Eyjamenn komnir í sumarfrí

Eyjamenn komnir í sumarfrí

Karlalið ÍBV í handbolta er komið í sumarfrí eftir að hafa tapað fyrir Val á heimavelli í kvöld en þetta var þriðja viðureign liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins. Lokastaða var 26:27 eftir æsispennandi leik. 
 
Agnar Smári Jónsson - 
Elliði Snær Viðarsson - 
Theodór Sigurbjörnsson - 4 / 1 
Róbert Aron Hostert - 
Kári Kristján Kristjánsson - 
Dagur Arnarsson - 
Sigurbergur Sveinsson - 
Sindri Haraldsson - 
Grétar Þór Eyþórsson - 1
 
Kolbeinn Arnarsson - 5 / 1 
Stephen Nielsen - 
 
Myndir frá leiknum.
 

Arnar með silfur í kata

Þriðja og síðasta mótaröð í mótaröðum Karatesambands Íslands fór fram um nýliðna helgi en mótaröðin er stigamót. Þess má geta að fyrstu mótin í mótaröðinni voru einmitt haldin hér í Eyjum í byrjun október á síðasta ári. Á föstudagskvöldið fór fram 3. Bikarmót KAÍ í Fylkisselinu Norðlingaholti en þar keppa 16 ára og eldri í einum flokki fullorðinna. Karatefélag Vestmannaeyja átti þrjá keppendur á mótinu. Willum Pétur Andersen og Zara Pesenti kepptu í kumite og Arnar Júlíusson keppti í kata. „Willum og Zara áttu því miður ekki mikið erindi í fullorðinsflokkinn í kumite en létu þó andstæðinga sína hafa töluvert fyrir sigri,“ sagði Ævar Austfjörð, þjálfari Karatefélags Vestmannaeyja í samtali við Eyjafréttir. „Í kata átti Arnar hinsvegar góðan dag og keppti til úrslita en tapaði fyrir Aron Hyun, nýbökuðum Íslandsmeistara. Arnar hlaut því silfur á mótinu. Á laugardag fór 3. Bushidomótið fram í Varmárskóla í Mosfellsbæ en þar er keppt í unglingaflokkum þar sem KFV átti fjóra keppendur og þar var annað uppi á teningnum hjá okkar fólki. „Zara keppti í flokki 16-17 ára stúlkna. Flokkurinn var fámennur en Zara barðist um bronsverðlaun þar sem hún tapaði á dómaraúrskurði eftir að bardaganum hafði lokið með jöfnu stigaskori. Zara er efnileg en hún hafði æft Tae Kwon Do áður en hún kom til KFV og verður að segjast að það háði henni, sérstaklega varnarlega séð þótt einnig sé augljós ávinningur af því sérstaklega þegar kemur að spörkum. Zara gæti átt ágæta framtíð í kumite en hún mun halda heim til Sviss í sumar að loknu skiptinámi hér í vetur,“ segir Ævar. „Willum Pétur lauk keppnistímabilinu á góðum nótum en hann hóf að keppa síðasta haust í fyrsta skipti í kumite. Hann keppir í flokki 16-17 ára og er því alltaf að keppa við drengi sem æft hafa og keppt mun lengur en hann sjálfur. Markmið vetrarins voru skýr. Í fyrsta lagi átti að hafa gaman af þáttökunni og þá var það sett sem markmið að ná allavega að skora stig af og til í viðureignum því sigur á móti mun reynslumeiri keppendum þótti óraunhæfur framan af. Þó setti hann sér ásamt þjálfara það lokamarkmið að ná að vinna allavega einn bardaga á lokamóti vetrarins og það gekk eftir. Willum átti fínan bardaga í fyrstu viðureign og sigraði 2-0 í bardaga sem einkenndist af hörku og sókndirfsku. Næstu viðureign tapaði hann en fékk svo uppreisnarviðureign til að berjast um bronsið en tapaði henni á endanum. Í þeirri viðureign var töluverð harka og þurfti að stöðva bardagann stuttan tíma til að stöðva blóðnasir þar sem Willum hafði tekið full hraustlega á andstæðingnum. Engu að síður gott mót og góður vetur hjá Willum sem verður vafalítið enn betri á næsta tímabili,“ segir Ævar. Arnar keppti í elsta unglingaflokki í síðasta sinn þar sem hann gengur uppúr þeim flokki vegna aldurs á næsta tímabili. „Arnar átti góðan dag og komst aftur í úrslit en varð aftur að lúta í lægra haldi fyrir Aron Hyun. Arnar hefur átt gott tímabil og unnið til fjölda verðlauna og ljóst að framtíðin er björt. Hann er eins og staðan er í dag þriðji besti kata keppandi landsins á eftir Aron Hyun og Elíasi Snorrasyni en þeir tveir eru í sérflokki. Verkefnið framundan hjá Arnari er að bæta sig nóg til að geta veitt þeim meiri keppni. Þess má einnig geta að Arnar hafnaði í 2. sæti í samanlagðri stigakeppni í kata í sínum aldursflokki í Bushido röðinni. Á eftir einmitt títtnefndum Aron Hyun,“ segir Ævar. Í yngsta unglingaflokki keppti Mikael Magnússon og er óhætt að segja að hann hafi komið á óvart því hann vann til bronsverðlauna eftir frábæra frammistöðu. „Flokkur Mikaels er fjölmennur og mjög margir góðir keppendur þar innanborðs. Hér er mikið efni á ferð og verður spennandi að fylgjast með þeim félögum Mikael og Arnari í framtíðinni. Það er alveg ljóst að framtíðin er björt hjá hinu örsmáa félagi KFV og með sama áframhaldi mun afrekalistinn stækka hratt,“ segir Ævar að lokum.  

