Fréttatilkynning frá ÍBV - Matt Garner verður áfram hjá ÍBV

Fréttatilkynning frá ÍBV - Matt Garner verður áfram hjá ÍBV

Matt Garner verður áfram hjá ÍBV en hann skrifaði undir árs samning við félagið í dag. Matt er 32 ára vinstri bakvörður og spilaði 206 leiki með ÍBV frá árinu 2004 -2014 og skoraði 5 mörk áður en hann fótbrotnaði illa í leik á móti Keflavík undir lok tímabilsins 2014. Síðast liðið sumar var Matt lánaður til KFS í 3. deildinni til þess að koma sér í gang aftur eftir meiðslin og telur hann sig vera kominn í gott form aftur og á mikið inni. Mikil ánægja er að samningar náðust við þennan reynda leikmann við berum við miklar væntingar til hans á komandi tímabili. Áfram ÍBV! 

EM 2017 :: Landsliðkonur sátu fyrir svörum - Berglind Björg Þorvaldsdóttir

 Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að EM kvenna í knattspyrnu er komið á fullt en í gær spilaði íslenska liðið sinn fyrsta leik á mótinu, þá gegn Frakklandi. Í riðlakeppninni á Ísland næst leik gegn Sviss á laugardaginn og síðan Austurríki á miðvikudaginn í næstu viku. Eftir það skýrist svo hvort liðið mun komast upp úr riðlinum í 16 liða úrslit. Í hópnum að þessu sinni eru þó nokkrar Eyjastelpur en af þeim leikur aðeins ein með ÍBV en það er Sigríður Lára Garðarsdóttir. Þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir, leikmenn Breiðabliks, eiga báðar rætur að rekja til Vestmanneyja sem og systurnar Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur en þær eru báðar frá vegna meiðsla og taka ekki beinan þátt í mótinu. Blaðamaður hafði samband við landsliðskonurnar fimm, sem þrátt fyrir annir, gáfu sér tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir Eyjafréttir. Hér eru svör Berglindar Bjargar.   Aldur: 25 ára. Gælunafn: Begga, Bebba, Bergie, Beggz er svona helst. Helsta áhugamál fyrir utan fótbolta: Er algjör kvikmyndanörd og svo er golfið aðeins byrjað að kitla núna. Eftirlætis matur: Steiktur fiskur og kjúklingavængir. Versti matur: Reyktur matur. Uppáhalds drykkur fyrir utan vatn: Kristall. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar. Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Er algjör alæta á tónlist. En svona helst Radiohead, Hjálmar og Fleetwood Mac. Gætir þú verið án snjallsíma í heila viku: Já, ég held ég gæti það. Fyrsti leikur í meistaraflokki: 2007 á móti Þór/KA. Rútína á leikdegi: Engin ákveðin rútína en ég fer oftast á Nings í hádeginu. Hlusta á tónlist og fæ mér góðan kaffibolla. Grófasti leikmaður í landsliðinu: Sísí Lára, a.k.a. sláttuvélin. Besti samherji í landsliði og félagsliði: Það er geggjað að spila með þeim öllum. Hver er fyndnust í landsliðinu: Hallbera fær þennan titil. Erfiðasti mótherji sem þú hefur mætt á ferlinum: Hope Solo. Besta minning frá yngri flokkum: Þær eru mjög margar. Ætli það séu ekki bara allir titlarnir sem ég hef unnið með ÍBV og Breiðabliki. Svo varð ég einnig Dana Cup meistari með Breiðabliki. Besta minning á ferlinum: Bandaríkjameistari með Florida State háskólanum og Bikarmeistari með Breiðabliki 2016. Mestu vonbrigði á ferlinum: Þegar ég reif vöðva aftan í læri árið 2014. Er ennþá að díla við þau meiðsli. Draumalið til að spila með: Barcelona. Hefur þú fengið spjald fyrir dýfu: Nei, er ekki mikið að vinna með dýfurnar. Fylgist þú mikið með fótbolta? Ef svo er hvert er þitt uppáhaldslið: Já, mjög mikið. Manchester United er mitt lið. Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, ég fylgist með handbolta og aðeins amerískum fótbolta. Besti íþróttalýsandinn: Gummi Ben. Uppáhalds íþróttamaður í sögunni: Ruud van Nistelrooy. Ef þú mættir breyta einhverju við fótbolta, hvað væri það: Engu held ég bara. Hver mun skora fyrsta mark íslenska landsliðsins á EM í Hollandi: Kemur í ljós.

