Móttökuhátíð í stað busunar - myndir

Móttökuhátíð í stað busunar - myndir

 Busun nýnema í Framhaldsskóla Vestmannaeyja er liðin tíð og í hennar stað hittast krakkarnir, í að virðist, skemmtilegu hópefli sem nefnist móttökuhátíð. Fór umrædd móttökuhátíð fram í dag og eins og meðfylgjandi myndir sýna var mikið fjör hjá nemendum skólans, þó svo engin hafi verið krotaður í framan, makaður með slori eða niðurlægður á einn eða annan hátt. Heimur batnandi fer?
 

ÍBV og Heimir Hallgrímsson koma víða við í nýja spilinu Beint í mark

 Eyjamaðurinn og ritstjóri 433.is, Hörður Snævar Jónsson var að gefa út, ásamt félögum sínum spilið Beint í mark. Hörður Snævar sem er sonur Öldu Harðardóttur er fæddur og uppalinn fyrstu árin sín í Vestmannaeyjum. Hann fékk fótboltaáhugann ungur að árum en hann var farinn að mæta á allar æfingar og leiki hjá meistaraflokki ÍBV aðeins 6 ára gamall. Spilið Beint í mark sem kemur í búðir á næstu dögum er spil um fótbolta og allt sem honum viðkemur. Hörður segir spilið fjölbreytt, skemmtilegt og fyrir alla fjölskylduna. Þar sem fótbolti er mjög vinsæll hér á landi fannst félögunum vanta slíkt á markað hér á landi.   Hvaðan kemur fótboltaáhuginn? Þetta byrjaði mjög snemma. Þegar maður ólst upp í Eyjum komst ekkert annað að hjá manni en ÍBV. 6 og 7 ára gamall var ég mættur á allar æfingar ÍBV í meistaraflokki í fótbolta og var boltasækjari, það gerði svo mikið fyrir ungan dreng að fá alltaf að fara inn í klefa eftir hverja einustu æfingu og spjalla við strákana. Oftar en ekki var það svo Gunnar Sigurðsson þá markvörður ÍBV sem gaf mér súkkulaði sem laun og skutlaði mér svo heim af æfingum. Síðan þá hefur áhuginn alltaf verið til staðar, maður var ekki nógu góður til að spila fótbolta á hæsta stigi þannig að maður fann leiðir til þess að starfa í kringum áhugamálið með öðrum hætti.   Hvernig spil er þetta og fyrir hverja er spilið? Spil er eitthvað sem flestir Íslendingar kannast við að spila um jólin, fótboltinn hefur svo aldrei verið vinsælli á Íslandi og því fannst okkur vanta slíkt spil á markað. Við ákváðum strax frá byrjun að spilið yrði fyrir alla aldurshópa. Því er hvert spjald með styrkleikaskiptum spurningum, um er að ræða þrjá styrkleikaflokka. Krakkarnir hafa því gaman af spilinu líkt og fullorðnir. Þeir sem vita lítið geta spilað og þeir sem eru að eigin sögn algjörir sérfræðingar fá líka spurningar við sitt hæfi. Spurt er út í alla anga fótboltans, karla- og kvennafótbolta og fótboltann hér heima og erlendis.   Aðspurður um hvort okkar fólk frá ÍBV og Heimir Hallgrímsson kæmu við í spilinu var svarið jákvætt, „að sjálfsögðu og það talsvert mikið. Heimir hefur unnið hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar ásamt strákunum í landsliðinu. Einn af landsliðsmönnunum, Jóhann Berg Guðmundsson er einn af höfundum spilsins. Landsliðið leikur því stóran þátt í spilinu. Einnig kemur ÍBV talsvert við sögu ásamt þeim frábæru knattspyrnukonum sem ÍBV hefur framleitt, enda spilið mjög fjölbreytt þó aðeins sé spurt út í fótbolta,“ sagði Hörður.

Páll Marvin: Ey stökkpallur inn á stóra sviðið

EY vekur athygli Það er ánægjulegt að markaðsátakið EY vekur athygli og knýr fram viðbrögð enda kannski skiljanlegt þar sem þetta er í fyrsta skipti bærinn ræðst í átak af þessu tagi. Það er einnig gott að fá ábendingar um hvað er hægt að bæta. Auðvitað eru ekki alltaf allir sammála um aðferðafræðina og síðan eru sumir bara í þannig gír eða úr garði gerðir að þeir ætla rífa niður, sama hvað. Líklega hefði ekki skipt neinu máli hvernig þetta verkefni hefði farið af stað þessir aðilar hefðu ekki getað annað en rifið það niður.   En gagnrýni á fyllilega rétt á sér og ber ávallt að taka til skoðunar, þó svo að tilgangur hennar sé ekki alltaf hvatning til að gera betur.     Vonandi stökkupallur inn á stóra sviðið Eyjarnar búa yfir fagfólki á mörgum sviðum, fagfólki sem er vel samkeppnishæft innanlands og jafnvel á alþjóðavettvangi. Verkefnið EY er einmitt ætlað að styðja við bakið á þessu fólki, setja það í forgrunn, kynna það fyrir Vestmannaeyingum, landsmönnum og síðan alþjóð. Verkefnið á ekki að hjálpa þessu fólki með því að kaupa einskiptis þjónustu af viðkomandi, heldur að búa til jarðveg og grunn þar sem þetta fólk, hvort sem það er kokkur, tónlistarmaður, ljósmyndari, jógakennari eða annar fagaðili fær stökkpall inn á stóra sviðið.   ​Gagnrýni á að við séum ekki ráða heimamenn í verkefnið er gagnrýni sem við tökum alvarlega, því Vestmannaeyjabær hefur ávallt litið til heimamarkaðar fyrst þar sem því er við komið. Bæjarstjórn og við sem höfum komið að verkefninu fórum í gegnum þessa umræðu og áttum von á gagnrýni af þessu tagi ef sú leið yrði valin að leita út fyrir Eyjarnar. Niðurstaðan varð hinsvegar sú að við töldum rökin fyrir því sterkari og völdum því utanaðkomandi auglýsingastofu til að setja verkefnið af stað með okkur. Hlutverk auglýsingastofunnar var að hanna átakið og stýra aðgerðum en líkt og Eyjamaðurinn og reynslubolti í auglýsingabransanum, Hlynur Guðlaugsson, bendir á í umræðum á fésbókinni þá er engin stofa í Eyjum sem hefur reynslu og þekkingu til að annast slíkt. Hinsvegar hefur átakið notað ljósmyndara, kvikmyndatökuaðila og aðra fagmenn frá Eyjum til hinna ýmsu verkefna og mun gera það áfram.     Ey ætlað að styðja við útgáfustarf í Eyjum Nokkuð hefur verið rætt um að Vestmannaeyjabær ætli í samkeppni við aðila á markaði í Vestmannaeyjum. Ábyrgðin á þeim misskilningi liggur öll hjá okkur sem stýrt höfum verkefninu. Í ferlinu hefði fyrr þurft að ræða við til að mynda þá sem eru í útgáfustarfi og útskýra betur að allt sem gert verður er til að styðja við það góða starf sem hér er unnið en ekki að valda neikvæðum áhrifum. Þannig er til að mynda stefnt að matarhátíðinni „Gúrmey“án þess að Vestmannaeyjabær ætli að opna veitingastað. Á sama hátt er vilji til að styðja við umfjöllun um allt það jákvæða sem er að gerast án þess að Vestmannaeyjabær ætli sjálfur í viðamikið útgáfustarf. Þeir aðilar sem staðið hafa í eldlínunni á þeim vettvangi eiga heiður skilið fyrir metnaðarfullt starf í tugi ára og rétt eins og „Gúrmey“ er ætlað að standa með veitngastöðum er „EY“ ætlað að styðja við útgáfustarf hér í okkar góða bæ. Þótt ekki séu nema fáeinir dagar síðan verkefni var kynnt er þegar kominn vísir að samstarfi þar að lútandi sem bæjarbúar munu vonandi njóta góðs af. Við hönnun átaksins var farin sú leið að fara ekki í birtingar á dýrum sjónvarpsauglýsingum. Slíkar herferðir eru auðvitað góðar og gildar en þær kosta mikið í bæði framleiðslu og birtingu. Þess í stað var valið að nota vefinn og samfélagsmiðlana. Samfélagsmiðlarnir eru vand með farnir en með því að fara þá leið er verkefnið sett í hendurnar á bæjarbúum. Átakið hefur hinsvegar fengið mjög góðar móttökur enda vandað til verka á öllum sviðum.     Slagorðið Heimaey best Bent hefur verið m.a. á að það hefði átt að styðjast við slagorðið "Til Eyja" og er það vel, sú hugmynd líkt og flest allar hugmyndir sem hafa verið ræddar í tengslum við átakið eru góðra gjalda verðar. En það slagorð rúmast vel inni í orðaleikjunum í tengslum við EY merkið og t.d. ef Markaðsdeild Eimskipa eða aðrir vilja nota Til EYja og tengja sig við átakið þá er það velkomið og einfalt að tengja þar á milli. Slagorð átaksins er hinsvegar Heimaey best og er þar bæði verið að vísa í hið augljósa, þ.e. að Heimaey er best og síðan á orðatiltækið heima er best. En allt er þetta leikur að orðum sem heimamenn, hönnuðir og markaðsmenn fyrirtækja í Eyjum geta nýtt sér í markaðssetningu á sinni vöru og þjónustu.     Páll Marvin Jónsson​  