Sigríður Lára Garðarsdóttir: Markmiðið að fara með á EM

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tók þátt í hinu árlega Algarve æfingamóti í Portúgal á dögunum en það er liður í undirbúningi landsliðsins fyrir EM í sumar. Sigríður Lára Garðarsdóttir, leikmaður ÍBV, var í leikmannahópnum og fékk að spreyta sig meðal þeirra bestu en mörg af sterkustu liðum heims taka þátt í mótinu. Mótið segir Sísi að hafi verið lærdómsríka upplifun fyrir sig og eigi án efa eftir að koma sér vel fyrir komandi verkefni, hvort sem það verði með ÍBV eða landsliðinu.   Hvernig var upplifunin að fá að taka þátt í Algarve með A-landsliðinu? „Þetta var alveg frábær upplifun og það er mikill heiður að spila fyrir Íslands hönd. Bara geggjað,“ segir Sísí. Líkt og aðrir leikmenn í hópnum, fékk Sísí töluverðan spilatíma í þessum fjórum leikjum á mótinu, þar af tvo leiki í byrjunarliði. Þetta hlýtur að vera lærdómsríkt? „Já, þetta var þvílíkt lærdómsrík ferð. Að spila á hæsta leveli á móti þeim bestu er eitthvað sem ég vil halda áfram að gera. Það eru algjör forréttindi að spila fyrir íslenska landsliðið og öll umgjörð í kringum það frábær. Á hverjum degi var ég að læra og kynnast einhverju nýju og það mun klárlega hjálpa mér að verða betri íþróttakona,“ segir Sísí. Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM verður 18. júlí gegn Frökkum. Fannst þér þú hafa nýtt tækifærið í Algarve til að sýna þjálfaranum að þú eigir erindi í lokahópinn? „Markmiðið fyrir Algarve var auðvitað að sanna mig og sýna hvað ég get og ég er bara mjög sátt með frammistöðu mína á mótinu. Markmiðið er auðvitað að komast í lokahópinn á EM en það eru nóg af verkefnum framundan hjá bæði landsliðinu og ÍBV og ég er staðráðin í að halda áfram að bæta mig og vinna bæði æi styrk- og veikleikum mínum. Ég er spennt að takast á við komandi verkefni og svo mun þetta bara skýrast þegar nær dregur,“ segir Sísí að lokum.    