EM 2017 :: Landsliðkonur sátu fyrir svörum - Sigríður Lára Garðarsdóttir

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að EM kvenna í knattspyrnu er komið á fullt en í gær spilaði íslenska liðið sinn fyrsta leik á mótinu, þá gegn Frakklandi. Í riðlakeppninni á Ísland næst leik gegn Sviss á laugardaginn og síðan Austurríki á miðvikudaginn í næstu viku. Eftir það skýrist svo hvort liðið mun komast upp úr riðlinum í 16 liða úrslit. Í hópnum að þessu sinni eru þó nokkrar Eyjastelpur en af þeim leikur aðeins ein með ÍBV en það er Sigríður Lára Garðarsdóttir. Þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir, leikmenn Breiðabliks, eiga báðar rætur að rekja til Vestmanneyja sem og systurnar Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur en þær eru báðar frá vegna meiðsla og taka ekki beinan þátt í mótinu. Blaðamaður hafði samband við landsliðskonurnar fimm, sem þrátt fyrir annir, gáfu sér tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir Eyjafréttir. Hér eru svör Sigríðar Láru.     Aldur: 23 ára. Gælunafn: Sísí. Helsta áhugamál fyrir utan fótbolta: Golf og útivera. Eftirlætis matur: Allt sem mamma eldar, en ef ég á að velja eitt þá er það fiskur. Versti matur: Kjötfars er ekki í miklu uppáhaldi. Uppáhalds drykkur fyrir utan vatn: Kristall. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Það toppar ekkert sumarkvöld í Vestmannaeyjum. Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Á engan uppáhalds tónlistarmann, hlusta eiginlega á flest allt. Gætir þú verið án snjallsíma í heila viku: Já, ég held ég gæti gert það! Fyrsti leikur í meistaraflokki: Það var árið 2009, þá 15 ára gömul. Rútína á leikdegi: Þegar ég spila með ÍBV þá reyni ég að hafa svipaða rútínu á leikdegi, en hann byrjar á góðum morgunmat, fer í vinnu til hádegis, borða orkuríkan hádegismat, eftir það tek ég mér stutta lögn og síðan er það fundur með liðinu og svo er ég mætt rúmlega einum og hálfum tíma fyrir leik inn í klefa að undirbúa mig. Grófasti leikmaður í landsliðinu: Sara Björk fær þennan titil. Besti samherji í landsliði og félagsliði: Ég get ekki gert upp á milli bæði hjá landsliðinu og með ÍBV. Þær eru allar frábærir samherjar. Mér finnst mjög gott að spila með Söru Björk á miðjunni með landsliðinu, hún er algjör baráttujaxl og mikill leiðtogi. Hver er fyndnust í landsliðinu: Berglind Björg kemur mér alltaf til að hlægja. Erfiðasti mótherji sem þú hefur mætt á ferlinum: Spánn og Brasilía. Besta minning frá yngri flokkum: Öll mótin sem ég fór á með ÍBV. Besta minning á ferlinum: Það er margt sem kemur upp í hugann, en undanúrslitaleikur í bikar á móti Þór/KA í fyrra, sumarið 2011 þegar við lentum í 2. sæti á fyrsta tímabilinu í Pepsi-deildinni og svo var fyrsti landsleikurinn á Laugardalsvelli á móti Brasilíu núna í júní, ógleymanleg minning. Mestu vonbrigði á ferlinum: Tap í bikarúrslitaleiknum í fyrra á móti Breiðablik. Draumalið til að spila með: Draumurinn er að fara út í atvinnumennsku í lið í Svíþjóð eða Þýskalandi. Hefur þú fengið spjald fyrir dýfu: Nei, aldrei. Fylgist þú mikið með fótbolta? Ef svo er hvert er þitt uppáhaldslið: Já, er dugleg að fylgjast með fótbolta bæði hér heima og erlendis. ÍBV, Manchester United og Barcelona eru mín lið. Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, fylgist með handbolta, körfubolta og golfi. Besti íþróttalýsandinn: Gummi Ben. Uppáhalds íþróttamaður í sögunni: Michael Jordan. Ef þú mættir breyta einhverju við fótbolta, hvað væri það: Ég myndi ekki vilja breyta neinu, hann er fullkominn. Hver mun skora fyrsta mark íslenska landsliðsins á EM í Hollandi: Dagný Brynjars.  