Fimm fegnu úthlutun frá SASS í Vestmannaeyjum

Verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fjallaði um tillögur fagráðs nýsköpunar og fagráðs menningar um úthlutun styrkveitinga til verkefna úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands, í síðari úthlutun ársins. Alls bárust sjóðnum 98 umsóknir að þessu sinni, þar af 36 nýsköpunarverkefni og 62 menningarverkefni.   Niðurstaða verkefnastjórnar er að veita 47 menningarverkefnum styrki að fjárhæð 21.700.000, kr. og 24 nýsköpunarverkefnum að fjárhæð 14.920.000, kr. Samtals er því 71 verkefni veittur styrkur í síðari úthlutun ársins að fjárhæð 36.620.000, kr.   Hæstu styrkina hlutu Júlíus Magnús Pálsson, 2 mkr. til verkefnisins „Þróun á EC Storage lausnamengi“ í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna og Oddafélagið, 1,5 mkr. til verkefnisins „Fornleifaskóli unga fólksins í Odda á Rangárvöllum“ í flokki menningarverkefna.   Þeir aðilar sem fengu úthlutun í Vestmannaeyjum voru, Margrét Lilja Magnúsdóttir fyrir hönd Sæheimar, hlutu styrk uppá 400.000 krónur fyrir Lundapysjur í Vestmannaeyjabæ 2. Leikfélag Vestmannaeyja hlaut tvo stykri, annarsvegar 350.000 krónur  fyrir leikritið Klaufar og Kóngsdætur og hinsvegar 350.000 krónur fyrir Bjartmar - söngleikur. Sagnheimar og Eldheimar fengu 300.000 krónur fyrir menningarheimar mætast, Grísk menningarhátíð. Langa ehf. hlaut tvo styrki, 850.000 krónur fyrir sjálfvirkan fiskþurrkunarklefi og 700.000 krónur fyrir gæludýranammi úr fiskroði, framhaldsverkefni. The brothers brewery hlaut 400.000 krónur fyrir vöruþróun með samvinnu og samstarfi við erlend brugghús.    

Karlakórinn þakkar fyrir sig

Nú þegar að úrslit í sjónvarpsþáttunum Kórar Íslands eru ljós með sigri Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps eru okkur í Karlakór Vestmannaeyja þakklæti efst í huga um leið og við óskum sigurvegurunum innilega til hamingju.   Þátttaka Karlakórs Vestmannaeyja í þáttunum kostuðu kórinn, kórmeðlimi, stjórnanda, stjórn og undirleikara gríðarmikla vinnu og fjármuni sem hefði verið til einskis ef bakland kórsins á heimavelli, hér í Vestmannaeyjum væri ekki jafn ótrúlegt og sterkt eins og það er. Hér í Eyjum hafa fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki ásamt bæjarfélaginu stutt við kórinn með styrkjum og gjöfum, sem og að kjósa okkur í þáttunum og er það algjörlega ómetanlegt og viljum við í kórnum þakka það innilega. Hagnaður kórsins af þátttökunni er mikill ,þó hann sé ekki metinn í fjármunum, heldur frekar í reynslu og bættum vinnubrögðum, og sýnir um leið hvað við erum vel í stakk búnir til að koma fram og skemmta okkur og öðrum eftir ekki lengri starfstíma, en kórinn var endurstofnaður á vormánuðum árið 2015 og er því rétt rúmlega tveggja ára í þessari mynd. Einnig sýnir þessi mikli stuðningur samheldni okkar Eyjamanna og má hún vera öðrum til eftirbreytni. Hún er okkur í kórnum mikil hvatning til að gera meira og betur í framtíðinni. Kærar hugheilar þakkir fyrir ómetanlegan stuðning kæru Vestmannaeyingar og aðrir velunnarar Karlakórs Vestmannaeyja.  

Blaðaútgáfa og rekstur prentsmiðja í Eyjum 100 ára.

Þess verður minnst sunnudaginn 12. nóv. nk. kl. 13.00-15.00 á opnu málþingi í Einarsstofu í Safnahúsi að 2017 eru liðin 100 ár frá því blaðaútgáfa og prentsmiðjurekstur hófst í Eyjum. Fyrstu blöðin sem komu út í Vestmannaeyjum voru Fréttir og síðar Skeggi sem var fyrsta verkefni prentsmiðju sem Gísli J. Johnsen keypti til Eyja 1917 og var sett upp í húsinu Edinborg. Undirbúningur þessa merkisatburðar í menningarsögu Eyjanna hefur staðið í nokkurn tíma undir forystu Arnars Sigurmundssonar, Helgu Hallbergsdóttur og Kára Bjarnasonar. Dagskráin verður fjölbreytt og fer fram í Einarsstofu í Safnahúsinu og í framhaldinu verður boðið upp á rútuferð þar sem staldrað verður við á leiðinni á völdum stöðum prentsögunnar.   Á dagskránni munu eftirfarandi flytja stutt erindi: Arnar Sigurmundsson sem mun stikla á stóru yfir söguna frá 1917 og hina fjölskrúðugu blaða- og tímaritaútgáfu og prentsmiðja í Eyjum. Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir sem kynnir Átthagadeild Bókasafnsins. Ómar Garðarsson sem rifjar um eftirminnileg atriði úr liðlega 30 ára blaðamennskuferli. Hermann Einarsson sem fjallar um fyrstu kynni sín af prentsmiðjunni Eyrúnu og Gunnari prentara. Óskar Ólafsson sem segir frá kynnum sínum af lærimeistara sínum Hafsteini Guðmundssyni prentsmiðjustjóra í Hólum, sem bjó sín uppvaxtarár í Eyjum og var einn fremsti bókagerðarmaður landsins. Á milli dagskráratriða mun Sigurmundur G. Einarsson flytja lög eftir ljóðskáld úr Eyjum.   Að þessu loknu, um kl. 14.00, verður boðið upp á rútuferð og staldrað við á nokkrum stöðum þar sem prentsmiðjur hafa verið til húsa og lesinn stuttur texti frá viðkomandi prestsmiðju. Rútuferðinni lýkur um kl. 15.00 við Safnahúsið og verður þá viðstöddum boðið í kaffi. Málþinginu stýrir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahússins. Allir eru hjartanlega velkomnir á þetta opna málþing og aðgangur ókeypis.    

