valdið höfuðverk (sem er líka fráhvarfseinkenni), svima, skjálfta, svefnleysi, hjartsláttartruflunum og kvíða“ (6h.is)   Hámarksneysla koffíns á dag fyrir mismunandi hópa:   Fullorðnir 400 mg koffín Barnshafandi konur 200 mg koffín Börn og unglingar 2,5 mg/kg koffín Dæmi um magn koffíns í drykkjum og súkkulaði:   Orkuskot ( 50-60 ml) 80- 220 mg koffín Orkudrykkur (500ml) allt að 160 mg koffín Kaffibolli (200ml) 100 mg koffín Kóladrykkur (500ml) 65 mg koffín Svart te (200ml) 35 mg koffín Dökkt súkkulaði (50g) 33 mg koffín Börn og unglingar eru sérstaklega viðkvæm fyrir áhrifum koffíns og getur neysla þess valdið ýmsum breytingum á hegðun þeirra, s.s. svefnerfiðleikum, óróleika, pirringi og kvíða ásamt áðurnefndum áhrifum.“ (6h.is)   Vert er að hafa í huga að sum einkenni eins og svefnerfiðleikar geta komið fram við mun lægri neyslu en hámarksgildið er.   Það er því mikilvægt að foreldrar geri sér grein fyrir skaðseminni og reyni eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að börn neyti þessara drykkja.   Ekki kaupa orkudrykki fyrir börn og ungmenni !!   f.h. Heilbrigðisstofnunar Suðurlands   Unnur Þormóðdóttir hjúkrunarstjóri heilsugæslunnar á Selfossi  

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Stjórnmál >>

Samgönguráðherra og bæjarstjórn funduðu í gær

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fundaði í dag með bæjarstjórn Vestmannaeyjarbæjar um mögulegt rekstrarfyrirkomulag nýrrar Vestmannaeyjaferju.Ráðherra boðaði til fundarins í framhaldi af fjölmennum íbúafundi í Eyjum, 21. febrúar sl. um samgöngur á sjó. Á fundinum með bæjarstjórn var rætt um hvaða rekstrarfyrirkomulag nýrrar ferju myndi tryggja bestu og hagkvæmustu þjónustuna. Fram kom í máli ráðherra að af þeim möguleikum, sem hann fór yfir á íbúafundinum, væri útboð til skemmri tíma, mögulega til tveggja ára, hagkvæmasta leiðin. Ráðherra minnti á að útboð væri almennt viðurkennd leið til að ná hagkvæmri niðurstöðu fyrir almenningssamgöngur, eins og gert er nú á sjó, landi og í lofti, enda sé sú þjónusta sem óskað er eftir vel skilgreind.Ráðherra hlustaði á sjónarmið heimamanna sem óskuðu eindregið eftir því að gerður yrði samningur við Vestmannaeyjabæ um rekstur ferjunnar.Á fundinum lagði ráðherra til að samráðshópur með fulltrúum Vegagerðarinnar, ráðuneytisins og Vestmannaeyingum kæmi að undirbúningi útboðsskilyrða s.s. skilgreiningu á þjónustu með hag íbúa að leiðarljósi.Engin niðurstaða náðist á fundinum, en fundargestir voru sammála um að markmiðið væri að tryggja hag íbúa Vestmannaeyja, fyrirtækja og annarra sem best.Viðræðum verður haldið áfram og mun ráðherra boða til næsta fundar eftir helgi.

Greinar >>

Óður til gleðinnar

Eitt það besta sem fyrir mann getur komið er að geta glaðst. Stundum gleðst maður ákaflega, stundum lítið og stundum allt þar á milli eins og gengur. Gleðin er í sjálfri sér sannarlega jákvæð og því ætti maður að reyna að gleðjast sem oftast ef nokkur kostur er.   Nú á dögunum hafði ég sannarlega ástæðu til að gleðjast og það hreint ekki svo lítið. Nýr samgönguráðherra ákvað sem sé að sömu fargjöld giltu milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar og Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Hann ákvað jafnframt að breytingin tæki gildi ekki seinna en strax. Nógu löngu væru fyrrverandi samgönguráðherrar búnir að velta þessu brýna hagsmunamáli okkar Eyjamanna fyrir sér, segjast sýna því skilning og lofa að kippa málum í liðinn án þess að standa við orð sín.   Í gleði minni yfir þessu framfaraspori sem stigið var með svo skjótum hætti var þó einn skuggi. Úr forystusveit sjálfstæðismanna í Eyjum bárust raddir sem greinilega glöddust ekki. Þeim fannst ákvörðun ráðherrans ekki vera neitt annað en sýndarmennska, Sjálfstæðisflokkurinn hefði hvort eð er ætlað að samræma þessi fargjöld einhvern tíma í framtíðinni. Þessi rök eru svo innantóm og marklaus að furðu sætir að nokkurri forystusveit stjórnmálaflokks skuli koma til hugar að setja þau fram. En þannig brást forystusveitin við engu að síður.   Forystusveitin hefði að mínu mati átt að gleðjast með bæjarbúum yfir samræmingu fargjalda. Í stað þess „spældist“ sveitin og varð að aðhlátursefni.   En auðvitað geta sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum girt upp um sig í þessu máli. Það geta þeir m.a. gert með því að leggja fram ályktun á næsta bæjarráðsfundi þar sem samgönguráðherra eru þökkuð skjót og góð viðbrögð í þessu mikla hagsmunamáli okkar Vestmannaeyinga. Í kjölfarið gætum við öll sem einn sannarlega glaðst og þá líður okkur betur.   Ragnar Óskarsson    

VefTíví >>