Hörður Orri og Erna Dögg sigursæl

Hinn árlegi Hressómeistari var haldinn í Íþróttamiðstöðinni laugardaginn 11. mars og hófust leikar stundvíslega kl. 10:00. Keppt var bæði í karla- og kvennaflokki í liðakeppnum og einstaklingskeppnum og svo einnig í parakeppni en þar skipti kynjahlutfall engu máli. Þátttökugjald var 1000 kr. og rann ágóðinn óskiptur til samtakanna Breið Bros (samtök sem styðja við fjölskyldur barna með skarð í vör). Í liðakeppninni voru Hressómeistararnir með besta tíma keppninnar en liðið skipuðu þeir Hörður Orri Grettisson, Davíð Þór Óskarsson, Sæþór Gunnarsson, Sindri Georgsson og Elías Árni Jónsson. Hlutskarpasta kvennaliðið var Crossfitmeyjar en þar voru þær Erna Dögg Sigurjónsdóttir, Bjartey Gylfadóttir, Edda Sigfúsdóttir, Elísa Sigurðardóttir og Hildur Dögg Jónsdóttir. Í einstaklingskeppni kvenna stóð Erna Dögg uppi sem sigurvegari og unnusti hennar Hörður Orri í karlaflokki, en saman sigruðu þau síðan parakeppnina. Í samtali við Eyjafréttir sagði Jóhanna Jóhannsdóttir, annar stofnanda Hressó og þjálfari, að keppnin, sem nú hefur verið haldin í yfir tíu skipti, hafi byrjað með léttri áskorun. „Hressómeistarinn er keppni sem hófst í Hressó þegar Massarnir, sem þá voru að æfa á morgnanna, skoruðu á stelpugengi til þess að keppa við sig. Síðan þá er búið að halda tíu keppnir og hefur keppnin sífellt verið að þróast og stækka ár frá ári,“ segir Jóhanna en síðustu þrjú ár hefur keppnin verið haldin í Íþróttamiðstöðinni. „Nú var metþátttaka hjá okkur en um 80 manns spreyttu sig á keppninni ef allir eru taldir með. Áhorfendur voru einnig fleiri en nokkru sinni fyrr og safnaðist um 170.000 kr. fyrir samtökin Breið Bros. Ástæðan fyrir valinu á góðgerðarsamtökunum er að við eigum litla sæta frænku sem hefur þurft að ganga í gegnum margt vegna skarðs í vör og hjá okkur er líka ung og efnileg crossfit stelpa sem hefur þurft að fara í margar aðgerðir. Málefnið stendur okkur því nærri,“ segir Jóhanna og bætir við að stemningin hafi verið góð á mótinu. „Stemningin á mótinu var gríðarlega góð og það var virkilega gaman að fylgjast með því. Mestur er hraðinn þó hjá liðunum og þá er hamagangurinn mestur,“ segir Jóhanna að lokum.  

Tap gegn Fram

Fram held­ur áfram að vera eitt liða í efsta sæti Olís-deild­ar kvenna eft­ir fjög­urra marka sig­ur, 26:22, á ÍBV í Fram­hús­inu í dag. Fram-liðið var með yf­ir­hönd­ina í leikn­um frá upp­hafi til enda. Mun­ur­inn var fimm mörk í hálfleik, 14:9, og varð mest­ur sex mörk í síðari hálfleik og minnst­ur tvö mörk. Mbl.is greinir frá.   ÍBV er áfram í bar­áttu um þriðja til fjórða sæti í deild­inni.   Framliðið tók for­ystu strax í upp­hafi leiks­ins og hélt því til loka fyrri hálfleiks. Leik­ur­inn var hins veg­ar afar slak­ur af beggja hálfu með nærri 20 tækni­m­is­tök og þar af leiðandi lítt fyr­ir augað. Mun­ur­inn á liðunum í fyrri hálfleik var markvarsl­an. Guðrún Ósk Marías­dótt­ir fór á kost­um í marki Fram að baki ágætri vörn. Hún varði 12 skot, nokk­ur í opn­um fær­um. Fram-liðið gat öðrum frem­ur þakkað henni fimm marka for­skot að lokn­um fyrri hálfleik, 14:9.   Kraft­ur var í ÍBV í byrj­un síðari hálfleiks og liðið náði að minnka for­skot Fram niður í þrjú mörk, 16:13. Mögu­leiki gafst á að minnka mun­inn enn meira. Það tókst ekki og Fram-liðið náði á skömm­um tíma sex marka for­skoti, 20:14, eft­ir að hafa náð pari af hraðaupp­hlaup­um á skömm­um tíma.   Á síðustu tíu mín­út­um leiks­ins gerði ÍBV-liðið harða hríð að Fram-liðinu en allt kom fyr­ir. Mun­ur­inn var minnst­ur tvö mörk, en nær komst ÍBV ekki. Guðrún stóð fyr­ir sínu í marki Fram auk þess sem mis­tök Fram-liðsins voru færri en gestaliðsins.   Ragn­heiður Júlí­us­dótt­ir var marka­hæst hjá Fram með níu mörk. Stein­unn Björns­dótt­ir var næst með sjö mörk. Guðrún Ósk Marías­dótt­ir átti stór­leik í mark­inu, varði 20 skot.   Greta Kavailu­skaite var marka­hæst hjá ÍBV með sjö mörk. Ester Óskars­dótt­ir og Ásta Björt Júlí­us­dótt­ir skoruðu fjög­ur mörk hvor.   Aðeins 11 leik­menn voru á skýrslu hjá ÍBV og breidd­in í liðinu var þar af leiðandi tak­mörkuð.  