EM 2017 :: Landsliðkonur sátu fyrir svörum - Elísa Viðarsdóttir

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að EM kvenna í knattspyrnu er komið á fullt en í gær spilaði íslenska liðið sinn fyrsta leik á mótinu, þá gegn Frakklandi. Í riðlakeppninni á Ísland næst leik gegn Sviss á laugardaginn og síðan Austurríki á miðvikudaginn í næstu viku. Eftir það skýrist svo hvort liðið mun komast upp úr riðlinum í 16 liða úrslit. Í hópnum að þessu sinni eru þó nokkrar Eyjastelpur en af þeim leikur aðeins ein með ÍBV en það er Sigríður Lára Garðarsdóttir. Þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir, leikmenn Breiðabliks, eiga báðar rætur að rekja til Vestmanneyja sem og systurnar Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur en þær eru báðar frá vegna meiðsla og taka ekki beinan þátt í mótinu. Blaðamaður hafði samband við landsliðskonurnar fimm, sem þrátt fyrir annir, gáfu sér tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir Eyjafréttir. Hér eru svör Elísu.   Aldur: 26 ára. Gælunafn: Sumir kalla mig Ellu, ég er ekki hrifin af því. Helsta áhugamál fyrir utan fótbolta: Ég hef ótrúlega gaman af því að elda góðan mat og fá gesti í heimsókn, góðar samverustundir með vinum og fjölskyldu eru dýrmætar stundir. Eftirlætis matur: Ég elska fisk. Versti matur: Enginn sérstakur. Uppáhalds drykkur fyrir utan vatn: Americano. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar slær öllu við. Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Coldplay hefur alltaf verið uppáhalds annars er ég hrifin af íslenskri stuð tónlist. Gætir þú verið án snjallsíma í heila viku: Ég gæti það en það væri erfitt. Fyrsti leikur í meistaraflokki: 2007 í bikarkeppni með ÍBV. Rútína á leikdegi: Ég borða hollan en orkuríkan mat jafnt og þétt yfir daginn, ég reyni líka að safna jákvæðri orku með því að fara í göngutúr og að lokum stunda ég hugarþjálfun þar sem ég fer yfir leikinn í huganum. Grófasti leikmaður í landsliðinu: Engin leiðinlega gróf en margar ákveðnar, Sif Atla lætur finna fyrir sér. Besti samherji í landsliði og félagsliði: Ég er í frábæru landsliði og félagsliði og með marga góða leikmenn í kring um mig en Margrét Lára hefur gæði sem enginn annar hefur. Hver er fyndnust í landsliðinu: Arna Sif og Berglind Björg eru eitt grillað gengi. Erfiðasti mótherji sem þú hefur mætt á ferlinum: Það var erfitt að spila við Mörtu da Silva, hún er ótrúlega hröð, teknísk og með mikinn leikskilning. Besta minning frá yngri flokkum: Ég var heppin að fá að vera í frábæru liði upp alla yngri flokka. Við vorum mjög sigursæll flokkur og unnum flest allt sem hægt var að vinna, það er mjög eftirminnilegt ásamt öllum ferðalögunum upp á land. Besta minning á ferlinum: Fyrsti A-landsleikurinn. Mestu vonbrigði á ferlinum: Krossbandaslit núna í apríl 2017. Draumalið til að spila með: Ég væri mikið til í að spila fyrir Barcelona. Hefur þú fengið spjald fyrir dýfu: Nei. Fylgist þú mikið með fótbolta? Ef svo er hvert er þitt uppáhaldslið: Já, Manchester United. Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, ég hef mikið gaman af handbolta. Besti íþróttalýsandinn: Gummi Ben er bæði skemmtilegur og kemur með flottar athugasemdir. Uppáhalds íþróttamaður í sögunni: Michael Jordan var mjög módiverandi. Ef þú mættir breyta einhverju við fótbolta, hvað væri það: Ég hef aldrei skilið af hverju undirbuxur og teip þurfi að vera í sama lit og stuttbuxurnar og sokkarnir. Hver mun skora fyrsta mark íslenska landsliðsins á EM í Hollandi: Sif Atla úr föstu leikatriði.    