Safnahelgin hefst í dag

Safnahelgin verður haldin nú um helgina og er dagskráin að vanda glæsileg.   Fimmtudagur:  Kl. 13:30 -15:30 Safnahús: Ljósmyndadagur Safnahúss: Ónafnkenndar myndir úr safni Kjartans Guðmundssonar.Kl. 15:30 Sagnheimar: Stóllinn hans Kjartans – opnun sýningar í Pálsstofu. Hvers virði eru munir án sögu?Kl. 16:30 Stafkirkjan: Setning Safnahelgar. Kristín Halldórsdóttir syngur við undirleik Kitty Kovács.Kl. 17:30 Sagnheimar: Kristín Jóhannsdóttir: Ekki gleyma mér. Útgáfuhóf, allir hjartanlega velkomnir.    Föstudagur: Kl. 15:00 Sæheimar: Opnun ljósmyndasýningar úr pysjueftirlitinu 2017.KL.16:00 Slippurinn: Opnun myndlistarsýningar Ástþórs Hafdísarsonar.Kl. 17:00  Eldheimar: Gísli Pálsson: Fjallið sem yppti öxlum. Útgáfuhóf, allir hjartanlega velkomnir.Kl. 18:00 Einarsstofa: Vita brevis. Opnun myndlistarsýningar Perlu Kristins.   Laugardagur: Kl. 13:00-15:00 Einarsstofa: Bókaforlagið Salka kynnir útgáfubækur 2017 og Sólveig Pálsdóttir, Stefán Gíslason og Sölvi Björn Sigurðsson lesa og kynna nýjar bækur sínar.Kl. 21:00 Eldheimar: Arnór og Helga flytja tónlist Peter, Paul og Mary. Sögumaður Einar Gylfi Jónsson. Aðgangseyrir kr. 1.000.   Sunnudagur: Kl. 12:00-13:00 Sagnheimar: Saga og súpa. Anna K. Kristjánsdóttir kynnir og les úr nýútkominni bók sinni Anna – Eins og ég er.     Opnunartímar safna og sýninga    Sagnheimar:Fimmtudag og föstudag kl. 13-16.Laugardag og sunnudag kl. 12-16. Eldheimar:Fimmtudag til sunnudags kl. 13-17. Sæheimar:Föstudagur kl. 15-18.Laugardag og sunnudag kl. 13-16. Slippurinn:Föstudagur kl. 16-18.Laugardag kl. 14-17.    

Smalað í Álsey - myndir

Hópur manna fór með björgunarbátnum Þór út í Álsey í hádeginu þann 11. oktober. Frændurnir Heiðar Hinriksson og fjallkóngurinn Kristinn Karlsson höfðu farið áður á tuðru Kristins til að gera klárt fyrir smalamenn sem voru á leiðinni. LJósmyndari Eyjafrétta Óskar Pétur Friðriksson var með í för og segir hér frá.     Til stóð að fara mun fyrr í smalaferðina og nota góðan laugardag eða sunnudag til verksins, veðurguðinn er ekki alltaf á sömu skoðun og fjárbændur hvenær veðrið á að vera best þannig að núna varð að fara úr vinnu í miðri viku til að smala fénu og koma því til byggða.   Þegar lagt var að stað í hádeginu á miðvikudeginum, var veður gott og leit vel út með smalaveður. Eftir stutta siglingu með Þór fóru smalamennirnir í land í Álsey. Álsey er þannig gerð að ekki þarf um mikið berg að fara til að komast upp á hana, bergið er um 7 metra hátt en nú vildi svo til að allt var blautt eftir rigningu næturinnar. Bergið var því sleipt og það varð að fara upp með varkárni og passa sig á að renna ekki á sleipu grjótinu, grasið var að sjálfsögðu blautt líka.     Aðrir sem komu með í þessa ferð út í Álsey voru eftirtaldir:   Guðni Hjörleifsson, fjárbóndi, Haraldur Geir Hlöðversson, fjárbóndi, Ágúst Ingi Jónsson, fjárbóndi, Loftur Rúnar Smárason, bifvélavirki, Friðrik Benediktsson, steypubílstjóri, Birkir Helgason, stálsmiður og Jón Helgi Sveinsson, olíubílstjóri, auk frændanna sem áður er getið.   Strax og menn voru búnir að losa sig við bakpoka og töskur er upp á eyjuna var komið, var hafist handa við að gera réttina klára, aðrir fóru að gera leiðara frá réttinni og upp eftir eyjunni til að stýra fénu í réttina. Þegar réttin var tilbúinn fóru þeir menn sem það gerðu upp eftir eyjunni og byrjuðu að smala, við hinir héldum áfarm að gera leiðarann klárann. Nú fór að rigna á okkur og var úrkoma að mestu á meðan við vorum í eyjunni. Um það leiti sem leiðarinn var að verða tilbúinn komu smalamenn með féð og það rann fljótlega í réttina. Nú varð að stía réttina af þar sem ærnar voru settar öðru megin og lömb hinu megin. Þetta gekk vel og ánum var svo sleppt og gengu þær frelsinu fegnar í burtu og átu sitt gras. Ærnar voru ekki að fást um það þó lömbin væru höfð í réttinni, þær fóru sína leið.     Nú fór að styttast í að Lóðsinn kæmi til að sækja lömb og smala. Guðni Hjörleifs og Kristinn fóru að taka niður leiðarann og eftir það í tuðruna til að taka á móti fénu. Tveimur lömbum var komið fyrir í neti sem hengt var í sleppikrók sem hangir í vír sem liggur frá eyjunni og út í sjó, Þar var lömbunum slakað niður í tuðruna sem sigldi með þau út í Lóðsinn en um borð voru þeir Regin húsasmiður og Ingvi pípari sem tóku á móti fénu. Þegar búið var að slaka niður öllum lömbunum og því dóti sem í land átti að fara var lagt af stað aftur til baka, enn var grasið blautt eftir rigningu dagsins og bergið hálft eins og reikna má með. Ég fór fyrstur niður bergið og rólega fór ég, þar sem önnur höndin er hálf ónýt og kraftlítil og því var að vera var um sig og halda fast í bandið til að slasa sig ekki eða hrapa niður. Kristinn fjallkóngur kom á fullu gasi á tuðru sinni og tók mig um borð, eins og alla hina sem í eyjunni voru.   Hér má sjá myndir frá smöluninni  