ÍBV mætir FH í kvöld klukkan 18.30

Hörku leikir á móti tveimur góðum liðum

 Eyjamenn höfðu betur gegn Gróttu þegar liðin mættust í 20. umferð Olís-deildar karla á fimmtudaginn. Leiknum lyktaði með tveggja marka sigri heimamanna, 32:30, þar sem Sigurbergur Sveinsson var atkvæðamestur með tíu mörk. Strákarnir voru síðan aftur mættir til leiks á sunnudaginn en þá mættu þeir Aftureldingu í Mosfellsbæ. ÍBV sigraði leikinn 31:24 eftir að hafa verið yfir 17:14 í hálfleik. Theodór Sigurbjörnsson átti enn einn stórleikinn í vetur og skoraði 12 mörk. Með sigrinum hafði ÍBV sætaskipti við Aftureldingu en liðin eru jöfn að stigum í þriðja og fjórða sæti með 25 stig þegar sjö umferðir eru eftir.   „Báðir þessir leikir voru hörku leikir á móti tveimur góðum liðum,“ segir Magnús Stefánsson fyrirliði ÍBV aðspurður út í leikina tvo. „Það hefur nú sýnt sig oftar en einu sinni í vetur að staða liðanna í deildinni segir ekkert endilega til um það hvernig leikurinn muni spilast. En mér fannst við vera hrikalega flottir í báðum þessum leikjum. Við erum að fá inn menn eins og Begga, Robba og Agga til baka úr meiðslum og þeir eru óðum að komast í rétta gírinn sem og markmennirnir okkar, þeir eru að hitna og eru farnir að skella í lás. Í raun og veru var enginn svakalegur munur á þessum tveimur leikjum. Góði kaflinn okkar er alltaf að lengjast og hann hélt áfram að gera það gegn Aftureldingu ætli það sé ekki stærsti munurinn.“ Þið eruð taplausir eftir áramót með fjóra sigra og eitt jafntefli. Er nokkuð sem bendir til þess að þið séuð að fara að gefa eftir? „Þetta hefur farið vel af stað fyrir okkur núna eftir áramót og það er mikill stígandi í leik okkar. Menn eflast með hverjum leiknum svo það er bara spennandi að sjá hvað gerist næstu vikurnar,“ segir Magnús að lokum.

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Mannlíf >>

Eyjahjartað - Guðmundur Andri, Egill Helga, Bubbi og Ómar Vald

Á morgun kl. 13.00 mæta þeir Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Egill Helgason fjölmiðlamaður, Bubbi Mortens tónlistarmaður og Ómar Valdimarsson blaðamaður með meiru í Sagnheima og ætla að segja frá þeim löngu liðnu dögum þegar þeir ungir og óábyrgir menn dvöldu í Vestmannaeyjum.   Það er Eyjahjartað sem stendur fyrir komu þeirra fjórmenninganna. Guðmundur Andri, Egill og Bubbi höfðu boðað komu sína síðasta haust en af því gat ekki orðið en nú eru þeir ákveðnir í að mæta og hefur Ómar Valdimarsson bæst í hópinn. Hingað til hafa brottfluttir Eyjamenn rifjað upp árin í Eyjum og hafa vinsældirnar farið sívaxandi. Í byrjun mars mættu hátt í 200 manns í Einarsstofu til að hlýða á Pál Magnússon á Símstöðinni, Gísla Pálsson á Bólstað og Brynju Pétursdóttir frá Kirkjubæ. Það verður örugglega fróðlegt að fá hina hliðina, heyra hvað þjóðþekktum einstaklingum finnst um þann tíma sem þeir voru í Eyjum. Er ekki að efa að þeir Guðmundur Andri, Egill, Bubbi og Ómar eiga eftir að koma með nýjan og skemmtilegan vinkil á lífið í Vestmannaeyjum á síðustu öld.   Þau sem standa að Eyjahjartanu eru Kári Bjarnason, Atli Ásmundsson, Þuríður Bernódusdóttir og Einar Gylfi Jónsson sem lofar góðri skemmtun á sunnudaginn. Í viðtali síðasta haust sagði Einar Gylfi um spjall sem hann, Atli og Þuríður áttu við Guðmund Andra, og Bubba: „Egill vann í Ísfélaginu eina vertíð og bjó hjá Óla í Suðurgarði sem segir allt sem segja þarf. Guðmundur Andri var í móttökunni í Ísfélaginu sumarið 1974 og bjó á verbúðinni þannig að þeir voru þar sem hjartað sló örast í Eyjum á þessum tíma.“ Bubbi var miklu lengur viðloðandi Eyjarnar. Allt frá árinu 1974 til 1980 að fyrsta platan hans, Ísbjarnarblús kom út. „Hann vann í Ísfélaginu, Fiskiðjunni og Vinnslustöðinni og bjó á verbúðunum, í Landlyst og Líkhúsinu. Hann kynntist mönnum eins og Einari klink og fleirum sem settu svip á mannlífið í Eyjum á þessum árum.“   „Ég og Þura stefnum á að koma og hlökkum mikið til. Það segir sitt um frásagnagleði þeirra félaga að málglatt fólk eins og við, Gylfi í Húsavík, Atli greifi og Þura í Borgarhól komu varla að orði þegar við hittum þá. Það var mikið hlegið og það verður ekkert öðruvísi í Sagnheimum á sunnudaginn,“ sagði Einar Gylfi að endingu.   Guðmundur Andri kallar erindi sitt Núll í tombólukassa. Minningar sumarstráks. Egill kallar sitt erindi Á vörubílspallinum hjá Stebba Ungverja en Bubbi er ekki með orðalengingar og kallar sína frásögn einfaldlega Hreistur. Ómar kallar sitt erindi, Fólkið mitt í Eyjum. Einar Gylfi flytur svo lokaorð fyrir hönd undirbúningsnefndar. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 13.00 í Sagnheimum á annarri hæð í Safnahúsinu. Kári vildi koma að þökkum til forvígismanna Eyjahjartans fyrir þeirra vinnu við að koma saman hverri dagskránni eftir aðra og hvetur sem flesta til að koma, hlusta á skemmtilega upprifjun einstaklinga sem dvöldu hér á mótunarárum og einfaldlega gleðjast með glöðum.    