EM 2017 :: Landsliðkonur sátu fyrir svörum - Margrét Lára Viðarsdóttir

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að EM kvenna í knattspyrnu er komið á fullt en í gær spilaði íslenska liðið sinn fyrsta leik á mótinu, þá gegn Frakklandi. Í riðlakeppninni á Ísland næst leik gegn Sviss á laugardaginn og síðan Austurríki á miðvikudaginn í næstu viku. Eftir það skýrist svo hvort liðið mun komast upp úr riðlinum í 16 liða úrslit. Í hópnum að þessu sinni eru þó nokkrar Eyjastelpur en af þeim leikur aðeins ein með ÍBV en það er Sigríður Lára Garðarsdóttir. Þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir, leikmenn Breiðabliks, eiga báðar rætur að rekja til Vestmanneyja sem og systurnar Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur en þær eru báðar frá vegna meiðsla og taka ekki beinan þátt í mótinu. Blaðamaður hafði samband við landsliðskonurnar fimm, sem þrátt fyrir annir, gáfu sér tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir Eyjafréttir. Hér eru svör Margrétar Láru Viðarsdóttur.   Aldur: 31 árs. Gælunafn: Ekkert gælunafn, bara kölluð Margrét. Helsta áhugamál fyrir utan fótbolta: Aðrar íþróttir, fjölskyldan og ferðalög. Eftirlætis matur: Nautakjöt með öllu tilheyrandi. Versti matur: Humar. Uppáhalds drykkur fyrir utan vatn: Kaffi. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar, á fallegu sumarkvöldi. Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Ég er mikið fyrir allt sem er íslenskt þannig að Kaleo, Bubbi og Sálin eru í miklu uppáhaldi. Gætir þú verið án snjallsíma í heila viku: Já, ekkert mál. Fyrsti leikur í meistaraflokki: Það var með ÍBV árið 2002, minnir mig. Rútína á leikdegi: Engin sérstök rútína þannig ég passa bara alltaf upp á að sofa og nærast vel nokkrum dögum fyrir leik. Svo finnst mér hjálpa mikið að stunda hugarþjálfun kvöldi fyrir leik. Grófasti leikmaður í landsliðinu: Sigríður Lára og Sara Björk mega deila þessum titli sín á milli. Þær gefa ekkert eftir. Besti samherji í landsliði og félagsliði: Ég hef verið heppin að spila með mörgum af bestu leikmönnum heims, hins vegar á ég Olgu Færseth mikið að þakka og elskaði að spila með henni á sínum tíma. Hún fær þann titil ásamt Elísu systur. Það er eitthvað sérstakt að spila með systur sinni. Hver er fyndnust í landsliðinu: Það eru margir skemmtilegir karakterar í hópnum en Elísa og Gugga eru með góðan húmor. Erfiðasti mótherji sem þú hefur mætt á ferlinum: Þýska landsliðið eins og það leggur sig. Besta minning frá yngri flokkum: Ég á margar frábærar minningar frá tímum mínum í Tý og ÍBV. Við unnum alltaf öll mót í öllum flokkum sem var mjög skemmtilegt. Besta minning á ferlinum: Að vera valin íþróttamaður ársins 2007, ógleymanleg stund. Mestu vonbrigði á ferlinum: Krossbandaslitin mánuði fyrir EM. Draumalið til að spila með: Landsliðið er alltaf draumalið mitt. Hefur þú fengið spjald fyrir dýfu: Nei. Fylgist þú mikið með fótbolta? Ef svo er hvert er þitt uppáhaldslið: Já, alltof mikið örugglega. Ég missi varla af leik hjá mínum liðum ÍBV, Val og United. Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, ég fylgist mikið með handbolta og nánast öllum íþróttum. Besti íþróttalýsandinn: Gummi Ben. Uppáhalds íþróttamaður í sögunni: Michael Jordan. Ef þú mættir breyta einhverju við fótbolta, hvað væri það: Að það megi fagna með því að fara úr treyjunni. Hver mun skora fyrsta mark íslenska landsliðsins á EM í Hollandi: Sara Björk með skalla eftir fast leikatriði.        