Samgönguþingi unga fólksins um helgina

Samgönguþingi unga fólksins lauk í gær en á síðari hluta þingsins störfuðu umræðuhópar og síðan var samþykkt ályktun þingsins sem beint er til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Maríanna Jóhannsdóttir og Jón Gauti Úranusson voru meðal fulltrúa.   Fram kom í lokaorðum Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, að hann sæi fyrir sér að þing sem þetta yrði reglulegur viðburður hjá ráðuneytinu. Hann lýsti ánægju sinni með þátttökuna og afrakstur þingsins sem hann sagði nýtast vel.   Umræðuhóparnir fjölluðu um eftirtalin efni:   Sektir: Hækkun sekta við notkun snjalltækja og tekjutenging sekta. Akstur undir áhrifum: Áfengismörk við 0,5 prómill, 0,2 prómill eða 0,0 prómill. Bílprófsaldur og nám til bílprófs. Létt bifhjól og reiðhjól sem samgöngutæki. Hertar refsingar og lengri sviptingartími við ítrekuðum umferðarlagabrotum. Samgöngur í framtíðinni. Umræðustjórar beindu spurningum um málefnin til þátttakenda sem settu fram skoðanir sínar og vangaveltur um umræðuefnin. Hér á eftir eru nokkur atriði sem fram komu í hópunum:   Lengja nám til ökuprófs   Samfélagsþjónusta sem viðurlög við umferðarlagabroti Hækka sektir vegna notkunar snjallsíma í 40 þús. kr. Tekjutengja sektir – mánaðarlaun í sekt? Áróður betri en hækkun á sektum Herða refsingar við ítrekuð brot, senda á námskeið ef menn vilja halda bílprófi Áfengismörk verði óbreytt Fleiri hjólastíga – sérstaklega úti á landi og gera hjólreiðar meira spennandi – skylda hjálmanotkun fyrir alla Bæta strætóáætlanir Halda bílprófsaldri – skrá æfingaakstur Rafmagnsbílar – þarf að taka með í reikninginn umhverfisáhrif af framleiðslu rafgeyma og eyðingu þeirra Taka bílpróf í framhaldsskóla til að jafna aðgengi Samþykkt var eftirfarandi ályktun í lok þingsins:   Ályktun samgönguþings unga fólksins 2017   Horfa þarf til ólíkra samgöngumáta við framtíðarskipulag samgangna á Íslandi. Ungt fólk kýs í vaxandi mæli að búa smærra og nota vistvænar samgöngur. Stjórnvöld skulu þó tryggja einstaklingum svigrúm til að velja sér þann samgöngumáta sem það helst kýs, hvort sem það eru almenningssamgöngur, hjólreiðar, einkabíll eða aðrar tegundir samgangna. Fjölga þarf hleðslustöðvum á landinu til þess að flýta fyrir rafbílavæðingu. Styrkja þarf strætókerfið, meðal annars með því að fjölga ferðum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni og bjóða upp á næturstrætó.   Öruggar samgöngur er undirstaða byggðar og atvinnulífs um land allt, meðal annars flug- og skipasamgöngur, og leggja þarf því áherslu á áframhaldandi uppbyggingu vega á landsbyggðinni, meðal annars með tilliti til hraðrar fjölgunar ferðamanna á undanförnum árum. Klára þarf að malbika hringveginn. Stjórnvöld þurfa að tryggja nýsköpunarfyrirtækjum á sviði samgangna samkeppnishæft umhverfi, svo sem fyrirtækjum sem bjóða upp á betri nýtingu farartækja og fjármagn í gegnum deilihagkerfið.   Tæknin tekur hröðum breytingum og þess vegna þarf að aðlaga regluverkið að aukinni snjalltækjanotkun í umferðinni. Hækka þarf sektir fyrir notkun þeirra undir stýri og skoða kosti og galla kerfis þar sem sektir eða refsingar komi jafnt við alla tekjuhópa í landinu. Lækka þarf áfengismörk við akstur til þess að draga úr akstri undir áhrifum. Einnig þarf að herða refsingar við ítrekuðum umferðarlagabrotum, til dæmis með stigvaxandi sektum eða samfélagsþjónustu.   Samgönguþing unga fólksins telur ekki ástæðu til að hækka bílprófsaldur upp í 18 ár í stað 17 ára, en vill skoða að samræma menntaskólaaldur og bílprófsaldur. Tryggja þarf að æfingaakstur sé nýttur við ökunámið til að undirbúa unga bílstjóra betur undir umferðina. Þingið telur ástæðu til að skoða réttindi og skyldur ungs fólks í víðara samhengi. Rannsóknir benda til þess að fólk sé lengur í áhættuhóp því seinna sem það öðlast ökuréttindi. Telur þingið það ekki vera aldur ökumanna sem auki slysatíðnina, heldur reynsluleysið sem er óhjákvæmilegt hjá nýjum ökumönnum óháð bílprófsaldri.   Ráðast þarf í gerð fleiri hjólreiðastíga til þess að styrkja frekar við hjólreiðar sem samgöngur og gæta þarf að því að fræða hjólreiðamenn um réttindi sín og skyldur í umferðinni samhliða ört vaxandi fjölda hjólreiðamanna á landinu. Skoða þarf lagningu hjólreiðastíga á landsbyggðinni til að hvetja íbúa landsbyggðarinnar til að nýta sér slíkan samgöngumáta.   Einnig þarf að skilgreina notkun léttra bifhjóla með ítarlegri hætti en nú er gert. Tengja þarf allt landið mun betur saman með því að innanlandsflug verði raunhæfur kostur fyrir alla landsmenn. Fjölga þarf stærri samgöngutengingum, t.d. með hraðlestum og bæta þarf tíðni strætókerfisins og almenningssamgangna um landið allt.  