Stjórnmál >>

Greinar >>

Georg Eiður - Gleðilegt sumar - Lundinn sestur upp

Að venju hefst sumarið hjá mér þegar lundinn sest upp og hann settist upp í gærkvöldi 16. apríl, sem er á þessum hefðbundna tíma. Kannski ekki beint sumarlegt veður í dag, en svona er nú einu sinni vorið okkar.   Ég ætla að vera nokkuð bjartsýnn með lunda sumarið í ár og finnst ég hafa ástæðu til, því eftir að hafa fengið nokkur þúsund bæjarpysjur bæði 2015 og 16, samfara miklu æti í sjónum allt í kring um landið og þá sérstaklega loðnu. Vonandi gengur það eftir.   Þann 28. febrúar sl. mætti ég á ágætan kynningarfund um þessa svokölluðu friðun fuglastofna í Vestmannaeyjum. Eins og við var að búast, þá eru eyjamenn almennt á móti þessu friðunar hjali, enda ekki góð reynsla af því þegar ríkið ræður yfir einhverju, samanber heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og niðurskurðum þar, en svona blasir þetta við mér.   Umhverfisráðherra getur að sjálfsögðu hvenær sem er sett á friðun, en að öllu eðlilegu, þá gerir ráðherrann það ekki nema beðið sé um. Verði friðunin hins vegar sett á, þá verður ráðherrann að taka ákvörðun og á þeim nótum bar ég upp eina spurningu í lok fundar, sem var þannig að ef við gefum okkur það að búið sé að setja þessa friðun á og ráðherra fái inn á sitt borð ósk Vestmannaeyjabæjar um að leyfa áfram nokkra veiðidaga, en líka inn á sitt borð yfirlýsingar frá Dr. Erpi og Dr. Ingvari, að veiðar í nokkurri mynd væru ekki sjálfbærar á nokkrun hátt. Svar fulltrúa ríkisins var eins og við var að búast, að auðvitað myndi ráðherrann fyrst og fremst horfa á niðurstöðu rannsóknaraðila, Dr. Erps og Dr. Ingvars.   Þess vegna er mikilvægr að þessi friðun verði aldrei sett á og mér er eiginlega alveg sama um, hvaða fármunir þekkingarsetur Vestmannaeyja telur sig geta haft út úr þessu. Ég verð einfaldlega alltaf á móti því að færa yfirráðarréttinn á nokkru hér í Eyjum til ríkisins, sporin hræða.   Það skiptir engu máli þó að ég sé hættur að veiða og ætli mér ekki að veiða lunda oftar í Eyjum að öllum líkindum, sem er ekki bara ákvörðun sem ég hef tekið, heldur fjöl margir aðrir veiðimenn og þar með sýnt og sannað að okkur er treystandi til þess að fylgjast með og vernda okkar eigin fuglastofna.   Lundinn mun koma til Eyja í milljónatali löngu eftir að við erum farin héðan.   Georg Eiður Arnarson.