Ungir Eyjapeyjar tóku þátt í N1 mótinu síðustu helgi

Árlegt N1 mót fór fram um helgina en það er ætlað drengjum í 5. flokki í knattspyrnu. Að þessu sinni mætti ÍBV með sex lið til leiks. Árangur liðanna var misjafn eins og við mátti búast en reynslan sem leikmenn taka frá mótinu jafn dýrmæt. Fyrirkomulagið á mótinu er þannig að spilað er í riðlum í deildum sem nefnast eftir eftirfarandi löndum: Argentína, Brasilía, Chile, Danmörk, England, Frakkland og Grikkland. Blaðamaður ræddi við Guðmund Tómas Sigfússon, þjálfara ÍBV á mótinu, en hann var heilt yfir ánægður með ferðina norður.    „Þetta gekk nokkuð ágætlega, fyrir utan það að ÍBV 5 náði ekki að sigra leik, en þeir hefðu hæglega getað unnið Fram 6, sem unnu einmitt ensku deildina. Þeir voru virkilega óheppnir í sínum leikjum,“ sagði Guðmundur Tómas og hélt áfram á svipuðum nótum. „ÍBV 2 var á leiðinni í undanúrslit í brasilísku deildinni en KA 2 jafnaði þegar það voru 15 sekúndur eftir og þá fór leikurinn í vító þar sem við töpuðum í þreföldum bráðabana. ÍBV 3 tapaði síðustu tveimur leikjum sínum í vítakeppni og hefðu því getað verið ofar í töflunni. Þeir unnu til að mynda Dalvík 1 sem enduðu í 9. sætinu.“   Gáfu sterkum liðum ekkert eftir ÍBV 1 spilaði mjög vel að sögn Guðmundar og gáfu sterkum liðum á mótinu ekkert eftir. „Þeir spiluðu betur og betur þegar á leið á mótið og voru óheppnir að tapa næst síðasta leiknum í vítakeppni. Margir strákar þar tóku miklum framförum þegar leið á mótið. ÍBV 4 átti mjög erfitt uppdráttar til að byrja með en þeim óx ásmegin þegar leið á mótið. Þeir fóru að spila aðeins harðar og fengu trú á eigin hæfileikum sem skilaði þeim tveimur sterkum sigrum og t.a.m. sigri í lokaleiknum sínum. ÍBV 6 kom skemmtilega á óvart og sigraði tvo leiki og gerði eitt jafntefli. Þeir voru óheppnir að tapa fyrir KR 8, 1:0 í fyrsta leiknum, sem unnu síðan riðilinn og enduðu í 6. sæti mótsins. Þeir unnu Hauka í næst síðasta leik sínum og spiluðu virkilega vel allt mótið.“    „Heilt yfir var mjög skemmtilegt að vera með strákunum og mótinu og alltaf gaman að fylgjast með þeim í leikjunum. Leikskilningur leikmanna eykst alltaf gríðarlega á mótum eins og þessu. Nú vona ég að allir þeir leikmenn sem komu með á mótið leggi hart að sér út sumarið til þess að vaxa enn meira í knattspyrnunni. Þá vil ég nota tækifærið og þakka öllum þeim foreldrum sem fylgdu sínum strákum á mótið og einnig frábærum fararstjórum,“ sagði Guðmundur Tómas að lokum.    

Stjarnan Orkumótsmeistari eftir sigur í vítaspyrnukeppni - myndir

Hið árlega Orkumót fór fram í þar síðustu viku með öllu tilheyrandi en Orkumótið er knattspyrnumót fyrir 6. flokk drengja. Í ár voru það 112 lið frá 37 félögum sem tóku þátt og voru í heildina spilaðir 560 leikir. Mótið hófst á fimmtudag og síðustu leikir spilaðir á laugardaginn. Í ár var það Stjarnan 1 sem hampaði Orkumótsbikarnum eftir að hafa lagt Gróttu 1 að velli í vítaspyrnukeppni en staðan var 0:0 eftir venjulegan leiktíma. Lið ÍBV 1spilaði til úrslita um Heimaeyjarbikarinn en þar töpuðu Eyjamenn Þrótti 1, lokastaða 1:3. ÍBV 2 hlaut sömu örlög í úrslitum um Helgafellsbikarinn en þar tapaði liðið líka 1:3 fyrir Snæfellsnesi 1.   Úrslit mótsins:   Heimaeyjarbikarinn: 1. Þróttur R. 2  2. ÍBV 1    Eldfellsbikarinn: 1. Grótta 2  2. Vestri 2    Álseyjarbikarinn:  1. KA 3  2. HK 3    Elliðaeyjarbikarinn:  1. HK 1  2. KR 1    Stórhöfðabikarinn:  1. Höttur 1  2. Dalvík 1    Heimaklettsbikarinn: 1. HK 2  2. Þróttur R. 3    Surtseyjarbikarinn:  1. Breiðablik 5  2. Álftanes    Bjarnareyjarbikarinn: 1. Valur 1  2. FH 1    Helliseyjarbikarinn:  1. Stjarnan 4  2. Þróttur V    Suðureyjarbikarinn:  1. Stjarnan 2  2. Þór 3    Ystaklettsbikarinn: 1. Þór 4  2. Valur 4    Helgafellsbikarinn: 1. Snæfellsnes 1  2. ÍBV 2    Orkumótsbikarinn:  1. Stjarnan 1  2. Grótta 1  Háttvísi KSÍ:  ÍR, Þróttur R., Skallagrímur og IFK Aspudden-Tellus    Prúðustu liðin:  ÍA og Fjarðabyggð   Orkumótsliðið 2017:   Tómas Óli Kristjánsson (Stjarnan),    Thomas Ari Arnarsson (Breiðablik),    Atli Hrafn Hjartarson (Stjarnan),    Andri Erlingsson (ÍBV),    Benedikt Jóel Elvarsson (Valur),    Björgvin Brimi Andrésson (Grótta),    Dagur Már Sigurðsson (ÍR),    Daníel Erick Clarke (Keflavík),    Viktor Nói Viðarsson (FH),    Örn Bragi Hinriksson (Þróttur Reykjavík),    Tómas Johannessen (Grótta),    Andri Kári Unnarsson (HK).     Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta, var að sjálfsögðu á staðnum á meðan á mótinu stóð og tók meðfylgjandi myndir.    