Helga­fells­mynd á heim­leið

 „Hér í Vest­manna­eyj­um þekkja marg­ir til þessa mál­verks og það skip­ar sér­stak­an sess í sögu­legri vit­und Eyja­manna,“ seg­ir Kári Bjarna­son, for­stöðumaður Safna­húss Vest­manna­eyja. Vest­manna­eyja­bæ var á dög­un­um gefið hið sögu­fræga mál­verk Hefnd Helga­fells eft­ir Guðna Herm­an­sen (1928-1989) list­mál­ara í Eyj­um. Mbl.is sagði frá. Sag­an af þessu verki er mörg­um kunn og þykir nán­ast for­boði þess sem síðar varð. Þannig var að árið 1971 of­bauð Guðna svo mjög mal­ar­taka úr Helga­felli að hann málaði mynd af því er fjallið greip til sinna ráða og kallaði mál­verkið Hefnd Helga­fells. Hann hafði þá ný­verið farið í sína fyrstu og að því er börn hans segja einu mót­mæla­göngu, sem var far­in að hlíðum Helga­fells. Voru skila­boðin sem í verk­inu fólust þau að sá kæmi dag­ur að Helga­fell myndi vakna af dvala árþúsund­anna og launa fyr­ir spjöll­in – sem það líka gerði. Eld­gos kom nán­ast öll­um að óvör­um.  Guðni Herm­an­sen seldi Jó­hönnu Her­manns­dótt­ur frá Vest­manna­eyj­um, sem bú­sett er í New Jers­ey í Banda­ríkj­un­um, mál­verkið árið 1972 og tók hún það með sér til síns heima í Banda­ríkj­un­um. Hún ákvað svo ný­lega að gefa mál­verkið til Vest­manna­eyja og fór Eyjamaður­inn Stefán Hauk­ur Jó­hann­es­son sendi­herra til henn­ar og sótti verkið, sem senn kem­ur til Íslands.  Verður í for­grunniMál­verkið verður síðan form­lega af­hent Vest­manna­eyja­bæ 23. janú­ar á næsta ári, en þá eru liðin rétt 45 ár frá upp­hafi Eyjagoss­ins. Verður þess minnst með ýmsu móti í Eyj­um, svo og þess að á sama ári eru liðin 90 frá fæðingu Guðna Herm­an­sen. Verður mál­verkið fræga í for­grunni sýn­inga á verk­um lista­manns­ins á af­mælis­ár­inu. „Þótt verkið hafi nán­ast alla tíð verið vest­ur í Banda­ríkj­un­um er at­hygl­is­vert hvað það hef­ur ávallt verið mörg­um of­ar­lega í huga. Þetta er dýr­mætt verk sem auðvitað á hvergi bet­ur heima en hér í Eyj­um,“ seg­ir Kári Bjarna­son. Gísli Páls­son mann­fræðing­ur á heiður­inn af því að fá verkið til baka. Hann er frá Bólstað í Vest­manna­eyj­um og í næstu viku kem­ur út bók eft­ir hann, Fjallið sem yppti öxl­um, þar sem eld­gosið í Eyj­um skip­ar stór­an sess. Gísli setti sig í sam­band við Jó­hönnu og í sam­töl­um þeirra kom fram að hún vildi gefa Vest­manna­ey­ing­um verkið, eins og nú hef­ur gengið eft­ir.  Mál­verkið grét„Þessi mynd er hluti af sögu Eyj­anna og átti alltaf að fara þangað. Mér finnst hins veg­ar vænt um mynd­ina og af eig­in­girni hef ég haldið í hana al­veg fram á þenn­an dag,“ sagði Jó­hanna í sam­tali við Morg­un­blaðið. Hún minn­ist þess að árið 1973, fá­ein­um vik­um eft­ir að Eyjagosið hófst, hafi hrotið fram tár úr því; vatns­drop­ar á stærð við títu­prjóns­hausa, sem hún hafi þurrkað upp. Sú skýr­ing hafi verið nefnd við hana að þarna hafi inn­byrgður raki sprottið fram úr máln­ing­unni, en sjálf trú­ir hún því yf­ir­skil­vit­lega og að þarna hafi hefnd Helga­fells birst ljós­lif­andi.  Á myndinni eru, frá vinstri; Stefán Hauk­ur Jó­hann­es­son sendi­herra, Jó­hanna Her­manns­dóttt­ir og Ein­ar Gunn­ars­son, sendi­herra og fasta­full­trúi Íslands hjá Sam­einuðu þjóðunum, þegar þeir tóku við mál­verk­inu sem nú fer til Eyja. 

Eyjamenn eiga alltaf gott bakland þegar kemur að símakosningum

Karlakór Vestmannaeyja komst áfram í fyrsta þætti, Kórar Íslands á Stöð 2. Þar kepptu þeir við Gospelkór Jóns Vídalíns sem einnig komst áfram og Kalmannskórinn Akranesi og Bartónar frá Reykjavík. Eyjamenn fóru áfram í símakosningu en Gospelkórinn var valinn af dómnefndinni. Báðir kórarnir sem komust áfram voru vel að því komnir. Alls taka 20 kórar þátt í keppninni sem koma fram í fimm þáttum. Þá taka við tveir undanúrslitaþættir með fimm kórum í hvorum þætti og mætast fimm þeirra í lokaþættinum. Dómnefndina skipa söngkonurnar Kristjana Stefánsdóttir og Bryndís Jakobsdóttir og Ari Bragi Kárason, trompettleikari og Íslandsmetshafi í 100 metra hlaupi. Stjórnandi er Friðrik Dór. Öll stóðu þau sig vel og lofar þátturinn góðu og uppleggið er að þetta er fyrst og fremst skemmtiþáttur. Þann pól tóku Eyjamenn. Voru tilbúnir að leggja allt undir og geystust í gegnum Stuðmannalagið Út í Eyjum í útsetningu Braga Þórs Valssonar af mikilli list og feyknar krafti.   Vel er vandað til þáttarins og hver kór var kynntur með stuttum myndbrotum af æfingum og því umhverfi sem starfa í. Geir Jón var föðurlegur í spjalli á undan og þá tók Þórhallur við sprotanum og þvílíkur kraftur sem þarna losnaði úr læðingi. Útsetning Braga Þórs er ekki einföld en það stóð ekki í Karlakór Vestmannaeyja sem trilluðu upp og niður tónstigann á þess að stíga feilspor. Geisluðu af karlmannlegri fegurð og sýndu úr hverju Eyjamenn eru gerðir og uppskáru mikið klapp á áhorfendapöllunum. Þeir heilluðu dómnefnd upp úr skónum og sagðist Ari Braga vilja fá meira að heyra í þeim. Honum varð að ósk sinni því Eyjamenn virðast alltaf eiga gott bakland þegar kemur að símakosningum. En gott gengi þeirra var verðskuldað og verður gaman að fylgjast með Þórhalli og hans köllum þegar kemur að undaúrslitunum. Þar hef ég fulla trú á okkar mönnum.    

Átti að verða hobby en er orðið eitthvað miklu stærra

„Þuríður heiti ég, fædd og uppalin í Vestmannaeyjum, dóttir Jóhönnu Pálsdóttur og Henry Mörköre heitins frá Færeyjum sem stundaði hér sjóinn. Ég og fjölskylda mín fluttum erlendis árið 1978, þá var ég 12 ára. Ég hef alltaf haft áhuga á að elda mat og þegar ég kláraði grunnskólann í Danmörku var faðir minn búinn að finna pláss fyrir mig hjá Sören Geriche, besta kokki í Danmörku á þeim tíma en það tók mig ekki nema 30 ár að uppfylla drauminn hans pabba. Ég tók allt aðra stefnu, lærði fatahönnun sem ég vann við í 12 ár.“ Nú býr Þuríður í Svíþjóð þar sem hún rekur smurbrauðsstofuna Snitten sem gengur vel. Snitten er í bæ sem heitir Vejbystrand, á nesi sem heitir Bjäre þar sem mikið af ferðamönnum í um það bil 25 mínútna keyrslu norðan við Helsingborg. „Þann 1. ágúst 2014 opnaði ég Smurbrauðsstofuna Snitten heima hjá mér í Vejbystrand í Svíþjóð. Má segja að við höfum verið á réttum staða á réttum tíma. Fyrirtækið mitt framleiðir danskt smurbrauð. Synirnir tveir, þeir Ólafur Már og Henry Kristófer rifu hjólageymsluna og var henni síðan breytt í búð. Þar sem maðurinn minn ferðast mikið erlendis hafði ég lítið sem ekkert að gera, meira að segja fengum við okkur hvolp. Smurbrauðsbúðin Snitten, sem upprunanlega átti að vera ,,hobby” varð frá fyrsta degi eitthvað miklu stærra. Hefur aðeins farið upp á við, og vægast sagt bilað að gera.“   Kúnnar koma langt að Þuríður segir kúnna keyra langar leiðir til að koma og versla hjá þeim. „Þar sem þetta er danskt smurbrauðsverslum kaupum við nánast allt í Danmörku, fyrir utan grænmeti. Ég bý í sveitahéraði og get ég nánast labbað yfir og sótt grænmetið sjálf. Það er opið níu mánuði á ári og seljum við í kringum 55.000 til 60.000 handunnar snittur á því tímabili og mun salan í ár vera í kringum 25 milljónir íslenskra króna og vel það.“ Hún segir að fjölskyldan sé mjög dugleg að koma og hjálpa til svo að hún geti fengið að sjá barnabörnin. „Ég hef kennt systur minni Gunný það vel að hún gæti vonandi tekið kunnáttuna og opnað kannski Snitten á Íslandi, hver veit.“ Þau útbúa jólahlaðborð fyrir fyrirtæki en þau hafa ekki gert mikið til að koma sér á framfæri. „Ég hef einungis notað Facebook til að auglýsa og er Facebook síðan með í kringum 4800 fylgjendur en nýlega bjó ég til Instagram síðu. Í júní var Snitten með í Skane magasinet sem er tímarit yfir allt Skane svæðið í Svíþjóð, í því var Snitten valið eitt af tíu fyrirtækjum sem fólki yrði að keyra til og heimsækja.“ Elsti sonurinn Ólafur Már býr í Reykjavík með unnustu sinni Lucy og syninum Christian. Hann er að útskrifast úr Vélskólanum um jólin og er draumur hans að vera á sjó, þar sem hann var aðeins 15 ára gamall þegar hann fór fyrsta túrinn. „Þegar tími gefst kem ég til Íslands að heimsækja fjölskylduna.“   Íshokkýfjölskylda Þau eru mikil íshokkífjölskylda og hafa verið í um 19 ár. „Við höfum búið erlendis vegna íshokkísins, eins og t.d. í Bandaríkjunum, það er víst mikið keppniseðli í manni. Henry sonur minn er í fyrsta flokk í íshokkí í Danmörku, hann fer til Bandaríkjanna á hverju ári í mjög harðar æfingabúðir. Hefur verið þar t.d. með Austin Mathews sem er heimsins besti íshokkíleikmaður. Litla örverpið mitt, Philip Rafnsson sem er orðinn 14 ára er einnig að gera mjög góða hluti, hann er í U15 en æfir með U16, danska unglingalandsliðinu. Í sumar lentu þeir í öðru sæti í Evrópumeistarakeppni í gólfhokkí í Þýskalandi, þá keppti hann fyrir hönd U16 en aðeins 13 ára gamall. Hann stefnir á NHL-deildina í Bandaríkjunum. Svona er týpískur dagur hjá mér, er á Snitten í þrjá til fjóra tíma og sem íshokkímamma þetta fjórum til fimm sinnum í viku,“ sagði Þuríður að endingu og biður um kærar kveðjur heim til Eyja. En vinnan er mikil, hún vinnur bæði kvölds og morgna í smurbrauðinu og er svo sem íshokkí mamma, fjórum til fimm sinnum í viku. Jóhanna móðir Þuríðar er frá Héðinshöfða í Vestmannaeyjum og var hún yngst af 9 systkinum og vann hún mest í frystihúsi i Eyjum. Henry, faðir Þuríðar kom frá Klakksvík í Færeyjum og stundaði hann sjómennsku í Vestmannaeyjum. Hann var með fiskibollugerð í Eyjum á tímabili og voru systkinin oft þar að hjálpa gamla manninum. „Ekki má gleyma móður okkar sem var snillingur í að flaka fiskinn. Pabbi var mjög vinsæll fyrir skerpukjötsframleiðslu sína sem hann var með heima hjá þeim þar sem hann bjó sér til færeyskan hjall.“          

Vaxið ótrúlega hratt og næg verkefni framundan - myndir

Frá því Stefán Lúðvíksson stofnaði Eyjablikk fyrir 20 árum hefur fyrirtækið vaxið og dafnað. Það hefur yfir að ráða rúmgóðu húsnæði við Flatir. Þar vinna um 20 manns og er enginn skortur á verkefnum. Afmælisins var minnst á föstudaginn með fjölmennri veislu í húsnæði Eyjablikks þar sem boðið var upp á veitingar að hætti Sigurðar Gíslasonar á Gott og ljúfa drykki að hætti hússins.   Stefán sagði að aðaluppgangur fyrirtækisins hefði verið síðustu tíu árin og hefði haldist í hendur við mikil umsvif og uppbyggingu í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. „Já, það hefur verið nóg að gera hjá okkur og við erum með næg verkefni næstu tvö árin.“ Afmælisgleðin fór vel fram þar sem Jakkalakkarnir sungu og léku og maturinn eins og best verður á kosið. Og ekki var í kot vísað því í Eyjablikki er hátt til lofts og vítt til veggja og snyrtimennska í hávegum höfð. Og ekki annað að sjá en að fólk skemmti sér vel með Stefáni og hans fólki í Eyjablikki. Eyjablikk býður upp á fjölþætta þjónustu og vinnur bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. „Fjölbreytni verkefna hefur verið með ólíkindum á þeim árum sem fyrirtækið hefur starfað. Má þar nefna loftræsikerfi, einangrun og klæðningar á hita- og frystilögnum, flasningar, rústfrí smíði, álsmíði, lagning koparþaka, smíði á handriðum ásamt smíði á allra handa færiböndum og körum fyrir sjávarútveginn. Þjónusta við einstaklinga hér í Eyjum er líka stór þáttur í starfsemi okkar. Við hjá Eyjablikk höfum kappkostað við að sinna þeim verkum sem okkur hefur verið treyst fyrir af kostgæfni og með bros á vör, því það skilar sér í ánægðum viðskiptavinum sem leita aftur og aftur til okkar með sínar þarfir,“ segir á heimasíðu fyrirtækisins. Hjá Eyjablikk ehf. starfa 19 manns þar af eru 2 með sveinspróf og 7 með meistarapróf í sinni iðngrein, blikksmíði, vélvirkjun og stálskipasmíðum. Fjórir starfsmenn eru með suðuréttindi ISO 9606-1. Kappkostað er að hafa vel menntaða og duglega einstaklinga í vinnu.   Óskar Pétur var að sjálfsögðu á staðnum með myndavélina og tók meðfylgjandi myndir.  

Fjóla Sif Ríkharðsdóttir er matgæðingur vikunnar - Tælensk kjúklingasúpa með núðlum & naan brauð