Íslandsmót í holukeppni fór fram í Eyjum: Egill og Guðrún fögnuðu sigri

Íslandsmótið í holukeppni, KPMG - bikarinn, fór fram í Vestmannaeyjum um helgina. Þar sem 32 karlar og 16 konur tóku þátt. Eins og kom fram í Eyjafréttum í síðustu viku var ákveðið, vegna ástands nokkurra flata vallarins, að leika einungis á 13 af 18 holum vallarins. Á fyrstu stigum mótsins réðust leikirnir á 13 holum en í undanúrslitum sem og úrslitum voru leiknir tveir hringir eða 26 holur. Óhætt er að segja að veðrið hafi spilað stóra rullu á mótinu en keppendur fengu allt frá roki og rigningu yfir í sól og blíðu. Kylfingarnir sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn létu þó hvorki holufjölda né úrhelli ekki slá sig út af laginu og Í karlaflokki bar Egill Ragnar Gunnarsson, frá GKG, sigurorð af Alfreð Brynjari Kristinssyni eftir að hafa haft forystu allan leikinn. Í kvennaflokki áttust við þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Helga Kristín Einarsdóttur en báðar eru þær úr golfklúbbnum Keili. Eftir harða baráttu var það Guðrún Brá sem stóð uppi sem sigurvegari en hún hafði þriggja holu forskot þegar einungis tvær voru eftir. Í samtali við golf.is á sunnudaginn sagðist hinn tvítugi Egill Ragnar hafi notið þess að spila þrátt fyrir erfiðar aðstæður. „Þetta var æðislegt ég naut þess virkilega að spila. Það var mjög blautt í morgun og svolítið erfitt að kljást við þungan völlinn en veðrið skánaði eftir hádegið og svo var þetta orðið mjög gott í endann.“ Guðrún Brá tók í svipaðan streng. „Við fengum sýnishorn af því sem íslensk veðrátta býður upp á á þessu Íslandsmeistaramóti. Grenjandi rigningu í dag, sjúklega gott verður á laugardaginn og meira að segja haglél á föstudaginn. Þetta slapp þó í morgun af því að það var enginn vindur.“  

Cloé Lacasse tryggði ÍBV sigur á KR

 ÍBV og KR mættust í tíundu umferð Pepsi-deildar kvenna í gær þar sem Eyjakonur unnu góðan 0:2 sigur á heimakonum.   Fyrir leikinn voru KR-ingar í sjöunda sæti deildarinnar með sex stig en ÍBV í fjórða sæti með 19 stig. Eins og kannski flestir vita voru Eyjakonur að spila á föstudaginn í Borgunarbikarnum og því hvíldin af skornum skammti miðað við lið KR-inga sem fékk viku til að skríða saman eftir fimm marka tap gegn Valskonur í umferðinni á undan.   Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 25. mínútu leiksins en þar var að verki hin kanadíska Cloé Lacasse eftir sendingu frá Katie Kraeutner. Fram að þessu að hafði verið mikið jafnræði með liðunum. Fimm mínútum áður en flautað var til hálfleiks komst Kristín Erna Sigurásdóttir í upplagt marktækifæri en skot hennar geigaði. Staðan var því 0:1 þegar gengi var til búningsherbergja í hálfleik.   Strax á 53. opnuðu liðsmenn ÍBV vörn KR-inga upp á gátt en tilraun Kristínar Ernu rataði framhjá markinu. Nokkrum mínútum síðar þurfti Adelaide Gay að taka á honum stóra sínum í marki ÍBV en þá slapp Sigríður María Sigurðardóttir ein í gegn. Undir lok leiks voru heimamenn í KR komnir framarlega á völlinn til að freista þess að ná jöfnunarmarki en í staðinn  tvöfaldaði Cloé forystuna fyrir ÍBV og úrslitin ráðin og fjórði deildarsigur ÍBV í röð staðreynd.   Næsti leikur liðsins er á sunnudaginn en þá koma Valskonur í heimsókn.