Ég vil byrja á því að þakka Andreu fyrir áskorunina og hlakka mjög til að fá heimboð í humarpizzu . En þar sem ég er mikil súpukona ætla ég að deila með ykkur uppskrift af uppáhaldssúpunni minni.   Tælensk kjúklingasúpa með núðlum Þessi uppskrift er fyrir 4 • 1 lítri kjúklingasoð • 3-4 hvítlauksrif, marin • 1 rautt chillí, fræhreinsað og smátt saxað • ½ tsk. túrmerik • ½ -1 tsk. chillíduft • 400 g kjúklingakjöt, skorið í litla bita • 3 gulrætur, skornar í mjóa strimla • 1 sellerístilkur, sneiddur fínt • 1 lítil græn paprika, fræhreinsuð og skorin í strimla • 3 msk. fiskisósa (frá t.d. Blue Dragon) • 180 ml kókosmjólk • 2 msk. límónusafi • 150-200 g austurlenskar núðlur að eigin vali • salt og pipar að smekk • límónubátar, safi kreistur yfir súpuna. Aðferð: Hitið kjúklingasoðið, ásamt hvítlauk og chillí og kryddið með túrmerik og chillídufti. Látið suðuna aðeins koma upp, lækkið undir og bætið kjúklingakjöti, gulrótum, selleríi og papriku saman við og eldið þar til kjúklingakjötið er eldað í gegn. Hrærið loks fiskisósu og kókosmjólk saman við. Smakkið súpuna til og kryddið með salti og pipar að smekk. Dreypið síðan límónusafa yfir. Sjóðið núðlur samkvæmt leiðbeiningum á pakka eða í um 3-4 mínútur. Sigtið þær frá vatninu og bætið saman við súpuna rétt áður en hún er borin fram. Gott er að hafa Nan-brauð með súpunni sem bæði er hægt að útbúa sjálfur eða kaupa tilbúið út í búð. Hér er uppskrift að brauði   Nan-brauð • 1,5 dl fingurheitt vatn • 2 tsk sykur • 2 tsk þurrger • 4 dl hveiti • 0,5 tsk salt • 2 msk brætt smjör • 2 msk hreint jógúrt • Garam Masala (má sleppa) • gróft salt, t.d. Maldon (má sleppa) Hrærið saman geri, vatni og sykri. Leggið viskastykki yfir skálina og látið standa í 10 mínútur. Bætið hveiti, salti, smjöri og jógúrt saman við og hnoðið saman í deig. Leggið viskastykki yfir skálina og látið deigið hefast í 30 mínútur. Skiptið deiginu í 4-6 hluta (eftir hversu stór þú vilt að brauðin verði) og sléttið út í aflöng brauð (það þarf ekkert kökukefli, hendurnar duga vel). Mér þykir gott að krydda brauðin með garam masala og grófu salti áður en ég steiki þau. Bræðið smjör á pönnu við miðlungshita og steikið brauðið í 3-4 mínútur áður en því er snúið við og steikt áfram í 2-3 mínútur.   Ég skora á Ástu Jónu Jónsdóttir sem næsta matgæðing, hún er rosaleg í eldhúsinu.  

Íþróttir >>

Felix fer með íslenska landsliðinu til Indónesíu

Felix Örn Friðriksson, leikmaður ÍBV í knattspyrnu, ferðast með íslenska landsliðinu sem mætir Indónesíu í boðsferð þar í landi dagana 11. og 14. janúar. Ekki er um að ræða alþjóðlega leikdaga og er hópurinn að mestu skipaður reynsluminni mönnum en ella. Í hópnum er þó að finna reynslumikla menn á borð varnarmennina Ragnar Sigurðsson og Sverri Inga Ingason og framherjann Björn Bergmann Sigurðsson.   Segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, jafnframt að hópurinn gæti breyst áður en haldið verður af stað en líkur eru á því að Kolbein Sigþórsson fari með en hann hefur verið að glíma við meiðsli síðasta árið.   Hópurinn í heild:   Markmenn:  Frederik Schram, Roskilde  Rúnar Alex Rúnarsson, Nordsjælland  Anton Ari Einarsson, Valur   Varnarmenn  Ragnar Sigurðsson, Rubin Kazan  Sverrir Ingi Ingason, FC Rostov  Jón Guðni Fjóluson, IFK Norrköping  Haukur Heiðar Hauksson, AIK  Hólmar Örn Eyjólfsson, Levski Sofia  Hjörtur Hermannsson, Brøndby IF  Böðvar Böðvarsson, FH  Viðar Ari Jónsson, Brann SK  Felix Örn Friðriksson, ÍBV   Miðjumenn:  Arnór Smárason, Hammarby  Arnór Ingvi Traustason, Malmö FF  Aron Sigurðarson, Tromsö  Hilmar Árni Halldórsson, Stjarnan  Mikael Neville Anderson, Vendsyssel FF  Samúel Kári Friðjónsson, Vålerenga IF   Sóknarmenn:  Björn Bergmann Sigurðarson, Molde BK  Óttar Magnús Karlsson, Molde BK  Kristján Flóki Finnbogason, Start IF  Tryggvi Hrafn Haraldsson, Halmstad BK  

Stjórnmál >>

Elliði Vignisson: Enn er alltof snemmt að fullyrða að við náum saman með ríkinu

Í gær funduðum fulltrúar Vestmannaeyjabæjar með ríkinu, en yfir standa viðræður um að Vestmannaeyjabær taki yfir rekstri Herjólfs. Elliði Vignisson bæjarstjóri sagði í samtali við Eyjafréttir að að enn einn fundurinn hafi verið í gær til þess að nálgast enn frekar þau markmið að ná fram verulegri þjónustuaukningu með nýrri ferju og tryggja betur áhrif og sjónarmið heimamanna hvað rekstur hennar varðar.  „Þar kynntum við sjónarmið okkar sem fyrst og fremst felast í því að færast nær þvi markmiði að sjóleiðin milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar verði séð sem „þjóðvegur“ okkar Vestmannaeyinga og þeirra sem vilja sækja okkur heim. Þar með reynum við að nálgast þá sjálfsögðu kröfu okkar að þjónusta og verðlag verði nær því að þetta sé þjóðvegur en ekki valkvæð þjónusta. Þá leggjum við einnig þunga áherslu á að þjóðvegurinn verði „opinn“ eins og framast er unnt og taki mið af þörfu þjónustustigi hvað tíðni ferða varðar en ekki hámarksnýtingu á hverri ferð og mögulegri arðsemi rekstrarins. Í langan tíma hafa þessar samgöngur að okkar mati verið skammtaðar úr hnefa en það á ekki að vera lögmál. Með nýrri ferju og annarri nálgun á verkefnið eiga Vestmannaeyjar að verða samkeppnishæfari varðandi íbúaþróun, atvinnuuppbyggingu og atvinnurekstur fyrirtækja sem hér starfa,“ sagði Elliði   Það eru alltaf gagnrýnisraddir„Ég hef séð að á seinustu dögum hafa einhverjir gagnrýnt þessa tilraun Vestmannaeyjabæjar og það er svo sem fátt sem kemur á óvart hvað það varðar. Allt okrar tvímælis þá gert er og margir eru ætíð hræddir við breytingar. Þegar við seldum hlut okkar í Hitaveitu Suðurnesja voru margir sem sögðu að við ættum að eiga hlutinn og selja hann þegar hann væri orðinn verðmætari. Þegar við byggðum Eldheima gekk fólk um og uppnefndi húsið og sagði að það yrði aldrei annað en baggi á okkur og á því yrði aldri áhugi meðal feðramanna. Þegar við aldusskiptum grunnskólunum fullyrtu margir að þetta gæti aldei gengið. Þegar við buðum út reksturinn á Sóla og sömdum við Hjalla var það mikið gagnrýnt og mjög lengi má áfram telja. Þegar upp er staðið áttar fólk sig oft betur á forsendum og verður þá oftast nær mun ánægðara. Það sem þó hefur rekið mig í rogastans eru fullyrðingar um að þetta leiði til einhverrar mismununar þannig að bæjarfulltrúar gangi fyrir. Þeir sem slíkt fullyrða verða að skilja að bæjarfulltrúar njóta ekki neinna sér kjara á neinni þjónustu hjá Vestmannaeyjabæ. Þeir greiða fullt verð í sund, börn þeirra ganga ekki fyrir á leikskóla og götur við heimili þeirra eru ekki ruddar snjó fyrr en hjá öðrum. Á sama máta koma þeir til með að nota Herjólf og greiða fyrir sína þjónustu rétt eins og hver annar enda yrði Herjólfur almenningsþjónusta sem rekinn yrði eins og önnur þjónusta sveitarfélagsins með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi,“ sagði Elliði.   Elliði sagði að hans mati væri það í raun fullkomið og algert ábyrgðarleysi að heykjast á því að takast á við þessa ábyrgð að gefnum ákveðnum forsendum.  „Hvenær gerðist það að Eyjamenn hættu að þora og vilja axla ábyrgð á eigin málum? Þannig þekki ég ekki okkar góða samfélag og þannig mun núverandi bæjarstjórn ekki nálgast þetta mál. Við sannarlega þorum og treystum okkar fólki til að axala ábyrgð.“   Fagfólk við samningaborðið „Fullyrðingar um að þetta verði fjárhagslegur baggi á okkur er líka dáldið einkennilegur, sérstaklega þegar engin, ekki einu sinni við sem stöndum í þessu, vitum enn um hvaða fjárhæð verður samið. Við höfum unnið með færustu sérfæðingum í gerð rekstrarmódels og samningagerð er á hendi lögmanna sem þekkja málið vel. Okkur eru síðan til ráðgjafar menn eins og Grímur Gíslason, Páll Guðmundsson og Lúðvík Bergvinsson sem allir hafa mikla og haldgóða þekkingu hvað varðar eðlil þessarar útgerðar og rekstri almennt. Það er því hvergi verið að kasta til höndunum og hagsmunum Vestmannaeyjabæjar verður ekki fórnað,“ sagði Elliði.   Elliði sagði að enn væri alltof snemmt að fullyrða að þau nái saman með ríkinu. „Það má öllum ljóst vera að við erum ekki að fara í þetta verkefni til að taka við því á þeim fosendum sem verið hefur seinustu ár. Við teljum að það þurfi langtum meiri þjónustu og ef ríkið vill nálgast þetta á þann máta með okkur þá erum við til í samstarf. Ef ekki næst saman þá væntanlega verður þetta boðið út og við höfum þá að minnsta kosti náð að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og það leiðir þá ef til vill til þjónustu aukningar. Það væri því fráleitt að láta ekki reyna á þetta, jafnvel þótt það kosti mikla vinnu. Slíkt hræðist hvorki ég né aðrir sem að þessu koma“ sagði Elliði að lokum Meðfylgjandi er mynd sem Elliði tók á fundinum í dag. Á henni eru þeir Lúðvík Bergvinsson og Yngvi Jónsson frá okkur heimamönnum auk síðan fulltrúum frá ríkinu. Þeir Grímur og Páll sóttu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.  