Breiðablik sigraði TM mótið eftir úrslitaleik við Val

TM mótið eða Pæjumótið eins og það er oft kallað fór fram í þar síðustu viku en það er knattspyrnumót ætlað stelpum í 5. flokki. Mótið hófst á fimmtudag og lauk á laugardaginn með úrslitaleikjum. Að þessu sinni voru 84 lið frá 26 félögum sem tóku þátt í mótinu en það er aukning um átta lið. Í ár varð Breiðablik 1 TM móts meistari eftir sigur á Val 1 sem einmitt vann mótið í fyrra. Leikurinn fór 1-1 en þar sem að mark Breiðabliks kom fyrr urðu þær grænklæddu sigurvegarar. ÍBV 1 náði ágætis árangri á mótinu og spilaði um þriðja sætið en tapaði fyrir Stjörnunni 1, lokastaða 0:3.   Mótstjórinn hæst ánægður með útkomuna Þegar blaðamaður ræddi við Sigríði Ingu Kristmannsdóttur, mótstjóra, eftir helgina sagði hún mótið hafa gengið snurðulaust og vel fyrir sig, hvert sem á var litið. „Í dag er nær allt starf í kringum mótið orðið fjáraflanir fyrir iðkendur félagsins, sem rennur beint í ferðasjóð þeirra,“ sagði Sigríður Inga en á annað hundrað manns komu með einum eða öðrum hætti að þessari fjáröflun. „Svo erum við með í kringum 40 dómara sem fyrirtæki í bænum lána okkur yfir mótið og viljum við koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra. Mótið gekk í alla staði mjög vel, ef við horfum framhjá veðrinu á föstudaginn. Við fengum mikið hrós frá félögunum fyrir dagskrána, matinn, dómarana og að allar tímasetningar hafi staðist.“ Þrátt fyrir að Pæjumótið snúist fyrst og fremst um fótbolta þá er hæfileikakeppnin ávallt einn af hápunktum helgarinnar. „Í hæfileikakeppninni koma öll félög með atriði. Það er ýmist söngur eða dans, og allt frá einni stelpu upp í 30 stelpur í atriðunum. Í ár fengu KA stelpur verðlaun fyrir frumlegasta atriðið og Víkings stelpur fyrir flottasta atriðið. Ingó Veðurguð átti síðan að sjá um ball eftir hæfileikakeppnina en varð veðurtepptur í Reykjavík þar sem það var ekki flug á föstudag og hann rétt missti af Herjólfi. En við vorum svo heppin að Hreimur Örn var hérna sem foreldri og gátum við dobblað hann í að redda okkur. Það var mikið stuð á ballinu, dansað og sungið með,“ sagði Sigríður Inga. Á mótinu voru spilaðir 415 leikir allt í allt en öll úrslit eru inni á tmmotid.is. Sunna Daðadóttir, dóttir Þóru Hrannar Sigurjónsdóttur og Daða Pálssonar, var fulltrúi ÍBV í landsleiknum og var hún var einnig kosin í lið mótsins á lokahófinu.  

Sísí í lokahóp á EM

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, tilkynnti í hádeginu lokahópinn fyrir Evrópumótið í Hollandi sem fram fer í næsta mánuði. Sigríður Lára Garðarsdóttir, leikmaður ÍBV, er í hópnum en hún hefur verið að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu undanfarna mánuði.  Fanndís Friðriksdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmenn Breiðabliks, eru einnig í hópnum en þær hafa átt fast sæti um árabil. Systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur munu ekki taka þátt að þessu sinni en þær eru báðar frá vegna meiðsla.   Stelpurnar okkar hefja leik á EM 18. júlí á móti stórliði Frakklands en í riðlinum eru einnig Sviss og Austurríki.   Hópurinn í heild sinni:   Markverðir: 1. Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården 13. Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki 12. Sandra Sigurðardóttir, Val   Varnarmenn: 11. Hallbera G. Gísladóttir, Djurgården 4. Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna 3. Ingibjörg Sigurðardóttir, Breiðabliki 2. Sif Atladóttir, Kristianstad 19. Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 22. Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki 21. Arna Sif Ásgrímsdóttir, Valur   Miðjumenn: 23. Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki 10. Dagný Brynjarsdóttir, Portland Thorns 5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Vålerenga 7. Sara Björk Gunnarsdóttir, Woflsburg 8. Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV 14. Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val 6. Hólmfríður Magnúsdóttir, KR   Sóknarmenn: 17. Agla María Albertsdóttir, Stjörnunni 15. Elín Metta Jensen, Val 9. Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjörnunni 16. Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni 18. Sandra María Jessen, Þór/KA 20. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki      