Greinar >>

Sara Sjöfn: Má ekkert?

 238 fjölmiðlakonur sendu frá sér yfirlýsingu á mánudaginn, ég var ein af þeim, til stuðning þeirra sem sagt hafa sína sögu og fordæma í leiðinni ofbeldi, áreiti eða niðurlægingu á forsendum kynferðis. Þið þekkið þetta öll #metoo, vandamálið er stórt og það er okkar allra, allsstaðar. Fleiri hundruð kvenna hafa stigið fram allstaðar í heiminum. Sjokkerandi? Nei, svo sem ekki, mögulega fyrir einhvern karlinn og sennilega einhverjir sem iða í skinninu og enn fleiri sem hafa áttað sig á því sem þeir hafa gert, en þótt í lagi. En það er ekki í lagi.  Það er ekki verið að stimpla alla karlmenn og ýta út í horn, það eru til fullt af góðum körlum sem mundu ekki detta það til hugar, en það er ekki verið að ræða þá núna! Það sem þótti fyndið áður fannst okkur konunum aldrei fyndið. Konurnar sem eru að stíga fram undir formerkjum #metoo eru ekki að segja sögur af pöbbanum, heldur úr vinnunni. Ekki misskilja mig, það er ekki sérstakt leyfi á pöbbanum eða undir áhrifum, þó margir skýli sér bakvið það. En að fá ekki gagnkvæma virðingu í vinnunni útaf því þú ert kona, er gjörsamlega óboðlegt og sem betur fer erum við flest sammála um það. Það þarf bara stoppa fingralöngu pervertana með sóðakjaftinn.  Og ef þú ert að velta fyrir þér hvort ekkert megi þá er svarið nei, allavega þegar kemur að áreiti, niðurlægingu eða ofbeldi á forsendum kynferðis. Eitt annað, karlmenn! Ef það eru málefni sem brenna á ykkur þar sem ykkur finnst karlmenn eða drengir verða undir, girðið ykkur í brók, látið í ykkur heyra og takið þátt í baráttunni, gerum þetta saman og búum til samfélag fyrir alla til þess að búa í! Áfram jafnrétti, áfram virðing!  

VefTíví >>

Elliði Vignisson - Fæðingaþjónusta er óviðunandi í landsbyggðunum

Fyrir mér eru Vestmannaeyjar paradís á jörðu. Náttúran, fólkið, menningin, sagan, krafturinn samstaðan og svo margt fleira jarðtengir mig og lætur mig fljúga í senn. Samt er það svo að tveir hornsteinanna eru ekki í lagi, samgöngur og heilbrigðisþjónusta. Ég er afar bjartsýnn á að á næsta ári tökum við stórt skref hvað samgöngur varðar sem síðan mun leiða af sér enn fleiri slík í átt að betra ástandi. Út af borðinu standa þá heilbrigðismálin og þá sérstaklega fæðingaþjónustan.   Tilflutningur á kostnaði Tilgangurinn á bak við breytingar á fæðingaþjónustu er ekki hvað síst að ná niður kostnaði hins opinbera. Það vill þá e.t.v. gleymast að í raun er bara um tilflutning á kostnaði að ræða frá ríki til verðandi foreldra. Kostnaður við ferðalög og biðina á fæðingarstaðnum er oft verulegur. Ekki er ólíklegt að kostnaður við fæðingu, ferðalög, vinnutap og fl. hlaupi á hundruðum þúsunda og þaðan af meira. Sér er nú hver gjöfin til verðandi foreldra. Þar við bætast áhyggjur af ferðalaginu aftur heim og aðlögun fjölskyldunnar, sérstaklega eldri barna að eðlilegu lífi eftir heimkomuna tekur á. Hvað sem líður öllum Excelskjölum og flæðiritum þá er ljóst að fæðing fjarri heimabyggð valdur kvíða og streitu hjá barnshafandi konum auk töluverðrar röskunar á lífi fjölskyldunnar og mikils kostnaðar.   Samfélagslegt mikilvægi Áhrifin eru þó víðtækari. Fram hefur komið að skortur á þjónustu við konur í barneignaferlinu hefur almenn áhrif á dreifbýli. Gildi þess að hafa fæðingarþjónustu eru sennilega meiri fyrir samfélagið sjálft en margir gera sér grein fyrir. Það skiptir að mati þeirra sem best þekkja til miklu fyrir samfélagið að fæðingar séu hluti af lífinu þar. Að samfélagið sé samfella frá vöggu til grafar.   Manneskjusýn Svo mikið er víst að það er ekki í samræmi við manneskjusýn Eyjamanna að þessi mikilvægi þáttur lífsins verði frá þeim tekinn og í staðinn sett á fót læknisfræðilegt kassalagað kerfi sem aðskilur verðandi foreldra frá fjölskyldum sínum. Við Eyjamenn verðum að berjast áfram fyrir þessum sjálfsögðu réttindum. Þar leika þingmennirnir okkar lykilhlutverk.