Myndasafnið >>

Öldudufl við Landeyjahöfn

Öldudufl við Landeyjahöfn

Mannlíf >>

Stjórnmál >>

Greinar >>

Sjómannadagurinn í Vestmannaeyjum

Sjómannadagurinn hefur alltaf verið hátíðisdagur í mínum huga frá því ég man eftir mér. Á Siglufirði var Sjómannadagurinn stór hátíð þar sem sjómenn tókust á í hinum ýmsu keppnisgreinum skunduðu svo á ball á Hótel Höfn og tóku það stundum óklárt. Knattspyrnu á malarvellinum í sjóstökkum og bússum man ég eftir. Stakkasund í höfninni og reiptog. Keppni í netabætingu, kappróður og margt fleira. Í minningunni skipti þetta miklu máli fyrir unga drengi. Þeir urðu margir ákveðnir að verða kaldir kallar eins og sjóararnir, með uppbrettar ermar á köflóttu vinnuskyrtunum. Ég var einn þeirra sem fetaði þann veg að verða sjómaður og sé ekki eftir því. Ekki var maður burðugur fyrstu túrana en þetta hafðist allt með aðstoð og kennslu góðra sjómanna. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að lenda með góðum skipstjórum og áhöfnum. Nú er Sjómannadagurinn nánast aflagður á Siglufirði en þeir í austurbænum, Ólafsfirði hafa tekið upp merkið og halda veglega uppá daginn.   Dansað á þremur stöðum Ég og mín fjölskylda fluttum til Eyja 1989. Þá voru dansleikir og skemmtanir í þremur húsum. Höllinni, Alþýðuhúsinu og Kiwanishúsinu. Líklega um sex- til sjö hundruð manns þegar allt er talið. Og enn fleiri á dansleikjunum eftir skemmtanirnar. Þetta voru góðir og skemmtilegir tímar. Minn fyrsti Sjómannadagur í Eyjum var 1989. Þá fórum við áhöfnin á Frigginni sem Magni Jó var með, í Höllina til Pálma Lór og vorum niðri á Mylluhól. Einn bar var á hæðinni og sú sem sá um barinn þurfti að bregða sér í eldhúsið til að uppvarta. Komin var löng röð við barinn. Þá brá ég mér innfyrir barborðið og afgreiddi brennivín ofan í þyrsta sjómenn, tvöfaldan, þrefaldan og black russian. Þangað til ég sá bardömuna koma til baka. Enginn þurfti að borga á barnum hjá mér. Fyrirgefðu Pálmi minn.   Í Sjómannadagsráði Eftir nokkur ár í Eyjum var ég kominn í Sjómannadagsráð fyrir Jötunn og ekki varð aftur snúið. Afskaplega skemmtilegur tími að skipuleggja og vinna við Sjómannadaginn. Margir sjómenn sem maður hefur unnið með gegnum árin við skipulagningu og vinnu við daginn. Við þá segi ég takk fyrir samstarfið drengir þetta var stundum erfitt en á endanum alltaf gaman og gefandi. Að standa með sinn félagsfána við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra við Landakirkju á Sjómannadegi og hlusta á Snorra Óskarsson minnast okkar föllnu félaga er í raun einstakt og ómetanlegt í minningunni. Þar drjúpum við sjómenn höfði fyrir Guði og mönnum. Við finnum fyrir smæð okkar fyrir Almættinu og náttúruöflunum. Sjómannadagurinn hefur alltaf verið hátíðisdagur í Eyjum og er enn. Sjómennirnir sjálfir hafa borið merkið, skipulagt og unnið vinnuna kringum hátíðina. Þannig viljum við hafa það. Við peyjana í Sjómannadagsráði segi ég, þið eruð dugnaðarforkar og sjómannastéttinni til sóma.   Sjómenn, fjölskyldur og allir Vestmannaeyingar til hamingju með Sjómannadaginn og mætum öll á viðburði helgarinnar.   Með Sjómannadagskveðju Valmundur Valmundsson